23. júní, 2005
Margir höfðu pælt í því hvort Benitez myndi vilja nota Alou Diarra á miðjunni á næsta tímabili, sérstaklega þar sem það hefur heldur betur fækkað í miðjumannahópnum hjá okkur.
En núna virðist pottþétt að liðið mun selja Diarra til Lens fyrir tvær milljónir punda.
Ok, hvað þá með miðjuna? Liverpool er núna búið að selja (eða eru líklegir til að selja) Cheyrou, Smicer, Biscan og Diao. Það er því orðið ansi fámennt í miðjuhópnum. Á miðri miðjunni eru í raun bara Hamann, Alonso og Gerrard sem raunhæfir möguleikar (Welsh var alls ekki að standa sig á síðasta tímabili). Það verður athyglisvert að sjá hvað gerist, því það hefur verið lítið um miðjumannaslúður í sumar.