beach
« Kuyt, Diouf og Gerrard | Aðalsíða | Reina vill bara Liverpool »

16. júní, 2005
Verður Baros áfram? (uppfært)

Ja hérna!

Við Kristján vorum farnir að tala um það sem gefinn hlut að uppáhaldsframherjinn minn, Mila Baros, væri á leið frá Liverpool í sumar. Aðallega virtist þetta vera spurning um hvaða liðs hann færi til.

En Baros á málglaðan umboðsmann, sem veitti viðtal við Sky Sports. Þar segir eftirfarandi:

“Milan is now on holidays in Czech Republic and he doesn’t think it would be good to leave Liverpool now,” Lacina told Idnes.

“At Liverpool there is still a lot of euphoria after that unexpected Champions League triumph, and also the club has been awarded a place in next season’s Champions League.

“So Baros prefers to stay at Liverpool these days.

Sko, það er reyndar ekkert voðalega sexí að segja “prefers to stay at Liverpool these days”, en samt þá eru þetta fyrstu opinberu ummælin, sem benda til þess að Milan Baros verði hjá Liverpool á næsta tímabili. Ef svo er, þá held ég að við getum bókað það að Rafa mun ekki eyða peningi í menn einsog Kuyt, heldur einbeita sér að öðrum stöðum á vellinum. Sumir segja að þessi breyting hjá Baros sé fyrst og fremst vegna lítils áhuga hjá öðrum liðum að borga 8 milljónir punda fyrir Milan. Það ætti aðeins að minnka egóið hjá honum.

Annars, þá er Milan minn maður, ég vil sjá hann áfram.


Uppfært (Kristján Atli): Ég geri fastlega ráð fyrir að Einar hafi tapað sér við að lesa þessa frétt, svipað og ég gerði. Já, bara það að lesa þessi orð frysti Sólheimaglottið á andliti mínu, og býst ég við að það endist út daginn.

Sko, um leið og ég las þessi orð minnti ég sjálfan mig á það að þetta er jú umboðsmaður hans, ekki hann sjálfur, sem er að tala um að Milan vilji vera áfram hjá Liverpool. Það er starf umboðsmanna að þjóna hagsmunum leikmannsins, en á sama tíma þénar umboðsmaðurinn mest ef leikmaðurinn skiptir um félag. Því datt mér strax í hug; hvað gæti umboðsmaðurinn verið að græða á þessum ummælum?

Gætu þessi ummæli á einhvern hátt stuðlað að því að gera Baros líklegri til að yfirgefa Liverpool FC í sumar?

Og eftir ítarlega tilhugsun komst ég að niðurstöðu: NEI! Ef umboðsmaður ætlar sér að hjálpa skjólstæðing sínum að skipta um félag, ef umboðsmaður ætlar sér að græða pening á félagaskiptum, þá hlýtur yfirlýsing þess eðlis að skjólstæðingurinn vilji hreinlega ekki yfirgefa liðið sitt að vera það síðasta sem umboðsmaðurinn vill láta út fyrir varir sínar!

Er það ekki annars?

Nei, ég meina, getur verið að uppáhalds leikmaður okkar Einars ætli sér virkilega að vera áfram hjá Liverpool - í a.m.k. eitt tímabil til viðbótar - og berjast fyrir sæti sínu hjá liðinu?

Baros á sér sína galla sem leikmaður, en þeir eru þó þess eðlis að hann getur þroskast og bætt sig í þeim, en við skulum ekki gleyma því að hér er á ferðinni stórkostlegur leikmaður. Hann datt alvarlega úr stuði eftir áramót á s.l. tímabili en við skulum samt hafa það alveg á hreinu að þeir framherjar sem Rafa gæti keypt/mun kaupa í sumar eru alls ekkert öruggir um að spila betur í Englandi en Baros hefur gert. Þegar hann er í stuði halda honum engar varnir í Evrópu og jafnvel þótt hann hafi ekki verið að skora undanfarið hefur hann hlaupið maraþon og unnið gríðarlega mikilvægt verk fyrir liðið í mikilvægum leikjum í vor.

Hins vegar er önnur spennandi spurning: ef Milan Baros verður áfram, hvað verður þá um aðra framherja liðsins? Djibril Cissé og Fernando Morientes fara ekki fet, þar sem Rafa býst við þeim góðum næsta vetur, en gætu þetta þýtt endalokin hjá Neil Mellor, Florent Sinama-Pongolle og Anthony Le Tallec?

Gefum okkur að Rafa kaupi annan hvorn af Peter Crouch eða Dirk Kuyt. Þá værum við með þennan fjögurra framherja pakka, sem væri pottþétt áfram: Fernando Morientes, Djibril Cissé, Milan Baros, Dirk Kuyt/Peter Crouch.

Flo-Po gæti kannski verið fimmti maður þarna, þótt það sé í raun hæpið að hann sætti sig við að vera fimmti kostur, en ef Baros verður kyrr og Rafa kaupir samt framherja þori ég að veðja hverju sem er að framtíð Neil Mellor og Anthony Le Tallec hjá Liverpool er engin.

Milan Baros gæti orðið kyrr í Liverpool-borg eftir allt saman. Ég gæti fengið að sjá hann spila í Rauðu treyjunni á ný eftir allt saman. Úff, það yrði snilld að sjá hann og Cissé sitt hvorum megin við Morientes í fyrsta leik á Anfield í ágúst! En við skulum samt bíða rólegir með fagnaðarlætin, ekki satt Einar? :-)

.: Einar Örn uppfærði kl. 16:59 | 753 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (9)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·CSKA Sofia 1 - Liverpool 3
·L'pool 2 - Kaunas 0
·Kaunas 1 - L'pool 3
·Liverpool 4 - Olympiakos 3
·T.N.S. - Liverpool 0 - 3

Síðustu Ummæli

Hanni: Úff. Verð bara að segja að Baros er arfa ...[Skoða]
KK: Sko , ég fatta ekki hvað menn sjá við Ba ...[Skoða]
SSteinn: Ég væri alveg til í að hafa Baros áfram ...[Skoða]
JónH: Ég á eftir að sjá þetta gerast...... :co ...[Skoða]
Stjani: Ég bara trúi því ekki að Baros verði áfr ...[Skoða]
bjarki: Að ´mínu mati ef að crouch kemur þá ætti ...[Skoða]
Hafliði: Ég vil Milan Baros áfram, ef ekki fyrir ...[Skoða]
Davíð Már: Ef Milan Baros verður áfram þá er ég ind ...[Skoða]
Einar Örn: Ég held að það sé nokkuð ljóst að ef Bar ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Fjórir leikmenn í spænska landsliðinu o.fl.
· Hvaða lið vinnur og hverjir eru óþolandi?
· Kofi og Djibril
· Pistill um Le Tallec
· CSKA Sofia 1 - Liverpool 3
· Hyypia skrifar undir

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License