beach
« Viðtal við Xabi | Aðalsíða | Upphitun: nánar um Liverpool »

22. maí, 2005
Upphitun: nánar um AC Milan

Jæja, þá heldur upphitun okkar Einars áfram fyrir Úrslitaleikinn á miðvikudaginn. Nú eru þrír dagar í leik og ég er farinn að finna fyrir verulegum hnút í maganum - Einar hlýtur að vera orðinn spenntur líka!

Í dag ætla ég aðeins að fjalla um AC Milan - liðið eins og það er í dag. AC Milan er náttúrulega eitt frægasta lið Evrópuboltans og hefur átt marga stórkostlega leikmenn, en þeir lifa þó ekki eingöngu á fornri frægð. Ég lét hvað eftir annað hafa það eftir mér í vetur að ég teldi Milan-liðið vera sterkasta lið í Evrópu og ég stend enn við það. Barcelona eru með betri sókn, og sennilega bara Chelsea með betri vörn, en mér finnst jafnvægið í Milan-liðinu vera afgerandi.

Hvernig stendur á þessu? Jú, margir myndu vilja benda á leikmannahópinn sem stóra ástæðu fyrir velgengni þeirra, og það er líka gild ástæða. Sjáið bara mannsskapinn sem mun sennilega fylla 16-manna hópinn gegn okkur á miðvikudag:

MARK: Dida (Brasilíu), Christian Abbiati (Ítalíu).

VÖRN: Cafú (Brasilíu), Dario Simic (Króatíu), Allesandro Nesta, Paolo Maldini, Allesandro Costacurta og Gianluigi Pancaro (Ítalíu), Jaap Stam (Hollandi), Kakaber Kaladze (Georgíu).

MIÐJA: Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo, Massimo Ambrosini og Christian Brocchi (Ítalíu), Manuel Rui Costa (Portúgal), Vikash Dhorasoo (Frakkland), Clarence Seedorf (Hollandi), Kaká og Serginho (Brasilíu).

SÓKN: Andriy Schevchenko (Úkraínu), Filippo Inzaghi (Ítalíu), Hernán Crespo (Argentínu), Jón Dahl Tomasson (Danmörku).

Þessum hópi er lýst best á eftirfarandi hátt: HÓLÍ SHJITT!!!

Leikmannahópur AC Milan er einhver best samsetti hópur í Evrópu, og sennilega í öllum heiminum. Það eru tveir landsliðsmenn um hverja einustu stöðu í liðinu, og ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að það eru a.m.k. þrír landsliðsfyrirliðar í liðinu - Schevchenko, Kaladze og Rui Costa - auk þeirra Maldini, Costacurta, Cafú og Stam sem hafa allir verið landsliðsfyrirliðar á sínum yngri árum.

Auðvitað eru sumar staðreyndir okkar mönnum í hag gegn AC Milan, ekki síst sú að vörnin hjá þeim er orðin frekar öldruð og að við erum þegar búnir að slá Juventus - liðið sem vann AC Milan í slagnum um Serie A í vor - út úr Meistaradeildinni. En það er samt meira Milan-megin í staðreyndum. Þeir unnu Meistaradeildina vorið 2003, og voru flestir leikmenn liðsins í ár með í þeim sigri. Þeir sem hafa bæst við síðan þá - Stam, Cafú, Kaká, Crespo - hafa allir unnið marga titla og leikið með stórliðum áður en þeir komu til Milan.

Með öðrum orðum, á pappírnum ætti þetta lið þeirra að vera ósigrandi. Það er fullkomlega eðlilegt að menn geri ráð fyrir sigri liðs sem inniheldur jafn margar stórstjörnur og Milan-liðið, og ég held að við verðum að viðurkenna að þeir eru sigurstranglegri fyrir leikinn. En, eins og í síðustu einvígjum okkar í þessari keppni, þá held ég að það sé einmitt okkar mönnum í hag að vera ólíklegri aðilinn í þessum leik. :-)

Hvernig er svo líklegast að Milan-liðið stilli upp? Í ljósi þess að Filippo Inzaghi er orðinn heill heilsu er tvísýnt með framlínu liðsins, en ég tel þó afgerandi líklegast að Carlo Ancelotti, þjálfari Milan muni enn og aftur notast við jólatréð svokallaða, leikkerfið sem hann hefur þróað ár frá ári hjá Milan og er nú orðinn frægur fyrir. Þetta leikkerfi er nefnt svo af því að kerfið - 1-4-3-2-1 með markmanni - lítur út eins og jólatré á pappír. Þið getið séð það form hér fyrir neðan, á hvolfi hjá okkur Einari :p , því ég tel afgerandi líklegt að liðið hjá Milan verði eftirfarandi:

DIDA

CAFÚ - NESTA - STAM - MALDINI

GATTUSO - PIRLO - SEEDORF
KAKÁ - RUI COSTA
SCHEVCHENKO

Ég set aðeins spurningarmerki við eitt atriði í byrjunarliði Milan, allir aðrir tel ég að séu öruggir byrjunarmenn. Spurningin er bara sú hvort að Ancelotti vilji hafa Inzaghi í byrjunarliðinu á miðvikudag. Þá gæti hann brugðið á það ráð sem hann hefur áður gert, að færa Schevchenko aftar og láta hann og Kaká spila saman fyrir aftan Inzaghi - sem eins konar þriggja manna sóknarlínu þar sem einn þrýstir á rangstöðulínuna en hinir tveir vinna þar fyrir aftan í lausum plássum.

Hins vegar gæti hann ákveðið að láta Inzaghi byrja á bekknum, þar sem hann er ekki í fullu leikformi, og þá finnst mér líklegt að Rui Costa fái það hlutverk að byrja leikinn ásamt Kaká, fyrir aftan Schevchenko sem fremsta mann. Þetta finnst mér líklegt byrjunarlið, Schevchenko fremstur með Kaká og Rui Costa fyrir aftan sig, og þá gæti Ancelotti átt þá Inzaghi og Hernán Crespo sem varamenn, enda gott að geta kallað á svona stórstjörnur ef ske kynni að þeir þurfi að skora í seinni hálfleiknum :-)

Það gildir þó einu hvort Rui Costa, Inzaghi eða jafnvel Crespo byrjar - ljóst er að þetta 11-manna byrjunarlið AC Milan er það laaaaangsterkasta á pappírnum sem lið Rafael Benítez hefur mætt í vetur, í nokkurri keppni. Liðin á Englandi geta aðeins látið sig dreyma um svona stjörnufans í sínu liði - jafnvel Chelsea eru ekki nálægt því að hafa svona sterkan hóp eða gott byrjunarlið. Þannig að ljóst er að okkar menn verða að vera upp á sitt besta, taktík Rafa Benítez verður að ganga fyllilega upp og hver leikmaður þarf að eiga stórleik, ef vel á að fara gegn þessu Milan-liði.

Undir stjórn Carlo Ancelotti hefur AC Milan á síðustu fjórum tímabilum - ef yfirstandandi tímabil er talið með - unnið tvo Serie A titla og einn sigur í Meistaradeildinni, auk smærri titla. Það er ljóst að hér eru sigurvegarar á ferð, í hverri einustu merkingu þess orðs, lið sem eru ekki árennilegir mótherjar á að líta!

Liverpool FC og AC Milan hafa aldrei mæst í Evrópukeppni en fyrir tveimur árum mættust liðin í vináttuleik, á undirbúningstímabilinu fyrir síðasta vetur Gérard Houllier við stjórn. Að þeim leik loknum sagði Paolo Maldini að Milan Baros væri einhver erfiðasti framherji sem hann hefði nokkurn tímann gætt. Nú fyrir viku síðan sagði Maldini - greinilega gleyminn - hins vegar að hann hafi aldrei haft áhyggjur af neinum framherja á sínum ferli, og hefur hann þó mætt þeim allnokkrum góðum. Miðað við stórmerkilegan framgang Djibril Cissé undanfarnar vikur og söguna af því þegar Maldini mætti Baros síðast, þá skulum við vona að hann liggji andvaka á miðvikudagskvöldið kemur. Þeir verða að standa sig, annars er hætt við að þessi allt-of-algenga sjón muni verða að staðreynd enn og aftur á miðvikudag:

ÞRÍR DAGAR í leik! Þetta verður sva-ka-legt!!! :-)

.: Kristján Atli uppfærði kl. 18:13 | 1065 Orð | Flokkur: Meistaradeild Upphitun
Ummæli (6)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·L'pool 2 - Kaunas 0
·Kaunas 1 - L'pool 3
·Liverpool 4 - Olympiakos 3
·T.N.S. - Liverpool 0 - 3
·Liverpool 3 - T.N.S. 0

Síðustu Ummæli

JónH: Maður svitnar nú bara við þessa lesningu ...[Skoða]
Aron:

Þeir hafa unnið alla leikina
...[Skoða]
Ásgrímur: Liverpool 1:0 AC Milan Cisse skorar á ...[Skoða]
árni: hehe maldini andvaka vegna ótta við að m ...[Skoða]
Einar Örn: Jammm, þetta er skrautlegt lið. En nú ...[Skoða]
Pétur:
Sjáið bara mannsskapinn sem
...[Skoða]

Síðustu færslur

· Hvað þarf Morientes til að sýna sitt besta?
· Rafa enn brjálaður vegna Gonzales
· Þriðji penninn
· Dudek og Medjani
· Meiðsli, meiðsli, meiðsli (uppfært: meiðsli)
· Newcastle í viðræðum við Real (uppfært: Og Man U líka!)

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License