04. maí, 2005
Var að horfa á stórskemmtilegan leik PSV Eindhoven og AC Milan. PSV vann 3-1 en AC unnu fyrri leikinn 2-0 og fara því áfram á marki skoruðu á útivelli.
AC MILAN - LIVERPOOL í Istanbul, miðvikudaginn 25. maí. Hvernig líst mönnum á það? Ég er hvergi banginn persónulega … við unnum Juventus, er eitthvað því til fyrirstöðu að við vinnum AC Milan líka?
Uppfært (Einar Örn): Ég verð nú að segja að miðað við hvernig þetta einvígi milli PSV og Milan hefur gengið að þá er ég bara ágætlega bjartsýnn. Fyrir nokkrum vikum hefði ég ekki verið ýkja bjartsýnn, en þetta Milan lið hefur sýnt FULLT af veikleikjamerkjum gegn PSV.
Í báðum leikjunum, þá var PSV að mínu mati betra liðið. PSV óðu í færum í báðum leikjum og þeir skora þrjú mörk í seinni leiknum. Þeir, sem héldu að Milan vörnin væri ósigrandi (einsog Juve vörnin átti að vera) hafa orðið að skipta um skoðun.
En núna förum við inní úrslitaleikinn sem “minna liðið” og allir búast við að við munum tapa. Það hentar Liverpool ágætlega