04. maí, 2005

Segið það með mér: SANNGJARN SIGUR! Ekki einu sinni blindur maður myndi reyna að halda því fram að boltinn hafi ekki farið yfir línuna eftir að hafa séð ofangreinda ljósmynd. Vinstri fótur Gallas er á marklínunni, hægri fóturinn þar fyrir framan að hreinsa boltann í burtu. Hmmm…???
Einnig: Steven Gerrard er ekkert á förum, línuvörðurinn segir að boltinn hafi greinilega farið yfir línuna og Rafa hefur ekki í hyggju að tapa í Istanbúl!
Njótið dagsins, ég veit að ég geri það. Mun líka skemmta mér vel í kvöld yfir hinum undanúrslitaleiknum. Hef alltaf haldið með AC Milan á Ítalíu, vona að þeir komist í úrslitaleikinn. Það yrði sko skemmtileg rimma, Liverpool - AC Milan!