08. apríl, 2005

Ég er svo ánægður að ég meika það varla. DJIBRIL CISSÉ ER AÐ KOMA AFTUR! Hann mun spila fyrir varaliðið innan 10 daga og eftir það er þetta bara spurning um hvenær Rafa vill nota hann fyrir aðalliðið. Það eru náttúrulega stórkostleg tíðindi fyrir Liverpool FC … ef við komumst í undanúrslit í Meistaradeildinni gæti Cissé fengið að spila í þeim leikjum. Hugsið ykkur!?!?!?
Snilld. Hreinasta snilld. Það verður yndislegt að sjá hann aftur og ég spái því hér með að Cissé eigi eftir að skora a.m.k. eitt mark áður en tímabilið er úti!