01. apríl, 2005
Það hryggir mig mjög að þurfa að tilkynna þetta, en frá og með gærkvöldinu er Einar Örn hættur að skrifa inn á Liverpool-bloggið. Opinber ástæða væri sennilega af “persónulegum ástæðum”, en í sannleika sagt þá vorum við bara ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut undir það síðasta.
Þannig að ég sit einn eftir og vantar einhvern með mér til að skrifa inn á þessa síðu. Býður einhver sig fram? Endilega, ef einhver hefur áhuga þá bara láta vita í ummælunum við þessa færslu. Ég er að leita að nýjum Liverpool-penna!
(upphitun fyrir leik helgarinnar kemur seinna í dag)