beach
« Le Tallec heim, Flo-Po í aðgerð | Aðalsíða | Mellor & Gerrard: heimsendir? »

28. janúar, 2005
Henchoz til Celtic (staðfest) + Tony LeT

stephane_henchoz.jpgEinu farsælasta miðvarðapari í sögu Liverpool FC hefur verið skipt upp. Reyndar var það löngu orðin staðreynd að þeir Hyypiä og Henchoz ættu sér ekki frekari framtíð saman í rauðu treyjunni, en það varð opinbert í dag þegar Henchoz gekk í raðir Glasgow Celtic í Skotlandi á frjálsri sölu. Hann verður hjá þeim út tímabilið.

Ég mun alltaf hugsa hlýtt til Henchoz, hann á það skilið að við þökkum honum fyrir frábæra þjónustu og fádæma eðalmennsku fyrir hönd Liverpool. Hann og Hyypiä teljast sennilega til einhverra farsælustu kaupa Gérard Houllier, en sá franski eyddi skít og kanil í þessa tvo menn sem í um þrjú ár mynduðu besta miðvarðapar á Englandi og sennilega eitt af þeim allra bestu í Evrópu. Það er hægt að fullyrða að án samvinnu ljóshærðu turnanna tveggja í hjarta varnarinnar hefðum við aldrei unnið þrennuna árið 2001, og þá hefðum við heldur aldrei náð að vinna manchester united í Deildarbikarnum 2003. Henchoz hefur gefið okkur margar góðar minningar - hvort sem það var markvarslan gegn Arsenal í úrslitum FA bikarsins 2001, fyrsta markið sem hann skoraði fyrir okkur í æfingaleik sl. haust (gegn Celtic, ótrúlegt en satt) eða þegar hann pakkaði Totti hjá Roma saman í tveimur leikjum í Meistaradeildinni vorið 2002. Hann var einfaldlega frábær í sinni tíð hjá Liverpool og eins og Babbel, Hyypiä og Carragher verður hans ávallt minnst sem eins sterkasta varnarmanns sem prýtt hefur rauðu treyjuna.

Þannig að bless Stephane, takk fyrir allar minningarnar og ég held ég mæli fyrir hönd allra Liverpool-aðdáenda þegar ég óska þér góðs gengis hjá Glasgow Celtic! (ekki það að hann skilji íslensku, en samt… maður á að þakka fyrir sig) :-)


Þá eru það góðu fréttir dagsins. Rafa Benítez er víst hæstánægður með að Anthony Le Tallec sé KOMINN HEIM. Eru það ekki allir?!?!? Ég veit fyrir mitt leyti að mér er stórlétt að Tony skuli vera kominn aftur til Liverpool. Maður beið of lengi og of spenntur eftir “frönsku demöntunum” tveimur til að þeir yrðu að engu við þjálfaraskipti og brottför Houllier, sem hafði verndað þá mjög vel fram á síðasta sumar. En Pongolle hefur heldur betur sannað sig í vetur og á bjarta framtíð fyrir sér þegar hann jafnar sig úr meiðslunum, og ég er eiginlega bara handviss um að Tony Le Tallec mun minna okkur á hvað hann er frábær á vormánuðunum! Ég er hamingjusamur með endurkomu hans. :-)

En látum Rafa Benítez eiga orðið:

“We have worked with and talked to St Etienne about bringing Le Tallec back because he is a player I like. He is very good and very skilful.

Le Tallec wanted to come back and we’ve been thinking about it for some time. We think it’s better for him to be here now. With Flo injured, it makes it even more important for him to return, but we were thinking about this even before he was injured.

Le Tallec wants to work hard for us, whether he’s in the first team or reserves. We don’t have a lot of strikers fit so he will have a chance.

He will get opportunities to play games, for sure. He is another face in the squad and he will give us more possibilities.”

Enn talar Rafa um “possibilities” smile En það sem mér fannst skemmtilegast voru feitletruðu ummælin. Rafa er hrifinn af Tony, og í ljósi meiðslavandræða okkar mun hann fá að spila fyrir okkur á næstu mánuðum. Og hann getur spilað í Meistaradeildinni! Og hann getur jarðað Chelsea fyrir okkur Joe Cole-style! Og … og … og …

Allavega. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Liverpool FC, segi ég og skrifa. :-)

Að lokum: Það er enginn Liverpool-leikur um þessa helgi þar sem við erum ekki lengur í FA bikarkeppninni, þannig að ég ætla að gerast svo djarfur að mæla með að menn horfi á leik Southampton og Portsmouth í bikarnum á morgun. Harry Redknapp mætir sínu nýlega-fyrrverandi liði í fyrsta sinn? Þetta verður styrjöld, án efa slagur umferðarinnar…

.: Kristján Atli uppfærði kl. 19:27 | 660 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (8)

Rétt er það Kristján :-)

Garon sendi inn - 30.01.05 00:31 - (Ummæli #6)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·L'pool 2 - Kaunas 0
·Kaunas 1 - L'pool 3
·Liverpool 4 - Olympiakos 3
·T.N.S. - Liverpool 0 - 3
·Liverpool 3 - T.N.S. 0

Síðustu Ummæli

Svavar: Gott og vel að Hen(d)zhos sé farinn til ...[Skoða]
Garon: Þessi slóð átti að fylgja, grienilega ek ...[Skoða]
Garon: ...[Skoða]
Kristján Atli: Treystið mér, þið hafið greinilega ekki ...[Skoða]
Siggi: ...... og þarna er komin ástæðan afhverj ...[Skoða]
Eiki Fr: Já, og ég vil þakka fyrir HENDURNAR hans ...[Skoða]
Kiddi: Súrsætt að sjá á eftir Henchoz. Fínar mi ...[Skoða]
Einar Örn: Jammm, Henchoz hefur verið frábær alveg ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Hvað þarf Morientes til að sýna sitt besta?
· Rafa enn brjálaður vegna Gonzales
· Þriðji penninn
· Dudek og Medjani
· Meiðsli, meiðsli, meiðsli (uppfært: meiðsli)
· Newcastle í viðræðum við Real (uppfært: Og Man U líka!)

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License