22. janúar, 2005
Ég ætla að breyta aðeins útaf venju og skrifa leikskýrslu í hálfleik til að reyna að ná að lýsa því hversu stórkostlega hrikalega lélegt þetta Liverpool lið er.
Í fyrsta lagi, ef við eigum að dæma hann bara af frammistöðu sinni hjá Liverpool, þá hlýtur Mauricio Pellegrino að vera lélegasti varnarmaður sem hefur nokkurn tímann spilað fyrir Liverpool. Björn Tore Kvarme lék aldrei jafn illa fyrir Liverpool einsog Pellegrino lék í þessum fyrri hálfleik. Algjör hörmung. Hann er seinn, dekkningin er hræðileg og hann getur ekki fyrir sitt litla líf komið einni sendingu á samherja. Ólýsanlega lélegur varnarmaður. Getur Phil Babb ekki tekið fram skóna og spilað fyrir okkur?
Fyrirliðinn okkar er alltaf í fýlu.
Markvörðurinn okkar fær á sig mark á fokking nærstöng.
Annars, þá stillti Rafa liðinu svona upp:
Dudek
Carragher - Hyypiä - Pellegrino - Warnock
García - Gerrard - Hamann - Riise
Baros - Morientes
Vorum við með kantmenn í leiknum? Ef svo er, þá missti ég af því. Já, og svo eru líka tveir framherjar hjá okkur, en miðað við það, sem þeir fá úr að moða, gætum við þess vegna verið með tvær keilur þarna frammi.
JAMIE CARRAGHER ER EKKI BAKVÖRÐUR
JOHN ARNE RIISE ER EKKI HÆGRI KANTMAÐUR
DIETMAR HAMANN ER EKKI NÓGU GÓÐUR FYRIR LIVERPOOL
VIÐ ERUM YFIRSPILAÐIR AF FOKKING SOUTHAMPTON. ERUÐI EKKI AÐ FOKKING GRÍNAST Í MÉR?
EINHVER GAUR, SEM HEITIR PRUTTON ER AÐ JARÐA “VÖRNINA” OKKAR!!!
Ef seinni hálfleikurinn verður ekki betri, þá ætla ég ekki að skrifa um hann, en láta þetta nægja.
Uppfært (Einar Örn): Lélegasti leikur, sem ég hef séð hjá Liverpool í mörg ár. Hörmung frá upphafi til enda. Allir leikmennirnir ættu að skamma sín.
Allir blaðamenn á Englandi hafa rangt fyrir sér. Mikilvægasti leikmaður Liverpool heitir ekki Steven Gerrard. Nei, hann heitir Xabi Alonso.
Eftir að Alonso meiddist höfum við leikið 5 leiki, sem allir hafa verið ÖMURLEGIR, á móti Norwich, Watford, Man U, Burnley og Southampton. Þegar Gerrard var meiddur vorum við að spila mun betri bolta en við spilum án Xabi.
VÁ HVAÐ PELLEGRINO ER LÉLEGUR!!! Ég meina VÁÁÁÁÁÁ!
Við erum búnir að skora 4 mörk í síðustu 7 leikjum. FJÖGUR MÖRK Í SJÖ LEIKJUM!!!
Þetta lið er í rúst, svo einfalt er það.
Xabi, við þurfum að fá þig aftur!