21. janúar, 2005
Jæja, þá er Rafa búinn að kaupa til sín fyrsta Englendinginn, hinn 19 ára markvörð Scott Carson.
Á Official heimasíðunni er viðtal við Carson, þar sem hann lýsir því yfir hversu spenntur hann sé að koma til Liverpool og segir reyndar að það sé vitleysa að hann hafi verið stuðningsmaður þegar hann var lítill.
Echo birta svo viðtal við gömlu Liverpool hetjuna Ray Clemence, sem er núna markvarðaþjálfari hjá enska landsliðinu. Hann segir að Rafa eigi að skella Carson beint inní byrjunarliðið:
“I was younger than Scott when I came to Liverpool from Scunthorpe. I was 18 when I had my first game in the first team.
Af hverju ekki? Af hverju ekki bara að gefa Carson strax tækifæri? Hann mun allavegana vera í hópnum fyrir morgundaginn. Það verður virkilega spennandi að sjá hvað gerist.