10. janúar, 2005
Samkvæmt Rick Parry eru Real og Liverpool enn að þræta um kaupin á Fernando Morientes. Parry segir við Echo: “We remain hopeful of bringing the deal to a conclusion. Further talks took place over the weekend but we are still some way off reaching an agreement.”
Í sömu frétt segir að Liverpool neiti því að hafa áhuga á markverðinum Cesar, sem og Andy Johnson.
Mauricio Pellegrino mun vera í treyju númer 12 og mun að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik gegn Watford á morgun í undanúrslitum deildarbikarsins.
Í FA bikarnum dróst Liverpool gegn Bournemouth. Til að fá að spila á móti þeim þurfa Liverpool að vinna Burnley, en sá leikur verður 18.janúar. Bournemouth eru í 6. sæti í fyrstu deildinni, sem var einu sinni önnur deild og líka einu sinni þriðja deild.
Uppfært (Kristján Atli): Mauricio Pellegrino mun ekki spila gegn Watford á morgun, þar sem Rafa segir hann vera of nýbyrjaðan að æfa með liðinu til að koma til greina. Hins vegar ætlar Rafa að velja sterkt byrjunarlið gegn Watford og vill því greinilega vinna þennan bikar. Já, og hann ætlar að kaupa Morientes á næstu tveimur dögum, ellegar snúa sér annað.
En hverjar eru þá bestu fréttir dagsins, spyrjið þið? Jú: MILAN BAROS verður í byrjunarliðinu á morgun!!!
Það þykir mér stórkostlegur léttir … vonandi fáum við að sjá Baros og Pongolle spila saman frammi, sé ekki að Watford muni ráða við þá sóknarlínu…