beach
« Leiknum frestað | Aðalsíða | Meira af Cesar og Morientes + annað slúður »

08. janúar, 2005
Liverpool hækkar tilboðið í Morientes og varamarkvörð Real! (uppfært! x2)

Marca halda því fram í dag að Liverpool sé búið að hækka tilboð sitt í Morientes uppí 7 milljónir punda. Sky Sports staðfesta þetta og segja nú aðeins tímaspursmál hvenær þessum viðræðum líkur.

Það, sem kemur á óvart í þessu er að Rafa Benitez vill víst að annar af varamarkvörðum Real Madrid, Cesar eða Diego Lopez fylgi með í kaupunum fyrir um hálfa milljón punda. Samkvæmt Marca þá er Real Madrid tilbúið að láta Cesar fara (hann á aðeins nokkra mánuði eftir af samningnum), en ekki Diego Lopez. Cesar er 33 ára gamall, en Diego Lopez er 23 ára. Meira veit ég ekki um þá, en allar upplýsingar eru vel þegnar.


UPPFÆRT (KRISTJÁN ATLI): Ókei, nú eru Daily Mail að halda því fram að Real Madríd séu búnir að taka þessu hækkaða tilboði okkar, sem þýðir væntanlega að þeir séu tilbúnir að selja. Daily Mail halda því fram að salan gæti gengið í gegn nú um helgina, sem yrðu frábærar fréttir.

Einnig, þá hefur Kevin Keegan nú viðurkennt að Anelka megi fara eftir að hann neitaði að gangast undir fitness-próf fyrir Arsenal-leikinn á þriðjudaginn. Þannig að Anelka er að fara líka og fréttir segja að hann sé falur fyrir 8 milljónir punda.

Þannig að … 6-7 milljónir punda fyrir Morientes, 7-8 milljónir fyrir Anelka? Eftir þessar fréttir af þessum tveimur leikmönnum er ég sannfærður um að annar þeirra skrifar undir hjá Liverpool FC í næstu viku. En svo hlýtur maður að spyrja sig, ætli við fáum þá báða? Ég meina, Rafa hefur verið að tjá sig um þá báða í síðustu viku og maður hlýtur að spyrja sig hvort hann sé búinn að nota Anelka sem hótun til Real? Að hann sé að segja við þá að ef þeir séu með stæla út af Morientes þá snúi Rafa sér bara við og kaupi Anelka í staðinn?

EÐA… erum við þegar búnir að tryggja okkur Anelka, og Keegan er að “ryðja veginn” svo að brottför hans verði aðdáendum City ekki svo mikið sjokk, og því getur Benítez leyft sér að nota nafn hans til að þrýsta á Real svo að við fáum Morientes líka???

Hmmm?

Næstu dagar verða svakalegir. Ég er sannfærður um að annar þessara leikmanna skrifar undir hjá okkur - en gæti það gerst að þeir séu báðir að koma???


cesar-real.jpgUppfært (Einar Örn): Aðeins varðandi Cesar. Ég er búinn að vera að grafa aðeins upp upplýsingar um hann á netinu. Hann er semsagt 33 ára gamall og var keyptur til Real Madrid árið 2000 frá Real Valladolid. Það sama ár spilaði hann sinn fyrsta landsleik fyrir Spán, á móti Þjóðverjum.

Hins vegar, þá smám saman sló Iker Casillas hann útúr Real Madrid liðinu (það hafði nú vissulega áhrif að Casillas var alinn upp hjá Real Madrid). Þegar Casillas sló hann útúr Madrid-liðinu, þá var ekki langt í það að hann komst líka á undan Cesar í spænska landsliðið.

Cesar hefur þó haldið Casillas við efnið og slegið hann útúr liðinu nokkrum sinnum þegar Casillas hefur gengið illa. Cesar hefur verið aðalmarkvörður Real Madrid í bikarkeppninni spænsku, Copa del Rey.

Cesar spilaði m.a. úrslitaleik í Meistaradeildinni gegn Bayer Leverkusen árið 2002. Í þeim leik meiddist hann reyndar og varð að fara útaf fyrir Casillas.

Þannig að það er nokkuð ljóst að þarna er enginn aukvissi á ferð, ekki frekar en Pellegrino, sem kom til okkar í vikunni.

.: Einar Örn uppfærði kl. 12:59 | 559 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (9)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·L'pool 2 - Kaunas 0
·Kaunas 1 - L'pool 3
·Liverpool 4 - Olympiakos 3
·T.N.S. - Liverpool 0 - 3
·Liverpool 3 - T.N.S. 0

Síðustu Ummæli

Aron: Fyrir mína hönd þá vill ég frekar fá Ane ...[Skoða]
Eiki Fr.: Fyrsta myndin af Morientes í LFC búningi ...[Skoða]
Baros: ég meina Morientes er GEÐVEIK kaup ef þa ...[Skoða]
Einar Örn: Dabbi, ég get ekki ímyndað mér að það sé ...[Skoða]
Dabbi: Já en að mínu mati eigum við að kaupa le ...[Skoða]
Kristján Atli: Ég man eftir Cesar þegar hann spilaði fy ...[Skoða]
Dabbi: Ég vill fá Morientes og Cucidini þá er é ...[Skoða]
Einar Örn: Ég held nú að ef að Cesar yrði keyptur, ...[Skoða]
Alvitur: Ég vill frekar fá Morientes og Cudichini ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Hvað þarf Morientes til að sýna sitt besta?
· Rafa enn brjálaður vegna Gonzales
· Þriðji penninn
· Dudek og Medjani
· Meiðsli, meiðsli, meiðsli (uppfært: meiðsli)
· Newcastle í viðræðum við Real (uppfært: Og Man U líka!)

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License