beach
« ¡Que viva España! (uppfært) | Aðalsíða | Fernando vill bara Liverpool! »

23. desember, 2004
S.G. verður kyrr, og hana nú!

Góðan daginn. Það er komin Þorláksmessa og aðeins einn dagur til jóla … en hjá okkur Púllurum byrja jólin örlítið snemma í ár. Fyrirliðinn ákvað nefnilega að sjá til þess að það verði ekki hægt að drepa tímann um hátíðirnar með því að búa til tilgangslaust slúður um hans framtíð.

  • I’m staying! Okay, now shut up about it…
Jamm, þannig að Steven Gerrard var í gær viðstaddur sérstakan heiðurskvöldverð í Liverpool-borg, sem er venjan fyrir þann leikmann sem áhangendur liðsins hafa kosið leikmann ársins. Stevie hlaut þann titil í ár - kemur eflaust engum á óvart - og var því viðstaddur þennan kvöldverð í gær þar sem hann tók á móti verðlaununum. Þá svaraði hann líka spurningum aðdáenda liðsins og eins og venjulega var hann hreinskilinn. Hann á það stundum til að vera of hreinskilinn, eins og við vitum, en í gær virtist það bara leiða til góðs.

Allavega: HANN VERÐUR GRAFKYRR á Anfield næstu árin (lesist: árin), þar sem hann sagði að hann ætti tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Liverpool og að hann hefði fullan hug á að klára þann samning (hvað svo sem gerist að því loknu). Að lokum var hann spurður, einfaldlega, hvort hann gæti algjörlega neitað því að hann væri á leið frá Liverpool í nánustu framtíð?

Og hann svaraði: “Já!”

Verður ekki mikið skýrara en þetta? Vonandi sáu Peter Kenyon og José Mourinho hjá Chelsea þetta. Ef svo er þá hafa þeir eflaust áttað sig á því að þetta er ekki að fara að gerast … og snúið sér annað.

Sem þeir og gerðu, nú eru þeir farnir að gera stuðningsmenn Real Betís á Spáni vitlausa með endalausu slúðri og fyrirspurnum um stórstjörnuna Joaquín. Trúið mér þegar ég segi, að ég hef fyllstu samúð með stuðningsmönnum Betís. Við Liverpool-aðdáendur vitum hversu leiðinlegt það er að þurfa að berjast við Chelsea-svartholið sem virðist allt ætla að gleypa sem í vegi sínum verður.

Talandi um. Nú eru þrír dagar í næsta leik okkar, gegn W.B.A. á útivelli. Svo er það Southampton heima þann 28. des (eftir 5 daga) … og síðan … eftir … 10 daga … á Anfield … fáum við gullið tækifæri til að taka þetta Chelsea-lið og láta það brotlenda!

Og ekki segja mér að við getum það ekki. Þeir eru ógeðslega sterkir þessa dagana … en í alvöru, hefur eitthvað lið í vetur ráðið við Gerrard, Alonso og Baros á Anfield? Ég held nú síður.

Sem sagt, þrír frábærir Liverpool-leikir í beinni á næstu 10 dögum, og það án þess að óveðursskýin hangi yfir Stevie G. Þetta verða svo sannarlega gleðileg jól …. smile

.: Kristján Atli uppfærði kl. 06:45 | 438 Orð | Flokkur: Liverpool
Ummæli (7)

Ég hreinlega get ekki hugsað mér betri leikmann en Gerrard í dag. Mun njóta þess að fylgjast með honum í eldrauðu næstu árin.

Við verðum að setja fleiri góða leikmenn við hlið hans. Vonandi kaupum við Anelka fremur en Morientes. Menn virðast binda svipaðar vonir við Morientes og menn gerðu við Jari Litmanen. Ég var einn þeirra, frábær leikmaður Litmanen. En hann féll aldrei að steingeldu leikkerfi Húlla auk þess sem hann var í harðri samkeppni við Smicer um taka við titlinum meiddasti leikmaður deildarinnar. Ég held að Morientes gæti farið sömu leið. Anelka er ungur og svívirðilega hæfileikaríkur. Baros og Anelka saman frammi, þvílík snilld.

Annars eiga okkar menn að setja það í forgang að semja við Baros á ný og halda honum um ókomin ár. Frábær leikmaður. Saknar einhver ykkar Owen og Heskey? Ég sakna reyndar Fowler, enda maðurinn afburða húmoristi. Mun betri leikmaður en Owen þegar hann er í sambærilegu líkamlegu ástandi….

Afleit tíðindi eru af tiltrú Rafa á Hamann. Ég er ykkur fyllilega sammála prýðilegu Liverpoolbloggsíðumeistarar þegar þið hafið á vandaðan hátt drullað yfir kappann. Hann fúnkerar ekki í liði sem ætlar sem meistaratitil, nema sem varamaður. Hann er ekki nógu fjölhæfur. Loksins er maðurinn hættur að taka aukaspyrnur fyrir liðið. Hreinlega rannsóknarefni hvernig menn sem hafa það að atvinnu að stýra fótboltaliði hafa haldið að maðurinn gæti hitt á markið. Einföld tölfræði hefði getað leitt þá í allan sannleika um að svo væri ekki. Alonso er MUN betri leikmaður. Djöfull fíla ég þann leikmann. Hann skilur fótbolta, Hamann er eins og japanskt tilraunaverkefni í vélmennahönnun. Alfa-útgáfa af varnarvélmenni.

Þið hafið haft miklar áhyggjur af markvörslu hér undanfarið. Ég hef ekki miklar áhyggjur af henni. Ég held að Kirkland komi til með að skila því hlutverki með sóma. Hann er ungur of þarf að læra. Hann kemur til með að gera sínar gloríur. Þið töluðuð mikið um Everton leikinn og mistök hans þar. Mér þótti merkilegt að enginn benti á að markið var líklega ólöglegt. Þegar skotið var á markið þá stóð helblár Everton maður rangstæður fyrir framan Kirland og skyggði á boltann => rangstæða. Afar lítið sem Kirkland gat gert.
Auðvitað hefur hann gert mistök, en Kirkland er hæfileikaríkur markmaður sem verður að fá að gera sín mistök.

Gleðileg jól allir púllarar!

Kveðja, Baros.

Baros sendi inn - 24.12.04 02:06 - (
Ummæli #5)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·L'pool 2 - Kaunas 0
·Kaunas 1 - L'pool 3
·Liverpool 4 - Olympiakos 3
·T.N.S. - Liverpool 0 - 3
·Liverpool 3 - T.N.S. 0

Síðustu Ummæli

Einar Örn: Baros, málið er ekki að Kirkland geri mi ...[Skoða]
Eiki Fr: Hehehehe æji you people! http://www.mbl ...[Skoða]
Baros: Ég hreinlega get ekki hugsað mér betri l ...[Skoða]
Daði: Ekki með kúkinn í buxunum? Er Liverpool ...[Skoða]
Svavar: Djöfulsins snilld! Annars hefði ég ek ...[Skoða]
Aron: AMEN!!!! Frábær grein Kristján og gleðil ...[Skoða]
Flottur maggi: ég held að það það sé nú í lagi þó að li ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Hvað þarf Morientes til að sýna sitt besta?
· Rafa enn brjálaður vegna Gonzales
· Þriðji penninn
· Dudek og Medjani
· Meiðsli, meiðsli, meiðsli (uppfært: meiðsli)
· Newcastle í viðræðum við Real (uppfært: Og Man U líka!)

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License