beach
« Morientes: Ég er svooo ánægður hjá Real | Aðalsíða | Byrjunarliðið gegn Millwall: »

26. október, 2004
Milllwall í dag!

Jæja … í kvöld heimsækja okkar menn 1.deildarliðið Millwall í Worthington bikarkeppninni, sem við köllum yfirleitt bara Deildarbikarinn. Í ljósi þess að þetta er svona “minnst merkilega” keppnin sem liðið tekur þátt í í vetur, og að við eigum þrjá erfiða leiki framundan, þá verður slatti af lykilmönnum okkar í þessum leik hvíldir.

Við eigum útileik gegn Blackburn á laugardaginn, svo útileik gegn Deportivo á miðvikudegi og svo heimaleik gegn Birmingham á laugardeginum þar á eftir. Því var ákveðið að hvíla leikmenn í þessum leik í kvöld og hafa m.a. þeir Sami Hyypiä, Didi Hamann, Xabi Alonso, Luis García og Djibril Cissé verið nefndir til sögunnar þar. Þó geri ég ráð fyrir að menn eins og Harry Kewell, Jonny Riise og Milan Baros fái líka hvíld í kvöld, enda hafa þessir menn allir spilað mikið fyrir sín landslið undanfarið, auk þess að spila fyrir Liverpool.

Þannig að, þótt það sé ómögulegt að spá fyrir um byrjunarlið, þá væri samt gaman að skjóta á það. Ég held að liðið gæti litið einhvern veginn svona út:

Chris Kirkland

Josemi - Carragher - Traoré - Whitbread

Potter - Biscan - Diao - Warnock

Mellor - Sinama-Pongolle

Bekkurinn: Dudek, Raven, annað hvort Baros eða Cissé, Xabi Alonso, og einn eða tveir leikmenn úr aðalliðinu til viðbótar.

Þetta byggi ég á nokkru. Kirkland verður áfram í liðinu, þar sem Benítez hefur sagt að hann myndi fá fimm-sex leiki í röð til að finna sig. Þá tel ég að Carragher muni verða fyrirliði í dag, og leiðtogi liðsins, auk þess sem þeir Josemi (inn eftir bann) og Traoré (hefur ekki spilað alla leikina) muni koma með smá stöðugleika í vörnina.

Á miðjunni hljóta menn eins og Biscan, Diao, Warnock og Potter að fá séns, þar sem þeir hafa verið við hópinn og byrjunarliðið í haust. EN … ég held að Benítez muni hafa Xabi Alonso á bekknum, ef ske kynni að við séum að skíta á okkur í hálfleik eða eitthvað. Þá mun hann væntanlega henda t.d. Xabi Alonso, Milan Baros og Harry Kewell (svo dæmi sé tekið) inn í leikinn í seinni hálfleik og reyna að bjarga leiknum.

Frammi hljóta Mellor og Sinama-Pongolle að verðskulda tækifæri. Mellor hefur skorað fimm mörk í sjö varaliðsleikjum í haust, og ef menn vinna sér ekki einn séns með slíku formi þá gera þeir það aldrei. Þá hefur Pongolle átt tvær góðar innkomur í röð af bekknum og Benítez vill örugglega sjá hvernig hann stendur sig í byrjunarliði í kvöld.

Þannig er það nú. Mikið um hvílda leikmenn, mikið um unga stráka sem fá hér séns á að ganga í augun á þjálfaranum. En þetta veikir liðið náttúrulega talsvert, og gegn Millwall-liðinu sem komst í úrslit FA Bikarsins sl. vor þá gætum við alveg tapað í kvöld. Ef það gerist þá mun ég ekki gráta það, þar sem ég vill frekar gefa ungu strákunum séns í kvöld og hvíla lykilmenn fyrir mikilvæga viku en að nota sterkustu mennina og vinna í kvöld, en vera þreyttir gegn Deportivo eftir viku.

Mín spá: Ég ætla að gerast svo kræfur og spá því að Millwall sigri í þessum leik. Að mínu mati þá veltur það á því hvort þeir ná að skora eða ekki, þar sem vörnin okkar er geysisterk þrátt fyrir að Hyypiä vanti. Þannig að við ættum ekki að fá á okkur mörg mörk í þessum leik. En ég spái því að Millwall-liðið verði sterkt og kraftmikið á heimavelli og nái að setja eitt eða tvö mörk á okkur. Hvort við náum að skora eða ekki, það er spurningin. Þetta er fyrst og fremst prófsteinn fyrir miðjuna okkar og þá Mellor og Flo-Po frammi. Ef þeir standa sig þá gætum við alveg sigrað auðveldlega í kvöld, en mín tilfinning er allavega sú að það kæmi mér ekkert á óvart ef við töpum í kvöld.

Ég ætla að gerast svo kræfur að skjóta á lokatölur: 2-1 fyrir Millwall. Þeir komast í 2-0 fyrir hálfleik en Mellor minnkar muninn eftir hlé, áður en hann er tekinn útaf fyrir Baros en allt kemur fyrir ekki og þeir vinna.

Sjáum til hvort ég er nærri lagi, bæði með liðsuppstillinguna og lokatölurnar.

Samt, þótt lykilmennirnir séu hvíldir þá er bikarleikur alltaf bikarleikur og þetta verður spennandi! Áfram Liverpool!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 13:43 | 703 Orð | Flokkur: Upphitun fyrir leik
Ummæli (4)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Landslið · Leikmannakaup · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeildin · Slúður · Topp10 · Upphitun fyrir leik · Vangaveltur · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Síðustu leikir

·Liverpool 3-1 Fulham
·Charlton 1 - L'pool 2
·Komnir í úrslit Deildarbikarsins!!!
·Southampton 2 - "Liverpool" 0
·Burnley 1 - L'pool 0

Síðustu Ummæli

Einar Örn: Jamm, þetta voru smá mistök hjá okkur va ...[Skoða]
Spurnargæinn: Morientes er greinilega ánægður hjá Real ...[Skoða]
matti78: Millwall hefur ekkert synt.... atti thet ...[Skoða]
matti78: Millwall hefur ekki ekkert synt a thessu ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Star Man
· Myndirnar frá Liverpool!
· Tíðindalítil vika...
· Sigurgleði
· Leiðinlegir fyrrverandi leikmenn
· Liverpool-helgi: ferðasagan mín!

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License