beach
« Morientes? JÁ TAKK!! | Aðalsíða | Afsakið hlé... »

16. október, 2004
Fulham 2 - Liverpool 4

_40185372_biscan_getty.jpgÚfffffff! Liverpool vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu í dag, með mögnuðum sigri á Fulham.

Sjaldan eða aldrei hef ég séð einn leikmann umbreyta gangi leiksins líkt og gerðist með uppáhald okkrar allra, Xabi Alonso, í dag.

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað Benitez að byrja með Diao og Hamann á miðjunni, með Xabi Alonso á bekknum.

Það þarf vart að taka það fram að fyrri hálfleikurinn var ömurlegur. Liverpool voru gríðarlega slappir og liðið skapaði aðeins eitt færi. Fulham voru ögn skárri og Luis Boa Morte skoraði fyrsta markið. Diao missti boltann klaufalega og Malbranque, McBride og Boa Morte tættu Liverpool vörnina í sig. Nokkrum mínútum síðar komst boa Morte aftur einn inn fyrir og setti boltann á milli lappanna á Kirkland.

2-0 í hálfleik og SMS-ið, sem ég sendi Kristjáni Atla (sem gat ekki horft á leikinn vegna vinnu) sagði allt, sem segja þarf. “2-0. Ömurlegt! Arsenal komið í 2-1. Ég ætla að fara og skjóta mig!”.


Benitez byrjaði fyrri hálfleikinn svona:

Chris Kirkland

Josemi - Carragher - Hyypiä - Traoré

García - Hamann - Diao - Riise

Baros - Cissé

Diao var hrikalegur og í hálfleik gerði Benitez, það sem allir Liverpool aðdáendur óskuðu sér. Hann tók Diao útaf og setti Xabi Alonso inná. Þvílík skipting!

Alonso tók leikinn algjörlega í sínar hendur. Hann stjórnaði miðjunni algjörlega, vildi alltaf fá boltann og skilaði honum nær án undantekninga til samherja. Eftir smá tíma var Baros búinn að minnka muninn eftir að langskot frá honum fór af City manni á mjög skondinn hátt yfir Van der Saar.

Baros skoraði svo aftur á 70. mínútu. Alonso gaf frábæra sendingu inná Garcia, sem skallaði boltann en einhvern veginn tókst Van der Saar að verja, en Baros var þar rétt hjá, tók frákastið og skoraði. 2-2 og það var augljóst að Liverpool ætluðu að vinna leikinn.

8 mínútum síðar fékk Liverpool svo aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Fulham manna. Xabi Alonso tók spyrnuna og sendi boltann í glæsilegum boga (með smá hjálp frá varnarmanni Fulham) í samskeytin. Glæsilegt mark. Alonso hefði svo getað skorað annað mark, en hann var óheppinn í dauðafæri.

Tveim mínútum áður en Alonso skoraði hafði Josemi fengið sitt annað gula spjald og var sendur af velli. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir tímann, þá tók Benitez Baros útaf fyrir Igor Biscan. Biscan var í sóknarhug og stuttu seinna spóluðu hann og Warnock sig í gegnum vörn Fulham og Biscan kláraði sóknina með glæsilegu skoti, óverjandi fyrir Van der Saar. 4-2 fyrir Liverpool.


Ég veit vart hvað ég á að segja. Fyrri hálfleikurinn var ömurlegur. Diao og Hamann voru gríðarlega slappir á miðjunni og Liverpool skapaði ekkert. En ég nenni ekki að tala um fyrri hálfleikinn, því sá seinni var svo skemmtilegur.

Ætla að taka nokkra virkilega bjarta punkta úr seinni hálfleiknum:

  1. Við unnum á útvielli!! Í fyrsta skipti á tímabilinu!!
  2. Markið hjá Baros var fyrsta mark á útivelli í 460 mínútur! Og loksins þegar okkur tókst að skora á útivelli, þá settum við fjögur mörk. Frábært!
  3. Við komum tilbaka eftir að hafa verið undir 2-0! Getur einhver bent mér á hvenær það gerðist síðast? Þetta hefði aldrei gerst undir stjórn Houllier.
  4. Þegar að staðan var 2-2 fær Josemi rautt spjald. Það magnaða við það er að Benitez tók hvorki Cisse né Baros útaf. Hann hélt sóknarmönnunum tveim inná og leyfði Cisse að spila á kantinum.
  5. Milan Baros skoraði tvö mörk og var mjög ógnandi. Góður leikur hjá honum.

Og þá náttúrulega 6. punkturinn: Maður leiksins: Hver annar en Xabi Alonso. Hann þurfti bara 45 mínútur til að sýna hversu frábær leikmaður hann er. Hann gjörsamlega átti miðjuna í seinni hálfleik. Vann boltann, bað um boltann og skilaði honum á samherja. Skoraði markið, sem kom okkur yfir og gat skorað annað mark. Frábær leikur.

Semsagt, frábær seinni hálfleikur og allir Liverpool aðdáendur í góðu skapi í dag. Við erum komin uppí 7. sæti og ef við vinnum leikinn, sem við eigum til góða, þá komumst við upp fyrir Man U, Bolton og Middlesboro uppí 4.sæti. Frábært! Góður undirbúningur fyrir Deportivo leikinn á þriðjudaginn.

.: Einar Örn uppfærði kl. 17:12 | 680 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (11)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Landslið · Leikmannakaup · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeildin · Slúður · Topp10 · Upphitun fyrir leik · Vangaveltur · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Síðustu leikir

·Liverpool 3-1 Fulham
·Charlton 1 - L'pool 2
·Komnir í úrslit Deildarbikarsins!!!
·Southampton 2 - "Liverpool" 0
·Burnley 1 - L'pool 0

Síðustu Ummæli

Hjörtur: já, mig misminnti eitthvað. En við komum ...[Skoða]
Ólafur Örn: Auðvitað var þetta frábært, en eitt fann ...[Skoða]
Eiki Fr.: Mér er spurn....skaustu þig nokkuð? :b ...[Skoða]
Svavar: Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða grá ...[Skoða]
Páló: þetta er ekki rétt hjá þér Hjörtur. hefð ...[Skoða]
Hjörtur: Frábært, frábært... missti því miður af ...[Skoða]
Páló: maður leiksins: igor biscan, inná í mínú ...[Skoða]
BFI: Fínn seinni hálfleikur hjá Liverpool, ei ...[Skoða]
Svavar: Hefði viljað borga 1000kr fyrir að sjá s ...[Skoða]
JónH: Magnað. Gjörsamlega magnað. :-) ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Star Man
· Myndirnar frá Liverpool!
· Tíðindalítil vika...
· Sigurgleði
· Leiðinlegir fyrrverandi leikmenn
· Liverpool-helgi: ferðasagan mín!

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License