beach
« Ranieri rekinn | Aðalsíða | Benitez HÆTTUR! »

31. maí, 2004
Af hverju er Parry í fríi?

Segjum sem svo að það sé verkfall í fyrirtækinu sem þú, lesandi góður, stjórnar. Eða að þú sért skólastjóri og kennararnir hafi allir verið reknir í gær og skólinn eigi að hefjast eftir nokkra daga. Segjum sem svo að eitt umdeildasta frumvarp seinni ára sé til umræðu á þingi og þú sért forseti. Ímyndum okkur sem svo að þú sért nýbúinn að reka framkvæmdarstjóra Liverpool FC og að nú bíði allir með óþreyju eftir að þú ráðir annan mann í hans stað.

Sem sagt, áríðandi mál sem þola enga bið. Spurningin er: færir þú í frí?

Ég kemst ekki hjá því að verða hálf ringlaður þegar ég hugsa til gjörða og sagna Rick Parry sl. viku. Maðurinn er í hrópandi þversögn við sjálfan sig. Hann talar í sífellu um hversu mikilvægt það er að ráða réttan mann í starfið og því vilji menn ekki taka neinar flýtiákvarðanir. Og flýgur svo í fjölskyldufrí til Barbados…..?

Ég fatta manninn eiginlega ekki. Ég hefði haldið að hann myndi fresta fríinu, fara beint í það að tala við hugsanlega arftaka Houlliers eftir mánudaginn síðastliðinn … og svo að ráðningu lokinni gæti hann slakað á á sólarströnd í 10 daga? Það meikar allavega meira sens.

Slúðrið er nánast einhliða - Rafael Benítez er á leiðinni til Liverpool. Samt er hann í samningaviðræðum við Valencia núna, þar sem talið er að hann muni neita að framlengja. Og síðan muni hann semja við okkur. En ef hann er enn að velta fyrir sér samningi frá Valencia, af hverju er þá Parry ekki að hamast á honum með betra tilboð akkúrat núna?

Tökum annað dæmi: Alan Curbishley. Hann er líklegast ekki á leiðinni til okkar, þar sem hann er þegar byrjaður að versla leikmenn fyrir næstu leiktíð. Martin O’Neill er líklegast ekki heldur að koma, enda væri það í meira lagi skrýtið eftir að hann vann dómsmál á hendur síðasta blaðinu sem þorði að slúðra um flutning hans til Liverpool. Þá tel ég nokkuð öruggt að Kenny Dalglish sé ekki heldur á leið til Liverpool ………. eða hvað?

Ég rak augun í nokkuð skrýtið um daginn í grein á netinu (finn hana því miður ekki aftur og get því ekki vísað í hana). Þar stóð að Parry væri ekki aðeins á leið til Barbados með fjölskyldunni til að slappa af heldur einnig til að spila sem markvörður með Old Boys-liði Liverpool FC í einhverju skemmtimóti. Mér fannst ekki mikið til þessara upplýsinga koma þegar ég las þessa frétt fyrir tveimur dögum, en í dag fór ég að hugsa: hverjir aðrir eru að spila í þessu Old Boys-liði?

Getur verið að Parry liggi svona mikið á að fara til Barbados af því að þar sé maður sem hann vilji lokka til starfa fyrir Liverpool? Og þá er hin augljósa spurning í framhaldi af því: Hver gæti sá maður verið?

Augljósir kostir væru t.d. Phil Thompson, Ian Rush og Kevin Keegan sem eru allir fyrrverandi leikmenn Liverpool og með reynslu í þjálfara/framkvæmdarstjórastöðu. Jú, og Kenny Dalglish.

Ég verð því miður að játa að ég er ekki með frekari upplýsingar um það hverjir aðrir eru í þessu Old Boys-liði en ef einhver hefur rekist á það einhvers staðar má sá hinn sami endilega láta okkur vita!

Auðvitað er þetta bara galin hugdetta hjá mér … þar til annað kemur í ljós. Ég tel enn langlíklegast að Benítez sé að koma og að þrátt fyrir orð Parrys þá hafi hann verið búinn að ganga frá munnlegu samkomulagi við Benítez áður en hann fór í frí. Það er bara það eina sem kemur til greina, í rauninni, að hann hafi gengið frá þessu áður en hann fór að flatmaga á strönd (og í marki) í Barbados! En hvað sem því líður þá er ljóst að við fáum að heyra eitthvað ákveðið í síðasta lagi eftir tvær vikur … þannig að ég minni aðra (og sjálfan mig) enn og aftur á: þolinmæði er dyggð!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 22:43 | 651 Orð | Flokkur: Slúður
Ummæli (5)

Já, og hérna er grein í Times á morgun, þar sem segir að Benitez sé maðurinn, sem Parry er svona öruggur með að fá á næstu tveim vikum. Bíða og vona bíða og vona :-)

Einar Örn sendi inn - 01.06.04 00:05 - (Ummæli #2)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·L'pool 1 - Blackburn 1
·Bolton 2 - L'pool 0
·Liverpool - Galatasary 3-2
·Liverpool 3-0 Tottenham
·L'pool 2 - N'castle 0

Síðustu Ummæli

Einar Örn: :-) Við vorum alveg sofandi. Jiii, hva ...[Skoða]
Matti Á.: Þið eruð ekki nógu röskir strákar :tong ...[Skoða]
Kristján Atli: Nákvæmlega það sem ég var að segja - ef ...[Skoða]
Einar Örn: Já, og hérna er grein í Times á morgun, ...[Skoða]
Einar Örn: Nákvæmlega, ég skil þetta ekki með þetta ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Bordeaux á morgun!
· Gerrard meiddur
· L'pool 1 - Blackburn 1
· Liðið gegn Blackburn
· Rafa ber fullt traust til Reina.
· Blackburn á morgun

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License