Allar færslur eftir SSteinn

Jamie Carragher um helgina – Nokkur aukasæti

Já, það styttist í að meistari Jamie Carragher mæti til Íslands sem heiðursgestur á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Það er ekki nokkur séns að maður láti þennan viðburð framhjá sér fara. Það var fljótt að seljast upp á dæmið, enda skiljanlegt. Engu að síður þá tókst að bæta við nokkrum sætum og núna eru c.a. 10 af þeim óseld. Þetta er auðvitað „fyrstur kemur, fyrstur fær“.

Nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook síðu viðburðarins.

Sjáumst á laugardaginn

Jamie Carragher og árshátíð Liverpoolklúbbsins

Það verður enginn smá hvalreki fyrir stuðningsmenn Liverpool á Íslandi, þegar Jamie Carragher mætir á svæðið á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi þann 19. maí nk. Okkur skilst að aðeins örfáir miðar séu eftir á þennan mikla viðburð og hvetjum við áhugasama að tryggja sér miða sem allra allra fyrst, ætli þeir sér að mæta.

Hægt er að tryggja sér miða hérna

Podcast – Man City afgreitt / Miðar á leiki

Ekki flókin dagskrá í dag, Liverpool er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 10 ára bið, Man City afgreitt 5-1 samanlagt. Djöfull er þetta gaman.
Kop.is er með möguleika á miðum á heimaleikinn í undanúrslitum sem og aðra heimaleiki Liverpool. Meira um það neðst í þessari færslu.

Kafli 1: 00:00 – “We have to change from doubters to believers. Now.” – Tékk
Kafli 2: 10:15 – Umræður stóru atriðin í leiknum
Kafli 3: 23:00 – Lífshættuleg fagnaðarlæti í seinni hálfleik
Kafli 4: 32:10 – Menn eivígisins
Kafli 5: 46:50 – Undanúrslit, tilhlökkun fyrir föstudeginum
Kafli 6: 58:15 – Deildin, Everton, Kane og Bournemouth næst

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Sveinn Waage

MP3: Þáttur 189


Hótel og Miðar á leiki á Anfield

Við á Kop.is erum ákaflega stoltir af því að geta sagt frá því að við höfum samið við aðila frá Noregi um milligöngu um miða á Anfield. Framboðið hjá þeim er talsvert og bjóða þeir upp á miða og hótel í kringum leikina. Stóri kosturinn við þetta allt saman er að þetta eru svokallaðir Hospitality miðar og eru official miðar frá Liverpool Football Club. Ekkert svartamarkaðsbrask og leynimakk heldur allt upp á borðum og í samvinnu við félagið okkar. Hótelin sem í boði eru, eru líka fínustu hótel með góðum staðsetningum.

Síðan sem þeir eru með og hægt er að bóka miðana í gegnum, er á norsku, en það er einfalt mál í tölvu að láta standard translate á síðuna sem slíka (kunni menn ekki Norsku) og kemur sú þýðing bara fínt út. Til að bóka hjá þessum aðilum þá þurfa menn að setja inn Discount Code (Rabattkode) og að auki fá menn þar með sérstakan Kop.is afslátt. Kóðinn sem menn þurfa að nota er kopis (allt litlir stafir). Þessir aðilar eru traustir og eru nú þegar byrjaðir að bjóða til sölu miða á undanúrslitin í Meistaradeildinni, þrátt fyrir að mótherjar séu ekki vitaðir eða dagsetning á leiknum. Hér að neðan er einmitt linkur á þann leik, muna bara að nota kopis sem kóða:

https://norwegiansportstravel.no/butikk/champions-league

Porto ferð lokið – Opinn þráður

Þá er Porto ferðinni lokið hjá hluta af Kop.is genginu. Vægast sagt sturluð ferð alveg frá a-ö. Þeir Einar Matthías og Maggi eru komnir með háskólagráðu í Liverpool söngvum eftir þessa daga. Það er ansi fátt í þessu lífi sem toppar það að vera hluti af the travelling Kop í Evrópukeppni, flóknara er það nú ekki. Því miður er alltof langt í næsta leik og okkar menn að leika sér á Spáni. Vonandi að þeir láti það alveg vera að ræna bifreiðum, en það virðist vera partur af undirbúningi hjá sumum liðum.

Annars er lítið að frétta, bara ansi löng bið eftir því að David Moyes komi með sína drengi í heimsókn á Anfield, aðra helgi. 3 stig í þeim leik eru GRÍÐARLEGA mikilvæg. Ekki það að öll stig séu ekki mikilvæg, en þá sömu helgi taka Man.Utd á móti Chelsea og Arsenal fá City í heimsókn. Spurs spila á útivelli gegn Palace. Risa stórt tækifæri til að styrkja stöðu okkar enn frekar í þessari hund erfiðu deild. Að sjálfsögðu viljum við jú tryggja okkur sæti í Meistaradeild á næstu ári, ég er alveg til í nokkra djúsí leiki gegn alvöru liðum þá. Annars er orðið laust, látið vaða á súðum.

Hvað þarf til?

Það er orðið nokkuð ljóst að keppnin í efri hluta deildarinnar er keppni um hvernig liðin raða sér í sæti 2-6. Það er alveg óhætt að taka lið Manchester City út úr umræðunni, það er nánast orðið formsatriði fyrir þá að vinna þessa blessuðu deild. Ef ekki væri fyrir þá, þá væri þetta alveg hörku, hörkuspennandi lokabarátta framundan. En þurfum við þá ekki að horfa bara á þetta eins og þetta er, mögnuð lokabarátta fyrir því að fá Þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári? Ég er allavega farinn að gera það. Auðvitað fæst enginn bikar fyrir það að komast í þá deild, en hún er engu að síður ákaflega mikilvæg fyrir liðin, leikmenn og stuðningsmennina. Skemmtilegir leikir í miðri viku í sterkustu deild í heimi, mikið magn af peningum og meira „Pulling Power“ þegar kemur að leikmannakaupum. Persónulega tæki ég bikar alltaf framyfir sætið í Meistaradeildinni, en menn hafa jú misjafnar skoðanir á því. Ég ætla hérna á eftir að fara aðeins yfir leikjaprógrammið hjá hverju og einu liði sem eru að berjast í þessari baráttu. Ég vil taka það skýrt fram að 4. sætið gefur nú orðið beinan þátttökurétt í riðlakeppninni, þannig að í rauninni skiptir ekki öllu máli hvort liðin lenda í öðru eða fjórða (samt meiri seðlar fyrir annað sætið). Við tökum þetta í þeirri röð sem liðin eru í núna:

Manchester United:
Það eru 12 leikir eftir í deildinni og þeir eru 7 stigum fyrir ofan Tottenham, sem eru í fimmta sætinu. Í heildina eru í rauninni 36 stig í boði og það styttist verulega í það að rauðu djöflarnir nánast tryggi sig í Meistaradeildina að ári. Næsta misstig Spurs nánast tryggir slíkt. Arsenal eru aftur á móti 11 stigum frá þeim, þannig að þar liggur enginn séns (nánast 12 stig út af markahlutfalli). Stóra baráttan hjá Man.Utd er í rauninni að reyna að enda tímabilið sem næst „besta“ liðið. Það eru 5 stig í Liverpool og ein innbyrðis viðureign eftir á milli liðanna. Sú viðureign gæti haft mikið að segja með lokaniðurstöðuna. Þetta eru sem sagt leikirnir sem þeir eiga eftir:

Newcastle (Ú)
Chelsea (H)
Crystal Palace (Ú)
Liverpool (H)
West Ham (Ú)
Swansea (H)
Man.City (Ú)
WBA (H)
Bournemouth (Ú)
Arsenal (H)
Brighton (Ú)
Watford (H)

Eins og sjá má á þessu, þá eiga þeir ekki neitt skítlétt prógram eftir. Margir innbyrðis leikir hjá þeim og nokkrir „tricky“ útileikir. Það er allavega morgunljóst að leikur þeirra gegn Chelsea og svo okkar mönnum, þeir verða alveg risastórir. Ég ætla að spá því að Man.Utd endi í þriðja sæti í deildinni þetta árið.

Liverpool:
Það er svo auðvelt að fá tröllatrú á þessu Liverpool liði, en jafnframt svo auðvelt að missa hana. Hefur einhver orðið vitni að slíku áður þegar um þetta blessaða lið er að ræða? Eins og staðan er núna, þá er liðið 2 stigum á undan Tottenham og 6 stigum á undan Arsenal. Það er varla hægt að vera meira í action heldur en okkar menn. Eftir gríðarlega svekkjandi lokasekúndur í leiknum gegn Spurs, þá þýðir ekkert annað en að bruna beint áfram. Það er stór helgi framundan þar sem sigur verður að vinnast á liði Southampton, þar sem Arsenal og Tottenham mætast í innbyrðis viðureign og þar tapast stig. Jafntefli þar væri fallegt og myndi nánast setja Arsenal út úr þessari baráttu…í bili. En þetta eru leikir Liverpool það sem eftir lifir tímabils:

Southampton (Ú)
West Ham (H)
Newcastle (H)
Man.Utd (Ú)
Watford (H)
Crystal Palace (Ú)
Everton (Ú)
Bournemouth (H)
WBA (Ú)
Stoke (H)
Chelsea (Ú)
Brighton (H)

Já, við höfum alveg séð erfiðara prógram en þetta á pappírum. En það eru jú bara pappírar. Sigur í leiknum gegn Man.Utd gæti skipt sköpum eins og áður sagði. Ég er bara nokkuð bjartur á okkar menn fram á vorið og ég er á því að við tökum annað sætið í deildinni. Má vel vera að það sé óskhyggja, en þetta er tilfinningin núna þegar horft er á það sem eftir er hjá liðunum.

Chelsea:
Chelsea hafa ekki verið sannfærandi undanfarið, en þeir eru meistararnir og eru með virkilega öflugt lið. Það er einungis tímaspursmál hvenær þeir detta í gírinn aftur. Eins og áður sagði, þá er risastór leikur fljótlega gegn Man.Utd sem gæti gefið tóninn fyrir framhaldið. Þeir eru einungis stigi á undan Tottenham og 5 á undan Arsenal.

WBA (H)
Man.Utd (Ú)
Man.City (Ú)
Crystal Palace (H)
Burnley (Ú)
Tottenham (H)
West Ham (H)
Southampton (Ú)
Huddersfield (H)
Swansea (Ú)
Liverpool (H)
Newcastle (Ú)

Langt frá því að vera einfalt hjá Chelsea. Manchester liðin hvort á eftir öðru og ætla ég hreinlega að spá því að Chelsea muni sitja eftir í 5. sætinu þetta árið.

Tottenham:
Tottenham liðið hefur verið nokkuð þétt í allan vetur og seiglast þetta áfram. Það verður risaleikur hjá þeim um helgina, þar sem þeir geta nánast hent Arsenal út úr myndinni.

Arsenal (H)
Crystal Palace (Ú)
Huddersfield (H)
Bournemouth (Ú)
Newcastle (H)
Chelsea (Ú)
Stoke (Ú)
Man.City (H)
Brighton (Ú)
Watford (H)
WBA (Ú)
Leicester (H)

Alls ekkert svo slæmt prógram eftir hjá þeim og ég held að þeir komi til með að enda í 4 sætinu, en eiga eftir að pressa verulega á sætin þar fyrir ofan.

Arsenal:
Ég held það þurfi eitthvað stórkostlegt að gerast hjá Arsenal til að þeir komist í efstu fjögur sætin. Of mörg lið þurfa að misstíga sig til að það sé mögulegt. Líklegast er þeirra besti séns í gegnum Europa League eins og Man.Utd gerðu í fyrra. Það er algjör lífsnauðsyn fyrir framhaldið í deildinni, að þeir vinni leikinn gegn Spurs um helgina:

Tottenham (Ú)
Man.City (H)
Brighton (Ú)
Watford (H)
Leicester (Ú)
Stoke (H)
Southampton (H)
Newcastle (Ú)
West Ham (H)
Man.Utd (Ú)
Burnley (H)
Huddersfield (Ú)

Já, næstu 2 leikir munu væntanlega skera úr um þetta hjá Arsenal, þ.e. hvort þeir verði eitthvað með í baráttunni um sæti 2-4. Þeir mega ekki við neinum skakkaföllum í þeirri baráttu, allavega ekki þegar kemur að innbyrðis viðureignum. Ég spái því að þeir endi þar sem þeir eru og geri svo góða tilraun til að komast baktjaldaleiðina inn.

Það er oft gott að setja fyrir framan sig þessa leiki sem eftir eru. Það er slatti af innbyrðis leikjum og þeir geta skipt sköpum í þessari baráttu. En svo mikið er víst, það er mikið eftir og við eigum eftir að sjá sviptingar. Þetta væri mergjað ef þetta væri nú baráttan um titilinn. Só Long Man.City og takk fyrir þetta.