Allar færslur eftir Ólafur Haukur

Liverpool 4-0 West Ham

Liverpool byrjar leiktíðina á því að rústa West Ham 4-0 á Anfield með mjög dóminerandi frammistöðu og gefur vonandi tóninn á það hvað koma skal.

Mörkin:
1-0 Mo Salah 19.mín
2-0 Sadio Mane 45+1.mín
3-0 Sadio Mane 53.mín
4-0 Daniel Sturridge 88.mín

Gangur leiks:
Frá því að flautað var til leiks og þar til hann var flautaður af var Liverpool með öll völd á vellinum. Liðið hélt boltanum vel og byrjaði strax að leita eftir glufum á vörn West Ham. Maður sá nokkuð fljótt hvað gæti stefnt í og Liverpool lágu á West Ham sem gekk brösulega að koma sér upp völlinn.

Það var á 19.mínútu sem Mo Salah opnaði markareikninginn á leiktíðinni. Naby Keita átti gott hlaup frá miðjunni þar sem hann lagði hann á Robertson á vinstri vængnum og Skotinn kom með frábæra sendingu fyrir markið þar sem Salah skoraði af stuttu færi.

Í kjölfarið átti Trent Alexander-Arnold geggjaða aukaspyrnu sem Fabianski, í marki West Ham, varði stórglæsilega og skömmu síðar lagði Firmino boltann inn á Salah sem var í góðri stöðu en Fabianski mætti vel og lokaði á skotið. Annað mark lág í loftinu og það var í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem Sadio Mane skoraði annað mark Liverpool. Fyrirgjöf af vinstri kantinum fór yfir allan pakkann og á Milner sem gerði frábærlega í að koma boltanum fyrir markið og þar náði Mane að teygja sig í boltann. Þriðja árið í röð sem Mane skorar í oppnunarleik liðsins.

West Ham reyndu aðeins að komast í leikinn í upphafi seinni hálfleiks en á 53.mínútu skoraði Sadio Mane annað mark sitt í dag. Roberto Firmino stakk boltanum inn fyrir vörn West Ham en þar voru þeir Salah og Mane báðir rangstæðir en ekkert flaggað og Mane skoraði með fínu skoti.

Liverpool var með öll völd á vellinum áfram og sama hvað West Ham reyndu þá fundu þeir fáar sem engar glufur á vörn Liverpool. Klopp gerði skiptingu þegar Liverpool fékk horn rétt undir lok leiksins og setti Daniel Sturridge inn á. Milner tók hornspyrnuna sem fór beint á varnarmann West Ham sem flikkaði honum aftur fyrir sig og þar mætti Sturridge í sníkjuna á fjærstönginni og kom boltanum yfir marklínuna. Það tók Sturridge 24 sekúndur að skora markið frá því að hann kom inn á og frábært að hann sé kominn á blað og sá hefur verið frískur í sumar.

Bestu menn Liverpool:
Við getum bent á ansi marga sem áttu frábæran leik í dag og í raun átti liðið í heild sinni stórkostlegan leik. Vörnin var gífurlega öflug, Alisson var flottur á bolta en hafði lítið að gera þegar kom að því að verja skot. Sóknin var mjög lífleg og áttu þessir þrír fremstu allir þátt í mörkum í dag og virka beittir. Firmino lagði upp og var heilt yfir nokkuð góður, Salah skoraði og Mane setti tvö. Bakverðirnir voru öflugir og þá alveg sérstaklega Robertson. Sturridge, Hendo og Shaqiri komu líflegir inn af bekknum. Miðjan var þó það sem mér fannst standa einna mest upp úr í dag.

Ég myndi velja einn af þremur miðjumönnum Liverpool í dag sem „mann leiksins“ en ég á erfitt með að velja á milli þeirra. James Milner var frábær og stjórnaði spilinu mjög vel, Gini Wijnaldum er að koma virkilega vel undan sumrinu og var frábær í dag. Hann sat djúpur á miðjunni en var líka mjög duglegur við að koma sér í stöður í kringum vítateiginn og var mjög dóminerandi, eins og maður vill sjá hann. Naby Keita er svo sannarlega biðarinnar virði og var frábær í dag. Átti nokkra frábæra spretti, var öflugur í varnarvinnunni og skapaði ursla fram á við.

Vondur dagur:
Við skoruðum bara fjögur í dag!

Umræðan:
– Liverpool talið það lið sem er einna líklegast til að etja kappi við City í vetur og er þessi frammistaða í dag að fá fólk af þeirri skoðun?
– Öflugasti bekkur Liverpool í langan tíma og nokkrir góðir leikmenn utan hans. Er liðið nógu öflugt í alvöru baráttu í vetur?
– Það getur verið ansi mikilvægt að leikmenn eins og Mane og Sturridge komist á blað í upphafi móts og þá sérstaklega fyrir einhvern eins og Salah sem verður gífurleg pressa á í vetur að skora mörk eftir síðustu leiktíð.
– Milner er ein allra bestu kaup sem Liverpool hafa gert á síðustu árum.
– Það er of langt í næsta leik!!

Hvað gerist næst:
Á mánudaginn í næstu viku mun Liverpool heimsækja Roy Hodgson og lærisveina hans í Crystal Palace og verður þá eflaust undir ákveðinni pressu að taka stigin úr þeim leik þar sem keppinautarnir eiga flest „auðveldar“ viðureignir og reikna má sterklega með að þau taki stig úr þeim. Það þarf Liverpool líka að gera úti gegn Palace vilji liðið blanda sér í alvöru baráttu í deildinni.

Liðið gegn West Ham

Þá er komið að fyrsta deildarleik tímabilsins og Klopp hefur valið byrjunarliðið sem mun taka á móti West Ham eftir klukkustund eða svo.

Alisson

TAA – Gomez – Van Dijk – Robertson

Keita – Wijnaldum – Milner

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Karius, Clyne, Fabinho, Henderson, Sturridge, Lallana, Shaqiri

Alisson og Keita byrja inn á í sínum fyrsta alvöru leik síðan þeir komu til liðsins í sumar og Fabinho og Shaqiri eru á bekknum. Byrjunarliðið í dag er mjög öflugt og bekkurinn sterkari en hann hefur lengi verið. Það er ákveðin miðvarðakrísa hjá Liverpool og engin miðvörður á bekknum og Joe Gomez byrjar inn á við hlið Van Dijk.

Það er töluvert ólíkara West Ham liðið í dag en þeir notuðust við í fyrra og því afar erfitt að spá fyrir um það hvernig West Ham kemur til leiks. Þeir eru með fimm nýja leikmenn í byrjunarliði sínu í dag og tvo nýja á bekknum.

Þetta verður spennandi og er alveg að fara að byrja!

Hreinsun að hefjast?

Það hefur legið augum uppi að leikmannahópur Liverpool er alltof stór eins og staðan er í dag og ansi margir í honum sem virðast ekki eiga neina alvöru langtíma framtíð hjá félaginu. Fréttir kvöldsins um að Liverpool sé búið að setja verðmiða og fengið fyrirspurnir um nokkra leikmenn sína koma því lítið á óvart.

Samkvæmt öllum þessum helstu bresku miðlum þá er listinn ansi langur og veglegur en liðið mun leita eftir því að fá hátt upp í 100 milljónir punda fyrir þennan hóp leikmanna ef þeir vilja á annað borð selja þá. Þetta eru þeir leikmenn sem hafa verið orðaðir við brottför frá liðinu en erfitt er að sjá fram á að einhver þeirra muni fá stórt hlutverk á næstu leiktíð og því yrði „skellurinn“ við brottfarir þeirra ekki mikill.
Continue reading

Salah skrifar undir nýjan samning!

Frábærar fréttir bárust stuðningsmönnum Liverpool í morgunsárið þegar félagið greindi frá því að Mo Salah hafi skrifað undir nýjan langtíma samning við félagið. Samningurinn er til næstu fimm ára, það er engin klásúla með ákveðið söluverð og hann er að fá í kringum 190-200 þúsund pund á viku í laun. Þetta er því stór samningur og stór tíðindi fyrir Liverpool.

Salah fór hamförum á síðustu leiktíð og skoraði 44 mörk og lagði upp 16 í 52 leikjum á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool. Hann sló markametið sem Cristiano Ronaldo, Luis Suarez og Alan Shearer áttu í Úrvalsdeild og skoraði tíu í Meistaradeild þar sem hann spilaði stórt hlutverk í að koma Liverpool í úrslitin.

Hann átti einnig stórt ár með egypska landsliðinu en hann skaut þeim í gegnum undankeppni HM og skoraði tvö mörk í tveimur leikjum á mótinu en vill eflaust gleyma ansi mörgu frá því móti.

Roberto Firmino skrifaði einnig undir nýjan langtíma samning rétt fyrir lok liðinar leiktíðar og það verður að teljast ansi líklegt að Sadio Mane muni einnig skrifa undir nýjan samning í sumar. Það yrði rosalega öflugt fyrir klúbbinn að tryggja sér þjónustu þessara leikmanna næstu árin og halda þessum leikmönnum saman.

Klopp er skiljanlega í skýjunum með þessar fréttir og telur það að Salah hafi skrifað undir nýjan samning séu sterk skilaboð um að liðið sé á réttri leið og hér vilji menn vera. Þetta hafði hann að segja við heimasíðu félagsins:

“I think this news can be seen for what it is; rewarding a person who performed and contributed greatly for the team and the club last season.

“It demonstrates two things very clearly also – his belief in Liverpool and our belief in him.

“We want world-class talent to see they have a home at Anfield where they can fulfil all their professional dreams and ambitions – we are working hard together to achieve this.

“When someone like Mo Salah commits and says this place is my home now, it speaks very loudly I think.

“Equally, our commitment to him says we see his value and want him to grow even more and get even better within our environment.

“The key thing to remember is the best thing about Mo is that he never sees himself as being more important than the team or anyone else within it. He recognises his teammates and this club helped him achieve individual success last season. He sees the individual awards come because he is part of something bigger that is special.

“Mo reflects where we are as a team, I think. Last season was special with many special moments – but we want more.

“We want to be more successful and achieve more together – as the supporters sang so loudly, ‘we’re never gonna stop’. This has to be the attitude individually and collectively.”

Undirbúningstímabilið hjá liðinu hófst í dag og menn strax farnir að hlaupa af sér sumarfríið. Nýju leikmennirnir tveir, Fabinho og Naby Keita, eru mættir á svæðið. Það er strax æfingarleikur á laugardaginn klukkan tvö þegar liðið heimsækir Chester og er það upphaf mjög þétts undirbúningstímabils.

Vonandi fáum við fleiri góðar fréttir frá félaginu á næstu misserum, bæði hvað varðar leikmannakaup og framlengingu samninga.

Hver er Naby Keita?

Ég hef mjög gaman af því að sjá ný andlit í liði Liverpool og hef almennt mjög gaman af því að velta mér upp úr málefnum tengdum félagsskiptum. Þeir sem fylgja mér á Twitter eða hafa rætt við mig um fótbolta ættu líklega að hafa tekið eftir að ég hef mjög gaman af þessu.

Maður fær oft ákveðin fiðring í magan þegar spennandi leikmenn eru orðaðir við félagið og hvað þá þegar þeir verða svo eftir allt keyptir og maður sér þá halla sér upp að skóhillunni á Melwood í rauðri treyju með spari brosið. Undanfarin tímabil hefur Liverpool gert nokkur frábær kaup og jafnvel einhver sem gætu farið að teljast „goðsagnakennd“. Við höfum til dæmis séð þá Roberto Firmino, Virgil Van Dijk, Sadio Mane, Gini Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain og auðvitað Mo Salah ganga til liðs við Liverpool í síðustu þremur sumargluggum.

Það eru samt ein risakaup sem hafa ekki enn gengið formlega í gegn og voru frá lok ágúst í fyrra sumar og þar til rétt fyrir áramótin í fyrra, dýrastu kaup sem Liverpool hafði samið um að gera en endanlegt verð hafði ekki verið samið um en það átti að vera á bilinu 50-65 milljónir punda.

Ég hafði farið með konunni minni dagsferð frá Akureyri til Reykjavíkur þar sem við þurftum að gera og græja eitthvað. Við erum stödd í H&M, hún að skoða einhver barnaföt og ég staulast þarna á eftir henni en tek upp síman og tékka á Twitter (eins og ég geri nú alveg mjög reglulega) og BÚMM þetta blasir við manni upp úr þurru:

Ég var búinn að bíða eftir sovna fréttum í allt sumar og þetta þurfti að detta inn á akkúratt þessum degi! Að sjálfsögðu þurfti það að gera það en engu að síður frábærar fréttir!

Af hverju voru þetta annars svona frábærar fréttir?

Continue reading