Allar færslur eftir Ólafur Haukur

WBA á páskadag

Í mörg ár hefur gengið hryllilega draugasaga á milli aðdáenda fótboltans um mann klæddan í liðsmerkta íþróttagalla, með derhúfi á hausnum og með skelfilegum hætti reynir hann að eyðileggja íþróttina sem við elskum. Hann leitar í allar áttir að risavöxnum og sterkbyggðum manneskjum með mikla þolinmæði, mikið skap og reynir að blanda þeim saman við eitt eða tvö afbrigði af mönnum sem kunna það eitt að sparka bolta langt inn í vítateiga og hitta á koll þessara risa.

Tony Pulis er nafn þessa goðsagnakenndu persónu og fær það nafn marga aðdáendur – og oft, sérstaklega aðdáendur Liverpool – til að skjálfa á beinunum og fyllast örvæntingu og kvíða þegar hann og Úrúk-hai her hans mæta á svæðið. Enn sem komið er hefur Liverpool ekki tekist að sigra vígi Pulis í mörg ár – eða í raun bara aldrei. Það kemur því skjálfti yfir mann þegar maður fréttir að Jurgen Klopp gæti verið að leiða hersveit sína í gin ljónsins á sunnudaginn þegar þeir mæta Pulis og liðsmönnum hans í WBA á Hawthorns-vellinum í afar mikilvægum deilarleik.
Continue reading

Liverpool 2-2 Bournemouth (leikskýrsla)

Ég veit nú ekki alveg hvar maður á að byrja hérna. Mig langar svo mikið að vera alveg ótrúlega reiður og drulla yfir allt og alla en ég er ekki beint reiður – ég er sár og vonsvikinn. Liverpool var með svo gott tækifæri á að koma sér í fína stöðu í baráttunni um fjórða sætið og hafa allt í sínum höndum.

Þá, auðvitað, tekst liðinu að tapa niður leik sem það á að klára. Bournemouth kemst yfir í leiknum með mjög týpísku marki frá hinni gjafmildu vörn Liverpool þegar Wijnaldum leggur boltann beint í hlaupaleið Afobe sem skorar í upphafi leiks. Jöfnunarmarkið í blálokin kemur svo eftir að boltinn berst inn í teiginn og leikmenn þessa blessaða liðs geta ekki hreinsað boltann út úr teignum og það kostar mark.

Same shit, different day. SAME SHIT, DIFFERENT DAY!

Bestu leikmenn Liverpool:
Heilt yfir var liðið ekki að spila þetta illa. Bournemouth voru ekki að skapa sér neitt að ráði allan leikinn þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk – þau voru nú algjörlega klaufagangi leikmanna Liverpool að kenna, það er ekkert flóknara en það. Liverpool átti miðjuna mest allan leikinn fannst mér og áttu fínar rispur frammi og skoraði tvö góð mörk.

Frammistaðan sem slík á að sjá til þess að liðið vinni þennan leik, ég fer ekkert ofan af því að þessi leikur átti að vera skyldisigur og við áttum að klára þetta. Ekkert flóknara en það. Úrslitin eru svakaleg vonbrigði.

Origi átti góðan leik og skoraði gott mark. Hann var frábær á þessum kafla í fyrra þegar mikið var í húfi fyrir liðið og stóð upp, skoraði mörk og er nú með tvö mörk í tveimur leikjum og var góður í dag. Vonandi heldur hann dampi.

Wijnaldum byrjaði leikinn ÖMURLEGA og gaf þeim markið sem kom þeim yfir en eftir það var hann nokkuð góður fannst mér. Lagði upp markið hans Origi með flottri rispu og fyrirgjöf. Coutinho var góður en var líklega tekinn of snemma útaf – ef hann var ekki orðinn meiddur þar að segja. Clyne var fínn og Can átti góðar rispur en heppinn að vera ekki á spjaldi góðan part leiksins fannst mér svo það hefði getað breytt ýmsu.

Nenni ekki að vera of jákvæður með þetta. Margir gerðu fínt en hafa lágmarks stig eftir leikinn til að sýna fyrir það svo það skiptir bara ekki neinu einasta máli.

Vondur dagur:
Liðið klúðraði afar mikilvægum leik á ömurlegan hátt. Það er allt vont við þennan dag. Spurs og Arsenal unnu sína leiki en við gerum jafntefli svo staðan var ekki eins góð og hún leit út fyrir að vera um tíma. Við fáum aftur á okkur seint mark gegn Bournemouth sem þýðir að við klúðrum leik sem var algjörlega í okkar höndum.

Liverpool átti tækifæri til að klára leikinn, hefðu getað bætt við marki og hefðu átt að sjá þetta út. Lið sem vill enda í topp fjórum má bara ekki klikka á svona hlutum og tapa niður stigum gegn slakari liðum deildarinnar. Það er bara ekki hægt. Alveg – afsakið orðbragðið – fuc*ing glatað!

Svona eftir á að hyggja var það kannski ekki það gáfulegasta sem Klopp gat gert á 65.mínútu að taka Coutinho, sem er víst veikur, út af og setja þriðja miðvörðinn inn og ætla að halda 2-1 forystu. Á þeim tíma fannst mér það sniðugt og eflaust var það ekki galið. Við eigum sögu af því að fá á okkur óþarfa mörk seint í leikjum og þarna ætlaði hann að taka þetta á „ljóta“ mátann og bara verja þessi stig út leikinn.

Þessi skipting augljóslega þýddi að Bournemouth með bakið upp við vegg ná að komast aðeins betur inn í leikinn enda vantaði mann á miðsvæðið hjá okkur og þeir fara að geta fært sig ofar. Þar fannst mér Klopp aftur á móti klúðra þessu svolítið með því að setja ekki inn ferska fætur á miðjuna eða fram, eitthvað smá til að lífga upp á þetta. Moreno til að nota hraðann á kantinn, Alexander Arnold á miðjuna eða kantinn, Sturridge eða Grujic, Woodburn til að halda bolta – bara eitthvað. Enn einu sinni notar hann ekki skiptingarnar sínar og finnst mér það stór galli. Skiptingar geta breytt leikjum og ferskir fætur/hugar eiga það oft til að taka öðruvísi – oft jafnvel skynsamari – ákvarðanir. Það finnst mér á Klopp en markið sem slíkt er ekkert endilega á hans ábyrgð.

Þriggja hafsenta vörn, Lucas fyrir framan og allt það á barasta ekki að fá á sig þetta mark. Liðið á ekki að lenda í þessum eilífðu vandræðum með því að bara dúndra honum út úr vörninni og hvernig í ósköpunum stendur á því að mótherjarnir taka svona oft seinni boltana rétt fyrir utan teiginn? Þetta er og hefur verið mikið áhyggjuefni og stórt vandamál í liðinu lengi og þarf bara nauðsynlega að finna lausn á þessu.

Liðið hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum á móti Bournemouth. Það á að duga, það er bara ekkert flóknara en það. Það er bara ekki boðlegt að fá þá á sig sex mörk gegn þeim. Við skorum tvö gegn Sunderland, þeir skora tvö. Við skorum tvö gegn Swansea, þeir skora þrjú. Þetta er bara ekki boðlegt. Hvort sem það er heima eða úti þá er liðið að fá á sig alltof mörg mörk gegn þessum slakari liðum í deildinni og tapa þar af leiðandi leikjum og stigum.

Tapleikir liðsins í vetur koma allir á móti liðum í neðri helmingnum og 27 af 39 mörkum koma gegn liðunum í neðri helmingnum. 27! T-U-T-T-U-G-U-O-G-S-J-Ö! Ef við setjum þar í samhengi þá eigum við enn eftir að mæta Stoke, Middlesborough, West Ham og Crystal Palace sem öll eru sem stendur í neðri hlutanum (og Watford sem dansa á línunni). Þetta er alltof mikið og alltof lélegt.

Ég bara skil ekki hvernig lið getur verið svona rosalega mikið Jekyll eða Hyde eftir því hverjum þeir mæta. Ég bara skil það ekki – og það versta er að Klopp virðist ekki vera að skilja það heldur. Það er kominn apríl og við erum enn í sömu vandræðum og fyrr í vetur þegar kemur að þessum leikjum, ég myndi alveg vilja sjá Klopp breyta eitthvað aðeins til í þessum leikjum – það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað öðruvísi, ekki satt?

Við erum yfirburða besta liðið í innbyrðisviðureignum liðanna í efstu sjö sætunum. Höfum haft kverkatak á þeim í nær öllum leikjunum í vetur og verið hreint frábærir – á því leikur engin vafi en á meðan töpum við þeim stigum alltof auðveldlega þar sem við eigum að fá þessi „auðveldu“ stig. Tottenham, Arsenal, Chelsea og svo framvegis hafa verið að gera þetta mun betur en við og eru að næla í þessi skyldustig, það þurfum við að gera líka ef við ætlum að ná árangri í deildinni í vor.

Nú kemur pollýana; það er klárlega margt jákvætt sem liðið hefur gert í vetur og það er mikill stígandi á liðinu á margan hátt á milli ára en það eru enn mjög stór vandamál sem þarf bara að finna góða og hraða lausn á svo ekki endi illa. Það er miklu meira spunnið í þessa leikmenn og þetta lið en þeir sýna og fjandinn hafi það, ég ætla ekki að gúddera þá afsökun að það vanti Mane og vantaði Mane í janúar. Við erum enn að skora mörk en erum að leka inn á móti – vandamálið er ekki að það vanti Mane, vandamálið er klárlega tengt hinum enda vallarins og Klopp þarf að laga það – helst fyrir mörgum vikum síðan.

Umræða eftir leik:
Það þarf að styrkja ákveðna hluti í liðinu og uppfæra ákveðna leikmenn og allt það en ég ætla að setja stórt spurningarmerki við Klopp, teymið hans og leikmenn Liverpool fyrir að vera ekki búnir að finna lausn á þessum vandamálum og það er kominn apríl. Hvað eru menn að fara yfir á æfingasvæðinu? Á ekki að vera búið að finna einhverja lausn á þessum vanda? Plan B, breytt form á liðinu, einhver drög um hvernig á að bregðast við ákveðnum þáttum í leikjum eða eitthvað þess háttar. Er það ekki?

Næstu verkefni:
Fleiri lið í neðri hlutanum. Stoke á laugardaginn. Við vitum nú alveg hvað gæti gerst þar…

Þetta hefur by the way verið frábær dagur fyrir Liverpool. Staðfest að Mane verði ekki meira með á leiktíðinni og þurfi í aðgerð, Liverpool dæmt í félagsskiptabann með kaup á ungum leikmönnum innan Englands og svo þetta. Það er frábært að sjá hvað Liverpool hefur verið að Liverpool-a í dag, frábært… *andvarp*

Liverpool – Bournemouth (Leikþráður)

Leikurinn endaði með jafntefli, frábært…

88.mín: Oh! Matip með skalla rétt framhjá og Origi hársbreidd frá því að ná boltanum á fjærstönginni.

86.mín: 2-2… að sjálfsögðu. Liverpool gengur illa að hreinsa eftir inkkast og King skorar fyrir Bournemouth. Frábært. Arsenal vinna sinn leik og Spurs snúa við tapi í 3-1 sigur í uppbótartíma, þetta yrði svakalegur skellur ef þetta endar svona.

64.mín: Skipting hjá Liverpool. Matip kemur inn fyrir Coutinho og Liverpool setur upp í þriggja hafsenta vörn, Klopp ætlar ekki að taka sénsa og vill þétta pakkann.

59.mín: 2-1! Frábært!!! Wijnaldum á frábæra rispu inni í teig Bournemouth og lyftir honum fyrir markið þar sem Origi stangar hann inn af stuttu færi. Origi skorar þrjár gerðir af mörkum – föst skot af löngu færi, klárar stungusendingar og þetta. Origi átt góðan dag og heldur áfram að skora – frábært hjá honum!

48.mín: VÁÁÁ! Clyne með frábært skot utan úr teignum sem er á leiðinni upp í fjærhornið en Boruc í marki Bournemouth nær smá snertingu (sýnist mér) og ver hann í tréverkið. Þetta var ansi nálægt og hefði verið sturlað mark! Ansans, gat hann ekki dottið inn þessi.

Hálfleikur: Fínt að jafna þetta fyrir hálfleik. Þetta var mikilvægt mark hjá Coutinho.

40.mín: 1-1! Loksins kom það, frábær sókn frá Liverpool. Langur bolti fram, Firmino tekur seinni boltann, drepur hann niður og leggur inn fyrir á Coutinho sem missir smá af boltanum en gerir vel og klárar skotið. Flott og vonandi kveikir þetta í liðinu.

34.mín: Liverpool er með tökin á þessum leik og er að komast í ágætis stöður og fá sæmileg tækifæri. Bournemouth eru þó að minna á sig og áttu gott færi eftir hornspyrnu – það er ákveðinn skjálfti í vörn Liverpool og er maður hálf stressaður hérna.

7.mín: 0-1 Je minn eini. Liverpool gefur Bournemouth mark. Wijnaldum ætlar að senda til baka á Mignolet en sendingin er alltof laus og Afobe var í sníkjunni fyrir aftan og læddist á milli og skoraði auðveldlega. Sendingarnar í vörninni hafa verið skelfilegar hingað til og þetta var alveg eftir því.

1.mín: Þá er leikurinn byrjaður. Fallegt yfir Anfield í kvöld. Kenny Dalglish situr í Kop-stúkunni, smá minningarathöfn um Hillsborough fyrir leik. Sem stendur þá hefur Lazar Markovic skorað fyrir Hull og Tottenham eru að tapa fyrir Swansea. Sæmileg byrjun í öðrum leikjum kvöldsins.

18:30: Sigur í dag – sem er algjör skyldusigur by the way, gæti komið Liverpool í nokkuð góða stöðu í baráttunni um eitt af fjórum efstu sætunum, sér í lagi þar sem mörg liðana í samkeppninni eiga eftir að mætast innbyrðis í næstu leikjum.

18:00: Þá er Jurgen Klopp búinn að velja liðið sem mætir Bournemouth eftir um það bil klukkutíma. Það er nú svo sem ekkert rosalega mikið óvænt í byrjunarliðinu en það var nú alveg vitað að Mane yrði allavega ekki með í kvöld og Origi kemur í hans stað.

Klopp var eitthvað búinn að gefa í skyn að hann gæti skoðað breytingu á uppstillingu en miðað við liðið í dag þá efast ég um að þetta verði eitthvað ólíkt því sem við sáum gegn Everton – ekki nema Lucas fari þá í miðvörðinn í þriggja manna vörn og Milner og Clyne færast framar en ég reikna nú svo sem ekki endilega með því.

Can og Matip voru víst nokkuð tæpir fyrir leikinn en Can byrjar í kvöld og er það flott. Matip sest hins vegar á bekkinn og þar eru nöfn sem við höfum nú ekki séð þar lengi. Grujic er aftur á bekknum en hann var það líka síðast og Daniel nokkur Sturridge er aftur í leikmannahópnum og er á bekknum. Fínt að fá hann aftur inn í þetta á þessum tímapunkti enda mörg leiðindar meiðsl að ganga yfir liðið.

Mignolet

Clyne – Klavan – Lovren – Milner

Can – Lucas – Wijnaldum

Firmino – Origi – Coutinho

Bekkur: Karius, Matip, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Woodburn, Sturridge

Minni svo á að nota #kopis á Twitter og hér má fylgjast með umræðunni.


Liverpool – Everton

Loksins, loksins, loksins byrjar enski boltinn að rúlla aftur um helgina eftir landsleikjahlé og byrjar nú heldur betur á alvöru sprengju þegar Everton kemur í heimsókn á Anfield í hádegisleiknum á laugardaginn. Fínn tími og stutt að bíða.

Fyrir landsleikjahléið sem byrjaði fyrir alveg örugglega sex vikum síðan eða eitthvað álíka, þá gerði Liverpool 1-1 jafntefli við Manchester City. Sanngjarnt eflaust en það var smá svekkjandi þar sem okkar menn höfðu nú alveg tækifærin á að klára leikinn svo það er pínu svekkjandi og pakkinn frá 2.sæti og niður í það 6. því orðinn mjög svo þéttur. Eiginlega bara alltof þéttur og því svigrúm til mistaka lítið sem ekkert þessa stundina.

Svigrúmið er meira að segja það lítið að takist Everton að vinna á laugardaginn þá verður munurinn á milli liðana aðeins þrjú stig og pakkinn teigist þá niður í 7.sætið líka. Við viljum halda okkur í Meistaradeildarsæti og ekki hafa það að Everton andi eitthvað ofan í hálsmálið á okkur og fari að gera sér einhverjar grillur.

Everton mega nú alveg eiga það að þeir hafa verið á mjög miklu skriði frá áramótum, annað en Liverpool, og hafa tekist að brúa bilið á milli sín og efstu fjóru sætanna alveg lygilega mikið. Ég ætla ekkert að hrósa þeim eitthvað sérstaklega fyrir það enda vil ég ekkert endilega hafa þá í þessari stöðu svo svei, farið burt!

Það rignir jákvæðum og skemmtilegum fréttum yfir bæði lið fyrir þennan leik. Lallana meiddist í landsleik með Englandi og verður frá í fjórar vikur og missir af líklega sex leikjum og Jordan Henderson virtist ekki vera að glíma við einhver smávægileg meiðsl eins og fyrst var haldið og verður ekki með í leiknum. Snilld. Frábært. *Setur kaldhæðin þumall upp í loftið*

Það er nú svo sem heldur ekki mikið af jákvæðum meiðslafréttum hjá Everton. James McCarthy og Morgan Schneiderlin verða líklega ekki með þeim um helgina en verri fréttirnar fyrir þá eru að Funes Mori skaddaði eitthvað í hnéinu á sér og verður frá í einhverja tvo mánuði en Seamus Coleman, einn þeirra besti leikmaður, tvífótbrotnaði eftir ljóta tæklingu um daginn og verður líklega frá í ár. Þeir verða því líka fyrir töluverðri blóðtöku.

Það verða nú samt enn fullt, fullt af góðum leikmönnum á vellinum á laugardaginn og má nú alveg reikna með hörku leik eins og er svo oft raunin þegar þessi lið mætast. Mér finnst alltaf ákveðin synd þegar fyrirliðann vantar í leik eins og þennan, þó að Henderson sé ekki Gerrard eða Carragher þá veit hann um hvað þetta snýst allt saman og er flottur í svona leiki.

Wijnaldum og Can voru frábærir með Lallana á miðjunni gegn Man City um daginn og er ég meira en til í að sjá Wijnaldum og Can á miðjunni en því miður er Lallana ekki með og því mun Klopp eitthvað þurfa að rótera. Ein lausnin gæti verið að setja Coutinho í hlutverk Lallana á miðjunni og þá einhvern eins og Origi í framlínuna eða – það sem mér þykir nokkuð líklegra í þessum leik – að Lucas muni koma inn á miðjuna fyrir aftan Can og Wijnaldum. Vona að það verði frekar hitt en reikna frekar með þessu. Væri alveg fínt að sjá eitthvað eins og Trent Alexander Arnold kæmi inn í bakvörðinn og Milner færi þá á miðjuna en reikna ekki með því heldur.

Lovren var meiddur um daginn en ætti að ég held alveg örugglega að vera klár í slaginn og kemur vonandi til með að byrja í hjarta varnarinnar með Matip. Mignolet byrjar sem og Clyne, Milner, Mane, Coutinho, Firmino og miðjumönnunum tveimur. Það er alveg pottþétt. Miðverðirnir og síðasta staðan á miðjunni eru spurningarmerkin.

Það var ógeðslega sætur sigurinn á Everton í fyrri leik liðana þegar Mane hirti frákast í uppbótatíma eftir skot Sturridge og kláraði dæmið. Það væri sætt að fá eitthvað slíkt aftur en ég væri nú líka alveg til í að sjá okkur flengja þá aftur og pakka þeim saman.

Það er klárlega komin ákveðin pressa á liðið núna og þar sem pakkinn er þéttur og liðin í kring eiga flest öll einn eða tvo leiki inni á okkur þá verðum við að vinna í þessum leik til að freista þess að halda okkur í pakkanum. Þetta gæti endað á að renna úr okkar greipum og örlög liðsins falli í hendur annara en númer eitt, tvö og þrjú er að gera sitt besta, vinna stig og sjá svo til.

Byrjum á Everton, klárum þá og gefum þeim vænan kinnhest og komum þeim aftur á jörðina. Þeir eiga ekkert að vera svona ofarlega og eiga bara að halda sig í pakkanum fyrir neðan og hætta þessum stælum!

Liverpool 3-1 Arsenal [Skýrsla]

1-0 Firmino 9.mín
2-0 Mane 39.mín
2-1 Welbeck 56.mín
3-1 Wijnaldum 91.mín

Nótt fylgir degi, vatn er blautt og Liverpool spilar mjög vel og nær úrslitum úr stóru leikjunum. Hver hefði getað giskað á það að við töpum illa gegn Leicester og rústum Arsenal svo nokkrum dögum seinna?! Næsti leikur er Burnley og svo Manchester City, hvað ætli gerist þá?!

Bestu Leikmenn Liverpool

Allir. Má ég segja það?

Mignolet átti fínan leik en náði ekki að halda hreinu. Kannski hefði hann átt að gera betur í markinu, kannski ekki. Mér er nokkurn veginn alveg sama. Varði frábærlega frá Giroud og stóð sig heilt yfir vel.

Vörnin var góð og náði að loka á mest alla ógn Arsenal í leiknum. Matip og Klavan voru góðir og Clyne og Milner gerðu mjög vel. Hef séð vörnina í stærra hlutverki og hafa meira að gera en þeir gerðu vel þegar á reyndi.

Miðjan var frábær. Ég á það til að fá stundum hálsríg vegna Emre Can og óstöðugleikanum í hans leik, ég er bara nokkuð fínn í hálsinum í dag enda var sá þýski mjög góður sem dýpsti af þremur miðjumönnum Liverpool í dag. Fyrir framan hann var Wijnaldum enn og aftur mjög góður og Lallana alveg hreint frábær. Þeir spiluðu hratt, hart og boltinn gekk mjög vel þeirra á milli. Þáttur Lallana í marki Wijnaldum var virkilega flottur.

Coutinho er farinn að minna aftur á sig eins og hann var fyrir meiðslin og átti marga frábæra spretti og komst í nokkur góð færi. Roberto Firmino átti sinn lang besta leik í langan tíma og skoraði og lagði upp – sem og Mane sem var á tíma að leika sér að því að niðurlægja varnarmenn Arsenal.

Liðs framtakið í vörn og sókn var frábært, þetta var klár sigur liðsheildar að mínu mati og kannski erfitt að pikka einhvern einn út en ég myndi líklega velja einn af Wijnaldum, Lallana, Firmino eða Mane. Veljið einhvern úr þessum hópi, það er ekki til vitlaust svar þarna.

Origi átti mjög góða innkomu, lét finna fyrir sér í baráttunni. Hann átti skalla í stöngina og frábæra fyrirgjöf í marki Wijnaldum. Takk fyrir og komdu með meira af þessu Origi. Hann hefur óneitanlega mikla hæfileika og líkamlega burði til að vera frábær og þarf bara að gera eitthvað svona oftar.

Vondur dagur

Við fengum á okkur óþarfa mark – sem var frábærlega gert hjá Alexis Sanchez í undirbúningnum og Welbeck sem kláraði vel, þeir mega eiga það – og það er líklega það neikvæðasta við þetta. Þeir fóru illa með vörn Liverpool í þetta skiptið en náðu ekki að nýta sér augnablikið og Liverpool fór að ná aftur tökum á leiknum.

Umræða eftir leik

  • Af hverju í ósköpunum getur þetta Liverpool lið rokkað á milli þess að vera áttunda undur veraldar og pakkað saman betri liðum deildarinnar en tapað stigum gegn botnliðunum?
  • Ég hef engar áhyggjur af liðinu í þessum leikjum og uppstillingin fannst mér sú rétta. Þetta lið er fullkomið í þessi verkefni en maður setur spurningar við það hvort það þurfi ekki að breyta aðeins til í næsta leik gegn liði í botnbaráttu.
  • Lucas á ekki að byrja leik í miðverði hér eftir ef tveir af Klavan, Lovren og Matip eru heilir.
  • Roberto Firmino minnir okkur á að hann er frábær sóknarmaður. Hann var stórkostlegur í kvöld og við viljum sjá meira af þessu ekki satt?
  • Sadio Mane er bestu kaup sem Liverpool hefur gert frá því að við keyptum Suarez fyrir nokkrum árum. Höfum síðan átt nokkur góð kaup síðan en Mane er game changer. Hann er sóknarmaður sem er að fara að detta í sín bestu ár. Hann er fáranlega fljótur, spilar snjallt og er frábær slúttari. 35 milljónir punda – þeim sem tókst að sannfæra Southampton um að selja okkur hann á þann pening á skilið að fá eitt, ef ekki tvö, high five.

Næstu verkefni

Næsti leikur er heimaleikur gegn Burnley og eins hallærislegt og það kann að hljóma þá er það bara blákaldur sannleikurinn að það er ákveðin prófraun fyrir liðið. Þetta eru leikirnir sem valda okkur vandræðum og sama hvað Liverpool reynir þá tekst þeim ekki að detta úr þessum Meistaradeildarsætispakka. Það væri fínt að geta haldið dampi og klárað Burnley um næstu helgi áður en við mætum Manchester City 19.mars og Everton í byrjun apríl eftir landsleikjahlé og Tenerife ferð leikmanna Liverpool.