Allar færslur eftir Hannes Daði Haraldsson

Chelsea 1 – Liverpool 0

Mörkin

1-0 Giroud 32. mín

Leikurinn

Liverpool mætti á Brúnna í dag og vantaði sigur til að tryggja Meistaradeildarsæti að ári og hefði jafntefli farið langleiðina með það. Klopp stillti upp sterku liði en aðeins ein breyting var á liðinu þar sem Clyne kom inn fyrir Henderson og spilaði Trent á miðsvæðinu. Liverpool byrjaði leikinn vel og fyrsta hálftíman gekk boltinn vel milli manna en gekk illa að brjóta á bak aftur vörn Chelsea manna. Liðið náði hinsvegar að finna svæði milli varnar og miðju á 23. mínútu kom Mané sér á góðan stað fyrir utan teygin og átti gott skot sem Courtois varði í horn. Hornið var á leiðinni á Van Dijk sem var alveg frjáls á fjærstönginni en aftur náði Courtois góðri snertingu og kom í veg fyrir að hann næði til botlans. Eftir hálftíma leik náði Mané aftur skoti sem Courtois varði til Firmino en hann náði að koma boltanum aftur á Mané en enn og aftur var varið frá honum. Tveimur mínútum seinna fékk Victor Moses sending á hægri kantinn lék á Robertson sendi boltan fyrir með viðkomu í Mané, í teygnum var það Giroud sem stökk hæst og skallaði boltan fallega í fjærhornið. Eftir markið tóku Chelsea yfir leikinn án þess að eiga einhver dauðafæri. Á 35. mínútu átti Moses lúmska sendingu inn í teyginn og var Fabregas fyrstur til að átta sig en skaut framhjá markinu.

Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri endaði og voru Chelsea með öll völdin í leiknum eftir 56 mínútna leik náði Hazard að fífla sig í gegnum vörnina en Karius náði að verja skotið frá honum yfir á fjærstöngina þar sem Robertson náði að loka á Moses og úr varð hornspyrna. Úr hornspyrnunni skoraði Giroud aftur en markið dæmt af vegna rangstöðu þar sem Rudiger var vel rangstæður. Síðsta hálftíman náði Liverpool að vinna sig betur inn í leikinn en það gekk ekkert að koma boltanum á markið. Á lokamínútunni náði Mané að senda boltan fyrir á Solanke sem náði ekki að koma skallanum sínum á markið.

Bestu menn Liverpool

Það var ákveðinn dofi yfir liðinu í dag og erfitt að hrósa mönnum í dag. Sadio Mané var hressastur sóknarmannanna í dag en snertingarnar voru aðeins að svíkja hann. Virgil Van Dijk átti ágætan leik tapaði varla einvígi og skilaði boltanum vel frá sér.

Slæmur dagur

Trent átti erfitt með að fóta sig á miðjunni til að byrja með en óx þó aðeins inn í leikinn en klárt mál að hann er betri bakvörður en miðjumaður þó það sé ágætt að hafa þann möguleika að geta spilað honum á miðsvæðinu. Salah og Firmino voru alveg óþekkjanlegir í leiknum og er það áhyggjuefni að þeir virðast vera búnir á því undir lok tímabilsins.

Umræðan

Liðið situr nú í þriðja sæti með 72 stig en búnir að spila einum leik fleiri en Tottenham og Chelsea sem eru með 71 og 69 stig. Liverpool þarf því nú að klára Brighton í loka leik tímabilsins ef þeir gera það ekki þarf að vonast til þess að annað hvort liðið klúðri sínum málum. Tottenham mætti ekki fá meira en eitt stig í tveimur heimaleikjum gegn Newcastle og Leicester eða að Chelsea tapi annaðhvort gegn Huddersfield eða Newcastle. Ef allt fer á versta veg verður gríðarleg pressa á liðinu í úrslitaleiknum gegn Real Madrid.

Einnig kemur breyddin hér við sögu. Það hefur sýnt sig að þegar við gerum breytingar á framlínunni hefur verið lítið að frétta og því hafa þeir þrír spilað nánast hverja einustu mínútu frá því að Coutinho fór og það gæti verið að koma í bakið á okkur núna.

Næsta verkefni

Næst er það lokaleikur deildarinnar klukkan tvö næsta sunnudag gegn Brighton, hreinlega skyldusigur!

Byrjunarliðið gegn Chelsea á Brúnni

Það er ansi sterkt lið sem mætir á Brúnna eftir klukkutíma en Jorgen Klopp gerir aðeins eina breytingu á liði sínu Jordan Henderson sest á bekkinn enda búinn að spila mikið undanfarið og er meiðslagjarn. Nathaniel Clyne tekur sæti hans í liðinu og verður í bakverði en Trent fer á miðjuna og lítur liðið því svona út.

Karius

Clyne – Van Dijk – Lovren – Robertson

Wijnaldum – TAA – Milner

Salah – Firmino – Mané

Stig í dag gott sem tryggir Meistaradeildarsæti að ári og þá verður Brighton leikurinn ekki jafn mikilvægur.

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


Manchester City 1 – Liverpool 2

1-0 Gabríel Jesus 2′

1-1 Mo Salah 56′
1-2 Roberto Firmino 77′

Leikurinn

Þetta tókst og Liverpool er komið í undanúrslit Meistaradeildar í fyrsta sinn í tíu ár! Leikurinn byrjaði jafn illa og hægt væri að óska sér þar sem brotið var á Van Dijk sem lyfti upp hendi að biðja um aukaspyrnu meðan Sterling stal af honum boltanum og var þá allt opið fyrir City menn og skoraði Gabriel Jesus eftir aðeins tveggja mínútna leik. Við tók einn erfiðasti hálfleikur sem ég hef horft á í langan tíma. City menn settu upp stöðvar fyrir utan vítateig Liverpool og stýrðu leiknum algjörlega en gekk þó illa að koma sér í góð færi. Það var augljóst til að byrja með að Liverpool eru ekki vanir því að liggja svona tilbaka og gekk illa að elta City menn og enn verr þegar boltinn loks barst til okkar manna að halda honum. Eftir hálftíma leik vildu City menn fá víti þegar boltinn fór í hendina á Milner en það var lítið til í því enda hendinn við síðu og hélt leikurinn því áfram. Eitthvað var loftið létt í leikmönnum City í kvöld sem féllu oft við minnstu, ef einhverja, snertingu og í kjölfarið féll Sterling tvisvar við í teig Liverpool en réttilega ekkert dæmt. Það var Alex Oxlade-Chamberlain sem átti fyrsta tækifæri Liverpool í leiknum þegar hann átti fínt skot undan af velli en það var auðvelt fyrir Ederson í marki City. Á 40. mínútu átti Bernardo Silva skot í stöng og rúmri mínútu síðar skoraði Sané annað mark City en það var dæmt af vegna rangstöðu. Sané var vissulega rangstæður en boltinn barst til hans eftir að Karius kýldi boltan í Milner þaðan sem hann kom til Sané og markið hefði því átt að standa. Við fögnum því hinsvegar bara fyrra markið átti líklega ekki að standa og hlutirnir féllu þarna með okkur. Rétt fyrir hlé átti Liverpool loks góðan sprett þegar Firmino og Salah spiluðu sig fallega í gegnum vörn City komu boltanum á Chamberlain sem skaut yfir í þröngu færi. Svo var loks flautað til hálfleiks og hjartað var komið í buxurnar eftir stanslausa pressu City manna. City menn umkringdu dómaran þegar flautað var til hálfleiks, brjálaðir útaf markinu sem Sané fékk ekki, en skilaði það aðeins því að Guardiola fékk að horfa á seinni hálfleik úr stúkunni.

1-0 fyrir City í hálfleik

Pressa þeirra kostaði þó sitt og náðu Liverpool að hæga vel á leiknum. Á 56. mínútu skaust Mané framhjá Laporte og Fernandinho en náði ekki að halda jafnvægi og virtist vera að færið væri að fara í sandinn þegar Ederson náði að pota í boltan en Mo Salah var mættur til að taka við boltanum og vippaði yfir Otamendi sem reyndi að renna sér í boltan og staðan 1-1 og þungu fargi lyft af Liverpool. City menn hefðu þarna þurft að skora fjögur til að komast áfram og virtist mikill vindur fara úr þeim. Aguero kom inn á á 66. mínútu og hann komst strax inn í leikinn og átti fínt skot hálfri mínútu eftir að hann kom inn á völlinn. Það var svo á 77. mínútu þegar Firmino pressaði á Otamendi sem missti boltan og Firmino tók stefnuna beint á markið og setti boltan framhjá Ederson í markinu 2-1 og verkinu lokið – Game over!

Bestu menn Liverpool í dag var hreinlega liðsheildin að standa af sér pressuna í fyrri hálfleik og koma tilbaka og sigra, ekki bara einvígið heldur leikinn. Sadio Mané var mjög öflugur bæði í pressunni og sem outlet til að koma boltanum aðeins af vörninni. Mo Salah er nátturulega unaðslegur leikmaður og skoraði markið sem létti pressunni lítið hægt að segja um hann sem hefur ekki verið sagt. Trent átti í vandræðum með Sané til að byrja með en óx aðeins inn í leikinn þegar hann fékk meiri hjálp, sérstaklega þegar Mané var kominn yfir hægra meginn, leit út fyrir að geta verið mikið vandamál fyrir okkur í leiknum en minnkaði þegar á leið. Milner og Wijnaldum áttu í vandræðum í fyrri hálfleik enda undirmannaðir gegn miðju City en leystu ágætlega úr því. Hafsentarnir Van Dijk og Lovren voru undir mestri pressu og fyrir utan að ég hefði viljað sjá Van Dijk bara losa boltan áður en hann fór að heimta aukaspyrnu í marki City var ekki yfir neinu að kvarta og ég vel Dejan Lovren sem minn mann leiksins.

Umræðan

Klopp vann ákveðinn taktískan sigur. Hjálparvörnin frá Mané eftir að kantmennirnir skipta um kant Salah á réttum stað til að skora eftir að hann og Firmino skipta um leikstöður. Það hefur oft verið rætt hversu fluid þessi sóknarlína er en sjaldan hefur hún flotið jafnmikið og í dag. Liðið átti erfitt með að liggja en óx í það hlutverk og að lokum hrundi City liðið. Einnig er liðið loks komið í lokaumferðir Meistaradeildarinnar eftir alltof, alltof langan tíma og hafa oft verið alltof, alltof langt frá því. Klopp er nú búinn að vera með liðið í tvö og hálft ár og þvílík hamskipti sem hafa verið á þessu liði síðan hann tók við!

Það verður partý í Liverpool borg í kvöld og það verður gaman í hádeginu á föstudaginn þegar Liverpool verður eina enska liðið í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Meistaradeildar.

Byrjunarlið gegn City

Þá er komið liðið gegn City í seinni leiknum og lítur það svona út

Karius

TAA – Lovren – Van Dijk – Robertson

Wijnaldum – Chamberlain – Milner

Salah – Firmino – Mané

Varamenn: Mignolet, Clyne, Moreno, Klavan, Solanke, Ings, Woodburn

3-0 yfir eftir fyrri leik og undanúrslit í boði – Áfram Liverpool!


Grannaslagur í Guttagarði

Eins leiðinlegt er að leyfa ekki síðustu færslu að lifa erum við á þeim punkti tímabilsins að það er nýr dagur og nýr leikur en í hádeginu á morgun mætum við grönnum okkar í Everton. Það hefur oft verið meiri spenna fyrir Merseyside slagnum enda kemur hann á ótrúlega óhenntugum tíma fyrir okkur og Everton hafa ekki að miklu að keppa eins og staðan er í dag. Þrátt fyrir það er bæði montrétturinn mikill og Liverpool ekki tapað fyrir Everton í síðustu sextán viðureignum liðanna sem er met milli liðanna. Everton vann síðast í október 2009 en sá leikur fór 2-0 og skoruðu þeir Mikel Arteta og Tim Cahill.
Continue reading