Allar færslur eftir Einar Örn

Man U 3 – Liverpool 0

Er botninum náð núna eða sökkvum við ennþá dýpra um næstu helgi gegn Arsenal? Þetta tímabil hefur farið fullkomlega eins illa og hægt er að hugsa sér og það verður ekki mikið verra en 3-0 tap á Old Trafford.

Brendan Rodgers hefur ennþá ekki grænan grun um hvernig sitt besta byrjunarlið lítur út og var með tilraunastarfsemi í dag. Kannski ekki rétti leikurinn til að t.d. skipta um markmann en m.v. frammistöðu Mignolet er ekki hægt að gangrýna þessa ákvörðun. Þó fyrr hefði verið. Eins er ekki hægt að gagnrýna það að Lambert hafi farið á bekkinn fyrir engan sóknarmann. Þó fyrr hefði verið.

Byrjunarliðið var svona:

Jones

Johnson – Skrtel – Lovren

Henderson – Gerrard – Allen – Moreno

Coutinho – Sterling – Lallana

Leikurinn var að mörgu leiti dæmigerður fyrir okkar menn. Ágæt pressa í byrjun og kraftur í liðinu en loftið fór alveg úr okkar mönnum er andstæðingurinn náði skoti á markið (og auðvitað skoraði). Raheem Sterling var fremstur í dag og átti algjörlega afleitan leik. Vantaði ekki að hann var að koma sér í færin og loksins fengum við að sjá fullt af hlaupum á bakvið varnarmenn andstæðinganna en hann gat ekki klárað færin sín. Á góðum degi skorar hann þrjú mörk í þessum leik. Gegn okkar markmönnum hefði Liverpool líklega skorað 3-4 mörk í dag. Kannski er það málið, okkar sóknarmenn eru að skora úr þessum færum á æfingum?

United refsaði um leið og Sterling klúðraði sínu fyrsta dauðafæri. Valencia komst einn á móti Joe Allen og fór framhjá honum eins og hann væri ekki þarna, Rooney hljóp í autt svæði frá miðjunni og fékk boltann frá Valencia. Coutinho joggaði með honum áleiðis en hætti svo bara varnarvinnunni og Jones skutlaði sér í rangt horn áður en Rooney skaut á markið. Enn á ný afleitur varnarleikur hjá okkar mönnum.

Okkar menn héldu áfram að reyna en gekk ekkert að komast framhjá De Gea í markinu. United hefur aldrei tapað úrvalsdeildarleik á Old Trafford er þeir hafa verið yfir í hálfleik og leiknum lauk því nánast á 40.mínútu er Juan Mata skoraði annað mark United. Hann var fullkomlega kolrangstæður en markið fékk að standa af illskiljanlegum ástæðum. Þetta var bara þannig dagur.

Kolo Toure var kominn inná fyrir Johnson sem meiddist um miðjan fyrri hálfleik og Balotelli kom inná í hálfleik fyrir Lallana. Lallana var búinn að vera einn af okkar sprækari leikmönnum og meiðslin líklega að segja til sín hjá honum, fáránleg skipting ef ekki.

Balotelli og Sterling fengu nokkur dauðafæri í seinni hálfleik og okkar menn reyndu sannarlega að komast aftur inn í leikinn en þeim var það fullomlega ofviða að koma boltanum framhjá David De Gea sem var maður leiksins þrátt fyrir að hann hafi farið 3-0. Okkar menn fengu í 6-7 skipti færi einn gegn De Gea og þó hann sé virkilega góður markmaður er ekki hægt að segja annað en að okkar menn létu hann líta mjög vel út í dag.

Skiptingar Rodgers í vetur hafa oft verið stórundarlegar og með Gerrard, Allen og Coutinho illsjáanlega tók hann Moreno útaf fyrir Markovic sem sína síðustu skiptingu og setti hann í vinstri bakvörðinn. Moreno átti ekki góðan dag en þetta var galin breyting. Liverpool sem var í öðru sæti í deildinni í maí endar leikinn á Old Trafford nú með Toure, Skrtel, Lovren og Jones sem öftustu fjóra. Hvernig bara gerðist það?

United auðvitað gekk á lagið og skoraði þriðja markið strax og hélt yfirhöndinni út leikinn. Þrátt fyrir öll okkar færi var þetta í restina spurning um það hvort United setti annað eða ekki.

Afleit úrslit og þrátt fyrir það langt í frá versti leikur Liverpool í vetur. Eins sorglegt og það nú er.

Frammistaða:
Jones var ekkert að verja mikið aukalega og fékk á sig mark úr nánast hverju skoti United manna. Það er samt ekki hægt að kenna markmanninum um neitt þegar varnarleikurinn er svona grín lélegur. Mér líður mikið betur með hann þarna en Mignolet og trúi ekki öðru en að nú þegar sé búið að leggja drög að nýjum markmanni strax í janúar. Ef þú skiptir um markmann fyrir þennan leik getur aðalmarkmaðurinn ekki átt marga sénsa inni. Hvernig sem þetta er matreitt samt er þessi breyting á markmönnum smá merki um örvæntingu.

Vörnin var að spila sinn venjubundna leik sem er ekki jákvætt en ég bara verð að setja spurningamerki við miðjuna í dag rétt eins og vanalega. Moreno er væng bakvörður sem þýðir að hann þarf hjálp frá miðjunni þegar hann tekur sénsinn og fer fram. Hvernig Joe Allen er besti kosturinn í það hlutverk skil ég bara enganvegin og það kostaði okkar illa í dag. Hann var mjög lélegur i þessum leik og ef hann er ekki betri en þetta varnarlega þá skil ég ekki hvað hann er að gera í þessu liði leik eftir leik. Hann er alveg vonlaus sóknarlega.

Gerrard var síðan gjörsamlega ósýnilegur í þessum leik. Hann átti nokkrar góðar sendingar sem minntu á síðasta tímabil en miðjan hjá okkur var mjög veik í dag og vörnin fékk lítið cover.

Henderson fyrir mér VERÐUR að vera fyrsti kostur á miðja miðjuna í hverjum leik, sérstaklega þegar úrvalið er ekki betra en þetta. Honum er sóað í vængbakverði og ætti að vera kominn yfir þann kafla á sínum ferli að spila þarna. Hvar í veröldinni er svo Emre Can?

Lallana, Coutinho og Sterling var síðan fyrir mér mun líklegri sóknarlína en þessi með Lambert frammi en það eru mörkin sem telja og okkar menn hefðu ekki skorað í dag þó leikið væri til miðnættis.

Versta við þetta er að United virkaði ekkert mikið betra lið í dag en stóri munurinn á liðunum var sá sem allir höfðu áhyggjur af fyrir leik. Markmaðurinn þeirra er í öðru sólkerfi m.v. okkar markmenn og líklega væri hann betri þó Mignolet og Jones væru báðir inná. Þeir hafa síðan nokkra sóknarmenn sem geta skorað mörk á meðan okkar menn virðast hafa klárað kvótann algjörlega á síðasta tímabili og selt hann í sumar.

Þessi leikur per se væri enginn heimsendir ef ekki væri fyrir þetta tímabil í heild. 3-0 skellur á Old Trafford, markmaðurinn þeirra maður leiksins og 6-8 dauðafæri í vaskinn hjá okkar mönnum. Slæmur dagur á skrifstofunni, snúum okkur að næsta leik. Staðan er hinsvegar bara sú að Liverpool var að falla úr leik í Meistaradeildinni í vikunni á vandræðalega lélegan hátt og er núna 10 stigum á eftir United sem hafa alls ekki verið góðir á þessu tímabili. Þetta er bara eins vont og hægt var að ímynda sér fyrir tímabilið og ansi nálægt heimsendi. Það er a.m.k. klárlega búið að aflýsa jólunum.

Ég sagði eftir Basel leikinn að ég óttaðist að þetta myndi versna áður en gengið myndi lagast og var að horfa til þessara leikja gegn United og Arsenal. Við eigum Bournemouth í millitíðinni en það er deildin sem skiptir máli.

Fyrir mér tekur því ekki að reka Rodgers eftir tap á Old Trafford en 3-0 tap þar í kjölfar Basel hörmungarinnar hefur sannarlega tífaldað pressuna á honum og liðinu í heild, það er búið að taka Tottenham frá því fyrra og skíta miklu hærra upp á bak.

Fari það í kolbölvað bara.

Babú

Liðið gegn Leicester

Liðið sem mætir Leicester er svona.

Mignolet

Manquilo – Touré – Skrtel – Johnson

Henderson – Gerrard – Lucas

Lallana – Lambert – Sterling

Á bekknum: Jones, Lovren, Coutinho, Moreno, Allen, Can, Markovic

Semsagt Manquilo inn fyrir Enrique og Johnson fer þá væntanlega í vitlausan bakvörð. Lallana kemur inn fyrir Coutinho og Gerrard fyrir Allen.

Moreno er áfram á bekknum og Sterling & Lambert spila áfram frammi en fá Lallana fyrir Coutinho.

Þetta er enn svolítið skrítin uppstilling, en þetta gæti alveg verið nóg gegn botnliðinu á útivelli.

Liverpool 1 – Stoke 0

Okkar menn tóku á móti Stoke á Anfield í dag og loksins loksins LOKSINS kom sigurleikur í deildinni. 1-0 sigur með baráttumarki fimm mínútum fyrir leikslok í leik sem var ekki góður á löngum köflum. En það skiptir engu máli hvernig sigurinn kom – við þurftum bara sigur. Liverpool hafði ekki unnið leik í deildinni í yfir 40 daga síðan að við unnum QPR í skrautlegum leik.

Brendan stillti þessu upp svona í byrjun:

Mignolet

Johnson – Touré – Skrtel – Enrique

Henderson – Lucas – Allen

Coutinho – Lambert – Sterling

Á bekknum voru svo öll stærstu kaup sumarsins (Lallana, can, Lovren, Moreno og Markovic) ásamt Steven Gerrard.

Að mörgu leyti verulega furðuleg uppstilling. Af hverju fengu til dæmis Johnson og Enrique (sem geta varla talist framtíðarkostir í bakvarðastöðuna) að byrja umfram Moreno og Manquilo. Hvað er í raun í gangi með Moreno? Eru virkilega Enrique og Johnson betri í vinstri bakvörðinn? Og af hverju fær Lallana aldrei að byrja? Hann var stærstu kaup sumarsins og ég hélt að hann væri klárlega sá leikmaður sem að Rodgers vildi mest fá af öllum. Af hverju er honum ekki treyst? Af hverju er Lambert spilað 3 leiki á 6 dögum?

Allavegana, fyrri hálfleikurinn var fullkomlega afleitur og ekkert um hann að segja. Rodgers breytti engu í hálfleik og eina skiptingin sem hann gerði var að setja Gerrard inn fyrir Lucas (sem hafði þó verið skástur á miðjunni). Verandi 0-0 gegn Stoke á heimavelli með 10 mínútur eftir og prófa alls ekki sóknarmennina sem við eyddum tugum milljóna punda í í sumar virkar mjög furðulegt á mig.

En í seinni hálfleik voru þó okkar menn mun skárri en í fyrri hálfleik, en voru þó tvisvar heppnir að Stoke kæmust ekki yfir. Bojan átti skot í stöngina og Sterling bjargaði á línu. En á 85.mínútu kom sending fyrir mark Stoke þar sem að Ricky Lambert skallaði í slána og þaðan barst boltinn á Glen Johnson sem kom á fullri ferð og skallaði boltann úr lágri stöðu beint fyrir framan takkana á varnarmanni Stoke og hnénu á Begovic í markinu. Mjög hugrakkt hjá Johnson og ótrúlega mikilvægt og ánægjulegt mark. Okkar menn náðu svo ótrúlegt en satt að halda forystunni út 97 mínútur og bjargaði Mignolet meðal annars frábærlega.


Maður leiksins: Mignolet bjargaði tvisvar vel en í vörninni fannst mér Kolo Toure algjörlega standa uppúr. Johnson var afleitur í fyrri en skánaði í seinni og skoraði markið á meðan að Enrique gerði ekkert sem útskýrði af hverju hann var valinn fram fyrir Moreno. Á miðjunni var Lucas fínn. Frammi átti Lambert einstaka spretti og átti skallann sem leiddi til marksins og Sterling var einna sprækastur en Coutinho gríðarlega misjafn. Ætli ég velji ekki bara Johnson fyrir þetta mark, sem að gæti mögulega hafað bjargað einhverju af þessu tímabili.

Bottom line var að þetta var sigur. Var þetta frábær sigur? Nei og leikskýrslan hefði verið svört ef að við hefðum ekki náð þessu marki. En við náðum þessu marki og við náðum þremur stigum í fyrsta skipti í yfir 40 daga. Það er allt sem skiptir máli.

Við vorum aldrei að fara að snúa við þessari hörmung á þessu tímabili með því að spila einsog á síðasta tímabili og taka allt í einu eitthvað lið 5-0. Nei, til að snúa þessu við þá þurftum við að stoppa taphrinuna (sem við gerðum í Búlgaríu) og svo að ná að vinna leik, sama hvernig – sem við gerðum í dag. Þessi leikur þýðir alls ekki að allt sé í góðu því vandamálin voru öllum enn augljós. En þetta var fyrsti sigurinn í langan tíma og það er vonandi að okkar menn geti notað það sem stökkpall fyrir frekari afrek í desember mánuði, sem verður hrikalega erfiður. Ég ætla allavegana að njóta þess að okkar menn unnu og láta gengi annarra liða fara nákvæmlega ekkert í taugarnar á mér.

Okkar menn mæta næst botnliði Leicester á útivelli á þriðjudagskvöld áður en að Sunderland og Basel mæta á Anfield. Ég veit að ég hef skrifað svona hluti áður en það ætti vel að vera hægt að vinna þessa tvo leiki gegn Leicester og Sunderland svo að menn komi allavegana hálf-fullir af sjálfstrausti á Evrópukvöld á Anfield gegn Basel, þar sem stemningin verður rosaleg! Ef við náum svo að vinna þann leik þá gæti það verið vendipunkturinn á þessu tímabili. Þetta gæti allt gerst, en ég ætla þó ekki að byrja að fagna enn því þetta tímabil hefur verið verra en nokkurn óraði fyrir. Vonandi var þessi sigur í dag þó upphafið að einhverju ögn ánægjulegra fyrir okkur Liverpool stuðningsmenn.

Njótið laugardagksvöldsins. YNWA!

Liðið gegn Stoke

Fyrsta skýrslan mín í tvo mánuði. Áður fyrr voru menn stressaðir þegar þeir sáu að ég var með skýrslu en miðað við gengið að undanförnu held ég að það geti ekki versnað mikið við að ég taki skýrslu. Eða hvað?

Eftir 2 jafntefli og 5 töp í síðust 8 leikjum getur ástandið orðið mikið verra?

Liðið gegn Stoke er svona.

Mignolet

Johnson – Touré – Skrtel – Enrique

Henderson – Lucas – Allen

Coutinho – Lambert – Sterling

Ég er ekkert að missa mig úr spenningi fyrir þessu byrjunarliði en vonum það besta. Við eyddum 100 m punda í sumar og af þeim kaupum byrjar Ricku Lambert. Það er erfitt að vera jákvæður.