Allar færslur eftir Einar Örn

Liverpool 2 – Newcastle 0

Okkar menn bundu enda á tveggja leikja taphrinu í deildinni í kvöld með fínum sigri á Newcastle.

Rodgers stillti þessu upp svona í byrjun – Ibe kom inní liðið en Sturridge og Balotelli voru hvougur í hóp og því var Coutinho uppá toppi.

Mignolet

Johnson – Can – Lovren – Moreno

Henderson – Allen – Lucas

Ibe – Coutinho – Sterling

Semsagt, aftur komin 4 manna varnarlína.

Það var eitthvað smá jafnræði með liðunum fyrstu fimm mínúturnar, en svo tók Liverpool öll völd á vellinum og hélt út allan fyrri hálfleikinn. Það var Raheem Sterling sem skoraði fyrsta markið – hann fékk frábæran bolta frá Henderson, sólaði tvo leikmenn og setti hann í netið með frábæru skoti.

Það sem eftir var af fyrri hálfleik var Liverpool mun betra liðið og hefði átt að fara inní hálfleik með 2-3 marka forystu, en því miður var staðan bara 1-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði svo alveg hræðilega og okkar menn voru heppnir að halda forystunni. Það var svo Joa Allen sem náði að tryggja sigurinn með marki eftir sendingu frá Emre Can. Allen var mjög framarlega og ég átti alveg von á því að hann myndi skora því hann virtist alltaf vera nálægt fjörinu. Sissoko fékk svo rautt spjald og Newcastle ógnuðu ekkert eftir markið. Sterling hefði klárlega geta skorað þrennu, en hann lét eitt mark duga og fékk heiðursskiptingu rétt fyrir leikslok.

Maður leiksins: Mignolegt var pottþéttur í dag, en vörnin var oft á tíðum hálf klaufaleg og Johnson var bara farþegi í leiknum. Miðjan okkar með Henderson, Allen og Lucas var fín og hélt Newcastle miðjunni í skefjum. Frammi voru Coutinho og Sterling sprækir en Ibe var greinilega að spila sinn fyrsta leik í langan tíma. Borini, sem kom inná fyrir hann og Lambert gerðu svo lítið se ekkert.

En ég vel Coutinho sem okkar mann leiksins – hann var mest ógnandi og átti nokkur tilþrif í leiknum, sem voru stórkostleg.


Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur. Ég er ekki enn að fara að velta fyrir mér fjórða sætinu – til þesss þarf City að tapa allavegana helmingnum af þeim stigum sem þeir eiga möguleika á og það tel ég til of mikils ætlast. En við náðum að binda endi á þessa leiðinlegu taphrinu og okkar menn mæta vonandi fullir af sjálfstrausti á Wembley um næstu helgi.

Liðið gegn Newcastle – Ibe byrjar

Úff, það er víst komið að Liverpool leik í deildinni aftur eftir 8 daga hvíld eftir hörmungina gegn Arsenal. Það eru ekki nema 2 deildarleikir síðan að við vorum að horfa á möguleikann á öðru sætinu í deildnni og allt var í góðu lagi. En þessir tveir leikir gegn Man U og Arsenal hafa rifið okkur allsvakalega niður á jörðina. Í raun er smá erfitt að peppa sig upp fyrir þennan leik gegn Newcastle því það virðast vera litlar líkur á að fjórða sætið verði okkar. Til þess þurfa liðin fyrir okkur að klúðra málunum hroðalega.

En það er gott fyrir geðheilsu okkar og leikmanna að klára þetta tímabil í deildinni með sæmd og vonandi endar þessi taphrina í kvöld.

Rodgers stillir liðinu upp svona:

Mignolet

Johnson – Can – Lovren – Moreno

Henderson – Allen – Lucas

Coutinho – Sterling – Ibe

Bekkur: Jones, Toure, Lambert, Manquillo, Borini, Brannagan, Markovic

Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvernig þessu er stillt upp en ég giska á þetta svona. Gæti svo sem líka verið þriggja manna vörn með Johnson, Can og Lovren. Við sjáum hvað gerist. En þetta lið á að klára Newcastle á heimavelli.

Koma svo!

Liverpool 1 – Man U 2

Okkar menn mættu í dag Manchester United á Anfield í mikilvægasta leik tímabilsins hingað til, en því miður þá mættu ansi margir ekki til leiks og niðurstaðan var 2-1 tap.

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Sterling – Allen – Henderson – Moreno

Lallana – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Jones, Johnson, Toure, Gerrard, Lambert, Lucas, Balotelli.

Van Gaal stillti þessu liði upp: De Gea, Valencia, Jones, Smalling, Blind, Carrick, Herrera, Mata, Fellaini, Young, Rooney.

Ég sagði það í podcasti fyrir leik að ég myndi ekki vilja neinn af þessum United mönnum í mínu liði og ég stend við það. Ég hugsaði það einnig fyrir leik að ef ég væri hræddur við einhvern mann í þessu United liði þá væri það Fellaini, þar sem hann var jafnan gríðarlega erfiður leikmaður að spila gegn í leiðinlegum Everton liðum. Og viti menn þegar að Manchester United byrja að beita svipuðum taktíkum og Everton, þá er hann líka gríðarlega erfiður að spila á móti.

Okkar menn mættu hreinlega ekki til leiks í fyrri hálfleik. United voru miklu betra liðið á vellinum og voru með boltann 60-70% af tímanum. Henderson og Allen voru keyrðir niður á miðjunni og það kom ekki á óvart þegar að United komust yfir eftir lélegan varnarleik hjá Moreno þegar að Mata skoraði. Eftir markið héldu United áfram að yfirspila okkar menn en þegar sirka korter var eftir af fyrri hálfleik komust okkar menn ágætlega inní leikinn og Lallana hefði getað jafnað leikinn. En niðurstaðan í hálfleik var 0-1 fyrir Man U en ég taldi að með góðum skiptingum þá myndu okkar menn snúa þessu við. Rodgers fjallaði um þetta í viðtali eftir leik:

„In that system, you have to be able to press well and pass well. If you’re not doing both elements of the game then, of course, it becomes much more difficult for you to be effective.

„And that’s how it was in the game today. In the first half, we weren’t passing it anywhere near well enough. Ultimately we weren’t pressing either.

„Both sides of our game suffered. We just didn’t play well enough. You have to accept that. It just wasn’t our day. They were playing 4-3-3 and we were too deep on the sides to begin with.

„The idea was that we should have been 15 to 20 metres higher up the field in order to press the game. It was only in the last 15 minutes of the first half, where I had to manufacture the team into a diamond that forces the players to be closer, tighter and higher up the field, and then we started to make a better game of it.

Steven Gerrard kom inná í hálfleik og hann var búinn að vera inná í sirka 30 sekúndur þegar hann af einhverjum óskiljanlegum ástæðum trampaði á Herrera og fékk beint rautt spjald. 0-1 undir gegn United og einum manni færri. Þetta leit ekki vel út. En okkar menn voru samt mun ákveðnari en í fyrri hálfleik og voru mun sterkara liðið, en á 59.mínútu léku Mata og Di Maria í gegnum vörn Liverpool og Mata náði að klára sitt færi ótrúlega vel og koma Man U í 0-2. Þetta leit ekki vel út og á tíma vonaði maður helst að þetta yrði bara ekki stærra tap. Okkar menn voru þó áfram sterkara liðið á vellinum og 10 mínútum síðar minnkaði Sturridge muninn með fínu marki. Við höfðum svo 20 mínútur til að jafna án þess að ógna marki United á neinn sérstakan hátt og De Gea þurfti ekkert að sanna sig.


Það voru því miður alltof margir sem að brugðust í dag. Lallana var afleitur og var tekinn útaf í hálfleik, Moreno átti hræðilegan dag og Allen og Henderson voru í miklu basli í fyrri hálfleik. Gerrard klúðraði svo sínum málum eins illa og hægt er. Babú skráir ágætis einkunnagjöf í þessu kommenti og ég er því nokkuð sammála. Dómari leiksins var slakur og flestar ákvarðanir voru United í hag, en engar rangar ákvarðanir hans höfðu úrslitaáhrif á þennan leik því hann tapaðist fyrst og fremst á lélegum Liverpool leiki í fyrri hálfleik.

Van Gaal lagði þetta hárrétt upp og náði algjörlega að sigra baráttuna í dag. Því miður. Við höfum núna tapað báðum leikjunum okkar við United á þessu tímabili og það er einfaldlega ástæða þess að þeir eru í fjórða sæti og við því fimmta, núna heilum fimm stigum á eftir þeim. Okkar menn eru búnir að vera frábærir í ár, en það slæma er einfaldlega að liðin sem við erum að keppa við erum líka að brillera. Í síðustu 6 leikjum hefur Arsenal unnið 6, United 5 og við 5. Þannig að við erum ekkert að saxa á þau lið.

Er Meistaradeildin úr sögunni fyrir næsta tímabil? Já, ég hallast að því. Ég myndi telja að við ættum einn sjens í viðbót og hann er að vinna Arsenal á Emirates. Það er ekki auðvelt, en það er klárlega hægt. Ef það tekst, þá er alveg hægt að teikna upp einhver scenario þar sem að okkar menn komast í Meistaradeildina á kostnað Arsenal eða Man U. En eftir þessa helgi þá verður það að teljast afar ólíklegt.

Þetta lið okkar er jú enn gríðarlega ungt og reynslulítið og menn þurfa að læra af þessum leik í dag. Okkar menn verða að jafna sig á þessu og reyna að fara á Emirates og vinna til að hafa áfram einhvern sjens. Jafntefli eða tap þar og þá þarf þetta tímabil að snúast eingöngu að vinna FA Cup og ná sæti í Evrópudeildinni, því það er alveg ljóst að okkur veitir ekki af aukinni æfingu í Evrópuleikjum og einsog Maggi bendir á í kommenti þá er ekki einsog að við séum að brillera núna þegar að leikjaálagið loksins minnkar.

Liðið gegn Man U

Liðið komið gegn Man U

Rodgers stillir svona upp, Gerrard á bekknum

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Sterling – Allen – Henderson – Moreno

Lallana – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Jones, Johnson, Toure, Gerrard, Lambert, Lucas, Balotelli.

Lovren er líklega meiddur, Markovic er ekki heldur í hóp og væntanlega eitthvað meiddur líka. Balotellli kemur hinsvegar til baka og er á bekknum.

Lið United: De Gea, Valencia, Jones, Smalling, Blind, Carrick, Herrera, Mata, Fellaini, Young, Rooney.
Á bekknum: Valdes, Rafael, Rojo, Di Maria, Januzaj, A Pereira, Falcao.

Við tökum þetta!

Besiktas 1 – Liverpool 0 (Besiktas áfram eftir vítakeppni)

Jæja, þá er hræðilegu Evrópuævintýri okkar manna þetta tímabili lokði. Því lauk á sama stað og við unnum Meistaradeildina á fyrir nærri því 10 árum.

Brendan hvíldi meðal annars Hendo og Coutinho og færði Can á miðjuna.

Mignolet

Toure – Skrtel – Lovren

Ibe – Allen – Can – Moreno

Sterling – Balotelli – Sturridge

Fyrri hálfleikurinn var fínn hjá okkar mönnum. Við vorum meira með boltann og sköpuðum öll hættulegu færin þrátt fyrir að það væri Besiktast sem þurfti að skora. Þeir voru aldrei nálægt því að ógna markinu að neinu ráði.

Í nokkur skipti áttu okkar menn að skora og gera hreinlega útum leikinn og sá sem fór einna verst með færin var Daniel Sturridge.

Í seinni hálfleik byrjuðu Besiktas að ógna meira og meira, án þess að skapa sér nein frábær færi – flest skotin komu langt fyrir utan teiginn. En þó fór það svo að Besiktas menn skoruðu markið sem þeir þurftu á 72.mínútu. Hröð sókn upp vinstri kantinn skilaði sér í sendingu á Demba Ba, sem óvart sendi boltann áfram á Tolgay Arslan, sem að skoraði með flottu skoti, óverajandi fyrir Mignolet.

Manquilo (fyrir Ibe), Lallana (fyrir Balotelli) og Lambert (fyrir Sturridge) komu inná, en það gerðist lítið það sem eftir lifði af leik og í framlengingunni fyrir utan það að Demba Ba átti skot í þverslá.

Í vítakeppninni skoruðu Lambert, Lallana, Allen og Can úr sínum vítum og Besiktas skoruðu úr öllum sínum 5 vítum áður en Dejan Lovren brenndi af í síðasta víti Liverpool manna.


Maður leiksins: Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þennan leik. Mestallan leikinn var Liverpool ekki að spila sérstaklega vel, en þó nógu vel til að klára þessa viðureign. En eftir því sem liðið bakkaði meira þá jókst hættan og að lokum kom markið sem sendi leikinn í vítakeppni og þá ræðst viðureignin á einstaka mistökum.

Ég hafði líka blendnar tilfinningar varðandi þessa viðureign. Miðað við hversu mikið meiðslin hrannast upp hjá Liverpool, þá er alveg ljóst að liðið er ekki að fara að gera almennilega atlögu að Evrópudeildinni, FA Cup OG top-4 sæti í deidlinni – til þess er hópurinn ekki nógu breiður. Partur af mér vildi sjá gloríu í Evrópu, en annar partur er hálf feginn að leikjáálagið verður núna aðeins viðráðanlegra. Það hefði verið erfitt að berjast við Man U, Tottenham og Southampton, sem eiga enga Evrópuleiki eftir og Arsenal, sem á líklega bara einn eftir.

En það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að þetta tímabil í Evrópu hefur verið algjör katastrófa. Hræðilegur riðill í Meistaradeildinni og svo að detta út með svona aulaskap gegn Besiktas. Það er ekki nógu gott. Vonandi hafa Brendan og strákarnir lært eitthvað af þessu og vonandi klára menn núna verkefnið í deildinni svo að við fáum annað tækifæri í Meistaradeildinni næsta haust.

Núna þarf svo bara að pakka mönnum inní plast, uppí flugvél, heim til Liverpool, inní súrefnisklefa með næringu í æð svo að menn hafi orku til þess að takast á við Manchester City á sunnudaginn.