Allar færslur eftir Einar Örn

Zócalo í Tivoli

Hér á Kop.is hef ég ekki skrifað í tvö ár. Síðasta leikskýrsla sem ég skrifaði dró úr mér viljann til að skrifa meira en nokkur orð á Twitter um Liverpool og núna geri ég varla meira hér á Kop en að retweet-a skemmtilegum tístum á Kop.is Twitter aðganginum okkar.

Ég ætla þó að biðja lesendur Kop.is um smá greiða. Ég er að standa í því basli að reka veitingastaði í Svíþjóð og nú í Danmörku líka. Í nóvember opnuðum við okkar fyrsta stað í Köben í Tivoli Food Hall og núna eru við tilnefnd sem besti Street Food staðurinn í borginni. Ég væri rosalega þakklátur ef þið kæru Kop.is lesendur mynduð fara inná þessa síðu og kjósa þar ZÓCALO í þeirri vinsældakosningu. Takk kærlega!

Liverpool í Köben

Ég ætla að nýta mér aðeins aðstöðu mína sem annar af stofnendum þessarar síðu og biðja um smá aðstoð. Ég er nefnilega að fara í viðskiptaferð til Köben á miðvikudaginn og verð því í borginni þegar að EL leikurinn er í gangi. Þar sem ég er vanur að horfa á Evrópuleiki með fullt af Liverpool stuðningsmönnum í Stokkhólmi þá vil ég helst ekki enda einn á einhverjum hótelbar að horfa á þennan leik.

Getur einhver leiðbeint mér hvert ég á að fara til að horfa á leikinn þar sem ég get fagnað með Liverpool stuðningsmönnum ef vel fer og fengið áfallahjálp yfir leiknum og skorti á Meistaradeild á næsta ári ef illa fer?

Liverpool 0 – Man U 1

Okkar menn mættu Manchester United á Anfield í dag fyrir framan ristjórn Kop.is og um 130 manns í ferð á vegum okkar síðu. En okkar menn tóku ekkert tillit til þess og sýndu sama aulahaátt einsog svo oft áður í vetur og töpuðu 0-1 fyrir lélegu United liði þrátt fyrir að hafa verið miklu betra liðið á vellinum nærri því allan leikinn.

Klipp stillti upp mjög líku liði og gegn Arsenal. Lucas kom inn fyrir Ibe enda hefur Klopp sennilega talið að höfuðáherslan yrði á miðjunni hjá Man U.

Mignolet

Clyne – Touré – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Lucas – Milner

Firmino – Lallana

Á bekknum: Ward, Benteke, Caulker, Allen, Ibe, Smith og Teixeira

Ég veit ekki hvað ég á að skrifa um gang leiksins. Beisiklí þá voru Liverpool menn mun betra liðið á vellinum nánast allan leikinn fyrir utan um 10 mínútna kafla um miðjan seinni hálfleikinn. Can, Henderson, Firmino og eflaust einhverjir fleiri hefðu geta skorað fyrir Liverpool, en á endanum fékk Man U horn og uppúr því og þeirra fyrsta skoti á markið þá skoraði fokking Wayne Rooney eftir að Fellaini hafði skallað í slána eftir fyrirgjöf frá Mata. Hversu viðbjóðsla fyrirsjáanlegt var það að þessir þrír skyldu búa til þetta mark fyrir Man U.

Efter þetta var Benteke settur inná, en Liverpool voru aldrei sérstaklega nálægt því að jafna og niðurstaðan því tap gegn Manchester United.


Þetta er auðvitað hræðilega pirrandi. Enn einu sinni hleypa okkar menn inn marki í nánast eina skotinu á markið. Þegar að Man U skoraði höfðu þeirra menn náð FJÓRUM skotum að marki Liverpool í leikjunum tveimur í vetur og skorað FJÖGUR mörk. Það er með hreinum fokking ólíkindum.

En Liverpool áttu auðvitað ekki að vera í þessari stöðu – okkar menn áttu að vera fyrir löngu búnir að klára þennan leik. En einsog nánast alltaf þá voru okkar menn getulausir fyrir framan mark andstæðinganna. Stærstu kaup sumarsins, Benteke, var enn einu sinni á bekknum og þegar að Ings, Sturridge og Origi eru meiddir, þá er ekki líklegt að þetta Liverpool lið skori mörk. Liverpool er búið að skora 25 mörk í vetur – það er sirka 1,1 mark í leik sem er ÖMURLEGT. Sunderland, sem er í næst síðasta sæti deildarinnar, er búið að skora FLEIRI mörk en við. Hversu slappt er það eiginlega?


Mótið er rétt rúmlega hálfnað og staðan er svona: Liverpool er í níunda sæti deildarinnar með 31 stig, færri stig en Crystal Palace, Stoke, West Ham og Leicester. Við erum núna ÁTTA stigum frá fjórða sætinu – og ég get ekki séð hvenær við ætlum að byrja að pikka upp stig á almennilegum hraða til þess að nálgast það.

Ef ég væri Klopp myndi ég leggja alla áherslu á að reyna að klára bikarkeppnirnar uppúr þessu – við erum einfaldlega ekki að fara að komast í Meistaradeildina – til þess er liðið ekki með nógu góða framlínu og við erum alltof viðkvæmir varnarlega.

Okkar besti möguleiki á að bjarga einhverju í vetur er að vinna bikar. Síðan þarf næsta sumar að leyfa Klopp að kaupa leikmenn sem hann telur passa inní sitt kerfi – þá sérstaklega framherja enda augljóst að hann telur Benteke ekki passa inní þetta kerfi og Daniel Sturridge virðist ekki geta spilað meira en einn leik á mánuði, sama hversu ótrúlega mikið Guð er að styðja við bakið á honum á hverjum degi. Ég er þó alveg viss um að ef við hefðum haft hann eða framherja á hans kalíberi frammi í dag, þá hefðum við klárað þennan leik. Í raun held ég líka að við hefðum klárað leikinn með Ings eða Origi þarna frammi.


Okkar menn hafa núna tapað tvisvar fyrir þessu hræðilega lélega Manchester United liði og virðast ekki geta komið sér nálægt toppinum þrátt fyrir að þessi deild hafi aldrei verið jafn opin. Það er alveg ömurlegt.

Ég tel í alvöru talað að okkar besti möguleiki á komast í Meistaradeildina sé sigur í Europa League. En ef ég horfi raunsætt á hlutina þá held ég að okkar menn séu ekki að fara keppa þar á næsta ári – en ég hef fulla trú á því að Klopp fái fullan stuðning í sumar og geti keypt þá menn sem passa hans stíl. Hey, það er alltaf næsta tímabil.

Liðið gegn Man U

Jæja, þar sem ritstjórnin er stödd í Liverpool borg og verður á leiknum í dag þá er komið að mér að setja inn mína fyrstu leikskýrslu í nærri því heilt ár. Ég man ekki lengur hvort það boðaði gæfu eða ógæfu að ég væri með skýrsluna, þannig að við verðum bara að vona hið besta.

Liðið sem að KLopp stillir upp gegn hinu hrútleiðinlega Man U lítur svona út.

Mignolet

Clyne – Touré – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Lucas – Milner

Firmino – Lallana

Á bekknum: Ward, Benteke, Caulker, Allen, Ibe, Smith og Teixeira

Ég veit reyndar ekki hvernig hann stillir þessu upp, en Lucas kemur inn fyrir Ibe og því má ætla að Henderson og Milner verði eitthvað fyrir framan Can og Lucas.

Man U liðið er svona: De Gea, Young, Smalling, Blind, Darmian, Schneiderlin, Fellaini, Lingard, Herrera, Martial og Rooney. Enginn Mata, en blessaður Fellaini er þarna til að gera okkur lífið leitt. Á bekknum: Mata, Depay, Romero, Varela, McNair, Pereira og Borthwick-Jackson.

Ég hef af nokkrum óskiljanlegum ástæðum séð nokkra leiki með Man U að undanförnu og ég held að ég hafi pikkað út þá skemmtilegustu (það er Chelsea og svo Newcastle) – svo þeir hafa ekki litið svo hræðilega út, plús það að van Gaal hefur gengið einstaklega vel gegn Liverpool við töpuðum báðum leikjunum gegn þeim í fyrra og líka fyrri leiknum í ár, sem er auðvitað hræðilegt. En núna erum við komin með nýjan stjóra, sem sér vonandi við þessu Man U liði.

Ég er bjartsýnn og spái okkur sigri í dag!