Allar færslur eftir Einar Örn

Luis Suarez seldur til Barcelona (staðfest)

Liverpool hefur nú staðfest að liðið sé búið að komast að samkomulagi við Barcelona um sölu á Luis Suarez. Talið er að söluverðið sé 75 milljónir punda.

_51076812_suarez_466x282reuters

Brendan segir eftirfarandi um þessa sölu:

„Luis is a very special talent and I thank him for the role he has played in the team in the past two years, during my time at Liverpool. I think he would be the first to accept he has improved as a player over that period, along with the team and has benefited from being here, as we have benefited from him.

„The club have done all they can over a sustained period of time to try to keep Luis at Liverpool. It is with great reluctance and following lengthy discussions we have eventually agreed to his wishes to move to Spain for new experiences and challenges. We wish him and his young family well; we will always consider them to be friends.

„We are focused on the future, as we strive to continue with the progress we have made and build on last season’s excellent Barclays Premier League campaign. I am confident we will improve the team further and will be stronger for this coming season, when we will be competing on all fronts; domestically and in the greatest club competition in the world, the Champions League.

„If there is one thing the history of this great club teaches us, it is that Liverpool FC is bigger than any individual. I hope our supporters continue to dream and believe that we are moving forward and with continued improvement and progression, together we will bring the success we all crave and deserve.“

Semsagt, Liverpool reyndu allt til að sannfæra Suarez um að vera áfram, en hugur hans er á Spáni og þangað mun hann fara. Suarez sjálfur birtir yfirlýsingu á Liverpool heimasíðunni:

„It is with a heavy heart that I leave Liverpool for a new life and new challenges in Spain. Both me and my family have fallen in love with this club and with the city. But most of all I have fallen in love with the incredible fans. You have always supported me and we, as a family, will never forget it, we will always be Liverpool supporters.

„I hope you can all understand why I have made this decision. This club did all they could to get me to stay, but playing and living in Spain, where my wife’s family live, is a lifelong dream and ambition. I believe now the timing is right.

„I wish Brendan Rodgers and the team well for the future. The club is in great hands and I’m sure will be successful again next season. I am very proud I have played my part in helping to return Liverpool to the elite of the Premier League and in particular back into the Champions League.

„Thank you again for some great moments and memories. You’ll Never Walk Alone.“

Hvað getur maður sagt um þennan mann. Ég hef aldrei séð neinn leikmann leika jafn vel fyrir Liverpool og Luis Suarez hefur gert síðustu ár. Hann er auðvitað kolklikkaður, en hann gaf alltaf 100% fyrir þetta lið og ég mun aldrei gleyma þeim forréttindum að hafa fengið að fylgjast með Luis Suarez spila fyrir Liverpool.

Við keyptum Suarez á 22 milljónir punda, hann spilaði 110 leiki fyrir okkur og skoraði 69 mörk. Þegar hann kom til okkar vorum við að jafna okkur á hörmungunum undir stjórn Roy Hodgson og núna skilur hann við okkur stuttu eftir að hann kom okkur í Meistaradeildina og var næstum því búinn að færa okkur fyrsta deildartitilinn í áratugi. Hann fer fyrir langhæstu upphæð sem að Liverpool hefur fengið fyrir leikmann. Og hann fer til liðs sem honum hefur dreymt um að spila fyrir og til borgar þar sem að tengdafjölskylda hans býr. Ég get ekki verið reiður yfir því. Ólíkt því sem gerðist til dæmis þegar að Torres fór frá LFC.

Luis Suarez skilaði hlutverki sínu hjá Liverpool. Það er sárt að sjá hann fara, en ég mun alltaf minnast tíma hans hjá Liverpool með hlýjum hug. Þvílík rússíbanaferð sem þessi tími hefur verið. Allt frá leikbönnunum til hans stórkostlegu frammistöðu inná vellinum. Þetta var ótrúlega skemmtilgt!

Luis Suarez, þú ert kolklikkaður snillingur og það var stórkostlega skemmtilegt að sjá þig spila í rauðu treyjunni. Þú komst okkur aftur í Meistaradeildina og við munum aldrei gleyma þér!

YNWA!

Félagaskipti Suarez klár (eða ekki)

Nokkurn veginn allir enskir fjölmiðlar virðast vera sammála um að Luis Suarez sé á leið til Barcelona á næstu dögum. Echo segja að þetta sé klárt því Barca hafi samþykkt að borga klásúluna í samningi Suarez við Liverpool, sem er um 75 milljónir punda. Það myndi þýða að Suarez yrði þriðji dýrasti knattspyrnumaður sögunnar – aðeins á eftir þeim Bale og Ronaldo og talsvert á undan Zlatan í fjórða sæti.

Í Echo segir:

Luis Suarez is on the brink of leaving Liverpool FC after Barcelona agreed to pay his release clause of around £75million. The structure of the deal still needs to be thrashed out but the ECHO understands the transfer could be completed as early as next week.

Negotiations between the clubs began in London on Wednesday and progress has been swift. Reds chief executive Ian Ayre informed the Catalan giants that the Uruguayan striker wouldn’t be allowed to leave for less than the release clause in the lucrative contract he penned last December.

After accepting that Liverpool wouldn’t budge, Barcelona officials have now vowed to pay the asking price.

Guardian halda því hins vegar fram að þetta sé ekki ennþá klárt og að málið byggist enn á því hvað gerist með Alexis Sanchez. Sumir segja að hann vilji vera áfram hjá Barcelona, aðrir að hann vilji fara til Arsenal. Ég segi að við bíðum bara róleg þangað til að hans mál komast á hreint – jafnvel þótt hann vilji fara til Liverpool, þá getur tekið tíma að klára hans mál – mun lengri en mál Suarez, sem hefur eflaust verið í sambandi (í gegnum umboðsmann) við Barcelona í einhverja daga.

Hvernig sem þetta endar, þá er það auðvitað áfall fyrir Liverpool að missa besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar. En Suarez hefði misst af þriðjungi tímabilsins og við vissum alltaf að einhvern tímann myndi hann vilja fara til spænsku risanna ef þeir myndu vilja fá hann til sín. Ef að Liverpool ætla að keppa við liðin sem eru með ótæmandi sjóði þá verða þeir að vera skynsamir og partur af þeirri skynsemi getur klárlega falist í því að selja menn einsog Suarez þegar þeir eru algjörlega á hátindinum – Suarez er að verða 28 ára og hefur verið stórkostlegur, en hann meiddist í sumar í fyrsta skipti í langan tíma og hefur verið í banni ítrekað svo það er spurning hvort þetta sé ekki ágæt tímasetning á sölunni, þótt það sé sorlegt að sjá á eftir þessum stórkostlega leikmanni.

En stóra testið er framundan fyrir FSG, Rodgers og Ayre að eyða þessum Suarez peningum skynsamlega – hvort sem það er í Sanchez eða aðra menn. Það er vel hægt að kaupa 2-3 heimsklassa leikmenn fyrir þessa Suarez peninga, en það er líka hægt að eyða þeim í tóma vitleysu einsog Tottenham menn gerðu í fyrra. Ég ætla að kjósa að vera bjartsýnn á að menn standist þessa prófraun.

Lallana kominn til Liverpool (staðfest)

Þá er það orðið klárt að Adam Lallana er orðinn leikmaður Liverpool.

9148__9004__lallana1000i_513X307

Lallana mun vera í treyju með númerinu 20 hjá Liverpool. Hann hefur verið fyrirliði Southampton síðustu ár og var valinn í lið ársins í ensku deildinni á síðasta tímabili.

Það var nokkuð augljóst að Lallana var fyrsti kostur hjá Brendan Rodgers á þessu sumri. BR er eðlilega mjög sáttur við að þessum kaupum sé núna lokið.

„We have seen, over the past two seasons in the Barclays Premier League, he has a tactical awareness to adapt to what is required of him and to put the team above his personal ambitions.

„He has leadership skills and personal qualities that make him a special commodity and I am delighted we have acted decisively to make sure he is wearing a Liverpool shirt next season.

Mér líst rosalega vel á þessi kaup. Hann var frábær í flestum leikjum sem ég sá með Southampton á síðasta tímabili og er orðinn enskur landsliðsmaður (þótt að Roy Hodgson hafi ekki náð miklu úr honum á HM segir það meira um Hodgson en Lallana). Það var augljóst að við þurftum að auka breiddina í liðinu og Lallana gerir það svo sannarlega. Við bjóðum hann velkominn!