Allar færslur eftir Einar Örn

Tottenham 0 – Liverpool 3

Okkar menn mættu á White Hart Lane í London í dag og einsog í fyrra þá voru Liverpool menn miklu betra liðið á vellinum og í ár þá kláruðum við ósigrað lið Tottenham 0-3.

Mario Balotelli var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik og Rodgers stillti upp tveimur framherjum og Gerrard, Henderson, Allen og Sterling í demanti á miðjunni.

Mignolet

Manquilo – Sakho – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Allen – Sterling

Sturridge – Balotelli

Bekkur: Jones, Enrique, Toure, Lambert, Coutinho, Can, Markovic

Fyrstu mínúturnar var þetta jafnt, en við náðum að skora fyrst. Henderson náði boltanum, gaf á Sturridge, sem lék svo fábærri sendingu inná Henderson aftur, sem gaf beint á Raheem Sterling, sem að skoraði flott mark.

Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik voru Tottenham meira með boltann, en þeir ógnuðu aldrei að ráði fyrir utan eitt færi sem Chadli fékk eftir að Lovren mistókst að vinna skallabolta. En Mignolet varði vel.

Þetta reyndist eina skot Spurs á markið í öllum leiknum.

Strax í seinni hálfleik komumst við svo í 2-0. Sturridge gaf á Allen, sem að Dier reif í og Allen datt í teignum. Vítaspyrna dæmd, sem var hárréttur dómur þó maður hafi séð dómara sleppa svona brotum margoft. Steven Gerrard mætti á punktinn og skoraði framhjá Lloris.

Þriðja markið kom svo frá Alberto Moreno, sem keyrði upp hálfan völl framhjá vörn Tottenham og setti hann glæsilega í hornið.

Eftir þetta var leikurinn búinn. Okkar menn voru líklegri til að bæta við mörkum en Tottenham að komast á blað og þar var Sterling næstur eftir að hann hafði leikið á hálfa Tottenham vörnina, en tókst að klúðra skotinu einn á móti Lloris. 0-3 útisigur staðreynd. Frábært.

Maður leiksins: Ég horfði á leikinn á upptöku vitandi úrslitin, sem þýddi að ég gat horft á hann í rólegheitum. Ég hafði þó lesið mikið á Twitter um Mignolet, Sakho og Lovren. Ég verð að segja eins og er að mér fannst vörn og markvörður vera nánast óaðfinnanleg í dag. Sakho átti eina slæma sendingu á Spurs leikmann og einstaka sinnum voru þeir smá óöruggir, en Tottenham voru bara einu sinni nálægt því að skora í þessum leik. Bakverðirnir voru sérstaklega öflugir og Moreno kórónaði sinn leik með þessu marki.

Miðjan fannst mér virka betur núna en í síðustu tveimur leikjum. Balotelli átti fína innkomu og Sturridge ógnaði vel. En ég ætla að velja hinn unga Raheem Sterling mann leiksins. Ég efast um að það sé betri unglingur að spila fótbolta í heiminum í dag. Frábær leikmaður, sem hefur núna skorað 2 mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins.

Okkar menn mættu á þennan erfiða útivöll og voru aldrei líklegir til að láta þennan sigur renna sér úr greipum.


Núna erum við búnir með þessa hrikalega erfiðu byrjun á deildinni og niðurstaðan er 6 stig. Það er þremur stigum betra en í sömu viðureignum í fyrra. Við erum klárlega búnir með erfiðasta prógrammið af liðunum sem eru líklegust að vera í efstu sætunum. Og staðan er sú að við erum búnir að tapa jafnmörgum stigum og Spurs & Man City og færri stigum en Arsenal, Everton og Man U. Það er mun betra en ég þorði að vonast til.

Núna tekur við tveggja vikna landsleikjahlé og svo er leikjaprógrammið svona út október: Aston Villa (h), West Ham (ú), Everton (H), West Brom (h), QPR (ú) og Hull heima. Á milli þessara leikja munum við svo spila í deildarbikar og 3 leiki í Meistaradeildinni. En af þessu prógrammi ættum við að geta klárað alla leikina og stimplað okkur vel inní baráttuna um titilinn.

Þessi leikur í dag var algjör úrslitaleikur að mínu mati. Ef við hefðum tapað eða gert jafntefli hefðu margir byrjað að afskrifa okkur í titilbaráttunni. En með sigri komumst við útúr þessu erfiða prógrammi á pari eða betur við öll lið nema Chelsea. Það er gott veganesti í baráttunni framundan.

Og svo er líka frábært að vita til þess að okkar menn eru búnir að klára sín mál nánast að fullu er varðar leikmannakaup. Ólíkt til dæmis Arsenal og Man U, sem eru í tómu basli núna sólarhring áður en leikmannaglugginn lokar.

Ég er allavegana sáttur og bjartsýnn á framhaldið.

Liverpool að kaupa Balotelli (uppfært)!

Uppfært (KAR): BBC, Liverpool Echo og allir hinir stóru miðlarnir staðfesta að liðin hafi náð samkomulagi um kaupverð upp á 16m punda. Nú á Balotelli bara eftir að semja við Liverpool sem þykir formsatriði. Þetta er að gerast!

Upphaflega færslan er hér fyrir neðan.


Echo staðfesta að Liverpool sé í viðræðum við AC Milan um kaup á Mario Balotelli.

mariobalotelli-why-always-me

Negotiations are at an early stage with the Serie A outfit demanding £20million for the controversial Italy international.

The interest in Balotelli, 24, represents a remarkable U-turn for the Reds after the club dismissed any interest in signing the former Manchester City frontman earlier this month.

Talið er að AC Milan vilji fá um 20 milljónir punda, sem er auðvitað ótrúlega lágt verð fyrir svo hæfileikaríkan framherja. En einsog menn vita, þá fylgja Balotelli alls kyns möguleg vandræði.

Ég ætla þó að ganga svo langt og segja að mér líst vel á þetta. Liverpool getur ekki leyft sér að taka dýrustu leikmennina, heldur verðum við að vera skynsamir. Og hluti af þeirri skynsemi getur falist í því að taka smá sjensa með leikmenn sem eru augljóslega hæfileikaríkir en hafa komið sér í vandræði. Luis Suarez er augljóst dæmi en hann var í banni þegar við keyptum hann og svipað er að segja um Daniel Sturridge, sem gríðarlega margir efuðust um.

Sjáum hvað gerist, en það er allavegana ljóst að það verður ekki minna spennandi (og erfitt fyrir hjartað) að horfa á Liverpool í vetur ef að Balotelli verður á meðal leikmanna okkar.

Barcelona tjá sig um kaupverð á leikmanni

Breskir fjölmiðlar hafa í dag búið til allskonar fréttir um að Luis Suarez hafi farið til Barcelona með einhverjum afslætti frá kaupverðs-klásúlunni sem átti að vera í samningnum hans.

Blaðamaður Guardian Sid Lowe skrifar frétt um blaðamannafund þar sem Suarez var kynntur sem Barcelona leikmaður í dag, þar sem haft er eftir varaforseta Jordi Mestre.

during which the club’s vice-president, Jordi Mestre, claimed that the Catalans had paid £65m (about €81m) for the striker – £10m lower than his £75m buy-out clause. “The clause was £75m and in the end we paid £65m,” Mestre said. “That was fundamentally down to two factors: the skill of those negotiating and Suárez’s desire to come.”

Áhersla mín.

Semsagt, Barcelona segja að þeir hafi keypt Suarez með afslætti af því að samningamenn þeirra eru svo klárir.

John-W-Henry-007

Give me a fucking break!

Fyrir þá sem vilja velta þessu fyrir sér og byrja að spá af hverju Suarez var seldur með afslætti, þá má benda á þá skemmtilegu staðreynd að Barcelona hafa verið ákærðir af spænska skattinum af því að þeir lugu því að Neymar hefði kostað þá minni peninga en hann gerði í raun. Sjá meðal annars hér. Barcelona pay £11.1m in evaded taxes from last summer’s signing of Neymar.

Barcelona er í dag klúbbur styrktur af einræðisríki sem á í dag lítið skilt við það frábæra félag sem ég hreifst af fyrir mörgum árum. Ég myndi ekki trúa einu orði sem kemur útúr munni þeirra manna sem þessum klúbbi stýra.

Origi kominn og farinn (staðfest)

Liverpool hafa staðfest að liðið hefur keypt hinn unga Belga Divock Origi. BBC telja að kaupverðið sé 10 milljónir punda. Origi mun spila fyrir Lille þetta tímabil, en koma svo til Liverpool.

9892__2824__origi1000d_513X307

Brendan Rodgers segir um Origi, sem að sló út Lukaku og Benteke í belgíska landsliðinu á HM í sumar:

„For me, he can be one of the most exciting talents in world football. I genuinely believe that.

„You see a lot of good players, but this kid – for 19 years of age – he burst onto the scene at the World Cup, but we’d tracked him before that, we’d seen him as a young player playing in the youth internationals. He has everything to be world class.

„He’s super fast, has a wonderful touch, he’s a good size and is aggressive. What I like, and what I have in other players, is that humility to work hard.

„I’ve seen enough of him over the course of the last couple of seasons to think this is a kid who, coming into the right environment, can genuinely be world class.

Þetta eru engin smá meðmæli með Origi. Ég hefði auðvitað viljað fá hann strax til Liverpool, en hjá Lille mun hann auðvitað fá fleiri tækifæri og við erum ekki að kaupa 19 ára gamlan strák bara með næsta tímabil í huga.

Þetta er allavegana gríðarlega spennandi leikmaður og það er alveg ljóst að við erum með frábæra og unga framlínu næstu árin í Origi (19), Sterling (19), Ibe (18), Markovic (20), Coutinho (22) og gamlinginn Sturridge (24).