Allar færslur eftir Einar Örn

Liverpool að kaupa Balotelli (uppfært)!

Uppfært (KAR): BBC, Liverpool Echo og allir hinir stóru miðlarnir staðfesta að liðin hafi náð samkomulagi um kaupverð upp á 16m punda. Nú á Balotelli bara eftir að semja við Liverpool sem þykir formsatriði. Þetta er að gerast!

Upphaflega færslan er hér fyrir neðan.


Echo staðfesta að Liverpool sé í viðræðum við AC Milan um kaup á Mario Balotelli.

mariobalotelli-why-always-me

Negotiations are at an early stage with the Serie A outfit demanding £20million for the controversial Italy international.

The interest in Balotelli, 24, represents a remarkable U-turn for the Reds after the club dismissed any interest in signing the former Manchester City frontman earlier this month.

Talið er að AC Milan vilji fá um 20 milljónir punda, sem er auðvitað ótrúlega lágt verð fyrir svo hæfileikaríkan framherja. En einsog menn vita, þá fylgja Balotelli alls kyns möguleg vandræði.

Ég ætla þó að ganga svo langt og segja að mér líst vel á þetta. Liverpool getur ekki leyft sér að taka dýrustu leikmennina, heldur verðum við að vera skynsamir. Og hluti af þeirri skynsemi getur falist í því að taka smá sjensa með leikmenn sem eru augljóslega hæfileikaríkir en hafa komið sér í vandræði. Luis Suarez er augljóst dæmi en hann var í banni þegar við keyptum hann og svipað er að segja um Daniel Sturridge, sem gríðarlega margir efuðust um.

Sjáum hvað gerist, en það er allavegana ljóst að það verður ekki minna spennandi (og erfitt fyrir hjartað) að horfa á Liverpool í vetur ef að Balotelli verður á meðal leikmanna okkar.

Barcelona tjá sig um kaupverð á leikmanni

Breskir fjölmiðlar hafa í dag búið til allskonar fréttir um að Luis Suarez hafi farið til Barcelona með einhverjum afslætti frá kaupverðs-klásúlunni sem átti að vera í samningnum hans.

Blaðamaður Guardian Sid Lowe skrifar frétt um blaðamannafund þar sem Suarez var kynntur sem Barcelona leikmaður í dag, þar sem haft er eftir varaforseta Jordi Mestre.

during which the club’s vice-president, Jordi Mestre, claimed that the Catalans had paid £65m (about €81m) for the striker – £10m lower than his £75m buy-out clause. “The clause was £75m and in the end we paid £65m,” Mestre said. “That was fundamentally down to two factors: the skill of those negotiating and Suárez’s desire to come.”

Áhersla mín.

Semsagt, Barcelona segja að þeir hafi keypt Suarez með afslætti af því að samningamenn þeirra eru svo klárir.

John-W-Henry-007

Give me a fucking break!

Fyrir þá sem vilja velta þessu fyrir sér og byrja að spá af hverju Suarez var seldur með afslætti, þá má benda á þá skemmtilegu staðreynd að Barcelona hafa verið ákærðir af spænska skattinum af því að þeir lugu því að Neymar hefði kostað þá minni peninga en hann gerði í raun. Sjá meðal annars hér. Barcelona pay £11.1m in evaded taxes from last summer’s signing of Neymar.

Barcelona er í dag klúbbur styrktur af einræðisríki sem á í dag lítið skilt við það frábæra félag sem ég hreifst af fyrir mörgum árum. Ég myndi ekki trúa einu orði sem kemur útúr munni þeirra manna sem þessum klúbbi stýra.

Origi kominn og farinn (staðfest)

Liverpool hafa staðfest að liðið hefur keypt hinn unga Belga Divock Origi. BBC telja að kaupverðið sé 10 milljónir punda. Origi mun spila fyrir Lille þetta tímabil, en koma svo til Liverpool.

9892__2824__origi1000d_513X307

Brendan Rodgers segir um Origi, sem að sló út Lukaku og Benteke í belgíska landsliðinu á HM í sumar:

„For me, he can be one of the most exciting talents in world football. I genuinely believe that.

„You see a lot of good players, but this kid – for 19 years of age – he burst onto the scene at the World Cup, but we’d tracked him before that, we’d seen him as a young player playing in the youth internationals. He has everything to be world class.

„He’s super fast, has a wonderful touch, he’s a good size and is aggressive. What I like, and what I have in other players, is that humility to work hard.

„I’ve seen enough of him over the course of the last couple of seasons to think this is a kid who, coming into the right environment, can genuinely be world class.

Þetta eru engin smá meðmæli með Origi. Ég hefði auðvitað viljað fá hann strax til Liverpool, en hjá Lille mun hann auðvitað fá fleiri tækifæri og við erum ekki að kaupa 19 ára gamlan strák bara með næsta tímabil í huga.

Þetta er allavegana gríðarlega spennandi leikmaður og það er alveg ljóst að við erum með frábæra og unga framlínu næstu árin í Origi (19), Sterling (19), Ibe (18), Markovic (20), Coutinho (22) og gamlinginn Sturridge (24).

Lovren kominn (staðfest)

Dejan Lovren er orðinn leikmaður Liverpool. Hinn 25 ára Króati kemur frá Southampton og mun sennilega verða fyrsti kostur í miðvarðarstöðuna hjá Liverpool í vetur ásamt Sakho.

2889__8061__lovren1000q_513X307

Rodgers segir um þessi kaup:

„He is a commanding and powerful presence and clearly has leadership skills, which is important; he fits the profile of player we are looking for.

„He is still relatively young, so his peak years are ahead of him and I believe he will improve and progress even further with us.

Þetta styrkir vonandi vörnina hjá okkur fyrir næsta tímabil.

Luis Suarez seldur til Barcelona (staðfest)

Liverpool hefur nú staðfest að liðið sé búið að komast að samkomulagi við Barcelona um sölu á Luis Suarez. Talið er að söluverðið sé 75 milljónir punda.

_51076812_suarez_466x282reuters

Brendan segir eftirfarandi um þessa sölu:

„Luis is a very special talent and I thank him for the role he has played in the team in the past two years, during my time at Liverpool. I think he would be the first to accept he has improved as a player over that period, along with the team and has benefited from being here, as we have benefited from him.

„The club have done all they can over a sustained period of time to try to keep Luis at Liverpool. It is with great reluctance and following lengthy discussions we have eventually agreed to his wishes to move to Spain for new experiences and challenges. We wish him and his young family well; we will always consider them to be friends.

„We are focused on the future, as we strive to continue with the progress we have made and build on last season’s excellent Barclays Premier League campaign. I am confident we will improve the team further and will be stronger for this coming season, when we will be competing on all fronts; domestically and in the greatest club competition in the world, the Champions League.

„If there is one thing the history of this great club teaches us, it is that Liverpool FC is bigger than any individual. I hope our supporters continue to dream and believe that we are moving forward and with continued improvement and progression, together we will bring the success we all crave and deserve.“

Semsagt, Liverpool reyndu allt til að sannfæra Suarez um að vera áfram, en hugur hans er á Spáni og þangað mun hann fara. Suarez sjálfur birtir yfirlýsingu á Liverpool heimasíðunni:

„It is with a heavy heart that I leave Liverpool for a new life and new challenges in Spain. Both me and my family have fallen in love with this club and with the city. But most of all I have fallen in love with the incredible fans. You have always supported me and we, as a family, will never forget it, we will always be Liverpool supporters.

„I hope you can all understand why I have made this decision. This club did all they could to get me to stay, but playing and living in Spain, where my wife’s family live, is a lifelong dream and ambition. I believe now the timing is right.

„I wish Brendan Rodgers and the team well for the future. The club is in great hands and I’m sure will be successful again next season. I am very proud I have played my part in helping to return Liverpool to the elite of the Premier League and in particular back into the Champions League.

„Thank you again for some great moments and memories. You’ll Never Walk Alone.“

Hvað getur maður sagt um þennan mann. Ég hef aldrei séð neinn leikmann leika jafn vel fyrir Liverpool og Luis Suarez hefur gert síðustu ár. Hann er auðvitað kolklikkaður, en hann gaf alltaf 100% fyrir þetta lið og ég mun aldrei gleyma þeim forréttindum að hafa fengið að fylgjast með Luis Suarez spila fyrir Liverpool.

Við keyptum Suarez á 22 milljónir punda, hann spilaði 110 leiki fyrir okkur og skoraði 69 mörk. Þegar hann kom til okkar vorum við að jafna okkur á hörmungunum undir stjórn Roy Hodgson og núna skilur hann við okkur stuttu eftir að hann kom okkur í Meistaradeildina og var næstum því búinn að færa okkur fyrsta deildartitilinn í áratugi. Hann fer fyrir langhæstu upphæð sem að Liverpool hefur fengið fyrir leikmann. Og hann fer til liðs sem honum hefur dreymt um að spila fyrir og til borgar þar sem að tengdafjölskylda hans býr. Ég get ekki verið reiður yfir því. Ólíkt því sem gerðist til dæmis þegar að Torres fór frá LFC.

Luis Suarez skilaði hlutverki sínu hjá Liverpool. Það er sárt að sjá hann fara, en ég mun alltaf minnast tíma hans hjá Liverpool með hlýjum hug. Þvílík rússíbanaferð sem þessi tími hefur verið. Allt frá leikbönnunum til hans stórkostlegu frammistöðu inná vellinum. Þetta var ótrúlega skemmtilgt!

Luis Suarez, þú ert kolklikkaður snillingur og það var stórkostlega skemmtilegt að sjá þig spila í rauðu treyjunni. Þú komst okkur aftur í Meistaradeildina og við munum aldrei gleyma þér!

YNWA!