Liverpool Blogg :: Magnús Agnar Magnússon
Jæja, einsog flestir ættu að vita þá auglýstum við eftir þriðja pennanum hér á Liverpool blogginu fyrir tveim vikum. Við fengum þónokkrar umsóknir og ég er viss um að allir, sem sóttu um, hefðu getað spjarað sig vel sem pennar hér.
En allavegana, við erum búnir að velja og því bjóðum við nýjan liðsmann, Agga, velkominn. Leyfum honum að kynna sig sjálfan:
Magnús Agnar heiti ég og er Magnússon, er 32 ára og bý við Enghave Plads í borginni við Höfnina.
Ég hef haldið með Liverpool síðan ég fór að fylgjast með knattspyrnu sem var á seinni hluta síðustu aldar. Þá var ekkert internet og einn leikur sýndur á RÚV beint. Einu blöðin sem hægt var að lesa um enska boltann (fyrir utan mbl) voru Shoot og Match og eyddi ég miklum tíma í skoða einkunn leikmannanna og skrifa það niður í stílabók (eðlilegt!).
Ég á nokkra leikmenn sem ég hélt meira uppá en aðra í Liverpool t.d. Steve McMahon, John Aldridge, Ian Rush, John Barnes, Ray Houghton, Jan Molby, Alan Hansen, Ronnie Whelan o.s.frv. Mitt uppáhaldslið var meistaraliðið sem varð enskur meistari árið 1990 með King Kenny Dalglish við stjórnvölina.
Þrátt fyrir erfiða tíma síðustu 15 árin þá LOKSINS náðum VIÐ í stóran titil sem meistarar Evrópu. Og var sá bikar kærkominn eftir furðuleg ár með Greame Souness, Roy Evans og Gerard Houllier við stjórn.
Ég fylgist almennt vel með íþróttum og þá helst knattspyrnu og handknattleik. Ásamt áhuga á Liverpool er ég KR-ingur í gegn. Nokkrir leikmenn hafa staðið uppúr í gegnum tíðina sem ég hef dáð eins og Michel Platini, Michael Laudrup og Roberto Baggio. Þá tvo fyrrnefndu hef ég m.a. hitt. Enska landsliðið er samt ávallt það lið sem ég hvet áfram í stórkeppnum ásamt því danska.
Ég hef sjálfur aldrei "bloggað" en er sekur um að hafa skrifað um handbolta á heimasíðum þeirra félaga sem ég spilaði í m.a. Grótta/KR, Stjarnan og KA.
Ef þú vilt hafa samband við mig þá er þetta e-mailið mitt: magnusagnar@gmail.com
|