Crystal Palace 0 Liverpool 2

0-1 Milner ’45 (víti)
0-2 Mané ’90

Leikurinn

Liverpool mætti á Selhurst Park og mætti sterku liði Crystal Palace sem hafa oft reynst okkur erfiðir. Leikurinn byrjaði frekar hægur, Liverpool hélt boltanum en lítið átti sér stað. Liðið lét reyna á þétta vörn Crystal Palace en þeir héldu ágætlega með alla menn á eigin vallarhelmingi þegar Liverpool sótti og miðjan mjög nálægt varnarmönnum. Á 22. mínútu sendi Alison boltan út á Keita sem rétt fyrir utan vinstra hornið á eigin vítateig snéri þar léttilega á leikmann Palace og kom með frábæra sendingu yfir allan völlinn á Salah sem komst einn inn fyrir en snerting hans aðeins og föst þegar hann reyndi að vippa yfir Hennessey í annari stertingu og setti boltan vel yfir.  Tveimur mínútum sienna kom besta færi Palace þegar Townsend var með boltan á hægri kantinum snéri inn á völlinn fann smá svæði og átti frábært skot sem small í þverslánni og maður fékk vel í magan eftir að Liverpool hafði stýrt leiknum fram að þessu. Stuttu síðar komst Liverpool í sókn þar sem Firmino skildi boltan eftir fyrir Salah sem skaut en boltinn í varnarmann en boltinn barst til Keita en skot hans var varið af markmanni Palace.

Eftir hálftíma leik var útlit fyrir að Zaha myndi sleppa einn inn fyrir en Joe Gomez átti frábæra tækingu og náði að bjarga málunum, en hann átti flottan leik í dag. Rétt áður en flautað var til hálfleiks átti Trent sendingu inn á teiginn á Salah sem var með Sakho í bakinu og var Sakho alltof ákveðinn í að stoppa Salah en hann hélt í hann og nartaði nokkrum sinnum í lappirnar á honum þar til ekki var hægt annað en að flauta og Liverpool fékk vítaspyrnu. Einhverjir talað um að þetta hafi verið soft víti og það má vel vera en þetta var  Sakho eins og við þekkjum hans best missti hausinn og hélt áfram að sparka í lappirnar á Salah og ég sá ekki að dómarinn hefði annan kost en að flauta. Það var svo James Milner sem steig á punktinn og skoraði örugglega úr vítinu.

Í seinni hálfleik byrjuðu Palace betur en rétt eftir að leikurinn var flautaður á komust þeir í góða fyrirgjafastöðu en boltinn fór í gegnum allan pakkan á Robertson sem stökk af stað í skyndisókn kom svo með fyrirgjöf yfir á Salah en fyrsta snertingin sveik Salah sem náði þó að halda boltanum inná kom honum á Keita sem skaut rétt framhjá. Eftir 53 mínútur átti Zaha geggjað hlaup einn á móti fjórum sem endaði á því að Trent braut klaufalega af sér rétt fyrir utan teiginn. Milivojevic tók spyrnuna setti hann út fyrir vegginn en Alison varði vel í markinu. Palace hélt áfram að stýra ferðinni í seinni hálfleiknum en það fór að jafnast eftir að Henderson kom inn fyrir Milner. Milner spilaði mjög vel í leiknum en með innkomu Henderson fór liðið aftur að taka sér tíma á boltanum eins og það hafði gert í fyrri hálfleik.

Á 75 mínútu átti Firmino lúmska sendingu á Salah sem kom honum einum í gegn á miðjum vallarhelmingi Palace en Wan-Bissaka náði að halda aðeins í við hann og endaði á að taka hann niður rétt fyrir utan vítateigin og uppskar rautt spjald. Í uppbótatíma fékk maður þessa gömlu slæmu tilfinningu að við gætum verið að klúðra leiknum þegar Lallana braut á Ward úti við hornfánan á 92. mínútu og Palace raðaði turnunum sínum inn á teig. Sá ótti vvar ekki nauðsynlegur því boltanum var hreinsað á Salah sem kom honum yfir á Mané sem slap í gegn. Það var brotið á honum inn í teignum meðan hann sólaði markmanninn en hann stóð það af sér og tryggði 2-0 sigur.

Bestu menn Liverpool

Þetta er kannski frekar erfitt í dag. Þetta er ekki leikur sem við vinum venjulega því liðið fór í raun aldrei upp úr öðrum gír enginn frábær en allir fínir. Mané og Salah sköpuðu gríðarlega mikil vandræði í vörn Palace manna sem áttu erfitt að eiga við þá. Gomez og Van Dijk voru mjög flottir í vörninni það var ekki oft sem reyndi virkilega á þá en þeir leystu það vel. Alison átti tvær til þrjár fínar markvörslur sem er svo mikilvægt í svona leik en ég hugsa að ég myndi setja mann leiksins á Naby Keita en hann leit aftur mjög vel út á miðjunni og var sífellt að leita að hættulegum sendingum ásamt því að vera mættur í hlaup til að vera sífellt til vandræða.

Slæmur dagur

Eins og ég sagði áðan þá fór liðið í raun aldrei upp úr öðrum gír enginn frábær en enginn slakur en Roberto Firmino átti hljóðlátan dag ef eitthvað er hann var fínn í pressunni og kom boltanum nokkrum sinnum vel á Salah en sást lítið í sóknarleiknum.

Umræðan

  • Liverpool er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki fengið mark á sig – hver hefði trúað því á síðustu árum?
  • Liðið missteig sig ekki á erfiðum útivelli og heldur pressu á City
  • Leikurinn var frekar daufur og oftar en ekki hefðum við fengið jöfnunarmark í andlitið undir lokin en liðið er að vaxa og verður áhugavert að sjá hversu langt þetta lið getur farið

Hvað næst?

Næst spilar liðið gegn Brighton á Anfield í síðdegisleik á laugardaginn. Brighton litu illa út í fyrstu umferð gegn Watford en voru flottir í gær þegar þeir unnu Manchester United 3-2 samt skyldu sigur ef liðið ætlar sér toppbaráttunni í ár!

 

50 Comments

  1. Geggjaður sigur miðað við hversu hræðilega hægir og fyrirsjáanlegir við vorum.

    Keita og Alison munu reynast okkur vel í vetur.

  2. Frábær vinnusigur ! Djöfull er það góð tilfinning að vera loksins komin með klassa markmann !

    3 STIG, all that matters !

  3. Ég óskaði eftir cleansheet í þessum leik og það gekk eftir
    Allison frábær Salah var góður og hversu gott er að hafa leikmann eins og Mané
    Hefði viljað sjá Shaqiri koma inná en hverjum er ekki sama núna.

  4. Þetta var akkúrat sigurinn sem við þurftum að sjá í upphafi þessa tímabils. Frábært að sjá vörnina standast prófið, smá heppni og aldrei neitt panik. Keita magnaður, Alisson þungur hnífur! Er Salah þreyttur – mér fannst hann hafa mist niður smá hraða?

  5. Thessi gaeji i markinu er ekkert edlilega cool a boltanum, oruggur i uthlaupum, med godar hendur, og setur 50 metra sendingar beint i hlaup hja monnum thannig their thurfa ekki einu sinni ad henda i hradabreytingu til ad na boltanum. FRABAER leikmadur.

    Med hann og Van Dijk tharna aftast tha sleppur thetta alveg.

  6. #4 spurning þegar það eru komnir 2 menn í rassvasan hjá honum þá hægist aðeins á.

  7. Var hræddastur um Gomez fyrir þennan leik. Það var engin ástæða til 🙂

  8. VvD og Alisson frábærir og vá hvað Keita lofar góðu. Klopp er að búa til eitthvað ógurlegt hérna!

  9. Frábær sigur á erfiðum útivelli.
    Allison og Van Dijk geggjað flottir og Gomez er að koma virkilega sterkur inn í miðaverðinum.
    Mane virkilega sterkur að standa þetta að sér og ná inn seinna markinu hann var öflugur í kvöld og við náum clean sheet í þokkabót.

    Þetta verður hörkutímabil.

    YNWA

  10. Sælir félagar

    Þetta var frá bær vinnusigur á einum erfiðasta útivelli í deildinni. Menn þurftu að leggja á sig gífulega vinnu til að landa þessu og gerðu það. Þetta CP lið á eftir að reita stig af “stóru” liðunum á þessum velli það er ekki spurning. Það er mjög gott að vera búinn með þennan leik og skrúfa af afli inn 3 stig. Ég er fullkomlega sáttur við liðið mitt og Klopp

    Það er nú þannig

    YNWA

  11. Liverpool skorar í 99% leikja.
    Og ef liðið er að fara stjórna leikjum svona og gefa varla færi á sér. Þá er liðið að fara fá fá mörk á sig. Klopp er að taka liðið á næsta stig.

    Þetta er mjög erfiður úti leikur city tapaði td sínum fyrstu stigum á þessum velli í fyrra og munu einhver af þessum topp 6 gera það lika í ár.

    Svo þessi sigur er geggjaður

  12. Tessi markmadur. Svakalegur. Og kudos a Gomez. Hann er bara haegt og rolega ad tryggja ser saeti med Big V i vörninni.

  13. Glæsilegt Liverpool. Þetta er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar og mörg af sterkustu liðunum eiga eftir að tapa stigum þarna í vetur. Vel má vera að Liverpool hafi ekki spilað sinn allrabesta leik en að hirða öll 3 stiginn á nokkuð sannfærandi hátt er gott styrkleikamerki! Þetta er alveg dæmigerður leikur sem Liverpool hefði misst niður í jafntefli eða tapað fyrir komu Virgil í vörnina og Allison í markið. Þeir eru hverrar krónu virði. Í staðinn getum við fagnað og haldið ótrauðir áfram stigasöfnuninni. Og ekki veitir af því Man.City virðis halda áfram á sama tempói og frá var horfið sl. vor.

  14. Adam Lallana er gjörsamlega algjorlega búinn fyrir mér. Hver btýtur á sér á þessum stað gegn frábæru liði i loftinu eins og Palace!!! Hann hugsar liggur við ekki lengur áður en hann framkvæmir. Afsakið þetta væl. Frábær sigur í dag

  15. Skilur einhver hvers vegna LALLANA var settur inn á en ekki Shaqiri?! Það er ekkert að gerast hjá Adam kallinum nema vont hár og óþarfa brot á stórhættulegum stað.

  16. Gaman að sjá að Liverpool fékk loksins vítaspyrnu man ekki hvenær það skeði síðast og líka gaman að sjá okkur vinna leik á móti liði sem pakkar í vörn.

    p.s. Allison er alvöru markmaður 🙂

  17. Mikilvægur en erfiður útivallarsigur gegn spræku Palace liði sem á eftir að taka mörg stig á þessum velli. Liverpool komst aldrei úr öðrum gír í þessum leik en frábært að halda hreinu sem er til marks um breytingarnar frá síðasta tímabili. YNWA

  18. VVD var stórkostlegur ásamt Alisson en þetta var hrikalega sterkur útisigur. Klopp er að byggja upp rosalegt lið!

    Yndislegt alveg og norsku manju–vinnufélagarnir mínir ásamt nemendum líta undan þegar ég mæti þeim 😀

  19. Ýmindið ykkur hvað manutd stuðningsmenn eru sér mikið til skammar. Þeir voru að líkja trúðinum Fellaini við Naby Keita fyrir nokkrum dögum. Þetta sýnir bara hvað manutd liðið er að sökkva lengra og lengra niður. Þeir eru byrjaðir að tala algjörlega með rassgatinu(gera það reyndar alltaf)

  20. Mjög vinaleg ábending til nokkra sem eru að skrifa athugasemdir hérna… Markmaðurinn okkar heitir Alisson ekki Allison bara avo það sé á hreinu.

    YNWA

  21. Ég spáði þægilegum 0-2 sigri, 0-2 var það en alls ekki þægilegt, maður beið bara eftir jöfnunarmarkinu – en frábært að vinna þennan leik og halda hreinu.

    Hodgson er farinn að láta liðið sitt spila alvöru bolta, þvílík breyting á liðinu frá því fyrir ári síðan. Ég ætla að gefa Hodgson hrós. Snöggir leikmenn, góðir á boltann og ekki létt að taka af þeim boltann – en hausinn ekki alveg rétt skrúfaður á alla sem okkur víti og manni yfir seinna.

    Okkar menn voru allir að spila uppá 6, nema Virgil, Gomes, Robertson og Alisson sem fá allir 8 frá mér. Naby Keita fannst mér ekki alveg nógu og góður og vinnusemin í Milner var ekki alveg að skila nógu og miklu þar sem aðrir menn lokuðu ekki eins mikið á sendingar eins og oft áður.

    Það eru þessir sigrar sem telja mest!

  22. Hversu góður er van Dijk? Hver einasti leikmaður sem spilar við hlið hans lítur út eins og heimsklassa miðvörður. Besta mivarðaparið okkar? Gomez átti frábæran dag og það verður erfitt að henda honum út. Þetta lítur bara ansi vel út þetta lið okkar. Væri til í að sjá Sturridge byrja næst og gefa Firmino hvíld á heimavelli gegn minna skrifuðum liðum.
    Ætla að kaupa Mane í fantasy, þetta verður tímabilið hans:)

  23. Þetta var einfaldlega frábær 3 stig á erfiðum útivelli. Það eru nákvæmlega svona leikir sem skilja á milli í þessari deild. Leikir þar sem lið gera okkur erfitt fyrir og liggja aftarlega og beita skyndisóknum(Palace á frábæra svoleiðis kalla í Zaha og Townsen).
    Liðið okkar spilaði ekki sinn besta leik en fara heim með 3 stig og bros á vör.

    Allisson 8 – Öruggur í sínum aðgerðum, maður er ekki stressaður í fyrirgjöfum og varði vel þegar á þurfti að halda.
    Trent 6 – átti í smá vandræðum í þessum leik. Hann átti flottan síðarihálfleik gegn West Ham en hann þarf að gera betur til að halda Clyne úr liðinu en fyrirhálfleikurinn gegn WH og svo þessi leikur voru ekki merkilegir.
    Djik 9 – Hvað vill maður meira frá miðverði? Einfaldlega traustur og létt Benteke aldeilis hafa fyrir því í háloftaboltanum en hann er ekki vanur að tapa þeim einvígum.
    Gomez 8 – virkilega flottur í þessum leik og átti eina stórkostlega tæklingu sem stopaði Zaha að komast í gegn.
    Robertson 6 – Klopp talaði um eftir leikinn að bakverðinn gætu spilað 70% betur og átti hann við Tren og Robertson.

    Winjaldum 6 – Solid á miðsvæðinu, honum líður best þegar hann fær að djöflast aðeins en í þessum leik þá stjórnuðum við ferðinni og þurftu ekki eins mikið á honum að halda(við vorum líka minna í hápressu en oft áður).
    Millner 6 – Var einn af okkar bestu mönnum gegn WH en þrátt fyrir dugnað þá náði hann sér ekki alveg á strik í dag. Skoraði úr víti sem var mjög mikilvægt en hann er ekki lausnin að opna varnir sem liggja aftur.
    Keita 7 – Maður sér alveg gæðinn í þessum strák og á hann eftir að verða enþá betri fyrir okkur.

    Mane 7 – Flott mark og var að reyna að ógna en var ekki eins mikið í boltanum og oft áður.
    Salah 7 – Virkar alltaf mjög hættulegur og þeir pössuðu vel uppá kappan í dag en hann dregur mikið til sín og var hann oft ástæðan fyrir því að samherjar hans fengu mikið pláss.
    Firmino 5 – náði sér engan vegin á strik í dag. Virkaði einfaldlega þreyttur á köflum og var ólíkur Firmino sem við sáum svo mikið af á síðustu leiktíð.

    Henderson 7 – Djöfull kom hann sterkur inn af bekknum. Hann kom inná og einfaldlega tók yfir miðsvæðið. Róaði okkur mikið og var þetta góð skipting.

    YNWA og sjáum hvað við gerum á laugardaginn gegn Man utd grílunum í Brighton .

  24. Tvö Lundúnarlið afgreidd á rúmri viku!!

    Virgil var maður leiksins að mínu mati – mjög “vocal”allan tímann og sýndi Benteke klærnar allan tímann sem og að gefa varla færi á sér yfir leikinn

    Alisson var einnig mjög kröftigur og sem gamall markvörður þá gjörsamlega afgreiddi hann aukaspyrnuna og heilt yfir er hann allur pakkinn og er ég nú oft frekar gagnrýnin á markverðina okkar en þessi er eitthvað annað.

    Takk fyrir mig og góðar stundir.

  25. Van Dijk átti leikinn að mínu mati þar sem við þurfum svona leikmann til að leiða okkur í gegnum svona líkamlega erfiða leiki og hann skilaði sínu,hands on.

    Svo fyrir gamlan markvörð eins og mig þá er Alisson eitthvað annað og hann hitti 21/23 sendingum sínum í leiknum og blés varla úr nösum við að slá til hliðar þessari annars ágætu aukaspyrnu – þessi gæi er rosalegur,því megiði trúa!!

  26. Bestu markvarðakaup Liverpool. Þessi staða er búin að vera undir meðallagi í mörg ár. Það skýn í gegn núna hafi það ekki verið augljóst fyrir.

  27. Er svoleiðis ennþá með svanahúð yfir að eiga markmann.

    Alisson Becker er svarið við bara öllu sem mig hefur langað til að LFC hafi gert…reyndar Van Dijk og Keita líka.

    Eftir árin þar sem við keyptum Sakho, Karius, Markovic, Can og aðra “næsti þessi og hinn” þá fór bara liðið mitt á þessu ári og keyptu menn sem breyta gengi liðsins strax. Van Dijk klárlega minn maður leiksins. Það verða ekki margir sem kyngja Benteke svona eins og hann og spil hans upp völlinn er geggjað. Alisson er nákvæmlega þannig markmaður að þegar stillt var upp í aukaspyrnuna á vítateigslínunni um miðjan seinni hálfleik eða eftir klaufabrotið hans Lallana þá bara þorði maður að horfa á…lokaði ekki augunum. Eftir umræðuna um t.d. gæði Kariusar í fótunum…þá var þessi leikur í kvöld sýnikennsla um það hvernig menn eru í alvöru góðir í fótunum sem markmenn. Karius var fínn en Alisson er mjög góður.

    Keita átti ekki eins sterkan dag og í fyrsta leik en það hversu drifinn hann er að vinna boltann strax aftur eftir að við missum hann mun verða gríðarstyrkur…og sendingin á Salah var gull.

    Er enn á því að Firmino á eftir að detta í gang og Salah á meira inni. Þess vegna er svo fullkomlega geggjað að við vinnum leiki eigandi þessa tvo inni. Lífið er ljúft!

    OG…vá hvað ég hlakka til að sjá þetta lið “live” á Anfield næstu helgi.

  28. van Dijk today won 100% of his tackles, had a 92.4% pass accuracy, 91 touches of the ball, successfully played 10 long balls and won 9 aerial duels. One of the best and most complete performances from CB that you will see this season. Deserves to be spoken about amongst the best.

    Gjörsamlega geggjaður í kvöld.

  29. Þetta er völlur sem við hefðum örugglega tapað á fyrir 2 árum og maður hefði búist við jafntefli fyrir ári og áður en VVD kom þá hefði maður líklega sætt sig við það.
    Í gær kom sigur ekkert nema til greina það segir mér persónulega hvert liðið er komið og hvernig maður er farinn að líta á hlutina öðruvísi hjá Liverpool.

    Þetta er einfalt þetta er í þeirra og okkar höndum það er klárt mál þú hefur nákvæmlega EKKERT rúm til að tapa leikjum þá sérstaklega leikjum eins og þessum ef þú ætlar að skáka City á þessu tímabili nenni ekki að ræða hin liðin um þessar mundir þar sem ég hef ekki trú á að neitt þeirra hafi svipuð gæði og City um þessar mundir.

  30. Liðið var allveg bitlaust í þessum leik, þeir dómeneruðu úti á velli einsog í svo mörgum leikjum á síðasta tímabili en ólikt þá, höfðu þeir sigur þrátt fyrir bitlausa sókn gegn níu varnamönnum.

    Þetta lofar góðu því í fyrra voru það einmitt svona leikir sem áttu að vinnast sem við töpuðum stigum í.

  31. Liðið á enn eftir að finna sinn takt. Þessi úrslit segja mér að það skiptir engu máli þó Liverpool hafi verið duglegt á leikmannamarkmannamarkaðnum þá verður enginn leikur ókeypis í vetur. Mér finnst alltaf hálfgert virðingaleysi að tala um “skildusigur” í þessari deild. Ekkert lið á sigur vísan í þessari deild eins og sannaðist kannski best í síðata leik Man und gegn Brighton Hove and Albion.

    Liverpool á mikið inni og góðu fréttirnar er hvað varnaleikurinn var firnasterkur og það þurfti í raun lítið til þess að Liverpool hefði skorað nokkur mörk til viðbótar. Salah fékk meðal annars algjört draumafæri en var hársbreidd frá því að skora og svo komst Naby Keita líka í upplagt tækifæri til að setja boltann í netmöskvana.

    Ég hef fulla trú á því að áferðafegurð og frammistaða liðsins vaxi hægt og bítandi ásmeginn og það sé þónokkuð langt í því að Liverpoolskipið sigli af fullum styrk.

  32. Að vinna þennan leik segjir manni bara eitt, liðið er magnað. Því við vorum að spila á móti virkilega góðu liði á erfiðum útivelli. Ekki bara það, heldur voru margir að spila undir getu, virtist vera einhver þreita hjá þeim mörgum sem örugglega verður lagað ef svo er. Næst er svo heimaleikur á móti þeim, sem voru svo vinsamlegir að rústa manu, Show must go on, sem það gerir örugglega.

    Er ekki örugglega dregið í CL riðla á laugardaginn?

    YNWA

  33. Brynjar #31 Þetta er ekki gott dæmi sem þú nefnir varðandi skyldusigur. Fyrirfram átti Brighton alltaf að vinna um síðustu helgi 🙂

  34. Þrátt fyrir að Milner hafi ekki verið jafn áberandi í kvöld eins og í síðasta leik að þá er alveg stolið ástæða fyrir því að hann er settur hægra megin á miðjuna með unga menn í h.miðverði og h.bakverði sem hafa átt það til að sækja mikið og gleyma mönnum bakvið sig. Milner var frábær í backuppinu í gærkvöldi og setti svo öruggt víti. Hann heldur áfram að hækka í áliti með hverjum leiknum.
    Alisson er svo blautur draumur allra fyrrverandi markmanna sem halda með Liverpool. Þetta stefnir í eitthvað algjört legend.

  35. við ræðum ekkert um Salah sem í þessum leik var með stoðsendingu, fiskaði víti og mann útaf þessi drengur er magnaður

  36. Afsakið langlokuna en þessi leikur verðskuldar bara mjög marga punkta. Neikvæða fyrst:

    Varnarleikplan Crystal Palace gekk næstum því upp. Þeir lögðu upp með að leyfa Arnold að gefa boltann fyrir úr djúpri stöðu sem hann gerði ansi oft með nánast engum árangri. Þetta er eitthvað sem við munum líklega sjá fleiri lið gera. Arnold átti ansi dapran dag satt best að segja, sendingarnar frá honum verða að fara upp um nokkur level.

    Firmino er ekki kominn í stand. Sorrý Ssteinn, formið kemur en hann ætti ekki að fá meira en 70 mínútur um þessar mundir meðan Sturridge er í toppformi á bekknum.

    Lallana virðist ekki passa lengur inn í þetta. Vonum að það lagist næstu vikurnar með meiri spilatíma.

    Og það jákvæða, hvar á maður að byrja?

    Alisson. Þvílík kaup í honum. Maður var fljótur að ná úr sér stressinu sem maður hefur lengi haft þegar okkar markmenn eru með boltann í fótunum. Sallarólegur og með þvílíkt nákvæmar langar sendingar. Ég hef smá áhyggjur af því þegar hann tekur á móti bolta með ilinni, það gerir maður ekki. En hann er fljótur að ná kontról og losar boltann nánast óaðfinnanlega. Markvarslan í aukaspyrnunni virtist áreynslulítil en staðsetningin hans og hröð fótavinna gerði það að verkum að hann var snöggur út í hornið og varði frábærlega.

    Joe Gomez. Spilaði langt framar vonum. Fékk góða hjálp frá bæði Milner og Van Dijk. Kannski of snemmt en kannski er hann bara pússlið sem vantar við hlið Van Dijk. Ef þeir ná upp stöðugleika og meiðslaleysi þá er ekkert víst að það sé betra að setja heimsklassamiðvörðinn Lovren – sem missir of mikið úr, eða Matip, sem missir allt of mikið úr, í staðinn. Reynum að fá sem minnstar róteringar á öftustu 5.

    VIRGIL VAN DIJK.

    Takk og bless. Benteke. Sorloth. Hann át allt sem kom nálægt honum og meira til því hann elti Benteke út um allt og át hann. Loksins svar frá Klopp gegn þessum stóru og sterku köppum og leikmaðurinn til að framfylgja lausnum Klopp.

    Wijnaldum og Keita voru gjörsamlega út um allt í leiknum. Geggjuð yfirferð og boltameðferð, stöðugt að leita leiða. Wijnaldum kannski helst til passívur þegar 11 Palace menn eru fyrir framan hann en ég myndi segja að þessir tveir séu fyrstir inn á miðjuna um þessar mundir. Leikurinn batnaði mikið við innkomu Henderson, án þess þó að Milner hafi verið slakur, virtist hafa verið í meira varnarhlutverki en Henderson, hvernig sem þeir fóru nú að því. Henderson kom með authority inn á völlinn og allt spil róaðist mikið. Eins voru Palace auðvitað manni færri líka, hefur sannarlega sitt að segja.

    Mane og Salah. Leikmennirnir sem breyta jafnteflisleikjum, markalausum leikjum, í sigurleiki. Salah gekk ekkert sérlega vel í þessum leik en fiskaði samt víti og átti stoðsendingu og líklega tvö bestu færin sem misfórust auk þess sem rauða spjalið kom eftir brot á honum í dauðafæri. Mané ætlar sér ekkert aukahlutverk á þessu tímabili, 3 mörk í fyrstu tveimur leikjunum, frábær í leiknum, síógnandi og ferskur.

    Ég allavega leyfi mér að dreyma núna eftir þennan leik, leik sem hefði pottþétt tapast eða glutrast niður í jafntefli á síðustu árum. Undir lok leiksins velti ég fyrir mér hvort þetta yrði þannig leikur, fá á sig mark í lokin, en nei, þá skorum við og klárum leikinn. Ákveðin heppni á köflum en ég held að við höfum átt þetta fyllilega skilið. Fleiri færi, meira með boltann, meiri ógnun, mun betra lið.

    Segi bara, hope you bring us luck, kop.is farar gegn Brighton, hadið uppi fjörinu og keyrið þetta áfram. Vonast eftir öruggum sigri og vonandi fáið þið að sjá fjölmörg mörk réttum megin.

  37. Brynjar #31 Ég get alveg verið sammála því að það er töluvert virðingaleysi að tala um skyldusigra EN í fyrra horfðum við uppá City lið sem missti aðeins af fjórtán af þeim 114 stigum sem í boði eru og þó það sé ólíklegt að það verði endurtekið í ár að þá sýna þeir enginn ummerki annað og því segi ég að EF við ætlum okkur baráttu við þá í ár að þá getum við ekki annað en horft á leiki gegn liðunum í neðri hluta deildarinnar sem skyldusigra.

    Hinsvegar á þetta lið eftir að tapa stigum einhverstaðar og þá er mikilvægt að missa ekki hausinn. Lið missa af stigum og oft ekki þar sem ætlast er til að þau geri það. City liðið sem tók 100 stig í fyrra tapaði tveimur leikjum gegn Liverpool og Man Utd en jafnteflin þeirra fjögur komu gegn Palace, Burnley, Everton og Huddersfield. Ekki staðirnir sem maður hefði búist við að þeir missi af stigum en þeir náðu alltaf að rétta sig við og vinna næsta eða næstu leiki.

  38. Sælir félagar

    Mikið er ég sáttur við allar athugasemdir sem hér hafa komið fram. Jafnvel þeir fáu sem nenna að koma með neikvæða punkta gera það á málefnalegan og frambærilegan hátt. Svona eigum við að tala um liðið okkar.

    Ég ætla að gefa einkunnir fyrir þennan leik svona mér til skemmtunar:

    Alisson 9,5. Hann átti nánast fullkominn leik án hnökra. Tvær 40 m feilsendingar draga af honum 0,5

    TA Arnold 6. Var mistækur í fyrirgjöfum en hélt Saha vel niðri þrátt fyrir allt

    Gomes. 8. Var mjög góður og steig varla feilspor. Átti risatæklingu sem ef til vill bjargaði marki.

    Virgil van Dijk 9,5. Það er bara svo erfitt að gefa 10 🙂

    Robertsson 6. Var óvenju ragur í fyrirgjöfum en ágætur varnarlega. Átti ekki nema 2 eða 3 krossa sem er lítið á hans mælikverða.

    Milner 8. Þrátt fyrir að hann hafi oft sést meira í sóknarleiknum þá verndaði hann TAA og Gomes mjög vel. Skoraði mark úr víti rétt fyrir leikhlé sem skipti mjög miklu máli.

    Wijnaldum 7. Var mjög solid á miðjunni og átti mikinn þátt í að Liverpool dómineraði miðjuna.

    Keita 7. Átti mjög góða spretti en hefði mátt vera virkari í varnarleiknum t. d. þegar hann tapaði boltanum og Townsend náði stórhættulegu skoti á markið. Átti gullsendingu á Salah.

    Salah 8,5 . Var síógnandi og tók mikið til sín. Fiskaði víti og átti stoðsendingu.

    Firmino 7. Hefur átt betri daga frammi en er þó alltaf góður, vinnusamur og skapandi

    Mané 8. Skoraði frábært mark og lokaði leiknum. Hraði hans og geta sköpuðu oft hættu fyrir andstæðinginn.

    Andstæðingurinn C. Palace 8. Afarvel skipulagt lið með stórhættulega leikmenn innan um. Palace menn eiga eftir að reita mörg stig á heimavelli sínum sem er líklega einn erfiðast
    útivöllur í deildinni.

    Þetta eru mín 5 cent í dag.

    Það er nú þannig

    YNWA

  39. Efast um það sé nokkurt lið í deild sem langi að mæta Liverpool um þessar mundir. Sé hvergi veikan punkt á því um þessar mundir Vvd er eins og 2 menn þarna aftast 75m var of ódýrt fyrir hann.

  40. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst nú þrátt fyrir allt dálítið sorglegt fyrir Loris Karius að enda í Tyrklandi. Sem margir líta á sem ruslakistu deild. Hann var einn sá allra efnilegasti í Þýskalandi, móðurlandi markvarðanna, en hrapið er rosalegt. Þó ég hafi ekki viljað sjá hann oftar í Liverpool treyju þá kenni ég samt í brjósti um hann.

    Og þá er það sagt.

  41. Hannes Daði.

    Sagan hefur sýnt sig að Barcley League er vettvangur hinna óvæntu úrslita. Ástæðan er augljóslega sú að það eru gæði að finna allstaðar í deildinni og því fáranlegt að tala um skildusigra þegar Fullham, Huddesfield, Brighton Hovie Southamtdon eða hvaða lið sem er geta tekið stig eða stolið sigri gegn einhverju af topp 6 liðunum.

    Svo vill gleymast að Man City vann marga af þessum “skildusigrum” í uppbótartíma eða í lokin af leiknum. Svipaða sögu er hægt að segja um Tottenham og Man Und. Ástæðan er einföld. þeir eru að spila við góð lið og þurftu á öllu sínu að halda til að knýja fram úrslit.

    Klopp hefur ítrekað talað gegn þessu “skildusigrahugarfari” og bent á að liðið þurfi alltaf að spila sinn besta leik til að eiga möguleika á sigri og ég sé ekki betur en það sama eigi við um Gardiola. Þeir byggja sigurhugarfarið á því að liðin þeirra verði að halda sig á tánum og bera virðingu fyrir andstæðingnum. Fara í alla leiki með 100 % hugarfar og leggja allan sinn styrk í leikina.

  42. Sammála mönnum að hafa Allison á milli stanganna er gulls ígildi. Allt annað tempo í gangi í vörninni fyrir vikið. Öruggar hraðar sendingar, ekkert panick. Þetta kemur kannski ekki fyrir í einhverri tölfræði en sóknarmöguleikar andstæðinganna hafa minnkað til muna og okkar spil orðið mun betra sömuleiðis. Framlengja strax við kappann til 2030.

  43. Smá Liverpool frétt.
    Ég held að þetta sé rétt hjá mér en einhverjir vita betur þá mega þeir endilega leiðrétta mig.

    Í kvöld var mikilvægur leikur fyrir Liverpool í meistaradeildinni. Benfica 1 – 1 PAOK en það er fyrri leikurinn hjá þessum liðum. Ég held að ef PAOK klárlar þetta einvígi þá fari Liverpool í pot 2 þegar dregið er í riðla í meistaradeild en ef Benfica vinnur þá förum við í pot 3 .

    Þótt að ég myndi alltaf treysta Liverpool að fara upp úr riðli í meistaradeild þá væri auðvita þægilegra í mikili leikjatörn á Englandi að fá svokallaðan auðveldari andstæðing í miðri viku í vetur.

  44. Sigurður #43.

    Það er rétt. Það eru gefinn ákveðin stig fyrir fyrrum ár og meira segja held ég hversu oft við höldum hreinu og svo framvegis. Pako hafa 29.000 stig og Benfica 80.000. Við stöndum í 60.000 enda höfum við ekki riðið feitum hesti þar undarfarin ár á meðan Benfica hefur oftast komist inn án þess þó að gera miklar gloríur en Benfica munu fara í pot2 vegna fleirri “stiga” og við detta í pot3. Þannig við höldum með Pako mönnum í seinni leiknum. Við viljum auðvitað keppa við þá allra bestu eins oft og hægt er en það væri ekki verra deildarinnar vegna að komast “auðveldlega” í gegnum þessa riðlakeppni. Leikir eftir evrópu hafa oft verið ansi snúnir.

  45. Vá þvílíkt mikilvægt að vinna þennan er sammála fólki að fyrir stuttu hefðum við tapað þessum leik Alisson vá bara vá loksins alvöru markmaður er ekkert að leiðast þessa dagana 🙂

  46. Ég sagði það fyrir leik að Sakho myndi sína klaufaskap sem hann er þekktur fyrir. Sérstaklega gegn fljótum mönnum. Hann gaf ekki bara vítið. Átti allavega eina mflotta tilraun til þess að gefa mark í fyrri hálfleik. Átti þá góða sendingu á okkar mann og komumst í dauðafæri. Annað . Benteke átti frábært skot sem hefði ekki verið inni á rugby marki.

    Skiptum á VVD og Sakho. Líka Benteke og Salah.

    Geggjaður sigur á topp 5 erfiðustu utivöllunum að mínu mati.

  47. Hvað er hægt að segja um Virgil van Dijk?

    Er einhver hafsent í heiminum sem hefur sama hraða, styrk og knattspyrnuhæfileika og þessi ágæti varnarmaður. Það er eiginlega nákvæmlega sama hvaða varnarmenn lið eins og Manstueftir United eða Arsenal kaupa að enginn þeirra verður jafn góður og Virgil. Hann er líka öflugur stjórnandi í vörninni og með þessa “nærveru” sem er svo mikilvæg uppá sjálfstraust og stöðugleika í vörninni. Held að hægt sé að segja að hann sé “allur pakkinn”.

    Að fá svona markmann fyrir aftan hann þá held ég að þetta gæti orðið tímabil þar sem við þurfum ekki alltaf að skora 3-5 mörk til að vinna, heldur gæti okkur dugað eitt mark og haldið hreinu.

    Eina sem maður getur pirrað sig á í upphafi tímabils er það hvað það er hrikalega langt á milli leikja.

    YNWA

Liðið gegn Crystal Palace

Podcast – Baráttusigur í London