Sumarglugginn 2018

Þar með höfum við það leikmannamarkaðurinn er lokaður og ensk lið geta ekki keypt fleiri leikmenn. Þetta var vægt til orða tekið áhugaverður gluggi og þá helst fyrir það hvað liðin gerðu ekki frekar en hvað þau gerðu. Rennum lauslega yfir þetta.

Liverpool

Af toppliðunum hljótum við stuðningsmenn Liverpool að vera ánægðastir með þennan glugga og raunar leikmannakaup ársins 2018 í heild. Verum alveg róleg samt með að taka ekki full Everton á þetta sem “unnu” leikmannagluggan í fyrra en það er allt í lagi að vera jákvæð.

Liverpool eyddi mest allra í deildinni í sumarglugganum (£175m) en þetta er í fyrsta skipti í 20 ár sem það hefur gerst. Þessar fjárhæðir voru líka mjög vel nýttar enda kominn punktur fyrir aftan umræðu um markmann, varnartengilið og miðjumenn. Miðvarðarvandræðin voru leyst í janúar og Liverpool þurfti ekki að eyða krónu sumar til að laga bakvarðastöðurnar sem hafa verið eilífðarvandamál.

Ennþá mikilvægara var að Liverpool heldur öllum sínum bestu leikmönnum fyrir utan Emre Can, hans skarð er vel hægt að fylla og ef allt er eðlilegt styrkir Fabinho þessa stöðu. Salah og Firmino eru nýbúnir að gera nýjan samninga og Mané er líklegur til að gera það líka bráðlega. Keita, Van Dijk og Alisson eru allt nýjir leikmenn sem allir voru eftirsóttir af toppliðunum.

Glugginn er auðvitað ekkert fullkominn en við erum aðalega að svekkja okkur á því að breiddin sé tæp í nokkrum stöðun. Það var ekki tekið viðtal við stuðningsmann Man City í fyrra sem talaði ekki um að hópurinn væri tæpur í 1-2 stöðum, samt náði Man City 100 stigum. Stuðningsmenn eru líklega aldrei 100% sáttir við hópinn. Persónulega er ég svekktur að hinn mjög svo spennandi Fekir hafi dottið uppfyrir, sérstaklega úr því það var komið eins langt og það var. Eins vegna þess að mér lýst alls ekkert á að fara inn í enn eitt tímabilið með Sturridge í mikilvægu hlutverki, sama hvað hann hefur skorað í sumar.

Liverpool er miklu sterkara í dag en liðið var fyrir 12 mánuðum og svo má ekki gleyma þeim risafaktor sem Klopp er. Við höfum séð flesta leikmenn bæta sig töluvert undir hans stjórn og allar líkur á að núverandi leikmenn haldi áfram að bæta sig.

Man Utd

Það hefur engin talað meira um hversu ömurlegt sumarið var hjá United heldur en stjóri liðsins sem er í mikilli herferð að tala niður væntingar til liðsins. Fyrir sumarið hefði ég aldrei trúað því að Fred yrði eina bætingin við aðallið United þó hann sé vissulega góð viðbót.

Gleymum samt ekki að þetta er einn dýrasti hópur sögunnar og næst dýrasta lið deildarinnar. Það spáðu flestir titilbaráttu milli Man Utd og Man City fyrir ári síðan og það lið er allt ennþá hjá United + Fred Flintstone.

Aðal óvissan er stjóri liðsins og hversu lengi stuðningsmenn liðsins nenna að horfa á fótboltann sem hann bíður uppá. United er erfitt að brjóta niður og var að safna mikið af stigum á síðasta tímabili. United féll líka snemma úr leik í Meistaradeildinn gegn Sevilla og þurftu ekki að leggja sama púður í þá keppni og Liverpool, nýjasta útspil Mourinho er samt að láta eins og þeirra tímabil hafi verið miklu betra en Liverpool þar sem þeir enduðu ofar í deildinni.

United er alveg með lið til að vinna mótið en til að eiga séns á því þarf Mourinho heldur betur að finna mojo-ið sitt aftur. Eins og staðan er í dag er mun líklegra að í hönd sér að fara hið hefðbundna þriðja tímabil þar sem jafnvel þeir hörðustu/blindustu fá ógeð á honum.

Öfugt við leikmenn Klopp sér maður ekki fyrir sér sömu bætingu leikmanna milli ára hjá Mourinho, ef eitthvað er undanfarið hafa góðir leikmenn dalað. Hann hefur reyndar í gegngum tíðina ekki notað unga leikmenn mikið sem skýrir þetta að einhverju leiti. Hversu mikils virði eru framfarir leikmanna milli ára hjá t.d. Klopp, ígildi 1-2 leikmanna?

Hápunktur gluggans hjá United er líklega það að Real Madríd hefur loksins keypt heimsklassa framtíðarmarkmann og það er ekki De Gea. Hvar hefði þetta lið endað í fyrra án De Gea?

Tottenham

Pochettino sagði strax í vor að hann þyrfti stuðning frá stjórn félagsins til að taka Tottenham á næsta level. Tottenham hefur verið ótrúlega nálægt því undanfarin ár að vera með lið sem getur barist um titilinn og þeir eru klárlega með nógu góðan stjóra til að vinna deildina. Það er því nokkuð magnað að sjá Tottenham ekki kaupa einn einasta leikmann í sumar.

Stóra málið hjá þeim er að þeir missa ekki heldur neinn leikmann og Pochettino vinnur mjög vel með þann hóp sem hann hefur og bætir leikmenn mikið milli ára. Þeir verða alveg sterkir áfram og mögulega er stöðugleiki hjá þessum leikmannahópi ekkert slæmt sumar.

Þetta sumar lyktar samt meira af því að Pochettino hafi þurft að selja til að kaupa og nýr heimavöllur sé þungur baggi. Erfitt að sjá jákvæðar hliðar þess að standa í stað á meðan Liverpool bætir sig líkt og þeir hafa gert og City er með þetta forskot fyrir.

Pochettino er á fimmta tímabil með Tottenham og hefur hingað til alltaf stungið upp í þá sem efast um liðið. Nær hann því enn eitt árið?

Chelsea

Líklega eru Chelsea menn nokkuð sáttir við þennan glugga miðað við í hvað stefndi. Þetta er varnarsigur hjá Sarri enda fer aðeins einn lykilmaður sem átti lítið eftir af samningi og í stað hans fá þeir dýrasta markmann í heimi. Miðjan hjá Chelsea var sterk á síðasta tímabili en hún er scary fyrir þetta mót. Jorghinho er Sarri álíka mikilvægur og maður ímyndar sér að Keita verði hjá Klopp. Kovacic er frábær leikmaður einnig sem eykur breiddina til muna. Fyrir eiga þeir Kanté sem er einn besti miðjumaður í heimi. Sarri gæti svo kveikt verulega í Hazard og sérstaklega Morata fyrir framan markið, þeir ættu að eiga töluvert inni.

Man City

Þeir bæta Mahrez við þennan hóp sem er auðvitað frekar scary en breiddin er þar fyrir utan óbreytt og nokkrir lykilmenn komnir til ára sinna. Jorginho var stóra skotmark sumarsins og úr því hann klikkaði verður Fernandinho líklega áfram í lykilhlutverki á miðjunni. Staðreyndin er auðvitað að lið sem nær 100 stigum þarf ekki að gera mikið á leikmannamarkaðnum.

Man City á svo töluvert af gríðarlega efnilegum leikmönnum sem Guardiola gefur líklega meiri séns í vetur en hann gerði í fyrra. Það sást í sumar að þessir strákar eru margir alvöru góðir.

Arsenal

Arsenal getur eiginlega ekki annað en bætt sig, liðin fyrir neðan ættu ekki að vera það mikil ógn og leiðin því engöngu uppávið eftir síðasta tímabil. Þeir fá inn nýjan stjóra sem er líklega töluvert betur í takti við tímann en Wenger og er það stjóra breytingin hjá þeim.

Markmannsstaðan var meira vesen hjá Arsenal en Liverpool og þar hafa þeir fengið inn nýjan mann. Eins vantaði þeim sárlega varnartengilið og nýjan miðvörð og bættu úr því. Sóknarlína liðsins er í Meistaradeildarklassa og gæti nýr stjóri unnið með það. Aubameyang er t.a.m. 30 marka sóknarmaður. Smá Europa League esq leikmannakaup en alls ekkert versti gluggi toppliðanna.

Everton

Það er alveg ljóst að nýr eigandi Everton stefnir á að koma liðinu uppávið og næsta skref er að komast inn í topp sex liða pakkann. Eftir daginn í dag er Everton liðið líklegra til að gera atlögu en það var. Óli Haukur orðaði þetta vel þegar hann sagði að það væri eins og Everton sé að spila Football Manager í dag, komnir í vesen með gluggann og tóku bara gamla góða Player Search > Transfer Listed og buðu í 5 menn!

Þetta er samt miklu gáfulegri gluggi en Everton átti fyrir ári síðan þegar liðið keypti bara sóknartengiliði. Mina inn fyrir Williams gæti styrkt liðið verulega enda Williams hræðilegur í fyrra. Richarlison inn fyrir Rooney ætti sömuleiðis að vera mikil styrking á liðinu, sérstaklega þar sem Silva er tekinn við liðinu.

Bernard á frjálsri sölu frá Shaktar gætu orðið bestu viðskipti gluggans og Lucas Dinge í vinstri bakvörðin er styrking á veikri stöðu. Andre Gomes kemur svo frá Barcelona og ætti í það allra minnsta að vera bæting á Klaassen.

Mesta bætingin á Everton milli ára gæti þó orðið sú að Gylfi er einn um tíuna og ætti að verða allt í öllu á miðjunni hjá Everton í vetur. Jafnvel að þeir hafi vit á því að láta hann taka föst leikatriði.

Flestir af þessum nýju leikmönnum hafa auðvitað ekki náð svo mikið sem æfingu hjá nýju liði og Silva hefur enn ekki stjórnað leik þannig að það gæti alveg tekið tíma að slípa lið Everton saman.

Maggi Þórarins fer yfir West Ham í upphitun sem er væntanleg bráðlega en þeir létu einnig til sín taka. Nýliðar eins og Wolves og Fulham voru einnig með læti á markaðnum.

Niðurstaða: Liverpool bætti sig töluvert í sumar og kláraði líklega nánast allt sem lagt var upp með fyrir sumarið. Fabinho og Keita voru klárir áður en glugginn opnaði. Sama er klárlega ekki hægt að segja um önnur topplið sem bættu sig flest mun minna en maður bjóst við. City ætlaði sér klárlega Jorginho, Chelsea vildi klárlega meira en panic kaup á markmanni í stað Courtois, Mourinho er endanlega búinn að tapa gleðinni og Tottenham keypti ekki neitt. Arsenal keypti í svipaðar stöður og Liverpool en það sást vel á innkaupunum hvort liðið er í Meistaradeildinni.

Eins og ég sagði í dag, það liggur við að maður geri atlögu að handarhlaupi eftir þennan sumarglugga.

2 Comments

  1. Ég fer ekki ofan af því að besta ráðning Liverpool síðan ég veit ekki hvenær er þegar Jürgen Klopp var fenginn til að stjórna Liverpool. Hér að neðan er það sem hann hefur að segja um Danny Ings sem kveður nú okkar ástkæra kúbb:

    ######

    Jürgen Klopp has paid a heartfelt tribute to Danny Ings after it was confirmed the striker will leave Liverpool to join Southampton.

    The striker will initially move to St Mary’s on a season-long loan before the transfer is made permanent on July 1, 2019.

    It brings a three-year spell at Anfield to an end following a switch from Burnley, during which time Ings was forced to battle back to fitness from two serious knee injuries which restricted him to just 25 appearances and four goals.

    Klopp admits it is with a heavy heart he granted the popular 26-year-old the opportunity to leave the Reds, telling Liverpoolfc.com: “It is a very strange feeling saying goodbye to Danny. The biggest emotion is how much we will miss him.

    “He is such an outstanding boy. Honestly, if you could bottle character and spirit, his would sell worldwide – he is so incredibly positive and full of energy. But we won’t just miss his character because he is a footballer who has all the tools.

    “What is clear is that in his time here he had zero luck really, certainly in my time. Before joining I tried to watch as many games on tape as I could from the season so far and Danny Ings stood out as someone I was really looking forward to coaching.

    “We all know his story and the bad luck he has had since then.

    “It’s why the other emotion is that of being pleased for Danny that he has such a good move and his future is now very bright.

    “When he said to us he thinks this is the window it might be best to look elsewhere, for the sake of his career and playing more regular football, it was clear early on that Southampton has great appeal to him personally. It’s his home, his family is there, it’s his boyhood club. They have a great manager and I think the supporters and him will feed off each other’s passion and energy.

    “So we say farewell to a friend, but for Danny I know the best chapters in his personal story are still to be written. He is as fit now as at any point of his career I would bet and he just requires the opportunity.

    “He has that opportunity and on behalf of his Liverpool family we say good luck Danny and we will miss you.”

    #####

  2. Engin Real Madrid hegðunnarmáti hjá Man und á markaðnum ? Það kemur mér á óvart.

    A- Er það vegna þess að leikstíllinn fæli stærstu bitana að spila fyrir Man Und og tala nú ekki um stjórann sem hraunar jafnt yfir sína leikmenn og önnur lið í viðtölum ?
    B- er það vegna þess að þeir eru að bíða með stóru kaupinn þangað til þeir finna rétta stjórann í starfið ?

    C- Er launapakkinn orðinn svo hár að þeir geta ekki bætt við sig meira af stórstjörnum án þess að selja leikmenn ? Sem sagt að opinbera bókhaldið er ekki að segja alla söguna um stöðu klúbbsins.

    Vissulega eru þetta getgátur en ég get ekki annað en spurt mig þessara spurninga.

    Vissu þeir kannski að Heimir Hallgríms er laus en höfðu ekki kynnt sér með hvaða liði hann heldur með í enska boltanum 🙂

Lokadagur gluggans

Spá Kop.is – fyrri hluti