Æfingaleikur: Chester – Liverpool

Í dag fór fram æfingaleikur milli Chester og Liverpool, reyndar á sama tíma og England og Svíþjóð léku á HM. Af einhverjum ástæðum var ekki hægt að færa þennan æfingaleik, mögulega barst sú beiðni ekki með 3ja vikna fyrirvara eins og krafa er um í slíkum tilfellum.

Klopp stillti upp tveim liðum í sitt hvorum hálfleiknum, Moreno var fyrirliði í þeim fyrri og Milner í síðari.

Karius

Clyne – Gomez – Phillips – Moreno

Fabinho – Jones – Woodburn

Wilson – Solanke – Origi

Í síðari hálfleik var stillt svona upp:

Ward

Robertson – Klavan – Phillips/Chirivella – Camacho

Milner – Keita – Kent

Ojo – Ings – Sturridge

Það er skemmst frá því að segja að okkar menn áttu góðan dag. Wilson setti fyrstu tvö mörkin og staðan því 2-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik byrjaði Milner á að skora úr eina vítinu sem Liverpool fær á þessari leiktíð eftir að Ojo var felldur í teignum. Síðan skoraði Sturridge, Kent átti næsta mark með góðu langskoti, Ings átti svo næsta mark áður en Sturridge bætti við öðru. Lokastaðan því 7-0.

Það var haft orð á því að Woodburn hafi virkað massaðri heldur en áður, kannski er hann einfaldlega bara búinn að vera í ræktinni allt síðasta tímabil og það er að koma í ljós núna. Þá er ljóst að Harry Wilson heldur áfram að banka all hressilega á dyrnar hjá aðalliðinu, og eins kæmi ekki á óvart þó Curtis Jones haldi áfram að vekja athygli.

Það er síðan skammt stórra högga á milli því liðið mætir Tranmere á þriðjudaginn.

27 Comments

  1. Gaman að boltinn er byrjaður að rúlla hjá þeim sem ekki eru að spila á HM. Kannski ekki besti andstæðingur í heimi en þó verðugur eins og öll lið á Englandi enda góð lið niður um allar deildir. Með því að skoða þessar tvær uppstillingar sést hve suddalega góður hópur Liverpool er með þegar flestir eru ómeiddir. Síðan er tæplega hálft lið fyrir utan þessa. Vá, hvað þetta er spennandi.

  2. Fínasta æfing hjá okkur og þessi markatala 0-7 minnir mig á CL-tímabilið okkar í fyrra. Hlakka til þegar HM verður loksins búið og við getum farið að einbeita okkur að því mikilvægasta.

  3. Sælir félagar

    þetta var mjög góð frammistaða og Sturridge leit ógeðslega vel út og sýndi hversu gífurlega hæfilrikaríkur hann er. Fyrirstaðan var ekki mikil rétt er það en nánast allir litu vel út og ber þó sérstaklega að nefna Jones, Woodburn, Ojo og Kent. Mér sýnist þó að tveir þeir fyrrnefndu ættu skilyrðislaust að vera í aðallliðshópnum í vetur. Gleðilegt og Keita leit vel út en Fabinho ef til vill ekki alveg í takti en það mun koma.

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Þoli ekki þegar Sturridge gerir þetta. Lýtur vel út svo að maður dettur í að við verðum að halda honum svo meiðist hann eða dettur í fýlu þegar hann byrjar ekki leik.

  5. Sturridge verður seldur eða lánaður á næsta tímabili hann passar ekki i lið okkar sem vill hápressa andstæðinginn….

  6. Ég er á því að það eigi bara að gera læknisskoðun á Sturridge. Ef hann hefur burði til að spila í ensku úrvaldsdeildinni, þá eigum við að halda honum.

    Ég er ekki sammála því að hann fitti inn í leikstíl Jurgen Klopp. Hann er einn besti framherji í Evrópu þegar hann er heill heilsu, er snöggur, markaskorari af guðsnáð og með frábært auga fyrir sendingum og ég sé ekki neinn annan leikmann sem á raunhæfan möguleika að slá Firmino úr framherjastöðunni. Reyndar yrði Firmino aldrei tekinn úr byrjunarliðinu. Hann yrði þá bara færður niður á miðjuna. Firmino er einn af okkar allra bestu leikmönnum.

    En þegar álag tímabilsins færist yfir, þá þurfum við á gæðum að halda. Ég hef trú á því að það sé hægt ef hann passar vel upp á sig og hann er ekki látinn spila alla leiki. Það var planið síðasta tímabil.

    Það var t.d hann sem tryggði okkkur áframhaldandi setu í deildinni með mikilvægum mörkum í lok þar síðasta tímabil.

    Þetta er bara svo sorglegt því hæfileikarnir sem gaurinn hefur eru óumdeilanlegir.

  7. Varðandi Sturridge: ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:

    a) klúbburinn er tilbúinn að borga þau laun sem hann er á (sem eru há)
    b) Klopp er tilbúinn að vera með leikmann í liðinu sem gæti verið helming tímans á sjúkralista
    c) Sturridge er tilbúinn að spila bara endrum og sinnum, jafnvel líka þegar hann er heill

    þá er allt í lagi að halda honum. En við getum náttúrulega alls ekki stólað á eitt eða neitt frá honum.

  8. Vonandi kemur Fekir eða Julian Brandt í stað Sturridge…Daníel á að fara í frönsku eða spænsku deildina þar sem minni harka er…

  9. Kannski verður Sturridge óvænta leynivopnið okkar í vetur, ef hann helst heill.

  10. Ætlar bara enginn að hafa orð á þvi hvað Lovren okkar er að standa sig

  11. Keyra á Sturrige í öllum æfingarleikjunum og sjá hvort hann haldi og ef hann gerir það þá nota hann í bikarleiki því við verðum að fara taka einhverjar litlar bikara því við verðum ekki í úrslitaleikjum ár eftir ár í CL.

  12. Nú þegar Buffon er kominn til Psg er ekki málið að fá K Trapp til okkar , hann er varla að fara að vera þriðji markvörður þeirra næsta season. Væri hann ekki vænlegur kostur fyrir okkur og í ódýrari kantinum ?

  13. Veit einhver hvenær Brewster verður heill? Væri gaman að sjá hann spila aðeins á undirbúningstímabilinu. Annars held ég að ekkert eigi eftir að koma úr Sturridge. Ég hef fallið of oft í þá gildru að vonast eftir einhverju frá honum, en hann bara getur ekki haldist heill og hefur aldrei gert það.

  14. Manni langar alltaf að halda Sturrigde ,af því að hann er svo góður í fótbolta, en því miður fyrir karlgreyið er hann ekki með skrokk í þetta. Við verðum bara að sætta okkur við það og leyfa honum að fara ,til þess að við séum ekki að svekkja okkur á þessu ár eftir ár.

  15. Það á fyrir löngu að vera búið að selja Sturridge. Hvenær hættir þetta Stokkhólmsheilkenni hjá Liverpool aðdáendum á sumrin þegar hann sýnir smá lit í nokkrar vikur í æfingaleikjum en getur svo ekki dick þegar deildin byrjar bara svo hann hangi inni á þessum risasamningi sem hann er á?

    Ég myndi spila frítt fyrir Liverpool út ævina. Gaurinn er á risalaunum við að gera ekki neitt og vorkenna sér. Komið þessum manni frá Liverpool og það strax.

  16. Sturridge er snillingur og frammistöður hans í lok þar seinasta tímabils tryggðu okkur í meistaradeild, hann hefur tekið bekkjarsetunni eins og fagmaður þegar hann er heill og kemst ekki í lið og hann er 10 sinnum betri en ings og solanke til samans. vil allann daginn gefa honum séns á því að haldast heilum þótt það sé ólíklegt að hann verði tilbúinn meira en helminginn af timabilinu því þetta snýst um gæðin sem okkur hefur sárlega vantar á bekknum seinustu 10 ár eða svo.

Opinn þráður – HM búið hjá sóknarlínunni

Harry Wilson framlengir…aftur