Leikjaplan og miðar á leiki

Þá er það komið út, leikjaplanið í vetur.

Það er að finna hér í fyrstu útgáfu en auðvitað á eftir að færa til leiki vegna sjónvarpsútsendinga og þátttöku í Meistaradeildinni.

Þetta er alltaf skemmtilegur dagur, West Ham koma á Anfield í fyrsta leikinn, fyrsti útileikurinn er á Selhurst og síðasti leikur heima við Úlfana. Við verðum vígslulið nýs White Hart Lane og spilum geggjaða heimaleiki í desember.

Samstarf við Norwegian Sports Travel

Nú á dögunum var gengið frá því að ferðaskrifstofan Norwegian Sports Travel mun geta aflað lesendum kop.is opinbera miða á alla leiki Liverpool á Anfield í vetur og hóteli í tengslum við leikina. Við munum fljótlega búa til flýtihnapp hér á síðuna sem flytur lesendur yfir á þeirra síðu en þangað til er hægt að smella á þennan hlekk hér og hann mun flytja ykkur yfir á bókunarsíðuna.

Allir deildarleikir tímabilsins eru komnir í sölu hjá þeim frá og með deginum í dag. Nú um helgina munum við láta vita af þeim leikjum sem munu verða fyrir valinu sem “Kop.is-ferðir” með því prógrammi sem þar hefur fylgt undanfarin ár og þá verður líka komin leiðbeiningasíða um hvernig fara á um bókunarvef þeirra.

Athugið að það er tilboð hjá þeim á fyrsta leik tímabilsins við West Ham fyrir þá fyrstu sem bóka þar

Mig langar þó sérstaklega að benda á að fyrir fyrstu kaup á síðunni þarf að skrá sig inn (register) með helstu upplýsingum. Til að fara framhjá kvöð þeirra norsku um að fljúga frá Osló og fá Kop-afslátt þá þarf að slá inn afsláttarkóðann “kopis” á fyrsta skrefi lokagreiðslunnar (ekki gæsalappir).

Hér er um opinberan söluaðila að ræða, miðar eru allt e-miðar sem eru sendir í tölvupósti til hvers kaupanda strax eftir kaup og með aðgengi að Reds Bar frá 3 klukkutímum fyrir leik og 1 klukkutíma að leik loknum, sæti í Kenny Dalglish stand. Tvær nætur á Premier Inn eru innifaldar og rúta til og frá leikstað, hins vegar þarf að kaupa flug sér og það að koma sér til hótels í Liverpool er á ábyrgð hvers og eins!

Að öðru leyti vísa ég bara í það að fólk smelli á hlekkinn og fari að skipuleggja ferð á völl allra valla. Þegar að leikir í Meistaradeild og bikarkeppnum eru klárir koma þeir líka inn á síðu Norðmannanna.

17 Comments

  1. Sælir félagar

    Þetta er flott og kemur örugglega mörgum vel. Ég reikna þó með að nýta Premier ferðir hjá Sigga Sverris nema ef ég fer í Kop ferð þá fer maður auðvitað með hópnum. Þó mun maður tékka á verðum og svona. Samkeppnin lifi.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Ein pæling, er það virkilega þannig að einu sunnudagsleikir tímabilsins er síðasta umferðin? Eða er ég að misskilja þetta svakalega?

  3. #2
    Það verða fleiri sunnudagsleikir. Skysports og BT eiga eftir að raða niður einhverjum leikjum á fös,Sun og Mánudaga.

  4. #2

    Þetta er semsagt prógrammið núna, ÁÐUR EN Sky og BT velja sér leiki til að færa. Það ætti að verða ljóst í lok mánuðarins hvaða leikir færast yfir á sunnudaga og jafnvel föstudaga.

    Bjútíið við norsku síðuna er að þú getur pantað miða á leikinn og þá fest þér 2 nætur á hótelinu ódagsett núna. Ef leikurinn er á sunnudag eru það laugardags og sunnudagsnótt, ef það er leikur á laugardag er það föstudags og laugardagsnótt. Það er svo mjög einfalt að bæta við þriðju nóttinni á síðunni (eykur auðvitað kostnað) sem er þá yfirleitt alltaf föstudagsnótt (sem rímar t.d. mjög vel við flugmöguleika frá Íslandi).

    Eina meitlaða dagsetningin í stein er lokaumferðin…

  5. Það er svo sem aldrei hægt að vera fúll yfir leikjaplanið því að allir spila einfaldlega við alla en þó eru nokkrir hlutir sem maður hefur auga á.
    Man utd heima 15.des og úti 23.feb og Everton heima 1.des og úti 2.mars

    Fyrstu leikir tímabilsins til að koma liðinu í gang.
    West Ham H
    C.Palace Ú – hafa oft reynst okkur erfiðir á þessum velli
    Brighton H
    Leicester Ú

    Það ættu að vera nokkur stig þarna en 3 af næstu 4 á eftir eru gegn Tottenham, Spurs og Man City.

    Svo horfir maður á jólavertíðina þegar spilað er gríðarlega þétt og lið geta farið hratt upp og niður töfluna en á undan í des er Everton, Burnley, Bournmouth, Man utd og Wolves.
    26.Des Newcastle H
    29.Des Arsenal H
    2.Jan Man City Ú

    Þetta er svakalegt þétt prógram gegn góðum liðum.

    Svo er það lokaleikirnir þetta run í endan þegar 30 leikir eru búnir og lið sjá glita í eitthvað skemmtilegt.
    Fulham Ú
    Tottenham H
    Southampton Ú
    Chelsea H
    Cardiff Ú
    Huddersfield H
    Newcastle Ú
    Wolves H

    Þetta lítur ágætlega út. Tveir heimaleikir gegn stórliðum og svo lið í neðrihelming.

  6. 5#” Það ættu að vera nokkur stig þarna en 3 af næstu 4 á eftir eru gegn Tottenham, Spurs og Man City.” eitthvað vitlaust þarna, spilum örugglega ekki tvisvar í röð gegn Tottenham 🙂

  7. Þetta er fínasta prógram, byrjar og endar nokkuð þægilega og frábærir jólaleikir. Það besta við það er samt sennilega að það er heimaleikur á eftir öllum meistaradeildarleikjunum, þó sumir þeirra séu vissulega frekar snúnir (city, everton og united).

  8. De Gea að gera mistök líkt og Karius, lítur út fyrir að fleiri en Karius eru færir um slík mistök.

  9. Þetta skot sem de drusla var að klúðra var mun auðveldara skot en Karíus klúðraði, hann á eftir að verða mjög góður, jafnvel nógu góður fyrir okkur, hann Karíus, bara ekki alveg þar ennþá.

  10. Strákar mínir, munurinn er sá að Karius á ekkert inni. Hann er búinn að vera sæmilegur í nokkra mánuði, Mignolet átti líka svoleiðis spretti. De Gea er hins vegar búinn að vera besti markmaður deildarinnar og besti leikmaður Man U seinustu skrilljón árin. Og hann gerði mistökin þar fyrir utan EKKI í stærsta leik lífs síns.

  11. Þýðir ekki að ég sé endilega búinn að gefa hann uppá bátinn en þessi samanburður er einfaldlega kjánalegur.

  12. tökum aðeins liverpool gleraugun niður, boltinn skoppaði rétt áður en hann lenti í höndunum á de gea, hjá karius var ekki einu sinni snúningur á boltanum eða neitt. já hann gæti orðið góður en er búnað fá nóg af þessu markmanns kjaftæði hjá liverpool seinustu ár, vil sjá alvöru markmann sem er vinna fyrir okkur leiki ekki tapa þeim

  13. Ekki alveg sanngjarnt að tala um mistök Karíus á móti RM, hann fékk heilahristing og því í raun ekki leikhæfur. Fuck Ramos.

Fekir vonbrigði sumarsins?

HM truflar Liverpool lítið