Fekir vonbrigði sumarsins?

Það er líklega ekkert meira pirrandi þegar kemur að leikmannaglugganum en þegar stóru leikmannakaup sumarsins falla á læknisskoðun. Fréttaflutningur af kaupum Liverpool á Nabil Fekir hafa verið alveg einstaklega ruglandi og pirrandi núna um helgina en niðurstaðan virðist vera sú að hann hafi fallið á læknisskoðun. Ef það er raunin er að sjálfsögðu lítið við því að gera, þetta er einmitt ástæðan fyrir því að leikmenn fara í ítarlega læknisskoðun.

Það virðast vera einhver vonbrigði á leikmannamarkaðnum á hverju sumri þegar kemur að Liverpool og ef að Fekir féll á læknisskoðun eru það klárlega vonbrigði. Hversu mikil vonbrigði þetta eru fer eftir því hvernig Liverpool vinnur úr þessu. Það var svosem ljóst fyrir en núna fer ekkert á milli mála að Klopp vill fá leikmann í þær stöður sem Fekir leysir.

Síðasta sumar voru það Van Dijk og Keita sem klikkuðu. Keita var keyptur með ársfyrirvara sem var svosem betra en ekkert á meðan við fórum miðvarðarlaus og í óvissu inn í tímabilið eftir ótrúlegt fíaskó í kringum Van Dijk.

Fekir hefur ekki verið mikið meiddur undanfarin ár og þessir 10 leikir sem hann hefur misst af hafa ekki verið vegna hnémeiðsla. Hann hinsvegar missti af tímabilinu fyrir þremur árum eftir að hafa slitið krossband.

Þetta minnir alveg rosalega á Loic Remy blessaðan sem ég var búinn að bjóða velkominn fyrir nokkrum árum en hann féll á læknisskoðun. Væri fróðlegt að sjá hversu mörg af þessum stóru leikmannakaupum klikka vegna þess að leikmenn falla á læknisskoðun?


Fekir er sá eini sem er staðfest að Liverpool er að reyna að kaupa og eftir Fabinho er nokkuð ljóst að menn eru fullkomlega að giska og geta í eyðurnar með rest. Sá sem hefur verið hvað háværastur undanfarið er Xherdan Shaqiri sem ku vera falur frá Stoke fyrir 12m sem er ekkert verð fyrir leikmann í þeim gæðaflokki. Hann er 26 ára og átti auðvitað aldrei að dúkka upp í Stoke City. Hann væri líklega ekki hugsaður sem byrjunarliðsmaður svona til að byrja með en klárlega kaup sem færu í svipaðan flokk og Andy Robertson og Ox-Chamberlain. Ef einhver getur unnið með þá hæfileika sem Xherdan Shaqiri býr yfir er það stjóri Liverpool. Tölfræðin sýnir líka að hann er betri sóknarmaður með betri mönnum í kringum sig. Ótrúleg staðreynd auðvitað að sóknarmaður komi betur út hjá Bayern en Stoke 🙂

Eitthvað hefur verið talað um að Lanzini hafi verið númer tvö á listanum á eftir Fekir, glætan samt að nokkur maður hafi hugmynd um það og því síður að Liverpool hafi lekið því. En hvað sem því líður þá sleit Lanzini krossband núna í vikunni og því klárlega ekki að fara neitt í sumar. Hversu rosalega hefði Liverpool samt toppað sig ef Lanzini hefði komið í stað Fekir og meiðst í sömu vikunni?

Sá sem sér um að búa til slúður þegar kemur að markmönnum er svo klárlega geðklofi því eina stundina er það Allison frá Roma eða jafnvel Oblak frá A.Madrid en svo verður til alveg nýr karakter sem fer að orða okkur við Butland, Pope eða McCarthy. Stundum er þetta sett saman í sömu slúður fréttinni.

Kaup Liverpool á Fabinho komu fullkomlega upp úr þurru og sýndu okkur að blaðamenn hafa engan aðgang að Liverpool þegar kemur að leikmannakaupum, sérstaklega ekki enskir blaðamenn. Þeir fá bara það sem klúbburinn vill að leki. Þetta var svona líka í fyrra og jafnan samlandar þeirra leikmanna sem Liverpool er orðað við sem vita meira. Því ættum við að taka öllum fréttum með verulegum fyrirvara og getum alveg verið róleg enn sem komið er. Keita og Fabinho einir og sér stökkbreyta miðjunni hjá okkur strax. Van Dijk hefur svo aðeins verið leikmaður Liverpool í 6 mánuði, dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Fréttir af Nabil Fekir eru síðan svo óljósar ennþá að það er ekkert víst að þessi díll sé dauður, Lyon kom t.a.m. með yfirlýsingu á sinni heimasíðu aðeins til að taka hana út aftur. Vonandi féll þetta bara á tíma fyrir HM og verður klárað eftir að Frakkar vinna HM í sumar.

26 Comments

  1. Hann verður í Liverpool búning hallandi upp að vegg áður en tímabilið byrjar, mark my words

  2. Verð nú að segja að ég hef ekkert voðalega miklar áhyggjur af þessu. Eigendurnir hafa loks topp stjóra sem þeir treysta til að eyða helling af pening og það er nóg til af þeim eins og er. Ef Fekir kemur ekki þá kemur pottþétt Lemar, Dembelé eða eitthver í svipuðum klassa inn í staðinn. Auðvitað smá svekkjandi því Fekir lítur mjög vel út en það er alveg hægt að finna jafn góðann ef ekki betri leikmann í staðinn.

  3. Held þeir viljí sjá Fekir sprikkla á HM, úr því sem komið er.

    YNWA

  4. ég held reyndar að Lyon hafi reynt að fjárkúga Liverpool vegna þess að þeir vildu klára dílinn fyrir hm, sjáum hvað gerist í lok júlí

  5. Já er það ekki málið ? Liverpool og þá sérstaklega Klopp brenndu sig mjög illa á því að tjá sig of opinskátt í fjölmiðlum í fyrra og neyddist Liverpool til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem þeir báðu Southamton afsökunar. Í kjölfarið hefur Klopp bitið hressilega í tunguna þegar hann er spurður út í leikmannakaup og skautað sig frá því með sínu hressa brosi og ekki þóst kannast við neitt.

    Ég er að vonast að þessi kaup verði mest í líkingu við jólapakka. Fyrsti pakkinn var Fabinho en hvað kemur út úr næsta pakka ?

    Mér finnst allavega líklegasta skýringin, að samningaviðræður hafi verið settar í salt. Liverpool veit að Lyon þarf þessa peninga og í hinu stóra samhengi skiptir ekki öllu máli hvort leikmannakaup klárist fyrir eða eftir HM. Allavega kom enginn dramatísk yfirlýsing frá Fekir um þetta mál eins og gerðist með Remy sem var fjarri því sáttur að hafa fallið á læknisskoðun.

    Ég segi bara sem betur fer. Ég vil að ekkert trufli starfsemi FSG á bak við tjöldin og best að biða með yfirlýsingarnar þangað til að glugginn lokar.

  6. Mér finnst þetta bara allt saman gott mál og ég treysti Liverpool 100% í þessu.
    Ef hann féll á læknisskoðun þá er það bara þannig og það þýðir bara að læknisskoðunin er að gera sitt gagn með að sigta út óþarfa áhættur. Ef Lyon var að reyna að hífa upp verðið út af tímapressu þá er þetta líka bara gott mál að slá þau tromp úr höndunum á þeim til þess að reyna svo að klára þetta eftir HM.

    Ég er/var mjög spenntur fyrir þessum leikmanni en ég efast samt ekki um að Liverpool ætli að sýna þann metnað í sumar að fylla í þau göt sem þarf að fylla í og ef Fekir kemur ekki þá er ég viss um að það kemur annar hágæðaleikmaður, t.d. Lemar (sem mér reyndar finnst of dýr miðað við slakt gengi hans á tímabilinu) eða Dembele eða bara einhver allt annar sem manni dettur ekki í hug akkúrat núna.

    Treysti Klopp og félögum 100% í félagsskiptum, þau hafa gengið hér um bil fullkomlega hingað til!

  7. Kallast þetta ekki bara ða keyra niður verðið á leikmanninum. Hann fór í ástandsskoðun, fékk ath og þá viljum við fá leikmannin á lægra verði. Lyon ekki sammála og svo heldur wheelið og dealið áfram.

  8. Nú er bara að vona að hann slái ekki í gegn á HM 🙂 ! Ég held að það gerist ekkert hjá okkur fyrr en eftir HM. Þá fyrst kaupum við leikmenn.

  9. Er þetta ekki bara einmitt málið? Læknisskoðunin vakti upp spurningar um hnéð, LIverpool vildi þá lækka upphafsgreiðsluna en setja stærri hluta verðsins sem “add-ons”. Þannig að ef hann er ekki að meiðast og spilar mikið skilar verðið sér til Lyon, annars er það eitthvað lægra eðli málsins samkvæmt.
    Bara sanngjarnt!

  10. Ég held nefnilega að þetta Fekir dæmi sé ekki alveg búið, það hefur t.d ekkert komið frá honum sjálfum, ekkert viðtal eða neitt, spurning hvað gerist eftir HM..

  11. Ég elska þaennan varabúning!! Ég er ekki mikill búningasafnari en ég held að ég verði að fá mér þennan, hann er svakalegur!

  12. Mér finnst þetta flottur varabúningur. Þetta er top 10 eintak en það sem skiptir mestu máli er að liðið nær að vinna einhverjar dollur í honum. Því að uppáhalds búningarnir hjá manni eru þeir sem skilja eftir sig góðar minningar Crown Paint, Candy, Hitachi og Carlsberg

  13. Sammála hann lookar virkilega vel verður gaman að sjá hvernig hann kemur út á vellinum.

  14. Flestir sem gangast undir aðgerð þar sem sett er nýtt fremra krossband eru komnir með “slitgigt” innan 10 ára frá þeirri aðgerð.
    Líklega féll hann á prófi vegna slíkra breytinga.
    Ef þegar eru farnar að sjást rifur í brjóski heldur sú þróun áfram. Þegar brjóskeyðing er orðin mikil fygja því vökvasöfnun og verkir í hné ásamt allskyns óþægindum og líkum á öðrum kvillum sem gera það að verkum að hann verður oft frá vegna meiðsla.

    Ef þetta er málið er það því bara tímaspursmál hvenær hann verður eins og hann Daniel okkar Sturridge hvað meiðsli varðar…

  15. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu, ég hrósaði Edwards og teyminu eftir Fabinho kaupin, og maður verður að treysta þeim líka þegar að hlutirnir ganga ekki 100%

    Svo er líka ekki alveg komið á hreint hvað gerðist, og þér finnst eins og að ef að við hefðum verið með eitthvað vesen útaf verði eða eitthvað álíka á þá hefði þessi stjóri Lyon verið með einhver comment, mig reif hann sig fyrir. Þannig að annað hvort er þetta klappað og klárt og menn eru bara að bíða eftir að HM ljúki og þetta henti Lyon og hlutabréfa höfum þeirra eða hann féll á læknisskoðun og þá nær það bara ekkert lengra.

    Væri til í að sjá klúbbinn reyna svo að næla í einn af mönnum Sporting Lisbon sem eru að fara frítt í sumar, gætu verið 1 eða 2 leikmenn sem væri mjög sterkt að ná í.

    Svo eru allar þessar mismunandi fréttir af markmanns málum hjá okkur ruglandi, og mér sýnist að við munum enda á að kaupa einhvern annann en Alisson eða Oblak, vonandi verður einhver keyptur sem nær þeim stalli að verða gæða markvörður, það er kominn tími á einn svoleiðis.

  16. Skemmtilega hress á litinn þessi úti-búningur, bæði fallegur og eftirtektarverður.

    En mig dreymir samt um Adidas-rendur. Sorrí með það.

  17. Svo er Liverpool nokkuð gott nú þegar með tilkomu Keita og Fabinho. Henderson, Lallana, Chamberlain, Milner, sýndu oft rosalega mikil gæði í vetur. Þannig raunsætt séð er 11 mannaliðið okkar orðið eitt það allra besta í allri Evrópu. Þetta er miklu frekar spurning um breidd.

    Ég hef verið að fylgjast með Shaqiri og tók t.d eftri að öll spilamennskan hjá Sviss gerist í kringum hann og hann er með rosalega gott auga fyrir sendingum og fljótur að hugsa. Ég furða mig yfir því að þessi gaur sé falur 12 milljón punda, því ég fullyrði að hann er ámóta góður og t.d Gylfi Þór Sigurðusson. Ég spyr mig hvort hann gæti spilað í einhverskonar miðjuhlutverki. Einhvers konar áttu. Hef reyndar ekki séð hann í hápressu og hvernig hann verst og get því ekki dæmt um það . Sé allavega rosalega mikla möguleika við hann. Ámóta mikla og hjá Chamberlain.

  18. Næsta tímabili verður okkar, ég er búinn að segja það svo lengi að elstu menn muna vart annað eins.
    Við fáum nýjan markmann til að hjálpa Karíus á bekkinn og kannski einn í viðbót sem kann að skora mörk en ekki bara gefa þau eins og vinur okkar í markinu gerði svo óvart.

  19. Ég átta mig enganveginn á hvað fór úrskeiðis með Fekir. Verð að viðurkenna að ég veit lítið um hann en fylgist með ýmsum miðlum …. Ég tel hinsvegar að hann hafi verið sendur snemma í læknisskoðun og samningur hafi ekki verið kominn á um verð og greiðslukjör. Það hafi ekki náðst og þess vegna hafi díllinn ekki komist í gegn.
    Maður sem spilar svona mikið í tvö ár eftir erfið meiðsl er líklega kominn yfir þetta að mestu leiti … En sjáum hvað gerist næst, Klopp beið eftir Virigl … og Klopp veit hvað hann vill. Já hann er líka þrjóskur karlinn 🙂

    Las hinsvegar í kvöld að PSG þarf að selja leikmenn. Hvað með eins og einn Draxler? Eiga þeir ekki líka góðan markmann sem fær ekkert að spila eftir að Buffon mætir til Parísar … ? Maður spyr sig.

  20. Góðar líkur að Fekir sé klappað og klárt….annars væru aðrir klúbbar komnir i viðræður við Lyon nema að læknisskoðun hafi komið svo herfilega út sem enginn hefur staðfest…

  21. kæmi mér ekki á óvart að fekir sé búinn að skrifa undir.. bara ekki tilkynnt fyrren í næsta mánuði.. skrítið að sjá hann brosandi daginn eftir á æfingu eftir að þetta átti allt að hafa farið fjandans til.

    maður allavega bíður spenntur eftir að sjá hvað kemur næst.. er virkilega að vona að það sé markmaður í hæðsta klassa

SIR Kenny Dalglish

Leikjaplan og miðar á leiki