Fabinho til Liverpool (Staðfest)

STÓRKOSTLEGUR DAGUR FYRIR OKKUR Í TEAM DMC

Þessi tilkynning á Fabinho til Liverpool frá Monaco kom fullkomlega eins og þruma úr heiðskýru lofti, ITK herinn var svo fullkomlega clueless um þetta að Óli Haukur vissi þetta ekki einu sinni. Það eru auðvitað yfirgnæfandi líkur á að hann sé að koma í stað Emre Can en ef svo er þá er um að ræða afbragðs eftirmann. Ef Can er nógu vitlaus til að vilja frekar spila með Juventus heldur en að taka þátt í Klopp partýinu á Anfield áfram þá bara all the best.

Þetta er líklega í fyrsta skipti síðan Lucas meiddist að Liverpool er að fá alvöru varnartengilið, eitthvað sem hefur sárlega vantað í liðið. Viðurkenni að ég hef nánast ekkert lesið mig til um þennan leikmann eftir að kaupin á honum voru tilkynnt en man eftir honum á síðasta tímabili í frábæru Monaco liði. Þetta er strákur sem er 188cm á hæð að koma aftast á miðjuna hjá okkur og svínvirkaði í frábærum pressu fótbolta Monaco.

Fyrstu viðbrögð eru því vægast sagt mikil ánægja með þessa byrjun á glugganum, Keita og Fabinho stökkbreyta hjá okkur miðjunni.

46 Comments

  1. Ef eithvað er hægt að kalla, að komi eins og þruma úr heiðskýru lofti, þá eru það þessi kaup. Veit ekki einu sinni til þess að það hafi verið kvittur um þessi kaup. Frábært!!!

    YNWA

  2. Ánægður með þessi vinnubrögð hjá FSG og þessi kaup, flottur leikmaður.
    Vertu velkominn til Liverpool.

  3. Stórfenglegt.

    Hér er annars staðfestur hópur LFC í lok sumargluggans samkvæmt Icehot1-ITK:

    Sókn:

    Salah
    Bobby
    Mane
    Lemar
    Solanke
    “Ings”

    Miðja

    Henderson
    Milner
    Keita
    Fabinho
    Lallana
    Fekir
    Wijnaldum
    Ox

    Vörn

    Robertson
    Moreno
    Arnold
    Clyne
    Matip
    Klavan
    Lovren
    van Dijk

    Markverðir
    “Donnarumma”
    Karius
    Ward

  4. #4 Fínn listi, en þú gleymdir 2 varnarmönnum, Gomez og heimsklassa miðverði.

  5. Rumoured at 19.00, signed at 21.00. That’s how you do business!!

  6. Fann þennan link á Facebook! Man Utd aðdáendur héldu að þeir ættu séns á að næla í Fabinho. 🙂 http://www.redcafe.net/threads/fabinho-liverpool-player-redcafe-in-meltdown.439030/page-3

    Svo þarf þessi dúddi væntanlega morfín í æð eftir þessar fréttir. 🙂
    https://youtu.be/SopDn93bpt4

    Fabinho segir að eftir að hann talaði við Klopp sagði hann umboðsmanninum að hætta öllum viðræðum við önnur lið. Hann ætlaði sér núna til Liverpool. Að hugsa sér að í vetur voru þónokkrir vitringar hérna á kop.is sem vildu láta reka Jurgen Klopp. Jú það er spurning hvort hans aðferðir vinni titla en þegar maðurinn er að plokka bestu leikmönnum heims undan nefinu á öðrum stórklúbbum trekk í trekk þá bara hlýtur að styttast verulega í nokkra bikara.

    Næst er það markmanns staðan. Persónulega vildi ég helst Donnarumma en Oblak eða Allisson myndi klárlega virka líka. Sögusagnir einmitt um að Liverpool sé að reyna á þolrif Roma með stóru tilboði í þann brasilíska. Ef við fáum líka Nabil Fekir, heimsklassa miðvörð, Striker og Pulisic þá erum við að mínu mati komnir með betra lið en Man City og svakalega breidd. Þá getur Klopp klárað öll kaup strax, sett í gang alvöru æfingartímabil og svo fulla árás á meistaratitil næsta tímabil. Djöfull væri það yndislegt og hversu geggjaður yrði þessi sóknarfótbolti sem Liverpool myndi spila næsta season?

  7. DMC sem einhvern vegin tekst samt að skora 7 mörk í deild. Til samanburðar að þá skoruðu Emre Can (3), Ox (3), Hendo (1), Wijnaldum (1) og Milner (0) 8 mörk til samans í deild. Hann var valin oftast maður leiksins hjá sínu liði í deild 6 sinnum í 34 leikjum, er með næst hæsta rating 7.51 (á eftir dúdda sem spilaði 3 leiki í allt), er að taka 2.9 skallabolta að meðaltali í leik, 3.4 tæklingar.

    Þetta verður ekki mikið meira selt en þetta, allavega svona á pappír.
    (Statistic tekin af whoscored.com)

  8. Frábær vinnubrögð!

    Svona á þetta að gerast, klúbburinn augljóslega að standa við það að klára stóra díla snemma og þessi leikmaður virðist vera sniðinn inn í leikstíl Klopp.

    Þekkir vel að spila í hápressu, getur leyst nokkrar stöður á vellinum og líkamsburðirnir munu hjálpa töluvert.

    Það skekkir eilítið tölfræðina að hann tekur vítin fyrir Monaco og er þess vegna að skora mörg mörk, en sendingatölfræðin og interceptions eru virkilega heillandi fræði í hans tilviki.

    Frábært að fá gleðilega fyrirsögn svo snemma eftir helgina, vonandi eru bara fleiri jákvæðar á leiðinni sem allra, allra fyrst.

  9. Her er liðið sem ég vil persónulega sjá á næsta tímabili algjörir draumórar og verulega ólíklegt
    Allison
    Arnold-Alderwiereld-vvd-robertson
    Keita-Fabinho
    Fekir
    Salah-Firmino-Mane
    Bekkur: Karíus,clyne,lovren,Henderson,Ox,Lallana,Lemar

  10. Fabinho “Utd wanted to sign me but I didn’t want to play for a team that plays like Wimbledon. I remember seeing Wimbledon play as a young boy on tv in Brazil and it is very boring style of football. My family would disown me if I played football in that way”
    [img]https://imgur.com/a/u94PtF9[/img]

  11. Hef ekki verið svona spenntur fyrir Liverpool síðan 2006.. Vá þvílík kaup.. Ég hélt alltaf að þessi yrði arftaki Busquets.. magnað hvað þjálfari skiptir miklu máli..

  12. Virðist vera ný útgáfa af momo sissoko (vel meint samt enda momo mikill meistari)

  13. Ef metnaðurinn og vinnusemin hjá þessum pilt eru á pari við síðasta brasilíska varnartengilið Liverpool, þá er ég sáttur!

  14. Frábær kaup…held það væri búið að semja við Emre Can ef Klopp vildi ólmur hafa hann…

  15. Virkilega frabært ad næla i þennan sterka leikmann. Ekki skemmir fyrir að scums og fleiri vildu fá hann.

    Eina sem ég hef áhyggjur af varðandi tölfræðina af Fabinho er að hann mun líklega hrapa niður í markaskorun þar sem við fáum aldrei víti.

    Annars bara mjög happý.

  16. Merkilega góður á boltanum miðað við 189cm varnartengilið. En vá hvað þetta bar snöggt að.
    Miðjan stefnir í að verða svakaleg næsta vetur.

    Eitt sem ég vil reyndar minnast á og hef lítið séð minnst á. Er ég eini sem var drullusáttur við Lovren á laugardaginn og fannst hann vera með rónaldó í vasanum?

  17. Er ekki Raiola umbinn hans Donnarumma? Finnst einhvern veginn ekki líklegt að Klopp og co fari í þann pakka.

  18. Sælir félagar

    Góð byrjun á leikmannamarkaði (þ´Keita sé ef til vill hin raunverulega byrjun). Ef framhaldið verður í þessum anda þá er ég þegar orðinn helsáttur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  19. Svona fréttir og vinnubrögð hjá klúbbnum eru strax farin að bæta upp fyrir leikinn á laugardaginn var. Núna er að ná í Fekir/Lemar og góðan hafsent og markmann og þá tökum við fernuna á næsta tímabili.

  20. Bobby verður glaður…. fáum Colgate brosið hans um ókomin ár. Lengi lifi brassarnir

  21. Ef það er rétt sem slegið er fram að það eina sem stoppar Oblak að koma til Liverpool er verðmiðinn (80m pund) þá segi ég bara. Borgið uppsett verð NÚNA!

    En mikið rosalega er Fabinho spennandi leikmaður. Loksins erum við komnir með svona týpu í liðið okkar. Algjörlega frábærar fréttir.

  22. Frábær kaup. Ég vill ekki fá Allison því hann var alls ekki spennandi í leik Liverpool gegn Roma. Annað hvort vill ég fá Oblak eða bara alls engann. Ég get lofað ykkur því að Karíus gerir aldrei svona misstök aftur. Stöndum þétt við bakið á honum. Allir markmenn gera svona misstök á ferlinum það sýndi danska sjónvarpið í fréttum í gær. Markmenn með frábæran ferill að baka gerðu fáránleg mistök. Málið er bara það að þegar markmenn gera misstök þá er enginn fyrir aftan til að bakka hann upp og það lítur þá illa út. Framherjar brenna af í dauðafæri og menn segja bara, “misstök og hluti af leiknum” og hefði hann hitt markið þá hefði leikurinn farið öðruvísi. Málið dautt.
    Y.N.W.A.

  23. 24 ara gamall, vanur ad spila pressu-bolta, og ad minu mati tekkar hann i staersta boxid sem Liverpool vantadi a midjuna og thad er ad vera godur i loppunum og geta spilad fotbolta. Med komu hans og Keita, vona eg ad lidid geti byrjad ad stjorna tempoi betur og baett sig i ad drepa leiki thegar tharf med thvi ad halda bolta.

    PL statistic: Points dropped from a winning position:
    Liverpool = 14 points!!!
    Man City = 5 points
    Man Utd = 4 points
    Tottenham = 4 points

    Vid erum naer West Ham, Stoke og Brighton i thessari tolfraedi heldur en topplidunum. Eg held ad hluti af astaedunni se ekki leleg vorn – eg held ad Liverpool thurfi ad halda bolta betur a rolegu tempoi lika og laera ad drepa leikinn thegar lidid hefur nad 2-3ja marka forystu, i stadinn fyrir ad galopna svaedi og taka sensa. Thetta er, tel eg, eitt af thvi sem lidid tharf ad gera aetli thad ser ad berjast um deildina a naesta seasoni.

  24. Ég hef skilið það þannig að við höfum ekki áhuga á Oblak. Hann hefur spilað í mörg ár fyrir lið sem situr djúpt á meðan við þurfum markmann sem er líka sweeper. Allison væri þess vegna miklu líklegri.

  25. Er mjög ánægður með áherslu Klopp á persónuleika leikmannsins og að með þennan hóp þurfi að gera kröfur til persónulegra eiginleika jafnt sem knattspyrnulegra.

  26. Ég tel að eingöngu Klopp og félagar, umboðsmenn leikmanna og þeir leikmenn sem Liverpool ætlar að kaupa séu þeir einu sem vita hverjir eru að koma til liðsins. Það er greinilega búið að skrúfa fyrir allan upplýsingarleka og allar samningaviðræður virðast eiga sér stað í hljóðeinangruðum herbergjum sem eru sérstaklega varin fyrir eyrum blaðamanna.

    það kæmi mér ekkert á óvart að öll kaupin komi á óvart.

  27. Held að ég láti bara Mr Klopp um leikmannamarkaðinn hann hefur ekki brugðist okkur enn á honum þannig að þetta verður bara gott í haust hef ekki trú á öðru meðan þessi eðalþjálfari er hjá okkur. Stalst aðeins inn á síður ManU og þar er umræðan eins og hún var hjá okkur fyrir einhverjum árum síðan, allt frekar neikvætt og helst reka þjálfarann og ekkert að gerast í leikmannamálum vilja selja hálft liðið við eru aðeins orðnir rólegri í þessum yfirlýsingum að mér finnst og sýnir það best hvar liðið okkar er statt í dag.

  28. Keita og Fabinho inn er hrikalega öflugt, ég hef enga trú á að Klopp muni versla miðvörð eða bakvörð. En Alisson í markið og Fekir á miðjuna og þá erum við orðnir ansi sterkir. Væri alveg til í klassa sóknarmann líka til að keppa við Firmino sem gæti líka droppað í holuna.

  29. Flott byrjun og já ágætis replacement fyrir Can.
    Líklega aðeins betri sem er gott.

    Það vantar enn sóknarmenn sem geta komið og brotið þetta upp.
    Líka nýjan markmann, alvöru stoppara.
    Sé fyrir mér að LFC muni brjóta bankann í þeirri transaction eða þá Buffon kemur !

  30. Mitt mat er það að fjölmiðlamenn hafa ekki minnstu hugmynd um hverjir eru að koma yfir til Liverpool vegna þess að það er búið að skrúfa fyrir allan upplýsingaleka og samningaviðræður við velflest skotmörkin eru komin vel á leið. Fyrir mitt leiti er augljóst að Fekir er ekki að koma og Alison ekki heldur, fyrst samningaviðræður eru ekki enn þá hafnar og ég held að flest kaupin komi svipað mikið í opna skjöldu þessi.

  31. líst vel á þessu kaup.

    sýnist á þessu öllu að engin hafi hugmynd um hvað liverpool er að gera á markaðinum og hverja þeir eru að skoða þannig að tilgángur með að skoða slúðrið sé enginn þó svo ég væri ekkert á móti því að fá fekir á miðjuna.

    áhugavert að sjá hver kemur næst inn

  32. Ánægður með kaupin og vonandi smellur hann inn í hópinn í sumar.

    EN að öðru…..

    Af hverju gangrýnir enginn um markmannsþjálfarann hjá Liverpool, hann Achterberg. ????

    Þjálfar Mignolet….
    Þjálfar Karius…..

    Útkoman ekki eins og við má búast…

  33. Fabinho minnir mig á tvo varnartengiliði: Yaya Toure og Patrick Vieira.

    Hreyfingin, styrkurinn, stærðin, öryggið… bara all minnir mig á þessa tvo, sem eru sennilega bestu sóknartengiliðir sem hafa spilað í fótboltanum !!!

    Ef hann er nálægt þeim gæðum þá er LFC að fara að spila um enska titilinn.

  34. https://www.youtube.com/watch?v=agC9hUz-0kU

    Hérna kemur athyglisverð tölfræði sem tengist Fabinho. . Stóra spurningin er hvort hann nái svipaðari tölfræði í enska boltanum. Ef svo er, þá er hann fyrsti valkostur í varnartengilið og kemur til með að styrkja byjunarliðið þónokkuð mikið. Þetta eru í raun ekkert síðri kaup en kaupin á Naby Keita og þeir báðir eru þónokkuð uppfæring á byrjunarliðinu sem var nú sterkt fyrir.

  35. Sæl og blessuð!

    Nú er bara að vona að við höngum inni í litlu bikarkeppninni svo nýstirnin fái að skína, ögn meira en síðast. Það er orðin heldur meiri samkeppni en á nýliðnu tímabili og ekki sáum við mikið til þeirra þá! Hvað segja Woodburn og Wilson við þessu?

    Engum blöðum er samt um það að fletta að þörf er á sterkum fótum og það er ekki síður gott að lesa að þessi nýi -ihno er með lága meiðslatíðni.

    Svo er það spurning um ærlegan markvörð. Eða er það nokkur spurning? Kariusinn er ekki lengur #1. Bara tilhugsunin um að standa fyrir framan andstæðingastúkuna heilan leik og hlusta á níðkvæði og óhróður er nóg til að gera manni ómótt. Nei, við þurfum eitthvert tígrisdýr milli stanganna. Gefa samt Kariusi tækifæri.

    Jæja, næsta síson gott fólk… það verður eitthvað!

  36. Hvað sem verður keypt í viðbót held ég að ég verði alltaf sáttur við gluggann, ég treysti Klopp og félögun 100% til að fá réttu mennina inn.

    Ég vona bara að menn eins og Ben Woodburn, Harry Wilson og Rhian Brewster fái einhvern spilatíma á næsta tímabili.

  37. Ef Fabinho er keyptur á miðjuna þá færist Milner líklega í markvörðinn

  38. Gaman að því að enska pressan virðist EKKERT vita hvaða leikmenn Liverpool er að reyna að fá í þessum glugga 🙂 Þetta kemur bara svona BÚMM ! Staðfest ! Það má þá alveg búast við því að við séum ekki á eftir Fekir eða Allison 🙂 Vel gert að halda þessu leyndu frá sorpmiðlum í UK 🙂

Real Madrid 3 – Liverpool 1

Fabinho – Drauma varnartengiliðurinn?