Real Madrid 3 – Liverpool 1

Þessi skýrsla verður ekki löng.

Eftir að Sergio Ramos meiddi Mo Salah tók Real Madrid þennan leik yfir. Fram að því vorum við í mjög góðum málum.

Þegar að því sleppir þarftu að treysta því að vörn og markvarsla haldi.

Því miður tryggði Loris Karius það að hans verður minnst í sögunni fyrir lélegustu markmannsframmistöðu í sögu úrslitaleiks stærstu keppni sögunnar. Eftir þennan leik er krafan okkar einföld.

Leysið þessa viðvarandi markmannsþvælu sem hefur umlukið Liverpool FC í alltof mörg ár – ÞETTA ER KOMIÐ NÓG!!!!!!!

Oblak – Allison – mér er sama hvorn. Eða finnið einhvern demant.

Reynum að lifa kvöldið og upplifa tímabilið jákvætt. Það er vissulega eins ömurlegur endir á þessari bíómynd og hægt var að finna og Facebook, Twitter og allir samskiptaþræðir verða nú yfirteknir af öðrum en aðdáendum Liverpool FC. Sem við bara tökum á kinnina og höldum áfram.

Leikurinn í kvöld sýndi fram á tvo augljósa veikleika. Ég er búinn að tala um markmanninn.

Hinn veikleikinn er breiddin. Við notuðum tvær skiptingar því við höfum engann uppbrotsséns sóknarlega, það þarf að leysa með 2 – 3 leikmönnum sem geta farið inn í leik af þessu kaliberi og skipt öllu.

Framundan er sumarið…og á næsta ári er komið að því.

Við höfum sagt það áður…en núna er smá inneign fyrir trúnni…our season is the next one!

133 Comments

  1. Ég ætla að segja það, þetta var geðveikur leikur!! Ekki fara að kenna Karius um þetta, við erum Liverpool og RM þurftu að meiða leikmann hjá okkur og treysta á einstaklings mistök til að vinna. VIÐ ERUM Á HÁRRÉTTRI leið með þetta lið!! Takk fyrir FRÁBÆRT tímabil!!

    (0)

  2. Það er eins gott að það verði keyptur nýr markmaður þetta er bara ekki hægt en skulum ekki gleyma að við komumst í úrslitaleikinn og getum verið stoltir af því áfram Liverpool!

  3. Þetta blæðir…..
    Þetta var eins og þetta átti ekki að gerast … öll veikleikjamerki afhjúpuð..
    Stærsta stjarnan meiðist
    . 2 varamenn hvoraugir í leikformi þannig er breiddinn
    .. og okkar stærsta vandamál markvarðarstaðan… ég ætla rétt að vona það að karius hafi ekki grenjað sig inn í annað timabil…

    YNWA

  4. Ég segi aldrei svona en… ég vona að Ramos meiðist og missi af HM. Þessi maður á allt slæmt skilið,

  5. Hurðu… hvað er málið með þessar ögurstundir okkar púlara?

    Gerrard 2014
    Mórenó-karlinn 2016 (eða var það ekki?)
    og núna Karius

    Svo er það náttúrulega tómt rugl að vera ekki með betri bekk en þetta. Það segir sig sjálft að ef allt stendur og fellur með einum leikmanni – reyna reyndir andstæðingar auðvitað að koma honum út af með öllum tiltækum ráðum.

    Mané og varnarmennirnir voru að mínu mati frábærir. Millner barðist hetjulega. Sá ekki til miðjunnar. Markmanninn þarf ekki að ræða.

    Jæja, erum við ekki annars bara góð?

  6. Gjörsamlega glötuð frammistaða hjá Karius. Vörnin var fín og miðjan byrjaði mjög vel en það þarf breidd inná miðjuna og í sóknina. Lallana sást ekki í öllum leiknum og Milner var búinn á því eftir klukkutíma leik. Svo endaði Karius alla umræðu um það hvort við þurfum nýjan markmann eða ekki, verðum einfaldlega að kaupa topp markmann í sumar, þessi staða búinn að vera til vandræða alltof lengi. Það sem er líklega leiðinlegast við þetta er að Real Madrid voru ekkert sjúklega góðir í þessum leik og við hefðum klárlega geta unnið hann ef að breiddin væri til staðar og betri markvörður í markinu. En annars er þetta búið að vera fínt tímabil, hlakka til að sjá liðið í ágúst. Vona að veskið verði rifið upp og að við fáum þá leikmenn sem Klopp vill.

  7. …our seson is the next one!

    EINMITT

    p.s Siggi Hlö United viðrinni númer 1 er svo með disko á Spot í kvöld…bara ef þið vissuð það ekki.

  8. Mig dreymdi Donnarumma um daginn til LFC vona það rætist annars hef ég ekki verið að eipshitta yfir karius fram að þessu en greyið drengurinn átti skelfilegan leik og ég vorkenni honum enda mun hann hafa martraðir yfir þessu á næstunni getiði ýmindað ykkur að dreyma apann Bale aftur og aftur.

  9. Skelfilegt að sjá Salah meiðast og sjá liðið andast móralskt séð. Enginn brridd á bekknum og Karius var skelfilegur í kvöld og kertafleytingar honum til heiðurs á mörgum klósettskálum í kvöld.

    Frábært tímabil að lokum komið og nú er bara að bæta við leikmönnum og gera enn betur næst og sýnum samstöðu og tökum dolluna á komandi tímum.

    HM næst og Áfram Ísland !!!!

  10. Real þurfti að meiða okkar besta leikmann og vinna þrisvar í lottó til að sigra okkur.
    Við höldum bara áfram. Big shit happens.

  11. Sælir félagar

    Mér væri sama þó Sergio Ramos sem slasaði Salah spilaði aldrei framar fótbolta. Ógeðslegur maður. Að öðru leyti var niðurstaðan sanngjörn. Með þetta afstyrmi í markinu sem ég hefi varið í allan vetur var ekki við öðru að búast. Ef Loris Karius ver mark Liverpool í einum einasta leik framar þá hætti ég að styðja Klopp í hans starfi. Það er ekki ástæða til að dæma aðra í þessum leik. Ef til vill hefði verið bettra að setja Solanke inn á og halda skipulagi en svona var þetta. Í reynd fór leikurinn 1 – 1 og svo gerir Karius tvö – fyrir Real Madrid. En þar fyrir utan þá er það frábært að komast í úrslit Meistaradeildarinnar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  12. Það er algjör þvæla ef menn ætla að fara að bakka upp Karius. Markmenn sem gera svona risastór mistök munu aldrei verða virtir til traust og hvað þá á Englandi. Við skulum því bara þakka Karius fyrir allt sem hann reyndi en best fyrir hann er einfaldlega að búa sér til nýtt líf annarsstaðar og vonandi vegnir honum vel. Hann mun aldrei fá traust né trú frá stuðningsmönnum, og ég held að Klopp viti það best sjálfur.
    Annars fannst mér við allan tíman inn í þessum leik, vörnin var góð og stapíl, Gini og Hendó brutu niður spilið hjá Madrid en bestur var Mané. Það er því sorglegt að niðurstaðan sé svona og eins mikið og maður vorkennir Karius að þá ertu að spila fyrir Liverpool og svona rugl er bara ekki boðlegt fyrir þennan klúbb.
    YNWA

  13. Ég spái því samt að Karius verði aðalmarkvörður Liverpool á næsta tímabili, Klopp hefur trú á honum.
    Þetta hefði auðvitað verið allt annar leikur ef illmennið hann Ramos hefði ekki meitt Salah. Liverpool voru búnir að vera miklu betri fram að því.

    En djöfull hlakka ég til næsta tímabils.

    YNWA

  14. Finn ofboðslega til með Karius. Hann var hins vegar alveg örugglega að spila sinn síðasta leik sem aðalmarkvörður LFC. Hann var mjög einmana í lok leiks.

    Þetta er svakalega sárt.

  15. leikurinn var samt búinn þegar Lallana kom inn á….urðum þá 9 á móti 13……

  16. Ég fór í ískalda sturtu og hugsaði þetta aðeins. Karius átti skitu aldarinnar. Við þurfum markvörð NÚNA. Hugsum samt um Karius sem átti versla leik æfi sinnar. Flestir okkar höfum það gott og vorkenum Karius frekar en að drulla frekar yfir hann. Þetta er bara fótbolti eftir allt. YNWA

  17. Þeir komu tólf, og klárt að sigur vannst
    með Karius í Real Madrid liði.
    Nei, án gríns, síðar, ef þú eftir mannst,
    þá eflaust reyndi sá er stóð í hliði

    að stoppa boltann, tókst það aðeins ekki,
    og eflaust er hans líðan mega slæm.
    Nú bíða nýir tímar, takk, á bekki
    sú tæra snilldin væri að fá G. Sæm.

    En fólk, að liðnum vetri, vitum samt,
    að vorið kom til ungra drengja og Klopp.
    Við styðjum þá og þreyjum næsta skammt
    af þolgæði og bið infront of Kop.

    Við eigum drauma í dýrðartelefón:
    Our dear boys, You Will Never Walk Alone.

  18. sem manneskja þá vona ég að það sé áfallateymi sem hugar að Karius, get varla ímyndað mér þjáningar hans, YNWA

  19. Góða: Við sáum að við vorum betri þessar 30 mín sem Salah var inná. Við vorum að pressa, skapa færi og vinna boltan framarlega.
    Lovren frábær, Mane frábær, 18 ára Trent stóð fyrir sínu.
    Fengum aulalegt mark á okkur og liðið okkar hengdi ekki haus heldur héldum áfram og jöfnuðu. Bale skorar svo stórkostlegt mark og við gefumst ekki upp og höldum áfram og áttum skot í stöng.
    Allir leikmenninir að spila sinn stærsta leik á ferlinum og fer þetta allt í reynslubankan sem er gott.

    Slæma: Hvernig liðið hrundi eftir að Salah fór af velli síðustu 15 mín. Liðið var í sjokki og við áttum ekki svona gæðaleikmann frami eins og Salah á bekknum. Lallana kom inn og stóð sig illa í fyrirhálfleik og var greinilega ekki tilbúinn en átti svo ágætan síðarihálfleik en það er ósangjart að gagnrína hann fyrir að vera ekki Salah.
    Við sáum að þegar við lendum marki undir þá vantar okkur þessi gæði á miðjuna. Við erum með vinnuhestana sem er gott en engin af þessum þremur eru líklegir til að skora eða skapa.
    E.Can ég villdi ekki sjá hann inná með hugan við Ítalíu.

    Skeflilega: Karius – byrja nokkuð vel og átti flottan fyrirhálfleik en síðarihálfleikur var sá lélegasti sem ég hef séð hjá markmanni og er maður brjálaður út í hann en á sama tíma vorkennir maður honum að því að þetta á hann aldrei eftir að gleyma og þetta verður alltaf rifjað upp.
    Klopp er óútreignalegur hann gæti staðið á bakvið Karius og hann kemur tvíelfdur til leiks og hjálpar liverpool að vinna bikara í framtíði eða þetta mun drepa allt sjálfstraust hjá honum og liverpool útileikmenn geta aldrei treyst honum aftur.
    Menn mega ekki gleyma því að hann er búinn að vera flottur í meistaradeildinni í vetur en svona framistaða gerir það að verkum að maður vill að Karius og Mignolet verða látnir fara og við kaupum einn heimsklassa og höfum bara Ward til vara.

    Þetta er búið að vera gott tímabilið hjá okkur með ömurlegum endir.
    Í sumar þurfum við að kaupa einn gæða framherja í viðbót uppá breydd, nýjan markmann og einhvern skapandi á miðsvæðið.

    YNWA (og þetta á við Karius líka þótt að hann drullaði á sig í dag)

  20. Vikrilega leiðinlegt að enda frábært tímabil svona.

    Gaman að komast þó til Kiev og taka þátt í þessum leik, en því miður er fallega liðið okkar of þunnmannað þegar kemur á þennan stall. Það að geta hvílt gaur eins og Bale er bara munaðarvara sem við eigum því miður ekki. Langmeiddir Can og Lallana var það besta sem við áttum á bekknum ….

    Ég hefði aldrei trúað því að Trent, Robertson og Millie myndu vera svona góðir og ná svona langt. Real getur leyft sér að vera með 20 manna stjörnulið og nokkra óþverra.

    En ég vona að Kloppó haldi áfram að koma með fleiri stjörnur, óvæntar stjörnur og meiri breidd. Þá verðum við nær þessu næst.

    Þannig að upp með hökuna, og glölsin. Við erum púlarar, alltaf sama hvað á gengur.

    Skál og takk fyrir mig.

  21. Þetta féll ekki okkar megin og einstaklingsmistök og frammistöður lituðu og settu sitt mark á leikinn.

    Hrikalegt að missa Salah út með meiðsli og kom bersýnilega í ljós að bekkurinn okkar er veikur, ef miðað er við Real sem hendi Bale inná sem kláraði leikinn fyrir Real.

    Það má heldur ekki gleyma að það voru hörku fram stöður hjá okkar mönnum TAA, Lovren og Mane klárlega okkar langbestu menn.

    Ég fæ þetta tíst að láni og finnst það eiga vel við.
    (Karius sobbing uncontrollably & apologising to Liverpool supporters. Should be remembered the effect that mistakes, doubt & then depression had on the late Robert Enke. It is sport, & it means a lot but it is just sport & all of us make mistakes.)

    Ég er stoltur af mínu liði og við erum að hefja nýtt upphaf með Klopp við stýrið.

    YNWA

  22. Eftir að hafa bölvað Karius í sand og ösku að þá get ég ekki annað en vorkennt honum og trúi því að hann komi sterkari til baka eftir þetta og verði að berjast um byrjunarliðssæti á næsta tímabili sama hver komi til með að koma til okkar fyrir næsta tímabil.
    Ef einhver hefði boðið þetta fyrir yfirstandandi tímabil að þá hefði ég sagt já takk og farið brosandi út í tímabilið en þetta er samt svo sárt.
    það sem bjargar þessu kvöldi er dóttir mín, sem tók á móti mér þegar ég kom heim, gaf mér stórt og langt knús og sagði mér að allt yrði í lagi og að næsta tímabil yrði okkar og að við yrðum meistarar að ári sem ég trúi akkúrat núna sem heilögum sannleik.
    Til ykkar hér á Kop.is þakka ég kærlega fyrir tímabilið og hlakka til að vera með ykkur á næsta tímabili.
    YNWA

  23. Ég bara veit ekki hvað ég á að skrifa. Það er eins og að ég hafi lesið 2000 blaðsíðna bók sem að endaði með því að allir góðu gæjarnir voru drepnir af skúrkunum, og að lögreglan hafi hjálpað þeim með það. Ok, já, allir fjölmiðlar og fólk á samskiptamiðlum eiga auðvitað eftir að tala fáránlega mikið um Karíus, sem er skiljanlegt og persónulega mun ég aldrei aftur horfa á liverpool leik þar sem að Karíus spilar…. en mig langar að benda á það að við fengum nákvæmlega ekkert frá dómurumum í þessum leik… ef að við gleymum þessu morði sem að Ramos framdi, þá eru að minnsta kosti 10 ákvarðanir sem að fóru á móti okkur og ég man ekki eftir einni einustu sem að fór með okkur… er engin hér fúll yfir því?

  24. Nú þurfti Karma gamla að innheimta greiðann sem hún gaf okkur með hetjudáðum Dudeks 2005. Karíus átti ágætis leik fyrir utan 10 sekúndur. Vonandi rífur hann sig upp og kemur með þykkari skráp á næsta tímabili. Lítum framhjá þessum eina leik. En jesúsjósepsson hvað fyrra mark Bale var flott, fjárinn.

  25. Hvaða þvæla er þetta hjá ykkur? Karius er búinn að gera nógu mörg mistök og að menn séu að vorkenna honum hér er alveg sturluð þvæla. Ef Liverpool ætlar sér að vera í fremstu röð að berjast um titla þá getum við ekki verið með markmann sem gerir svona sturluð mistök það er nú ekkert flóknara en það. Ef Klopp ætlar að styðja við bakið á honum þá er það putti til stuðningsmanna.

  26. Leikurinn tapaðist ekki vegna Sala. Breyddin hjá okkur er ekki nein. Og að spila við eitt af bestu félögum í heima þarf allt að ganga upp. Markvarslan hjá okkur er buin að vera rugl síðan Reina hætti og við verðum að laga það. En Klopp er á réttri leið. Einn maður á ekki að hafa svona mikil áhrif. ÁFRAM LIVERPOOL. Gengur betur næst.

  27. #1 ekki kenna Karíus um! Á hvaða leik varst þu að hotfa Egill J.?
    Maðurinn réttir Benzena boltan og mark.
    Horfðu a rettan leik maður… Díses

  28. Enga meðvirkni, ef Karius getur ekki leikið á stóra sviðinu á hann ekki heima í Liverpool. Hann sýndi það í dag að hann á að vera í liði sem dettur út í riðlakeppninni. Ekkert rugl, kaupa Oblak.
    Annað, þetta vísvitandi brot hjá Ramos þar sem hann klemmir handlegginn á Salah og dregur hann niður með sér og rúllar sér svo yfir hann er hrein og klár líkamsárás sem þarf að bregðast við. Hann reynir að meiða leikmanninn og slíkt á ekki að líðast. Menn geta verið “professional” í sínum brotum og það var ekki einu sinni dæmt á þetta brot svo leynt fór það. Hann getur og mun þræta fyrir að hafa ætlað að meiða hann viljandi en hann klemmdi handlegginn viljandi og dró hann með sér niður viljandi og rúllaði sér yfir hann viljandi en hann meiddi hann ekki viljandi. Þetta er rugl og kjaftæði og þetta þarf að stoppa ef við viljum vernda bestu knattspyrnumennina og halda áfram að sjá gæða knattspyrnu. Þarna var hún myrt á 30 min.

  29. Ok Eli
    Hverjum hefðir þú skipt inn á í staðinn snillingur?
    Can sem er búinn að vera frá í 2 mánuði og í engri leikæfingu? Hefur Ings eða Solanke verið að heilla þig mikið nýlega?
    Það er ekkert spurningamerki hjá mér við Klopp. Liverpool voru að gera fína hluti þegar þeir höfðu sitt byjunarlið í þessum leik. Ramos tók Salah viljandi út og sumuleiti vann leikinn með því (ásamt Karius).

  30. #28 Er greinilega gaurinn sem er svo fullkominn að hann gerir ekki mistök. Karius gaf leikinn en hann er samt búinn að vera nokkuð góður síðan hann fékk fast sæti hjá Liverpool.

  31. Mínir punktar eftir leik, svosem fátt sem hefur ekki komið fram annars staðar.

    Það er auðvitað tvennt sem verður til þess að þessi leikur tapast: mistök Kariusar annars vegar, og skortur á breidd hins vegar.

    Menn hafa verið að tala um að Karius hafi líklega verið að spila sig út úr liðinu með þessari frammistöðu, og það er líklega rétt. Þó svo að Klopp standi með sínum mönnum, þá gengur ekki að sýna svona frammistöðu. En við sem stuðningsmenn þurfum samt ekkert að vera að drulla yfir Karius þrátt fyrir það.

    Þetta með breiddina kristallast í því að þeir leikmenn sem komu inn á af bekknum hafa samtals spilað mínútur sem eru teljandi á fingrum annarar handar síðan í lok mars (eða svo gott sem), þar af annar sem er á útleið. Á sama tíma geta Madrid hent inn á manni upp á 100 milljónir punda. Lallana og Can voru einfaldlega ekki í leikformi, og enginn sóknarmaður á bekknum sem var líklegur til að gera eitthvað betur.

    Við skulum svo ekkert ræða frammistöðuna hjá Ramos, bæði júdóbragðið sem hann beitti Salah, og svo má ekki gleyma olnbogaskotinu á Karius tveim mínútum áður en Benzema skorar. Vil bara óska stuðningsmönnum Madridar til hamingju með að vinna leiki með svona skítabrögðum. Maður spyr sig hvort Liverpool hefðu hreinlega þurft að fara niður á sama plan og Madrídingar til að ná að vinna þá, en ég er ekki viss um að ég vilji sjá okkar menn taka þátt í svoleiðis.

  32. Það trúði því ekki einn einasti leikmaður í liðinu að þeir gætu unnið eftir að Salah fór af velli. Maður sá bara vonleysið skína í augunum á þeim. Annars sást ekki til Firmino í leiknum og þetta markmannsævintýri tekur bara aldrei enda!

  33. fyrir mitt leiti mun ég aldrei horfa á liverpool leik sem gummi ben lýsir aftur,aldrei mun ég hlusta á mann sem er ekki hlutlaus lýsa svona leik.hann var með standpínu vegna ronaldo allann leikinn og má fara fjandans til eins og allir united menn.á maður að vilja áskrift að svona rusli eins og stöð2 er?ef lýsendur geta ekki verið óhlutdrægir er ekki hægt að bjóða mönnum svona kjaftæði.hvað þá að rukka menn fyrir þetta!!

  34. Þetta RM-lið er viðbjóður og ég hljóma bitur en þetta er bara staðreynd. Ramos er algjör rotta og honum tókst að meiða Salah. Hann var ekkert búinn eftir það, fáránlegur leikaraskapur hjá honum sem dómarinn féll kylliflatur fyrir. Kannski hefur dómarinn aldrei séð rm spila áður. Það lítur þannig út. Karíus greyið á alla mína samúð. Þetta var martröð hjá honum og hjá okkur líka. Núna verður keyptur sterkur markvörður, það er alveg klárt.

  35. Flottur leikur hjá flestum í okkar liði. Sérstaklega gaman að sjá Robertsson. Því miður fannst mér Ramos reyna að meiða Salah og maður missti vonina eftir að hann fór út af en liðið er á réttri leið.

    Ég hef aldrei verið aðdáandi Kariusar alltaf frekar valið Mignolet af tveimur slæmum kostum en frammistaða hans í þessum leik var fyrir neðan allar hellur. Hann var grunsamlega lélegur.

    Áfram gakk, kaupum Allison eða Oblak ekki Donnarumma hann er skemmt epli.

  36. Okkar lang stærsta stjarna er Klopp! Við vissum öll að hópurinn er ekki nógu breiður en það sem skiptir mestu máli er að Klopp virðist oftast fá þá leikmenn sem hann vill fá. Núna erum við ekki að fá leikmenn sem eru 3-4 val hjá okkur eins og við vorum orðin vön áður en Klopp tók við Liverpool. Liverpool mun örugglega bæði verða með sterkari og breiðari hópnæsta vetur. Ég er strax orðinn spenntur fyrir Evrópukvöldunum á Anfield næsta vetur!
    In Klopp we trust!!

  37. Helvítis bara….ef þetta er ekki dirty þá veit ég ekki hvað….sést svo vel aftan frá hverslags glímutök þetta eru, ásetningur að meiða og taka Salah út.

    https://twitter.com/xaxa_i/status/1000461806350094338?ref_src=twsrc%5Etfw&ref_url=http%3A%2F%2F433.dv.is%2F433%2F2018%2F05%2F26%2Fmikil-reidi-twitter-reyndi-ramos-ad-meida-salah%2F&tfw_creator=dv_is&tfw_site=dv_is

    Hvað um það að þá eru bjartir tímar framundan hjá okkur, fáum nokkra góða bita í sumar því það er svo augljóst að við þurfum breidd í þetta annars frábæra lið.

    In Klopp we trust!!!

    YNWA!!!

  38. Ég er sammála þeim sem hafa skrifað hér að ofan á þá leið að liðið okkar hafi misst móðinn um leið og Salah fór af velli. Því og miður virtust allir leikmenn Liverpool missa trú á sigur þá, nema Mane og Lovren einir. Hinir varnarmenn Liverpool stóðu líka sína vakt hnökralítið allan tímann. Það sannaðist svo sannarlega að sú mikla gagnrýni í allan vetur á ,, marvarðaleysi ” Liverpool átti fullkomlega rétt á sér. Nú er bara að sjá hvort að Klopp er tilbúinn að samþykkja það og kaupa heimsklassa markvörð. Það þarf virkilega að kaupa og selja í sumar – Lið með svona þunnskipaðan hóp mun ekki vinna titla.

  39. Fyrir leik taldi ég líkurnar á okkar sigri vera 30% miðað við allt. Meiðsli hafa dunið á okkur og alveg ljóst að allt varð að ganga upp. Það gerði það þangað til Salah var jarðaður af fauta fautanna S f**** Ramos. Inná kom Lallana sem er svipað og að skipta út porche fyrir bilaðan trabant. Til samanburðar var 100 milljóna maðurinn Bale settur inn fyrir Isco. Já og svo vorum við ekki með markmann þannig að því fór sem fór. En hei, við eru á réttri leið og lærum af þessu, leikmenn jafnt sem eigendur, hópurinn verður bættur í sumar.
    “Thank you to Jurgen Klopp, thank you to his players and thank you to the staff for taking them on an emotional, unforgettable journey across the continent that re-established Liverpool as a force in Europe.
    Thank you to Jurgen Klopp, thank you to his players and thank you to the staff for taking them on an emotional, unforgettable journey across the continent that re-established Liverpool as a force in Europe.’

    Takk fyrir ógleymanlegt tímabil Herr Klopp
    YNWA

  40. Ég vil bara benda mönnum á að Karius hefur gefið svona mark áður eins og Bale skoraði.
    Hann hefur einfaldlega ekki gæðin til að koma okkur á toppin og verður því að víkja fyrir betri manni.

    YNWA

  41. Kært karma! Þið látið kannski rútur mótherja ykkar í friði í framtíðinni?

  42. Það sást bara frá fyrstu mínútu hver mesta ógnun Liverpool var, það var Salah. Ramos gerði bara það sem þurfti að gera til að þeir gætu unnið leikinn. Hversu oft hefur Ramos verið rekinn útaf?
    Ef horft er á brotið, þá sést að eina sem Ramos var að hugsa var að stöðva þennan leikmann hvernig sem það væri gert. Hann læsir hann fastann og snýr sér í loftinu eins og góður bardagamaður, bingó. Salah farinn í sturtu. Eftir leikurinn aðeins auðveldari, fyrir þá. Var Real góðir í leiknum, Nei. Sáum við mikið af Ronaldo, NEI. Þeirra besti maður var okkar markvörður. Karius er bara ekki betri en þetta, við verðum bara að sætta okkur við það. Núna hljóta menn að girða sig í brók og kaupa það sem þarf til að við getum haldið áfram á þessari vegferð sem við erum rétt að byrja á. Getum við orðið betri, Já. Getum við endurtekið það að komast í úrslitaleikinn, JÁ.
    Við verðum hitt liðið í úrslitum UCL árið 2020.

    En áfram Liverpool.

  43. Munum að það voru bara tvö lið sem komust í úrslitaleikinn, annað liðið var Liverpool. Munum hverjir komu okkur þangað þrátt fyrir lítin hóp. Verum þaklát fyrir að Liverpool er liðið okkar, því YNWA í þeim ágæta hóp.

  44. Aðeins að byrja að jafna mig og er í raun þrælmontinn með okkar menn missum okkar besta mann meiddan útaf en náum samt að standa vel í margföldum meisturum ef ekki hefði verið fyrir einstaklings mistök Karíusar þá hefðum við hugsanlega náð betri árangri. Framtíðin er björt með eða án Karíusar.
    YNWA

  45. Með þennan hóp plús svona 3-4 heimsklassa leikmenn erum við á þokkalegum stað. Ég meina það er bara absurd að Real geti hent inná einum Gareth Bale eins og ekkert sé, og Asensio. Við náðum að halda í þá og gott betur en það áður en Salah fór útaf, áhyggjuefnið er samt hrun liðsins þegar við erum án Salah..

  46. ég vona bara að við kaupum alvöru markmann í sumar þetta er bara ekki hægt maður sem gerir svona í brók 2svar í einum úrslitaleik á bara nákvæmnlega ekkert erindi í þetta lið algjör byrjenda mistök.

  47. Ætla bara vera hreinskilinn. Er búinn að missa ást mína á fótbolta. Maður upplifir aldrei neina hamingju með liverpool og sér alltaf liðin sem maður er illa við hampa titlum eins og að drekka vatn. Meika ekki þetta sport lengur.

  48. Fyndið hvað fólk reynir alltaf að vera jákvætt hérna. Þið vitið alveg að það er ekkert jákvætt við að vinna ekki jack shit ár eftir ár. Nenni ekki að hlusta á þessa fake jákvæða ánægju ár eftir ár og halda ár eftir ár að næsta ár verður okkar ár. Erum gerðnir að athlægjum á öllum miðlum að við holdum alltaf að næsta ár verður okkar ár og allt verður betra.
    Stop!! Skammast mín að vera poolari ef þetta heldur svona áfram

  49. Gunnar 59 ..Àfram liverpool…pirrandi að vinna ekki leikinn ..enn samt þvìlika veislan að komast þangað.

  50. Það er afrek hjá okkar mönnum að komast í þennan leik. Takk, Liverpool að hafa opnað pandoruboxið og hleypt voninni út. Vonin svífur í kring um mig. Karíus átti frábært tímabil í Þýsku deildinni áður en hann kom til Liverpool. Minolet átti frábært tímabil með Sunderland áður en hann kom til Liverpool.
    Ég spyr sjálfan mig: “Er ekki eitthvað að hjá markmannsþjálfaranum frá Tranmere, sem virðist hafa sérstakt lag á því að brjóta góða markmenn niður?”
    Síðuhaldarar takk fyrir mig á þessu tímabili, ég hlakka til þess næsta.
    Gangið á Guðs vegum, kæru bræður og systur.

  51. Gunnar 58,59.
    Ef þú getur ekki séð árangurinn sem Klopp hefur náð með þunna hópnum sínum þá ertu trúlega ekkert að fylgjast mikið með.
    Klopp hittir langoftast í mark með kaupum sínum. Langflestir leikmenn hans stórbæta sig sem leikmenn. Ég meina, portúgalski nöllinn hjá manhju hefur eytt 500 mill síðan hann kom þangað. Klopp er í plús hjá okkur. Það verður keypt í sumar, það er klárt. Keita kemur 1.juli og Can fer. Vonandi fáum við svo Fekir, heimsklassa markmann plus 2-3 aðra sem Klopp hefur trú á.

    Varðandi að missa áhugann á fótbolta. Ég skil það ágætlega, á vissan hátt. Ég hef átt mínar lægðir á þessum 40 árum sem ég hef fylgst með Liverpool. það sem mér finnst hvað verst við nútíma sportið er hversu hryllilega mikil neikvæðni dúkkar upp við hið minnsta mótlæti. Þetta þekkjum við her a kop.is
    Að því sögðu þá langar mig að þakka kopverjum kærlega fyrir mig og vonandi skjáumst við öll aftur her fljótlega i góðu skapi þegar nýir leikmenn verða keyptir.

    YNWA!

  52. Held að Klopp ætti nú bara að þakka Karius fyrir að draga athygglina frá honum sjálfum.Kenni honum ekkert síður um. Fram að því að salah meiddist vorum við miklu sterkari aðilinn og hefðum sennilega aldrei tapað leiknum klopp var fram að þessu komin með skák á Zidane því real var í ruglinu. Hver hefði átt að koma inn á fyrir salah sem fremsti maður i þessa hápressu. Vþað kemur bara einn maður til greina. Hann er klárlega ekki sami finisher og salah en hann kemur sér í færi og er klárlega ekki í verra formi en salah og algerlega þyndarlaus og reynir í alla bolta. Afhverju í fjandanum var hann ekki með Danni Ings í hópnum!!!! hvað þá þegar maðurinn er með þetta game plan.. Nei setur hann Lalana inn í staðinn hvað er hann búin að spila 30 min allt síðast liðið ár. En úr því sem komið var hver hefði verið kostur númer 2. Þó Emre can hafi verið meiddur síðustu vikur þá er hann búin að spila flesta leikina og í 10 sinnum betra spilformi. Það liðu ekki 2 mín þangað við vorum allt í einu komnir í nauðvörn og real stjórnar leiknum það sem eftir er sem er það sem mátti alls ekki gerast. Eins pirrandi að það var að sjá lalana á jogginu meiri hlutan af leiknum eins og keila inn á miðjum vellinum og allir l0ngu búnir að sjá að það var bara tímaspursma´l hvenær Real myndi skora. Allir nema klopp aftur skorar real og en er hann vankaður og gerir ekki rasskat til að reyna þétta miðjuna. Ekki fyrr en á 82-83 min loksins drullast hann til að gera breytingu. Við undir og þurftum að skora. þegar búin að setja inn miðjumann eða hvaða stöðu sem Lalana átti að sinna í staðinn fyrir aðal sóknarmanninn okkar. Hélt ég að hann ætlaði loksins all inn og bæta í sóknina til að ná þessu marki enda engu að tapa. En nei þá ákveður hann að setja inn Emre can!! Þvílíkar skíta skiptingar….. Maðurinn var ekki með neit helvítis plan b hvað ætlaði hann að gera ef þessi hápressa hefði ekki skilað sér. Það er gott að við getum kennt þessum lélega markmanni sem by the way klopp hefur gert allt til að koma honum í rammann!! Svo ég ætla bara gerast svo stóryrtur að skella skuldinni á klopp algera punglaus og ráðþrota!! Greinilegt hver er aðal maðurinn á bakvið leik kerfinn okkar. Það er allavega ekki þessi fuglahræða sem stóð á hliðarlínunni í kvöld. Hefðum sennilega verið betur settir ef hann hefði fengið leyfi út tímabilið

  53. Klopp er æði, Karius á bágt, framtíðin er svo sannarlega björt hjá LFC.

    Mér líður samt enn illa daginn eftir leik

  54. Fokkins væll.
    Það var eitt lið inná vellinum þar til Salah fór útaf þeir sem eru ekki trúa því farið og horfið á leikinn aftur.

    Hrundi eftir að Ramos slasaði Salah svo kemur Lallana inná sem er búinn að vera meiddur í 1 ár liðið fer aftar og það vantar allan hraða og í raun eini sem er virkilega að reyna er Mané.
    Karius með skelfileg mistök en nenni ekki að ræða það lengur þessi leikur hefði farið öðruvísi með besta leikmann okkar inná.

  55. Daginn eftir. Góð samantekt í YouTube vidéóinu hjá #55. Margt skrautlegt þar. Því miður voru tvö svona atvik í gær.

    Eitt sem brennur enn og það svíður vel undan er hvernig leikmaður Ramos er. Ekki það að hann komi eitthvað á óvart, hefur alltaf verið svona viðbjóðslega ditry leikmaður sem fer á ystu línu í óþverraskap. Það liggur við að manni finnist helst vanta karakter í okkar lið sem í svona stöðu kvittar fyrir þennan viðbjóð. Honum hefur núna tekist að eyðileggja CL draum Sala og HM í leiðinni. Eigum við ekki að bíða spennt eftir fréttum að RM vilji kaupa Sala? Stórt FU! þá takk fyrir.

  56. Bjartur 51 er væntanlega súr manju-stuðningsmaður. Jú, nokkrir af okkar stuðningsmönnum gengu of langt þegar city komu. Stuðningsmenn júnnæted grýttu opnu chelski-bikarrútuna í síðustu viku. Held að stuðningsmenn manju ættu nú bara að einbeita sér að styðja sitt leiðinlega lið, ekki veitir af 😉

  57. Sælir félagar

    Ég hefi haldið með RM frá því di Stefano og Puskas spiluðu með því liði. Þeim stuðningi er lokið. Aldrei mun ég framar styðja þetta ógeðslega lið með viðbjóð eins og Sergio Ramos innan sinna vébanda. Hvað Karíus varðar þá er hann brjóstumkennanlegur. Þetta hlýtur að vera skelfileg líðan hjá drengnum. Vonandi fær hann stuðning hjá klúbbnum til að jafna sig á þessu en það breytir ekki því að ég vil ekki sjá hann á milli stanganna hjá Liverpool. Hitt er annað að ef Klopp ákveður að treysta á hann þá tek ég því.

    Ég er sammála þeim sem telja viðurstyggilegt brot Ramos og skortur á breidd vera helstu orsök fyrir tapi í leiknum. Mistök Kariusar eru auðvitað skelfileg en það að geta ekki skipt inná manni í sama gæðaflokki og Salah (þ.e. í efsta gæðaflokki) réði í raun úrslitum í leiknum. Leikur liðsins riðlaðist algerlega og RM tók leikinn yfir og við hefðum alltaf tapað þessum leik eftir að Salah fór útaf. Það segir aðeins eitt.

    Til liðsins verður að kaupa: markmann í hæsta gæðaflokki, einn miðvörð í hæsta gæðaflokki, tvo miðjumenn í hæsta gæðaflokki(þ.e. 1 með Keita) og amk. einn sóknarmenn í hæsta gæðaflokki sem getur komið inn í sóknartríóið ef einhver þeirra meiðist eða þarf hvíld. Þetta getur þýtt kaup uppá 150- til 200 milljón pund. Undan þessu verðu ekki vikist. Það sást í þessum leik hvað það skiptir miklu máli að geta sett hundrað milljóna mann inná.

    Það er nú þannig

    YNWA

  58. Auðvitað eru bjartir tímar framundan. Klopp hefur farið í 3 úrslitaleiki á þessum tíma sínum og hann vinnur þann næsta, það er ég alveg viss um. Auk þess verður liðið í titilbaráttu næsta tímabil. Maður er samt gríðarlega vonsvikinn með leikinn í gær og erfitt að meika næstu daga.

    Karius hefur spilað sinn síðasta leik vonandi fyrir liðið. Hvað segir það við önnur lið að hann verði áfram fyrsti kostur? Hvað segir það við okkur stuðningsmenn? Þeir verða vonandi báðir seldir hann og Mignolet. Ward verður vara og einhver world class keeper keyptur. Donarumma, Oblak eða Allisson, take your pick, væri sáttur við einhvern af þeim. Þessi fyrstu mistök Kariusar, ég var gapandi í svona 2 min því ég trúði ekki því sem ég hafði séð. Reiðin gleymdist bara því þetta var það heimskulegasta sem ég hef nokkurn tímann séð og það gerðist einmitt þarna, hjá markverði Liverpool í CL final í stöðunni 0-0. Svo gat maður ekki vorkennt honum grenjandi fyrir framan stuðningsmenn eins og eitthvað fórnarlamb að biðja um miskunn. Nei, þetta voru hrikaleg mistök sem verða aldrei fyrirgefin.

    Ramos er svo eitthvert mesta gerpi fótboltans og þetta var hreinn og klár ásetningur og eyðilagði að mestu vonir Liverpool að vinna leikinn. Það er bara svoleiðis. Innkoma Lallana var ömurleg vægast sagt og ekkert á bekknum til að breyta einhverju. Fannst samt ótrúlegt hvað liðið brotnaði niður eftir að Salah fór útaf og liðið getur ekki verið svona háð einum leikmanni. Lið Klopps hafa aldrei verið one man team en það leit þannig út í gær.

    Nú verður bætt í breiddina og 4-5 öflugir leikmenn inn, markvörð, miðvörð, miðjumann plús Keita, kantmann og sóknarmann og við vinnum þessa fokking keppni á næsta ári!!

  59. Þessi skoðun er kannski ekki vinsæl en við höfum oft verið með þessa Ramos týpu i okkar liði og er carragher gott dæmi um það

  60. Ég vissi ekki að það væri búið að innleiða júdó brögð í knattspyrnu. Þetta er ekkert annað en júdó fella hjá Ramos.

  61. Í hvaða bulli eru menn að líkja Carra við Ramos?!? Þessi óheiðarlegi Spánverji hefur fengið á þriðja tug rauð spjöld og hans fautabrögð heppnuðust í gær, því miður og af hverju í he*#+ er ekki VAR í stærsta leik ársins á þessari plánetu. Það var svo sannarlega þörf á því í gær.

    Allir markmenn gera mistök inná milli. Meira að segja Buffon hefur gert svipaða deila, líka De gera, líka Cortois, líka Grobbelar og allir hinir. Karíus hefur verið með hátt hlutfall af clean sheets eftir að hann vann sætið í liðinu. Það breytir því samt ekki að við munum kaupa markmann í sumar, hef enga trú á öðru.
    Þetta svíður ofan í kviku en við vorum í fínum málum í þessum leik áður en gerpið braut viljandi öxlina á Salah. Vonandi verður tekið á þessu broti hans. Það þarf að taka harðar á óheiðarleika í íþróttum. Af hverju er ekki VAR notað í stærsta leik ársins sem dæmi?

  62. Við vörðum carra þegar hann tók næstum þvi löppina af Nani i leik við united sem dæmi, þa töluðum við um að carra myndi aldrei gera neitt svona viljandi þegar það var augljóst að þetta var klàr àsetningur.
    Carra hefur alltaf gert ALLT til að vinna.
    Plís ekki fara að tala um carra sem strang heiðarlegann leikmann, það er kjànalegt

  63. P.s þvi miður var þetta ekki einu sinni brot hja Ramos,, salah krækti fyrst i ramos

  64. Við getum verið stolið af okkar frábæra liði.

    Besti leikmaður Liverpool meiðist og fer út af.

    Fyrsta mark RM kom eftir hörmuleg misstök Karíusar.

    Liverpool jafnar eftir frábæran skalla Lovern og Mane skorar.

    Síðan kemur undramark Bale, sem ekkert er hægt að gera við.

    Mane skýtur í stöng.

    RM skorar mark aftur eftir hörumuleg mistök Karíusar.

    Hvað er hægt að segja eftir svona leik. Liverpool hefði unnið þennan leik ef Salah hefði ekki meiðst, þessi misstök Karíusar hefðu ekki komið til og Bale hefði ekki hitta boltann þegar hann skoraði þetta mark. Ég er viss um það að þetta er bara fyrsti úrslitaleikur af mörgum með besta þjálfari í heimi, hann Klopp.

  65. “Karius might never walk alone, but he is certainly taking the bus home from Kiev”….haha, margir nett pirraðir. Svona er fótboltinn, ég tek smá heppni hjá okkar mönnum Í Rússlandi í sumar í staðinn.

  66. @chevycruze #75; það er rétt að þetta er júdókast, en þetta kast er bannað í júdó, þar sem það kostar of mörg meiðsli.

  67. Eru menn virkilega að halda því fram að Ramos hafi meitt Salah viljandi, erum við Liverpoolmenn virkilega svona tapsárir og lélegir í ósigri? Halda menn að hann hafi úthugsað það að ef að þeir myndu detta saman í jörðina að þá gæti hann rústað öxlinni á Salah. Eins og ég sá þetta þá eru þeir að berjast og detta saman í jörðina og Salah greyið er óheppinn og lendir mjög illa og því miður getur ekki haldið áfram. Mjög súrt en svona er þetta stundum.
    Ég finn til með Salah og Karius líka vona bara að þeir komi sterkari til baka.

    YNWA

    YNWA

  68. United maður hér.
    Ramos er rotta (og allir vita það) hann ætlaði að krækja i Salah og taka niður með sér en ég efast stórlega að planið hafi verið að taka hann úr leiknum.
    Mér finnst það nú frekar kaldhæðnislegt að menn hérna (alls ekki allir) skuli hrauna yfir Karíus og kvitta svo með YWNA…
    Er þó sammála að Karíus er ekki nógu góður og breidd ekki nógu góð(þið misstuð samt ykkar besta mann utaf)
    í grunninn var þetta sárt tap og djöfull skilur maður það vel. Ég spáði stórleik Liverpool þar sem þeir unnu vel að koma sér í úrslitaleikinn og mórall í 200% á meðan Real slefaði það og ekkert nema sjálfumglaðar stjörnur..

    Anyways hlakka til að hata ykkur á næsta tímabili haha

  69. Nr84 já menn eru að halda því fram. Það er barnalegt að halda annað. Brotið er bara of augljóst, því miður. Ramos sýnir þarna ljótustu hliðar fótboltans.

  70. Þurfum allir núna að vera jákvæðkir og styðja karius. Toppnáungi fínasti markmaður en þetta 1.mark fór i hausinn a karius. Hann hefði alltaf varið þetta með hausinn í lagi. Get ekki ýmindað mer hvað hann þarf að ganga i gegnum næstu mánuði. Hjálpum honum að komast í gegnum þetta svo hann komi sterkari til baka. Samt sem varamarkmaður. Frábært að hafa svona markmann á bekknun. Fáum annan betri og léttum pressuna af karius

  71. Jæja, hvenær opnar glugginn?
    Oft verið sagt áður en þetta sumar verður sannarlega “reality check”.
    Vilja eigendur setja það sem þarf af aurum í liðið?
    Mun Klopp sækja hart fram þó kannski fyrsti kostur sé ekki mögulegur?
    Vilja leikmenn óskalistans koma til liðs sem er sannarlega að stimpla sig inn?
    Finnast gimsteinar í sorphaug peningahyggjunnar?
    Tökum við stóra skrefið fram á við í átt að titlum?

    Hvað sem verður þá skal semja við Oblak strax.

    YNWA

  72. Við getum ekki stólað á einn mann og ef hann meiðist hrinji allt. En við verðum að spæsa í góðan markmann eins og við gerðum með Van Dice. ÁFRAM LIVERPOOL.

  73. Paul Carr
    @PaulCarrTM
    26 May
    Attacking-half touches before and after Salah left the #UCLFinal in the 31st minute…

    – Before: Liverpool 111, Madrid 57

    – After: Madrid 149, Liverpool 7

    Paul Carr
    @PaulCarrTM
    Attacking-THIRD touches before and after Salah left the #UCLFinal in the 31st minute…

    – Before: Liverpool 56, Madrid 21

    – After: Madrid 65, Liverpool 1

    ONE.

    Salah er of mikilvægur Liverpool, það má ekki gerast að liðið stóli eingöngu á einn mann.

  74. Þeir sem vilja meina að þetta hafi ekki verið viljandi hjá Ramos, gerið mér greiða og horfið á þetta atvik sirka 10 sinnum.

    Setjið ykkur í spor Ramos í þessu tilfelli og hugsið hvort hann dettur í náttúrulegri stöðu. Ef þú værir Ramos myndir þú ekki setja hendurnar fyrir þig í stað þess að læsa höndunum. Fyrir mér er þetta alltaf viljandi. Ég á bágt með að trúa að Ramos hafi samt viljað meiða Salah alvarlega, frekar að láta hann finna fyrir því. Vona að karma sjái um að bíta Ramos ef þetta er rétt hjá mér og Spánn fari heim eftir riðlakeppnina.

    Varðandi Karius þá hlýtur hann eða Mignolet að yfirgefa LFC í sumar og alvöru kanóna fenginn í staðinn. Ég er brjálaður að svona mistök séu gerð í úrslitaleik. Staðan ætti að vera 1-1 og leikurinn á leið í framlengingu. Það breytir því ekki að ég finn mikið til með Karius og vona innilega að hann nái að rífa sig í gang eftir þetta. Það væri samt svo mikið LFC ef hann væri aðalmarkvörður á næsta tímabili og yrði geggjaður og myndi tryggja okkur titilinn en ég er ekki bjartsýnn á það.

    Ég vil meina að ástæðan fyrir því að Karius hafi verið góður er sú að vörnin er orðin mun betri. Í mínum huga ættu Robertsson og Van Dijk bókað byrjunarliðssæti hjá öllum top 6 liðum í ensku deildinni miðað við frammistöðu þeirra eftir áramót.

  75. Kl 23:30 daginn eftir…
    Mig langar að gleyma þessu tímabili sem fyrst gerðum vél náðum 4 sætinu og sæti í meistaradeild evrópu að ári .. komust í úrslitaleik end of story klárum HM og gerum vel á leikmanna markaðnum í sumar…

    Já ég er gríðarlega svekktur í lok timabils…

    Því meira sem ég hugsa um hvað ég er svekktur þá átta ég mig betur á hvaða stall Liverpool er komið.
    Vonin um að ná að hanga aftan í öðrum liðum og grísast í 4 sætið er ekki lengur gott . Krafan er meiri og ég ætla að fara með þá hugsun inn í sumarið..
    Liverpool Fc hefur ekki lítið betur út í áratug plús.

  76. “grísast í 4 sætið” . Ótrúlega skondið að lesa svona komment og stenst ekki skoðun . T.d er Liverpool með næst besta markahlutfallið í ensku deildinni og næst mest mörk skoruð. Liðið gerði 12 jafntefli og í mörgum af þessum jafnteflum var Liverpool klárlega stærri spámaðurinn og grísuðu svo sannarlega ekki á jafnteflin. hvað þá sigrana sem í mörgum tilfellum voru mjög verðskuldaðir.

    Hvernig færðu það út að það hafi verið grís að ná 4 sætinu ?

    Liðið komst í úrslit meistaradeildarinar og náði meistaradeildarsæti. Englandsmeistarar síðustu leiktíðar náðu ekki einu sinni meistaradeildarsæti og var það álit lang flestra að Liverpool og Man city spiluðu lang áferðafegursta og skemmtilegasta boltann.

    Þetta var fínt tímabil. Liverpool er búið að ná meistaradeildarsæti í tvö ár í röð og augljóst að það er hægt og bítandi að stefna í rétta átt með liðið.

  77. Það er alveg klárt að Ramos gerir þetta viljandi. Ef annar leikmaður hefði dottið með Salah þá hefði maður bara hugsað með sér að þetta hefði verið óheppni. Ramos er rotta, hann kann bolabrögðin. Hann er búinn að fá nokkra tugi af rauðum spjöldum og mörg þeirra eru i stóru leikjunum. Hann er dirty leikmaður sem dómarar þurfa að kunna á. Þessi dómari sem dæmdi úrslitaleikinn virtist blautur á bakvið eyrun.

  78. Ógeðið klemmdi hægri hendi Mo og sleppti ekki, þó boltinn væri kominn langleiðina að marki Liverpool. Þetta er svo augljóst ásetningsbrot og ætlað til að meiða.

  79. Hann er siðblindur og er slóttugasta rottan í boltanum, verst af öllu er að hann virðist ætla að komast upp með þetta.

    Ég trúi því allavega ekki að þetta sé hluti af leiknum:

    https://www.youtube.com/watch?v=cjehh556Rj8

    Það var einhver hér inni að líkja Carragher við hann og við vitum að JC var harður í horn að taka og átti nokkrar skrautlegar tæklingar en það er ekkert skillt við þessi skítabrögð sem þetta krabbamein viðhefur inná vellinum og eina ætlunin er að meiða, niðurlægja og taka út andstæðinginn.

    Er einhver að reyna verja þessa skepnu?

    https://www.youtube.com/watch?v=UxnmEPF9ANQ

    Skrifað í skýin að við lendum með þeim í riðli, þá verður hægt að sýna þeim í eitt skipti fyrir öll útá hvað fótbolti gengur.

    In Klopp we trust!!!

    YNWA!!!

  80. #85 Kristján Aðal, já…

    hann er alltaf að reyna að taka hann út, spurningin er hvort hann hafi ákveðið það sjálfur eða fengið fyrirmæli frá Zidane, en niðurstaðan er alltaf sú sama, maðurinn á að fá langt bann.

  81. Eg held ad Ramos hafi viljad “touch him up” i.e. lata finna fyrir ser, en efast um ad hann hafi getad fyrirsed afleidingarnar. Madridingar aetludu klarlega ad intimidate-a Salah og lata finna fyrir ser: Ronaldo t.d. med einhverju hallaerislega B5-pappakassa-störu a Salah i gongunum fyrir leik.

    Tölfraedi leiksins synir ad Liverpool voru betri adilinn fyrsta halftimann og Ramos og felagar eru ekki ad byrja i sportinu. Their vita vel og sau ad Salah er allt i öllu soknarlega hja Liverpool. Hann hefur thvi, held eg, akvedid ad lata finna fyrir ser. I fotbolta gerast hlutirnir hratt (serstaklega i kringum leikmann eins og Salah) og madur hefur ekki mörg taekifaeri til ad komast i navigi vid akvedinn leikmann. Eg hef oft lent i svona body-navigum thar sem eg vil lata finna fyrir mer, en i 90% tilfella er ekki nokkur leid ad vita fyrir um afleidingarnar thvi thetta gerist allt svo hratt og madur getur ekki reiknad ut a split second hvernig hlutirnir fara. Fyrir utan thad ad hver leikmadur er med mismunandi thyngdarpunkt og skrokk og thad er omögulegt ad vita hvernig svona fer, nema madur hafi spilad 100 sinnum gegn leikmanninum.

    Thvi hef eg komist ad theirri nidurstödu ad Madrid hafi fengid skilabod fyrir leikinn ad intimidate-a Salah og taka fast a honum til ad koma honum ur takt vid leikinn. Tho ad Ramos hafi ramosad yfir sig, tha tel eg ekki ad hann hafi getad vitad ad Salah yrdi oleikfaer eftir vidskipti theirra. Menn laesa hondum og beyta alls konar brogdum oft bara til ad lata vita ad ef thu aetlar ad koma i navigi vid mig aftur, tha hugsaru thig tvisvar um.

    En madur getur ekki stjornad odrum lidum og theirra akvordunum. Thad sem LFC getur gert er ad laera af thessu. Thad tharf ognun fra fleiri stodum a vellinum. Thad er oft gott ad hafa Gud i lidinu sinu, en thad getur lika oft komid ser illa thegar Gud er ekki med.

    Thad er tvennt sem mer finnst Liverpool thurfa ad baeta fyrir komandi leiktid:

    1) Thad tharf betri spilara a midjan vollinn. Spilara sem geta haldid bolta betur. Thetta myndi hjalpa lidinu ad stjorna tempoi og roa leiki thegar tharf. A yfirstandandi seasoni var LFC med eitt leikplan. Ef lidid aetlar ad vinna bikara tharf meiri ro og yfirvegun og skipulag a midjunni. Hversu oft saum vid lidid galopnast og tapa nidur sigurleikjum a timabilinu, thvi thad gat ekki haldid bolta undir pressu andstaedingsins. Vid thurfum ad geta skipt ur thungarokkinu af og til thegar stadan er t.d. 2-0 eda 3-1 til ad drepa leikinn og vera taktiskari.

    2) Lidid tharf back-up fram a vid sem hefur hrada. I leiknum gegn Madrid kemur Lallana inna fyrir Salah. Lallana er frabaer leikmadur, en hann hefur ekki thann hrada sem tharf til ad spila front-three i thessu kerfi Liverpool. Hann gaeti einmitt nyst fyrir aftan til ad halda bolta thvi hann er flinkur, en hann hefur ekki sprengjuna sem tharf til ad vinna bakvord i kapphlaupi og komast bakvid vornina. Eg vil thvi sja hradann mann keptann i sumar, sem getur spilad a badum köntum.

    Bjartir timar framundan.

  82. Thad sem mer finnst verra fra Ramos, og miklu frekar haegt ad segja ad thad hafi verid beinn asetningur, er olnbogaskotid sem hann gefur Karius. Ramos hleypur framhja Karius og lyftir svo olnboganum i mjög oedlilega stodu til ad connecta vid kjalkann a Karius.

    Hvort sem haegt er ad fullyrda ad Ramos se viljandi ad reyna ad meida menn, tha er alveg augljost ad hann er i thessum “fauta-ham”, ad vera oheidarlegur og beyta brögdum inna vellinum. Thad er alltaf verst fyrir thann sjalfan sem beitir slikum brögdum, thvi hann er ad thessu thvi hann treystir ekki ad haefileikar sinir og hugsun/skynsemi komi honum alla leid. Thetta er ekkert annad en oöryggi personunnar sjalfrar, og eg vorkenni Ramos fyrir ad hafa ekki meira confidence. Min reynsla med svona leikmenn er ad their hafa mjög litid self awareness (I can do no wrong hugarfar) og thvi heldur hegdunin afram og afram. Utanadkomandi refsing (UEFA leikbann t.d.) myndi engu breyta hja Ramos, tha faeri hann i fornarlambs-stellingar og myndi ekkert laera. Thetta er bara fotbolti, menn med of stort ego og thannig folki er ekki haegt ad bjarga fra sjalfu ser, thvi midur.

  83. Já maður er mað margra daga óbragð í munninum. En ég ætla ekki að hrauna yfir nokkurn mann í okkar liði þeir eiga meira skilið frá okkur stuðningsmönnum, en burt sér frá þessum leik þá þurfum við breidd og er það pottþétt eitthvað sem okkar maður tæklar í sumar með góðum kaupum.

  84. Uss Carra og Gerrard hefðu nú komið með eina hefnitæklingu á Ramos, sá er heppinn að þeir eru hættir

  85. Það er svo sem margt sem fór í gegnum huga mér eftir leikinn en það pirraði mig pínu að sjá Karius ganga einan og biðja aðdáendur liðsins afsökunar á sínum mistökum, ég er nokkuð viss um að Steven Gerrard hefði aldrei látið hann vera einan þarna og það er þarna sem mér finnst Henderson ekki nógu stór persóna til að vera capteinn hjá liði sem við viljum að LFC sé. You”ll never walk alone er einkennis orð liðsins og það þarf rosalega sterkan karakter til þess að gera það sem Karius gerði eftir leikinn og mér fannst sárt að sjá hann einan þarna. leiðréttið mig ef einhver kom þarna og stóð með honum (leikmenn ekki þjálfarateymi).

  86. Sammála, Ramos er klókur skíthæll, en ekki séns í helvíti að það verða einhverjir eftirmálar hvað hann varðar eftir þennan leik, enda engin leið að sanna ásetning til að meiða. Það breytir hins vegar ekki því að þetta var í mínum huga klárlega ásetningur og hann vissi vel að hann væri alltaf að fara að meiða Salah.

    Þetta er rosalega sárt að hafa tapað þessum úrslitaleik því ég er sannfærður um að við hefðum unnið þennan leik með Salah innanborðs. Það mun allaveg taka mig mjög langan tíma að jafna mig. Það er ekki bara það að við töpuðum leiknum heldur hvernig við töpuðum honum, þ.e. gáfum þeim tvö mörk.

    Alveg sama hvað leikmenn og vefsíður LFC segja hvað framtíðin sé björt og allt það (sem er vissulega rétt) þá mun þetta tap sitja allavega í mér langt fram á sumar. Hef bara ekki í mér að hugsa um næsta tímabil akkúrat núna.

    YNWA

  87. #99
    Ramos sá að hann var ekki að ráða við hann í leiknum svo hann ákvað að beita þessum bolabrögðum.

  88. #102 Flott greining Freud.
    Ég stórefast um að Ramos sé með eitthvað confidence vandamál

  89. #95
    Ég var ekki að tala um að grísast i 4 í ár. Enda held ég að við hefðum ekki misst þetta svona niður nema útaf cl baráttuna .

    Er meira að segja að fyrir tímabilið væri 4 sæti óásættanlegt og búið að vera í langan tíma nú loks erum við að gera stærri kröfur sem er gott .og þannig vil ég hugsa um þetta tímabil það er okkar sigur í ar.

    86# fær hrós það er gaman að fá aðrar raddir hingað inn svo framarlega að þær séu málefnalegar.

  90. Að Ramos hafi svo hlegið að Salah á meðan hann gekk grátandi af velli. Ég veit það af reynslu frá síðasta sumri, þegar ég brotnaði á handarbaki, að það er erfitt fyrir hvern sem er að halda aftur af tárunum þegar sársaukinn verður instant og rosalegur. Adrenalínið kikkar inn eftir smá stund til að hjálpa líkamanum að díla við meiðslin og þá hættir það, en allt kerfið segir: Núna ertu búinn: þú verður bara að gráta kallinn minn. Maður sá það á honum og þetta var sjokkið sem reið yfir allt liðið og felldi leikinn úr jafnvægi. Það er svosem hægt að halda því fram að Ramos hafi ekki endilega ætlað sér að raunin yrði þetta slæm, en hann ætlaði samt að meiða hann og var drullusáttur að fá að hanga inn á og hlæja svo að leikmanni sem er klössum fyrir ofan hann, bæði að getu og sem manneskja á meðal annarra. Ramos sýndi ruslið í sér, og þessi bikar sem þeir lyftu verður alltaf tainted fyrir mér.

  91. Hvað getur maður sagt? Ég held að það sé bara dæmi um hversu metnaðarfull við erum orðin þegar við erum orðin svona svekkt að sjá liðið okkar ná ekki að vinna Meistaradeildina!

    Þetta tímabil var þvílíkur rússibani, allt frá fremur klikkuðum leikmannaglugga síðasta sumar, yfir í pirringinn í kringum Coutinho, yfir í gleðina að fá Van Dijk og sjá Salah rústa markametinu. Ég hlakka til að vera á gluggavaktinni í sumar, rétt eins og síðasta sumar og sjá hvað kemur upp úr pokanum í sumar.

    Persónulega hef ég alltaf verið hrifinn af þessum ‘manísku’ týpum í marki eins og Peter Schmeichel. Þessi týpa sem er sífellt að öskra á varnarlínuna og heldur mönnum á tánum. Einhver sem er með það mikið egó að hann lætur ekki svona klúður í marki hafa áhrif á sig til lengri tíma. Eins mikið og ég hef verið hrifinn af Karius að þá held ég að hann hafi ekki kjarkinn né getuna til þess að koma aftur, eftir þessa frammistöðu. #ProveMeWrongKarius

    Svo vill ég þakka síðuhöldurum fyrir þessa frábæru þjónustu sem þeir halda úti hérna; heimsklassa umfjöllun og podcast, sem meira að segja aðrir sem halda ekki einu sinni með Liverpool eru að hlusta á, bara út á að það að finna fyrir þessum svakalega eldmóð sem er hér að finna.

    YNWA – öll sömul – komum sterk inn eftir sumarfríið!

  92. Real kann að vinna leiki með öllum brögðum. Okkar menn eru eins og bestu kórdrengir en mættu hafa smá dirty í sér til að taka á móti. ef við hefðum nú haft menn eins og D.Costa frami til að tuddast í þeim….hann hefði rotað Ramos og farið hlæjandi útaf. Þurfum að leggja kórnum og fara að tuddast meira.

  93. #112 þessu er ég ósamála, ég vill frekar tapa heiðalega en vinna óheiðalega.

  94. Twitter logar um að Fabinho hjá Mónakó verði okkar fyrstu kaup, sumir segja jafnvel done deal. Talað um 45-50m

  95. Mér líst vel á þennan Fabihno. Sé hann fyrir mér sem varnartengilið. “Ruslakall” eins og þeir eru gjarnarn kallaðir. Stoppar af sóknir og kemur boltanum strax aftur í spil. Hann virðist hafa mikla yfirferð og góða seningagetu,sérstaklega í löngum boltum, næjanlega teknískur en ekki samt leikmaður sem er ekki að gera flókna hluti inn á vellinum. Það hefur oft verið að kalla eftir þannig leikmanni. Jordan Henderson er í raun betri sem box to box miðjumaður eins og Naby Keita. Þessi kaup meika 200% sens fyrir mér. r

    Hann er kannski ekki sama augnayndið og Coutinho en líklega leikmaður sem passar betur inn í leikstíl Klopps í stöðu varnartengiliðs en Jordan Henderson. Það kæmi mér ekkert á óvart að hann færi beint inn í byrjunarliðið og að jordan henderson verði færður í box to box miðjumann eða að þeir berjist um þessa stöðu á vellinum. Það má ekki gleyma að Jordan Henderson var lykilmaður hjá Liverpool þegar við urðum næstum því Englandsmeistarar með Suarez innanborðs einmitt sem Box to box miðjumaður og með hann og naby keita sitthvorum meginn við alvöru varnartengilið ætti að bjóða upp á ómennska yfirferð.

    Markahlutfall Fabinho hjá Monaco er ekki heldur slæmt. 22 mörk í 108 leikjum. Til samanburðar hefur Jordan Henderson skorað 22 mörk í 207 leikjum og hefur samt ekki alltaf verið að spila sem varnartengiliður.

  96. Sýnist að klúbburinn sé að staðfesta þessi kaup.

    Nokkrir mjög góðir varnartengiliðir til sölu í sumar (Jorginho, Jean Michel Seri o.fl.) en Fabinho hefur verið orðaður við velflest stórlið Evrópu síðustu 2 ár. Er 24 ára og getur spilað bakvörð líka. Ég er mjög ánægður ef við klárum þetta strax. Eins og Klopp sagði þá eru umboðsmenn farnir að bjóða honum leikmenn eftir árangur Liverpool í ár. Þá bjóðast okkur svona háklassa leikmenn.
    Snöggur og virkilega góður á boltanum í bland við tæklingar og stál. Er þetta ekki bara akkúrat það sem okkur vantaði í þessa stöðu?

    Eins og Maggi segir í upphitun. Þá er ekki hægt að knúsa markmenn Liverpool endalaust. Þetta kjaftæði er bara ekki boðlegt lengur. Það gengur ekki að við byrjum leiktiðina 5-15 stigum í mínus bara útaf því við nennum ekki að borga almennilega fyrir alvöru mann í búrið. Sjáið bara hvað koma Van Dijk hefur breytt vörninni. Það sama myndi gerast ef við fengum traustan markmann fyrir aftan hana.

  97. Leikmaður sem er hægt að nota í fleiri en eina stöðu sem er mjög svalt getur spilað sem 2 , 6 og 8.
    Góður varnarleikur hjá honum sterkur leikmaður og snöggur þegar þarf boltinn virðist vera límdur við hann og hann er góð vítaskytta þetta er bara það sem maður er búinn að sjá í fljótu bragði þetta eru SOLID kaup hjá LFC lookar vel líklegast er hann hugsaður sem beint replacement fyrir E.Can en hvað veit maður.

  98. Hljómar aldeilis spennandi. Ekki skemmir fyrir að hann er Brassi, hjálpar vonandi til við að festa Firmino enn lengur hjá okkur.

  99. Svona á að kaupa… Orðrómur í klukkustund og svo búúmm!
    Brasilískur maschareno, mjöög spennandi!!

  100. Allt búið að segja um leikinn, sammála mörgu, en ósammála öðru. Var að skoða Fabinho, sá á eftir að smella inn í teoríuna hjá Klopparanum. Ég er virkilega ánægður með þessi kaup!!!!!!
    Er svona lýsandi dæmi hvernig Klopp kaupir. Keita, Fabinho, spennandi að sjá hverjir koma næst, sem er næsta víst að verða einhverjir styrkleikar fyrir okkar ástkæra lið.

    YNWA

  101. Fann þennan link á Facebook! Man Utd aðdáendur héldu að þeir ættu séns á að næla í Fabinho. 🙂 http://www.redcafe.net/threads/fabinho-liverpool-player-redcafe-in-meltdown.439030/page-3

    Svo þarf þessi dúddi væntanlega morfín í æð eftir þessar fréttir. 🙂
    https://youtu.be/SopDn93bpt4

    Fabinho segir að eftir að hann talaði við Klopp sagði hann umboðsmanninum að hætta öllum viðræðum við önnur lið. Hann ætlaði sér núna til Liverpool. Að hugsa sér að í vetur voru þónokkrir vitringar hérna á kop.is sem vildu láta reka Jurgen Klopp. Jú það er spurning hvort hans aðferðir vinni titla en þegar maðurinn er að plokka bestu leikmönnum heims undan nefinu á öðrum stórklúbbum trekk í trekk þá bara hlýtur að styttast verulega í nokkra bikara.

    Næst er það markmanns staðan. Persónulega vildi ég helst Donnarumma en Oblak eða Allisson myndi klárlega virka líka. Sögusagnir einmitt um að Liverpool sé að reyna á þolrif Roma með stóru tilboði í þann brasilíska. Ef við fáum líka Nabil Fekir, heimsklassa miðvörð, Striker og Pulisic þá erum við að mínu mati komnir með betra lið en Man City og svakalega breidd. Þá getur Klopp klárað öll kaup strax, sett í gang alvöru æfingartímabil og svo fulla árás á meistaratitil næsta tímabil. Djöfull væri það yndislegt og hversu geggjaður yrði þessi sóknarfótbolti sem Liverpool myndi spila næsta season?

  102. Menn virðast ekki átta sig á því hvað höfuðhöggið á Karius getur spilað stóran hlut í þessum mistökum hans. Já hann skeit gjörsamlega upp á bak… En svona höfuðhögg geta vankað menn auðveldlega og haft stór áhrif á ákvarðanatöku og viðbrögð. Karius er búinn að vera mjög góður í seinni hluta tímabils og hefur það sýnt og sannað með markmenn eins og De Gea, Peter Schmeichel, Neuer og fleiri. Að gefa þeim tíma borgar sig margfallt en að henda þeim út eftir lélegan kafla. Neuer til dæmis var HATAÐUR af stuðningmönnum Bayern og vildu þeir losna við hann. Schmeichel var tekinn af lífi í bresku pressunni og Ferguson sagði þeim basicly að grjóta sig því hann væri hans markmaður á meðan hann væri við stjórn.

    Fyrir þá sem ekki hafa séð höfuðhöggið þá getið þið séð það hér :

    https://www.balls.ie/football/watch-footage-shows-sergio-ramos-elbowing-karius-head-costly-mistakes-389813

    Ef það á að losa sig við Karius útaf þessum mistökum, þá þurfa heldur betur margir leikmenn að fjúka úr liðinu.

Meistaradeildarúrslit – leikþráður

Fabinho til Liverpool (Staðfest)