Upphitun: Real Madríd í úrslitum Meistaradeildarinnar

Jurgen Klopp á ekki einn heiðurinn af því að Liverpool er komið aftur í úrslit Meistaradeildarinnar, ef að Liverpool er með þá er alltaf séns. Trú stuðningsmanna Liverpool á liðið ef það fær blóðbragð í Evrópu minnir stundum á það þegar Lloyd frétti að hann ætti séns í Mary. Strax í byrjun tímabilsins voru margir sem sáu enga ástæðu fyrir því að Liverpool gæti ekki farið langt í þessari keppni, kannski ekki í úrslit en ef þú spáir því að Liverpool komist í 8-liða úrslit er eins gott fyrir þig að trúa því að liðið geti farið alla leið. Afhverju í helvítinu ekki?

Það væri gaman að taka það saman hversu oft við höfum talað um Kiev í vetur, hvort sem er í Podcasti, Akraborginni, Fótbolta.net eða hérna á síðunni. Varfærið til að byrja með en eftir því sem liðið hefur á keppnina hefur trúin aukist. Þegar Liverpool slátraði Spartak Mosvku 7-0 og tryggði sig í 16-liða úrslit var auðveldlega hægt að finna fleiri lið sem myndu óttast Liverpool en öfugt.

Eftir að hafa verið í Porto þegar Liverpool gekk frá heimamönnum voru gistimöguleikar í Kiev aðalmálið eftir leik. Það fundu það allir sem voru í Porto að Liverpool var svo sannarlega komið aftur á stóra sviðið og maður lifandi hvað scouserinn kunni að skemmta sér af því tilefni.

Árangur Man City í Evrópu undanfarin ár ætti svo alls ekki að draga neitt úr þeim árangri sem sigurinn á því liði var. Þeir eru að rústa bestu deildinni með dýrasta hóp sögunnar og besta stjórann. Það var líka heldur betur kveikt Meistaradeildarljósin á Anfield í þeim leik, þvílík stemming og stuðningur af pöllunum. Lögin sem við lærðum í Porto komin í aðalatriði, geðveikt. Allez Allez Allez.

Anfield var rétt rúmlega til í undanúrslit og stemmingin var eftir því, sú besta sem ég hef upplifað á Anfield enda í Kop stúkunni. Það að komast í 5-0 eftir klukkutíma og vera hálfsvekktur að liðið hafi ekki nýtt öll dauðafærin er með ólíkindum. Liðið var algjörlega komið á hnén vegna meiðsla og leikjaálags en gerði mjög vel að klára einvígið og fjórða sætið í deildinni.

Porto, Man City og Roma voru ekki bara afgreidd á leiðinni í úrslit, öll einvígin voru svo gott sem búin eftir fyrri hálfleik í fyrri leiknum. Endurkoma Liverpool hefur verið með hreinum ólíkindum og nú er aðeins ein hindrun eftir, besta lið í sögu þessarar keppni.

Real Madríd hefur ekki aðeins unnið þessa keppni tólf sinnum í fimmtán tilraunum, þeir hafa unnið í þrjú af síðustu fjórum skiptum og eru enn á ný komnir í úrslit. Þessi lið mættust síðast þegar þau voru saman í riðli fyrir þremur og hálfu ári síðan. Þá var farið yfir sögu Real Madríd, vafasama fortíð þeirra, tengsl við einræðisherran Franco og hvernig hann notaði félagið ekki ósvipað og stjórnvöld í Abu Dhabi nota Man City í dag. Eins kynntum við okkur eitt stærsta og mikilvægasta nafnið í sögu félagsins, Santiago Bernabeu og hvernig staðið var að kaupunum á Ronaldo þess tíma. Það er allt að því skyldulesning að fara yfir þessa ítarlegu upphitun.

Að þessu sinni verður umfjöllunarefnið hinsvegar aðalmaðurinn í nútímasögu Real Madríd.

Florentino Perez


Real Madríd er eins og Barcelona í eigu stuðningsmanna liðsins sem kjósa sér forseta. Félagið má aðeins eyða þeim pening sem það aflar sjálft og ekki er hægt að kaupa hlut í félaginu sjálfu heldur aðeins aðgang að félaginu sem meðlimur (socio). Meðlimir Real Madríd um 60.000. Þetta hljómar fallega en er öllu flóknara en sýnist og það skiptir gríðarlega miklu máli hver er kosinn forseti hverju sinni. Real Madríd hefur í tvígang kosið Florentino Perez sem forseta félagsins og með því að kynna sér manninn er auðvelt að skilja afhverju.

Perez er í dag auðvitað heimsþekktur sem forseti Real Madríd en utan Spánar er minna vitað um hann. Hann er forseti ACS sem er einn stærsti byggingarverktaki í heimi og eins á hann fortíð í pólitík á Spáni. Hann er einn af áhrifamestu mönnum Spánar.

Perez sem er 71 árs steig niður sem stjórnarformaður ACS fyrir nokkrum árum en er áfram forseti fyrirtækisins. Hann ásamt öðrum byggði ACS upp frá grunni í það að verða alþjóðlegt risafyrirtæki með um 175.þús starfsmenn og yfir $35 milljarða veltu á ári. ACS hefur í gegnum tíðina m.a. unnið að gerð neðanjarðarlestakerfisins í New York, London og Ottowa ásamt því að leggja hraðbraut í Ástralíu. Heimafyrir hefur félagið í tíð Peréz haft sterk tengsl við stjórnvöld svo vægt sé til orða tekið. Eitt sinn var haft eftir honum í sjónvarpsviðtali að í VIP boxunum á Bernabeu séu oft framámenn úr viðskipta og- stjórnmálalífinu að handsala stóra samninga. Ef lesið er fyrri upphitun okkar um Real Madríd er ljóst að þannig hefur þetta verið lengi.

Real Madríd var þannig eiginlega bara aukavinna hjá Perez þegar hann náði fyrst kjöri sem forseti félagsins árið 2000. Hann er sagður vera einn ríkasti maður Spánar enda metinn á um $1.8 milljarða.

Perez er ekkert fæddur með silfurskeið í munni og átti nokkuð eðlileg uppvaxtarár. Hann fór ungur í Tækniháskólan Madríd og lærði rafvirkjann. Eftir nám fór hann að vinna fyrir sér sem slíkur í eign rekstri þar til hann sneri sér að pólitík 29 ára gamall árið 1976. Hann var á tímabili starfandi í ráðhúsinu í Madríd þar sem hann var yfir innviðum í umferðarráðuneytinu. Hann var einnig ráðin framkvæmdastjóri í miðjuflokki á Spáni sem var skammlífur og hætti í pólitík árið 1986 er flokkurinn náði engum manni inn á þing. Hann kynntist hinsvegar mörgum mikilvægum aðilum í pólitíkinni sem mögulega hefur komið sér vel í gegnum tíðina.

Áður en hann sagði skilið við pólitíkina hafði hann ásamt vinum sínum keypt verktakafyrirtæki sem hafði átt í erfiðleikum og fékkst á góðan pening. Pérez þekkti menn á réttum stöðum og nokkrum samrunum og yfirtökum seinna varð ACS til árið 1997 með Perez sem forseta. Þetta félag fékk mikið af verkefnum á vegum ríkisins, svosem viðhald á rafmagnslínum o.þ.h.

Helstu styrkleikar Perez eru sagðir liggja í því hversu sterkur hann er í PR málum og að mynda sambönd á réttum stöðum. Þetta hjálpaði honum t.a.m. mikið við uppbyggingu ACS þar sem félagið fékk oft samninginn þegar stjórnvöld á Spáni ákváðu að einkavæða eitthvað í sinni þjónustu, sorphirða er eitt dæmi um slíka samninga. Perez var með réttu tengslin við stjórnmálaleiðtoga og nýtti sér það óspart eftir að hann varð forseti Real Madríd, bæði fyrir fyrirtækið og félagið.

Los Galacticos

Perez bauð sig fyrst fram til forseta Real Madríd árið 1995 gegn þáverandi forseta Ramón Mendoza. Perez keyrði kosningabaráttu sína á loforðum um að koma slæmum fjárhag félagsins í lag en laut mjög naumlega í lægra haldi.

Hann reyndi aftur árið 2000 og aftur með sömu loforðum um að bæta fjárhag félagsins en þó það sé nánast óhugsandi í dag var fjárhagsstaða Real Madríd mjög alvarleg í kringum aldamótin. Ekki það að stjórnvöld á Spáni myndu láta krúnudjánsið falla svo glatt en stuðningsmenn liðsins vildu breytingar og kusu Perez frekar en Lorenzo Sanz þáverandi forseta. Svekkjandi niðurstaða fyrir Sanz eftir að liðið hafi orðið Evrópumeistari bæði árið 1998 og 2000 í hans tíð.

Perez lofaði ekki bara að laga fjárhag félagsins heldur líka að liðið myndi kaupa alla bestu leikmenn í heimi til liðsins og bar þar hæst Luis Figo, aðalstjörnu Barcelona sem kom þá um sumarið á €60m. Vægast sagt umdeild sala á sínum tíma og magnað verð sem Real Madríd gat greitt m.v. lið í fjárhagsvandræðum.

Luis Figo var dýrasti leikmaður í heimi á sínum tíma en á móti var verðmæti hans gríðarlegt markaðslega og það kunni Perez að nýta sér og bætti í næstu ár á eftir. Þetta dugði samt ekki til að borga upp skuldir félagsins. Perez nýtti sambönd sín til hins ítrasta til að laga fjárhagsstöðuna og seldi borgaryfirvöldum æfingasvæði Real í miðborg Madríd á €480m. Vægast sagt sturluð upphæð en til að setja þetta í eitthvað samhengi var velta Real Madríd það ár €135m eða 3,5 sinnum lægri en það sem félagið fékk fyrir æfingasvæðið. Félagið keypti í staðin land undir nýtt æfingasvæði fyrir brotabrot af þessari upphæð. Landið sem Real seldi fór í byggingu þriggja háhýsa og haldið þið að ACS verktakafyrirtæki Florentino Perez hafi ekki verið svo heppið að fá verkið. Það hefur í gegnum sögu Real Madríd verið töluvert til í því að þeir sitji ekki alveg við sama borð og önnur lið á Spáni.

ACS er sagt hafa í langan tíma hagnast mikið á verkefnum sem Evrópusambandið styrkir á Spáni. Eitt af lykilvitnum í spillingarmáli gegn fyrrum meðlimum í Flokki Fólksins sem var stjórnarflokkurinn á Spáni hélt því fram að ACS væri eitt af þeim fyrirtækjum sem hefði mútað stjórnmálamönnum til að eiga greiðari aðgang að stórum og mikilvægum verkefnum. Perez hefur auðvitað ávallt neitað öllum slíkum ásökunum og haldið því fram að þeir hafi ekki þurft að múta neinum til að fá stóra samninga. Hvort sem það er fyrir ACS eða Real Madríd er magnað hvað Perez virðist alltaf ná að hafa tryggingu frá stjórnvöldum í sínum verkefnum og fjárfestingum.

Þessi viðskipti Real Madríd og stjórnvalda í Madríd hafa lengi verið undir smásjánni og vilja margir meina að þetta sé mjög augljóst dæmi um ólöglega innspýtingu almannafés í rekstur knattspyrnufélags en Real hefur alltaf sloppið við refsingar. Spegillinn á RÚV kom m.a. inn á þetta fyrir nokkrum árum í tengslum við það er borgaryfirvöld í Madríd bættu Real Madríd tjón sem hlaust að því að selja þeim landskika í leyisleysi mörgum árum áður með öðrum landskika sem var fimmtíu og fjórum sinnum meira virði, þ.á.m. mikilvægt svæði í kringum Bernabeu.

Árið eftir að Figo kom til félagsins keypti félagið Zidane á €76m sem var metfé og önnur mögnuð upphæð sem félagið gat greitt í ljósi þess að tekjur það tímabil námu ekki helmingi þeirrar fjárhæðar. Salan á æfingasvæðinu fyrir €480m kom sér vel þar.

Perez vissi samt hvað hann var að gera og var með skýra stefnu í uppbyggingu Real Madríd. Hann vissi vel að hann væri með stærsta félagslið í heimi í höndunum og vörumerki í samræmi við það. Áður en hann var kjörinn forseti hafði félagið aðeins nýtt brotabrot af þessu verðmæti sínu og hann hóf markvissa vinnu við að breiða boðskap félagsins út sem víðast og þá sérstaklega með áherslu á Asíumarkað.

Höfum alveg í huga að þó liðið hafi verið illa statt fjárhagslega byggði Perez ekkert upp eitthvað stórveldi með þessum Galaticos kaupum sínum. Þá er ég ekki að meina að Galatico liðið hafi ekki verið stórveldi heldur að liðið sem hann fékk árið 2000 var þá þegar tvöfaldur Evrópumeistari á síðustu þremur árum. Liðið var nánast alltaf í einhverju af efstu þremur sætunum í La Liga og hefur í raun verið áskrifandi af Evrópukeppnum nánast alla tíð.

Hann er samt maðurinn sem tók Real Madríd inn í nútímann þó líklega hafi hann fengið meiri stuðning en önnur lið almennt fá. Stefna hans sem síðar fékk viðurnefnið Galaticos gekk út á að kaupa heitasta bitann á markaðnum fyrir hvert tímabil og byggja liðið upp í kringum hann. Yngriflokka starfið myndi svo sjá um að fylla upp í aðrar stöður á vellinum. Ágætt að hafa í huga að yngriflokkastarf Real á þessum tíma rétt eins og núna var ekkert venjulegt, þeir eru oftar en ekki búnir að fá til sín efnilegustu leikmenn Spánar. Þetta samt svínvirkaði og liðið hélt áfram að sýna árangur innan vallar og tók stökkbreytingum utanvallar.

Árið eftir að Zidane kom var Ronaldo keyptur, annar fyrrum leikmaður Barcelona sem var frábær í Madríd. Árið 2003 var eitt stærsta vörumerki í heiminum keypt í David Beckham. Michael Owen átti auðvitað að teljast sem Galatico þegar hann kom enda knattspyrnumaður Evrópu tveimur árum áður. Árið 2005 kom svo Robinho en stoppaði stutt við.

Galaticos viðurnefnið átti samt ekki bara við þessar stórstjörnur sem voru keyptar fyrir hvert tímabil. Það það voru nokkur stór nöfn hjá félaginu fyrir og eins komu nokkrir upp úr yngri flokkum sem voru jafnan flokkaðir sem Galaticos. Leikmenn eins og Hierro, Raul, Cassillas, Carlos, Guti, Morientes og jafnvel McManaman.

Auk þeirra var Claude Makalélé hjá félaginu þegar Perez tók við árið 2000. Margir vilja meina að hann hafi verið sá sem hélt þessu liði saman í raun og veru og það hafi fyrst farið að halla undan fæti þegar hann var seldur til Chelsea. Uppgangur enska liðsins hófst einmitt í kjölfarið.

Það er því spurning hvort Galaticos sé einhver hugmyndafræði, Real Madríd var með besta lið í heimi fyrir og fór að dala þegar þeir sem voru fyrir fóru að fara á aldur og þær stórstjörnur sem komu fylgdu ekki eftir Figo, Zidane og Ronaldo.

Galaticos stefna Perez sem vakti svo mikla athygli í upphafi aldarinnar er ekki einu sinni frá honum komin upphaflega. Santiago Bernabeu bjó fyrst til svokallað Galaticos lið er hann fékk helstu stórstjörnur knattspyrnunnar til Real Madríd á sjötta áratugnum. Ef þið hafið Peréz grunaðan um að byggja sitt lið upp með vafasömum vinnubrögðum lesið þá hvernig Real Mardríd fékk besta leikmann félagsins á síðustu öld (Di Stefano). Bernabeu fékk á skömmum tíma Alfredo Di Stéfano, Ferenc Puskás, Raymond Kopa, José Santamaría og Francisco Gento og bjó til liðið sem vann fyrstu fimm Evróputitlana sem keppt var um. Spánn var þá undir stjórn Franco og Real Madríd var liðið hans Franco. Evrópukeppnin var reyndar boðsmót þessi ár og því aðeins tæpt að telja þá titla með, liðið var engu að síður það besta í heimi.

Salan á Makalélé og kaup á mönnum eins og Beckham, Owen og Robinho höfðu ekki eins öflug áhrif og fyrstu nöfnin sem Peréz fékk til liðiðs. Félagið var gagnrýnt fyrir að einbeita sér of mikið af markaðssetningu og ímynd og ekki nóg af fótboltanum sem liðið var að spila. Peréz fannst vera kominn tími á sjálfan sig og ákvað að hætta árið 2006. Þá búinn að rétta félagið algjörlega af. Honum var ekkert bolað í burtu heldur tók hann þessa ákvörðun sjálfur. Tveimur árum áður hafði hann t.a.m. verið endurkjörin með 94,2% atkvæða.

Rosaleg endurkoma Perez

Perez hætti auðvitað bara sem forseti Real Madríd, hann hafði nóg að gera sem stjórnarformaður og einn aðaleigenda ACS. Þegar markaðurinn á Spáni fór að hiksta var félagið mjög fljótt að bregðast við og færa sig í auknum mæli út fyrir landssteinana og stækka um leið starfsemina. Hann var (og er enn) einn voldugasti maður Spánar með gríðarlegt tengslanet sitt.

Árið 2008 tók Guardiola við Barcelona og vann alla bikara sem í boði voru. Perez fannst aftur vera komin þörf á byltingu hjá Real Madríd og bauð sig aftur fram árið 2009 og var á endanum einn í framboði. Eins og um aldamótin vantaði ekkert upp á loforðin, aftur yrði keypt þá bestu sem í boði voru og aftur stóð hann við það, nýtt Galaticos lið varð til nema núna kaupa þeir bara alla.

Kaka kom frá AC Milan þá um sumarið á £60m og Cristiano Ronaldo fylgdi strax í kjölfarið á £80m og varð um leið dýrasti leikmaður í heimi. Raul Albiol kom 25.júní fyrir €15m og 1.júlí var gengið frá kaupum á Karim Benzema fyrir £30m. Þetta var því verr og miður ekki allt því að 5.ágúst var gengið frá kaupum á Xabi Alonso á £30m sem var annar leikmaðurinn sem fór frá Liverpool til Real Madríd í þessum glugga því Alvaro Arbeloa hafði einnig farið sömu leið fyrr um sumarið á £5m. Allt þetta var hrein viðbót við lið sem hafði náði verið í 1. eða 2. sæti í deildinni fimm árin þar á undan. Samtals keypti Real leikmenn fyrir £256,5. Auðvitað fór slatti af leikmönnum í staðin, Robben þ.á.m. en söluvirði þeirra var samtals £87m.

Jose Morurinho var fengin til liðsins sumarið eftir en hann hafði þá unnið Meistaradeildina með Inter Milan. Hann fékk með sér þá um sumarið menn eins og Di Maria, Mesut Özil, Khedira, Carvalho og Adebyaor. Þrátt fyrir þetta tókst þeim ekki að vinna deildina af Barcelona fyrr en í þriðju tilraun eða árið 2012 og hafa raunar ekki unnið deildina nema einu sinni eftir það. Það bara skiptir ekki máli á meðan liðið er að vinna Meistaradeildina eins reglulega og liðið hefur verið að gera (þar til núna).

Peréz hefur ekkert látið af Galaticos hugmyndafræðinni en það eru komin aðeins fleiri stór lið á markaðinn núna sem tekur kannski eitthvað athyglina af Real. Frá 2011 hafa alltaf komið 1-3 stór nöfn til liðsins. Glugginn 2011 var reyndar rólegur en þá kom ungur Varane ódýrt frá Lens. Árið 2012 bar hæst koma Luka Modric en árið eftir var gefið vel í með kaupum á Bale fyrir €101m sem gerði hann að dýrasta leikmanni í heimi. Með honum komu Isco, Carvjal, Casemiro, Illarrmendi og Morata kom úr akademíunni ásamt Jese.

Sumarið 2015 voru það James Rodriguez, Toni Kroos og Keylor Navas en síðustu fjóra glugga hefur Real Madríd haft óvenju hægt um sig og er ekki hægt að tala um nein Galaticos kaup þó vissulega hafi alltaf komið góðir leikmenn. Hafa ber í huga að liðið hefur á þessum tíma verið mjög gott en nokkrir lykilmenn eru vissulega komnir aðeins á aldur.

Seinni Galaticos tími Peréz hefur fullkomlega snúist um Cristiano Ronaldo. Hann er langbesti leikmaður í sögu félagsins, hann er eitt verðmætasta íþróttavörumerki í heimi og klárlega aðalástæða þess að Real Madríd hefur verið eitt besta félagslið í heimi í stjórnartíð Peréz. Verst fyrir þá báða að á sama tíma hefur Lionel Messi verið ennþá betri hjá Barcelona.

Þetta eru leikmenn sem verður tileinkaður þessi áratugur og spurning hvað gerist nú þegar báðir eru að komast af léttasta skeiði. Samkeppnin er að aukast frá liðum á Englandi og það eru ofurlið í bæði Þýskalandi og Frakklandi. Það er ekkert sjálfgefið að Barcelona og Real Madríd drottni yfir næstu 10 árum. Höfum t.a.m. í huga að frá árinu 2005 til 2012 voru ensk lið í úrslitum Meistaradeildarinnar í sjö af átta úrslitaleikjum.

Satt að segja væri tilvalið að boða endurkomu enskra liða með látum í Kiev.

Lið Real Madríd í dag

Munurinn á liðum Real Madríd og Liverpool er að mörgu leiti alveg galin, líklegt byrjunarlið Real Madríd hefur spilað samtals 855 leiki í Meistaradeildinni og ef við teljum líklegan bekk með eru þetta vel rúmlega þúsund Meistaradeildarleikir. Líklegt byrjunarlið Liverpool hefur samanlagt spilað 168 Meistaradeildarleiki, megnið af þeim á þessu tímabili. Þetta helgast ekki eingöngu af gæðamun liðanna undanfarin ár heldur einnig vegna þess að lið Real Madríd er töluvert eldra en lið Liverpool. Meðalaldur líklegs byrjunarliðs verður 29 ára á móti 25,6 árum hjá Liverpool. Þetta er ansi mikill munur.

Varnarlega eru alveg veikleikar á liði Real Madríd og liðið hefur verið að fá á sig mörk undanfarin ár. Það breytir því ekki að það er valin maður í hverju rúmi. Navas í markinu hefur komist í úrslit Meistaradeildarinnar öll árin sem hann hefur verið aðalmarkmaður liðsins. Hann tók stöðuna af Cassillas er kaupin á De Gea gengu ekki í gegn og er þarna ennþá.

Dani Carvajal er uppalinn hjá Real Madríd og er bæði hægri bakvörður Real Madríd og landsliðsins. Hinumegin er braselíumaðurinn sókndjarfi Marcelo en hann er jafnframt varafyrirliði. Hann hefur verið hjá Real Madríd síðan 2007 og er einnig byrjunarliðsmaður í landsliði Braselíu.

Miðverðir eru Varane og goðsögnin Sergio Ramos. Varane var eitt mesta efni Frakka þegar hann fór til Real árið 2011 og er í dag einn besti miðvörður í heimi. Sergio Ramos er klárlega einn besti varnarmaður í sögu Real Madríd og óumdeildur fyrirliði liðsins, hann er ekki nema 32 ára þó manni finnist hann hafa verið þarna alla tíð. Ef að aftasta línan er veiki hlekkur liðsins er allt í lagi að hafa aðeins áhyggjur af rest.

Casimero kom 21 árs frá Braselíu árið 2013 og er í dag lykilmaður aftast á miðjunni. Fyrir framan hann á miðjunni verða líklega þeir Toni Kroos og Luka Modric sem báðir eru frábærir leikstjórnendur með gríðarlega sendingargetu. Auk þeirra kemur Marco Asensio einnig til greina en þar er á ferðinni leikmaður sem gæti alveg orðið betri en bæði Modric og Kroos. Isco hefur verið að byrja á kantinum undanfarið en dregur sig mikið inn á miðju og tekur þátt í að stýra leiknum.

Miðjan hjá Liverpool ætti að hafa meiri orku og nær vonandi að hlaupa yfir miðjumenn Real og pressa þá út um allt. Ef það tekst ekki geta allir miðjumenn Real Madríd tekið leiki yfir og stjórnað tempóinu. Allir miðjumenn Real eru tegundir af leikmönnum sem ég væri til í að fá til Liverpool.

Framlína Real Madríd er einfaldlega ein sú besta í sögunni auðvitað með Ronaldo fremstan í flokki. Ronaldo er með 26 mörk í deildinni í vetur og 15 mörk í Meistaradeildinni auk þess sem hann hefur lagt upp samanalgt átta mörk. Hann hefur einfaldlega ekkert slegið slöku við í vetur þrátt fyrir að aðeins sé farið að hægjast á honum og hlutverk hans hafi breyst. Hann spilar meira sem framherji í dag en vængframherji en það er ljóst að hann mun leita mikið á Lovren og Trent Alexander-Arnold í þessum leik. Gareth Bale hefur verið að koma sterkur inn í liðið undanfarið en Real Madríd fer auðvitað inn í þennan leik með engan leikmann á meiðslalista. Kannski segir það eitthvað um þann mun sem er bæði á hópum þessara liða og eins spænsku og ensku deildinni.

Benzema hefur byrjað síðustu þrjá úrslitaleiki Real Madríd og verður líklega á sínum stað þó þetta hafi alls ekki verið hans besta tímabil. Það að Ronaldo hafi fært sig meira upp á topp hefur dregið töluvert úr mikilvægi Benzema þegar kemur að markaskorun.

Stjórinn
Zinedine Zidane hefur ekki ennþá tapað einvígi sem stjóri í Meistaradeildinni. Hann tók við fyrir þremur árum og hefur öll árin skilað Real í úrslit sem er magnað. Zidane hefur lengi verið í uppáhaldi hjá Perez, fyrst auðvitað sem leikmaður en eftir ferilinn var markvisst unnið að því að búa hann undir það að taka við liðinu. Hann var ráðgjafi Perez, vann með Mourinho áður en hann tók við B liði Real án þess að hafa tilskilin réttindi til þess. Hann hefur náð að eiga við prímadonnur Real Madríd liðsins og stendur fyrir sóknarfótbolta sem er stuðningsmönnum liðsins að skapi. Meistaradeildin er vissulega að halda í honum lífinu í vetur og spurning hvernig honum tekst til að endurnýja liðið. Ætti svosem ekki að vera vesen ef Perez gerir eins og venjulega og kaupir bara alla þá bestu í boði.


Fuck you, we´re Liverpool

Það sem ég elska hvað mest við scousers er attitude-ið og sjálfstraustið. Það skiptir nákvæmlega engu hvaða lið Liverpool á í næsta leik, krafan er alltaf sigur og virðingin gagnvart andstæðingnum oftar ekki á þessum nótum, fuck you, we´re Liverpool. Það er ekkert lið stærra en Liverpool og undirbúningur fyrir tvöfalda Evrópumeistara Real Madríd er klárlega á þessum nótum.

Stuðningsmenn Man City voru varaðir við því fyrir leik að þeir hefðu aldrei komið á Anfield á risa Evrópukvöldi, það var slegið upp keppni á netinu í að gera grín af stuðningsmönnum Liverpool fyrir að tönglast á þessari “gömlu klisju”. Þeir skilja betur núna hvað leikmenn Chelsea voru að tala um eftir leiki liðanna á síðasta áratug. Þessi grein nær ágætlega utan um þetta.

Þetta er ástæðan fyrir því að Jurgen Klopp og Rafa Benitez eiga ekki einir heiðurinn af því að koma Liverpool í úrslit. Saga Liverpool vinnur oft gegn liðinu en hún getur svo sannarlega unnið með því einnig og gerir það í þessum tilvikum. Liverpool hefur varla verið með í Meistaradeildinni á þessari öld en þegar liðið er með fer það næstum alltaf langt. Það er magnað og klárlega eitthvað í DNA félagsins sem skilar því lengra. Hugsið ykkur hvað ferðalag Liverpool núna er örugglega pirrandi fyrir stuðningsmenn Arsenal sem hafa tekið þátt 20 ár í röð og einu sinni komist í úrslit, oftast fara þeir ekki lengra en 16-liða úrslit. Tottenham hefur endað ofar en Liverpool undanfarin átta ár og var með allt klárt til að fara langt í ár en hrasaði þegar á reyndi. Manchester City hefur aldrei komist í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, Abu Dhabi er búið að eiga félagið í 10 ár núna og fullkomlega sturta í það peningum. Liverpool er gott dæmi þess að hugurinn ber þig svo sannarlega hálfa leik, jafnvel aðeins rúmlega það.

Liverpool rétt svo nær í hóp fyrir lokaleikina en ekki bara kemst í úrslit, liðið skorar fimm mörk eða meira í öllum tveggja leikja einvígjum sínum í þessari keppni á leiðinni. Það er betra að sjá hversu galið þetta er ef við setjum þetta upp svona:

Hoffenheim fékk 6 mörk á sig.
Spartak Moskva fékk 8 mörk á sig.
Sevilla fékk 5 mörk á sig.
Marribor fékk 10 mörk á sig.
Porto fékk 5 mörk á sig (á Dragao).
Man City fékk 5 mörk á sig.
Roma fékk 7 mörk á sig.

Auðvitað hefur liðið fengið á sig helling af mörkum á móti, flest þeirra voru samt áður en Van Dijk kom í vörnina. Eftir áramót hefur Liverpool nánast stillt upp liði sem ræður við klukkutíma leik á fullu gasi en hefur ekkert til skiptana eftir það. Það vandamál ætti ekki að vera eins stórt í Kiev enda liðið að fá 13 daga til að undirbúa sig og við hópinn eru að bætast varamenn eins og Lallana, Can og Clyne sem gæti hjálpað gríðarlega ef á reynir. Eins vinnur það vonandi með Liverpool að varnarlínan hefur aðeins náð að slípast saman undanfarið. Karius, TAA, Lovren, Van Dijk og Robertson hafa spilað töluvert saman undanfarið með sömu miðju fyrir framan sig í flestum leikjum.

Það eru engin geimvísindi á bak við það að Real Madríd kemur til með að herja á Trent Alexander-Arnold og Dejan Lovren. Þarna sjá öll lið veikan punkt á Liverpool liðinu og flest lið hafa spilað í takti við það. Einstaka sinnum hefur þetta tekist en gleymum ekki að þeir hafa líka báðir átt stórleiki inn á milli. Man City sá þá líka sem veika hlekkinn á Liverpool liðinu og siguðu sínum bestu mönnum á þá og áttu ekki glætu. TAA held ég að hafi keyrt Sane heim eftir leik og lesið fyrir hann áður en hann fór að sofa, svo hressilega var hann passaður.

Ronaldo verður klárlega hlaupandi í eyður milli þeirra og ljóst að miðjan þarf að kæfa alla þjónustu til hans. Van Dijk er líklega eini leikmaður Liverpool og raunar einn af fáum sem getur ráðið við Ronaldo í loftinu. Það eru svosem engar fréttir að Ronaldo er leikmaður sem hefur enga veikleika.

Marcelo spilar megnið af tímabilinu sem kantmaður og kemur klárlega til með að taka þátt í því að reyna á TAA en það skapar um leið pláss fyrir okkar hættulegasta mann. Roma sem var mjög vel mannað lið og sterkt varnarlega gáfu Salah nákvæmlega þetta pláss og hann fullkomlega jarðaði þá á Anfield. Samt er Roma það lið í heiminum sem þekkir Salah best.

Gegenpressing gengur ekki síst út á það að hlaupa yfir andstæðinginn og vinna þannig lið sem kannski eru betri í fótbolta. Ef að Wijnaldum, Henderson, Milner og Firmino halda áfram sömu vinnusemi og hefur komið okkur í úrslit á Liverpool séns á að vinna baráttuna á miðsvæðinu. Það er oft magnað að sjá hversu mistækir góðir leikmenn verða þegar þeir eru pressaðir út um allan völl og ekki leyft að spila sinn bolta. Kroos Control, Luka Modric og Casimero eru kannski betri leikmenn en okkar miðjumenn en vinnusemin er meiri Liverpool megin. Reyndar held ég að við stuðningsmenn Liverpool séum all hressilega að vanmeta þau gæði sem eru á miðjunni hjá Liverpool. James Milner er stórt nafn í Evrópuboltanum og að eiga eitt sitt besta tímabil á ferlinum. Hann hefur lagt upp fleiri mörk en nokkur annar leikmaður hefur gert í Meistaradeildinni frá upphafi og hann hleypur ca. tveimur kílómetrum meira en flestir aðrir. Wijnaldum er svona tegund af miðjumanni sem lítið fer fyrir en vinnur gríðarlega fyrir liðið og væri líklega öllu hærra skrifaður hjá okkur væri hann einn af miðjumönnunum hjá öðru liði. Liverpool saknar auðvitað Can aðeins og það er gott að hafa hann í hóp en Wijnaldum hefur verið mjög öflugur á leið Liverpool til Kiev. Jordan Henderson er svo glæpsamlega vanmetinn leikmaður, þetta er að lagast meðal stuðningsmanna Liverpool en minna meðal t.d. almennra stuðningsmanna enska landsliðsins. Liverpool finnur vel fyrir því þegar hann er ekki með og hann virðist vera í toppformi núna í fyrsta skipti síðan 2014. Liverpool var einmitt í titilbaráttu þá. Ef að hann lyftir eyrnastórum á loft sem fyrirliði Liverpool er eins gott að við förum að virða hann sem slíkan.

Liverpool skoraði 5-10 mörk á öllum einvígjum sínum á leiðinni í úrslit og Real Madríd er lið sem spilar sóknarfótbolta. Real Madríd fékk á sig 44 mörk í deildinni í vetur sem er bæði meira en mark í leik að meðaltali og eins sex mörkum meira en Liverpool fékk á sig í ensku deildinni. Tímabilið hjá Real núna minnir aðeins á síðustu atlögu Liverpool að titlinum þegar lagt var upp með að skora bara meira en andstæðingurinn og svo hressilega gefið skít í vörnina að Cissokho og Flanagan voru lykilmenn og Mignolet í markinu.

Leikaðferð Real Madríd er nokkurnvegin nákvæmlega eins og hentar pressufótbolta Liverpool best. Klopp hefur sérhæft sig í að búa til lið sem hlaupa yfir svona lið. Ef að Real Madríd gerir eins og Porto, City og Roma og leggur upp með að spila sinn fótbolta gegn Liverpool þá bara, all the best.

Real Madríd hefur samt sýnt það í þessari keppni undanfarin ár og sérstaklega á þessu tímabili að það er gríðarleg seigla í þeim og þeir kunna að bregðast við aðstæðum og eins að lifa af árásir sóknarliða eins og Liverpool. Það að þeir hafi komist í gegnum Bayern einvígið eitt og sér er viðvörunarbjalla fyrir Liverpool.

Eins er Real Madríd með lið sem þekkir nánast ekkert annað en spila til úrslita og hafa alltaf unnið þegar þeir hafa tekið þátt, það þarf að leita aftur til ársins 1981 til að finna síðasta tap þeirra í úrslitaleik. Sigurvegarinn í þeim leik var Liverpool. Úrslitaleikjum fylgir pressa sem gæti hafi meiri áhrif á ungt lið Liverpool heldur en Real Madríd vélina.

Lið Liverpool

Byrjunarlið Liverpool er sjálfvalið fyrir leik, hvort það er gott eða slæmt skal ósagt látið.

Karius

TAA – Van Dijk – Lovren – Robertson

Wijnaldum – Henderson – Milner

Salah – Firmino – Mané

Can, Lallana og mögulega Clyne ættu allir að ná á bekkinn með Klavan, Moreno, Mignolet og öðrumhvorum af Ings eða Solanke.

Spá:

Liverpool hefur gengið frá nánast öllum andstæðingum sínum í þessari keppni og vaxið eftir því sem líður á mótið. Bestu frammistöður Liverpool undir stjórn Klopp og stærstu sigrarnir hafa verið að koma gegn liðum sem leggja leikinn upp ekki ósvipað því sem Real Madríd gerir og þar liggja möguleikar Liverpool. Liverpool þarf auðvitað að eiga toppleik og skila hungrinu sem býr í liðinu inn á völlinn. Takist það er ekkert því til fyrirstöðu að Liverpool verði komið í 3-0 áður en Real áttar sig á því að leikurinn er byrjaður, þannig hefur Liverpool tekið mest alla þessa keppni.

Ef að eitthvað lið ræður við það að spila sig í gegnum pressufótbolta Liverpool þá er það auðvitað Real Madríd en eins ótrúlegt og það er að segja það þa var ég eiginlega meira stressaður fyrir Brighton leiknum heldur en þessum.

Það er reyndar fullkomin lýsing á þessu snarklikkaða Liverpool liði, allt sem er skynsamlegt meikar engan sens fyrir þessu liði og það hefur skilað okkur í úrslit, auðvitað vinnum við þetta. 3-0 og það er við hæfi að Salah, Mane og Firmino skipti mörkunum á milli sín.

ALLEZ ALLEZ ALLEZ

Einar Matthías

39 Comments

  1. Þessi vika hefur bókstaflega farið í þennan leik hjá mér og rúmlega það. Það var töluverð vinna á bak við alla þrjá podcast þætti okkar undanfarna 10 daga og þessi upphitun hefur verið í vinnslu on and off síðan flautað var af gegn Roma. Ársátíðarhelgi kom þarna í ofanálag. Núna er bara helvítis leikurinn eftir. Þrumustuð og sannarlega þess virði ef við vinnum.

    Þakka annars fyrir tímabilið, það var gaman að mæta aftur með alvöru Evrópu upphitanir, ræða um Liverpool í Meistaradeildinni bæði í podcasti og útvarpi og það toppaði allt að fara á tvo leiki á þessari ferð Liverpool í úrslit.

    Heldur betur til í að endurtaka leikinn strax í haust.

  2. Geggjuð upphitun, takk! Djöfull er maður orðinn spenntur, hooooly…

  3. Þetta verður rosalegur leikur og er nákvæmlega ekkert sem kemur á óvart nema 0-0 eftir venjulegan leiktíma.
    Ég get séð okkur taka þá í sundur og ég get líka séð þá spila okkur í sundur.

    Það sem gefur manni samt alltaf von er að þegar þessi góðu lið spila sinn leik gegn okkur þá klikkar það eiginlega alltaf. Til að vinna okkur þarf að halda liðinu aftarlega á vellinum og eiginlega sækja mjög hratt á móti. Gefa framlínuni okkar ekkert pláss fyrir aftan og draga aðeins hraðan úr leiknum og sundurspila miðjumenn okkar og þora stundum að detta í hálfoftaboltana og láta varnamenn okkar skapa færi fyrir andstæðingana.

    En ég ætla ekki að senda þeim þessa lýsingu. Þeir eru Real og þeir eru bestir og þeir eru að fara að vinna þetta o.s.frv þannig viljum við hafa þá.

    Carragher spáði 2-1 Liverpool og ekki platar hann og spái ég því bara líka.
    Klopp bað um að við myndum trúa og ég trúi.

    YNWA

    p.s Fékk leikskrána af leiknum í hendurnar áðan og er það stórskemmtilegt rit en gerir mann enþá meira stressaðan því að þetta er að nálgast.

  4. Geggjuð greining! Skýrslurnar, upphitanirnar, greiningarnar og ekki síst hlaðvörpin ykkar eru frábær viðbót við þetta Liverpool lið sem Klopp hefur mótað.

    Hlakka svo óendanlega til að sjá liðið okkar refsa og rústa Real mönnum eftir 41 klst og 37 mínútur.

  5. Frábær, fróðleg og skemmtileg samantekt hjá meistara Einari Matthíasi. Takk fyrir.

  6. Frábær upphitun, fróðleg og vönduð.

    Það er bara eitt atriði sem að ég er ósammála um. Það er að líkurnar á því að Liverpool vinni Real Madríd séu 1 á móti 1.000.000 eins og hjá Lloyd og Mary.

  7. Frábært að byrja daginn hér í Kænugarði á þessari geggjuðu upphitun.

  8. SVAKALEG UPPHITUN!!!

    Mín spá á Podcastþræðinum var 3-1 f. Liverpool og ég held mig við það en ég er samt á því að þetta gæti allt eins farið 5-2 fyrir Real. Held að þetta verði markaleikur þar sem jafntefli er ómögulegt og býst við stórsigri annars liðsins.

    Að öðru, er einhver sem er staðkunnugur í Stokkhólmi og veit hvar Liverpool menn hópast saman að horfa á leiki hér í borg?

  9. #9 The Dubliners vid Hötorget, gúgglaði þetta, þetta er Liverpool staður segja þeir, reyndar póstur frá 2014 🙂

  10. Mín skoðun er sú að Klopp þarf að tefla öllu fram sem hann getur. Ef Can er að koma vel út á æfingum og er einfaldlega betri kostur en Wijnaldum þá á að velja hann í staðinn. Mér er slétt sama þó Can verði leikmaður Juventus korter eftir leik. Við þurfum eindaldlega besta mögulega byrjunarliðið í þessum leik til þess að auka sigurmöguleika okkar.

  11. Takk fyrir góða upphitun!

    Þetta er ekki bara leikur um næst stærsta bikar í fótbolta (WC verandi stærstur) heldur getum við, með sigri, stöðvað það mynstur að selja okkar bestu leikmenn. Ekki einu sinni Duncan Castle myndi nenna að skrifa Salah til Real fréttir ef við vinnum þennan leik.

    Að auki erum við 1st seed ef við vinnnum, 3rd seed ef við töpum – þegar dregið er í riðla á næsta tímabili. Tap gæti því þýtt að við fáum riðill með Bayern og Atletico á næsta tímabili eða eitthvað álíka slæmt. Það er allt undir! Þetta er mikilvægasti leikur í sögu klúbbsins!

    Real er klárlega með betra lið á pappír. Sókn okkar er þó sterkari en þeirra og frá áramótum hefur vörnin verið það líka. Miðja Real er þó ljósárum á undan okkar og jafnframt hafa þeir sterkari markvörð.

    Real er í deild sem hefur 3 frábær lið, 1-2 ágæt lið og restin er algjört sorp, sem fæst myndu halda sér á lífi í Championship deildinni. Þrátt fyrir það stóðu þeir sig nú ekkert svakalega vel og eru neðstir meðal jafningja. Þeir hafa farið erfiða leið í gegnum meistaradeildina en enduðu þó í 2. sæti í riðlinum eftir að hafa strögglað gegn Tottenham (sem við gerðum reyndar líka í vetur), unnu PSG nokkuð sannfærandi en voru mjög tæpir gegn Juve og voru mun lélegri en Bayern í þeirri viðureign en komust þó áfram. Þetta er ekkert ósigrandi lið, þetta er ekki alveg þetta Davíð vs Golíat sem fjölmiðlar vilja halda. EN. Þetta er rosalega sterkt lið og við verðum að vera ‘on top of our game’ til að vinna.

    Ef ekki væri fyrir sigurinn 2005 þá væri tapið 2007 sennilega ennþá vont. Nú höfum við ekkert 2005 til að hugga okkur. Ég veit ekki hversu vel ég þoli tap hér. Ég skal lofa ykkur að hver einasti manu stuðningsmaður myndi byrja að túlka þetta sem þeirra sigur útaf Ronaldo með einhverju eins og “okkar maður vann Liverpool” eða eitthvað álíka pirrandi. Þeir eru svo miklir mugs. Plís vinnum þetta.

    Fyrir mér er þetta leikur sem getur farið á 5-0 eða 0-5 eða jafnvel 5-5. Ef Lovren+TAA stöðva Ronaldo og miðja okkar ‘vinnur’ þeirra, þá er þetta einvígi búið en það er stórt EF. Frá sjónarhorni Real snýst þetta um hvort þeir nái að leysi pressuna okkar og ef svo, þá er þetta einvígi búið (og aftur… stórt EF). Real eru þó góðir að leysa pressu sem veldur mér meiri áhyggjum en stakir leikmenn (lesist Ronaldo).

    Ég spái 3-1 fyrir Liverpool! Bobby með þrennu.

    Fokk hvað ég er stressaður…

  12. Jesus hvad kvidahnuturinn fer stækkandi.. veit bara ekki hvernig hjarta verdur i dag og hvad ta allan morgundaginn… eg spai tvi ad annad lidid vinni 3-0 orugglega eda 4-3 fyrir odru lidinu.

    Verdur madur ekki ad skjota a 4-3 fyrir okkur, Firmino med fyrsta markid okkar og svo vendor Salah i þrennu og tryggir ser um leid ad verda valin besti leikmadur heims tegar næst verdur kosid ..

  13. Leikurinn er sýndur á Kaffi Laugalæk! Áfram Liverpool!!
    Bara láta vita að við sýnum leikinn í OLED sjónvarpi á Kaffi Laugalæk
    Við ætlum að stúka af svæði með 40 plús sætum, tökum við borðapöntunum í síma 537-6556 eða kaffi@laekur.is eða á Facebook messenger (hægt að panta fyrir þá sem koma í mat líka)
    Af einhverjum ástæðum eru allir sem vinna á Laugalæk og horfa á fótbolta, Liverpool aðdáendur 🙂
    Stemningin er kósý og fjölskylduvæn. Úrvals matur, handverks bjór, handversks kaffi o.fl. í boði á sanngjörnum verðum
    ——-
    Og vitið af því að það er alltaf hægt að horfa á fótbolta hjá okkur sem er sýndur á Stöð 2 sport eða Rúv, bara biðja um að kveikja á sjónvarpi ef það er ekki kveikt á því, en höfum bara hljóð á þegar um stórviðburði að ræða
    ES ég tékkaði hvort mætti pósta þessu hér, og fékk já þar sem á erindi við ykkur kæra Liverpool fólk.
    Bkv Björn
    #YNWA

  14. Sæl öll

    ég vil byrja á því að nefna það að hann Zeljko Buvac hefur verið, síðasta mánuðinn, að stútera leik real madrid ofan í minnstu smáatriði. Þetta var bara smá leikrit sem sett var á svið svo að hann fengi vinnufrið 🙂

    Að því sögðu…… þá koma leikmenn LIVERPOOL brjálaðir til leiks og hrifsa það til sín sem andstæðingurinn telur, í hroka sínum eiga. LIVERPOOL er með SKEMMTILEGASTA lið í EVRÓPU um þessar mundir og þessi PRESSUFÓTBOLTI er hrein unun á að horfa. Öll lið HRÆÐAST LIVERPOOL og þegar þeir ná upp leik sínum er LIVERPOOL ÓSTÖÐVANDI.

    LIVERPOOL VINNUR 4-2 eftir að hafa komist í 4-0!

  15. Sem fyrrum Spánarbúi og hangsari með katalónskum bóhemum sem höfðu sitt hvað við spillinguna í kringum Real að segja þá er frábært að fá enn ríkari sýn á þessa sagnfræði.

    Hafðu þakkir fyrir Einar Matthías.

    Þar á Spáni er því víða haldið fram að Real sé haldið uppi af peningaþvottavélum, bæði einkareknum og ríkisreknum, og svo virðist vera raunin. Það er hálfglatað, því auðvitað vill maður að fótbolti snúist fyrst og fremst um fótbolta og að félög séu á einhvers konar jafningjagrundvelli. En spilling finnur sér auðvitað alls staðar bólstað og þetta gengur víst býsna þvert yfir fótboltaheiminn. Hvað um það.

    Kop.is hefur skilað mörgum gleðilestrum í vetur og vert að þakka síðuhöldurum fyrir úthaldið og atganginn.

    Aðeins ein spurning að lokum: Er ekki úrslitaleikurinn alltaf sendur út í opinni dagskrá, samkvæmt reglum FIFA um að einn leikur í umferð verði alltaf að vera opinn?

    Bestu kveðjur, Sölvi Björn

  16. Sælir félagar

    Hvernig RM er rekið kemur þessum leik ekkert við og blóðug barátta þeirra við skítaliðið Brcelona kemur þessum leik ekkert við. Hvort RM er peningaþvottavél kemur leiknum ekkert við heldur. Sagan kemur þessum leik ekkert við en hún er samt hluti af ásýnd RM og skemmtilegt að fara í genum hana. Ég þakka Einari Matthíasi kærlega fyrir magnaða upphitun og fræðandi.

    Þessi leikur verður magnaður og ótrúleg skemmtun. Í honum munu verða til atvik sem aldrei gleymast og frammistöður sem komast á spjöld sögunnar. Þetta verður leikur sem markar upphaf Liverpool áratugarins og glæstrar sigurgöngu liðsins heiman og heima. Þetta verður svo ofboðslega og hrikalega magnað að það verður dæmafátt. Þetta verður ótrúlega gott og hressandi en líka gríðarlega spennandi.

    Liverpool mun komast í 3 – 0 (Salah 2, Mané 1) og allir munu telja leikinn unnin. En þá skorar RM 2 mörk (Ronaldo annað og Sergio Ramos hitt úr “hornspyrnu á stórhættulegum stað”.)með stuttu millibili og það fer að fara um okkur. En VvD rekur þá naglann í líkkistu RM og skorar úr föstu leikatriði á síðasta korteri leiksins. RM brotnar, Ronaldo grætur og grátbiður Salah um treyjuskipti. Niðurstaðan verður því 4 – 2

    Það er nú þannig

    YNWA

  17. ÞHS #17 Stórskemmtileg samsæriskenning! Ekki vitlausari en margt annað.
    En hvað sem því líður þá reikna ég með rauðum sigri.

  18. Takk fyrir frábæra upphitun. Síðasti leikur Liverpool í deildinni sýndi okkur kraftinn sem mun duga til sigurs. Ég held að það muni þrátt fyrir allt koma RM á óvart en ég held að þeir séu að gera stærstu mistök íþróttamannsins og það er að vanmeta andstæðingin. Maður skynjar það á umfjöllunum og viðtölum. Ég get ekki beðið, þetta verður rosalegur leikur tveggja frábærra liða og er það í raun sigur fótboltans að þau lið sem skora mest séu í úrslitum.
    Allez Allez Allez
    YNWA

  19. Ég er hreinlega nokkuð viss um sigur Liverpool. Real hentar þeim vel og ef miðjumönnum okkar tekst að pirra miðju Real Madrid þá mun Liverpool fá fullt af færum.

    Ég fylgdist vel með undanúrslitaeinvígi Real gegn Bayern og það voru eiginlega Bayern sem skutu sig mest í fótinn. Eitt sem ég tók eftir að Real gerðu var að vera stöðugt að tala við leikmenn Bayern og náðu þeim þannig niður á sitt afslappaða spennustig. Þeir gerðu þetta stöðugt og greinilega skipun frá Zidane. Gera andstæðingana smá starstruck. Þetta er eitthvað sem leikmenn Liverpool verða að forðast. Þeir eru komnir þarna til að æsa leikmenn Real upp í að gera mistök og pirra þá. Ef Real nær Liverpool í einhverja reitaboltastemmningu þá hafa þeir alltaf yfirhöndina. Þetta á einfaldlega að vera stríð sem Liverpool ætlar að heyja í 90mín. Við getum svo knúsað og haldið utan um stórstjörnur Real eftir leikinn þegar við höfum unnið á að taka okkar fræga 30-40 mín kafla þar sem við völtum yfir hæg lið.

    Frammistaðan í 0-5 útisigrinum gegn Porto ætti að vera það sem við stefnum á að endurtaka. Spila gegn tæknilega mjög góðu liði en brothættu. Gefum Real smá sóknarþef í byrjun án þess að fá á okkur mark svo þeir verði graðir og haldi að þeir hafi yfirburði. Svo setjum við bara allt á fullt næstu 40-50 mín og klárum leikinn þar. Ég spái því að Liverpool verði með 1-2 marka forskot þegar 15 mín eru eftir. Bara vonandi að Klopp setji þá ekki Klavan inn til að auka í vörninni. Setja frekar ferska fætur í Lallana og Can inná til að halda.

    Sendum svo Coutinho meistaradeildarmedalíuna í pósti með kínverskri 3 mánaða frakt. Með skilaboðunum… “this is what wannabe´s get, while the real winners go home and f*** the prom queen.” 🙂

  20. Eg held ad Kop.is se besta Liverpoolsidan á plánetunni, eg er ekki ad grinast!!!

  21. Ég held ég sé bara að fara á taugum, mig hlakkar svo til að sjá Liverpool spila úrslitaleik meistaradeildarinnar og ég held að við vinnum en á sama tíma er ég skíthræddur um að við töpum. Nei við töpum ekki neitt þetta fer 3-1 fyrir okkur og bestu leikmenn í heimi eiga eftir að sækjast eftir því að spila fyrir Liverpool það er eitthvað geggjað að fara að gerast með klúbbinn okkar undir stjórn Klopp.

  22. Djúpt er grafið og djúp er spekin sannarlega okkur dauðlegum til yndisauka.

    Ef hægt er að vinna fótboltaleik á sögunni þar sem gentlemen vinna þá erum við öruggir.
    Það er ekki svo.

    Nú er þetta bara head to head tveggja frábærra liða (þó ég fylgi Barcelona) og dagsformið ræður úrslitum.

    Ég held að formið okkar skili þessu í hús.

    Menn mæta dýrvitlausir og sýna fram á að heiðarlegur rótgróinn klúbbur getur haldið uppi heiðri hins hjartnæma lifandi fótboltaheims sem við viljum sjá.
    YNWA

  23. Bestu þakkir fyrir frábæra þjónustu og ykkar brennandi áhuga á okkar ástkæra liði.

    Ég er að reyna að hada geðheilsunni fram að þessum leik. Ekki hjálpaði síðasta hlaðvarp til við að róa taugarnar!

    Þetta myndband varð til þess að ég festi neglurnar í eldhúsborðið og púlsinn rauk upp úr öllu velsæmi!

    Við munum vinna! Við munum keyra yfir þá! Við munum öskra af gleði og fella gleðitár!

    Við erum Liverpool!

    https://www.youtube.com/watch?v=s10G4c4tNuc

  24. Takk fyrir góðan pistil.

    Búinn að missa tölu á upphitunargreinum sem ég hef lesið fyrir leikinn, biðin er erfið. Hér er ein góð um TAA: https://www.bbc.com/sport/football/44081528

    Er bjartsýnn fyrir leikinn og spái nokkuð sannfærandi sigri, sama hvað líður tölfræði síðustu ára (töp Klopp í úrslitaleikjum + meistaradeildarsigrar RM). Real voru ekki mjög sannfærandi í leikjunum gegn Bayern og svolítið heppnir að fara áfram. Dagsform og taugar skipta miklu, en ég held að okkar menn standist pressuna, hafa oftast gert það undanfarið.

  25. Frábær upphitun, podcast og greinar eins og alltaf!!!

    Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar og langir undanfarið, hvar værum við án ykkar snillinganna á kop.is til að stytta okkur stundir fram að hápunktinum. En erfiðasti dagurinn er í dag, hjartaflökt, tár á kvarmi…ef, bros á vör…ef, kvíðinn, spenningurinn, en við höfum trú og ekki ætla ég í þetta sinn að slökkva á sjónóinu í hálfleik og nánast henda því útum gluggann eins og síðast þegar dollunni var lyft því Liverpool hefur sannað það í gegnum tíðina að það er engu líkt og getur allt á ögurstundu þegar mest liggur við….leikurinn er víst búinn þegar dómarinn hefur lokið við síðasta flautið….ekki fyrr.

    Svo tíminn standi ekki í stað, við nögum ekki af okkur hendur, störum útí loftið eins og heimurinn sé að farast þá svíkur óviðjafnanleg tölfræði engan:

    The top 50 Champions League final stats:

    1. 70 goals have been scored between both teams in the Champions League this season. So far there have been 30 for Real Madrid and 40 Liverpool. Los Blancos have averaged 2.5 goals per game, while the Reds are at 3.33 goals per match.

    2. These teams have met five times in the European CupReal Madrid have won two, while Liverpool have won three times.

    3. It has been 13,513 days since these two teams met in the final. The date was the May 27, 1981, a match which Liverpool won.

    4. The 1981 final is the only existing precedent in which an English team beat a Spanish team in a European Cup final. The other matches were Barcelona’s 2-1 win over Arsenal in 2006, Barcelona 2-0 win over Manchester United in 2009 and Barcelona’s 3-1 win over Manchester United in 2011.

    5. It is the ninth time that a match-up in the final of the European Cup has been repeatedIt will be the fourth time Real Madrid are involved and they have won the previous three.

    6. This will be the 31st final for Real Madrid in UEFA competitions. There have been 15 in the European Cup and Champions League, two UEFA Cups, two UEFA Cup Winners Cups, six European Super Cups and five Intercontinental Cups.

    7. This will be Liverpool’s 20th European final. They’ve previously won five of their trips to the European Cup final.

    8. 14 Real Madrid players have played in a Champions League final. No Liverpool player has played in one.

    9. Real Madrid have scored in 29 consecutive Champions League matches. The last time they failed to do so was against Manchester City in the first leg of the 2015/16 semi-finals.

    10. Jurgen Klopp’s record against Real Madrid is three wins, one draw and two losses. Along with Manchester City, Real Madrid are the team Klopp has won the most against as a coach in the Champions League.

    11. Mohamed Salah has faced Real Madrid twice and is yet to score. Both games ended in victory for Los Blancos.

    12. No player of Egyptian nationality has ever scored against Real Madrid. Salah will look to become the first.

    13. Cristiano Ronaldo has faced Liverpool 11 times in all competitions. He has scored three goals so far.

    14. Zinedine Zidane never faced Liverpool as a player. This will be his first time as the coach as well.

    15. Real Madrid have played four times in Kiev.All matches were against Dynamo Kiev and their record is one win, one loss and two draws.

    16. Mazic has refereed Real Madrid twice. Their record in those matches is one win and one draw, while he has never refereed a Liverpool match.

    17. Nearly 700 players have taken part. In total, 694 players have played at least one minute in this edition of the Champions League.

    18. Cristiano Ronaldo and Liverpool goalkeeper Loris Karius have played 1,080 minutes. They’ve played in every minute in this season’s tournament.

    19. Liverpool have used a total of 24 players during their run to the final. On the other side, Zinedine Zidane has used 23.

    20. Nearly 400 goals have been scored in the 124 matches of the Champions League. In total, 397 have been scored, not counting the qualifying phase.
    21. Firmino has participated in 18 of the 40 goals Liverpool have scored in the Champions League. He scored 10 and is responsible for eight assists.
    22. Cristiano Ronaldo is the top scorer in the competition with 15 goals. The Portuguese holds the record for goals scored with 17 in the 2013/14 season.

    23. James Milner has dished out nine assists in Champions League. That’s the most among any of his Liverpool teammates.

    24. Firmino always puts in a shift. In the Champions League matches he has played, Firmino has run for a total 119,227 kilometres.

    25. Liverpool started at the very beginning. This is the third time in which Liverpool reaches the final of the Champions after having had to play a qualifying phase. In the previous two, they won the final on one occasion (2004/05) and lost on another (2006/07).

    26. Only four German coaches have managed to win the Champions League. Udo Lattek, Dettmar Cramer, Ottmar Hitzfeld and Jupp Heynckes have achieved a total of seven titles.

    27. Gareth Bale has faced Liverpool 10 times and has scored one goal. Eight matches were in the Premier League, one in the Champions League and one in the English League Cup.

    28. Karim Benzema is the fifth highest scorer in the history of the Champions League. He has 55 and needs one goal to equal Ruud van Nistelrooy.

    29. Sergio Ramos has made 80 recoveries in this edition of the Champions League. That’s the most of any player in the tournament.

    30. Loris Karius is hard to beat. He has kept a clean sheet in six of the 12 matches he has played in the Champions League.

    31. Cristiano Ronaldo has scored in three different finals in the Champions League. He is the only player ever to do so.

    32. Gareth Bale has been victorious in nine finals for Real Madrid. He is yet lose one.

    33. Liverpool have 89 shots on goal in the Champions League, while Real Madrid have 84. The Reds lead all clubs in that category.

    34. Sergio Ramos is the fifth highest scoring defender in Champions League history. The Real Madrid captain has 11 goals. Roberto Carlos holds the record with 16, but Ramos is the only defender who has scored in two finals.

    35. Benzema has scored three goals in the two games he has played against Liverpool. Both matches were won by Real Madrid.

    36. Liverpool have played two games in Kiev. They’ve had one victory and one draw, while the last time they played in the capital of Ukraine was in 2006.

    37. Liverpool have scored five times in this tournament from corner kicks. This makes them one of the most dangerous teams in that regard.

    38. It will be the third European final for Jurgen Klopp. The German has lost the previous two. The first was in the Champions League against Bayern Munich (2-1) and the last in the Europa League against Sevilla (3-1).

    39. Real Madrid have lost eight matches and won 13 against English competition in the Champions League. The only match played on a neutral field was against Liverpool and they lost.

    40. Two decades since a team has reached three finals in a row. The last team to do so was the Juventus side Zinedine Zidane played for.

    41. There have been 172 goals in Champions League finals. Real Madrid account for 39 of them and Liverpool for nine of them.

    42. Cristiano Ronaldo is the king from the spot. With 15, Ronaldo has scored more penalties than any other player in Champions League history.

    43. Zidane always wins finalsSince taking over as Real Madrid coach, Zidane has won all seven finals he has overseen.

    44. Liverpool and Chelsea can score long-range goals. With six goals each, Liverpool and Chelsea have netted the most goals from outside the area this season.

    45. Real Madrid have often been caught offside. On 44 occasions, Real Madrid have been caught offside, while Liverpool have only been caught 27 times.

    46. Liverpool have previously conceded early in a final. Their goal conceded to Paolo Maldini after 51 seconds was the quickest goal in a Champions League final.

    47. Karius can certainly catch. Loris Karius is the goalkeeper who traps the most balls, with 12.

    48. James Milner and Emre Can lead the way in fouls. With 17 fouls committed each, James Milner and Emre Can are the players who have given away the most fouls and penalties this season.

    49. No memories of 1981. Not one of the players who’ll take part in this weekend’s match was born when these sides met in the 1981 final.

    50. Zidane could match Bob Paisley. Liverpool legend Paisley won three European Cups as Liverpool coach and Zidane can equal that in Kiev.

    “If we win, that’ll be unbelievable. If we lose.. there will be disappointment but there is progress been made all the way through” King Kenny.

    Hef trú á verkefnið. Liverpool 4-2 Real Madrid í hreint mögnuðum leik

    Takið lyfin og við höfum það af.

    Koma svo Rauðir!!!

    ALLEZ ALLEZ ALLEZ!!!

    In Klopp we trust!!!

    YNWA!!!

  26. Hvert ætti maður að fara til að horfa á leikinn ef ég er í Liverpool?

  27. Rosalegur pistill Einar.. öll þessi saga. Takk fyrir mig. Samt bara fótboltaleikur eins Klopparinn sagði 🙂

  28. Hverjum er það að þakka að við Púllarar eru komnir loksins á þennan stað. KLOPP og því liði sem hann er buinn að búa til. ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  29. Það er gaman að vera púllari í dag, annaðhvort gengur maður frá borði eftir þetta tímabil sáttur eða í skýjunum. Klárlega “progress” í gangi og hlakka ég til framtíðar undir stjórn klopparans.
    Ég ber þá von í brjósti að okkar ástkæru fái titilbragð í munn og hungur í meira eftir þennan dag.
    YNWA!!!

  30. Takk fyrir góða upphitun. Ég hef fulla trú á að Liverpool valdi ekki vonbrigðum með skemmtilegri knattspyrnu og baráttu. Við vinnum þetta 3-1.
    Það er þó lykilatriði að leikmenn verði með 100% fókus og lið með VVD, Milner og Henderson verður alltaf með 100% fókus – í kringum þá verður flugeldasýning fram á við og þéttur pakki til baka. Framherjatríóið góða skorar þrjú mörk en Ronaldo 1. Ronaldo fær samt á einhverjum tímapunkti 9,8 í einkunn fyrir dýfingar – en það kemur ekki að sök.
    YNWA

Podcast – Hugurinn er í Kiev

Meistaradeildarúrslit – leikþráður