Podcast – Uppgjör á deildinni

Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV mætti aftur og gerði upp tímabilið á Englandi með okkur. Hugurinn er auðvitað að mestu kominn til Kiev og eitthvað horft þangað einnig. Nóg að ræða og þáttur í lengra lagi sem er í góðu lagi enda ekki eins og við Íslendingar séum mikið út í sólinni um þessar mundir.

Kafli 1: 00:00 – Intro og vangaveltur fyrir Kiev
Kafli 2: 11:00 – Hvaða einkunn fær þetta tímabil í deildinni
Kafli 3: 16:00 – Hvað gerist hjá Arsenal?
Kafli 4: 27:00 – Sammy Lee hoppandi kátur frá Everton
Kafli 5: 33:50 – Var búið að lesa Chelsea í vetur?
Kafli 7: 42:50 – Mourinho að hefja þriðja ár
Kafli 8: 53:00 – Man City leikur 100 stig ekki eftir aftur
Kafli 9: 56:10 – Pochettino mikilvægastur hjá Tottenham
Kafli 10: 01:02:00 – Frábært hjá nýliðunum
Kafli 11: 01:07:00 – Gamli skólinn féll, guði sé lof.
Kafli 12: 01:08:30 – Annað West Brom að koma upp.
Kafli 13: 01:11:00 – King Eddie Howe, ótrúlegur.
Kafli 14: 01:12:50 – Vel talað um árangur Roy Hodgson!!!!!!!
Kafli 15: 01:16:00 – Pellegrini til West Ham
Kafli 16: 01:21:00 – Jack Butland til Man Utd?
Kafli 17: 01:22:30 – HM hópur Englands.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV

MP3: Þáttur 195

6 Comments

  1. Fálkaorðuna á ykkur alla sem haldið uti þessum þætti og kop.is…..hlakka til að hlusta á næsta hlaðvarp frá ykkur…..YNWA

  2. Kop.is er mín uppáhaldssíða. Frábært að hlusta að venju. Takk fyrir mig, strákar.

  3. Ég hef ekki fengið podcast núna í heilan dag og ég er alveg að verða vitlaus á þessu. Aaaaalveg!

  4. Takk fyrir skemmtilegt podcast, og Maggi, enska landsliðið er HRÆÐILEGT ! EINFALT ! Ég er 100000000 % ósammála Kristjáni, þeir komast upp úr riðlinum, en That´s it. Varalið t.d. Frakka mundi valta yfir þetta Enska miðlungslið.

Kudos á klúbbinn

Podcast – Hugurinn er í Kiev