Vangaveltur um leikmannakaup

Þegar leikmannaglugganum lokaði síðasta sumar voru flestir á því að þetta hefði verið frekar misheppnaður gluggi. Það var enginn óánægður með Salah, Ox og Robertson en aðalskotmörkin klikkuðu. Ekki hjálpaði að Coutinho neitaði að spila fyrir liðið. Sumarið áður vorum við ekkert að sleppa okkur yfir kaupum á Wijnaldum, Mane, Karius og Matip. Salan á Coutinho í janúar skyggði svo verulega á kaupin á Van Dijk. Það er alltaf eins og þetta megi aldrei vera bara jákvætt.

Núna þegar þessir leikmann hafa haft 6-24 mánuði til að sanna sig erum við líklega að horfa á bestu leikmannaglugga Liverpool á þessari öld. Það er rosalega sjaldgæft að svona margir komi inn í liðið á svona skömmum tíma. Kaupin á Salah ein og sér fara reyndar langt með að gera síðasta glugga þann besta. Þessi fullyrðing helgast líka rosalega mikið af því að Liverpool hefur stóran hluta þessarar aldar verið algjörlega afleitt á leikmannamarkaðnum. Allt of oft farið langt niður óskalistann til þess eins að kaupa leikmenn sem verða til sölu nokkrum mánuðum seinna og bæta liðið ekki neitt.

Frá því Klopp tók við hefur enginn leikmaður gjörsamlega floppað, það eru engin Andy Carroll, Cheyrou eða Diouf kaup komin ennþá. Klopp er mun ólíklegri til að kaupa leikmann eins og Benteke sem passar enganveginn inn í leik liðsins. Kaup á Mario Balotelli eru allt að því óhugsandi, frekar tæki Klopp líklega fram skóna sjálfur.

Svona slæm leikmannakaup koma samt pottþétt, meðaltalið segir að innan við helmingur leikmannakaupa “heppnist vel”. Árangur Klopp á leikmannamarkaðnum er með ólíkindum og það er ekkert sem er bara að byrja hjá Liverpool. Hann veit nákvæmlega hvað hann vill sem er töluvert meira forskot en maður líklega áttar sig á og hann nær nánast öllu út úr þeim leikmönnum sem hann hefur. Flestir leikammagluggar Brendan Rodgers hjá Liverpool gefa t.d. til kynna að hann vissi sjaldnast í hvorn fótinn hann ætti að stíga.

Ekkert af þessu breytir því að krafan er á mun meiri flugeldasýingu í sumar heldur en undanfarin ár. Staðan er gjörbreytt hjá Liverpool miðað við fyrir 12 mánuðum og nokkrum ljósárum frá stöðunni fyrir 24 mánuðum.

1. Stöðugleiki í Meistaradeild.
Það ætti öllum að vera orðið það fullkomlega ljóst núna að til að eiga séns á að kaupa bestu leikmennina er frumskilyrði að vera með lið sem spilar regulega í Meistaradeildinni. Þetta er ekki síður mikilvægt upp á það að halda þeim leikmönnum sem eru fyrir hjá félaginu þó það dugi ekki einu sinni alltaf. Liverpool er loksins loksins að fara spila annað árið í röð í Meistaradeildinni sem ætti að gefa til kynna að liðið er mun nær því að ná stöðugleika sem Meistaradeildarlið. Til að ná því þarf að vera með svokallaðan Meistaradeildarhóp, Liverpool var ekki með slíkan hóp í vetur.

2. Jurgen Klopp
Klopp er að sýna það hjá Liverpool í vetur að árangur hans hjá Dortmund var engin tilviljun. Þetta er hæsta level af knattspyrnustjóra. Til að setja þetta í samhengi eru hann og Guardiola líklega Barcelona og Real Madríd þjálfarabransans. Við erum nú þegar farin að sjá leikmenn leggja töluvert á sig til að komast til Liverpool eftir að hafa sannfærst af Klopp. Van Dijk hefði líklega getað valið hvaða lið sem er í heiminum og það er vitað að Man City og Chelsea reyndu að kaupa hann. Naby Keita var orðaður við Barcelona áður en kaup Liverpool á honum voru frágengin. Ox tók á sig launalækkun til að fara frá Arsenal til Liverpool og hafnaði Chelsea í leiðinni (what a man). Ég man ekki eftir að önnur lið hafi verið orðuð við Mo Salah en á mjög erfitt með að trúa því að Liverpool hafi setið eitt um hann. Þessir vildu allir ólmir koma áður en Klopp kom Liverpool í úrsltialeik Meistaradeildarinnar með tilheyrandi Evrópukvöldum á Anfield.

3. Leikaðferðin
Líklega er leikaðferð Liverpool helsta aðdráttarafl félagsins. Liverpool blæs til sóknar sama hver andstæðingurinn er og kann varla að sitja aftarlega og verja forystu. Eins hljóta ungir leikmenn að horfa til þess hvernig Klopp bætir nánast alla sína leikmenn. Hjá Dortmund gerði hann trekk í trekk óþekkta leikmenn að heimsklassa stjörnum og sama ferli er byrjað hjá Liverpool. Mo Salah leiðir líklega Ballon´dor kosninguna eins og staðan er núna, eitthvað sem engum datt í hug síðasta sumar. Ox var búinn að vera efnilegur í sjö ár áður en Klopp fór að vinna með hann. Robertson fór frá því að falla með Hull í fyrra í að vera líklega einn af topp 10-15 vinstri bakvörðum í heiminum og er ennþá að bæta sig. Er einhver sem heldur að Trent Alexander-Arnold verði ekki heimsklassa leikmaður?

Auðvitað sjáum við dæmi um leikmenn sem vilja ekki taka þátt í þessu hjá Liverpool og Klopp. Þannig var það líka hjá Dortmund. Það var samt nánast undantekningalaust leikmaðurinn sem sá eftir því að fara frekar en öfugt. Þannig grunar mig að það verði líka hjá flestum þeim leikmönnum sem yfirgefa Liverpool núna.

4. Ungt lið á uppleið
Byrjunarlið Liverpool í vetur var það yngsta í deildinni og það fjórða yngsta í sögu Úrvalsdeildarinnar (frá 1992). Það að liðið nái Meistaradeildarsæti og komist í úrslit þeirrrar keppni gefur til kynna að liðið er nú þegar gríðarlega gott, betra en það fær oft credit fyrir og eins á það á líklega töluvert inni.

Auðvitað er ekki mikið mál að halda uppi góðum liðsmóral þegar vel gengur en það leynir sér ekki að lið Liverpool í dag er skipað gríðarlega þéttum og samhentum hópi. Klopp leggur gríðarlega áherslu á þetta og fer fremstur í flokki sjálfur við að skapa þessa stemmingu og er að takast vel upp. Hver hefði t.a.m. trúað því að Dejan Lovren og Mo Salah yrði bestu vinir, hvernig í fjandanum vann James Milner samfélagsmiðlana? Firmino skrifar undir ári eftir að Coutinho og Lucas fara.

Þetta skiptir allt máli og skemmir klárlega ekki fyrir þegar kemur að leikmannakaupum. Hvernig haldið þið að núverandi leikmenn Liverpool tali um félagið í landsliðsverkefnum sem og annarsstaðar?

5. Anfield Road
Hægt og rólega eru stuðningsmenn Liverpool farnir að trúa á liðið og stemmingin hefur snarlagast samhliða því. Fyrir einvígið gegn Man City var mjög mikið látið með Evrópukvöldin á Anfield Road. Það var eins og slegið væri upp keppni í að gera lítið úr vægi Anfield þegar kemur að Evrópukvöldum. Gömul og þreytt klisja sem hefði ekkert að segja, sérstaklega ekki gegn Man City eins og þeir hafa verið að spila í vetur.

Það heyrðist hvorki hósti né stuna eftir leikinn. Stuðningsmenn Liverpool tóku þetta upp um eitt level á pöllunum og liðið fylgdi með og gekk frá Man City inni á vellinum. Nákvæmlega eins og við höfum séð svo oft áður.

Frumskilyrði til að ná langt í Evrópu er auðvitað gott lið og góður stjóri. En það er ekki bara Klopp að þakka að Liverpool komst alla leið í úrslit í ár. Ekki frekar en þegar Benitez kom liðinu þangað 2005 þverrt á bókstaflega allar spár. Liverpool á sér ríka sögu í Evrópu og þekkir þá keppni vel, félagið er ekkert nema stuðningsmennirnir og þeir skipta svo sannarlega máli. Það sem er svo gaman við scousers á svona kvöldum er “Fuck you, we´re Liverpool” attitude-ið nákvæmlega sama hver andstæðingurinn er.

Það að komast 5-0 yfir á fullkomlega kolbrjáluðum Anfield Road í undanúrslitum Meistaradeildarinnar vekur athylgi um allan heim. Ætli það sé til leikmaður sem væri ekki til í að vera partur af slíkum kvöldum?

Europa League fyrir tveimur árum var upphitun en hápunktur þessa tímabils til þessa hefur klárlega verið að endurheimta þann status sem Liverpool hefur í Evrópu.

6. Úrslit Meistaradeildarinnar
Liverpool þarf núna að haga sér á leikmannamarkaðnum eins og lið sem er komið í úrslit Meistaradeildarinnar. Við erum nú þegar farin að sjá kaupverð upp á 75m og þurfum að spila áfram á því leveli til að halda áfram að dafna sem lið. Öll liðin sem við erum að keppa við í vetur eru að fara láta til sín taka á leikmannamarkaðnum. Blessunarlega hefur maður trú á því núna að eigendur félagsins gangi í takt við framkvæmdastjórann.

7. Það er nóg til
Það er ekki þörf á að gera mjög róttækar breytingar í vetur en engu að síður þarf að fylla skörð nokkurra leikmanna sem eru að fara (eða ný farnir) og það er mjög mikilvægt að stækka hópinn umtalsvert.

Kaupverð Barcelona á Coutinho er þriðja hæsta upphæð sem greitt hefur verið fyrir leikmann í sögunni. Sá peningur er sagður vera óháður kaupunum á Van Dijk og þar fór líka launahæsti leikmaður félagsins.

Liverpool hefur frá júní 2014 (þegar Pochettino tók við Tottenham) eytt 18m nettó í leikmannakaup sem er auðvitað fullkomlega fáránlegt fyrir félag af þessari stærðargráðu. Þetta er 399m lægri fjárhæð en United.

Frá því að Liverpool tryggði sér sæti í Meistaradeildinni síðasta sumar hefur nettó eyðslan verið 21,5m í hagnað og krafan núna er að félagið sýni meiri metnað. Þetta verður 30,5m í mínus ef við teljum kaupin á Keita með en hann telur ekkert með fyrr en í sumar. Auðvitað er hægt að horfa á þetta sem svo að við Liverpool hafi fengið Salah, Van Dijk, Ox og Roberston fyrir Coutinho og Sakho en krafan á að vera að fá þessa fjóra og selja engan lykilmann (Coutinho) á móti.

Beinar tekjur af Meistaradeild eru gríðarlegar og óbeinar tekjur af því að komast í úrslit verða líklega seint metnar fullkomlega til fjár. Áhrif Mo Salah ein og sér gætu haft gríðarlega mikil og jákvæð áhrif markaðslega.

Nýjir sjónvarpssamningar gefa enskum liðum svo töluvert forskot önnur lið í Meistaradeildinni.

8. Hvaða skörð þarf helst að fylla?
Coutinho skilur ennþá eftir sig stórt skarð sem þarf að fylla. Fyrir áramót var stundum einn af fab four á bekknum og við þurfum slík gæði á bekkinn aftur og helst rúmlega það. Það þarf ekki beint like for leik leikmann, Mane hefur verið betri á kantinum í vetur en Coutinho var nokkurntíma hjá Liverpool og Keita fyllir hans skarð á miðjunni. Án hans erum við samt einum heimsklassa leikmanni færri frammi. Þarna eru líka svigrúm fyrir heimsklassa launalega.

Mignolet fer mjög líklega enda tími hans sem aðalmarkvörður klárlega á enda. Það er ekki hægt að segja að hann skilji eftir sig stórt skarð. Mögulega fer Ward bara einum framar í röðinni og með honum ungir leikmenn eins og hinn gríðarlega efnilegi Grabara. Það væri ekkert ólíkt Klopp að vinna þetta þannig. Karius hefur einfaldlega verið meðal bestu markmanna deildarinnar eftir áramót eins og tölfræði hans styður. Eins hefur hann spilað alla leiki Liverpool í Meistaradeildinni. Það er engin ástæða til að hlaupa til og kaupa heimsklassa markmann á uppsprengdu verði nema slíkur maður sé á lausu. Líklegra er að horft verði til þeirra sem eru fyrir hjá félaginu eða farið í svipuð kaup og Karius og þá mann sem keppir við hann um stöðuna.

Sturridge verður aldrei lykilmaður hjá Liverpool og satt að segja efast ég um að hann eigi mikið eftir sem knattspyrnumaður. Að öllum líkindum verður mjög erfitt að selja hann enda ekkert lið til í að snerta þennan launapakka en fyrir mót var Sturridge stóra nafnið á bekknum sóknarlega og við þurfum að fylla það skarð rétt eins og skarð Coutinho. Liverpool vantar jafn góðan sóknarmann og Sturridge var eitt tímabil hjá Liverpool en um leið leikmann sem passar betur við leikstíl Klopp.

Emre Can skilur eftir sig stórt og dýrt skarð sem klárlega þarf að fylla og vonandi er hérna tækifæri fyrir Klopp að kaupa djúpan miðjumann sem hentar hans hugmyndafræði. Það er hrikalegt að missa Can en við ættum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að fylla hans skarð. Sé samt Keita ekki fyrir mér sem manninn í staðin fyrir Can, við þurfum klárlega annan til.

Það eru líklega fáir leikmenn í hópnum sem ég hefði meira viljað sjá springa út í sumar en Danny Ings. Það er alls ekkert útilokað að hann komi 100% klár í slaginn eftir undirbúningstímabilið og það er ljóst að Klopp elskar hann. Engu að síður þarf 2-3 þriðji kostur sóknarlega að vera svo mikilu miklu betri en Ings hefur verið í vetur að það er erfitt að sjá hann ná að taka það skref í sumar. Hann þarf að fara fá alvöru spilatíma og fær hann ekki hjá Liverpool.

Divock Origi er ennþá einn af efnilegri sóknarmönnum í heimi og verði hann seldur í sumar er ekki ólíklegt að kaupverðið á honum verði 20-30m á núverandi markaði. Hann hefur ekki átt gott tímabil í vetur en eftir þetta tímabil hefði ég alltaf viljað hann sem fyrsta kost af bekknum umfram Sturridge, Ings og Solanke. Origi sýndi hvað býr í honum þegar Liverpool komst í úrslit Europa League og ef hann nær að sýna það form aftur á hann framtíð á Anfield. Held samt að hann fari.

Adam Lallana fer ekki í sumar en Liverpool verður að fara hugsa hann sem svipað mikinn lúxusleikmann og Daniel Sturridge. Meiðsli Ox auka mikilvægi Lallana og ég hef töluverðar áhyggjur af því fyrir næsta vetur.

Það væri frábært að fá annan miðvörð en satt að segja hef ég ekki trú á að það sé á dagskrá. Lovren og Matip eru hvorugur að fara og Klavan varla heldur. Gomez gæti með smá heppni spilað sig inn í liðið.

9. Hverjir koma?
Aldrei nokkurntíma hef ég haft eins litlar áhyggjur af leikmannaslúðri og núna. Auðvitað spilar úrslitaleikurinn þar aðalhlutverk en síðustu sumur hafa klárlega kennt okkur það að afskrifa engan leikmann strax.

Fyrir það fyrsta held ég að Klopp haldi klárlega áfram að horfa til ungra leikmanna, hann hefur alltaf gert það sem stjóri og heldur því fram að hann sé ekki að því bara til að spara félaginu pening heldur eru uppaldir leikmenn sem kunna leikkerfið upp á 10 oft betri en frægari leikmenn úr öðrum liðum. Rennið yfir lið Dortmund undir hans stjórn til að sannfærast betur um þetta.

Þess vegna held ég að einhver af Solanke, Wilson, Woodburn, Grujic, Origi, Ojo, Brewster og jafnvel Grabara verði áfram stór partur af hans plönum eða komi meira inn í hans plön. Liverpool spilaði t.a.m. ekki nema þrjá bikarleiki í vetur og ekki einn leik gegn neðrideildarliði. Umspilið í Meistaradeildinni var m.a.s gegn þriðja besta liði Þýskalands. Það verða pottþétt fleiri tækifæri fyrir þessa stráka næsta vetur og þeir eru klárlega ofarlega í huga Klopp.

Flestir þeirra leikmanna sem voru orðaðir við Liverpool fyrir ári ættu að koma til greina aftur í sumar og vel rúmlega það. Thomas Lemar var t.a.m. sterklega orðaður við Liverpool í sumar og svo aftur í janúar. Hann hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að færa sig um set og væri mjög spennandi kostur. Nabil Fekir fyrirliði Lyon væri sömuleiðis mjög spennandi og tikkar í mjög mörg box sóknarlega. Skemmir ekki fyrir að hann virkar alveg snar inni á vellinum með Suarez sigurvilja.

Klopp og félagar grínast með það að landslagið núna sé töluvert breytt, umboðsmenn hringi í þá að fyrrabragði og reyna að koma skjólstæðingum sínum að hjá Liverpool. Mér er nokk sama hverjir verða keyptir og legg það í hendur Óla að fara yfir það seinna hverjir koma helst til greina þar, en vonandi þurfum við ekki að bíða aftur í 6-12 mánuði eftir þeim leikmönnum sem efstir eru á okkar óskalistum.


Fjandinn, þetta átti að vera stuttur opinn þráður!

33 Comments

  1. „Fjandinn, þetta átti að vera stuttur opinn þráður” haha, þú getur bara ekki stoppað þegar þú byrjar 🙂 en annars fín lesning.

  2. Hvernig lítur langur þráður út ef þessi var stuttur ?? En lesningin frábær takk !

  3. Snilldarsamantekt, takk fyrir mig. Við púllarar erum svo “spoiled” að eiga Kop síðuna að. Fínt að taka breik í vinnunni á hverjum degi með kaffibolla og kop.is, snilldarkombó 🙂

  4. Ef hægt væri að velja glugga tímabilsins hjá liðum í PL, þá er ekki spurning hver hliti þann vinning, Mr. Jurgen Klopp. Salah, Robertson og WvD þvílíkir leikmenn, svona kaup gera ekki nema snillar. Var ánægður að sjá Solanke skora, en enn ánægðari að sjá Robertson skora og það síðasta mark tímabilsins.

    YNWA

  5. Það er enginn tilviljun að success rate Klopp er betra en gengur og gerist. Hann veit nákvæmlega hvernig karakter hann vill í liðið. Hann skoðar það ásamt þeim eigileikum leikmannsins en ekki hvað er hæpað upp í fjölmiðlum. Þegar þetta kemur saman þá success ratið mjög, mjög hátt sbr. Robinson kaupin.

  6. Sælir félagar

    Takk fyrir góðan pistil Einar Matthías og þetta er það skemmtileg lesning að mér fannst hann stuttur. Hvað leikmannamálin varðar þá tel ég það vera þannig að aðalatriðið er hverjir koma en ekki hverjir fara eins og SSteinn orðaði það í hlaðverpi um daginn. Málið er auðvitað að þeir eru áfram og leggja sig fram sem vilja vera hinir fara og fari þeir vel.

    Fyrir mína parta vil ég fá einn klassa miðvörð sem hæfir VvD, einn til tvo miðjumenn og einn til tvo geðveika sóknarmenn. Ég vil láta Karíus sjá um markið ásamt Ward og Grabbara, Keita er samasem kominn og maður veit ekki hvað verður um Solanke og Ings. Ég hefi að vísu trú á þeim báðum en treysti Klopp í þeim efnum. En allt þetta kemur í ljós innan fárra vikna.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Mikið er gaman að lesa þessa pistla frá þér Einar Matthías. Þetta reddar deginum hjá mér.

  8. Mér finnst Liverpool í smá vanda til að fara á næsta stig fótboltans því núna snýst þetta um að fjárfesta í að kaupa 1-2 leikmenn sem virkilega bæta byrjunarliðið og síðan 3-5 leikmenn sem breikka hópinn en eiga tilkall til byrjunar liðsins. Þá vaknar spurningin. Eru margir toppleikmenn til í að fara til hóps þar sem er fjarri því að eiga öruggt sæti í byrjunarliðinu og vita að þeir verða að öllum líkindum varaskífur ?

    Markvörður

    Hver er tilgangurinn að kaupa markmann ef hann virkilega bætir ekki markmannsstöðuna? Karius er búinn að standa sig vel og jafnvel þó Mignolet fari þá skiptir það litlu máli því við höfum Danny Ward til vara.

    Miðjumaður.

    Mér finnst liggja í augum uppi að það er verið að fjárfesta í miðjumanni sem er með toppgæði. Hvernig og hvaða leikmaður hef ég ekki hugmynd um en þess væri óskandi að hann hefði gæði á við Keita eða Coutinho en mér finnst mestu máli skipta að hann passi vel inn í hugmyndafræði Jurgen Klopp.

    Framlínan.

    þarna kemur mesti vandinn. T.d afhverju ætti hraður vængmaður eins Zaha að vilja koma til Liverpool ef honum stæði það til boða,vitandi að því að hann væri varaskífa fyrir tvo af fjórum bestu vænmönnum deildarinnar og hvaða framherji er á lausu sem er svo góður að hann gæti veitt Firmino raunverulega samkeppni um byrjunarliðs?
    Solanke kom vel út í síðasta leik og ég er sannfærður um að hann eigi eftir að bæta sig enn frekar. Danny ings þyrfti að bæta sig en vandinn er sá að ef annað hvort Salah eða Mane meiðast þá dettur svo mikill hraði úr liðinu og þá væri gott að vera með varaskífu sem gæti bakkað þá upp.

    Góðu fréttinar eru að Liverpool hefur aldrei verið í jafn góðri stöðu á markaðnum síðan 1990. Núna keppast gæðaleikmenn að komast til okkar og miðað við hvað pyngjan er þung, er Liverpool í dauðafæri að fjárfesta með slíkum hætti að það á góða möguleika að fara í alvöru samkeppni um Englandsmeistaratitilinn.

  9. Ég myndi nú halda að fleiri af kjúklingunum fari en þetta. Grujic, Origi og Solanke hafa varla staðið sig það vel að maður myndi segja nei við alvöru tilboði. Sama með Lallana, það gæti alveg verið skynsamlegt að selja hann núna ef gott tilboð kemur.

    Annars reiknar maður aðallega með því að fá einhverja spennandi á miðjuna og eftir atvikum nýjan markmann eða nýjan hægri bakvörð (ef Mignolet og Clyne seljast). Miðað við slúðrið virðist Dani Ceballos líklegastur á miðjuna og svo er verið að orða okkur við Fekir og Pulisic.

  10. Liverpool hefur áður verið mjög spennandi staður en liðið var að standa sig frábærlega í meistardeildinni frá árunum 2005-2008 þar sem liðið var að komast oftast nokkuð langt.

    Aftur á móti er staðan á liðinu í dag að við erum á hraðri uppleið og spilum skemmtilegan en jafnframt mjög krefjandi fótbolta fyrir leikmenn sem þurfa að vera til í að hlaupa úr sér lungum í hápressu og gauragangi.
    Þetta á ekki við um alla leikmenn sem minkar þá valmöguleikana okkar en jafnframt auðveldar okkur að fá inn þá leikmenn sem okkur vantar því að við viljum fá vinnusama og hraða leikmenn inn í okkar leikstíl og þá leitum við að svoleiðis týpum(þess vegna finnst mér umræðan um Marhez alltaf jafn fyndinn því að hann er ekki sá duglegasti og passar ekki inn í þennan stíl).

    Ég er ekkert stressaður fyrir leikmanna glugganum í sumar einfaldlega að því að ég treysti Klopp en hann hefur sko unnið fyrir því trausti.
    Hvort sem hann er að kaupa 5 m punda mann eða 100 m punda mann þá er ég viss um að hann er með hlutverk og plan í kringum þann leikmann fyrir utan að hann einfaldlega gerir alla leikmenn hjá liðinu einfaldlega betri ár frá ári.

    YNWA – Maður líður eins og krakka að bíða eftir jólunum því að klukkan virðist vera algjörlega stopp og 26.maí er alltof langt í burtu.

  11. Gleymdist ekki að minnast á miðvarðarstöðuna? Við eigum 2-3 nothæfa miðverði…
    Diijk virðist nokkuð meiðslalítill 7-9-3 en Gomez og Matip eru mikið meiddir og Lovren á það líka til.
    Við þurfum pottþétt að bæta þessa stöðu. Helst að fá dóminerandi týpu sem hangir heill heilu tímabilin.

  12. Frábær pistill eins og alltaf hjá ykkur!!

    Er vitleysa hjá mér að glugginn sé að opna á morgun og loki fyrir fyrsta leik í PL??

    Allavega verður glugginn hjá okkar mönnum feikilega spennandi og á örugglega eftir að koma okkur virkilega á óvart.

    Eins og þú nefndir Einar, Fekir, þá er hann virkilega spennandi leikmaður, skarðið sem Coutinho skildi eftir sig yrði barmafullt og er hann í þokkabót einu ári yngri.

    https://www.youtube.com/watch?v=OlDOuJgcyIM

    In Klopp we trust!

    YNWA!

  13. Við þurfum mjög góðan markvörð ef við ætlum okkur að vinna deildina á næsta ári. Eigum ekki sjéns með Karius.

  14. Ég var einn þeirra sem gagnrýndi Karíus stöðugt. Hann hefur hins vegar sannað að hann sé frambærilegur markmaður. Það er ekki rétt að við getum ekki átt séns með hann.

  15. Takk fyrir frábæra samantekt. Mikið Innsæi og þekking flott, minnir á Klopp. Segir það sem hann meinar, Einar.

  16. Ég innilega vona að E. Can skrifi undir nýjan samning fljótlega eftir Kíev. Ég tel að hann geti verið stór póstur í liðinu á næstu árum.
    Hefur eitthvað concrete komið varðandi það að hann sé á leið til Juve?

  17. Sælir og takk fyrir skemmtileg og góð skrif.

    Ég er sammála Hans #16 að Karius er ekki sá markmaður sem færir okkur skrefi nær tittlinum.
    Vissulega eru allar tölulegar staðreyndir sem standa með honum en við meigum ekki gleyma því að vörnin er bara í allt öðrum klassa þessa dagana.

    Ég er alveg viss um það að nýr markvörður kemur annað væri skrítið því Klopparinn vill samkeppni um stöðurnar og það verður lítið um samkeppni þegar Mignolet fer.

    Óskabarn: Donnarumma.

    Ég myndi halda að við fjárfestum í tveimur til þremur miðjumönnum.
    Einum varnarsinnuðum og tveimur sóknarsinnuðum.
    Can mjög líklega að fara Lallana mikið meiddur og uxinn verður líklega ekki komin í
    form fyrr en um áramót svo er Milner 32.

    Óskadrengur: Sergej Milinkovik

    Annað sem ég hef skoðun á er tengt Solanke.
    Mér fynnst margir mjög ósangjarnir við þennan tvítuga strák sem er að koma inn í bestu framlínu sem völ er á í heiminum(það eitt er mikil pressa) kannski man city með álíka góða.
    Þegar guttin hefur spilað hefur hann sýnt að hann kemur sér alltaf í færi þó svo það hafi ekki dottið með honum.
    Hann er sterkur í lofti, fljótur og mikið spil í honum svo er hann harðduglegur.
    Þetta er gæi sem á eftir að verða heimsklassa.

    Ps. Solanke er samtals búin að spila 581 mín sem gerir 6 og hálfan leik og skora 1 mark + tvær stoðsendingar í deild.
    Það gerir mark eða stoðsendingu í öðrum hverjum leik sem er ekki svo slæmt hjá ungum dreng.

    Danny Ings er svo búin að spila 3 leiki í mín talið í deild og skorað eitt og lagt upp eitt.
    Ekki slæmt það miðað við meiðsli.

    Ég hef trú á því að hann versli ekki framherja heldur treysti á þessa tvo.

    YNWA Ingó

  18. Ég væri til í Vardy sem backup winger hjá okkur. Eitthvað sem hann myndi raða inn af mörkum eftir stungusendingar.

  19. Hvernig í veröldinni er hægt að fullyrða að Liverpool eigi ekki séns með Karius í markinu? Liverpool er bókstaflega búið að fá fæst mörk á sig af öllum liðum í deildinni með hann í markinu og hann er búinn að spila alla leiki liðsins á leiðinni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Gott og vel ef menn vilja annan markmann og telja Karius ekki í heimsklassa en að halda því fram að það sé ekki séns með hann í markinu er fullkomin steypa eins og þetta tímabil sýnir.

    Já og hann er klárlega partur af ástæðunni fyrir því að varnarleikurinn í heild hefur verið betri undanfarið hjá Liverpool. Ef að nýtt nafn, t.d. Donnarumma hefði komið inn og gert það nákvæmlega sama og Karius í vetur væru allir þvílíkt spenntir yfir þeim framförum sem væru á liðinu í þessari stöðu.

    Btw. ég er nokkuð viss um að fyrir tímabilið var ekki séns í helvíti að Liverpool færi í úrslit CL með Robertson og TAA í bakvarðastöðunum og Lovren í miðverði. Glætan ef Milner ætti að vera lykilmaður á miðjunni og Ings og Solanke næstu menn inn af bekk sóknarlega.

  20. Takk fyrir klassaumfjöllun 🙂

    Ég spái því að Klopp muni halda áfram að koma á óvart í leikmannakaupum. Hann er ekki að eltast við þau nöfn sem eru á forsíðum blaða eða í fyrirsögnum vefmiðla. Maðurinn hefur alltaf farið eigin vegaslóða og gerir það öruggglega áfram.

    Markverðir
    Ég held hann skipti ekki Karius út enda hefur drengurinn staðið sig frábærlega og margar vörslur hans verið magnaðar. Það er spurning með backup eða samkeppnina. Ef hann treystir ekki Ward í það hlutverk gæti komið inn annar markmaður en þó ekki stórstjarna á yfir 50 milljón pund til að setja Karius á bekkinn.

    Vörn
    Ef Lovren, Matip og Gomez eru heilir þá sýnist mér ekki vera mikil breyting fyrirhuguð þarna. Van Dijk er auðvitað kóngurinn en ég held að Klopp treysti fyrrnefndum þremur að mynda öflugt varnarhjarta með hollendingnum. Það þarf í raun katastrófu til að Ragnar Hreinalak þurfi að spila aftur eins mikið og hann gerði í vetur. Hinsvegar ef 2 af 3 meðferðarsveinum Dijk eru meiddir eða Klopp treystir þeim ekki þá kaupir hann nýjan öflugan miðvörð. Mér sýnist við vera vel sett með bakverðastöðurnar báðum megin og engin þörf þar fyrir verslunarleiðangur.

    Miðja
    Hér vantar öflugan leikmann og ræðst það fyrst og fremst af því að Can virðist vera að fara og Chamberlain líklega lengur frá en búist var við. Síðan er líklega ekki hægt að treysta á að Lallana verði með fríska fætur næsta vetur.

    Sókn
    Hér sýnist mér flestir vera sammála um að það þurfi meiri gæði til að rótera með skyttunum okkar þremur. Solanke sýndi góða takta í síðasta leik og gæti átt framtíðina fyrir sér en á líklega enn töluvert í land – hann gæti samt leikið mikilvægt hlutverk næsta vetur þ.s. margir leikir verða á dagskrá. Það er óvissa með Ings en ég er hræddur um að hann sé ekki nógu góður en ég treysti Klopp að meta það. Niðurstaðan er sú að við þurfum heimsklassa sóknarmann til að vera með skyttunum þremur. Það er ekki hægt að treysta á að Mane, Salah og Firmino spili alla leiki.

    Úff hvað maður hlakkar annars til 26. maí!

  21. “Klopp og félagar grínast með það að landslagið núna sé töluvert breytt, umboðsmenn hringi í þá að fyrrabragði og reyna að koma skjólstæðingum sínum að hjá Liverpool. ”
    Þetta er snilldar setning og gerir það að verkum að ég er pollrólegur fyrir sumarglugganum 🙂

  22. Sælir félagar

    Það sem Einar Matthías sagði í #22. Einnig sýnist mér að félagar mínur hér séu fyrst og fremst að tala um btw 1 klassa miðvörð, 1 til 2 klassa miðjumenn og 1 – 2 klassa sóknarmnn til að hvíla 3 fremstu annað slagið og í minni leikjum svo sem bikar og einstaka deildarleikjum þar sem leikir vinnast stundum á fyrstu 15 mínútunum.

    Það er nú þannig

    YNWA

  23. Í fyrsta skipti er mér alveg sama hvaða leikmaður verður keyptur í sumar og má hann þess vegna Kosta 100 þús pund. Klopp hefur sýnt og sannað að nafnið skiptir engu máli þegar leikmaður á í hlut. In Klopp I trust

  24. Mark.
    Ég er en að japla á sokk sem Karíus sendi og treysti honum til að standa sig vel eins og hann hefur gert í vetur.
    Vörn.
    Ánægður með vörnina þó ég skilji ekki alveg þessa trú á Gomes í miðaverði hef bara ekki séð hann spila miðvörð, væri samt klárlega bæting að fá einn topp miðvörð.
    Miðja.
    Fá inn topp varnarsinnaðan miðjumann og annan sóknarsinnaðan þá er ég sáttur.
    Sókn.
    Við höfum geggjaða sókn ég stór efast um að það sé hægt að fá inn sóknarmenn sem bæta liðið væri samt til í einn.

  25. Þú Einar Mattías talar um hvernig menn geta fullyrt?
    Hvernig getur þú fullyrt það að Karíus hafi fengið fæst mörk á sig af öllum markvörðum?
    Karíus er búin að fá 14 mörk í 19 leikjum sem gerir mark á 1,357 leik.
    Ederson er búin að fá á sig 26 mörk í 35,5 leikjum sem gerir mark á 1,365.

    Þeir leikir sem Karius hefur spilað í deild eru 19 leikir og 11 unnist 5 jafntefli og 3 töp
    meðan Ederson er með í 36 leikjum 32 unnir 4 jafntefli og 2 töp.

    Svo mætti til gamans geta að Mignolet hefur spilað jafn marga leiki og Karius eða 19 leiki og 11 hafa unnist 7 jafntefli og aðeins eitt tap sem gera 40 stig á meðan Karius með Dijk í liðinu er með 38 stig. Þetta er bara svart á hvítu Migno er með fleiri stig en samt með miklu fleiri mörk á sig eða 24 sem gerir sem gerir mark á 0,7 hvern leik og ekki viltu fá hann í markið eða hvað?

    Svo tölur á blaði segja ekki alla söguna.
    Þú mátt alveg hafa þína skoðun og fullyrðingu sem er röng.
    Kannski var orðalagið mitt ekki upp á það besta en ég ætlaði einfaldlega að benda á að þetta er sú staða sem þarf að styrkja þegar Mignolet fer sem allt bendir til.

    Mín skoðun hefur alltaf verið sú að Mignolet sé betri markvörður en er hvergi nærri góður til að koma okkur á toppinn.
    Ég vil betri mann en Karius og 25 stiga munur verður ekki brúaður eingöngu með bætingu á öðrum stöðum. (Mín skoðun)

    YNWA Ingó

  26. Fyrir gefið Mignolet er víst 19 leiki 10-7-2 sem gerir 37 stig sem er einu stigi minna en Karius.

  27. Ég treysti Klopp 100% fyrir kaupunum í sumar, en ég er sammála flestum með stöðurnar sem við þurfum að bæta, þ.e.a.s: miðvörð, miðjumenn, og sóknarmenn. En þó svo ég treysti Klopp hef ég minn drauma lista yfir leikmenn, enda lítið að gerast í boltanum meðan við biðum eftir úrslitaleiknum! Ég vildi helst sjá þetta svona:

    Selja: Origi, Sturridge, Flanagan, Markovic, Randall, Allan, Bogdan, Moreno, Mignolet, og Matip.

    Menn hafa mismunandi skoðanir á Moreno, og ég játa það að hann hefur bætt sig mikið, en trúi því fyllilega að við getum bætt betri mann í hópinn. Svo hefur Matip verið til vonbrigða og er alltof mikið meiddur. Einnig virðist augljóst að Can fari í sumar svo ég geri ráð fyrir því að hann verði ekki í hópnum.

    Út á lán: Grujic, Kent, Ojo, Chirivella, Awoniyi

    Kent, Ojo, og Chirivella eiga eitt tímabil eftir á láni til þess að sanna sig, annars má selja þá. Grujic hefur fengið góða reynslu hjá Cardiff, vonandi getur hann verið þar á næsta ári og fengið reynslu í úrvalsdeildinni.

    Kaup: Fekir, Neves, Alderweirald, Sessegnon, og Suarez (já, Luis Suarez!)

    Fekir virðist af öllu því sem ég hef séð vera mjög góður og klókur sóknarsinnaður miðjumaður með gott hugarfar. Myndi bæta sóknarleikinn enn frekar og myndi smellpassa í hópinn.

    Neves er ungur og efnilegur og það þarf ekkert að ræða það frekar hvað Klopp getur fengið fram úr þannig leikmönnum. Hann er góður sendinga maður, vinnusamur, með reynslu sem varnarsinnaður miðjumaður, og getur átt svakaleg skot fyrir utan teiginn.

    Alderweirald er reyndur varnarmaður og hefur spilað í liði sem spilar einnig pressu bolta. Hann les leikinn vel, er sterkur, og gerir ekki mikið af mistökum.

    Sessegnon er einnig ungur, og hrikalega efnilegur. Hann getur spilað sem vinstri kantmaður og sem vinstri bakvörður og gæti því verið varamaður fyrir báðar stöður og fengið nægan spilatíma. Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall skoraði hann 16 mörk og setti 7 stoðsendingar í Championship deildinni á þessu timabili. Auk þess ólst hann upp sem Liverpool aðdáandi og er samkvæmt slúðrinu spenntur fyrir því að vinna með Klopp.

    Svo þarf ekkert að kynna Luis Suarez fyrir mönnum hérna. Já ég veit hann er að eldast, orðinn 31 árs gamall. Hann skoraði samt 31 mark á tímabilinu og lagði upp 14. Samkvæmt slúðrinu vill Barcelona selja hann til þess að fá Griezmann, og ég held að hann yrði fullkominn fyrir okkur. Eins og ég sagði þá er hann að eldast, þannig að hann myndi rótera með Firmino (sem ég sé ennþá í aðalhlutverki). Hann kæmi með baráttuvilja á pari við Firmino, reynslu af því að vinna allt sem hægt er, og fengi að spila nóg þó svo hann yrði ekki í aðalhlutverki, sem myndi lengja ferillinn hans í efstu deild. Þetta myndi einnig halda Firmino ferskum út allt tímabilið. Myndi svo vera þúsund sinnum betri kostur en Solanke og Ings.

    Svo kemur Keita náttúrulega og ég myndi vilja fá Wilson inn í hópinn líka.

    Held að við myndum vinna allt með þessu liði, en þetta eru kannski eintómir dagdraumar hjá mér! Takk fyrir góðann pistil!

Podcast – Liverpool miðað uppgjör á tímabilinu

Carragher áritar í Jóa Útherja