Byrjunarliðið gegn Chelsea á Brúnni

Það er ansi sterkt lið sem mætir á Brúnna eftir klukkutíma en Jorgen Klopp gerir aðeins eina breytingu á liði sínu Jordan Henderson sest á bekkinn enda búinn að spila mikið undanfarið og er meiðslagjarn. Nathaniel Clyne tekur sæti hans í liðinu og verður í bakverði en Trent fer á miðjuna og lítur liðið því svona út.

Karius

Clyne – Van Dijk – Lovren – Robertson

Wijnaldum – TAA – Milner

Salah – Firmino – Mané

Stig í dag gott sem tryggir Meistaradeildarsæti að ári og þá verður Brighton leikurinn ekki jafn mikilvægur.

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


41 Comments

 1. 1

  Liðið verður að spila til sigurs. Það kann ekki neitt annað. Meiri líkur á því að liðið nái þá jafntefli ef það teflir til sóknar en reyni einhverjar Burnley aðferðir. Annars er fróðlegt að sjá Trent Arnold á miðjunni og ef hann er jafn góður þar og jaðrir miðjumenn liðsins væriþað algjör draumur að vera með mann sem getur verið í bakvarðarhlutverki og miðjuhlutverki. Mjög gott upp á breiddina að menn séu fjölhæfir og einmitt þessvegna væri ekkert slæmt að halda í Can.

  (1)
 2. 2
  Hjörleifur

  Afhverju má alltaf fara í glímu við Mané?

  (1)
 3. 3
  Höddi B

  Milner eitthvað meiddur og fer örugglega útaf. Þvílík barátta í honum alltaf !

  (1)
 4. 4
  Red

  Það klikkaði hjá mér linkurinn
  Er einhver með góðan link ?

  (0)
 5. 5
  Hjörleifur

  Djöfull er maður þreyttur á hvað liðin sem spila á móti okkur þurfa fáa sénsa til að skora og við þurfum tvöfalt fleiri til að skora

  (2)
 6. 6
 7. 7
  Höddi B

  Já, Hjörleifur, orðið svolítið þreytt. Giroud ekki dekkaður þegar fyrirgjöf kemur og hann skallar auðveldlega inn. Lélegur varnarleikur !

  (3)
 8. 8
  Höddi B

  Ef við töpum þessum leik gætum við endað fyrir neðan topp 4 :-(

  (2)
 9. 9
  Gunnar

  Hvaða steik er að lýsa á Stöð 2 sport ?

  (10)
 10. 10
  Hjörleifur

  Enn einu sinni vantar svörin þegar hitt liðið er með allt liðið á bakvið boltann. Vonandi koma svörin í seinni

  (0)
 11. 11
  Gustith

  Hefði nú viljað að Karius reyndi við skallan ekki var hann fastur.

  (2)
 12. 12
  Spáll

  WBA taktík hjá þeim bláu.

  (1)
 13. 13
  Krulli

  Að hugsa sér að það sé enn möguleiki á að LFC verði ekki í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Það er djöfulli súrrealískt að hugsa um það miðað við gang tímabilsins. Því þetta tímabil yrði ekkert annað en svekkelsi ef við verðum ekki í þessari keppni að ári.

  (2)
 14. 14
  Snake

  Þetta timabil getur endað með því að verða ömurlegt!

  (1)
 15. 15
  Gunnar

  Verðum allavegana að ná í jafntefli!!

  (0)
 16. 16
  Sölvi

  Salah hefur verið hljóðlátur í undanförnum leikjum og Lovren er bara ekki nógu góður heilt yfir.

  Mané sprækur og vonandi laumum við inn einu og nöppum stigi í dag.

  (3)
 17. 17
  Red

  Það er bara meiðslavesen sem er að gera okkur erfitt fyrir, ég er nokkið viss um að Klopp væri til í að geta kallað á Lallana, Oxlade eða Emre Can á miðjuna í stað þeir þreyttu leikmanna sem spila leik eftir leik í þessu kerfi okkar.
  Vonandi náum við að stela 1 stigi í dag og þá er allt klárt fyrir seinasta deildarleikinn.
  En þar sem að þetta er Livrrpool þá endar þetta örugglega á æsispennandi heimaleik á móti Brighton.

  (2)
 18. 18
  Rikki

  Leiðinda mark þetta hjá Giroud, en það eru ennþá 45 mínútur eftir til að snúa þessu við. Vonandi vaknar Salah til lífsins í seinni!

  (2)
 19. 19
  Lúðvík Sverriz

  Sæl og blessuð.

  Afskaplega stirðbusalegt hjá okkur í fyrri hálfleik. Mané hefur verið sprækastur en aldrei alvöru dauðafæri. Í raun hafa blástakkar verið miklu nær því að skapa sér möguleika en samskiptin eru eitthvað snúin hjá þeim .

  TAA er að vonum ryðgaður í þessari nýju rullu og Clyne er að finna fjölina sína. Finnst Lovren hafa verið nokkuð góður að frátöldu þessu marki þar sem hann var illa staðsettur og var engin ógn fyrir Sírú.

  Vantar í raun alla ógn í þetta hjá okkur, nokkur langskot og tutl í teig, en þetta eru svo sem öngvir aukvisar.

  (1)
 20. 20
  Gunnar

  Er lýsandanum á Stöð 2 sport borgað sérstaklega fyrir að tala lið Liverpool niður ???

  (7)
 21. 21
  Skoppi

  Lýsandinn á stoð2 er mjög mikill Liverpool maður og þessi neikvæðni á rétt á sér í þessum leik

  (1)
 22. 22
  Lúðvík Sverriz

  Sorrí krakkar en ég held að forgangsröðin hjá framherjum okkar sé svona:

  1. Ekki meiðast
  2. Ekki meiðast
  3. Ekki meiðast
  4. Skora mark

  (2)
 23. 23
  Snake

  Þetta er ömurlegt. Engin ahugi

  (1)
 24. 24
  Lúðvík Sverriz

  Solanke er að koma inn á.

  Fear no more…

  (0)
 25. 25
  Snake

  Hvíta handklæðið sett inná

  (2)
 26. 26
  Stefán

  Heilinn farinn

  (3)
 27. 27
  Styrmir Gunn

  Það er ekkert að gerast í þessu hjá okkar mönnum. En þetta hefur bara sýnt sig í gegnum tíðina að liðum gengur oft erfilega í leikjum í sömu viku og CL, ekkert nýtt í því.

  Alveg grátlegt ef við þurfum nú sigur í síðustu umferð. Jafntefli í dag og menn geta bara farið að undirbúa úrslita leikinn 26. Maí.

  (2)
 28. 28
  Hjörleifur

  Vonum bara að Chelsea tapar í vikunni þá skiptir þetta engu

  (1)
 29. 29
  Gunnar

  Chelsea ræflarnir verða í 5. sæti á þessari leiktíð. Við erum ekki að fara að tapa seinasta leiknum á tímabilinu á heimavelli.

  Og nú er fíflið á Stöð 2 sport orðin tímavörður líka!!!

  (3)
 30. 30
  Gunnar

  Allir Chelsea mennirnir rölta af velli í skiptingum.

  (0)
 31. 31
  Hjalti

  djöfull var ég búinn að óttast þetta er þetta virkilega að gerast !!!!!

  (0)
 32. 32
  RH

  liðið okkar sprungið á lokametrum móts

  (2)
 33. 33
  Stefán

  Klopp verður að ná sér í annan heila sem fyrst

  (2)
 34. 34
  Gunnar

  Hvað er að Þessum þul ??? Gerir nú að því skóna að Liverpool fái ekki neitt útúr þessu tímabili!!! Hvað er að fólki ???

  (1)
 35. 35
  Robbi

  Það hlaut að koma að þessu fyrr eða síðar og núna er HEILINN farinn og þá bara geta Liverpool ekkert!

  (2)
 36. 36
  Krulli

  Hversu þreytt er það orðið að hafa ekkert annað en Dom Solanke til að þrýsta fram marki?
  Þetta breiddarleysi og almenn þreyta er að kosta okkur svo mikið hérna á lokasprettinum.

  (0)
 37. 37
  salah

  Jæja, ekki hafðist þetta núna. En eins og kapteinninn sagði að þá förum við alltaf erfiðari leiðina!
  Fáum núna heila viku í hvíld fyrir Brighton leikinn og mætum dýrvitlausir í hann.
  YNWA

  (0)
 38. 38
  Lúðvík Sverriz

  Ekkert við þessu að segja:

  Söbbarnir okkar:

  Henderson
  Solanke
  Moreno

  Þessir áttu að breyta gangi leiksins!

  Þeir voru með:

  Willian
  Pedro
  Zappacosta

  Annars bara dæmigerð þynnka:

  1. Salah var aldrei með í leiknum. Átti að koma sér út úr teignum en hékk þar allan leikinn og var með fjóra í kringum sig þá sjaldan tókst að koma boltanum til hans.
  2. Mané skárstur – var sá eini sem var líklegur til að gera eitthvað af viti.
  3. Firmino sótti í sig veðrið en aldrei nógu öflugur.
  4-8. Miller var á köflum öflugur og sívinnandi. TAA var laaaangt frá sínu besta, Wijnaldum í dæmigerðu útivallarformi, hefði viljað sjá miklu meira frá VvD í föstum leikatriðum. Lovren átti að gera betur í markinu.
  9-11. Robertson oft verið betri, Karius heppinn að fá ekki á sig fleiri mörk og Clyne var röstí.

  Það er eins gott að við vinnum Brighton. Eins og málum er háttað er það laaaangt frá því að vera öruggt. Chelsea hefur náttúrulega verið að spila langt undir getu í vetur. Hazardinn er ofurmannlegur, Kanté er ryksugan á fullu, Moses var orkuver. Við áttum ekkert í þessum leik sem jafnaðist á við þá.

  (0)
 39. 39
  Kaldi

  Fekir inn í liðið og setja Solanke á lán eitthvað í 2 deild eða eitthvað sem hentar fyrir hann?

  (1)
 40. 40
  Þórður Sigurðsson

  Þessi ræfill sem átti að heita lísari átti vægast sagt lélegan dag vara aðalega að pæla hvað chelsi ætti að gera,égskrúfaði bara niður í honum í seinni.

  (2)
 41. 41
  Dabbster

  Menn voru greinilega þreyttir en þetta reddast allt í síðasta leik dont worry

  (0)