Roma 4 – Liverpool 2

Í kvöld gerðist það að Liverpool vann sér sæti í úrslitaleik Meistaradeilarinnar með því að tapa gegn Roma, við mikinn fögnuð viðstaddra.

Mörkin

0-1 Mané (9. mín)
1-1 Milner (sjálfsmark) (15. mín)
1-2 Winjaldum (25. mín)
2-2 Dzeko (52. mín)
3-2 Nainggolan (86. mín)
4-2 Nainggolan (víti) (90+4 mín)

Leikurinn

Leikurinn hófst nokkurnveginn eins og við var að búast, þ.e. með talsverðu magni af taugatitringi, og fyrstu 7 mínúturnar voru Roma nánast eingöngu með boltann. En á 9. mínútu komst Liverpool í sína fyrstu sókn eftir lélega sendingu frá Roma á miðjunni, Firmino renndi boltanum á hárréttum tíma til Mané sem gerði engin mistök og renndi boltanum framhjá Alisson. Eins og nærri má geta færði þetta ró yfir stuðningsmenn og leikmenn sömuleiðis, og tók mesta hrollinn úr. 6 mínútum síðar bættu okkar menn öðru marki við, Milner skoraði eftir glæsilega stoðsendingu frá Lovren. Að vísu fór boltinn í vitlaust mark, svo það tók örlítið broddinn af fagnaðarlátunum. (Þess má geta að hann tvítaði þetta um téð atvik). Eins og oft vill verða færist taugatitringurinn aftur yfir leikmenn og aðstandendur þegar liðið fær á sig mark, og það átti líka við í þetta skiptið. Á 24. mínútu átti síðan Henderson góða sendingu á vinstri kantinn þar sem Robertson átti gott hlaup upp að endamörkum, gaf á Mané sem var nálægt því að skora aftur, en Alisson varði í horn. Upp úr horninu barst svo boltinn inn á markteig þar sem Winjaldum náði að skalla boltann í netið, og skora þar með sitt fyrsta útivallamark og fyrsta meistaradeildarmark fyrir liðið. Hann kann að velja tímann til þess, enda gerði þetta að verkum að nú voru okkar menn búnir að jafna útivallamörkin sem Roma skoruðu á Anfield, og þar með urðu Roma að skora 4 mörk til viðbótar, bara til að fá framlengingu. Á 35. mínútu munaði engu að Milner skoraði annað sjálfsmark þegar Shaarawy átti gott skot fyrir utan teig sem fór í Milner, en boltinn hafnaði í stönginni utanverðri. Undir lok hálfleiksins fengu svo Roma aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan teig uppi við endalínu, og Lovren fékk gult fyrir brotið, en skotið fór lengst upp í rjáfur. Rétt áður höfðu borist fregnir af því að Karius hefði orðið fyrir hnjaski og að Mignolet væri farinn að hita upp, en ekki þurfti að kalla hann til.

Staðan 2-1 í hálfleik, og stemmingin bara aldeilis ágæt þrátt fyrir stöku hjartsláttartruflanir.

Snemma í seinni hálfleik var Karius heppinn að fá ekki á sig víti þegar hann felldi Dzeko við vítateigslínuna, honum til happs var nýbúið að lyfta rangstöðuflagginu, mjög líklega var það röng ákvörðun hjá aðstoðardómaranum. Á 52. mínútu jafnaði svo Dzeko eftir varnarmistök frá TAA, þar sem hann missti bolta fram hjá sér sem hann hefði alltaf átt að hirða. Krossinn sem kom upp úr þessum mistökum leiddu til skots á markið sem Karius varði beint út í teig, í lappirnar á Dzeko sem setti boltann í netið. Game on. TAA kom aftur við sögu á 63. mínútu þegar hann var í barningi á markteig og fékk boltann í hendina, þar var aftur heppni að liðið fengi ekki á sig vítaspyrnu, í staðinn fengu Rómverjar horn sem ekkert varð úr.

Í kringum 75. mínútu var maður að upplifa að liðin væri bæði farin að þreytast. Roma kláruðu sínar 3 skiptingar frá 53. mínútu og að þeirri 75., en ekkert bólaði á skiptingu frá Klopp. Kannski ekki gott að sjá hvaða leikmaður hefði átt að koma inn til að breyta leiknum. Þeirri spurningu var svo svarað skömmu síðar þegar Klavan kom inná í staðinn fyrir Mané, manni fannst hann reyndar vera minnst þreyttur af framlínunni. Á 86. mínútu átti svo Nainggolan fast skot fyrir utan teig sem Karius hélt líklega að væri á leiðinni útaf, en boltinn fór í stöngina og inn. 3-2, lítið eftir en samt ekki nógu lítið til að maður gæti slakað á. Enda kom það á daginn að á síðustu mínútu uppbótartímans kom löng sending inn fyrir vörnina, Klavan elti sóknarmann Roma sem náði boltanum og reyndi líklega skot frekar en fyrirgjöf sem fór í búkinn á Klavan og þaðan í hendina á honum. Þarna fyrst sá dómarinn ástæðu til að dæma víti sem Nainggolan skoraði úr af miklu öryggi. Þarna var staðan orðin 4-2, og Roma þurfti því eitt mark til viðbótar til að komast í framlengingu. En það var enginn tími til þess vegna þess að dómarinn flautaði leikinn af andartökum eftir miðjuna. Það er óhætt að segja að það hafi brotist út fagnaðarlæti meðal leikmanna, starfsmanna og stuðningsmanna Liverpool, enda liðið KOMIÐ Í ÚRSLIT MEISTARADEILDARINNAR!

Maður leiksins

Aldrei þessu vant fannst mér Salah ekki vera sá besti, hann virkaði pirraður á köflum, og fékk dæmdar á sig nokkrar rangstöður. Stóð sig samt alls ekki illa, var síhlaupandi og barðist um alla bolta. Firmino var sami vinnuhesturinn og alltaf, og Mané átti bara ansi góðan dag. Miðjan stóð sig bara nokkuð vel, Milner auðvitað sívinnandi eins og alltaf, sama með Henderson. Winjaldum átti síðan auðvitað seinna markið, takið eftir því að ef hann hefði ekki skorað þetta mark væru Rómverjar núna á leiðinni í úrslitin því 4-1 hefði dugað þeim. Varnarlega séð var svo Alexander-Arnold líklega að eiga sinn versta leik í talsverðan tíma. Lovren og Robertson voru nokkurnveginn á pari, en ég ætla að gefa Virgil van Dijk nafnbótina maður leiksins, því hann var sífellt að hreinsa á mikilvægum augnablikum, og hélt ró sinni í gegnum öll lætin. Mér fannst Karius ekki eiga neitt sérstakan dag, enda fékk hann jú á sig 4 mörk. Hann hefði líklega getað stýrt boltanum eitthvað annað en í lappirnar á Dzeko í öðru markinu, og sjálfsagt hefði hann átt að gera tilraun til að skutla sér í boltann sem varð að þriðja markinu. En ég sé litla ástæðu til að vera að agnúast út í það þó það hafi ekki allir átt sinn besta leik, þessi frammistaða dugði til að ná settu marki.

Umræðan

Núna er bara að njóta þess að okkar menn séu loksins komnir aftur í úrslit Meistaradeildarinnar. Það er ljóst að liðið mætir þangað sem “underdogs”, því þrátt fyrir að við séum með beittustu framlínu Evrópu (og þó víðar væri leitað), þá eru andstæðingarnir engu að síður ríkjandi meistarar síðustu 2 árin, og eru svo fjarri því að vera árennilegt lið. En eru Madrídingar ósigrandi? Alls ekki. Og þetta lið getur það vel. Breiddin er hins vegar áhyggjuefni, það er búið að vera ljóst í svolítið langan tíma að það vantar menn inn af bekknum sem geta breytt leikjum. Meiðsli Oxlade-Chamberlain gera það auðvitað að verkum að liðið velur sig nánast sjálft um þessar mundir. Vonum bara að Lallana og Can verði komnir til baka fyrir úrslitaleikinn, þó það sé auðvitað ljóst að þeir eru ekki í topp leikformi.

Í millitíðinni bíða okkar svo tveir agnarlitlir leikir í deildinni, og þar þarf liðið að ná sér í 3 stig. Því þó planið sé auðvitað að vinna Meistaradeildina og tryggja sig þannig inn í hana á næsta ári, þá væri auðvitað lang best að það sé tryggt fyrr, þ.e. með því að lenda í 3. – 4. sæti í deildinni. Og það næst með 3 stigum, og meira að segja myndi duga að ná jafntefli á Stamford Bridge næsta sunnudag. Það verður áhugavert að sjá hvaða leikmenn byrja þann leik, því eins og sást á síðasta korterinu í dag eru menn orðnir örlítið vígamóðir.

Eins og nærri má geta er talsvert af fólki búið að lýsa yfir ánægju sinni með að vera komin í úrslit á samfélagsmiðlum, rétt er að benda sérstaklega á tvít frá hæstvirtum forsætisráðherra þar að lútandi.

En semsagt, njótum þess kæru bræður og systur að vera komin í ÚRSLIT Í MEISTARADEILDINNI!

61 Comments

  1. Liverpool á skilið að fá svona 20 víti á móti Real Madrid miðað við hve auðvelt það virðist fyrir önnur lið að fá það gegn okkur! En vá til hamingju allir Liverpool aðdáendur nær sem fjær. Alveg magnað þrekvirki hjá Klopp og félögum. Munið að njóta. Ekki á hverju ári sem Liverpool er fokkings úrslitum meistaradeildarinnar!!!!!!

  2. Kiev 26 mai 2018. Ég var í Aþenu 2007 og vill núna vill ég SIGUR ! Til hamingju liverpool aðdáendur nær og fjær 🙂

  3. Karius er kannski betri aftasti varnarmaður en Mignolet, en mikið rosalega sakna ég Migno til að verja skot og vítaspyrnur.
    Ekki líst mér á þennan Alisson. Séð tvo leiki og hann er að fá á sig þrjú og hálft mark í leik!

  4. Skrítinn leikur en hann skiptir engu máli núna.

    LIVERPOOL í úrslitaleik meistaradeildarinar 2018 er eiginlega meira en maður vonaðist eftir. Maður var að vona að liðið kæmist upp úr riðlinum og gæti svo látið lið hafa fyrir hlutunum eftir það og það gekk heldur betur eftir.

    Þetta var samt svona dæmigerður Liverpool leikur. Þar sem maður er aldrei öruggur þótt að staðan sé góð. Að fara með 1-2 forustu í hálfleik ætti að hafa drepið þennan leik en ekki okkar kallar þeir vilja meiri spennu. 2-2 staðan var helvíti lengi og svo upp úr engu var þetta allt í einu komið í 4-2( Liverpool fékk tvær helvíti soft vítaspyrnur á sig í þessum leikjum).

    Liverpool 5 sinnum Evrópumeistara að fara í sinn 8 úrslitaleik í keppninni. Þetta er frábært afrek og þótt að við erum underdogs í úrslitaleiknum þá spilum við oft best í þeirri stöðu

    Bara takk fyrir mig Liverpool

    YNWA

  5. Mane minn madur leiksins. Skorar gott mark en mer fannst varnarvinnan hans frabaer thegar lidid droppadi i 4-4-2 thegar Roma var med boltann. Hann tharf ekkert ad spila boltanum ur vorninni, hann hleypur bara 50 metra og menn na ekki einu sinni ad klukka hann. Hann er ad finnta menn uppur skonum, labbar framhja theim eins og keilum.

    Frabaer urslitaleikur i vaendum, med tvo markahaestu lid Champions League i ar. Madrid eru reynslumikid og klokt lid, en thetta firepower sem Liverpool hefur……eg veit ekki hvada lid a ad halda hreinu gegn okkar monnum.

    Nu thurfa menn ad haldast heilir til ad skemma ekki frabaert season. Til hamingju allir!

  6. Hvenar er dregið. Vona að við fáum Real Madrid í næstu umferð……

  7. Þvílíkur rússíbani og skemmtun, það er ekki annað hægt en að hrósa Roma fyrir eldmóðinn og tveggja leikja fótboltaskemmtun. Ég ætla samt sem áður að velja mann leiksins Karius, hann gat ekkert gert í mörkunum og var líka heppinn að Dzeko var rangstæður(tæpt) og hefði getað fengið víti á sig og rautt. En það sem að hann greip inní og var yfirvegaður samt sem áður fannst mér vel.
    Það var svo alveg vitað mál að í seinni hálfleik myndum við reyna að verja forskotið sem er alveg skiljanleg þó svo að það hafi verið erfitt. en VIÐ ERUM KOMNIR Í ÚRSLITALEIKINN!!!
    Nú er bara vonandi að allt er þegar þrennt er muni fylgja Klopp og við vinnum meistaradeildina, það yrði frekar óheppilegur árangur hjá Klopp að tapa þriðja úrslitaleiknum í röð með okkur eins hart og kalt það yrði en það er því miður staðreynd sem að skiptir máli.

    YNWA

  8. Ég var kominn í sprengjutöflurnar hans afa á tímabil.

    Þvílíkir 2 leikir á milli þessara 2 liða.

    Flottir á Twitter reikning AS Roma þar er mynd af Salah í tvískiptum samsettum búningi Liverpool & Roma.

    It hurts so much that #ASRoma’s incredible dream of going all the way to Kiev is over but you’ll be there in your new colours.

    Good luck in the #UCL final @MoSalah

    #ForzaRoma #YNWA

  9. “29 – Mo Salah (10), Roberto Firmino (10) and Sadio Mane (9) are now the highest scoring trio for a club in a single #UCL campaign, overtaking Ronaldo, Bale and Benzema at Real Madrid in 2013-14 (28). Ménage”

    TAKE A BOW!

  10. Við fáum dæmd víti á okkur í hvert skipti sem það er séns á því. En eins og í deildinni þurfa menn að mæta með hamar og beita honum að fullum krafti svo við fáum víti. Þetta er eitthvað skrítið og ég er hættur að trúa að þetta sé tilviljun þetta er eitthvað annað og mun verra.

  11. Hvað eru menn að væla yfir því að fá á sig víti! Hefði altaf valið þetta “soft” víti á þessum tímapunkti, frekar en hin tvö sem voru ekki dæmd en voru 100% víti………

  12. Jááááááá!!!!!!!!!!!!!

    Allez Allez Allez!!!!!!!

    KIEV!!!!!!!!!!!!!!!

  13. Það sem skiptir líka máli er að það er enginn leikmaður í leikbanni í úrslitaleiknum 🙂

  14. #18 Sem er gott því við þurftum að henda inná Klavan og Solanke á þessum tímapunkti í meistaradeild evrópu!

  15. You’ll Never Fart in Rome.. frábært.. Roma getur haldið höfði og vonandi verða engin slagsmál og að allir geti haldið heim öruggir.

  16. STÓRKOSTLEGT!!!

    Maður minn lifandi hvað þetta lið okkar er frábært. Ég hef fulla trú á að við vinnum RM.

    Algjörlega meiriháttar árangur!

    Til hamingju púllarar, nær og fjær.

  17. Ekki góður leikur og allt of stórt tap gegn slöku liði Roma, en dugar til þess að komast til Kiev.
    Slök varnarvinna og þreytt miðja .. það verður greinilega að rótera eitthvað ef þetta á að takast á móti RM sem er klárlega miklu betra lið en Roma.

    En Kiev here we come 🙂
    YNWA

  18. Mér finnst vörnin hafa verið mjög sterk undanfarið en fannst miklir lekar koma í ljós í þessum leik. Trent Alexsander var oft leikinn grátt og mér fanst hann ekki alltaf í takt við leikinn. Það er kannski velskiljanlegt því þetta er ungur strákur og hann er svo sannarlega búinn að standa sig vel í vetur.

    Ég verð því miður viðurkenna að mér finnst Liverpool vera sprungið í lok leiks og ég spyr mig hvort þessi þunni hópur sé lenntur í of miklu álagi ? Næsti leikur er gegn stórliði, raunar betur mönnuðu en Róma og það verður erfitt að vinna þá þegar vörnin er orðin svona leik. Goðu fréttirnar eru að Clyne er kominn til baka og svo má Trent Alexsander að hann virðist fljótur læra af mistökum og er stöðugt að bæta gjaldeyri í reynslubanka sinn.

    En aðalmálið er. Liverpool er komið til úrslita í meistaradeild Evrópu sem er án nokkurs vafa mikilfönglegur árangur og allavega framar þeim væntingum sem ég þorði að gera til þessa tímabils.

  19. Spáið samt í því TAA er 19 ára og er að spila á stærsta sviði sem hann getur á móti bestu leikmönnum veraldar oft á tíðum hann er ekkert minna en frábær hvernig verður hann eftir nokkur ár þegar hann verður komin með meiri reynslu verður mjög gaman að fygljast með og hann er með RISA Liverpool hjarta þessi drengur.

    Hann lét það útúr sér í viðtali áður að hann yrði ekki ánægður fyrr en hann væri orðinn fyrirliði Liverpool FC svona leikmaður er ekki á hverju strái.

  20. Bara snilld…ekki merkileg mörk sem við fáum á okkur og ætti að vera hægt að laga…

  21. Við skulum svo ekki gleyma því að öll pressa hefur verið okkar megin síðustu 2 útileiki gegn City og Roma. Við erum með ungt lið sem að komst í gegnum þessa pressu (the hard way) og það er ekkert sjálfgefið. Í úrslitaleiknum er pressan ekki á okkur, pressan verður á Real Madrid, þeir hafa reynsluna og söguna sem er stærri en okkar saga svo að við verðum alltaf underdogs í þeim leik .
    YNWA

  22. Geggjað og frábært jesssssss. En í hvert sinn er Klopp tekur framherjana útaf og styrkir miðjuna og vörn þá fáum við á okkur mörk og þannig hefur það verið ansi oft. Klopp verður að taka á þessi.

  23. Sælir félagar

    Þetta lið, þetta lið. Eintóm hamingja og ánægja. Dómgæslan eins og venjulega. Liverpool átti að fá 2 til 3 víti og Roma 1 víti. Niðurstaðan Liverpool 0 víti Róma 1 víti. Hvað það er sem liggur svona dómgæslu til grundvallar þegar liðið mitt á í hlut er rannsóknarefni því þetta er svona leik eftir leik. En hvað um það. Þessi leikur er gleymdur og grafinn en úrslitin við R. Madrid verða söguleg.

    Það er nú þannig

    YNWA

  24. Við erum komnir í úrslitaleikinn!!!!! Maður trúir þessu varla.

    Hræddur um að það hafi hrotið hagl af hvarmi eins leikmanns í lok þessa leiks, fyrir að hafa verið að spræna í buxurnar við að komast frá okkur í janúar, nefni engin nögn.

    Annars eigum við orðið besta trio í sögu Meistaradeildarinnar og þess vegna eigum við að fara kokhraustir í úrslitaleikinn, það verður eitthvað.

    2017/18: Salah, Mané & Firmino = 29 goals

    2013/14: Bale, Benzema & Cristiano = 28 goals

    Liverpool’s front three are officially the most prolific trio in Champions League history.

    Þvílikt lið!!!

    YNWA

  25. Mér fannst Liverpool bara hætta að spila sóknarbolta eftir að við skoruðum mark nr. 2 Fórum bara með boltan yfir miðju og fórum svo að sparka á milli til að drepa leikinn og draga niður tempóið. Það virkaði bara nokkuð vel um tíma. En þetta víti þarna í lokin var bara brandari. Eiga menn bara að fara að láta aflima sig hjá Liverpool núna.

  26. Leikskýrslan komin inn. Maður hefur sjaldan verið jafn glaður með að skrifa skýrslu eftir tapleik.

  27. Vantar alveg fáranlega mikið 2 miða á úrslitin. Verður kop.is með ferð eða vitiði hvernig er hægt að nálgast miða? allar upplysingar mjög vel þegnar!

  28. Það áttu að vera amk. tvö víti hvoru megin, áður en þetta grautlina víti var dæmt þarna í lokin. Já, og Karíus átti að fjúka út af.

    Kannski eins gott að hafa ekkert VAR…

  29. Ég hef séð Ronaldo gráta. Það var hræðilegt………….en ég læt mig hafa það einu sinni enn.

  30. Hvað eru menn að tala um að K eigi að fjúka út af .. er þetta ekki gult og víti í dag … ef utan teigs rautt og aukó … kunna menn ekki reglurnar lengur …

  31. Til hamingju kæru stuðningsmenn Liverpool nær og fjær !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
    Ég skora á ykkur sem ekki eruð þegar skráð í Liverpoolklúbbinn á Íslandi, að halda upp á þennan sigur og áfanga með því að skrá ykkur strax í þennan flottasta og stærsta stuðningsmannaklúbb á Íslandi og minni á að klúbburinn á kvartaldarafmæli á næsta ári.

  32. Þetta er bara alveg frábært, komnir til Kiev. Einn sigur í viðbót og við bestir í Evrópu .

  33. Ætla ekki að ofhugsa mig í taugaáfall fyrir leikinn gegn Real. Ætla focusa nuna á bara allt annað en Liverpool til að hreinsa hugann. Svo þegar það fer að styttast i leikinn þá mun ég lifa mig inn í þennan leik eins og að eg sé að spila fyrir þetta dásamlega lið.

  34. getum ekki kvartað.. komnir í frábæra stöðu með liðið í dag, ég hugsa að það verði auðvelt fyrir klopp að finna mannskap í sumar því hver vill ekki vera í liði sem spilar svona fótbolta og er komið alla leið í úrslit meistaradeildar tala ekki um ef við vinnum hana, ég tel allavega burt séð frá hvernig síðasti leikurinn fer þá hefur þetta gríðarlegt aðdráttarafl þegar kemur að því fyrir leikmenn að velja hvort þeir fari til liverpool eða ekki þannig að þetta er allt fara upp á við hjá okkur.

    maður lætur sig dreima um að vinna meistaradeildina, ef það gerist ekki þá verður maður samt sáttur með árángur liðsins á þessum stutta tíma sem klopp hefur haft það, búinn að breita liðinu úr því að vera everton yfir í að vera liverpool aftur 🙂

  35. Frábær frammistaða í þessu einvígi og mun öruggara en tölurnar gefa til kynna – algert fluke sjálfsmark og mjög soft víti í lokin. Til hamingju félagar – ég held að við klárum þetta.

  36. Mér þykir fyndnast að við erum búnir að tryggja Coutinho verðlaunapening í þessari keppni og honum stóð til boða að vera á láni út leiktíðina en vildi það ekki 🙂

  37. Magnaður andskoti.

    Veit einhver hvar er best að næla sér í miða í Kiev?

  38. Missti af leiknum vegna flugs….lets fucking go maður!!!! Vonandi flengir liðið Ronaldo í úrslitaleiknum….get eiginlega ekki ímyndað mér betri andstæðing.

  39. Man ekki svona í fljótu bragði eftir liði sem rann svona auðveldlega og örugglega inn í úrslitaleik meistaradeildarinnar. Búnir að vera bestir hingað til. Það þýðir samt ekki neitt, næsti leikur er það sem allir eiga eftir að muna þegar fram líða stundir. YNWA geggjað!!!

  40. Í síðustu viku var maður svekktur að vinna 5-2 í dag er maður í skýjunum að hafa tapað 4-2…..

  41. Sæl og blessuð!

    Nokkur atriði:

    1. Það er taugatrekkjandi að halda með Liverpool. Flest önnur stórlið hefðu lokað og læst í stöðunni 5-0 á heimavelli og restin hefði verið á sjálfsstýringu – en ekki við.

    2. Við erum með lakari miðju á pappírunum en RM en … lið sem getur unnið MC er til alls líklegt. Miðjan okkar með Henderson og Miller hefur sýnt sig vera ógnvekjandi í þessum stóru leikjum. Gleymum ekki að Miller á flestar stoðsendingar og Henderson getur verið orkuver þegar á reynir.

    3. Vörnin okkar er að sama skapi ólíkindatól. Enn og aftur er ólukkutröllið hann Lovren að dansa í myrkrinu. Það er fullhart að kenna honum um sjálfsmarkið í leiknum en þetta er samt svo dæmigert fyrir karlinn! Þessar hreinsanir, staðsetningar og ákvarðanir oft á tíðum … alveg út úr kortinu. Hann verður að vera allra besta útgáfan af sjálfum sér í maí.

    4. Varamannabekkurinn er náttúrulega algjör brandari. Nú er það ljóst að ekki má skipta út Salah. Jafnvel þótt hann rölti í hægangi seinni hluta leikjarins í gær þá var það rétt ákörðun að halda honum inn á. Solanke gerði á hinn bóginn … ekkert. Óþreyttur og ungur leikmaður sem mætir á sviðið þar sem andstæðingarnir eru nánast úrvinda á líkama og sálu – hann á vera eins og landafjandi að trufla og ónáða vörn og miðju. Því miður nýtti hann ekki tækifærið. Ingsarinn er að sama skapi ekki kominn á það skrið sem hæfir okkar liði. Þegar þriðji miðvörður er settur í liðið undir lok leiks er það nánast alltaf ávísun á að andstæðingar skora. Maður sér ekki að Lallana hoppi fullskapaður upp úr veikindum. Þetta er einn veikasti hlekkurinn hjá okkur – enginn súpersöbb sem kemur inn á og breytir leiknum. Bara í besta falli leikmenn á bekk sem geta hvílt dauðþreytta aðalliðsmenn og vonandi klúðra ekki leiknum!

    5. Chelsea leikurinn skiptir miklu fyrir framhaldið. Sigur eða jafntefli – og við erum pressulausir út leiktíðina. Tap – og það þarf að leggja allt undir gegn Brighton. Vissulega líður nokkuð langur tími á milli þess leikjar og úrslitanna en samt hefði verið gott að vera búinn að vinna sína heimavinnu þegar á hólminn verður komið.

    6. Við erum komin í úrslit CL! það þýðir að blómaskeið liðsins er síður en svo óraunhæfur kostur. Nú má fara kaupa varnarmenn, skipta Mignó út fyrir alvöru markmann og helst góðan slúttara (hversu gaman hefði verið að hafa Dzekó í þessum leikjum þegar þörf var að breyta um leikplan?). Til að liðið verði samkeppnishæft meðal þeirra stóru þarf því miður að þétta raðirnar. Keita mun breyta miklu og auðvitað eru guttarnir árinu eldri á næstu leiktíð. En það er morgunljóst að bekkurinn þarf að vera miklu öflugri og helst hefði ég viljað hafa Lovren þar og fullmyndugan miðvörð við hlið VvD.

    7. Það er gaman að halda með Liverpool og mikið skelfingar ósköp væri það kærkomið að landa stærsta bikarnum sem er í boði í heiminum!

  42. Því lík tilfinning hjá okkur Liverpool-mönnum. Klopp og hans lið eiga heiður skilið að koma okkur loksins á þann stað sem við eigum að vera. Við erum að verða stórveldi aftur.
    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  43. @Siggi 38

    Afsakið rugling hjá mér um spjöldin. Ég hélt bara að það að ræna mann upplögðu marktækifæri inni í vítateig væri rautt.

  44. Getur einhver herna utskyrt fyrir ner nkl hvert hlutverk Buvac er hja lidinu og hvad vid erum ad missa ef hann fer ? Er tetta eittjvad sem mun koma nidur a lidinu ? Einnig mjog skrytid ad felagid segi ekkerr um tetta eda hverjar astædurnar eru.

    Annars er madur bara nu tegar komin med kvidahnut i magann fyrir leiknum vid Real og verd jafnvel daudur ur hjartaáfalli longu fyrir leik bara

  45. @55 Buvac var(er) aðstoðarmaður Klopp númer 1. Hann er taktískur ráðgjafi og er einn aðalhugmyndasmiður að hápressuni. Hann og Klopp takast reglulega á með skoðanaskiptum og hafa þeim oft lent saman en núna hefur þetta farið eitthvað aðeins yfir strikið.

    Buvac var auðvita náinn leikmönum og vinsæll meðal þeira og getur það auðvita haft áhrif þegar hann er ekki lengur til staðar en leikmenn þorfa oft frekar að tjá sig við astoðamann heldur en stjóran sjálfan(þótt að ég held að Klopp sé mjög góður í samkskiptum við sín leikmenn).

    Það er ekkert skrítið að félagið vill ekki tjá sig meira um þetta enda er ekkert meira að segja og myndi auka umfjöllum um þetta mál setja svartan skugga á frábæran tíma í að vera stuðningsmaður Liverpool.

    P.s
    Pælið samt í því hvar þetta lið var síðasta tímabilið áður en Klopp mætti á svæðið(hann kom inn þegar tímabil var hálfnað en var ekkert 2014/15).

    Það lið datt út í riðlakeppni meistaradeildar og svo 16.liða úrslitum Evrópudeildar.
    Það lið endaði í 6.sæti í deildinni 8.stigum frá 4.sætinu
    Það lið reyndar lenti í miklum meiðslum Sturridge missti af stórum hluta og Coutinho var líka meiddur en framlínan með Balloteli, Lambert og Borini var ekki að gera sig þótt að Sterling átti frábært tímabil.

  46. ,,…framlínan með Balloteli, Lambert og Borini”

    … úff ég á eftir að vakna upp með andfælum við tilhugsunina um þessa framlínu.

  47. Þetta er eins og sinfónía í mín eyru:

    The most goals in a single Champions League campaign:

    2017/18, Liverpool: 46
    1999/00, Barcelona: 45
    2013/14, Real Madrid: 41
    2002/03, Man United: 37

    and

    From released by Celtic for being too short, almost quitting football for uni, started his career in the 4th tier in Scotland, proved himself at Dundee United, to yo-to seasons at Hull to playing in a Champions league final for Liverpool.

    Started from the bottom, take a bow Andrew Robertson

    “BuT LiVeRpOoL hAvE PlAyeD eAsy tEaMs”

    Says Chelsea fans that got beaten by Roma

    Says United fans that got beaten by Sevilla

    Says City fans who played US

    Says Arsenal fans who aren’t even in the competition

  48. 56 ja eg vissi ad buvc væri adstodarmadur nuner eitt en Klopp hefur unnid med honum i ein 17bar og hlytur ad heta sinnt tvi sem hann var ad gera eda radid ser einhverm adstodar mann sem er svipadur og Buvac. Einhverjir hafa talad fyir tvi ad henda Gerrard i djobbid en ef held tvi midur ad hann se ekki tilbuinn i tetta djobb strax, held tad væribreyndar flott fyrir hann ad reyna fyrir ser i skotkandi med storlid Rangers

  49. Var að enda við að horfa á ansi sorglegar lokamínútur hjá Salzburg og Marseiles. Salzburg búnir að jafna í 2-2 og knýja fram framlenginu. Þegar að það eru svo 3 mínútur eftir af framlengingunni skýtur leimaður marseiles í eigin leikmann og út af mjög augljóslega en það er dæmt horn sem þeir síðan skora úr. Þannig að það er en og aftur léleg dómgæsla sem ræður úrslitum.

Byrjunarliðið gegn Roma

Podcast – back where we belong