Byrjunarliðið vs. Roma á Anfield!

Dömur mínar og herrar! Ladies and gentlemen! Signore e signori! Púlarar nær og fjær!

Það er komið að risastórri stundu í Mekka menningarfótboltans og höfuðvígi hápressunnar: fyrri leikur undanúrslita í Meistaradeildinni 2018 á Anfield Road í Liverpool.

Í kvöld mætast fjendur með forsögu í sögu Evrópufótboltans. Spagettílappirnar og hormottan hjá Bruce Grobbelaar hræddu líftóruna úr vítaskyttum Roma á Ólympíuleikvanginum í Róma árið 1984 og Michael Owen afgreiddi sama lið á sama stað árið 2001. Báðar herferðir enduðu með evrópskum silfurbikurum í höndum Rauða hersins og við krjúpum á hné og krossleggjum fingur í von um sömu niðurstöðu að þessu sinni (7,9,13).

Herr Klopp hefur stillt sína strengi á rafmagnsgítarnum og þungarokkhljómsveit kvöldsins er skipuð eftirfarandi rauðum rokkhundum:

Bekkurinn: Mignolet, Clyne, Wijnaldum, Klavan, Moreno, Ings, Solanke.

Liverpool stillir upp líkt og flestir gerðu ráð fyrir og eina spurningin var um hvort að Wijnaldum yrði í byrjunarliðinu en Milner og Oxlade-Chamberlain fá það hlutverk að spila við hlið fyrirliðans Henderson. Bakvarðakapallinn er stokkaður og inn koma Robertson og Alexander-Arnold í stað Gomez og Moreno sem áttu dapran síðasta leik.

Liðsuppstilling rómversku gestanna er eftirfarandi:

Nú er innan við ein ögurstund í að ofurleikurinn hefjist. Farið í lukkusokkana, haldið á fjarstýringunni í réttri hendi og náið ykkur í taugastillandi happadrykk að eigin vali. Rúta Roma hefur vonandi komist óskemmd á leiðarenda með skjálfandi Rómverja innanborðs yfir mögnuðum stuðningi Rauða hersins.

Við vitnum í yfir-púlarann og látunsbarkann, Pál Sævar „Röddina“ Guðjónsson og staðfærum:

Þetta er okkar Anfield! Þetta er okkar stund! ÁFRAM LIVERPOOL!

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


75 Comments

 1. 1
  Kilroy was here

  Takk fyrir þetta.

  Takk líka fyrir frábæra upphitun þar sem Einar fór á kostum og klikkti svo út með kórrétt byrjunarlið.

  Ja, nú er gaman.

  (2)
 2. 2

  Verð að segja héðan úr 5.sætaröð í Kop að útsýnið er ekkert frábært fyrir fánum :) Sögulega up for it í kvöld UP THE FUCINGS RED

  (18)
 3. 3
  Addip

  Áfram Liverpool Áfram Einar.
  Vonandi náum við geðveikum hrynjanda í leik okkar. Lof sé Salah, 3-0

  (2)
 4. 4
  Henderson14

  Jess!!

  Metall fyrir allan peninginn!!

  (1)
 5. 5
  Magnum

  Jesús Pétur hvað ég er spenntur…
  Ræð bara ekki við mig. Eina mínútuna er ég drulluhræddur við leikinn og þá aðallega hversu erfitt verður að sigrast á varnarmúr Rómverja og hina mínútuna er ég nokkuð kokhraustur á solid úrslit.
  Minn maður Firmino verður bara að hugsa hratt út fyrir boxið fyrir framan varnarmúrinn.
  YNWA

  (2)
 6. 6
  Hnoðri

  Er einhversstaðar hægt að hlusta á leikinn??

  (0)
 7. 7
  HK

  Einhver snillingur með stream

  (2)
 8. 8
  Dog23

  Við erum ekki að ná að spila okkar bolta

  (2)
 9. 9
  Höddi B

  Vantar pressuna !

  (0)
 10. 10
  Skoppi

  Mane :( ekki aftur þessi mane

  (1)
 11. 11
  Keli

  Vaknaði Mane upp sem Sterling í dag????

  (7)
 12. 12
  Kristján R

  Þetta var af dýrarigerðini :)

  (1)
 13. 13
  RH

  ÞETTA MARK HJÁ SALAH!

  (3)
 14. 14
  einarey

  Takk Salah….Mane svona á gera þetta :)

  (0)
 15. 15
  Kristján Aðal

  Salah!!!!!!
  Balon d’or winner!

  (3)
 16. 16
  Kristján R

  Ættum að vera komnir með væna forystu, en líka búnir að vera hepnir…

  (0)
 17. 17
  Steinar

  Það er bara hreinlega einskær gleði og hamingja að horfa á Salah. Njótum meðan er félagar!

  (5)
 18. 18
  Kristján Aðal

  Gini hefur verið flottur síðan að hann kom inn á.
  Hefði verið geggjað ef Lovren hefði sett hann þarna.

  (3)
 19. 19
  Kristján R

  Þessu Salah :)

  (2)
 20. 20
  RH

  SALAH!!!!!!

  (2)
 21. 21
  svanur egilsson

  link á leikinn

  (0)
 22. 22
  Bjössi

  Millner Maskínan !

  (1)
 23. 23
  Bjössi

  Salah með einhver tussunettustu mörk sem ég hef séð

  (3)
 24. 24
  Kristján Aðal

  Hver er hann? Hvaðan kom hann? Hvert er hann að fara?
  Þessi Salah gæji er að fara hamförum!

  YNWA

  (5)
 25. 25
  Svavar Station

  SALAH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1
  SALAH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1

  (4)
 26. 26
  RH

  Vona að OX hafi ekki meiðst illa eina sem skyggir á þennan fyrri hálfleik,
  Salah stórkostlegur!

  (5)
 27. 27
  Snæþór S Halldórsson

  Kloooooopppp! Maðurinn setur liðið 100.000% rétt upp. Langir boltar, þverhlaup, brjàlað aggressivitet! Stórfenglegur þjálfari.

  (6)
 28. 28
  Halldór

  salah setur 2-3 í víðbót í seinni hálfleik :)

  (0)
 29. 29
  svanur egilsson

  link á leikinn einhver

  (0)
 30. 30
  Helginn

  Er Messi í okkar liði eða hvað!!!!!!!

  (0)
 31. 31
  Sölvi

  Mané er að koma sér í færin þó svo að hann sé að klikka og við erum búnir að vera að drekkja þeim í löngum boltum síðustu 20 mínútur og hvað eru þeir að spá með þessarri háu línu á þessum velli gegn einu hraða counter attack liði Evrópu?

  Svo er það markið hjá Salah,en ég fæ sjaldan gæsahúð yfir mörkum en þetta fyrra marka var svakalegt!!

  (2)
 32. 32
  gettra

  Mikið rosalega virðist Salah vera heill maður.
  Sýndi það með því að fagna ekki óhóflega eftir að skora gegn fyrrverandi klúbb.
  Sýndi það þegar hann fór á Stamford Bridge.
  Sýnir það með stuðning við heimabyggð- og land.
  Ekkert vesen, ekkert um hann í gulu pressunni.
  Ólíkt helstu „hetjum“ annarra klúbba hefur hann ekki sofið hjá mágkonu sinni (svo vitað sé), tekið karatespörk á almúgann eða fótbrotið andstæðinga að ásetning.
  Frábært að hafa svona mann við klúbbinn.

  (19)
 33. 33
 34. 34
 35. 35
  gettra

  Þetta acestream er nánast eins og að vera á vellinum.
  acestream://9b33024f0c0d9781bfce694b83d2e34215d09f95

  (0)
 36. 36
  Banjó

  Það verður langt þangað til næsti stjóri prufar framliggjandi 343 á móti Liverpool

  (1)
 37. 37
  Addip

  Mo Salah
  Mo problems

  (0)
 38. 38
  WinWin

  https://www.reddit.com/r/soccerstreams/
  Soda player
  Chromecast – Apple TV – Eitthvað annað
  Castar beint í sjónvarpið hvaða Ace stream sem er frá Soda player.

  (0)
 39. 39
  RH

  MANÉ!

  (2)
 40. 40
  Keli

  Ég bara verð að fá þetta að láni:

  Liverpool have become the first side in Champions League history to have three different players to score 8+ goals in a single season.

  – Mo Salah
  – Roberto Firmino
  – Sadio Mané

  (5)
 41. 41
  RH

  FIRMINO!!!

  (2)
 42. 42
  Kristján R

  Þetta er svakalegt……. bara ekki fá á okkur mark……. ekki nema skora 6+

  (0)
 43. 43
  RH

  AFTUR FIRIMINO!

  (5)
 44. 44
  Kristján R

  Já :)

  (1)
 45. 45
  jfh

  nuff said

  (0)
 46. 46
  AEG

  Voru menn virkilega að hafa einhverjar áhyggjur af þessum Roma spagettíbossum? :)

  (0)
 47. 47
  Davíð

  #39… Það styttist í þetta ;-)

  (0)
 48. 48
  Keli

  Líka þetta endalaus met sleginn:

  MILNER JUST BROKE THE CHAMPIONS LEAGUE ASSISTS RECORD IN A SEASON WHAT IS GOING ON?!!!!

  (4)
 49. 49
  Börkur

  Klopp, kaup og þolinmæði (þ.e. hjá okkur stuðningsmönnum) erum við komin með Alvöru markmann í Karius?
  Það er farið að líta þannig út…

  (0)
 50. 50
  Höddi B

  FIMM STJÖRNUR ! ! ! ! !

  (1)
 51. 51
  Kristján R

  Nei nei nei……

  (1)
 52. 52
  einarey

  Fucking kæruleysi…..

  (0)
 53. 53
  Kristján R

  Í alvöru :/

  (1)
 54. 54
  RH

  Kom eitthver inná í stað SALAH ?

  (2)
 55. 55
  Kristján R

  Nú nægir 3-0 heima :/

  (1)
 56. 56
  Hjörleifur

  Þvílíkt hrun

  (0)
 57. 57
  Svenni

  Annar leikurinn í röð sem Salah fer útaf og við fáum allavega 2 mörk á okkur. Afhverju má Salah ekki spila heilan leik þetta eru undanúrslit meistaradeildarinnar.

  (4)
 58. 58
  Gunnar

  Þetta er ekki gott

  (0)
 59. 59
  einarey

  Af hverju var Salah fyrsti leikmaður af velli? Tvö mörk og tvær stoðsendingar…..

  (0)
 60. 60
  RH

  SAMA munstur og seinast þegar Salah fer útaf er eins og við séum manni færri!

  (6)
 61. 61
  Kristján Aðal

  Geta bara ekki klárað leiki almennilega búnir að bjóða Roma aftur inn í einvígið. Roma eru á lífi ef þetta fer svona.

  Koma svo rauðir!

  (0)
 62. 62
  Bjarnio

  Ùff 5-2 var ekki verið skàra setja Klavan innà staðinn fyrir Ings og þêtta vörn þegar staðan var 5-0

  (2)
 63. 63
  Sölvi

  Ings hefur ekki bætt neinu við þennan leik…..

  (1)
 64. 64
  ommi

  Ings kom inná dauðþreyttur

  (4)
 65. 65
  einare

  Skrítin tilfinning að vinna 5-2 en vera samt svekktur

  (6)
 66. 66
  Kristján R

  Jæja 3 mörk….. samt eigilega bara tvö…… við erum altaf að fara að skora í Róm.

  (0)
 67. 67

  Hættið að benda á Ings. Hann var reyndar ekkert sérstakur í þessum leik en það er ekki honum að kenna ða Liverpool fékk á sig tvö mörk í restina.. Þessi síðustu mörk hafa með sofanda hátt í vörninni að gera.

  þessi 3 marka forsta þýðir að við þurfum að skora allavega tvö mörk í Róm ef róm nær þriggja marka forskoti.

  Ótrúlega pirrandi – því þessi leikur var á góðri leið að verða fullkominn.

  (4)
 68. 68
  Höddi B

  Veikasti hlekkurinn í vörninni er Lovren, því miður, ekkert með Ings að gera, han komst ekki inní leikinn samt.

  (1)
 69. 69
  RH

  Lærdómur eftir þennan leik ekki slaka á 70′ mín og taka Salah útaf næst takk fyrir!

  (2)
 70. 70
  Höddi B

  Vona að það se í lagi með UXANN ! Það er nr 1,2 og 3

  (3)
 71. 71
  Sæmi

  Halló ætlið þið að kenna Ings um þetta?

  (0)
 72. 72
  Halldór

  tek undir þetta.. um leið og salah fer útaf er eins og við séum manni færri.

  (0)
 73. 73
  Andri Hrannar

  Já það er galið að kenna Ings um þetta.. hann var ekki einu sinni með!

  En djöfull verður gaman ef við nælum okkur í annan Virgil, guttarnir í wing back eru góðir og verða bara betri. Keita kemur á miðjuna og ég er hræddur um að okkur vanti eins og einn eða tvo markverði …. og þá maður lifandi !

  (0)
 74. 74
  sinni

  Bara mjóg fín úrslit. Ekki annað hægt en að gleðjast yfir spilamennsku Liverpool í meistaradeildinni í ár.

  Liðsmörk skoruð.
  Liverpool: 38
  Psg: 29
  R. Madrid: 26
  Bayern: 23
  Roma: 17

  Erum svo lang hættulegasta sóknarliðið að Roma hlýtur að hafa það í huga að pjúra sóknarbolti er ekki að fara gefa þeim neitt í næsta leik.

  Skemmtilegar staðreyndir eins og staðan er akkúrat núna.

  Milner setti met, 9 stk stðsendingar og hefur 1-2 leiki til að bæta það.
  Bobby Firminho er með 10 mörk og 7 stoðsendingar í 11 leikjum. Glórulaust. Þeir félagar deild tvem efstu sætunum í stoðsendingum.
  Mo Salah er með 10 mörk og 4 stoðsendingar í 11 leikjum sem er frábært.
  Salah og Bobby eru í 2-3 sæti yfir mörk skoruð. Ronaldo auðvitað langefstur.

  Erum búnir að spila svo langt fram úr mínum væntingum í meistaradeildinni að ég á ekki orð. Flestir sjá ekki Liverpool tapa þarna í ár og meira segja United vinir manns eru farnir að setja pening á að Liverpool taki þetta. Sýnir bara hversu mikið flow er með okkur.

  Við förum áfram hvort sem það er eftir tap eða jafntefli. Höfum ekki áhyggjur af þessum tvem mörkum í restinna.

  (1)
 75. 75