Liverpool 3-0 Bournemouth.

Mörkin

Sadio Mané ‘7

Mohamed Salah ‘ 69

Roberto Firmino ‘ 90

 

Leikurinn

Liverpool unnu nokkuð léttan og þægilegan sigur í dag þegar lærisveinar Eddie Howe mættu á Anfield. Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 3. mínútu gáfu þeir tóninn þegar Trent Alexander átti frábæra sendingu innfyrir á Salah en hann klikkaði í dauðafæri. Nánast í næstu sókn slapp Mané næstum í gegn en náði ekki að gera sér mat úr því. En á 7. mínútu kom fyrsta mark leiksins og eina mark fyrri hálfleiks þegar Henderson átti virkilega góða sendingu inn fyrir vörnina á Mané sem var einn á auðum sjó og náði skallanum sem Begovic varði en missti boltann frá sér og Mané var eldsnöggur að átta sig og þrumaði boltanum auðveldlega í markið 1-0.  Sautjánda mark Mané í vetur og það tíunda í deildinni.  Eftir þetta róaðist leikurinn töluvert en fór nánast allur fram á vallarhelmingi Bournemouth. Bournemouth fengu engan frið á boltanum á meðan Liverpool fengu nokkur hálffæri. Bestu færi Liverpool eftir þetta í fyrri hálfleik voru annars vegar þegar Mané  átti magnaða sendingu innfyrir á Salah sem klikkaði aldrei þessu vant á fyrstu snertingu og ekkert varð úr þessu færi, en þetta hefði orðið geggjað mark, og hinsvegar skallaði Robertson fyrir markið en aðeins of hátt fyrir Mané sem náði ekki til knattarins. Fyrri hálfleik lauk því með 1-0 forystu Liverpool sem hefði átt að vera mun meiri enda 10-1 í marktilraunum og er maður aldrei í rónni með aðeins eitt mark í forskot. Henderson var besti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik þar sem hann át miðjuna, var virkilega yfirvegaður og átti margar frábærar sendingar. Chamberlain, Robertson og Mané áttu líka mjög góðan hálfleik. Liðið allt var bara rock solid svo við slettum smá en það vantaði aðeins meiri greddu til að ná inn öðru markinu.

Seinni hálfleikur fór nokkuð varlega af stað. Áfram héldu Liverpool boltanum og stjórnuðu leiknum frá A til Ö. Það fyrsta markverða sem gerðist í seinni hálfleik gerðist á 56′ mínútu þegar Dijk negldi boltanum af einhverjum 35 metrum en yfir fór boltinn. Ágætis tilraun og ljóst að hann má alveg skjóta meira enda með þvílíkar sleggjur. Á 62′ mínútu átti Trent Alexander frábæran sprett upp allan völlinn og fann Salah sem reyndi máttlaust skot en hefði getað gefið hann aftur á Trent sem hóf sóknina. Á 67′ mínútu ýtti Ake aðeins í bakið á Salah sem vildi víti eins og Herra Klopp en dómarinn dæmdi ekki. Alls ekki ósvipað og Lovren atvikið gegn Everton fyrr í vetur sem við vorum virkilega ósátt við enda verulega soft en það er samt alveg kominn tími á að enskir dómarar velji sér línu til að dæma eftir og dæmi eins. Á 69′ mínútu kom svo mark leiksins. Trent Alexander átti stórkostlega sendingu innfyrir á Salah sem slúttaði eins og kóngurinn sem hann er og skallaði yfir Begovic í markinu, flikkaði honum í bláhornið, algjörlega geggjað mark 2-0 og Salah kominn með 30 mörk í deildinni og 40 alls. Fleiri færi litu dagsins ljós, Mané átti skot framhjá og Firmino slapp einn í gegn en reyndi máttlaust skot sem var auðvelt fyrir begovic að verja. Bournemouth vöknuðu aðeins til lífsins á 82′ mínútu og áttu nokkur hálffæri ásamt fyrsta skoti sínu á rammann sem Karius varði vel en þessi ákefð þeirra Bournemouth manna varði stutt og var aldrei nein alvöru ógn. Á 90′ mínútu kláruðu Liverpool leikinn með pompi og prakt þegar Firmino skoraði fallegt mark eftir stoðsendingu Chamberlain 3-0 og leikurinn búinn. Lovren fór eitthvað lemstraður útaf í lokin en við krossleggjum fingur og vonum að það sé ekki neitt neitt, við megum bara alls ekki við því á þessum tímapunkti að hann verði eitthvað frá.

 

Bestu menn Liverpool

Það voru allir góðir í dag og skiluðu sínu. Henderson var bestur á vellinum í fyrri hálfleik að mínu mati en miðjan var heilt yfir mjög góð og örugg í öllum sínum aðgerðum. Vörnin var að sama skapi skotheld og hin heilaga þrenning skoruðu allir í dag en þurftu fannst mér aldrei að setja í fimmta gír. Ég gef Trent Alexander nafnbótina maður leiksins að þessu sinni. Það sem drengurinn hefur verið að spila vel undanfarið er unun að horfa á og hann var frábær allan leikinn í dag ásamt þessari mögnuðu sendingu á Salah í marki tvö. Að eiga uppalinn svona góðan dreng er gulls ígildi, gæinn er 19 ára við skulum ekki gleyma því. Ég hefði líka getað nefnt Chamberlain sem var frábær í dag.

 

Umræðan

Það voru svosem engin sérstök atvik sem þarf sérstaklega að ræða eftir þennan leik nema hvað þetta virkaði svakalega auðvelt eitthvað. Ég bjóst við sterkara Bournemouth liði í dag en okkar menn yfirspiluðu þá á öllum sviðum fótboltans. Áfram er Salah eðlilega í umræðunni enda nú kominn með 40 mörk í öllum keppnum og er aðeins þriðji leikmaður Liverpool sem tekst að komast í 40 mörkin. Hinir eru Rush 47 mörk og Hunt 42 mörk. Við eigum enn eftir að minnsta kosti sex leiki eftir og vonandi sjö og gæti Salah vel slegið hið magnaða met Ian Rush. Hin heilaga þrenning Salah, Mané og Firmino eru nú  komnir með 82 mörk samanlagt í öllum keppnum og Mané var með marki sínu í dag markahæsti Senegali ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 44 mörk. Það er svo gaman að vera Púllari í dag og við skulum njóta þess í botn. Liðið virkar með sjálfstraust uppá 100 og fátt sem maður er hræddur við nema þá helst ef Lovren ætlar að fara detta í einhver meiðsli núna. Ef við höldum Can ásamt því að fá inn Keita og heimsklassa miðvörð ásamt heimsklassa sóknarþenkjandi leikmanni verður þetta lið svo gott að maður fær sæluhroll við tilhugsunina. Einhverjir vilja kaupa markmann á metupphæðir en eins og staðan er í dag finnst mér það algjör óþarfi eins og Karius er að spila.

 

Næsta verkefni

Leikmenn fá vikuhvíld áður en þeir heimsækja botnlið West Brom um næstu helgi og geta farið langt með að tryggja meistaradeildarsæti með sigri þar. Þar á eftir eru svo undanúrslitin gegn Roma en við komum að þeim leik síðar.

Þangað til næst YNWA!!!

 

 

 

53 Comments

  1. Salah 3 leikmaður Liverpool frá upphafi til að skora 40+ mörk á tímabili í öllum keppnum!

    Erfitt að velja mann leiksins eftir þetta voru allir góðir ætla samt að velja Ox fannst hann vera sturlaður í þessum leik.

  2. Storkostlegt lid sem vid eigum, thad er sko alveg a hreinu og hvad er hægt ad segja um Mo Salah? Leikmadur arsins, takk fyrir!

  3. Trent Alexander-Arnold er minn maður leiksins!

    Strákurinn stækkar um eitt skónúmer í hverjum leik 🙂

  4. Flottur leikur hjá strákunum í dag .

    Liðið stjórnaði þessum leik mjög auðveldlega þangað til að staðan var 2-0 þá fóru menn að vera gráðugir og hættu að halda bolta og ætluðu að skora nokkur í viðbót. Sú hugsun er góð en það bitnaði á varnarleiknum og fengu gestirnir 2-3 dauðafæri til að skora sem hefði gefið þeim smá von.
    Annars var þetta mjög fagmanleg framistaða og áttu flestir bara góðan dag. Henderson fannst mér samt maður leiksins í dag og er hann einfaldlega kominn á þann stað að þegar hann er ekki með þá söknum við hans í liðið því að hann er aðaleiðtogi liðsins ásamt kannski Dijk.

    Núna vonar maður bara að Lovren sé ekki alvarlega meiddur en honum var skipt af velli og að Djik sem góður en hann haltraði aðeins undir lokinn.

    Með þessum sigri erum við komnir með 70 stig í 34 leikjum sem er mjög góður árangur og vantar okkur aðeins 6 stig í viðbót(ef Chelsea vinnur rest og í því er sigur gegn okkur) til að gulltryggja meistaradeildarsæti og tel ég að þau munu koma og verða fleiri en 6 þegar upp er staðið.

    YNWA –

  5. Virkilega fagmannleg frammistaða hjá þessu frábæra knattspyrnuliði okkar.

    Arnold var enn á ný með solid leik og Salah er bara geimvera.

    Svo var Wijnaldum með 100% pass rate!!

  6. VWD skallarnir allir, langt í burtu eða á samherja. come on himnasending. Leikurinn heilt yfir þræl góður, ekki sakaði að maskínan skoraði. Djö. eigum við orðið solid lið.

    YNWA

  7. Thoroughly disappointed that Salah didn’t celebrate his goal by pulling off his shirt to reveal a Harry Kane shirt underneath.

  8. Ótrúlega góðir…Uxi frábær…Salah ruglað góður og Trent magnaður…frábær frammistaða hjá öllum….

  9. Virkilega flott frammistaða hjá öllum. TAA, Ox, og Lovren voru allir frábærir. Vona bara að Lovren sé ekki meiddur.

  10. Mikið rosalega er þetta orðið skemmtilegt og stöðugt lið, vörnin orðin mjög öflug með Robbo, Van Dijk, Lovren og Arnold og Karius í markinu er að stíga gríðarlega vel upp.
    Er einhver sem getur tekið til metin sem að Salah er búinn að slá þetta tímabil og hvaða met hann getur slegið. Þvílíkt tímabil sem drengurinn er að eiga.

  11. Jesús Kristur hvað það er gaman að horfa á fótboltaleiki með þessu liði!!! Það er ekki til skemmntilegra lið í heiminum í dag!! Við erum ofdekruð! Til hamingju öll!

    YNWA

  12. A T H tvö síðustu mörk Kane er í raun bara fráköst sem fær mann til að halda að þeir skrifi mark maradonn gegn einglandi árið 96 á hm á hann lika, eg er að tala um mark guðs, sem er enkennilegt vegna þess að Fowler spilað þann leik ekki.

  13. Ox var algerlega frábær. TAA geggjaður. Top 3 fá headlines. Vörnin solid. Hendo og Winjaldum falla í skuggann þrátt fyrir flottan leik.
    Við erum ofdekruð. Æði.
    YNWA

  14. Algerlega frábær úrslit og liðið rock solid í dag. Sammála að Henderson og Trent Arnold voru bestir í frábæru liði.

    Aðalhrósið fær samt okkar frábæri Klopp fyrir að ná leikmönnum niður á jörðina eftir afrekið á móti City. Það var ekkert sjálfgefið og ég var talsvert stressaður fyrir þennan leik.

    Þurfum 5 stig í siðustu 4 leikjum okkar og þá er meistaradeildarsætið geirneglt.

  15. Frábær sigur og enn sjá leikmenn Liverpool um að halda uppi fjörinu. Ekkert tap á heimavelli í deildinni í vetur og reyndar ekki síðan 23. apríl sl vetur gegn Crystal Palace. Næsti heimaleikur er að ég held 28. apríl svo það er öruggt að liðið verður taplaust amk í 1 ár í deildinni á heimavelli. Reyndar er eina tapið á heimavelli í vetur gegn WBA, af öllum liðum, í FA bikarnum. Svekkjandi, ef sá leikur hefði ekki tapast hefði verið hægt að ná ansi góðu tímabili á heimavelli.

  16. Við þurfum ekki að kaupa mikið fyrir næsta tímabil. Ef Can verður áfram og við styrkjum vörnina enn frekar með De Vrij og kaupum svo Wilfred Zaha sem myndi smell passa inn í liðið ásamt komu Keita að þá verðum við meistarat á næsta tímabili ekki spurning.
    En mikið svakalega er ég að fíla Ox það sem hann er hefur stigið upp er alveg stórkostlegt.

  17. Uxinn er rosalegur, að hugsa sér að arsenal vildi ekki halda honum 🙂 TAA og Uxinn menn leiksins. Þvílíkt lið, og við verðum bara betri 🙂

  18. erum með frábært lið.

    fá einn góðann holding midfielder í sumar og annann eins og vvd við hliðina á honum þá held ég að liverpool sé kominn með lið til að keppast um dolluna.

  19. Frábært að sjá liðið halda dampi leik eftir leik. Held alltaf að skitan komi næst, en þvílíkur stöðugleiki á spilamennskuni.
    Næsti leikur er örugglega einn sá erfiðasti fyrir liðið.að undirbúa sig því wba spila alltaf eins og heimsmeistarar á móti okkur. Sætti mig við 0-1 sigur í spennuleik?

  20. Er sammála um það að það þarf litla styrkingu á liðið en það þarf nokkra til að liðið geti barist um alla titlanna en er sammála flestum hér um hvaða stöður en ég væri líka til í framherja og stöður sém þarf að styrkja en ég held að við munum líka selja nokkra eins og ings mun kannski fara á lánn vonandi til burnley því hann þekkir þjálfarn þar svo helld ég að moreno fari og ábiglega fleiri.

  21. Frábært! Og flott leikskýrsla.
    En ….”…… og Firmino slapp einn í gegn en reyndi máttlaust skot”
    Dj vildi ég að hann hefði frekar reynt hörkuskot ! 🙂

  22. Þessi sending hjá TAA var gjörsamlega sturluð. Sendingin í byrjun leiks líka frábær. Djöfull er hann búinn að vera góður í síðustu leikjum!

  23. Sjaldan ef þá nokkurntímann verið jafn rólegur fyrir og yfir leik. Takk Klopp. Það má líka njóta án þess að naga neglur 😉

  24. Eitt í sambandi við TAA, hann er líka að detta inn í að taka aukaspyrnur fyrir liðið. Nokkuð gott af 19 ára, það verður gaman að fylgjast með því hvernig það þróast hjá honum. Hornspyrnurnar hans eru líka að koma vel út.

  25. Sælir félagar

    Takk fyrir skýrsluna Eiríkur hún er fín og ekki miklu við hana að bæta. Firmino er minn maður leiksins eins og nánast alltaf, sá maður er einfaldlega svo góður að við erum hætt að taka eftir því. Annars bíð ég eftir að sjá dóminn í Eriksen/Kane málinu sem er verið að dæma í núna í hádeginu. Miklar líkur eru taldar á að Kane fái markið dæmt á sig.

    Það er nú þannig

    YNWA

  26. Ekki veit ég hversu seinn þú ert að fatta SSteinn, en er ekki löngu komin lokaákvörðun, Kane fær markið, eins kolvitlaust og það er. En snillingurinn er ekkert búinn, hann bara raðar inn mörkum óháð öðrum ákvörðunum.

    YNWA

  27. Biðst forláts Sigkarl, hafi ég haft uppi óæskileg orð, ég er reyndar furious yfir því að Kane hafi fengið markið dæmt á sig, þetta er hneyklsli!!!!!!

    YNWA

  28. Benitez vinur minn að gulltryggja áframhaldandi veru Newcastle í deildinni með sigri á Arsenal. Hversu fyndið væri það ef Newcastle þyndi nú enda leiktíðina ofar en grannar okkar í Everton. Newcastle er stigi á eftir þeim og á leik til góða.

  29. Takk fyrir fjörlega umræður hér á síðunni. Hvernig er staðan á meiðslalistanum, akkúrat núna þegar lokatörnin er framundan, Clyne, Lovren ofl? Dálítið mikilvægt að menn haldist heilir m.a. til að hægt sé að keyra á fullu í gegnum deildina án þess að það komi niður á þessum þremur leikjum sem eftir eru í CL.

  30. Sælir félagar og sérstaklega Jónas Snorrason.

    Jónas minn ég er auðvitað að fíflast með markið í gær sem Eriksen skoraði. Markið sem hann skoraði um daginn vældi Kane út úr honum. Það virðist dónmur hafa fallið í dag og ekki Kane í vil. Blessuð manneskjan. Hinsvegar skil ég vel að þú sért ekki sáttur við niðurstöðu fyrra dómsmálsins Erksen v Kane enda er sá dómur í besta falli hlægilegur og versta falli hneyksli

    Það er nú þannig

  31. ManUtd náðu ekki að halda hreinu á heimavelli gegn botnliðinu, við söxum á þá…

  32. 1 stig í annað sætið.
    Verð að viðurkenna bjóst ekki við því að utd myndi tapa þessum leik.

  33. hef alltaf verið á því að við lendum í 2 sæti þó það sé algjört auka þegar við lyftum CL dolluni

  34. Í janúar-febrúar voru menn á þessari síðu í kommentunum að heimta að Klopp yrði rekinn og Rafa myndi taka við. Þetta gerðist bara í alvörunni en ég væri til í að heyra hljóðið í þessum ágætu mönnum núna og vita hvernig þeirra afstaða sé þessa daganna.

    Annað var það ekki.

    YNWA

  35. Hæ.

    Þaddna… manhú tapaði heima á móti botnliðinu í dag og arsenal tapaði á móti Benitez.

    I love this game.

    Kveðja frá Noregi.

  36. Mér finnst eiginlega jafn gaman að horfa á LFC vinna leiki eins og mu tapa leikjum. Eru einhverjir fleiri svona eða er ég eitthvað skrýtinn?

  37. Nr. 41 þú ert stórskrítinn, en huggaðu þig við það, að bara í augum manu fólks, hjá okkur ertu eins eðlilegur og hugsast getur!!!!

    YNWA

  38. Sammála Sigkarl, komi sennilega til með að virka öfugt á Kane, enda fór þetta öfugt ofaní hann í öllum sklyningi.

    YNWA

  39. Man Utd þeir unnu bara Man city um síðustu helgi! Isssss það er ekkert Einar frændi minn hann heldur með Liverpool og þeir unnu Man City þrisvar sinnum! 🙂

  40. Það er unun að horfa á Liverpool spila fótbolta. Gerið þið ykkur grein fyrir, kæru vinir, hvað Liverpool er að gera fyrir heiminn. Strákarnir njóta þess að spila fótbolta saman og það er bara gleði í búðum Liverpool. Kloop er alveg sama hvað trúarbrögð menn ástunda bara ef þeir kunna að sparka í tuðru. þeirsanna það að það geta allir lifað í friði og gleði þrátt fyrir ólík trúarbrögð. Kloop kaupir bara menn sem eru með rétta hugarfarið, enda held ég að hann mundi aldrei kaupa mann eins og Pogba.
    Ég held að þessi gleði smiti út frá sér í Evrópu, með þeim góðu afleiðingum að hriðjuverk hafa ekki orðið í nokkra mánuði. Þetta eru stór orð en liðið þið hugan að þeim.

  41. átti að vera.
    Þetta eru stór orð en leiðið hugan að þeim.

  42. Við eigum skilið að lenda í öðru sæti. United væri í fimmta sæti eða neðar ef ekki væri fyrir De Gea.

  43. Spilamennska bæði Liverpool og Tottenham ætti að verðskulda 2. sæti í vetur og vissulega væri United neðar með verri markmann, Liverpool í vetur er ágætt dæmi um hvað bæting í þessari stöðu getur gert. Samt aðeins furðulegt argument enda markmenn alveg partur af liðinu. Liverpool væri í veseni án Mo Salah t.a.m.

  44. Það fer að verða erfitt að kaupa leikmenn í liðið, það þarf jú að lofa þeim einhverjum spiltíma. Mane – Firmino – Salah nánast ósnertanlegir. Keita og Ox verða lykilmenn á miðjunni. Henderson, Milner, Wijnaldum splitta afturliggjandi með sér. Lallana snýr aftur einhvern tímann. Vörnin búin að spila vel Robertson, Lovren, Matip, Van Dijk, TAA, Gomez. Karius orðinn markmaður nr. 1

  45. #45
    Ertu að tala um Einar Matthías þá? 🙂

    Annars er það að spila flottan og skemmtilegan fótbolta og safna stigum tvennt ólíkt.
    Því miður kann móri upp á hár að safna stigum og liverpool þarf bara að klára fleiri leiki næsta tímabil og það mikið… 2 sætið er ekkert sem við þurfum að grenja eða þetta manutd lið…
    Liverpool þarf að ná man city.. ..og 1 sætinu… það er vinnan fyrir næsta tímabil

  46. 50#
    Einmitt það sem ég hef verið að velta fyrir mér. Sóknarmenn sjá ekkert endilega fyrir sér mikinn spilatíma hjá LFC.
    Að hugsa sér að kantmaður sé kominn með 40 mörk í miðjum apríl! Það er ótrúleg staðreynd, auk þess er hann ekki vítaskytta hjá okkur, sem skiptir engu máli því við fáum aldrei víti! Alveg eins brotið á Salah á móti bournemouth og þegar Lovren fékk vítið á sig á móti neverton. Nákvæmlega eins dæmi.
    Yndisleg helgi að baki. Enginn manju/arsenal/spurs-menn vildu ræða fótbolta við mig í vinnunni í dag. Hvorki nemendur né vinnufélagar… jú einn og hann er sýrlenskur og elskar Salah, vegna trúarinnar.
    Allez Allez Allez!

  47. Mér finnst óendanlega fyndið að manutd. vann city fyrir viku síðan og kom í veg fyrir að þeir yrðu meistarar – svo töpuðu manutd. heima fyrir neðsta liðinu (WBA) sem olli því að city urðu meistarar.

Liðið gegn Bournemouth.

Opinn þráður – Meistaradeildar Quiz