Podcast – Man City afgreitt / Miðar á leiki

Ekki flókin dagskrá í dag, Liverpool er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 10 ára bið, Man City afgreitt 5-1 samanlagt. Djöfull er þetta gaman.
Kop.is er með möguleika á miðum á heimaleikinn í undanúrslitum sem og aðra heimaleiki Liverpool. Meira um það neðst í þessari færslu.

Kafli 1: 00:00 – “We have to change from doubters to believers. Now.” – Tékk
Kafli 2: 10:15 – Umræður stóru atriðin í leiknum
Kafli 3: 23:00 – Lífshættuleg fagnaðarlæti í seinni hálfleik
Kafli 4: 32:10 – Menn eivígisins
Kafli 5: 46:50 – Undanúrslit, tilhlökkun fyrir föstudeginum
Kafli 6: 58:15 – Deildin, Everton, Kane og Bournemouth næst

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Sveinn Waage

MP3: Þáttur 189


Hótel og Miðar á leiki á Anfield

Við á Kop.is erum ákaflega stoltir af því að geta sagt frá því að við höfum samið við aðila frá Noregi um milligöngu um miða á Anfield. Framboðið hjá þeim er talsvert og bjóða þeir upp á miða og hótel í kringum leikina. Stóri kosturinn við þetta allt saman er að þetta eru svokallaðir Hospitality miðar og eru official miðar frá Liverpool Football Club. Ekkert svartamarkaðsbrask og leynimakk heldur allt upp á borðum og í samvinnu við félagið okkar. Hótelin sem í boði eru, eru líka fínustu hótel með góðum staðsetningum.

Síðan sem þeir eru með og hægt er að bóka miðana í gegnum, er á norsku, en það er einfalt mál í tölvu að láta standard translate á síðuna sem slíka (kunni menn ekki Norsku) og kemur sú þýðing bara fínt út. Til að bóka hjá þessum aðilum þá þurfa menn að setja inn Discount Code (Rabattkode) og að auki fá menn þar með sérstakan Kop.is afslátt. Kóðinn sem menn þurfa að nota er kopis (allt litlir stafir). Þessir aðilar eru traustir og eru nú þegar byrjaðir að bjóða til sölu miða á undanúrslitin í Meistaradeildinni, þrátt fyrir að mótherjar séu ekki vitaðir eða dagsetning á leiknum. Hér að neðan er einmitt linkur á þann leik, muna bara að nota kopis sem kóða:

https://norwegiansportstravel.no/butikk/champions-league

8 Comments

  1. Takk fyrir þetta. Mér finnst eins og fleirum rosalega erfitt að gera upp á milli manna í þessu einvígi. Allir voru að spila vel, Salah fær einhverjar fyrirsagnir en ekki endilega af því að hann var svo afgerandi bestur heldur frekar þetta áframhaldandi markaskor hjá manninum sem er hreint út sagt ótrúlegt. Er hann ekki kominn í sæti nr 4 í sögu félagsins á einu tímabili.
    Ian Rush 47 mörk 1983-84
    Roger Hunt 42 mörk 1961-62
    Ian Rush 40 mörk 1986-87
    Mo Salah 39 mörk 2017-18
    Roger Hunt 37 mörk 1964-65
    Mér er nákvæmlega sama hverjum við mætum í undanúrslitum. Allt góð lið og er ekkert viss um að t.d. Roma henti okkur betur en RM. Liverpool er Evrópukeppnislið eins og sagan hefur margoft sýnt okkur. Á þessari öld hefur liðið komist 10 sinnum í 8 liða úrslit, 7 sinnum í 4 liða og 4 sinnum í úrslitaleiki í þessum tveimur keppnum. Af þeim ensku hefur MU líka komist 4 sinnum í úrslit og Chelsea í þrígang , MC aldrei og Arsenal einu sinni. Þarf nokkuð að segja meira.

  2. Takk fyrir Podcastið, loksins gat maður leitt hugann að einhverju öðru, en því miður entinst það bara í 1:13:53 🙂

    Ég segi eins og #1, þegar keppnin er komin á þetta stig þá á ekki að skipta máli hvaða liði við lendum á móti, eina kannski er hve RM er orðið vant því að vera í þessari stöðu, meistarar 2014, 2016 og 2017. En ef Ramos fær bann þá sýndi það sig í gær að þeir eru brothættir.

    Annars, hvaða tveimur keppnum ertu að tala um #1 og hvaða öld? Svo held ég að eitthvað hafi skolast til hjá þér varðandi úrslita leiki hjá MU og Chelsea?

    Allavega verð ég ekkert leiður á að sýna þessa töflu, því staðreyndir tala sínu máli og verða aldrei teknar frá okkur:

    https://imgur.com/gallery/ZS9U2

    In Klopp we trust!

  3. Flott potcast, eiginlega bráðnauðsynlegur hluti af tilveruni. Æi það skiptir engu máli hverja við fáum í final 4, eiginlega vil ég ekki Roma, bara vegna þess að okkar maður er svo nýkominn þaðan, held hann hafi ennþá tilfinningar gagnvart þeim, þær hverfa.

    YNWA

  4. Líðverpool ég segi reyndar í punktunum að þetta sé á þessari öld. Evrópukeppnirnar eru tvær sem ég tala um, Evrópudeildin og Meistaradeildin (CL ). MU fór í úrslit 2017 í Evrópudeildinni og vann. Fór í úrslit í CL 2011, 2009 og 2008 og vann leikinn við Chelsea 2008. Chelsea vann svo sitthvora keppnina 2011 og 2012. Semsé 4 úrslitaleikir hjá MU og 3 hjá Chelsea og tveir sigrar hjá þeim báðum.

  5. Sorry hþ, hárrétt hjá þér, það skolaðist eitthvað til hjá mér

Manchester City 1 – Liverpool 2

Bournemouth á laugardaginn