Manchester City 1 – Liverpool 2

1-0 Gabríel Jesus 2′

1-1 Mo Salah 56′
1-2 Roberto Firmino 77′

Leikurinn

Þetta tókst og Liverpool er komið í undanúrslit Meistaradeildar í fyrsta sinn í tíu ár! Leikurinn byrjaði jafn illa og hægt væri að óska sér þar sem brotið var á Van Dijk sem lyfti upp hendi að biðja um aukaspyrnu meðan Sterling stal af honum boltanum og var þá allt opið fyrir City menn og skoraði Gabriel Jesus eftir aðeins tveggja mínútna leik. Við tók einn erfiðasti hálfleikur sem ég hef horft á í langan tíma. City menn settu upp stöðvar fyrir utan vítateig Liverpool og stýrðu leiknum algjörlega en gekk þó illa að koma sér í góð færi. Það var augljóst til að byrja með að Liverpool eru ekki vanir því að liggja svona tilbaka og gekk illa að elta City menn og enn verr þegar boltinn loks barst til okkar manna að halda honum. Eftir hálftíma leik vildu City menn fá víti þegar boltinn fór í hendina á Milner en það var lítið til í því enda hendinn við síðu og hélt leikurinn því áfram. Eitthvað var loftið létt í leikmönnum City í kvöld sem féllu oft við minnstu, ef einhverja, snertingu og í kjölfarið féll Sterling tvisvar við í teig Liverpool en réttilega ekkert dæmt. Það var Alex Oxlade-Chamberlain sem átti fyrsta tækifæri Liverpool í leiknum þegar hann átti fínt skot undan af velli en það var auðvelt fyrir Ederson í marki City. Á 40. mínútu átti Bernardo Silva skot í stöng og rúmri mínútu síðar skoraði Sané annað mark City en það var dæmt af vegna rangstöðu. Sané var vissulega rangstæður en boltinn barst til hans eftir að Karius kýldi boltan í Milner þaðan sem hann kom til Sané og markið hefði því átt að standa. Við fögnum því hinsvegar bara fyrra markið átti líklega ekki að standa og hlutirnir féllu þarna með okkur. Rétt fyrir hlé átti Liverpool loks góðan sprett þegar Firmino og Salah spiluðu sig fallega í gegnum vörn City komu boltanum á Chamberlain sem skaut yfir í þröngu færi. Svo var loks flautað til hálfleiks og hjartað var komið í buxurnar eftir stanslausa pressu City manna. City menn umkringdu dómaran þegar flautað var til hálfleiks, brjálaðir útaf markinu sem Sané fékk ekki, en skilaði það aðeins því að Guardiola fékk að horfa á seinni hálfleik úr stúkunni.

1-0 fyrir City í hálfleik

Pressa þeirra kostaði þó sitt og náðu Liverpool að hæga vel á leiknum. Á 56. mínútu skaust Mané framhjá Laporte og Fernandinho en náði ekki að halda jafnvægi og virtist vera að færið væri að fara í sandinn þegar Ederson náði að pota í boltan en Mo Salah var mættur til að taka við boltanum og vippaði yfir Otamendi sem reyndi að renna sér í boltan og staðan 1-1 og þungu fargi lyft af Liverpool. City menn hefðu þarna þurft að skora fjögur til að komast áfram og virtist mikill vindur fara úr þeim. Aguero kom inn á á 66. mínútu og hann komst strax inn í leikinn og átti fínt skot hálfri mínútu eftir að hann kom inn á völlinn. Það var svo á 77. mínútu þegar Firmino pressaði á Otamendi sem missti boltan og Firmino tók stefnuna beint á markið og setti boltan framhjá Ederson í markinu 2-1 og verkinu lokið – Game over!

Bestu menn Liverpool í dag var hreinlega liðsheildin að standa af sér pressuna í fyrri hálfleik og koma tilbaka og sigra, ekki bara einvígið heldur leikinn. Sadio Mané var mjög öflugur bæði í pressunni og sem outlet til að koma boltanum aðeins af vörninni. Mo Salah er nátturulega unaðslegur leikmaður og skoraði markið sem létti pressunni lítið hægt að segja um hann sem hefur ekki verið sagt. Trent átti í vandræðum með Sané til að byrja með en óx aðeins inn í leikinn þegar hann fékk meiri hjálp, sérstaklega þegar Mané var kominn yfir hægra meginn, leit út fyrir að geta verið mikið vandamál fyrir okkur í leiknum en minnkaði þegar á leið. Milner og Wijnaldum áttu í vandræðum í fyrri hálfleik enda undirmannaðir gegn miðju City en leystu ágætlega úr því. Hafsentarnir Van Dijk og Lovren voru undir mestri pressu og fyrir utan að ég hefði viljað sjá Van Dijk bara losa boltan áður en hann fór að heimta aukaspyrnu í marki City var ekki yfir neinu að kvarta og ég vel Dejan Lovren sem minn mann leiksins.

Umræðan

Klopp vann ákveðinn taktískan sigur. Hjálparvörnin frá Mané eftir að kantmennirnir skipta um kant Salah á réttum stað til að skora eftir að hann og Firmino skipta um leikstöður. Það hefur oft verið rætt hversu fluid þessi sóknarlína er en sjaldan hefur hún flotið jafnmikið og í dag. Liðið átti erfitt með að liggja en óx í það hlutverk og að lokum hrundi City liðið. Einnig er liðið loks komið í lokaumferðir Meistaradeildarinnar eftir alltof, alltof langan tíma og hafa oft verið alltof, alltof langt frá því. Klopp er nú búinn að vera með liðið í tvö og hálft ár og þvílík hamskipti sem hafa verið á þessu liði síðan hann tók við!

Það verður partý í Liverpool borg í kvöld og það verður gaman í hádeginu á föstudaginn þegar Liverpool verður eina enska liðið í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Meistaradeildar.

87 Comments

  1. 5 – 1 samtals gegn einu besta liði heims um þessar mundir – Verð með kassann úti á morgun!!

  2. Aldrei spurning.

    Lovren maður leiksins að mínu mati, en auðvitað elskum við Salah fyrir að létta pressunni.

  3. Mo Salah, ég er farinn að dýrka gaurinn meira en Suarez á sínum tíma

  4. Salah með mark eins og Messi eða bara mark eins og Salah damn..þetta er bara rugl .
    Hvað voru Chelsea og þeir að reykja á þessum tíma þegar þeir létu þennan snilling fara frá sér?

  5. Þvílíkt stress hjá manni í fyrri hálfleik, en þeir gátu ekki pressað svona í 90 mín, sama gerðist eins og á móti scum. Mikið elska ég þetta lið okkar, vildi óska að Lallana, Can og Gómez væru heilir 🙂

    Frábært lið ! VVD gefur manni svona “good feeling” að hafa hann í vörninni. TRAUSTUR !

  6. Hvað ætli Klopp hafi sagt við okkar menn í hálfleik váá þvílíkur munur á liðinu sem kom í þeim seinni! BRAVO!

  7. Eftir grjótharðan vinstri húkk á kjammann eftir 2 mín þá bara taka smá stund í köðlunum og svo koma eitruðu stungurnar. Bæng!

    Sama hver verður næsta fórnarlamb en Roma væri snilld.
    Venja Allison við Evrópu kvöld á Anfield.

    YNWA

  8. Átti city ekki bara 3 skot á ramman í báðum leikjunum samanlagt.

  9. VÁ! Þvílík gleði! Þvílíkt kvöld!

    Frábærir að standa hápressu City og vinna svo leikinn!!! Þvílík seigla komin í liðið okkar!

    Vörnin frábær með hafsenta okkar í frábærum gír.

    En ætla að gefa HAMES MILNER mitt atkvæði á MVP þessa leiks! Þessi maður er ekki með “hárgreiðsluna”, ekki með “hjólhestaspyrnuna”, fer ekki mikið fyrir honum. En okkar eigin “Average Joe” var stórkostlegur í þessum leik og hvað hann fórnaði sér í allt og alla.

    Gefa honum launahækkun á morgun!

  10. Vá vá vá og rosalegt og hvernig ættli Sterling,Suarez og Coutinho líði núna mú ha ha ha ha 🙂

  11. Erfiðar fyrstu 45 mín en góðu byrjun á síðari hálfleik skilaði inn marki og þá var þetta bara komið og við unnum sangjarnan sigur.

    Karius 8 – Fer að verða styrkleiki en ekki veikleiki.
    Robertson 8 – Smá vandræði með að halda bolta í fyrirhálfleik en stóð sig vel
    Djik 6 – Frábær í síðari hálfleik en ömurleg byrjun hefði geta verið dýrkeypt
    Lovren 10 – Hvað vilja menn meira frá miðverði?
    TAA 8 – átti aftur góðan leik gegn Sane og sérstaklega þegar hann var kominn með gult spjald.
    Millner 9 – Frábær leikur hjá kappanum
    Winjaldum 10 – Þvílíkur leikur hjá kappanum. Traustur sem varnarmiðjumaður, vann boltan aftur og aftur, sterkur í návígum og var að spila sig vel úr aðstæðum í dag.
    Ox 7 – vinnsla í gangi og solid leikur.
    Mane 7 – átti nokkrar ágætist rispur og duglegir en oft áður tilbaka
    Salah – 9 sést varla og galdrar mark
    Firminho 8 – sést varla í fyrirhálfleik var duglegur og viti menn flott mark á flottum síðarihálfleik.

    Klopp 10

    Liverpool eru komnir í undanúrslit í meistaradeildinni í fyrsta skipti í 10 ár. Þetta er framar björtustu vonum og er maður gríðarlega stoltur af strákunum.

    YNWA

    p.s Hver hefði trúað því að Coutinho hefði þarf að fara á Anfield til að horfa á undanúrslit en ekki horfa á sína samherja spila , spurning um að splæsa á kappan 😉

  12. Getur einhver minnt mig á hvers vegna Sterling, Suarez og Coutinho vildu burt?
    Hafði það ekki eitthvað með að komast í Champions League og eiga sjéns á verðlaunum?

  13. #14 er sammála þér að öllu leiti nema með VVD það var brotið á honum og hann var eins og klettur í þeim seinni algjör yfirvegun þrátt fyrir að hafa orðið “valdur” að eina marki City en þetta er bara mín skoðun.

  14. Til hamingju aðdáendur Liverpool nær og fjær. Líklega einhver besta liðsframmistaða eins liðs í langan tíma. Aldrei vafi eða þannig???

  15. 50 – Mohamed Salah has been directly involved in 50 goals in all competitions this season (39 goals, 11 assists), 11 more than any other Premier League player. Relentless.

  16. Hrikalega ánægður með Mane í þessum leikjum gegn City. Tímabilið fór kannski hægt af stað hjá honum miðað við væntingar og rautt spjald gegn City hjálpaði ekki, en vá hvað hann spilaði mikilvægt hlutverk í þessum leikjum. Mjög sáttur við hans framlag. Liðið auðvitað frábært.

  17. Já,klárt brot á VVD og þegar Sane skoraði og markið dæmt af jafnaðist þetta út hvað þessi atriði varðaði!

  18. Búnir að vinna City þrisvar á leiktíðinni !!
    Unnum meistarardeildareinvígið 5-1 !!
    🙂 🙂 🙂

  19. Sælir félagar

    Þetta Liverpool lið er bara dásamlegt og leikmenninrnir eru magnaðir andskotar 🙂

    Það er nbú þannig

    YNWA

  20. Það eina neikvæða við að Barca hafi dottið út í kvöld er að við fáum þá ekki að sparka þeim úr keppnini.

  21. Coutinho og sterling!!! Sjúgiði a mér fkn *####**##
    Hahahahah i looovee this gameee!!

  22. Í einu sagt frábært, ekki kannski fallegt en gott samt. Liðið allt fær prik frá mér og Klopp líka fyrir að leggja leikinn hárrétt upp.
    Verð aðeins að minnast á Milner. Þvílíkur gaur, kom ókeypis á Anfield og talinn nánast útbrunninn. Sl vetur neyddist hann til að spila í bakverðinum og var ekki slakari en það að whoscored valdi hann í lið ársins í PL. Í vetur hefur hann spilað nær sinni stöðu og ekki staðið sig verr en það að hann hefur gefið flestar stoðsendingar í CL og í liði ársins í þeirri keppni fram til þessa hjá whoscored. Ef þetta hafa ekki verið snilldarvistaskipti hjá Milner þá veit ég ekki hvað.

  23. Coutinho ku hafa sett lögfræðinga sína í að finna holu í samningnum við Barca.

  24. Van dijk mundi vinna fkn Hallgrímskirkjuna i skallabolta einvígi!! Svo mikilvægur!!

  25. Hálf svekktur með að Barca sé dottið út… hefði verið skemmtilegra að sjá svipinn á Coutinho upp í stúku þegar Salah, Mane og Firmino hefðu verið búinir að ganga frá þeim í undanúrslitum…

  26. gettra #15
    Við skulum aðeins slaka á í yfirlýsingunum því að Suarez er búinn að vinna spænsku deildina x2, spænska bikarinn x2 og meistaradeildina síðan að hann fór og eftir nokkrar vikur verður Sterling búinn að vinna fleiri Premier League titla en Liverpool hefur unnið.

    Frábær sigur og gaman að vinna báða leikina á móti City, 5-1 í þokkabót, þessu verður klárlega fagnað enda geggjað að komast í undanúrslit en Liverpool hafa ekki unnið keppnina ennþá og þrír hörku leikir eftir (vonandi). Það væri snilld að komast til Kiev og taka svo bikarinn en ætla að spara stóru orðin þangað til.

    Come on the Reds!
    YNWA

  27. Pæliði í Salah!

    Leikmaður ársins?
    Markahæstur í deildinni?
    Og kannski bara gullboltinn líka?

  28. #34 Við höfum allan rétt á að frussa í allar áttir þó við myndum steinliggja í næstu umferð við vorum að rúlla yfir besta lið Englands og það verður aldrei tekið af okkur

  29. Kristján aðal 34 er Sterling búinn að vinna fleiri Premier League titla en Liverpool hefur unnið.
    seru held ég 18…. hvað er gaurinn gamall

  30. Man City hefur tapað 4 leikjum í vetur þar af 3 á móti Liverpool
    Man City hefur tapað 2 heimaleikjum í vetur, annar þeirra var á móti Liverpool

    Liverpool – Man. City: 0 – 5 10. sept. 2017
    Liverpool – Man. City: 4 – 3 15. jan. 2018
    Liverpool – Man. City: 3 – 0 4. apr. 2018
    Liverpool – Man. City: 2 – 1 10. apr. 2018

    Liverpool – Man. City: 9 – 9 2017-2018 samtals

  31. Hérna er gáta. Hvert af þessum liðum getur Liverpool EKKI mætt í fjórðungsúrslitum meistaradeildarinnar eftir úrslit kvöldsins í kvöld ?

    A- Roma
    B- Bayern Munich
    C- Man Und
    D- Real Madrid
    E- Sevilla

  32. Hreint og beint unaður þetta knattspyrnukvöld. Veit satt best að segja ekki hvernig ég á að haga mér.
    Eitt veit ég þó og það er að ég er ekki minna hrifinn af leikstíl Firmino en árangri Salah…

    Vinnslan og yfirferðin í kappanum er einstök, hið minnsta tvö atvik í kvöld þar sem Bobby vinnur alla leið tilbaka til eigin vítateigs frá vítateig City og vinnur boltann aftur = priceless

  33. Svo er bara að vona að Klopp haldi uppteknum hætti og vinni í undanúrslitum. En hann hefur aldrei dottið út í undanúrslitum.

  34. Coutinho spilaði með okkur í þessari keppni og verður meistari með okkur ef við vinnum, er það ekki rétt?

  35. Glæsilegur sigur! TAA frábær, minn maður leiksins. Salah maður á ekki til orð betri en allir. Veiki hlekkurinn í liðinu er en markvarðastaðan, Karius átti aldrei að gefa á Virgil VD og reyna að láta spila út úr vörn svona snemma leiksundir allri pressu City manna. Gerrard, Lampard og Rio allir sammála um það, síðan var úthlaup hans í markinu sem var dæmd af City ekki gott. Ef við fáum Allison frá Roma eða einhvern annan toppklassa markvörð og höldum okkur mönnum +Keita þá er liðið að fara vinna deildina á næsta ári.

  36. Frábært kvöld en ósáttur við nokkur spjöld… veit ekki hvort þau ganga eitthvað til baka milli umferða en alltof mörg ódýr spjöld, sérstaklega á Van Djik sem vonandi hefur ekki áhrif þegar lengra er litið enda ekki margir útvaldir miðað við meiðsli þessi dægrin.

  37. #50 allir leikmenn sem eru ekki í banni eftir þessa umferð byrja undanúrslitin með hreinan skjöld

  38. Nr 41, gott hjá þér en ekki missa þig alveg en kannski verður þessi listi svona þegar Salah verður búinn að vinna slatta af titlum með liðinu og vera í fjölda ára.

  39. Annað mark city átti að standa skil ekki akkuru það var dæmt af þeim.Þetta hefði verið allt annar leikur.Liverpool heppnir.

  40. Samkvæmt þunglyndis móra þá erum við eitt af fjórum sterkustu liðum Evrópu, því ,,taflan lýgur ekki”.
    Þetta lið okkar er svo ótrúlega flott, svo mikil vinnsla, svo stórt hjarta og svo hryllilega nálægt því að vinna stór afrek!
    Salah með 39 mörk. Það yrði algjört hneyskli ef hann yrði ekki valinn leikmaður ársins.

    Bið að heilsa Sterling, kútnum og Suarez.

  41. Gaman að vinna betra liðið í Manchesterborginni. Ætla að segja að Klopparinn sé að móta eitt besta lið í ensku deildinni í mörg ár. Ferðalagið er að byrja…þetta verður langferðalag. Klopp er maður kvöldsins. Eftir höfðinu dansa limirnir var sagt í sveitinni.

  42. Coutinho er þa sá eini i kataloniu nuna sem a möguleika a evropu pening þetta árið…

  43. Markið sem vær dæmt af sane, þetta var rangstaða og þa rettur domur, bolkinn for i Millner, en Millner spilaði ekki boltanum, þetta var deflection og þess vegna rangstaða.

  44. Ég er svo glaður að ég setti bara ?á allt sem þið hafið sagt í kvöld og ætla að njóta næturinnar í þessari frábæru sæluvímu svífandi á bláu skýi.

  45. Þetta er bara sturlað, þvílík geggjun. Taugarnar þandar í fyrri hálfleik en sá léttir þegar Salah jafnaði metin. Magnað lið sem Klopp er að smíða, hlakka sannarlega til að sjá framhaldið!

  46. Eitt orð GEGGJAÐ. En það glettilega er það, að Salah er og var í tveimur af liðum sem eru í final 4. Ég vil RM næst, og BM í úrslitum. Ekki Roma, færi held ég ekki vel í okkar mann, alla vega ekki svo stuttu eftir að hann fór þaðan. Til hamingju öll saman!!!!!!!!!!!!

    YNWA

  47. Maður var ekkert sérstaklega stressaður yfir leiknum. Eftir að Van Dijk kom þá er liðið byrjað að spila vörn og það er allt annað að sjá til liðsins núna. Liggja aftarlega sem var Hara Kiri hér áður fyrr er í fínu lagi núna finnst mér. Liverpool alla leið og ég mun skíra hundinn minn Klopp.

  48. #54 Einar
    Það væri hægt að starta söfnun svo þú gætir einbeitt þér að tveggja vikna upphitun fyrir Roma leikinn í Róm.
    En þá þyrfti það að vera videocast Attenborough style.
    YNWA

  49. Til hami gju – frábært að slá erfiðasta lið sem við gátum fengið út svona örugglega. Allt tal um að dómarar hafi ráðið úrslitum er rugl – vafaatriðin voru báðu megin (brot í aðdraganda City marksins) og City vantaði á endanum 5 mörk uppá til að komast áfram.

  50. Mikið til í þessu!

    Goalkeeper from Mainz
    RB from the academy
    3 ex Southampton players
    LB from relegated Hull
    CM from Newcastle
    Veteran Journeyman in Milner
    Bench warmer at Arsenal
    Chelsea reject
    False 9 from Hoffenheim

    And people praise Mourinho and Guardiola for managing £50m plus players.

  51. BOOM!

    En að öllu gamni slepptu þá var leikurinn búinn þegar Salah skoraði, City gáfust upp og höfðu ekki orkuna í að pressa eins og þeir gerðu í fyrri hálfleik.

    Að mínu mati gerði van Dijk mistök í fyrsta markinu en að því sögðu þá var brotið á honum og það hefði því ekki átt að standa. Sané skoraði löglegt mark sem dæmt var af og það heðfi virkilega breytt leiknum hefði það fengið að standa, þá hefðu City menn mögulega náð meiri eldmóð í seinni hálfleikinn, en það er ekki gott að segja.

    Þvílíkt vel gert hjá Liverpool að klára þetta City lið sannfærandi samt og sýnir líka bara á hvaða stað Liverpool liðið er og það hefur vaxið mikið á tímabilinu. Ef þeir hefðu byrjað betur þá hugsa ég að við værum enn í séns á titlinum en við verðum bara að láta CL duga.

  52. Mér finnst eins og það sé föstudagur, fyrri hálfleikur var svo lengi að líða í gær

  53. Stórkostlegur sigur.. En hvað fáum við næst. Það skiptir ekki máli, það er allt erfitt. Áfram Liverpool.

  54. Tómas #39
    Liverpool hafa aldrei unnið deildina síðan að Premier League var sett á laggirnar 92/93 tímabilið.
    Veit vel að Liverpool eru með 18 Englandsmeistaratitla en engann eftir stofnun PL sem var minn punktur.

  55. We’ve conquered all of Europe
    We’re never gonna stop
    From Paris down to Turkey
    We’ve won the fucking lot
    Bob Paisley and Bill Shankly
    The Fields of Anfield Road
    We are loyal supporters
    And we come from Liverpool
    Allez Allez Allez
    Allez Allez Allez
    Allez Allez Allez !!!?

  56. Algerlega stórkostlegt.
    #78 Þetta er svo klárt brot á Van Dijk að menn þurfa að vera alvarlega fótboltaliðablindu til að sjá það ekki.

    Tippa á að við fáum annað hvort BM eða RM í undanúrslitum.

  57. Finnst svo æðislegt munurinn á Liverpool og Tottenham. Markmið tottenham er að Harrý Kane verði markahæstur á meðan markmiðið hjá okkur er að vinna meistaradeildina

  58. 1977 Kenny Dalglish
    1987 John Barnes
    1997 Owen
    2007 Torres
    2017 Salah

    Það er dálítið skemmtileg tilviljun að þessir leikmenn sem skráðu sig eftirminnilega í sögu klúbbsins hafi allir komið á ári sem endar á 7.

    p.s Ég veit að Owen er ekki vinsæll útaf Man utd tengslunum en á sínum tíma var hann stórkostlegur fyrir liverpool og hjálpaði Liverpool að landa nokkrum titilum og má þar helst nefna Owen final 2001 þar sem hann kláraði Arsenal í FA Cup með tveimur mörkum.
    216 leikir 118 mörk fyrir Liverpool

  59. Jesús minn hvað þetta real madrid lið er uppfullt af algjörum aumingjum. Liggja og grenja eftir snertingar sem myndu ekki fella tveggja ára krakka. Eina tactícin þeirra allan leikin að reyna að ná einhverjum útaf hjá Juve.

  60. Viðbjóðslegt að sjá grenjaldo skora úr þessu ,,víti”. Við fáum Roma og svo Bayern í úrslitunum.

  61. Sælir félagar

    Ég fyrir mína parta vill fá BM í undanúrslitum og svo Roma í úrslitum. Nú er Kane búinn að grenja út eitt mark sem hann gerði ekki en ef til vill, ég endurtek, ef til vil kom boltinn örlítið við hann í því marki. En bara ef til vill. Það er stórmannlegt af Kane að grenja út mark sem hann á ekki. Eins og smábarn í nammibúð. Þá er nú okkar maður Salah meiri karakter og skorar sín mörk sjálfur og á þar að auki miklu fleiri stoðsendingar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  62. National League club Gateshead FC: “Our second goal at Tranmere Rovers last night has now been awarded to Harry Kane.”

    Tjallinn sér um sína :-/

Byrjunarlið gegn City

Podcast – Man City afgreitt / Miðar á leiki