Liðið gegn Everton

Þá er búið að birta liðið sem mætir Everton á eftir. Eins og var eitthvað búið að slúðra um verður spilað í einhverskonar 3-5-2 uppstillingu, með Lovren, van Dijk og Klavan aftasta. Af einhverjum ástæðum fær Moreno ekki að byrja. Af þeim þrem köppum sem voru ekki með hjá U23 í gær eru Masterson og Jones á bekknum, Camacho er hvergi sjáanlegur. Salah kom ekki á hótelið og er ekki í hóp, Woodburn er sömuleiðis hvergi sjáanlegur enda meiddur, en þetta hefði auðvitað verið rakið tækifæri fyrir hann að stimpla sig inn.

En svona verður liðinu stillt upp:

Karius

Lovren – van Dijk – Klavan

Henderson
Clyne – Winjaldum – Mané – Milner

Ings – Solanke

Bekkurinn: Mignolet, Moreno, Masterson, Firmino, Oxlade-Chamberlain, Alexander-Arnold, Jones, Camacho

Ég er nokkuð viss um að þetta sé í fyrsta skiptið sem Curtis Jones er í hóp, það væri gaman að sjá hann fá mínútur á eftir, þó mér finnist Klopp vera það íhaldssamur að það sé hæpið.

Vonum bara að þetta dugi til sigurs, enda myndi það auka líkurnar á meistaradeildarsæti á næstu leiktíð enn frekar.

UPPFÆRT: það að hafa Moreno ekki í byrjunarliðinu hljómaði undarlega, en skýringin var víst sú að hann var tæpur. Enda kom það á daginn í upphituninni að hann er of tæpur til að vera á bekknum, svo Camacho tekur hans sæti þar.

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


31 Comments

  1. Líst vel á þetta í þessum leik sem fellur mikið í skuggann á CL-slagnum.

    Segjum 1-2 í seiglusigri með mörkum frá Ings og Mané. Sigur yrði stórkostleg niðurstaða miðað við aðstæður!

    YNWA!

  2. Þessi uppstilling sem ég set inn er auðvitað bara gisk. Mögulega verða Henderson og Winjaldum meira samhliða, mögulega verður Mané meira í holunni, etc. Nú og svo vitum við að þetta er jú alltaf ansi flæðandi.

    Og þó ég hafi ekki tekið það fram í pistlinum, þá er vissulega gaman að fá bæði Clyne og Ings aftur inn í byrjunarliðið. Og auðvitað Klavan.

  3. Þá er bara að leggjast á bæn varðandi VVD; Lovren, Milner, Wijnaldum og Mané.

    Skil núll í því að nota ekki Moreno í dag, fáránlegt satt að segja úr því hann er á bekknum.

  4. Ekki kannski leikurinn sem maður hefði óskað sér að setja “varalið” í en miðað við aðstæður er það skiljanlegt. Go Reds!

  5. Sá að einhver var að halda því fram að hann væri ekki 100% leikfær, held að það sé eina mögulega skýringin, nema náttúrulega að Klopp sé búinn að missa trúna á Moreno. Sérstaklega í ljósi þess að Robertson er víst líka eitthvað hnjaskaður eftir City leikinn.

  6. …oooog það er búið að breyta bekknum: Camacho kemur inn í staðinn fyrir Moreno, sem er að glíma við einhver óþægindi í læri.

  7. Sælir félagar

    Þessi leikur fer 1 – 3 þar sem framlínan skiptir mörkunum bróðurlega á milli sín. Fáum á okkur mark annað hvort í upphafi leiks eða enda sem skiptir ekki máli. Gæti þó farið í 4 – 1 ef VvD ákveður að setja 1 kvikindi svona til að hressa sig fyrir þriðjudaginn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Menn verða á vettvangi og vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð víst að Gaupi lýsir ?

  9. Skil ekki af hverju Everton nenna að sækja, sjá þeir ekki að Clean Sheet Klavan er í liðinu?

  10. Ágætur fyrirhálfleikur.

    Völlurinn blautur og mjög þungur. Nokkrir nýjir leikmenn að koma inn í liðið Klavan í vinstri bakverði, Clyne í hægri, Ings/Solanke svo frami.
    Maður veit að það verður ekki alveg sama flæði og þegar okkar hefbundna lið er í liðinu en við sjáum samt að við stjórnum leiknum og höfum verið hættulegri en þeir.
    Everton liðið ætlar að taka þetta á baráttu,dugnaði og vinna seinniboltan og það getur alveg virkað hjá þeim en enn sem komið er þá er þeira sóknarleikur alveg dauður.

    Solanke fékk gott færi til að skora þegar boltinn hrökk til hans en hinu megin þá varði Karius meistaralega og er mikið sjálfstraust á þeim bænum.

    Það er helst Winjaldum sem er tæpur á miðsvæðinu að missa boltan og of lengi á boltanum sem maður hefur áhyggjur af svo þarf maður að sætta sig við því að það er gríðarlegt stökk að fara úr Firminho/Salah í Solanke/Ings.

    Koma svo 45 mín í viðbót og sjáum til hvort að við náum ekki að pota inn einu en maður heldur sig við að Ings skorar sigurmarkið í þessum leik.

    YNWA

  11. Sæl öll

    Er smátt og smátt að missa trúna á Solanke, drengurinn átti að skora!

  12. Breiddarleysið er rosalegt. Vissulega myndi það veikja flest lið að taka Firmino og Salah úr liðinu en gæðamunurinn á næstu mönnum sem koma inn á ekki að vera svona rosalegur. Þeir Solanke og Ings eru mörgum gæðaflokkum neðar en hinir. Þetta þarf að laga í sumar.

  13. hrot……. eh er leikur í gangi, nei nei þetta er fer 0-1 fyrir okkur félagar.

  14. Djöfull er þetta lélegt. Arnold fyrir Ings bara verja jafnteflið. virkilega ósáttur við uppleggið. Allt of mikið að spá í þessum city leik. Mér finnst nú ekki síðra að tryggja þetta blessaða sæti að æari. Ég man hvað gerðist þegar við ætluðum bara treysta á að vinna evrópudeildina

  15. # 23
    Það átti ekkert að verja neitt það var bara ekkert annað á bekknum. Ings gjörsamlega sprungin og Trent með ferskar fætur settur þarna út síðustu 5.mín. Það er ekki merki um varnarskipulag heldur merki um að það vantaði gæði á bekkinn í dag.

  16. Ömurlegt að geta ekki gírað sig upp í að vinna þetta lélega Everton lið. Rétt sem fram hefur komið að það er allt of lítil breidd í liðinu. Solanke og Ings ekki að heilla.

  17. Það þurfti að spara orku fyrir City leikinn og það gekk ágætlega upp hjá Klopp , jafntefli er ekki heimsendir á þessum tímapunkti hvorug liðin áttu skilið neitt meira en Everton voru furðu sprækir síðustu 10-15 mín samt.

  18. @16

    Auðvitað er Danny Ings ekkert í leikformi og ég hef fulla trú á að hann nái því einn daginn. Ég er heldur ekkert að miða við hvernig breiddin verður eftir 4 vikur, 10 vikur eða 3 mánuði. Heldur hvernig hún er í dag í leiknum gegn Everton, leiknum gegn City og í næstu leikjum.
    Þar sem Ings var langt frá því að ógna markinu í 90 mín og Solanke virðist ekki geta keypt sér mark fyrir klúbbinn.

  19. Þurfum 8 stig af 15 í síðustu 5 leikjunum til að geirnegla topp4!

Grannaslagur í Guttagarði

Everton 0 – 0 Liverpool