Byrjunarliðið gegn Watford

Þá fer leikurinn að hefjast, skemmst frá því að segja að Beardsley var spot on með liðið:

Karius
Gomez – Matip – van Dijk – Robertson

Can – Henderson – Winjaldum

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Mignolet, Milner, Klavan, Oxlade-Chamberlain, Alexander-Arnold, Ings, Moreno

Nú er bara að ná upp aftur dampi, það er bara akkúrat þessi leikur núna og svo tekur við landsliðshlé.

ÁFRAM ÍSLAAAA….LIVERPOOOOOOL!!!

Minnum svo á #kopis á Twitter:


34 Comments

  1. Stangast ekki á við einhver lög að framlínan okkar sé að spila í svona veðráttu?

  2. Nei nei. Hún er svo sjóðandi heit að bræða þetta auðveldlega af sér.

  3. Virkilega flott spil í seinna markinu hjá Robertson, sá er að eigna sér þessa stöðu. Kom á sléttu útaf sölu á ónotuðum varaliðsmanni fyrir 8 miljónir.
    Djöfull er gaman að fylgjast með Salah, þessi drengur er að setja met hjá Liverpool eins og að drekka vatn. Vonandi hefur hann trú á verkefninu hjá Klopp og verður áfram hjá okkur næstu árin.

  4. Það er unun að horfa á Salah. Það hefði nú einhver látið sig falla þarna í aðdragandanum að markinu hjá Firmino.

  5. Aldrei víti. Tekur hann á læri og skoppar óheppilega í höndina. Enginn af okkar mönnum nálægt sem einhverju var verið að ræna af þannig nei ekki víti. Mitt álit og ekki byggt á neinu nema tilfinningu.

  6. Er Salah besti leikmaður heims í dag? Maður er allaveg um það bil orðlaus yfir því hvað hann sýnir á vellinum. Algjörlega magnaður.

  7. Salah! Þvílíkt season hjá manninum, hann er ekkert eðlilega góður!

  8. Fari leikurinn svona þá er Karius með 50% hreint lak í deildinni. Ágætis tölfræði ef þú spyrð mig.

  9. Úff ég er næstum því farinn að vorkenna Vatford jafn mikið og ég vorkenni man utd aðdáendum en bara næstum því

  10. Sæl og blessuð.

    Jamm og já. Salah er maðurinn og Liverpool er liðið. Hrikalega ánægjulegt að spila af slíku kappi og öryggi að andstæðingurinn játar sig sigraðan og bíður þess eins að leikurinn renni sitt skeið.

    Stórbrotin frammistaða hjá Egyptanum. Fann til með Mané vini mínum sem hefði svo sannarlega haft gott af því að skora þarna í leiknum. Ég segi það og skrifa – hann er ólíkindatól. Fyrsta snertingin, ákvarðanatakan, sendingarnar … úff þetta er stundum ekki við hæfi viðkvæmra. En svo koma þessar snilldarákvarðanir.

    Salah fær 10, Robertson fær 8,5 ásamt Firmino og Mané. Hinir eru algjörlega með ásættanlega útkomu á þessum samræmdu prófum og við getum andað léttar eftir þessa umferð.

    Nú væri gaman ef Leicester myndi sigra Tjelskí á morgun.

  11. Frábær leikur það eina sem hægt er að segja um Salah er að allt hann snertir á vellinum verður að gulli í dag. En eitt sem ég var dálítið áhyggjufullur yfir í dag en það var hvað Henderson tapaði mörgum boltum á miðsvæðinu og honum hefði verið grimmilega refsað af betra liði en það er gott að hann tekur lélegan leik á móti þessu dapra liði sem refsar ekki.

  12. Stórkostlegur sigur hjá okkur í kvöld! Algjör unun að horfa á liðið okkar. Besta lið sem við höfum átt í möörg ár.

  13. Hjörleifur #30 Ég var einmitt svo ánægður með Henderson fyrstu ca 10-15 mínúturnar, en þá mætti sá Henderson sem ég þekki. Vonandi nær hann að laga spilið sitt. Mér finnst hann hafa vaxið sem leiðtogi og hann átti nokkrar áhugaverðar stungusendingar en það er ekki nóg.

  14. þvílíka veislan sem þetta lið og herra Salah eru að bjóða uppá !

  15. Þulirnir á Sportsnet:

    Þulur 1: Is Mo Salah the closest thing to Messi on this planet?

    Þulur 2: …. Yes!

    Ég er sammála

Upphitun: Watford / CL dráttur: Man City

Liverpool 5 – 0 Watford