Byrjunarliðið gegn Newcastle

Velkomnir í leik dagsins kæru Kopverjar og liðsmenn Rauða hersins nær og fjær!

Meistari Rafa Benitez og röndóttir lærisveinar hans eru mættir á Anfield í einvígi sem er þekkt fyrir mýmörg mörk og mikla skemmtun. Þar verður lagt að veði taplaust-record hjá Rafa gegn Liverpool sem stjóri annarra liða og nú ríður á að Klopp nái að rjúfa þann múr til að halda góðum dampi í toppbaráttunni. Við treystum á alla Íslendinga í stúkunni á Anfield til að öskra úr sér lungun og klappa lófana dofna í stuðningi við okkar menn.

Byrjunarliðið er komið á skýrslu og hefur verið kunngert:

Bekkur: Mignolet, Milner, Gomez, Moreno, Lallana, Solanke, Matip.

Fyrirliðinn Jordan Henderson snýr aftur í byrjunarliðið og Lovren fær róteringu inn í liðið á kostnað Matip. Wijnaldum er enn tæpur vegna veikinda og kemst ekki í leikmannahópinn.

Lið Newcastle er einnig klárt og svona stilli Rafa sínu liði upp:

Í fremstu línu er Dwight Gayle sem oft hefur valdið okkur skráveifu í gegnum tíðina en í lið Newcastle vantar nokkra lykilmenn í dag eins og Jonjo Shelvey og Islam Slimani. Fyrrum Liverpool-maðurinn Javier Manquillo er á varamannabekknum.

En nú styttist í leik og allir Púlarar hvattir til að finna sér sinn stað í beinni sjónlínu við sitt lið og hvetja liðið til dáða.

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


45 Comments

  1. Tottenham að vinna sinn leik…við megum ekki misstíga okkur á eftir!

  2. Eitt sem að ég skil ekki: Afhverju er Firmino stillt upp sem sóknarbakverði? (SBV)

  3. Flott lið, verðum að taka þennann. Vona að menn mæti með hausinn á réttan stað.
    Spái 2-0 eða 1-1.
    Kilroy, um hvað ertu að tala? Eða ertu á einhverju? ? elskum friðinn.

  4. Hefði nú viljað sjá king James Milner byrja. En jæja áfram gakk. Stattu þig Hendo!

  5. Sælir félagar

    Ég er mjög sáttur við byrjunarliðið. Nú er bara að koma vel inní leikinn og ekki gefa Benites og hans mönnum nokkur grið.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Newcastle stuðningsmenn eru að púa á Henderson vegna þess að hann er frá Sunderland

  7. Ja ja…..um leið og við fengum þa aðeins framar þa opnuðum við þá uppá gátt…

  8. Mo Salah, þessi drengur er algjört undur og heldur áfram að setja metin leik eftir leik.

  9. Finnst Henderson koma með balance á miðjuna þegar hann er inna þá geta hinir 2 tekið meiri sénsa og hann er neðar að dreifa stuttum sendingum á lausa menn. Finnst hann vanmetinn af okkar stuðningsmönnum og salah er geggjaður og elska þessi hlaup sem chamberlain hefur tekið undanfarna leiki.

  10. Karius…..já hann er gerfimarkmaður vegna buxnanna HAHAHAHA! Hann er ljósárum betri en Mignolet.

  11. Frábært hlaup hjá OX þarna sem skapaði markið virkilega ánægður með hann í leiknum so far.

  12. #8 Jol

    Þetta er yfirleitt svona þegar hann spilar gegn Newcastle þar sem hann er fyrrum Sunderland maður.

  13. Mo Salah! Þessi drengur er ótrúlegur. Ekki getum við kvartað yfir markmanninum okkar í fyrri hálfleik. Hann virkar með stútfullt sjálfstraust og er í svakalegu líkamlegu formi, grjótharður gaur, enda þýskt stál.

    Verðum að klára þetta. Setja 2-3 í viðbót og ná öðru sætinu aftur. Rútufyrirtækið er ekki að fara að vinna CP á útivelli.

  14. Þolinmæði er dyggð.
    Skítkalt og þá er betra að taka gamla díselinn á þetta.
    YNWA

  15. Flottur fyrirhálfleikur hjá okkar mönnum.
    Við erum þolimóðir, látum bolta ganga vel og reynum svo að keyra upp hraðan með 2-3 snöggum sendingum en það er mjög lítið pláss til að spila í.
    Benitez og félagar eru gríðarlega vel skipulagðir og detta í 5-4-1 þegar þeir eru ekki með boltan en það er c.a 80% af leiknum.
    Ox gerði virkilega vel og Salah skorar auðvita.
    Karius með heimsklassamarkvörslu og kom í veg fyrir að staðan yrði jöfn í háfleik.

    Newcastle menn munu þurfa að færa sig aðeins framar í síðarihálfleik og snýst þetta um einbeitingu hjá okkar mönnum(ég er að horfa á þig E.Can sem ert búinn að tapa boltanum tvisvar á hættulegum stað).

    45 mín eftur sem er nóg til að tapa, gerfa jafntefli eða bæta í en liðið okkar lítur vel út en sem komið er.

  16. Gaman að sjá Chamberlain hnykla vöðvana fremst á miðjunni.

    Búinn að vera frískur í dag!

  17. Frábær sókn sem endaði með góðu marki, eitt sem að Mane verður að æfa betur, eru þessi fögn.
    Hann kann bara alls ekki að fagna mörkum 🙂
    Hermir alltaf eftir hvað aðrir gera, frekar fyndið.

  18. Karius er að bæta sig leik eftir leik.

    Hver varslan annarri betri í dag!

  19. Dýrka þessi copycat fögn hjá Mané, maður sér að hann tekur sjálfann sig ekki of alvarlega

  20. Sæl og blessuð.

    Yfirburðirnir eru miklir í þessum leik. Svo hefur þó oft verið í gegnum tíðina. Munurinn liggur auðvitað í gæðum þeirra leikmanna sem mest mæðir á. Karíusinn á mikið lof skilið fyrir vörsluna og ég verð að játa að VvD gerir þessa vörn að … já, vörn! Þvílíkt að hafa þennan turn sem mokar út háu sendingunum sem oft hafa verið til vandræða.

    Milnerinn þvílík viðbót á miðjuna. Svakaleg innkoma hjá þessari maskínu sem hann er!

    Mané er kostulegur leikmaður. Svo ófyrirsjáanlegur, dettur um sjálfan sig og þeyist út í buskann en slúttar svo þetta líka glæsilega!

    Væri mökksáttur við óbreytta stöðu í leikslok og allir heilir og ósárir. Ef ég mætti óska mér markaskorara fyrir þriðja markið – þá væri það líklega Lallana. Það væri flott endurkoma.

    Og svo er Salah bara búinn að toppa nafna! Reynið að toppa það!

  21. Var að vonast til þess að við myndum skora meira úr hornum eftir að við fengum Van Dijk….

Benitez kemur í heimsókn

Liverpool 2-0 Newcastle United