Byrjunarliðið gegn Southampton

Eftir sigur Tottenham gegn Arsenal í gær færðumst við niður í fjórða sæti deildarinnar og því gríðarlega mikilvægur leikur framundan gegn Southampton til að halda forustunni í keppninni um Meistaradeildarsæti. Klopp gerði þrjár breytingar frá liði sínu gegn Tottenham um síðustu helgi en fyrirliðinn Jordan Henderson dettur út úr leikmannahópnum en talið er að það er verið að tryggja það að hann nái leiknum gegn Porto í vikunni. Einnig dettur varafyrirliðinn James Milner á bekkinn og Chamberlain og Wijnaldum taka stöður þeirra á miðjunni en við verðum að fá meira úr þeim félögum heldur en þeir hafa sýnt í síðustu leikjum, þá sérstaklega Wijnaldum. Þriðja breytingin er sú að Dejan Lovren fær ekki tækifæri á að spila gegn sínum gömlu félögum en Matip verður við hlið Van Dijk í vörninni sem ég hreinlega skil ekki. Ekki endilega að Lovren sé mikið betri en Matip heldur að Klopp haldi áfram að rótera svona í miðvarðarparinu, hann hlýtur að þurfa að fara taka ákvörðun og setja annan þeirra sem félaga Van Dijk og fara byggja upp þann skilning sem miðvarðarpar þarf að hafa!

Karius

Trent – Matip – Van Dijk – Robertson

Wijnaldum – Chamberlain – Can

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Mignolet, Lovren, Moreno, Milner, Lallana, Ings, Solane.

Í liðsvali Southampton vekur það helst athygli að Fraiser Forster er á bekknum ásamt Nathan Redmond en þeirra lið er svona

McCarthy

Soares- Stephens – Hoedt – Bertrand

Romeu – Hojberg – Lemina

Ward-Prowse – Carrillo – Tadic

Southampton men hafa oft reynst okkur erfiðir en nú eru þeir í bullandi fallbaráttu með sitt slakasta lið í nokkur ár ég tek engu öðru en sigri í dag!

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

Koma svo, YNWA!

66 Comments

  1. Can og Wijnaldum saman í byrjunarliði á móti liði sem mun pakka í vörn……æ, æ., ekki líst mér á. Þeir mega samt mjög gjarnan troða skítugum sokk upp í trantinn á mér!

    Er ekkert að farast úr bjartsýni. Vonum samt það besta.

    By the way, takk Rafa! 🙂

  2. Jonjo Shelvey var magnaður í þessum leik áðan á móti united og Rafa leiddist ekki að taka 3 stig á móti mourinho.

    En að aðal leiknum í dag, skrýtið að Klopp geti ekki hætt að hringla með öftustu línuna hjá sér, mögulega er Lovren tæpur en ég held að Klopp sé ennþá í tilrauna starfsemi á að finna út hver hentar best með Van Dijk.
    En mér er sama svo framarlega að við tökum 3 stig frá leiknum.

  3. Frábært hjá strákunum hans Rafa!

    Af hverju fékk Mané rautt fyrir svona höfuðspark en enginn annar??

    KOMA SVO LIVERPOOOOL!!!!

  4. Er ekkert sérstaklega bjartsýnn fyrir þennan leik, held að Soton verði dýrvitlausir og þetta muni snúast um hvort við verðum yfir eða undir á miðjunni. Ef að Can sýnir stórleik þá tökum við þetta en annnars spái ég 1-1 því miður.

  5. Rafa!!!

    Er einhver með mér í að spá því að Rafa taki við Chelsea í sumar?

  6. Það er alveg skrifað skýinn hvernig þessi leikur fer eftir tap man utd.

    En verum bjartsýn og vonum það besta.

  7. Sæl og blessuð.

    Ég verð æfur ef Chambo og Gini verða ekki öflugri í þessum leik en þeir hafa verið undanfarið. Sá reyndar bara lokin í sneypuför MU í Hnjúkaselið, en mér fannst Shelvey betri á miðjunni en fyrrnefndir tveir miðjumenn hafa verið síðustu leiki.

    Voru það mistök hjá BR að selj’ann?

    Jæja, ég skil ekkert í þessari varnaruppstillingu og óttast allt það versta á móti uppeldisfélaginu.

    Proof me wrong!

  8. Jæja nú verðum við að fylgja eftir tapi ManU í dag. Ég var að horfa á þann leik áðan enda lítið annað hægt að gera vegna veðurs.
    Frábær barátta hjá Rafa strákunum, hefðu átt að fá víti og ManU rautt fyrir hausspark.

    Fyrir akkurat ári síðan sá ég Liverpool vinna Tottenham á Anfield, sigur í dag myndi fullkomna þann dag 🙂

  9. Þessi leikur er núna orðinn mikklu stærri en hann var fyrir 15 mín síðan….. þetta eru möst have stig.

  10. Firmino er með lang best burstuðu tennurnar í enska boltanum og kann sko að brosa allan hringinn þegar hann skorar !

  11. Karius aftur með skemmtilega takta a la gamli Schmeichel!

    Gerir sig breiðan 🙂

  12. Karíus geggjaður í úthlaupum einn á móti leikmanni. Minnir mann á Schmeichel gamla.

  13. Finnst eins og Sout’ton séu að yfirspila okkur á miðjunni. Can og Gini mættu tala meira. Karíus öruggur so far. 3 Stig sem við verðum að fá í hús í dag.

  14. Firmino óheppinn að Moss er ekki að dæma hann hefði klárlega dæmt víti.

  15. Hver er eiginlega í markinu hjá okkur … hef ekki séð svona markfærslu lengi!!!

  16. Minn maður Karius búinn að taka nokkra bolta nú þegar. En miðjan hja okkur er í vandræðum

  17. Hvað er málið með þessa þögn sem virðist ríkjandi meðal leikmanna? Hvorki vörn né miðja virðist tala saman að einhverju ráði. Óttinn liggur hins vegar í loftinu. Engin sköpun og skyndisóknir jafn ómarkvissar og í síðasta leik.

    Karius er maður fyrri hálfleiks.

  18. Höfum ekki yfir spilað lið síðan Man.city áhyggjuefni.
    Matip ekki traustvekjandi

  19. Karíus er ástæðan fyrir stöðunni eins og er þetta þarf að laga strax í seinni gengur ekki

  20. Ég er á því að við værum jafnvel undir ef Mignolet væri á milli stanganna.

  21. Firmino og Salah, þetta eru listamenn.
    Þvílíkt gaman að horfa á þessa leikmenn skemmta okkur.

  22. Aumingja Mané greyið, hann fær ekki að leika með…. gerir lítið annað en að hægja á ferðini með óþarfa klappi við boltann….

  23. Ok strákar. Sýna nú að við getum spilað á löglegum hraða, líka. þ.e.a.s. án þess að allt fari úr böndunum.

    Ekki bara formúla 1….líka Volvo 244þ

  24. Erfiður útivöllur, geggjaður Karius, frábær 2 mörk.
    Eru menn ekkert kátir?
    Áfram svona!
    YNWA

  25. Það er eins og veikleiki miðjunnar afhjúpist þegar athyglin minnkar á batnandi vörn og markfærslu.

  26. Þvílíkt gaman að sjá Firminho spila hann minnir mig á Ronaldinho nú meina ég ekki að þetta séu líkir leikmenn heldur það að hann leitar lausna og sendingar sem flestir aðrir reyna ekki einu sinni og svo hvað hann elskar að spila fótbolta

  27. hvað er hægt að segja?? Firmino og Salah, þvílíkir snillingar!!

    Gaman að sjá agað Liverpool þó að Matip og Robertson séu ekki að heilla mig neitt sérstaklega. Erum við loksins að eignast markmann???

  28. Það sem gerðist eftir fyrra markið hjá Liverpool var að liðið í heild sinni fór að liggja aftarlega. Takmarkið var að gefa eftir svæði og treysta á mistök Southamton. Í raun gekk það plan upp því Mohamed Salah skoraði annað mark sem var klárlega gegn gangi leiksins.

    En þetta plan gekk ekki betur en svo að Karius er sá sem skilur liðin að. Hann er búinn að eiga mikið af góðum markvörlum og er farinn að sýna afhverju hann var keyptur til félagsins og virðist vera orðinn mjög verðskuldaður sem fyrsti valkostur.

    Mér finnst stóri vandinn hjá Liverpool þegar það liggur aftarlega að það opnast plás fyrir vængmenn sitthvoru meginn og miðjumenn ná oft að snúa í markið og senda bolta fyrir. Eins og alltaf fær aftasta varnarlína alla skömmina á sig en staðreyndin er einfaldlega sú að þetta snýst um það hvernig liðið verst í heild sinni. Alveg frá fremsta manni til hins aftasta. T:d var ekkert annað í stöðunni hjá Andy Robertson að hlaupa með vængmanni Southamton þegar hann hljóp inn fyrir því hann var ekki rangstæður þegar sendingin kom.

    Mér finnst liverpoolvörnin alltaf best þegar hún pressar framanlega og vona að það verði málið í seinni hálfleik. Það er eins Klopp átti ekki von á því að Southamton færði sig framar á völlinn eftir markið og myndi spila svipað og Everton gerði gegn okkur. Ég vona að það verði farið yfir þetta í leikhléi því að þetta er í raun eitthvað sem á ekki að vera erfitt að laga. Í raun gerðist mjög svipað gegn Tottnenham. Það opnaðist aftur og aftur fyrir vænmennina og það er eins og liðin eru búinn að sigta út þennan veikleika hjá okkar mönnum.

  29. Fyrri hálfleikur er spegilmynd viðureigna þessara liða á fyrra tímabili. Nú eru okkar menn með markvörð sem ver, þeir halda boltanum og fá færin án þess að ná að skora. Þrátt fyrir mjög einkennilega miðju þá nýtum okkar færi!

    Sjáum hvað gerist í seinni hálfleik. Eigum mikið inni hjá Chambo og Gini. Þeir verða að fara að rísa upp. Sá fyrrnefndi má eiga það að hann átti sendinguna á Salah í fyrra markinu en flestir varnarmenn hefðu nú náð þessum boltan en ekki látið hann skoppa á milli fóta sér!

  30. Fyrir utan mörkin og vera yfir þá er Southampton að yfirspila okkur – kannski gert að yfirlögðu ráði hjá Klopp til að opna svæði?!

  31. Þetta er langt í frá búið og má eiginlega segja að eftir að við komust í 0-1 yfir þá hafi heimamenn stjórnað leiknum og verið líklegir til að jafna.
    EN
    Þegar menn eru með tvo snillinga í sínu liði eins og Firmino og Salah þá má ekki líta af þeim og þeir sáu um að við erum 0-2 yfir í hálfleik.

    Southampton að gera vel í að komast upp kanntana og er Bertrand einfaldlega einn besti bakvörður deildarinar og væri frábært að bæta við en einum Southamptom kallinum í hópinn okkar og væri hann og Robertson frábærir valkostir en við þurfum að hjálpa TAA aðeins að dekka því að hann lendir oft í að vera einn með tvo og það má ekki gerast.

    Nú er bara að vera skynsamir í okkar aðgerðum, vera þéttir tilbaka og vera tilbúnir að keyra á þá ef þess þarft. Þeir eru ekki með marga sem geta opnað varnar og spurning um hvort að Klopp láti ekki Salah/Mane hjálpa aðeins betur tilbaka eða segja miðjumönnum okkar að færa sig hraðar yfir á kanntana.

  32. Karíus að koma sterkur inn. Virðist hafa sjálfstraust ! Frábær þróun hjá honum.

  33. Næsta mark hja Salah og þá erum við með 1 stk 30 marka mann og 20 marka mann i Firmino.
    Það er veisla að horfa á þessa 2 leikmenn.

  34. 4 skot varin í einum og sama leiknum þetta hlítur að vera eitthvað met.

  35. ég er að horfa á leikinn á Stöð tvö, ég hreinlega heyri ekki í lýsandanum, er það bara ég eða upplifið þið það sama, maðurinn muldrar í micrafóninn

  36. Ef Liverpool skorar vona ég að það verði Mané, hann á það nú inni að þetta fari að detta með honum, eða Salah svo hann haldi áfram að keppa duglega við Harry f… Kane.

  37. Mané orðin pínu despert i að skora… vona innilega að hann nái að fara að setja mörk aftur.

  38. Mané karlinn… Þetta er ekki að falla með honum! En það er a.mk. gott að komast í færi!

  39. Firminó… átt nákvæmlega tvö góð augnablik í leiknum!

  40. Búinn að vera svo afslappaður seinni hálfleikur að ég held ég sé búinn að ná að plokka öll nefhárin í rólegheitunum.

  41. 2:30 min eftir Liverpool 2-0 yfir.
    Samt stressaður

  42. Virkilega ánægður með liðið og að halda hreinu , Salah – Firmino og Karius menn leiksins

  43. Besti dagur lífs míns!!
    Manutd draslið var pakkað saman af Rafa Benitez og Van dijk pakkaði saman sinum haters með hlátri og brosi. Clean sheet og 3 stig
    Takk fyrir mig

  44. # 56 Var í sama pakka 🙂
    Þetta er fáranlegt en maður er búinn að brenna sig svo oft á því að halda að 3 stig væru kominn í hús.
    Það var ekkert sem gaf tilkynna að Southampton væru að fara að skora hvað þá að ógna en samt er maður alltaf stressaður.

  45. Flottur sigur í dag ! En samt skrítið að miðjan var aldrei okkar i þessum leik , en hvað um það ? Minn maður leiksins var Karius , varði vel þegar a þurfti og var yfirvegaður og flottur . Næst á dagskrá er að komast yfir liðið sem er i 2 sæti sem stendur. Áfram gakk !!

  46. góður leikur.. verðum komnir í annað sætið fljótlega.

    efast ekki um að united eigi eftir að tapa öðrum fljótlega 🙂

  47. Frábær sigur! Fullkominn sunnudagur í dag.
    Megi the scums halda áfram á þessari braut og ef við spilum okkar leik þá eru fáir sem ná að standa í okkur. Erum komin með nýjan og flottan keeper og skrímslið Virgil Van Djik… mikið rosalega list mér vel á þetta lið sem Klopp er að búa til.
    YNWA!

  48. Ég veit ekki með ykkur en mér fynnst vörnin mun afslappaðri með Van Dijk. Hann er algjör kóngur inn í teig og það á enginn möguleika gegn honum í loftinu.
    Þetta eru klárlega kaup sem færa okkur nær meistaratittlinum á næstu árum og því smá aurar sem við borguðum fyrir hann. ????

Southampton á sunnudag.

Southampton – Liverpool 0-2