Liverpool – WBA 2-3

1-0 Firmino 5′
1-1  Jay Rodriguez 7′
1-2 Jay Rodriguez 11′
1-2  Firmino klúðrar víti 23′
1-3  Joel Matip (OG) 45′
2-3  Salah 78′

Leikurinn

Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega. Eftir mistök í öftustu línu WBA þá lét Mo Salah Evans líta út fyrir að vera ´86 módel af Trabant fastan í fyrsta gír. Egyptinn lét þó Foster verja frá sér maður gegn manni en Firmino skoraði líka þetta fallega markið. Náði frákastinu, var með Mané og Salah með sér en “tjippaði” boltanum örugglega yfir varnarmenn WBA og Foster og kom Liverpool yfir.

Það var það eina sem Liverpool gerði í fyrri hálfleik.  Einn af fáum fyrrum Southampton leikmönnunum sem ekki er nú á launaskrá Liverpool var búinn að koma gestunum yfir með tveimur mörkum fimm mínútum síðar. Liverpool dömur mínar og herrar, svo barnarlegur varnarleikur í báðum þessum mörkum að það kom manni bara nákvæmlega ekkert á óvart.

Á 20 mínútu kom fyrsta stóra atvikið þegar Dawson kom gestunum 1-3 yfir eftir hornspyrnu. Allt virðist eðlilegt en dómari leiksins studdist við þriðja dómarann og sjónvarpsupptökur og dæmdi markið af vegna rangstöðu er blá- og hvítklæddur leikmaður stóð í rangstöðunni fyrir Mignolet og hafði því áhrif á leikinn.

Liverpoo fékk aðra líflínu þremur mínútum síðar. Þá dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu eftir peysutog á Mo Salah, réttilega. Aftur ætlaði dómarinn ekkert að dæma en nýtti sér aftur sjónvarpsupptökur, í þetta skiptið horfði hann á atvikið sjálfur. Vítaspyrna dæmd, upp steig Firmino en skaut í slá. Hann hlýtur að fá sér pásu frá vítaspyrnunum í bili.

Það eru ekki mörg lið sem skora 3 mörk á Anfield og hvað þá í eina og sama hálfleiknum en það gerði þetta sóknarundur sem er WBA. Splúndruðu flatri vörn Liverpool með einfaldri “tjippu” á milli Virgil og Moreno (í þriðja sinn í dag var engin vörn fyrir framan vörnina heldur. Heimavallar Gini er í pásu og Emre var, ég veit ekki hvar Emre var). Matip toppaði þá félaga, ég veit ekki hvort hann sé ekki með vinstri fót eða noti hann bara til að stíga í en hann ákvað a.m.k. að taka verst heppnuðu hreinsun ársins með hælnum og skora sjálfsmark í staðinn. Frábært. 1-3 takk fyrir og hálfleikur.

Salah minnkaði muninn á 78 mínútu í 2-3 eftir að hafa tekið frákastið í miðjum teig og lagt í hornið og gaf okkar mönnum smá von, of lítið, of seint. 2-3 lokastaðan og Liverpool hent út úr bikarnum á heimavelli annað árið í röð (Wolves & WBA).

Bestu menn Liverpool

Ég ákvað að reyna ekki einu sinni.

Umræðan

VAR. Eflaust skiptar skoðanir um ágæti þess að nýta sér sjónvarpsupptökur. Auðvitað er verið að fínpússa þetta ennþá og þetta tók e.t.v. óeðlilega langan tíma en ég held að þetta sé framtíðin og sé af hinu góða.

Lægð. Stjóri Swansea (sem gerði jafntefl í dag gegn stórliði Notts County) notaði samlíkingu í vikunni og líkti okkur við F1 kappakstursbíl. Ég held að sú samlíking eigi vissu leyti ágætlega við í dag. Ekki að við séum fastir í umferð heldur meira í þá áttina að við höfum klesst á 200 km hraða á vegg.

Eftir að hafa unnið City (og lets face it, að vinna stóru liðin hefur aldrei verið óvænt hjá Liverpool síðustu áratugina) þá höfum við varla skapað færi gegn tveimur slökustu liðum deildarinnar og á sama tíma er varnarleikur liðsins ekki bara barnalegur heldur á köflum stórfuðulegur. Miðjan sleppur ekkert við gagnrýni heldur, skelfilegir tveir leikir, hafa ekkert boðið uppá, hvorki á okkar vallarhelmingi né andstæðingana.

Rótering á markvörðum. Ég vil  byrja á að segja að þetta er ekki gagnrýni á Mignolet. Þetta tap var ekki honum að kenna! Það sem ég skil aftur á móti ekki er að tveimur vikum eftir að hafa tilkynnt um að Karius yrði markvörðurinn út tímabilið, við erum kannski að fara sjá fram á smá stöðugleika í öftustu línunni í fyrsta sinn í langan langan tíma. Afhverju að skipta um markmann? Ég átta mig engan vegin á þessu. Samvinnan þarna á milli er nákvæmlega engin.

Okkar besti (eini) möguleiki á bikar er farinn. Enn eitt árið þar sem að þetta Liverpool lið lyftir engum bikar. Segið það sem þið viljið um Arsenal en þeir eru a.m.k. á leið í sinn fjórða bikarúrslitaleik á jafnmörgum árum. Það eina sem er eftir er er að reyna að lenda þessu blessaða fjórða sæti og láta sem við höfum unnið eitthvað. Jafnvel það er langt langt langt frá því að vera öruggt.

Glugginn. Ég er búinn að lesa tugi greina á síðustu vikum sem reyna að telja mér trú um að sala á Coutinho hafi verið nauðsynleg og hún hafi jafnvel verið af hinu góða. Liðið sé sterkara sem liðsheild með komu Virgil og sölu Coutinho. Fótbolti snýst að stórum hluta um stemmningu og sjálfstraust í bland við gæði. Ef þú selur þinn mesta gæða leikmann og ætlar þér manni af bekknum að koma í hans stað þá ertu að hafa áhrif á öll þessi þrjú atriði + breidd leikmannahópsins (sjáið bara bekkinn í dag, lítur ekki beint út sem bekkur hjá liði sem mátti við því að selja byrjunarliðsmann og kaupa ekkert í staðinn með allt að spila fyrir). Ég hef sagt frá því í byrjun janúar og segi enn. Ef þú ert ekki kominn með staðgengil, ekki selja. Þetta er ekki flókið. Reynið svo að segja Barcelona það að janúar sé svona erfiður gluggi.

Næsta verkefni

Það er stuttt á milli í þessu og betur má ef duga skal. Ef við ætlum ekki að horfa fram á ömurlega vormánuði þá þurfum við að snúa þessu við og það strax. Huddersfield á þriðjudaginn, við verðum að byrja þar. Ef við tökum ekki þrjú stig þar þá skal ég byrja að tala um krísu.

59 Comments

  1. Kominn með nóg af þrjósku klopp.migs, Taa, moreno, gini,can, ox ekki í lfc classa ömurlegt lið

  2. Jurgen Klopp hefur einhvern veginn manna best lag á því að gera mig algjörlega orðlausan. Þess vegna tjái ég mig bara á lyklaborðinu það sem eftir er þessa ömurlega dags. Farðu heim að sofa Klopp svo að þú farir að hugsa skýrt og sjáir það sem allir aðrir sjá. Þú verður að taka þig verulega á ef þú ætlar að vera mikið lengur í Liverpool !

  3. Hefði verið fínt að hafa Coutinho til að brjóta upp þennan leik, nei segji svona hmm

  4. Annan leikinn í röð er Chamberlain skipt út af þrátt fyrir að vera sýnu líflegasti miðjumaðurinn okkar. Enginn að eiga góðan leik samt. Svo er bara eins og liðinu líði ekki vel með það að vera með boltann og sækja, að liðið vilji frekar verjast, vinna boltann með pressu og skora eftir skyndisóknir.

    Ef það á að detta út úr þessari keppni er svosem allt eins gott að gera það í 32ja liða úrslitum, en auðvitað væri bara langbest að vinna þetta.

    Og mikið djöfulli hlakka ég til þegar Ings skorar næst. Sá á eftir að fagna.

  5. Jæja, fokkit. Ætli það sé ekki bara best að sætta sig við það að við erum ekki líklegir til að vinna bikara, og gleðjast frekar yfir stökum sigrum.

  6. Sælir félagar

    Sá sem ber mesta ábyrgð á niðurstöðu tveggja síðustu leikja er KLopp. Framhjá því verður ekki horft. Þrjóska, vanmat, ónýt miðja o.s. frv. Virðast vera hans aðalsmerki í þessum leikjum. Hvernig menn mæta í þessa tvo leiki er líka á ábyrgð Klopp. Eftir að Firmino skorar markið þá hætta menn eins og leikurinn sé unnin.

    Varnarvinna Moreno í marki númer 2 er martröð sem virðist hellast yfir mann aftur frá síðasta tímabili. Varnartilburðir Matip þegar boltinn rúllar framhjá honum er eitthvað það ótrúlegasta sem maður hefur séð hjá varnarmanni í efstu deild. Ofmetnasti leikmaður Liverpool, af stuðningmönnum. Ég hefi hinsvegar aldrei heyrt neina aðra dást að þessum frekar slaka leikmanni. Vinna Can á miðjunni var einhver ömurlegast performans sem maður hefur séð hjá Liverpool miðjumanni á síðustu leiktíðum.

    Frammistaða liðsins í þessum tveimur leikjum er liðinu, starfsmönnum, stjóranum, sem sagt öllu staffinu og leikmönnum öllum sem að komu til skammar. Það er því miður ekkert hægt að segja annað en það. Sá sem ber mesta ábyrgð af öllum er auðvitað Klopp. Hann verður að gera svo vel að fara að líta í eigin barm. Athugið að ég gagnrýni Klopp en ég vil hafa hann áfram. Ég vil bara að líti gagnrýnum augum á sjálfan sig og skoði hvað hann getur bætt í sinni vinnu. Það er bara sanngjörn krafa eftir þennan bömmer sem hann hefur boðið uppá í síðustu tveimur leikjum.

    Hvers vegna þarf að taka Robertson út úr liðinu. Af hverju voru bæði Can og Gini á miðjunni. Af hverju var hann ekki búinn undir það að WBA mundi herja á liðið hans í bikarleik þar sem allt er undir. Af hverju halda menn að leikurinn sé unninn eftir markið hjá Firmino og fá á sig mörk í kjölfarið af því að leikmenn voru farnir að fagna í huganum, unnum leik og gleymdu að það þarf að spila leikinn. Af hverju er Mignolet í markinu sem hann er búinn að segja að sé ekki lengur aðalmarkvörður liðsins. Svona er hægt að spyrja endalaust en ekki mikil von á svörum, því miður.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Hryllilega svekkjandi og hundgrautfúlt að detta út.
    Andskotans!!

  8. Eftir að hafa horft á þennan leik og reynt að átta mig á hvað stöðu væri best að styrkja nú í janúar ef það væri hægt með einum leikmanni þá hef ég ekki hugmynd um hvað stöðu væri best að styrkja en hallast helst að því að best væri að kaupa varnarsinnaðan miðjumann til þess að verja vörninni eða sóknarsinnaðan miðju mann til að búa eitthvað til fyrir framherjana okkar en hvað veit ég svo sem feitur sófasérfræðingur.

  9. Við Púllarar getum ekki þolað þessa niðurlæingu lengur. Maður er fainn að efast um Klopp. Við sem vorum svo ánægðir þegar að hann tók við liðinu. En staðreindin er sú að það er enginn sannur Púllari í þessu liði eins og Gerrard var og nú eru það peningar sem ráða. Framtíðin er ekki björt. En áfram Liverpool.

  10. held þetta sé orðið gott hjá klopp.

    hann er ekki að fara að kaupa neitt í janúar sem þýðir að þessi hörmúng mun gánga framm á sumar.

  11. Magnað. Af hverju var Mignolet í markinu? Hvaða rugl er þessi rótering?

    Þessi varnarleikur var hlægilegur. Matip, guð minn góður. 2 töp í röð núna og gegn West Brom (19. sæti) og Swansea (20. sæti) hlýtur að vera ákveðið rannsóknarefni.

    Jæja og hér kemur verri statík: Liverpool hefur dottið út í fjórðu (!!) umferð FA Cup öll þrjú leiktímabil með Klopp… gegn West Ham, Wolves and West Brom – af þessum leikjum voru tveir á Anfield.

    Í mínum huga fór þarna eina (raunverulega) tækifæri okkar á bikar í ár..

  12. Enn ein hörmungin í þessari vörn, algjört gjaldþrot.
    Af hverju í fjandanum að setja Mignolet í markið ?
    Af hverju að taka Robertson úr liðinu
    Og af hverju í fjandanum er ekki búið að kaupa inn staðgengil fyrir Coutinho ?
    Þetta verður Klopp að svara fyrir.

  13. Er innilega sammála Eyþóri. Menn eru að segja að við séum á betri stað en í desember af því leyti að við styrktum vörnina sem var okkar helsti veikleiki og seldum sóknarmann þar sem við vorum sterkastir fyrir. Það væri óskandi að þetta væri bara svona einföld jafna. Þegar lið selja sína bestu leikmenn hefur það áhrif á víðtæk áhrif á leikmannahópinn (group dynamic). Svona aðgerð hefur andleg áhrif á leikmenn og sendir þau skilaboð til leikmanna að við erum ekki að stefna á toppinn, við getum ekki haldið okkar bestu mönnum. Í svona stöðu verður klúbburinn að standa í fæturnar og láta leikmenn virða samninga enda var Coutinho var aldrei að fara í verkfall enda HM framundan.

    Burt séð frá umræddri sölu þá nenni ég ekki að eyða miklu púðri um hversu fáranlegt það er að láta þessi viðskipti ganga í gegn án þess að vera búið að tryggja sér annan leikmann. Það er algjörlega óþolandi að klúbburinn skuli vera endurtaka sömu mistökin á leikmannamarkmaðnum trekk í trekk. Ég hreinlega skil ekki af hverju liðið var ekki búið að fjárfesta í leikmanni til þess að fylla stöðu Coutinho. Það hefði gert það að verkum að leikmannahópurinn hefði fengið “instant boost” við fráhvarf Coutinho og klúbburinn hefði sent út þau skilaboð að það kæmi maður í manns stað. Nú eru nokkrir dagar eftir af glugganum og ég hreinlega trúi því ekki að síðustu tveir leikir liðsins verða ekki wake up call fyrir eigendur félagsins og Klopp að styrkja liðið.

    Annars, veit ég ekki í hvorn fótinn ég á að stíga varðandi FSG. Ég held að það sé alveg klárt að við erum aldrei að fara vinna titla undir stjórn FSG. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá er staðreyndin sú að til þess að ná árangri þá þarf öfluga fjármagnseigendur og FSG stendur ekki undir því.

  14. Maður spyr sig hvort leikmenn séu sjálfir bara búnir að missa trúnna eftir söluna á Coutinho fyrst það var greinilega ekkert plan í gangi til að covera það. Kannski var þetta svo bara taktískt tap til að þurfa ekki að kaupa neitt það minnkaði umtalsvert leikjaálagið með þessu tapi.

  15. Er Klopp flopp? Maður spyr sig, setur Símon í markið og Moreno í liðið ásamt því að gera Can að fyrirliða hvaða helvítis rugl er það? Maðurinn jafnvel kominn til Juventus í huganum úr hóp með hann strax eða hann skrifar undir. Og ekkert á að gera í glugganum. Klopp vaknaðu ég er óður!!!!

  16. Ef við bætum ekki við liðið i jan þa munum við missa af topp 4 i vor (staðfest) hvaða topp leikmaður mun vilja koma til okkar i sumar þegar við erum ekki i meistaradeildinni? Og það verður einnig erfitt fyrir okkar að halda salah ! Gæti alveg séð Real fyrir mer fara að pissa utaní hann !

  17. 1. Nenni ekki þessari coutinho umræðu. Það er búið og gert og tekin af ástæðum sem við höfum ekki hugmynd um. Klopp er reyndar búinn að segja að þeir hafi verið búinir að missa hann, coutinho hafi gerið það til kynna að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Hvað átti Klopp þá að gera? Selja hann að sjálfsögðu. Þar fyrir utan þá get ég ekki séð að hann hefið gert neitt sem um munaði í þessum leik, því miðjan vörnin gáfu 3 mörk. Það má hins vegar alveg gagnrýna það að það hafi ekki verið keyptur leikmaður í staðinn, en kannski kemur hann. Klopp hefur hns vegar trú á þeim leikmönnum sem hann er með, og ég hef sagt það áður, það gæti orðið honum að falli, alla vega með þá leikmenn sem hann er með núna.
    2. Þetta var alveg agalegt, það verður bara að segjast. Það er hægt að rífast endalaust um taktík og liðsval en á endanum eru það leikmennirnir sem spila og framkvæma. Og nú á ég bara ekki til aukatekið orð yfir þessum leikmönnum. Ætli ég sé bara ekki að gefast upp á þeim aftur sbr færslu frá mér snemma í haust. Ef menn leggja sig ekki fram og vanda sig ekki við það sem þeir eru að gera þá skíta menn upp á bak, eins og ansi margir hafa gert sl tvo leiki. Munið samt að þessir leikmenn spiluðu nánast eins og englar gegn City. Nú þurfa menn heldur betur að líta í eigin barm og girða sig í brók.
    3. Can, Mignolet, Moreno, eiga ekki að sjást í rauðu treyjunni meir, er algerlga búinn að fá nóg af þeim þremur. Can fær séns hjá mér ef hann drullast til að skrifa undir samning núna í janúar,hausinn á honum er ekki þar sem hann á að vera.
    4. Á endanum ber þjálfarinn ábyrgð á spilamennsku liðsins og hugarfari leikmanna og þar þarf vinur minn Klopp að fara að taka sig á. Ég dýrka manninn, ég vil gefa honum tíma, ekki endalausan samt, en svona skitur fá meira að segja mig til að efast. Allt tal um að reka hann er hreinasta bull, hvern viljum við fá í staðinn? Hver er tilbúinn til að taka við þessu? Alla vega ekki Ancelotti, það er nokkuð ljóst. Og viljum við fara í einhverja de Boer vitleysu? Liðið er bara ekki nægiega vel mannað. Enginn bikar þetta árið, nú er lífsnauðsynlegt að taka 4. sætið, og með því og eitthvað áfram í CL, þá getur þetta tímabil talist sæmilegt.
    5. Ég hef trú á Klopp en ég hef ekki eins mikla trú á þeim leikmönnum sem hann er að vinna með, sem eru reyndar flestir keyptir af öðrum en honum. Ég hef trú á að hann komi til með að bæta þetta lið og koma okkur nær því að vinna titilinn stóra en það mun taka tíma.
    Ég ætla að gefa honum þann tíma því ég hef trú á honum, þrátt fyrir skitur eins og þessar tvær sem við erum búin að upplifa. Ég ætla ekki að missa trúna þó ég sé hundfúll.

  18. Það vantar einfaldlega meiri gæði sóknarlega á miðjuna. Gini og Can eru ekki sóknarsinnaðir og í raun ekki varnarsinnaðir heldur ef út í það er farið. Þeir eru bara dreyfingaraðilar á alltof háum launum. Lallana er líklegastur til að geta gert eitthvað sóknarlega en hann gagnast okkur ekkert meiddur. Galin sala á Coutinho ef Keita kemur ekki strax er svo óskiljanleg. Ox er að reyna hann má eiga það en flest allt sem hann gerir er svona bleh! of lítið of seint.
    Miðjan er veik. Svo mikið er víst.

    Ég horfi á þetta þannig að með þessum 2 síðustu framistöðum þá er liðið að sýna að það er langt í land. Lélegt tap gegn neðsta liðinu á útivelli og verra tap gegn næstneðsta liðinu á heimavelli ætti að hringja risa viðvörunarbjöllum og maður þakkar bara fyrir að næsti leikur sé ekki gegn Soto(3. Neðstir)

  19. Já…vá hvað maður þurfti að anda hratt til að ná að skrifa sig frá þessu. Því ekki ætla ég að rifja þetta aftur upp.

    Með þessu tapi þá er ljóst að við náum ekki að vinna einn af titlunum fjórum í ár og þá höfum við unnið einn slíkan síðan 2006 eftir nokkur góð ár. Deildarbikarinn 2011 þegar Dalglish var með okkur.

    Enn eitt árið verður horft til þess að á næsta ári vinnist titlar. Sorry krakkar, við erum aldrei að fara að vinna CL í vor. Það verða því a.m.k. 13 ár og einn titill þar á meðal. Frá því LFC kom upp í efstu deild erum við að horfa á fordæmalaust tímabil hjá klúbbnum okkar…á sama tíma og við hækkum stöðugt á “ríka” listanum yfir verðmætustu félögin.

    Sennilega er það til marks um nútímann að menn horfi til þess sem árangurs að hækka á þeim lista…og vissulega er hann það.

    EN SAGA LFC SNÝST EKKI UM PENINGALEGT RÍKIDÆMI HELDUR TITLA!!!!!

    Eftir kvöldið í kvöld verður twitter logandi næstu daga og umræðuþættir munu að sjálfsögðu tala um þessa 6 daga frá mánudegi til dagsins í dag þar sem Swansea og WBA rassskelltu okkur opinberlega. Sennilega á maður að vera orðinn vanur þessu.

    En það er maður ekki. Það er svo innilega ömurlegt nefnilega að eygja von sem er slökkt. Sú von lifði og dafnaði duglega eftir 4-3 sigur á City. Nú stuttu síðar er svo algerlega ljóst að inn í félagið og leikmannahópinn vantar karaktera sem heimta sigur og þola ekkert annað. Við munum örugglega fara yfir þennan leik í podcasti í næstu viku, hvort sem verður fyrir eða eftir Huddersfield. Í því síðasta fórum við yfir það hversu oft það endurtekur sig hjá LFC (og nú líka undir Klopp) að við sýnum óstöðugleika sem félag.

    Alan Pardew bara kom í alvöru á Anfield og pakkaði okkur í fyrri hálfleik. Nýtti sér það hversu grautlin miðjan okkar og hversu augljóst það er að það er engin samstilling í varnarlínunni, hvað þá þegar markmaður sem búið er að downgrade-a algerlega er settur aftan við þá.

    Þetta var virkilega vont. Liverpool FC ætlaði sér titla í ár og að taka næsta skref. Eftir þessa viku gerir maður sér vonir um að ná að standa í stað. Ég vill ekkert “Klopp out” – en ég ítreka skoðun mína frá podcasti. Hann vantar upp á leikskipulag gegn liðum sem bakka og á mjög erfitt með að breyta leikuppleggi sínu inni í leiknum. Meira að segja þegar hann loksins skipti (glæpsamlega seint) tók hann út “like-for-like” leikmenn og breytti bara því að setja Hendo aðeins dýpra og ýta Milner og Gini upp. Í seinni hálfleiknum náðum við 5 mínútna góðum kafla en vorum í raun ansi langt frá jöfnunarmarki.

    Klopp einfaldlega verður að gera betur. Þetta var enginn grís hjá WBA frekar en Swansea. Í fyrra dó klúbburinn um stund í janúar, á næstu dögum þarf að sjá til þess að slíkt hendi ekki aftur. Það að falla úr í 32ja liða úrslitum FA bikars er einfaldlega miklu verra en fyrir 2 árum og miklu, miklu, miklu verra en í fyrra því að nú er komin krafa um að stjórinn vinni eitthvað.

    Út frá því verður hann mældur í sögu félagsins. Líkamstjáning hans í síðustu leikjum bendir til þess að hann sé að efast mikið um leikmennina sína…vonandi líka eitthvað um sitt upplegg. Því þetta var ekki boðlegt…og í kjölfar Swansea-skitunnar var þetta óafsakanleg frammistaða.

    Næsta verkefni takk.

  20. Einmitt í svona leik hefði hundfúll Coutinho gert gæfumunin…….eða hvað!!!! Hann er farinn og var því ekki í boði í kvöld. Þeir leikmenn sem mættu til leiks (eða mættu ekki) eru alveg nægjanlega góðir til að klára svona verkefni, en það er hugsanlega spurning með að motivera menn rétt. Við áttum nóg af færum og fengum m.a. víti…..en úps það klikkaði. Nú er eiginlega allt búið að klikka sem klikkað getur í seinustu tveim leikjum. Vonum bara að nóg sé komið og næstu leikir vinnist með glæsibrag. Hvað sem öllu líður þá mun ég horfa á mitt lið í komandi leikjum og styðja það af heilum hug eins og ég hef gert undangengin 46 ár. Þangað til næst YNWA

  21. Er loks búinn að vakna. Ætla aldrei aftur að buast við neinu nema vonbrigðum fra þessu liði. Alltaf reynt að vera jákvæður. Skulum held ég bara allir vakna.
    Liverpool er dauður klúbbur og dautt stórveldi

  22. Eftir tæpan mánuð getum við haldið upp á 6 ára afmæli frá síðasta bikars, sem var þó aðeins litli bikarinn (2172 dagar í dag). Sú hörmungarstaðreynd hjálpar manni að líta á þennan leik og þessa keppni sem örlitla holu á allt of löngu ferðalagi á vestfirskum sveitavegi knattspyrnusögunnar.

  23. I changed my Facebook password to “Liverpool’s defence” but Facebook notified me that it’s too weak. Any advice?

  24. Andlegi þátturinn er í molum hjá leikmönnum Liverpool.

    Sumt er langtímavandamál en annað skrifast á hrikalegt brotthvarf Coutinho á miðju tímabili og sköpunarleysis-vandann sem er augljós í skarði hans á miðjunni.

    Joel Matip er kvíðasjúklingur, stöðugt með ennið beyglað í sautján hrukkur og brosir aldrei. Hefur ekki taugarnar í starfið. Enginn veit ennþá hvernig kaupin á van Dijk eiga eftir að koma út, en hann þarf betri partner og það sem allra fyrst. Staðan er sú að Dejan Lovren og Ragnar Klavan eru okkar besta miðvarðapar. Lovren spilar miklu betur í hægri stöðunni en þeirri vinstri og er þó alla vega óragur, ólíkt Matip. Ragnar Klavan er eins og Milner, hægfara en pollrólegur og spilar með höfðinu. Þe. því sem er innaní höfðinu.

    Emre Can á í mestu vandræðum með að spila heilan leik án þess að fá á sig spjald. Hann er úti um allan völl eins og hundur með njálg. Maður sem getur ekki haft betri stjórn á sér en það á aldrei að verða kafteinn. Hvernig á hann að geta leitt 11 manna lið þegar hann ræður ekki einusinni við sinn eigin haus? Sjáiði bara hvað ástandið á miðjunni batnaði mikið við að fá Henderson inná. Samt gat Hendó ekki neitt, frekar en venjulega. En tók þó stjórnina á miðsvæðinu í sínar hendur.

    Sjáiði líkamlegu hollinguna á ungu strákunum í hægri bakverðinum, TAA í þessum leik og Gomez í þeim síðasta. Uppgjöf, vantrú, taugatitringur. Niðurlútir og án sjálfstrausts þegar eitthvað mistekst hjá þeim. Þá vantar andlegan stuðning í hrygginn. Skrifast á Klopp.

    Moreno þjáist af því sama og Can. Er í rauninni bara að spila fyrir sjálfan sig og gleymir liðsheildinni. Aftur og aftur. Fyrirgjafirnar voru ömurlegar hjá honum og hann líka átti sök á marki. Robertson er miklu betri en hann og á að vera í vinstri bak það sem eftir er tímabils.

    Spurning hvort Klopp þyrfti ekki líka að fá smá yfirhalningu hjá sálfræðingnum?

  25. Gleymdi Gini Wijnaldum. Sem er reyndar mjög lýsandi…

    Hann ógnar aldrei. Spilar bara seif á næsta mann og vonar að einhvern annar finni uppá einhverju sniðugu. Í útileikjum er hann stundum bara fáránlegur, felur sig og reynir að snerta boltann sem minnst. Skánaði þó umtalsvert þegar hann losnaði við þýska sjefferinn með ormavandamálið. Fór þá aðeins að reyna meira. En hann þarf árskort hjá sálfræðingnum. Eða kannski bara annað lið.

  26. Strákar, af hverju þessi upphróp og köll. Klopp út og svo framvegis, lélegir leikmenn og svo mætti lengi telja. Ég vona svo sannarlega að sumir ykkar neikvæðustu starfið alls ekki við þjálfun eða eitthvað uppbyggilegt, það væri meiri hörmungin.
    Liðið okkar Liverpool er hörkugott og hefur sýnt það margoft að á góðum degi stendur það jafnfætis bestu liðunum. Þetta er miklu frekar hugarfarið og uppleggið en ekki leikmennirnir eða geta þeirra. Ég vill ekki sjá neinn nýjan leikmann í janúar glugganum enda verður það tæplega úr þessu. Miklu frekar að unnið sé í hausum leikmanna og líka Klopp. Vanmat virðist vera virkilegt vandamál og það virðist ganga illa að uppræta þann veikleika. Eins er hitt líka rannsóknarefni af hverju haugur af liðum spilar alltaf sína bestu leiki gegn Liverpool og geta svo ekki neitt í næstu leikjum.
    FA bikarinn er farinn í vetur en árið þarf ekki að vera ónýtt þrátt fyrir það. Nú verður erfitt að kenna leikjaálagi um framhaldið þó vissulega séu amk tveir leikir eftir í CL. Liverpool er margfrægt Evrópukeppnislið og hefur jafnvel sum ár staðið sig afburða vel á þeim vígstöðum þó erfiðlega gangi heimafyrir. Vissulega hefði ég viljað sterkara lið í 16 lið úrslitum því erfiðleikarnir virðast alltaf gegn liðunum þar sem Liverpool á að vera “sterkara”. Held þó að menn hljóti einhverntímann að læra og þá er ekki að spyrja að leikslokum.
    Áfram Liverpool og Klopp.

  27. Er þetta rétt? Undir J. Klopp í FA Cup.
    2015/2016 – Tap í 4. umferð gegn West Ham
    2016/2017 – Tap í 4. umferð gegn Wolves
    2017/2018 – Tap í 4. umferð gegn WBA

    Verðum bara að forðast lið sem byrja á stafnum W.

    Annars hef ég miklar áhyggjur af liðinu. Eins og það var gott fyrir sjálfstraustið að vinna City þá eru 2 töp fyrir Swansea og WBA mikið högg. Gæti orðið stressleikur á þriðjudag á móti Huddersfield á útivelli. Janúar bölvunin er heldur betur á lífi.

  28. kanski er þetta allt rétt hjà þér nafni #33 en mín skoðun er sú að á meðan við erum ekki með öflugan fyrirliða sem öskrar liðið áfram inn á vellinum þá verður þetta bara höfuðlaus her

  29. Þetta VAR dæmi þarf eitthvað að þróa. Algjörlega vonlaust svona.

  30. Jæja…. þetta er erfitt það er ógeðslega mikið sem kemur upp í hugan og flest vel yfir 18 plús…
    Rautt merki alla leið…

    Nú vona ég að liverpool fari vel yfir framhaldið…
    Núverandi hópur komi sér á réttu brautina
    Það er ánn gríns ekki sjón að sjá suma þarna og búið að vera lengur en bara síðustu tveir leikir..
    Og það höfum við öll séð en lítið rætt það meðan úrslitin voru góð.

  31. Úff þetta var afleitt. Sammála Magga með skiptingarnar. Ég hefði viljað Henderson inn á í hálfleik bara fyrir hugafarið.
    Þetta var nú ekki Mignolet að kenna en kannski er kominn tími á það að fá inn nýjan mann í markið sem er ekki með þessa ógæfuáru sem fylgir bæði Mignolet og Karius.
    Ég hef séð eitthvað til Bernd Leno og hann er mjög góður. Er einhver ástæða fyrir því að hann er aldrei nefndur sem líkleg kaup? Hann er líka ekki í CL þetta árið held ég.

  32. Hvað segja þeir núna sem vildu að Liverpool myndi láta Can fá nýjan samning – hann er búinn að vera hörmulegur síðust leiki og til skammar að hann skuli vera fyrirliði – Juventus má fá hann frítt mín vegna en ég efast að þeir vilja fá hann eftir þessa frammistöðu

  33. Nú þarf þjálfari okkar góður að sýna hvað í honum býr. Can er farinn annað það sást alla leið til Ítalíu í kvöld. Ég held að það sé eitthvað móralslegt að hjá félaginu því menn verða ekki lélegir í fótbolta á einni nóttu svo mikið er víst. varnarlega þá hætta menn að elta uppi of snemma og leyfa anstæðingum að hlaupa með boltann eins og þeir bara trúi ekki að Þeir geti komið honum inn í markið því að anstæðingurinn er svo lélegur, menn sem hafa einhvertímann spilað fótbolta vita það að anstæðingurinn skuli fá að hlaupa svona í gegnum varnir anstæðinganna óáreittir eins og gerðist í tveimur fyrstu mörkunum…. Vá ég fattaði allt í einu að það er ekki til neins að vera tjá sig um þetta því það mun ekki breyta neinu. En tökum næsta leik eða bara ekki ?

  34. Þetta er ljóta helvíti vælið altaf í okkur ef það tapast leikur þá á að henda helmingnum af liðinu reka stjórann og skifta um eigendur.
    Það er ekki mörg ár síðan liðið var nánast gjaldþrota og með þjálfari sem síðan tapaði fyrir litla Íslandi á EM spurning hvort við viljum hann aftur, fyrir mína parta vil ég ekki skifta á herra Klopp og neinum öðrum þjálfari í heiminum. Ekki áttuð þið von á að að okkar menn myndu ekki tapa leik í allan vetur eða hvað og þið sem viljið reka Klopp hvern sjáið þið fyrir ykkur sem gæti komið og spilað heilt yfir skemtilegri fótbolta en Liverpool geri svona yfirleitt.
    Að lokum þá er allt í lagi að gagnrýna liðið en þetta eilífa skítkast út í leikmenn og þjálfara er okkur sem Liverpool aðdáendum til skammar.
    Amen.

  35. Segi svona að ef Klavan væri Brassi þá bæri hann fyrsti hafsent hjá okkur. En hann kostaði bara 4,5 milljónir punda .Hvað er herra Klopp að hugsa ? Ekkert.

  36. Vá hvað menn eru eitthvað neikvæðir hér. In Klopp we trust. Ég meina við vorum bara alveg hrikalega óheppnir og ekki gleyma því að andstæðingarnir voru nú ekkert slor, WBA! Ég meina það er engin skömm að tapa á móti þeim á Anfield. Þetta er alveg hörkulið og gríðarlega öflugir sóknarlega. Hafa reyndar verið frekar óheppnir í deildinni og staða þeirra í deildinni segir ekkert um raunverulegan styrkleika þeirra.

    Ég er alveg viss um að ef við gefum Can og Wijnaldum svona 55 leiki í viðbót saman ´í byrjunarliði á móti liðum í neðri hluta deildarinnnar þá fari þetta að smella hjá þeim. Þeir voru báðir bara einstaklega óheppnir í kvöld, já,já. Hendum í alvöru samning handa Can og borgum honum svona 200 k á viku. Þá á hann eftir að hrökkva aftur í gang, engin spurning. Allt þetta tal um að hausinn á honum sé kominn til Ítalalíu er bara tóm vitleysa, já, já.

    Já, by the way, ég er löngu búinn að gleyma Coutinho! Hver saknar hans?? Enginn. Seljum líka Sturridge og jafnvel 1 – 2 í viðbót. Við erum með svo frábæra breidd og þurfum ALLS EKKI að styrkja hópinn í janúar. Þetta er allt að koma.

    Afsakið á meðan ég æli!

  37. Mikið að og Karius búinn að fá á sig 7 mörk í 3 leikjum, sér klopp ekki að hann er ekki að gera góða hluti í markinu og Fermino er ekki framherji fyrir fimmaura. Þetta er orðið drasl lið.

  38. Vá róa sig gæðingar, Þið eruð ótrúlegt fólk. Drullið hér yfir lið sem er nýkomið úr 18 leikja taplausri hrynu.
    Ekki vildi ég þurfa að treysta á ykkur ef á móti blési í lífinu.

    Standið með ykkar liði! ef þið eruð sannir stuðningsmenn!!!

  39. Sorglegt tap staðreynd en strákarnir reyndu síðustu tuttugu mín, ég kallaði eftir þrefaldri skiptingu í hálfleik en hún kom í kring um 65 mínutu og það sýndi sig, inn komu ferskari fætur og það vantaði ekki mikið uppá þetta og líklega hefði þetta klárast ef ekki væri fyrir flottan leik hjá Foster í markinu hjá þeim. Hvenær skyldum við sjá það næst á prenti að markvörður Liverpool hafi átt stórleik hvað þá góðan leik ? Ég fer að halda að það sé eitthvað mikið að í markmannsþjálfun hjá okkur án þess að ég skrifi mörkin á Migno, óöryggið hans í markinu smitast í varnarlínuna þar sem hann varla kemur út í nokkurn bolta hvað þá ver einn á móti einum enda rúinn trausti stjórans sem aðra stundina setur hann nr. 2 en hendir honum svo inn í byrjunarliðið nánast í næsta leik.
    En það kemur alltaf annar leikur og sem betur fer er stutt í næsta leik og kannski hafa þeir sem stjórna séð að það verður að versla eins og einn eða tvo toppmenn til að venja þá við ensku deildina fram á vorið svo þeir verði tilbúnir frá fyrstu mínutu á næsta tímabili því jú “það kemur alltaf næsta tímabil” eins og við Poolarar eigum að vera farnir að þekkja, frasi sem við þurfum ansi oft að nota í lok janúar þegar flestar brýr að baki okkar eru skaðbrenndar. Við þurfum þó ekkert að örvænta ennþá , erum enn inni í baráttunni um 4ða sætið í deildinni og með í meistaradeildinni í það minnsta tvo leiki í viðbót.

  40. Klopp þarf að gera Mignolet greiða og setja hann á sölulista á morgun og hann fær þá séns að spila fyrir þjálfara sem treystir á hann .
    Svo þarf annað hvort að setja allt traust á Karius og Ward eða leggja allt í að fá Allison frá Roma.
    Það er ekki hægt að fara með markmenn eins og Klopp er að gera. Hann er nýbúinn að segja að Mignolet sé ekki nægilega góður með því að gefa það út að Karius sé orðin fyrsti kostur í markið, svo einum leik seinna er Mignolet kominn aftur í markið.
    Hvaða andskotans þvæla er þetta endalaust með þessa markverði.
    Er eitthvað annað stórlið sem fer svona með markverðina sína.

    Svo er alveg galið að hreyfa svona við vörninni, í 4 manna vörn og markverði var gerðar 3 breytingar, skipt um báða bakverðina og markvörðin.
    Klopp.. finndu markvörðinn þinn og þessa 4 varnarmenn og spilaðu þeim saman út tímabilið
    Hætta þessari helvítis róteringu í öftustu línu.

  41. Flottar pælingar í þessum pistli og eiga allar rétt á sér. Ég vildi helst fá að sjá tölfræðina yfir það hvernig við skorum mörkin í ár. Það myndi ekki furða mig ef 90% af mörkunum hafi komið eftir hraðaupphlaup/aukaspyrnur frá Coutinho því ekki getum við skorað gegn liðum sem mæta okkur og hafa 10 menn í vörn. Til þess þurfum við að hafa meira en þrjá frábæra sóknarmenn; td að hafa miðju(!!)

    Það er sorglegt að horfa upp á liðið vera rústað á miðjunni af Grzegorz Krychowiak og Gareth Barry; sá seinni er að fara á eftirlaun fljótlega. Ef þetta er ekki eitthvað sem Klopp hefur áhyggjur af þá er hann alls ekki rétti maðurinn í verkefnið. Hann samt náði að kenna vörninni um þetta í gær vitandi að til að virka vel sem lið þá þarf vörnin:

    a) sannfærandi GK fyrir aftan sig sem hægt er að treysta á að hreinsi upp bolta sem koma inn fyrir og skipi mönnum fyrir. (VVD hefur sést öskra á GK nokkrum sinnum sem sýnir að það er eitthvað að). Rótering á GK er það síðasta sem maður gerir en Klopp sér það sem fyrsta verk. Áhyggjuefni.

    b) Miðjan er og hefur alltaf verið lykillinn að góðum liðum sama hvar í tímann þú lítur. Þetta er tenging á vörn og sókn og ef lið er ekki tilbúið þar þá er málið dautt og leikurinn tapaður. (Sönnunargagn nr. 1 – Leikurinn í gær). Við fórum að spila betur eftir að við gerðum 3breytingar á sama tíma seint í leiknum enda Can tekinn útaf eftir að tvíeykið ógurlega Grzegorz Krychowiak og Gareth Barry rústuðu honum.

    Ég veit að það eru margir hérna inni sem vilja ekki heyra að stjórinn sé gagnrýndur en það er bara ekki komist hjá því að gagnrýna hann. Smá saga.

    Ég fékk BT Gas sérfræðing í heimsókn sl föstudagskvöld (bý í UK….of course) en ég þarf að skipta um hitakút sem er orðinn of gamall. Það dugði ekki BT að senda til mín venjulegan mann heldur senda þeir bróðir hans Peter Moore (Liverpool CEO!) til að klára þetta verkefni. Mjög næs gaur og ég gat ekki setið á mér að spyrja hann hvað hinum fyndist um Liverpool. Hann sagði að hann fengi lítið upp úr bróður sínum annað en frítt á alla leiki + hospitality treatment (sem er ekki slæmt!). Hann tjáði mér einnig að honum fyndist eins og að þessum Coutinho pening sé búið að eyða í Keita/VVD en hann kom inn á annan punkt sem mér fannst athyglisverður og í raun það sem mig grunaði alltaf. Hann sagði allavega að eigendur Liverpool láti Klopp fá allt það sem honum vantar en þetta stoppi alltaf á Klopp. Hvort sem að þetta hafi lekið frá bróður hans eður ei veit enginn. True story!

    Ég var farinn að horfa til Klopps og beina gagnrýni á hann fyrir að gera ekki eitthvað í hópnum sem greinilega er ekki nægilega sterkur. Sú gagnrýni minnkar ekkert eftir þessa frammistöðu. Það að klára ekki sumarinnkaupin almennilega enn eina ferðina er eitthvað sem verður að fara að hætta. Öll önnur lið virðast geta keypt en ekki við.

    ManCity er gott dæmi um hvað Klopp þarf að gera. Þeir sugu feitann sl tímabil og Pep tók fram skúringafötuna yfir sumarið og fékk óútfyllta ávísun (sem Financial Fair Play veit ekkert um greinilega!) og keypti það sem honum fannst rétt. Það tók hann þetta sumar til að gera það sem þurfti og bæta inn mönnum sem fylla skarð þeirra sem greinilega gátu það ekki og ég efa að þeir hafi eytt miklu meira en við.

    Hvað gerir Klopp? Hann faðmar bara sína leikmenn áfram og er mjög sáttur með sinn hóp sem trekk í trekk veldur honum vonbrigðum. Það er hægt að varalita svín en það verður alltaf svín eftir sem áður. Mignolet og Karius báðir miðlungs markverðir á góðum launum. Pep hefði losað sig við þá. Moreno er trúður en ekki fótboltamaður. Pep hefði gefið hann. Pep hefði einnig keypt nýja miðju og gert þær ákvarðanir sem þyrfti að gera. Fótbolti er business og enginn tími til að vera með rugl.

    Ég held að Liverpool þurfi annað hvort nýjan stjóra eða gaur sem kaupir inn leikmenn fyrir Klopp eins og var hjá Dortmund. Klopp er frábær þjálfari en það virðist vera að hann sé ekki að gera mikið utan þess. Vildi óska að hann afsannaði að.

  42. Ég er farinn að halda að við eigum meiri möguleika á að vinna meistaradeildina heldur en FA cup. Í meistaradeildinni erum við allavega að mæta sterkum liðum sem Liverpool gengur nú yfirleitt betur með en litlu liðin sem við fáum oft í FA cup.

  43. Það var slúðrað um það að kaupa framherja frá WBA, en ættum við ekki að kaupa markmanninn sem er að mínu áliti einn sá besti í deildinni.

  44. Fólk er talsvert í því að óskapast út í varnarleikinn. Munum samt að við vorum að láta Moreno spila 90 mínútur eftir tæpa tvo mánuði í meiðslum, þetta var hvað annar leikurinn sem van Dijk og Matip spila saman? Já og svo var Trent í hægri bakverði, rétt nýstiginn upp úr akademíunni. Svo með Mignolet í marki, nýbúinn að fá það í andlitið frá Klopp að hann sé ekki lengur nr. 1.

    Auðvitað var vörnin óörugg.

    Leyfum Klopp að klára að stilla vörninni upp eins og hann vill, ef hann vill skipta um markvörð þá á hann að fá það. Ef hann vill nota Karius þá á hann að fá að gera það. Láta menn spila sig saman. Gefum van Dijk sama svigrúm til að fóta sig í liðinu eins og við gefum Chamberlain (þá er ég að meina þann í karlaliðinu…) og Robertson.

    Það er frekar miðjan sem ég hef áhyggjur af. Can á útleið, Henderson full meiðslagjarn upp á síðkastið, Gini á það til að hverfa, Milner á leiðinni á elliheimilið. Nú vil ég að Keita setjist niður með Leipzig mönnum og segi þeim það sama og Coutinho sagði við Klopp. Fá hann inn eins fljótt og hægt er. Ég held að úrslitin í gær megi að stóru leyti skrifa á miðjuna, eða a.m.k. alls ekki eingöngu á vörnina.

    Eitt tap eftir 18 leiki án taps? Ekkert til að missa sig yfir. 2 töp í röð eftir 18 leiki? Visst áhyggjuefni. En best að taka það fram að Klopp hefur allan minn stuðning. Þó hann sé ekki fullkominn.

  45. Hvað sóknarmöguleikar voru á bekknum í gær? Jú Ings sem hefur ekki skorað mark í rúm tvö ár og Dominik Solanke sem hefur ekki ennþá skorað í fullorðinsleik á enskri grundu. Þetta er djók.

  46. #54 Daníel, hvað á hann að fá mörg ár til að stilla saman vörnina ? þetta er hans lið, þetta er eins og hann vill hafa þetta og ber þar af leiðandi fulla ábyrgð á þessari skitu.
    svo skil ég ekki þessar hrútskýringar hjá þér,, ef moreno er ekki buinn að spila 90 min i 2 mán, afhverju i fjandanum er hann þá að byrja þennan leik og spila 90 min ? skiptir engu hvort trent sé nýstiginn uppúr akademíunni, ef hann er ekki tilbúinn að spila fullorðinsbolta, þá hefur hann ekkert að gera með það að byrja svona leik.
    þetta er liðið hans klopp, þetta eru allt leikmenn sem hann er búinn að fá til félagsins eða hefur viljað halda, hann hefur enga afsökun lengur

  47. Búið að staðfesta að E.Can fer, tekur free transferið á þetta og má skrifa undir hjá hæstbjóðanda. Ég myndi þá bara segja fck it og borga Leipzig nokkur einbýlishús og fá Keita strax. Leyfa honum að kynnast liðinu og vera til taks 100% frá fyrstu mínútu á næsta tímabili.

  48. #56 jón björn: ég er að tala um þá staðreynd að van Dijk kom til liðsins núna um áramótin, og hann og Matip eru rétt að byrja að kynnast, þetta var líklega þriðji leikurinn þeirra saman. Eða finnst þér eðlileg krafa að þeir bara smelli saman í fyrsta leik?

  49. Klopp ber fulla ábyrgð á liðinu og einnig þeirri staðreynd að hann hefur ekki viljað eyða til að bæta það þrátt fyrir að honum sé frjálst að eyða pening. Svo er enginn að væla eftir 18 leiki án taps og svo allt í einu tvö töp. Fólk er að furða sig á því hvernig svona skita geti átt sér stað tvo leiki í röð gegn liðum sem eru slök. Easy. Liðið langt frá því að vera gott.

Liðið gegn WBA

Eitt skref áfram, tvö aftur á bak. – Breiddin, miðjan og Van Dijk.