Swansea 1 – 0 Liverpool

Mörkin

1-0 (40) Mawson

Leikurinn

Fyrri hálfleikur var ekki góður hjá okkar mönnum. Það svosem hjálpaði ekki að Swansea stilltu upp eins og liðin úr neðri hluta deildarinnar hafa að jafnaði gert: nánast allir leikmenn á bak við boltann. Það var líka eins og hinir rauðklæddu væru kærulausari en að jafnaði. Þeir fengu nokkur færi: Mané fékk sendingu inn á teiginn þar sem hann var á auðum sjó, en missti boltann frá sér og eftir krafs milli hans og Fabianski slapp boltinn út úr teig. Salah fékk færi sem hann afgreiddi afar snyrtilega yfir. Virgil van Dijk fékk frían skalla eftir horn en skallaði framhjá. Á einum tímapunkti var Matip orðinn fremsti leikmaður í sókninni sem segir kannski hversu framarlega lærisveinar Klopp lágu, en sú sókn endaði með að Fabianski varði skot frá Oxlade-Chamberlain.

Það var svo á 40. mínútu að við fengum að sjá kunnuglega sjón. Swansea fengu horn, van Dijk skallaði frá en beint til hvítklæddra sem voru nálægt vítateigspunktinum og skot frá Mawson rataði beint í hornið. Karius má svosem eiga það að hann skutlaði sér á eftir boltanum, en fékk ekki ráðið við neitt. Erfitt að sjá hvort það hafi verið gerð einhver afgerandi mistök í þessu marki, en líklega hefði van Dijk átt að koma boltanum meira afgerandi í burtu.

Í lok hálfleiksins sluppu svo Salah og Mané í gegn en auðvitað skaut Mané framhjá.

Semsagt: hálfleikur þar sem liðið fékk fá tækifæri til að beita skyndisóknum, og í þeim tilfellum þar sem liðið fékk færi var nýtingin bara alls ekki nógu góð.

Það var aðeins líflegra Liverpool lið sem mætti til leiks í síðari hálfleik. Nokkur hálffæri létu á sér kræla: Robertson átti stórhættulega fyrigjöf sem var örlítið of innarlega, Salah tók aukaspyrnu á 60. mínútu sem var líklega á leið í þverslá þegar markvörðurinn blakaði boltanum yfir.

Á 68. mínútu kom Lallana inná fyrir Oxlade-Chamberlain, og það mætti alveg færa rök fyrir því að Winjaldum hefði e.t.v. frekar átt að skella sér á bekkinn. Hann kom hins vegar útaf 5 mínútum síðar, og í staðinn fengum við að sjá Danny Ings nokkurn. Hann fékk svo ágætt færi á 77. mínútu en skotið var ekki alveg nógu fast.

Síðasta korterið var svo reynt til hins ítrasta, og það munaði bara millimetrum á síðustu sekúndum leiksins þegar Firmino átti skalla í stöng, sem svo lenti fyrir fætur Lallana, en inn vildi boltinn ekki. Úr síðasta horninu náðist ekki að skora, þrátt fyrir að jafnvel Karius væri kominn í sóknina.

Bestu/verstu menn liðsins

Það er erfitt að ætla að draga einhvern sérstaklega útúr. Liðið einfaldlega fann sig ekki. Enginn eitthvað sérstaklega á tánum, en enginn heldur á skotskónum. Hvernig Klopp tókst að mótivera liðið upp í að vinna City í síðustu viku en tapa svo fyrir botnliðinu er hins vegar rannsóknarefni, og ég ætla því að segja að hann hafi átt versta daginn.

Umræðan

Byrjum á fróðleiksmolum: þetta var í fyrsta skiptið sem úrvalsdeildarlið stillti eingöngu upp leikmönnum sem eru fæddir árið 1990 eða síðar. Þetta var líka leikurinn sem endaði runu af 18 leikjum án taps.

Nú hlýtur umræðan að snúast um það hvort salan á Coutinho hafi verið réttmæt, og hvort það þurfi ekki að finna einhvern sem getur búið til eitthvað upp úr engu gegn svona liðum, rétt eins og hann gat oft á tíðum. Ég hefði t.d. alveg séð þessa aukaspyrnu inni hjá betri aukaspyrnumanni, svona sem dæmi.

Það er a.m.k. alveg á hreinu að meistaradeildarsætið er ekki á nokkurn hátt tryggt í vor, og ef það koma mikið fleiri svona leikir, þá einfaldlega missum við Tottenham og/eða Arsenal framúr. Mjög einfalt.

Það eru ekki miklar líkur á að við sjáum neitt mikið skemmtilegri leik um helgina, þegar WBA koma á Anfield. Þar má reikna með eins og einni eða tveim rútum. Vonum samt það besta.

63 Comments

  1. ælir félagar

    Þessi frammistaða var ömurleg. Þessum aumingja mönnum virðist meira og minna fyrirmunað að hitta á markrammann. 20 skot ca. Og 3 eða 4 á rammann? Sendingar til baka voru fleiri en fram á við, hvernig svo sem það er hægt. Frammistaða allra leikmanna Liverpool fer í sögubækur sem einhver andlausasta og þreklausasta sem maður hefur séð í vetur. Enginn þorði að taka af skarið og enginn hafði sköpun eða frumkvæði til að gera neitt.

    Ég er gersamlega brjálaður yfir þessari reglu sem liðið hefir komið sér upp. Þegar menn hafa unnið ótrúlegan sigur á verðugum andstæðingi (MC) þá mæta menn á útivöll neðsta liðsins í deildinni og skíta svoleiðis uppá bak að þeir verða allir alla næstu viku að þrífa sig og dugir ekki til. Hverslags mótivering er þetta eiginlega eftir sigurleik á efsta liðinu. Þetta er fullkomlega ömurlegt hjá öllum sem að þessum leik komu.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Þessi úrslit eru einfaldlega til háborinnar skammar fyrir Jurgen Klopp !

  3. Þegar við erum að nálgast ManUtd, þá tökum við upp á þvi að selja Coutinho á meðan þeir kaupa Sanchez…

  4. Færsla númer fimm er ástæðan fyrir því að Manchester Utd hefur verið betra en Liverpool undanfarin 30 ár og munu verða það með þessu áframhaldi.

  5. Sorglega léleg frammistaða og til háborinnar skammar, takk og bæ

  6. Liðið okkar átti ekki góðan dag og fengu einfaldlega það sem þeir áttu skilið því að það er ekkert sem heitir örlög, heppni eða óheppni.
    Liverpool voru með boltan 70%
    Liverpool fengu nokkur dauðafæri (Salah einn í gegn, Mane einn gegn markverði, Firminho í lokinn)
    Liverpool fengu nokkur háflfæri (Ings með skot, Ox með skot fyri utan, Salah með skot inn í teig, Robertson sem sendingu fyrir sem var aðeins of föst, Dijk með skalla rétt framhjá, Salah með aukaspyrnu sem var vel varinn)

    Swansea fékk …. ja bíddu þeir fengu já þeir skoruðu mark. Það var hornspyrna þar sem Dijk vann boltan en skallaði inn í teig þar sem boltinn hrökk til Swansea kall í mikili þvögu sem sendi boltan alveg út við stöng(Karius átti ekki break).

    Þetta var mjög sárt en svona er þessi helvítis fótbolti. Við náðum nokkrum sinnum að opna þennan varnarmúr, við fengum færi á meðan að heimamenn náðu varla tveimur sendingum inná okkar vallarhelming en eina sem skiptir máli er að við fengum 0 stig og það gerir mann bæði leiðan og reiðan.

    Það átti engin góðan leik hjá okkur í dag.
    Varnarlínan hafði mjög lítið að gera og Karius hefði getað borgað sig inn á leikinn því að hann var áhorfandi. Bæði Gomez og Robertson hefðu samt mátt koma með betri fyrirgjafir en ég vill benda á hvað miðverðinir okkar voru öruggir á boltan(muniði eftir Sakho/Klavan/Lovren sem ég efast um að ná að halda bolta á lofti meira en 10 sinnum).

    Miðjan okkar átti ömurlegan dag.
    Winjaldum er duglegur og góður að vinna boltan en í dag vantaði okkur skapandi leikmann og hefði Lallana mátt koma fyrir.
    Can mættir í stóruleikina en á ALLTOF marga svona leiki í dag þar sem það virðsit fátt ganga eftir hjá honum.
    Ox einfaldlega náði sér ekki alveg á strik í dag. Hann var að reyna en hraðinn hann nýtist illa gegn liðum sem pakka.

    Sóknarlínan okkar fékk tækifæri til að skora mörk en gerði það ekki og fær því lélega einkun. Það pirraði mann líka hvað Salah átti margar lélegar hornspyrnur, fór illa með færinn og tók rangar ákvarðanir. Mane var í svipuðum gír nema án hornspyrna. Firminho var að reyna að fá pláss og var farinn að draga sig alltof mikið tilbaka.

    Mér fanns Lallana/Ings koma ágætlega inn í þetta. Lallana líður vel með boltan og Ings er áræðin og náði að koma sér í ágæt færi sem var vel varið.

    Djöfull er þetta fúlt og maður fer að hugsa um að þetta sé svo týpíkst Liverpool og að við lærum aldrei en svo mann maður líka eftir því afhverju þetta er skemmtilegasta íþrótt í heimi(þótt að manni líður núna eins og þetta sé heimskulegasta og ógeðslegasta íþrótt í heimi) útaf því að öll lið eiga séns. Það þarf ekki nema eitt fast leikatriði til að tryggja þér sigur og það gerðist í dag.

    Staðan er einfaldlega þannig að Liverpool missti af tækifæri til að komast frá Tottenham en við sitjum samt enþá í 4.sæti með 2 stiga forskot á þá .

    YNWA – nóg eftir af þessu og þetta var einfaldlega skita í dag en ég hef margoft séð Liverpool leika verra en þetta og enda með 3 stig með því að skapa minna og fá fleiri færi á sig.

    p.s Dómarinn á engan sök á þessu tapi okkar en leiktöfinn var rosaleg í síðari og hefur maður sjaldan séð annað eins. Dómarinn bendir á klukkuna og gefur tilkynna að hann bæti bara við (4 mín alltof lítið miða við leiktöf í 45 mín og skiptingar) en málið er að Swansea menn eru að drepa niður allt tempó í leiknum og hefði eitt gullt spjald geta látið leikinn ganga.

  7. This sums up LFC in a nutshell, abject performances with no quality against sides who will ultimately be in the championship. Sell you best creative player, refuse to replace him and tonight’s only the beginning of what our season will end up. DISGUSTING PERFORMANCE

  8. We take from the rich and give to the poor ætti að vera einkunar orð þessa furðuskrítna klúbb sem við höldum með í dag þeir eru svo korter í þroskahefta að það er fáranlegt.

    Fyrir viku létum við besta ósigrandi lið deildarinnar líta illa út í dag viku seinna skítum við uppá bak á móti liði sem er búið að vera skíta uppá bak síðustu mánuði.

    Það þarf eitthvað mass sálfræðingashitt á liðið það þarf ekkert að þjálfa vörn eða eitthvað slíkt það er ekki vandamálið það vantar WINNER MENTALITY í þetta lið þó að klúbburinn sé vanur því sögulega þá eru örfáir í liðinu sem vita hvað það er!

    Klopp þarf að koma með útskýringu á því hvers vegna liðið okkar getur ekki unnið liðið í 20. sæti.

  9. Þessi leikur var einfaldlega versta frammistaða frá því Klopp kom. Óafsakanleg uppstilling á þessu liði, hryllilegur fyrri hálfleikur með engu tempói, vonlausri pressu og samsafni af endalausum sendingum inn á svæði sem ekkert hjálpuðu til og síðan fullkomlega kjánalegum varnartilburðum þar sem sérstaklega Joe Gomez og Virgil karlinn slakir.

    Virgil á svo þetta mark, fyrst tvær lélegar hreinsanir sem gefa horn sem áttu ekkert að verða og svo æðir hann inn í skallaboltann yfir Gomez og nikkar inn á Swanseamanninn sem fær stoðsendingu.

    Það að Klopp skipti ekki strax í hléi var óvænt…eða ekki…svo kemur kortér af linum fótbolta og hann ákveður að taka Ox útaf. Það fannst mér óskiljanlegt með Gini og Can báða inná. Það var kjánalegt að byrja þeim báðum, rannsóknarefni að skiptingin ætti ekki við um þá.

    Lítið lagaðist þangað til Bobby skallaði í stöng og synclaus Lallana kláraði reboundið. Við töpuðum fyrir liði sem við unnum 5-0 í desember og viku eftir að hafa unnið stærsta sigurinn í vetur.

    Vá hvað ég er fullkomlega sár með þetta. Við ræddum þetta í podcasti liðinnar viku, mikilvægi þess að sýna fram á það að liðið væri orðið alvöru lið sem gerði alvöru atlögu að 2.sæti þessarar deildar.

    Eftir þessa ömurlegu frammistöðu lýsir Daníel stöðunni rétt, við erum búnir að missa Chelsea framúr, eigum nú 2 stig á Tottenham. Þvílíkar sveiflur í kringum þetta lið, ég var svo að vona að þetta væri u.þ.b. að líða frá. En svo er ekki.

    Ég stend við það sem ég sagði eftir söluna á Coutinho. Ef að við kaupum engan í janúar verð ég hundfúll. Með allri virðingu fyrir því að Danny Ings á allt gott skilið þá er hann ekki svar við neinu…og ef að Sturridge er líka að fara þá minnkar nú ekki pressan á það að finna mörk.

    Ég var að vona að við fengjum Naby Keita, fyrst og síðast af því mér finnst miðjan okkar grautlin og hjálpi engu sóknarlega á kvöldi eins og í kvöld. Klopp á auðvitað stóran þátt í því með því að setja Can og Gini saman í leik þar sem rútu var stillt upp. Hann virðist vera að látast úr þrjósku Klopparinn með það að þeir bara eigi að fá að rúlla áfram sóknarleik þó þeir skori vart mark eða leggi upp.

    Það er líklega best að ergja sig ekki mikið meir hérna. Þetta var bara óafsakanlega léleg frammistaða liðs sem ég hafði svo miklu meiri væntingar um en í raun ég átti að hafa. Það vantar ofboðslega mikið greinilega uppá það að liðið sé tilbúið í meira en ágætis run og inn á milli geggjaða leiki.

    Þroskinn er einfaldlega ekki nægur í meira.

    Og í fyrsta sinn ergi ég mig mjög á þrjósku og uppleggi Klopp. Þetta tap á hann að stórum hluta. Því miður.

  10. Swansea með 2 skot á mark, eitt mark. Þessi tölfræði virðist ekkert breytast, sama hvor trúðurinn er í marki Liverpool ! Andlaus frammistaða og þetta er uppskriftin á því að vinna Liverpool. Svona verða líka næstu tveir leikir hjá okkur, gegn wba og huddersfield.

  11. Seljum Kút. Kaupum ekkert í staðinn. Utd með mun breiðari hóp bætir Sanchez við. Þetta hlýtur að stuða leikmenn. Ætlar Liverpool að fara í heilt season með firmino a toppnum með solanke og ings bakkup??Ekki er studge notaður. Mun Liverpool aldrei hætta að selja bestu mennina sína? Utd ekki misst toppmann síðan 2009. Þetta er ástæðan fyrir tapi Liverpool í kvöld.

  12. Vondur leikur.. move on, ég sé Liverpool vinna næsta leik.

    Flensa í hópnum í vikunni og mögulega hefur það haft áhrif á orkustigið sem og þungur völlur.

    Enginn heimsendir að tapa einum leik, sama gegn hverjum, en það getur hratt orðið vont ef liðið svarar þessu ekki strax í næsta leik og leikjunum þar á eftir eins og liðið gerði eftir síðasta tap.

  13. Horfi á skjáinn tómann
    Eftir þetta drullu flopp
    Sé bara ekki sómann
    Að skrifa þetta “allt” á Klopp.

    #nýtafærinoghittamarkið

  14. Danny Ings mun troða sokk uppi í marga hérna á næstu mánuðum. Skoðið ferilinn hjá manninum. Hann skoraði 26 mörk 20-21 árs fyrir Burnley þegar þeir komust í úrvalsdeildina og var jafnframt valinn leikmaður árins í lang sterkustu 1. deild í heimi, Championship. Árið eftir skorar hann 10 mörk með botnliði Burnley sem sótti lítið sem hentar ekki hans leik. Eftir það tímabil vorum við að fara að lenda í mikilli samkeppni um undirskrift frá honum eins og með Joe Gomez en þeir kæfðu það sjálfir fljótlega þar sem þeir vildu LFC.

    Hann sleit svo 2x krossband í sitthvorri löppinni en er að koma til baka og er undantekningalaust ógnandi.

  15. Það væri eitthvað vælið hérna ef að Lovren eða Ragnar hefðu byrjað á því að gefa hornspyrnu og skapað svo stór hættu upp úr horninu með því að skalla boltann beint á hættusvæðið og þar með gefið mark.

  16. Hart að kenna VVD um markið, Can og Gomez detta inní hann sem gerir það að verkum að VVD nær ekki almennilega til boltans. Blautur,kaldur , Janúar mánuður gegn liði sem varðist vel er stórt vandamál hjá okkur. Man einhver hvernig okkur gekk í fyrra á þessum tíma

  17. Miðjan var hæg, voða lítið um flottar sendingar eða hlaup þaðan og framherjarnir voru týndir í Swansea mergðinni. Fannst E.Can falla á prófinu sem fyrirliði. Það var eins og menn héldu að þetta kæmi af sjálfu sér. Bara vel gert Swansea, vonandi halda þeir sér uppi.

  18. Liverpool mætti liðið sem kom með ein eina útfæringu á rútunni í þetta skiptið ákvað Swansea að bjóða upp á 3 Sweepera og 3 Miðverði ásamt hægri bak og vinstri bak…. Þannig þegar Liverpool reyndi að spila í gegn var oftar enn ekki 2-3-4 leikmenn komnir í þann sem boltinn var gefin á…. í svona leikjum skiptir máli að hafa góða bakverði. Robertson var að vinna vel og var reyna á hinum vængnum var Gomez og satt segja var afskaplega lítið að frétta af honum og hans framlag í sókninni. Það er varla hægt að segja einhver einn leikmaður hafi borið af í þessum leik, Enda Mætti Swansea með eitt takmark Sýna hvað gerist þegar Formula one Car er sett á Miklubrautinna á háannatíma…. ágætt að fá smá reality check hvar liðið okkar er statt í dag.

    í dag er gott sem komið 23 jan og við erum ekkert að fara kaupa leikmann, enn við eigum fullt af erfiðum leikjum framundan. Það er nóg að horfa á þenna leik til að vita hvernig á að stöðva liverpool og ræna 1-3 stig af okkur.

    Enn óþarfi að taka panik kast á þetta þótt þetta tap svíði sárt núna enn hef trú að við svörum þessum með látum á næstunni…

  19. Hriklalega frústrerandi leikur. Þeim lág lítið á, spiluðu einsog þeir væru fimm mörkum yfir og enginn asi á að fara setja þetta blessaða mark.

    Fyrir viku vorum við fyrsta liðið til að leggja City en skíttöpum nú fyrir botnliðinu. Sagan endalausa og hversu týpískt.

    Þetta var klafs-mark eftir horn og vissulega hefði Virgil átt að gera betur en liðið á að geta staðið undir því að fá á sig svona mörk við og við en svara því bara með meiri hörku

    Og svona í tilefni dagsins og fréttum af “vinum” okkar í Manchester. Hversu svekkjandi er það, að erkifjendur okkur í norðri séu að kaupa einn besta leikmann heims fyrir skiptimynt (þeas Mkhitaryan) til að styrkja sig fyrir komandi átök í deild og Meistaradeild.. á algjörlega krúsjal tíma en við seljum okkar besta leikmann í burtu án. Það er í svona leikjum sem leikmenn á borð við Coutinho og Alexis Sanchez töfra hluti upp úr engu.

    Farinn að sofa.

  20. Síðasta Tap liverpool fyrir þennan leik var 22.okt og er þessi tilfining ekki góð en vonar maður að við venjumst henni ekki.
    Ef við hefðum tapað gegn Man City og unnið þennan leik þá hefðu menn talað um að þetta væri bara eðilegt en þar sem þetta var öfuggt þá er þetta skelfilegt úr því sem komið var.

    Liðið okkar er ágætum stað, liðið okkar er ekki fullmótað en það er enþá nógu gott til að klára þetta 4.sæti og ég hef trú að það takist.

  21. Það hefði verið gott að hafa eins og eitt stk Aubameyang til að pota inn marki.
    Ég gæfi ansi mikið fyrir það að Klopp myndi ræna honum frá Arsenal.

  22. Það er eftir svona leiki sem mig langar bara að draga mig úr mannlegu samfélagi. Lifa í kofa uppí fjöllum. Langt frá öllu Interneti og fótbolta.

    Það er á svona dögum sem mig sem Liverpool aðdáanda til næstum 40 ára langar bara að setja Celine Dion á fóninn og liggja hágrátandi á köldum sturtubotni og skrúbba mig með vírbursta og sápu í kjaftinum þangað til ég verð loksins hreinn.

    Hef heyrt að heróín sé gott til að kveða svona hugsanir niður. Held ég prófi það frekar en að reyna kryfja þessa frammistöðu hjá liverpool í kvöld.

  23. Góðu fréttirnar eru þó þær að kommentum á síðuna mun fjölga til muna eftir þennan leik. ?

  24. Ég ætla kenna vellinum um. Hann var ******* hræðilegur. Boltinn hoppandi og skoppandi í einföldum sendingum. Mane og salah gátu varla dribblað. Ég meina ekki hjálpaði þetta Swansea enda gátu þeir ekki rassgat. Þetta hægði rosalega á spilinu okkar og ég held að mönnum hafi verið brugðið og Swansea menn örugglega öllu vanir þarna. Viljandi gert eða ekki þá er grasið þeirra það versta í úrvalsdeildinni.

    Annars fara þeir niður það er 100%.

  25. Nenni ekki væli.
    Þetta var skrifað í skýin fyrst að hin toppliðin unnu flest (töpuðu ekki). Í fyrsta sinn í langan tíma eftir tapleik, fengu konan, börnin og ískápurinn að vera í friði fyrir pirringi, enda átti ég von á þessu. Við höfum ekki riðið feitum hesti úr síðustu viðureignum gegn þeim að undanskildu rústinu í kringum jólin. Það mátti einhvern veginn alltaf búast við þessu eftir síðasta leik, svona týpiskt, allir í skýjunum! Höldum áfram félagar að berjast og hættum að kenna hinum og þessum um. Þeir reyndu sitt besta og eru væntanlega bara mannlegir eins og við flestir. Það þurfa allir að tapa einhvern tíma.
    Hljómar kannski klysja en horfum bjartir/björt til betri vegar, þetta mun hafast á endanum”Vonandi”

  26. Ömurlegt og enn reyna þeir að spila inn í markið en reyna ekki að skjóta eins mikið og hægt er , 3 eða 4 skot á rammann, maður fer bara að grenja.

  27. Hvar er sómatilfinningin hjá Liverpool? Er hún engin. Maður sér því miður alltof mikið af svona leikjum. Þess vegna höfum við aldrei unnið titil síðan Benitez var með okkur. Liðið í dag er ekki með þetta Liverpool-hjarta eins og áður. Þessir menn koma úr öllum áttum.

  28. Þetta minnir mig á það þegar við unnum 0-1 á móti Real madrid á bernobeauo og í næsta töpuðum 2-0 fyrir middlesbrough.Svona er að vera poolari maður er alltaf rifin niður á jörðina eftir gott run.

  29. Sem betur fer eru þessir leikir orðnir að undantekningum, að fara að drulla yfir liðið, rate-a það niður um 8 level og helst kaupa 3 nýja miðjumenn er over-react.

    Swansea varðist eins og WBA, nánast engin leið í gegn og þegar leiðin fannst klikkuðu skotin. Eitt fór rosalega í taugarnar á mér, það var að sjá lágar fastar hornspyrnur loksins þegar við erum komnir með Dijk inní teginn.

    Ég er alls ekki sáttur, en ég ætla að geyma drulluna uppí mér þar til seinna. Næsta leik takk.

  30. Meira segja heimsins bestu Pollyönnur geta ekki “sugarkódað” þessa frammistöðu. Hún var í einu orði sagt hörmuleg. Liðsuppstillingin óskiljanleg. Can og Wijnaldum eiga aldrei og ég endurtek ALDREI að vera saman í byrjunarliði þegar lið á móti okkur pakka rútunni. Báðir áttu skelfilegan leik og þetta útivallarform Wijnaldum er rannsóknarefni út af fyrir sig.

    Alveg með ólíkindum að Wijnaldum hafi fengið að vera svona lengi inn á. Ótrúlegt!

    Raddir um skort á gæðum í kjölfar brotthvarfs Coutinho munu hreint ekki þagna á næstunni eftir þessa hörmung.

  31. Jesús minn. Það eru svo fyrirsjáanleg comments hjá þessum plastaðdáendum á þessari síðu. Sjálfsögðu er ég brjálaður yfir þessum úrslitum. En þegar einhver einn asni kvartar yfir liðsuppstillingi þegar leik er lokið að þá er ekki hægt annað en að hlægja. Við töpuðum. Og á móti botnliðinu. Við vorum fyrir löngu búnir að missa af toppsætinu. Þetta voru vonandi ágætis úrslit uppá framhaldið. Skárra en að tapa fyrir Man United eða Everton. Þoli ekki þessa plastaðdáendur sem halda bara með liðinu þegar það vinnur.

  32. Maggi, hvernig geturu kennt Virgil um markið, hann var sá maður, af 4 leikmönnum Liverpool sem hoppuðu upp til að skalla frá, sem náði skallanum?

  33. Það tekst engu liði nema Liverpool að láta toppliðið líta út sem botnlið eina vikuna og lata svo botnliðið líta (næstum því) út sem topplið næstu viku, það er eiginleiki sem ekki ma vanmeta:)

  34. Maggi nr#14. ,,Óafsakanleg uppstilling á þessu liði”.

    Nú þætti mér forvitnilegt að vita hvernig þú hefðir stillt liðinu okkar upp… Mér fannst þetta okkar sterkasta lið og við vorum að sækja á þetta botnlið allan tímann. Í mínum huga var þetta slys og döpur frammistaða.

    Swansea áttu aldrei að skora mark í þessum leik, auðvitað gerðu þeir það með sínu eina færi (aldrei séð það áður gerast) ásamt góðri aðstoð okkar og svo auðvitað áttum við að skora 2-3 mörk í þessum leik. Ég ætla ekki að detta í þunglyndi yfir þessu en vonandi mun Herr Klopp öskra á þessa ofurborgaða snillinga okkar svo þetta verði í síðasta skiptið sem þetta gerist.

  35. Gleymdi einum punkti í færslunni minni í gær.

    Þrátt fyrir ömurlegt tap þá fannst mér frábært að sjá Ings á vellinum og hann stóð sig vel.

  36. þvílík drulla ! við seljum okkar besta mann (í enn eitt skiptið) á meðan lið eins og Man utd kaupir besta manninn frá keppinautum,, þetta er munurinn á stórliði og ekki stórliði !!
    þetta er algjörlega óþolandi !

  37. Svavar #39.

    Ef þú hlustar t.d. á podcastið eftir síðasta svona skítlélega og lina leik okkar manna, gegn WBA þá sérðu þar hvað ég hef pirrað mig á í nokkrum leikjum í vetur þegar liðin leggja rútunni.

    Þá er ekki leiðin að mínu viti að vera með Gini og Can skokkandi á miðjunni, jafn flott og það er þegar við erum að keppa við lið sem koma á okkur og við sækjum og verjumst. Á 15.mínútu í gær vor Gini og Can örugglega hvor um sig búinn að senda 20 sendingar til hliðar og til baka á hafsentana sem báru upp boltann. Á þessum tíma voru Swansea með 5 manna varnarlínu og 4 þar fyrir framan. Á þessa 9 leikmenn vorum við að láta 3 pressa plús Ox.

    Mín skoðun er sú að Klopp sé enn langt frá því að ráða við lið sem leggja rútunni. Hann vill að liðið “sendi sig í gegnum leikinn” og treystir á efstu þrjá. Ég get alveg fyrirgefið það svosem inn á milli en mér fannst þessi leikur í gær alls ekki neitt nýtt, heldur eitthvað sem við höfum séð oft áður.

    Svona lið ferð þú að mínu mati “gung-ho” á og setur annað hvort upp tveggja sentera kerfi (sem er vissulega erfitt því hvorki Solanke eða Ings hafa ekki heillað) eða aggressívari miðju, stillir einum djúpum og með tvo aggressíva miðjumenn fyrir framan. Allan daginn seturðu bakverðina þína upp til að pressa. Þá værum við með 7 ofarlega á vellinum til að vinna boltann en ekki þessa 4 sem voru í gær.

    Viðtalið við stjóra Swansea var mjög áhugavert og þar lagði hann línu sem við sjáum strax á föstudaginn. Hann lýsti ekki bara varnartilburðunum heldur sagði hann líka að þeir hafi séð það út að til að vinna á pressunni skipti máli að hafa kjark í að senda hann á milli sín áður en vaðið væri upp á völlinn. Enda voru Salah, Firmino, Mané og Ox inni í reit fyrstu 60 mínúturnar og þegar við unnum boltann með pressu voru yfirleitt 8 – 9 Swanseamenn markmegin við boltann sinn.

    Miðað við viðtal Klopp í gær sagði hann liðið ekki hafa leikið eins og lagt var upp með. Að í fyrri hálfleik fórum við ekki í að vinna boltann á þeim stöðum sem við ætluðum og sóttum ekki á þá (væntanlega milli hafsenta og bakvarða) sem við áttum að gera.

    Svo eftir á að hyggja má vel vera að upplegg Klopp hafi verið hápressan sem ég sá ekki í fyrri hálfleik virka á þann hátt sem átti að gera…og þá leikmennirnir búnir að ofmeta sjálfa sig og töldu verkefnið létt.

    Þá bara skiptir maður í hálfleik. Joe Gomez átti að mínu mati mjög slæman dag og fljótt ljóst að hann skilaði engu sóknarlega. Í hálfleik hefði ég viljað sjá Trent og Lallana inn fyrir Gomez og Gini. Það að taka Ox útaf, einn fjögurra í liðinu þínu sem eiga möguleika á að skora upp úr litlu er hreint rannsóknarefni og ég skil ekki í því að blaðamenn hafi ekki spurt að þessu.

    Svona til að kjarna í lokin. Ég átta mig alveg á að maður getur lent í svona leik. Í vetur hafa að mínu mati verið linar frammistöður eins og þessar nokkrum sinnum. Fyrst í 1-1 jafntefli við Burnley heima, svo úti gegn Newcastle, seinni hálfleikurinn gegn Everton og WBA leikurinn. Allir leikir með sama rythma (Palace heima líka en þar sluppum við). Mér finnst í öllum þessum leikjum fyrst og síðast það vera að í uppsetningunni að við gefum varnarsleðaliðum tíma og tækifæri til að byggja upp sjálfstraust með linri frammistöðu sem einkennist af endalausu “possesion” spili í kringum miðjuna sem koðnar niður þegar á síðasta þriðjung er komið…og stólum á einstaklingsframtak leikmanna til að bjarga okkur.

    Svoleiðis upplegg eiginlega gengur alls ekki og nú verða menn að bregðast við næsta laugardagskvöld gegn WBA og svo förum við til Huddersfield eftir nákvæmlega viku. Þessi lið munu að sjálfsögðu leggja leikinn upp eins og þennan.

    Þá þarf Klopp og/eða liðið að gera miklu betur en í gær. Því þessi frammistaða var til hreinnar skammar!

  38. Voðalegt væl alltaf hreint. Það hlaut að koma að því að við töpuðum leik, og það gerist á alþekktan máta hjá okkur… á móti lélegu liði sem pakkar í vörn.

    Kúturinn skiptir engu máli í þessu samhengi, hvað töpuðum við mörgum svona leikjum með hann í liðinu? Þeir eru að minnsta kosti mun fleiri en ég hef tölu á, þó svo að ég viðurkenni alveg að ég hefði frekar viljað hafa hann áfram en ekki þá er ekkert sem segir að hann hefði gert eitthvað í þessum leik.

    Mér finnst hinsvegar skrítið að leggja upp passívt í þessa leiki, við höfum ekkert að gera með 4 manna varnarlínu og tvo djúpa miðjumenn á móti þessum liðum. Að lágmarki hefði átt að breyta um strategíu í hálfleik, taka Gomez út og setja t.d. Lallana inná og bara láta vaða. Can hefði þá getað haldið sig aftar með miðvörðunum til að passa þennan eina sóknarmann hjá þeim, sem var reyndar nánast aldrei annarsstaðar en nálægt eigin vítateig hvort eð er.

    Svo vill maður sjá eitthvað meira frá okkar mönnum í þessum leikjum ef ekkert gengur og komin 80 mínúta, einhverjar tilraunir eins og að henda Virgil bara fram. Mér finnst pínulítið eins og við förum oft í það að berja hausnum við steininn á þessum stundum.

    Að öllu þessu sögðu þá er ég bara mjög sáttur við tímabilið enn sem komið er og hlakka til framhaldsins

  39. Ég er alveg sammála Magga hérna fyrir ofan varðandi erfiðleika okkar gegn þeim liðum sem leggja rútunni.

    Í svona leik þar sem andstæðingarnir detta svona aftarlega verðum að við geta teygt á liðinu. Hversu oft gat Gomez keyrt upp kantinn en kom ekki. hann nýttist ekkert sóknarlega. Það var eins og við værum að reyna einangra Salah svo hann gæti tekið einn á einn en hann fékk ekkert pláss. Miklu betra að fá bakvörð upp og fara aftur fyrir vörnina ef það er séns á því. Þessir tveir menn verða vinna betur saman. Það var oft frábært að sjá Coutinho og Moreno búa sér til pláss á vinstri kantinum.

    Hinum megin var Robertsson að reyna. Hann kemur reglulega með ágætis fyrirgafir en hann er ekkert ógnandi að öðru leyti, aldrei líklegur til að taka menn á.
    Inn á miðjunni vantar líka meira spilara. Þegar miðverðirnir okkar eru að koma með boltann upp á miðjan vallarhelming andstæðinga þurfum við ekki að vera með bæði Can og Gini inn á miðjunni. Can með endalausar háar sendingar inn fyrir sem ekki voru að skila neinu. Þetta er leikur sem ég hefði viljað sjá Lallana spila frá byrjun og jafnvel gefa Woodburn séns.

    Svo er líka alveg óþolandi að drífa ekki yfir fyrsta mann í hornum þegar við erum komnir með alla stóru kallana inn í teig.

    Annars bara áfram gakk…

  40. Ef ég sóffasérfræðingur með meiru hefði verið Klopp þá hefði ég á 60 mín tekið Gomes af velli farið í 3 manna vörn með Can aftar og Lalla í sóknina, en hvað veit ég ?

  41. Sælir félagar

    Ég tek fullkomlega undir með Magga hvað varðar uppstillingu og skiptingar. Eins og fram hefur komið hjá nokkrum hér skil ég ekki hvað Klopp var að meina með Can og Gini saman á miðjunni gegn liði sem stillir upp í 10 manna vörn og 1 mann frammi. Og allan daginn vil ég TAA fram yfir Gomes sem mér finnst hafa sýnt veikleika sína afar vel í þessum leik sem sóknarmaður.

    Það er nú þannig

    YNWA

  42. Ég hef í gegnum tíðina horft á leiki með öðrum liðum en ekki bara LIV. Þegar lið pakka í vörn á móti td, MU, MC, TOTT, Chels, þá reyna þeir í mörgum tilvikum að skjóta að marki frá vítateig eða þar um bil ásamt því að leika sín á milli inn í markið. LIV er eingöngu að reyna leika inn í markið með slæmum árangri, langskot eru fátíð og gjarnan framkvæmd af þeim sem sjaldan rata á rammann, eins og td, Can, Robinson Gomes. LIV hefur ströglað við þetta svo árum skiptir og læra ekkert. Ættu að fara að æfa langskot, það væri ráð.

  43. Fyrir mér var eins og allt liðið væri á hælunum en ekki á tánum, eins og allir biðu eftir að eitthvað myndi gerast að sjàlfu sér, barátta í seinni bolta vantaði alveg og taktískar breytingar komu alltof seint eins og þessi leikur þróaðist. Mér fannst Van Djik bestur af okkar mönnum þrátt fyrir allt. Öndum með nefinu og komum dýrvitlausir í næsta leik.

  44. Gætu orðið dýr töpuð stig í restina,mér finnst nú bara Joe Gomez einfaldlega ekki nógu góður leikmaður búið og basta.

  45. Nú eru keppinautar okkar að styrkja sig. Utd að fá einn besta mann deildarinnar fyrir aukaleikara. Arsenal að fá Mkhitaryan sem nýtist þeim betur en Utd auk Aubameyang. Þá eru Chelsea að fá Emerson og Dzeko. Á meðan Liverpool selja Coutinho og fá ekkert í staðinn.

    Djöfull er það týpískt að þetta muni kosta okkur og að við munum bera þessi mistök saman við söluna á Suarez og hvað við verðum við peningana þar.

  46. Hvernig er það, tóku menn eftir því hvort það voru boltastrákar á leiknum í gær?

  47. Það er kátbroslegt að lesa ummælin eftir leikinn við City og bera saman við ummælin eftir leikinn við Swansea. Loforðaflaumurinn og hástemmdar lýsingar á afburðagetu liðsins eftir leikinn við City og nú hástemmdar lýsingar á getuleysi liðsins eftir leikinn við Swansea. Sama liðið spilaði að undanskildum Van Dijke í vörninni. Við vitum, og það eru engin ný geimvísindi, að Liverpool spilar alltaf best gegn sókndjörfum liðum og á í erfiðleikum gegn liðum sem pakka í vörn og reyna að hanga á jafntefli eða í besta falli slysnast til að vinna leiki með því að gera eitt mark eins og í leiknum í gær. Við verðum bara að sætta okkur við að svona gerist með reglulegu millibili og hefur ekkert með raunverulega getu okkar manna að gera. Þessi Coutinho umræða er á lágu plani og menn eru fljótir að gleyma að liðið með hann innanborðs átti oft í miklum erfiðleikum með að dýrka upp varnir þeirra liða sem pakka í vörn. Þetta er að mínu mati líka mjög sálrænt þegar liðið leikur gegn varnar sinnuðum liðum. Ef fyrsta markið kemur ekki á fyrstu 20-30 mín og ég tala nú ekki um að ef þeir fá á sig mark snemma eins og í leiknum í gær verður liðið stressað og gerir fleiri mistök og andstæðingurinn tvíeflist eins og sást vel einkum í síðari hálfleik. Enginn einstakur leikmaður er ábyrgur fyrir lélegri spilamennsku eins og margir vilja vera láta og reyna einnig að finna sökudólga. Allt liðið spilaði illa. Mikið um misheppnaðar og illa ígrundaðar sendingar hjá bæði hjá lykilmönnum sem og öðrum bæði í sókn og vörn. Áberandi einnig kjarkleysi hjá lykilmönnum sem eiga að stiga upp í leikjum eins og þessum. Liverpool liðið er frábært um þessar mundir og þeir eiga eftir að veita okkur mikla ánægju á komandi misserum. Ég er mjög stoltur af þeim. Afburða sóknarfæfileikar eru enn till staðar þó Coutinho hafi yfirgefið okkur og vonandi fækkar þessum slysum gegn varnarsinnuðum liðum. Þessi leikur fer í reynslubankann . Áfram Liverpool

  48. Burtséð frá öllu sem var að í þessum leik, var enginn búinn að nefna markið sem var flautað af hjá Ayew? Beint inn í nærhornið hjá Karius .. alveg eins og markið hjá Sane á móti City.

    Fáránlegt að gæinn sé ekki með hornið sitt 110%

  49. Hvað er langt síðan að markmaður Liverpool varði skot á mark

  50. Enn á Klopp eftir að finna ráð við því þegar rútunni er parkerað og ef það gerist ekki þá mun Liverpool ekki eiga auðvelt með að vinna titla undir hans stjórn. Mér fannst menn alveg vera að leggja sig fram en það vantaði klárlega einhverja sköpun á miðjunni og fleiri boltalaus hlaup fannst mér, lallana hefði að ósekju mátt byrja leikinn, Can og Gigi er ekki góð blanda ef sköpunar er þörf. Firmino var óvenju rólegur í hlaupunum og ef þau sáust þá var enginn til að mata hann sýndist mér. Hvar er Ben Woodburn er hann meiddur eða ætli Herr Klopp telji hann ekki tilbúinn. Meistaradeildin ætti að henta okkur sérstaklega ef við komumst áfram úr 16 liða þá bíður talsvert af liðum sem spila fótbolta sem hentar okkur. Er ekki raunhæft að áætla að við verðum áfram í baráttu við Arsenal og Tottenham um 4ða sætið, fyrstu tvö í það minnsta nánast ráðin. Spurning með 3ja sætiið kannski er það tálsýn að ætlast til að ná Chelskí en til þess þarf að vinna leiki eins og í gær og við erum því miður ekki komnir þangað en maður spyr sig.

  51. Voðalega eru menn fljótir að gleyma þegar það kemur einn lélegur leikur.

    Liverpool hefur nefnilega verið að ganga vel með lið undanfarið sem parkera rútuni. Það var á tímabili sem liverpool undir stjórn Klopp var ekki að ná að leysa þessa stöðu en svo fór þetta hægt og rólega að ganga og lið fóru að hætta þessu(það var nánast öll lið að spila svona á móti okkur).
    Ég vona að fleiri lið spili svona á móti okkur eins og Swansea því að ég er viss um að í flestum tilfellum þá endum við þá með 3 stig.
    Ef ég fengi fyrir fram 3 dauðafæri og nokkur hálfæri vs eitt færi hjá mótherjanum þá myndi ég alla daga taka það.
    Í gær gerðist það bara að við klúðruðum og mótherjin náði að nýtta þetta færi og svoleiðis hefur gerst áður hjá okkur og rifjar upp slæma leiki.

    Það er nóg eftir af þessu móti og liðið okkar er enþá í 4.sæti og er markmiðið að ná í meistaradeildarsæti og erum við enþá í dauðafæri í að ná í það. Swansea er eitt af þeim liðum sem við höfum oft verið í vandræðum með en við höfum tapað 3 af síðustu 5(og á síðasta tímabili lentum við líka undir og þurftum Millner vítaspyrnu alveg í blálokinn til að tryggja sigur) gegn þeim og er kannski ljót að segja það en ég vona að þeir falli svo að við þurfum ekki að mæta þeim á næsta tímabili.

    Nú er bara að komast áfram í bikarnum og næla í 3 stig í næsta deildarleik og reyna að komas á smá run.

  52. Við erum einfaldlega ekki topp lið. Munum væntanlega ekki ná meistaradeildarsæti. Við getum unnið 1 leik en svo töpum við alltaf fljótlega. Menn eru alltaf svo hissa á þessu spjalli. Við erum ekki winners. Við vorum það vissulega þegar ég var táningur en er nú að verða 50 ára gamall á árinu og við höfum ekki verið winners frá því ég varð fullorðinn. Elska þetta lið en við erum engir risar eins og t.d. rauða liðið í Manchester.

  53. Sæl og blessuð.

    Fótbolti er ekki flókin íþrótt svona ef við gröfum okkur alveg inn að kjarnanum. Þar mætum við reglum eins og: „leggðu þig alla(n) fram” og „fylgdu því skipulagi sem lagt hefur verið upp með” að ógleymdum gullmolanum: „ekki leyfa andstæðingnum að stýra því hvernig leikurinn fer fram”. Næstu lög þar fyrir utan lúta að leikskipulagi, vali einstakra leikmanna ofl.þ.h.

    Það lá ljóst fyrir allt frá fyrstu mínútum leiksins í gær að þetta leikmenn ætluðu ekki að leggja sig alla fram. Þeir stóðu stjarfir þegar svanirnir dúlluðu sér með boltann fyrir framan eigin teig og stóðu eins og steinrunnir þegar sendingar bárust á hættulegum stöðum. Þá hlupu þeir ekki án bolta (og ekki mikið með bolta heldur).

    Einu gildir hvað liðið heitir, hver saga þess er og hversu rán-svívirðilega dýrir leikmenn kunna að vera – ef þeir sýna ekki sínar bestu hliðar, eru þeir ekki að fara að uppskera mikið.

    Þetta gerðist í gær. Af hverju, veit ég ekki en ég bara vona að þeir læri af þessu og láti þetta ekki endurtaka sig fyrr en eftir að næsti englandsmeistaratitill er kominn í hús – í fyrsta lagi.

  54. Margir hérna tala um vanmat hjá liðinu og þeir aðilar ættu kannski að skoða ummæli fyrir leikinn. Það héldu nánast allir að þetta yrði leikur kattarins að músinni og spárnar hljómuðu margar frá 0-4 og allt til 0-6 fyrir okkar mönnum.
    Jú það héldu margir að þetta yrði walk in the park en svanirnir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og með nýjan þjálfara.
    Við töpuðum ekki í 18 leikjum og núna verða leikmenn bara að girða upp um sig og svara í næsta leik.
    Ótrúlegt að lesa sum ummælin hérna strax eftir leikinn, held að margir ættu að koma sér frá lyklaborðinu eftir svona leiki og fá sér göngutúr.

  55. Eg get ekki skilið akvorðunina að lata Gomez byrja i þessum leik. TAA a alltaf að byrja þessa rutuleiki.
    Ef Sturridge fer verðum við ekki að fa Origi tilbaka ef það er yfirhofuð hægt?

  56. Ég bara næ þessu ekki. En eitt var auðsjájanlegt, menn voru ekki með. Voru ekki að spila sinn bolta. Sér up .
    YNWA

Liðið gegn Swansea

Podcast – Hnefahögg beint í andlitið