Mánudagur í Wales.

Á mánudagskvöldið fara okkar menn í ferðalag suður til Wales og freista þess að taka þrjú stig af botnliði Swansea. Liðin í kringum okkur unnu öll sína leiki um helgina ( Tottenham á eftir að spila þegar þetta er ritað) og því ekkert annað í boði en sigur og stigin þrjú.

Swansea

Síðast mættust liðin á Anfield annan í jólum s.l. og  unnu Liverpool mjög þægilegan 5-0 sigur í frábærum leik. Í þeim leik stýrði Leon Britton liði Swansea til bráðabirgða en tveimur dögum síðar eða þann 28. desember réðu þeir hinn Portúgalska Carlos Carvalhal. Carlos þessi er 52 ára og hefur þjálfað fjöldann allan af liðum, flest í heimalandi sínu en einnig Besiktas og Istanbul BB í Tyrklandi. Síðast þjálfaði hann Sheffield Wednesday og hafði verið þar frá árinu 2015 en með “samþykki” beggja aðila var hann látinn taka pokann sinn á aðfangadag. Carlos var þó aðeins atvinnulaus í fjóra daga en Swansea réðu hann þann 28. desember sem áður segir.

Síðan Carvalhal tók við Swansea hefur þeim gengið alveg þokkalega. Hann hefur stýrt þeim í fimm leikjum í deild og bikar, unnið tvo, gert tvö jafntefli en aðeins tapað einum leik og er mikill munur á að sjá þá þessa dagana þar sem horfin gleði virðist aðeins vera að koma til baka hjá þeim. Það virðast allir leikmenn þeirra leikfærir og engin í leikbanni. Ég renni blint í sjóinn og tippa á að þeir stilli upp sama byrjunarliði og í þeirra síðasta deildarleik þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á útivelli. Liðið þeirra yrði þá svona:

 

 

Fabianski

Van Der Hoorn – Bartley – Mawson – Olsson

Dyer – Clucas – Ki – Carroll – Ayew

– McBurnie –

4-5-1 með Ki djúpan á miðjunni og hinn sterka McBurnie einan frammi. Þetta lið getur vel strítt okkar mönnum og ljóst að það má ekki fara inní þennan leik með neitt vanmat. Swansea unnu okkur einmitt 21. janúar 2017 í hörmungarleik á Anfield 2-3 en þeir eru mun veikari núna þar sem Gylfi er náttúrlega farinn en hann skoraði einmitt sigurmarkið í þeim leik.

 

Liverpool

Okkar menn eru á mikilli siglingu og hafa ekki tapað leik síðan 22. október þegar Tottenham fóru illa með okkur. Liverpool sitja í fjórða sætinu með 47 stig þremur stigum á eftir Chelsea sem sitja í því þriðja eftir stórsigur um helgina.

Af okkar mönnum er helst að frétta að Lovren er tæpur fyrir leikinn með flensu en það ætti ekki að koma að sök þar sem Virgil nokkur Van Dijk er orðinn klár og leikur að öllum líkindum í hjarta varnarinnar með Matip sér við hlið í sínum fyrsta deildarleik fyrir Liverpool. Henderson er allur að ná sér af meiðslum en fer að öllum líkindum ekki með liðinu á mánudag og sömu sögu er að segja af Moreno sem er einnig að skríða saman og þeir báðir farnir að æfa eðlilega. Salah og Klavan misstu af æfingu á fimmtudaginn vegna þessarar sömu flensu og er að hrjá Lovren en Klopp var mjög vongóður á blaðamannafundi um að Salah yrði klár í leikinn.  Clyne situr svo náttúrlega sem fastast á meiðslalistanum ásamt Sturridge sem er sagður koma til baka eftir um hálfan mánuð. Klopp gaf það svo skýrt út að Karius væri orðinn markvörður nr eitt og því mun hann byrja á mánudaginn.

Ég tippa því á liðið svona:

 

Karius

Gomez – Matip – Van Dijk – Robertson

Wijnaldum – Can – Chamberlain

Salah – Firmino – Mané

Sama lið og gegn Manchester City nema að Van Dijk kemur inn í stað Lovren sem er mikil styrking. Leikmenn hafa fengið vikuhvíld og því tel ég að Klopp stilli upp sínu sterkasta liði. Persónulega væri ég til að sjá Trent Arnold spila þennan leik og svo getur vel verið að Lallana komi inn í stað annaðhvort Wijnaldum eða Chamberlain. Eins er spurning hvort Salah verði 100 % og þá hvort Solanke eða Ings fái sénsinn.

 

Spá

Við eigum að vinna þetta lið þrátt fyrir að það megi alls ekki vanmeta þá, við stuðningsfólk Liverpool vitum svo að það er ekkert gefið eða auðvelt þegar kemur að okkar mönnum. Ég spái samt nokkuð öruggum sigri 1-4 þar sem Mané skorar tvö og Salah og Firmino sitt markið hvor. Koma svo!! YNWA!!

25 Comments

  1. Spennandi en stórhættulegur leikur. Liverpool hefur oftar en ekki undanfarin misseri verið kippt niður á jörðina eftir góða leiki og góð úrslit og það gegn liðum í neðri hlutanum. Því má ekki vera með neitt helv vantmat og kjaftæðisvaðal um skyldusigra sem fer afskaplega í taugarnar á mér. Liðin sem í eru í efstu deild á Englandi eru allt hörkulið sem geta á góðum degi unnið hverja sem er. Síðan eru liðin sem eru farin að lykta af fallsæti sérstaklega baráttuglöð. Skyldusigrar eru því ekki til. Ég spái því að við gerum jafntefli í þessum leik ef okkar góða lið kemur með hálfum huga inn í leikinn. En ef allir verða á fullu gasi allan leikinn siglum við öruggum sigri í höfn. Og ekki orð um það meir. Áfram Liverpool.

  2. Eins og #1 sagði ef við mætum til leiks með rétt hugarfar þá vinnum við þetta, það er það eins sem veldur manni áhyggjum, gónandi mæta menn með rétt hugarfar og ganga frá þessu með 3 stig!

  3. Maður er oftar en ekki hræddastur við svona leiki. Þessa svokallaða skyldusigra sem hafa oft ekki alltaf skilað 3 stigum heim.
    Vonum bara að Klopp haldi mönnum á tánum og að við klárum þetta.

  4. Hin heilaga þrenning Mane – Firmino – Salah er 101% að fara skora í þessum leik. Verður gaman að sjá Van Dijk aftur, vissi ekki að hann væri svona stór. Carragher leit út fyrir að vera fréttamaður að tala við NBA náunga, við hliðina á honum. Koma svo sigur, skiptir ekki máli hvernig.

  5. Ágætt að þessi leikur sé á útivelli, Svansea verða því að hætta sér örlítið framar á völlinn og það hentar okkar mönnum vel. Finnst eins og við séum orðnir þolinmóðari gegn svona liðum og liðið panikkar ekki eins og þeir áttu til að gera.

    Spái þessu 2-0. VVD skorar aftur með skalla eftir eina af 20 hornspyrnum okkar og Salha setur eitt að sjálfsögðu.

  6. Sælir félagar

    Þetta er leikur sem verður að vinnast. Spái 4 – 1 baráttusigri.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Það sem Einar er að meina með markaskoraraspá er……Salah…Mane Mane. Bobby Firmino……

  8. Ef Liverpool vinnur á morgun þá er liðið með 5 stiga forskot á Tottenham sem er í 5.sæti.

    Það sem meira er Liverpool getur með sigra líka gegn Hudderssfield(oki bara einn leik í einu hugsun en draumar eru skemmtilegir) komið því í 8 stig því að Tottenham á heimaleik daginn eftir gegn Man utd.

    Það er því gríðarlega mikilvægur kafli að fara núna í gang. Liverpool í dauðafæri að búa til smá bil á Tottenham/Arsenal sem eru fyrir neðan.

  9. Frábær séns á að festa fjórða sætið ágætlega í okkar höndum á morgun eftir slakan leik hjá Tottenham í dag. Með sigri verða 5 stig í þá og 8 í Arsenal. Ég hefði ekki beint trúað því að þetta væri mögulegt ef einhver hefði spurt mig fyrir jól.

  10. #12 ég væri nú frekar til í að Tottenham ynni Man Utd og Liverpool myndi svo auka muni í átta stig í næsta leik á eftir þegar þeir spila heima á móti Tottenham. En allra best er, held ég, að taka bara einn leik í einu 🙂

  11. Vid verdum ad vinna a morgun, no matter what. Tek ljotum sigri sem og fallegum. Thrju stig i sarpinn minn, takk fyrir.

    Svo er thad sigur a moti Hurt-us-please og vid getum hallad okkur aftur og hlegid ad hinum leikjunum 😀

  12. Lfc okkar lið getur alveg tekið 3 sætið í vor þurfum bara að vona verði litil meiðsli , ég vil samt sjá LFC kaupa james frá Real sem er í láni hjá Fc Bayern , Áfram LFC!!!:

  13. Afhverju í andskotanum eru Liverpool ekki á eftir Nabil Fekir hjá Lyon? Skoraði stórbrotið mark beint úr aukaspyrnu gegn PSG í kvöld og hefur verið frábær í vetur.

  14. Albert Guðmundsson til Liverpool strax !! Hlaupastíll og afgreiðslan hjá honum er eins og hjá Súarez. En annars leikurinn fer 0-4 fyrir LFC, Virgil með sitt annað mark í jafn mörgum leikjum en hin fara til Ox og Mané kominn á fult skrið skorar 2.

  15. Nú þurfum við að huxa eins og hagsýna húsmóðirin
    (Sem er lykiaðili í farsælu heimilislífi)
    Nú sættum við okkur við hvað við höfum á milli handanna og gerum það besta úr því sem við höfum. Hættum að ergja okkur eða dreifa huganum út fyrir þann ramma.
    Setjum undir okkur hausinn og bestum okkur innan núverandi ramma.
    Verðlaunin eru ferð á sólarströnd í sumar (eða kaup í sumar á nýjum púslum sem falla eins og flís við rass á eðlilegu verði)
    Að því sögðu þá vinnum við Swansea örugglega.
    YNWA

  16. #18 Ég veit það! Af öllum þarna úti er ég hvað mest spenntur fyrir honum! Geggjaður leikmaður.

  17. Ef að engin af þeim Milner, Lovren, Henderson eða Mignolet spila í kvöld. Hver ætti að vera fyrirliði liðsins ?
    Van Dijk strax ?
    Emre Can sem ekki er búinn að skrifa undir ?

  18. Hlægilegt að lesa komment frá mönnum eins og Tigon – 6-0. Eru menn gersamlega veikir í heilabúinu, og hafiði ekkert lært. Við vorum alltaf að fara að tapa þessum leik. Í besta falli jafntefli. Vorum yfirspilaðir allan leikinn gegn betra liði.

Á sama tíma eftir 4 ár

Liðið gegn Swansea