Hvað næst?

Það er ekki hægt að breyta því sem orðið er og ljóst að Liverpool er svo sannarlega með boltann og þarf að sækja eftir söluna á Coutinho. Það er ekkert eðlilegt við það að selja samningsbundinn leikmann á miðju tímabili þegar liðið er í harði samkeppni á þremur vígstöðum án þess að vera með eitthvað mótsvar tilbúið. Jurgen Klopp er svo sannarlega að bjóðast til að taka á sig alla pressuna sem fylgir því að leyfa sölu á Coutinho núna og veit líklega manna best hvaða áhrif þetta getur haft á tímabilið hjá Liverpool, hvort sem hann er að meta það jákvætt eða neikvætt.

Persónulega held ég að Liverpool sé ekki með neitt tilbúið í janúar umfram Van Dijk sem tengist þessum díl ekki neitt. Flestir fjölmiðlar tengdir Liverpool virðast núna vera senda út pistla um hversu ólíklegt það er að eitthvað verði gert í janúar og að sagan segi okkur að Klopp sé tilbúinn að bíða og fá það sem hann vill. Það er líka svo sannarlega satt, hann var tilbúinn að bíða heilt ár eftir Naby Keita og hálft ár eftir Van Dijk, það hjálpar Liverpool alls ekki neitt á þessu tímabili. Að selja Coutinho og kaupa ekkert í staðin setur þetta tímabil ennþá meira í uppnám. Fyrir mér er það satt að segja ótrúlegt ef sala á Coutinho sé leyfð núna án þess að það sé til mótsvar. Liverpool hefur tvisvar náð Meistaradeildarsæti á þessum áratug og er allt annað en með áskrift að sæti sínu þar. Fyrir utan að liðið er ennþá í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Að leyfa sölu á leikmanni sem er að koma að marki á innan við 80.mínútna fresti er ekki mögulegt nema sú ákvörðun sé gagnrýnd.

Liverpool þarf að fara hugsa aftur eins og Bill Shankley þegar hann kom til félagsins, gefa skít í alla aðra, þ.á.m. spænsku risana og klárlega fara taka upp harðari stefnu gagnvart þeim leikmönnum sem vilja fara til þessara liða frekar en að spila fyrir Liverpool. Gott og vel að selja þá en það verður þá að vera á forsendum Liverpool, sala á Coutinho í janúar er erfitt að skilja út frá sjónarhóli Liverpool. Dramaköst og fýlu leikmannsins á ekki að verðlauna með því að gefa undan því það skapar bara fordæmi fyrir aðra leikmenn seinna meir. Suarez og Sterling hafa sýnt Coutinho leiðina, er Salah næstur því Real sendi honum SMS?

Tek samt ekkert af FSG hvað verðið varðar, þeir hafa jafnan fengið algjört toppverð fyrir sína leikmenn. Það hefur hinsvegar ekki gengið jafn vel að fylla þeirra skörð og við hreinlega megum ekki við því á þessu tímabili. Upphaflega planið var að vera með Keita, Van Dijk og Coutinho alla!

En hvernig er hægt að fylla skarð Coutinho?

Stutta svarið er að það er ekki hægt, ekki með like for like leikmanni og klárlega ekki núna strax í janúar. En það er alveg hægt að styrkja lið Liverpool og líklega umtalsvert með skynsamlegum kaupum. Höfum í huga að líklega fellur Coutinho ekkert 100% inn í hugmyndafræði Klopp, leikmaður með minni hæfileika gæti alveg hentað liðinu sem heild betur. Eins er allt í lagi að velta fyrir sér hvort við erum að tala um Coutinho sem kantmann eða miðjumann? Sem einn af þremur fremstu leikmönnum liðsins hefur Coutinho ekkert verið með neina elítu tölfræði fyrr en núna á þessu ári. Á miðjunni er hans skarð alls ekki jafn stórt og það er framar á vellinum. Það er því hægt horfa á tvær stöður þegar arftaki Coutinho er skoðaður.

Thomas Lemar
Aðal skotmarkið virðist vera Thomas Lemar, hann kemst hvað næst því að vera like for like og það er nokkuð ljóst að Liverpool hefur áhuga á leikmanninum. Það fyndna/sorglega er að kaup á honum eru sögð ólíkleg vegna þess að Monaco selur ekki sína bestu leikmenn í janúarglugganum! Liverpool ætti einmitt virkilega að íhuga þau vinnubrögð. Þetta þarf auðvitað ekki að þýða að þeir séu að meina þetta bókstaflega, sagan segir að þeir hafi sagt það sama í lok ágúst en á endanum samþykkt tilboð í leikmanninn (frá Arsenal) sem neitaði sjálfur að fara þangað. Hvort þetta er satt veit ég ekki en ef svo er þá er hann væntanlega einnig til sölu núna. Það er pottþétt að Liverpool var ekki að fá tilboð í Coutinho núna um helgina og sé að byrja frá núllpunkti í leit að eftirmanni. Líklega var þetta klárað í sumar og þess vegna myndi maður ætla að Liverpool sé langt komið með eftirmann. Monaco gat ekki blautan í Meistaradeildinni og er út leik þar, þeir vilja hinsvegar komast aftur þangað og því vilja þeir ekki selja sína bestu menn, ekki frekar en nokkurt annað lið.
Það flækir aðeins stöðuna að þeir seldu nánast allar aðrar stórstjörnur liðsins í sumar og eiga meira en nóg af peningum, þeir þurfa því alls ekki að selja. Myndi segja að líkur á Lemar séu 50/50, áhuginn er til staðar og hann myndi henta mjög vel. Þetta er leikmaður sem er engu minna efni en Coutinho var fyrir þremur árum.

Mahrez frá Leicester
Einn af fáum sem hefur komið að eins mörgum mörkum í EPL og Coutinho frá byrjun tímabils 2015. Hann myndi passa flott inn líklega og mætti taka þátt í Meistaradeildinni. Allir fjölmiðlar tengdir Liverpool hafa hinsvegar sagt að Liverpool sé ekki á eftir honum og því tekur ekki að spá frekar í hann, ekki í janúar. Hann er 27 ára og einn af fimm bestu leikmönnum Afríku, Liverpool á þrjá fyrir úr þeim hópi og Klopp keypti þennan fjórða til Dortmund.

Leon Goretzka
Hann var sagður hafa samið við FC Bayern í síðustu viku en þær fréttir voru dregnar til baka, þeir hafa áhuga og fá vanalega sínu framgengt þegar kemur að Þýskum leikmönnum. Þeir líta á það þannig að ef þeir spila vel fyrir félagsliðið verða þeir valdir til að spila fyrir Bayern! Þetta er samt leikmaður sem líklega öll stórlið eru á eftir og því ekki Liverpool? Liverpool er með Þýskan stjóra, mjög spennandi lið og leikstíl sem ætti að henta Goretzka mjög vel, fjárhagslega geta þeir klárlega keppt við Bayern. Hann á hálft ár eftir af samningi sem gæti hjálpað samningsviðræðum eitthvað. Hann er ekki endilega líkur Coutinho en myndi klárlega styrkja Liverpool.

Sergej Milinkovic Savic
Annar sem hefur verið orðaður við Liverpool lengi, sem og öll önnur stórlið reyndar, 22 ára box-to-box miðjumaður sem hefur verið frábær með Lazio. Get ekki sagt að ég viti mikið um hann samt.

Piotr Zielinski
Hendum honum í umræðuna, hann var það sterklega orðaður við Liverpool. Ólíklegur samt þar sem hann er í toppliði Napoli, væri virkilega ósannfærandi mótsvar.

Julien Brandt frá Leverkusen
Liverpool var sterklega orðað við hann í sumar og hann er hjá liði sem Liverpool ætti alveg að geta keypt leikmenn frá. Eins og talað var um hann í sumar er hann ekki tilbúinn í Liverpool og satt að segja hefur hann lítið verið til umræðu núna.

Annað sem blessunarlega hefur komið meira til umræðu undanfarið en áður er nýr markmaður. Það að Klopp sé að skipta keppnum milli Mignolet og Karius gefur til kynna að hann er ekki alveg sannfærður um markmannsstöðuna þó hann segi auðvitað annað útávið.

Alisson
Það er Bandarísk stelpa í markinu hjá Roma sem væri lang líklegasti kosturinn eins og sakir standa. Ok þó nafnið segi annað er þetta landsliðsmarkmaður Braselíu sem er á öðru ári hjá Roma en með reynslu frá heimalandinu einnig. Nútíma markmaður er sagt, hvernig sem þið viljið túlka það.

Oblak
Markmaður A.Madríd er líklega besti markmaðurinn sem er ekki hjá einu af þessum Olíufélögum eða Spænsku risunum tveimur. Hann er samt hjá A.Madríd sem er auðvitað topplið á Spáni og er líklega ekkert að fara þaðan, hvað þá að þeir hafi áhuga á að selja hann.

Jack Butland
Einhver fréttin linkaði hann við Liverpool í sömu adrá og hinir tveir, er ekki viss um að það sé einu sinni löglegt!

Það er hægt að fara töluvert ítarlegar ofan í möguleg nöfn sem myndu styrkja Liverpool, listinn er miklu stærri en við erum að skoða hérna og Liverpool hefur sýnt það undanfarin ár að þeir vita svo sannarlega hvað þeir eru að gera á leikmannamarkaðnum, Klopp vinnur síðan gríðarlega vel með þá leikmenn sem koma inn. Traustið er algjörlega til staðar hvað það varðar. Það er samt ekkert meira þreytandi en kaup á leikmönnum sem koma ekki fyrr en eftir 6-12 mánuði. Matip, Keita og Van Dijk sýna að Klopp er tilbúinn að bíða svo lengi.

Coutinho er öðruvísi, það er ekki endalaust hægt að taka séns með þetta tímabil, Liverpool er í bullandi séns á þessu tímabili og flestir stuðningsmenn liðsins eru komnir vel rúmlega með leið á þvi að tala um næsta tímabil. Að taka séns og bíða með Keita og Van Dijk (og fá ekkert í staðin) var ok í ljósi aðstæðna í sumar en klárlega töluverður séns sem stjórinn tók á sig hvað þetta tímabil varðar, knattspyrnustjórar endast ekki lengi ef illa gengur og eitt tímabil er orðið mjög langur tími. Að bíða einnig með arftaka Coutinho er að mínu mati aðeins of mikil áhætta, ef Liverpool nær ekki Meistaradeildarsæti i vor og tekur kannski önnur 2-3 ár í pásu frá þeirri keppni er þetta tímapunkurinn sem verður horft til afhverju það gerðist.

Það er á sama tíma gott og slæmt að vera með stjóra sem er svona öruggur með sitt starf að hann er tilbúinn að taka risa sénsa í núinu með það fyrir augum að það nýtist liðinu í framtíðinni. Við höfum séð nógu mörg slæm leikmannakaup til að skilja að það er betra að bíða í 6-12 mánuði eftir leikmönnum eins og Van Dijk og Keita sem stjórinn er viss um að séu þeir réttu. Eins skiljum við alveg að það sama á við í tilviki Coutinho, en félagið hefur núna haft hálft ár til að undirbúa brottför hans og var með öll spilin á hendi þegar kom að þvi að samþykkja söluna.

Tökum samt ekkert af Coutinho, hann hefur verið hreinræktað fífl í þessu ferli öllu og engar velfarnaðaróskir skilið frá stuðningsmönnum Liverpool, það hefur ekki verið orð að marka það sem hann hefur látið út úr sér undanfarin ár, oftar en ekki þegar hann er að tala um hvað stuðningsmennirnir séu frábærir. Fuck off. Hann er eftir fimm ár alveg ólmur í að skilja Liverpool eftir í skítnum og á nákvæmlega enga virðingu skilið.

Það er fyrst og síðast hegðum Coutinho sem setur Klopp og FSG i þessa stöðu, það er auðvelt fyrir okkur að drulla yfir þeirra ákvörðun eins og ég er að gera hérna en Klopp þarf að eiga við leikmanninn persónulega og áhrifin sem hans hegðun hefur á allt liðið, innan sem utanvallar. Hef að hluta til samúð með þessu og FSG gerði vel að fá hámarksvirði fyrir hann.


Eitt að lokum, með því að segja að sala á Coutinho sé gríðarleg áhætta er ég ekki að segja að tímabilið sé búið ef ekkert kemur inn í staðin, sama ætti við hefði Coutinho meiðst í janúar og ekki verið með út tilabilið. Það er alls ekkert útilokað að skipti á Van Dijk og Coutinho styrki Liverpool eitt og sér. Sóknarleikurinn hefur ekkert verið vandamál, hvorki með eða án Coutinho þó vissulega sé hann leikmaður sem getur opnað litlu liðinu. Salah, Firmino og Mané verða áfram fremstu þrír hjá okkur.

Lallana er einnig að koma til baka úr meiðslum, hans hefur verið sárt saknað á fyrrihluta þessa tímabils, hann er bæði góður og skapandi sóknarlega en jafnframt einn af okkar betri leikmönnum er kemur að pressuvörn. Hann fyllir ekki skarð Coutinho en er engu að síður góður leikmaður sem kemur líklega að nokkrum mörkum með þessa þrjá fyrir framan sig. Lallana hefur spilað rétt rúmlega 100 mínútur í deildinni í vetur þannig að fá hann inn úr meiðslum er bókstaflega eins og að fá inn nýjan leikmann.

Ox-Chamberlain er einnig farinn að fóta sig vel hjá Liverpool og sala á Coutinho er líklega opnun á byrnunarliðssæti fyrir hann haldi hann áfram að spila eins og hann hefur gert undanfarnar 5-6 vikur. Hann er bara rétt að byrja hjá Liverpool og hefur enganvegin náð hátindi sem leikmaður. Ox hefur aðeins byrjað sjö leiki það sem af er tímabili og spilað rétt rúmlega 800 mínútur í deildinni. Hann á töluvert meira inni.

Ban Woodburn er orðaður við lán til Chris Coleman hjá Sunderland, mögulega bíður Klopp með það þar til a.m.k. einhver kemur inn fyrir Coutinho. Ekki að hann fari að koma inn í liðið fyrir Coutinho en mögulega opnar þetta lið fyrir hann í hópinn oftar en hann hefur verið undanfarið. Það að Woodburn sé eiginlega ekkert í hóp er ágætt dæmi um hversu sterkur hópurinn er frammávið.

Varnarlega fengum við forsmekkinn af því í leiknum gegn Everton hversu mikið Van Dijk getur styrkt Liverpool liðið, Liverpool þarf ekki að skrúfa það mikið fyrir varnarlega til að það fari að hjálpa stigasöfnun liðsins. Það er mun meiri þörf á því heldur en fleiri mörkum og mögulega er hann mikilvægari fyrir liðið í heild en Coutinho. Það er til fleiri en ein leið til að bæta fótbolta lið. Hver veit nema Van Dijk skili ekki nokkrum mörkum inn hinu megin úr föstum leikatriðum til að vinna upp á móti missinum af föstum leikatriðum Coutinho. Hann er nú þegar kominn með eitt og ætti með réttu að vera með tvö mörk. Tala nú ekki um hversu miklu öflugra Liverpool er núna þegar kemur að því að verjast föstum leikatriðum.

Hvað sem öllu liður þá sendir sala á Coutinho öll röngu skilaboðin og það væri jafnvel enn verra að bregðast ekkert við. Það má hugsa þetta svona, myndi Tottenham taka sölu á Alli eða Kane til mála undir sömu kringustæðum, sama hvaða dramaköst þeir hefðu sýnt? Ég efast um það og það er það sem hræðir mig við Liverpool.

Þetta er Liverpool FFS.

84 Comments

  1. Nú förum við bara að vinna 1-0 og hættum þessu 3-3 bulli. Vandamálið var ekki að skora mörk. Vandamálið var að við vorum að fá Á okkur mörk. Erum sterkara LIÐ svona.

  2. Ég er mjög ánægður með þessa sölu.

    1) Við viljum ekki mann sem hefur engan áhuga á því sem við erum að gera. Emre Can má líka fara sem og þeir sem ekki vilja vera þarna.

    2) £142m tryggðar fyrir leikmann sem annað hvort hverfur algjörlega í leikjum eða er óstöðvandi. Fyrir utan þá staðreynd að þá hefur liðið ekkert versnað með hann utan vallar sem er mælikvarði á það hversu sterkara liðið er og hann verður ekki eins mikill missir og menn telja.

    3) Mikilvægasti punkturinn er sá að nýta þessa 20 milljarða ISK (£142m) vel og styrkja liðið enn frekar og VVD ætti bara að vera byrjunin í því ferli. Það er ljóst að miðjan þarfnast athygli því Can er á förum og, með eða án hans, var skarð í liðinu sem þurfti að fylla. Þessi Keita hjálpar eflaust eitthvað en eitthvað segir mér að það sé ekki nóg. Svo er algjör nauðsyn að fá einhvern sem getur klárað færin sem við erum að fá. Ég hef fengið nòg af því að sjá okkur klúðra minnst 5-6 dauðafærum í leik og tapa stigum á því.

    Hættum að hafa áhyggjur af því að Coutinho sé farinn. Höfum frekar áhyggjur af því sem kemur í staðinn.

  3. ef Emre Can spilar ekki á fullu gasi (væntanlega kominn með hausinn annað og Henderson í einhverjum meiðslapakka þá verður að kaupa inn miðjumann í janúar. þessi kaup eru flókin en það hlýtur að vera bùið að hugsa þetta eitthvað

  4. Ég tel að ástæðan fyrir því að Coutinho hefur ekki verið í fýlu og neitað að spila og gefið allt í verkefnið er einmitt útaf því að ég tel að Klopp hefði talað hann um að ef hann gæfi allt í verkefnið og væri sama sinnis í janúar þá myndi liverpool leyfa honum að fara.

    Það er ekkert grín að vera með leikmann í liðinu sem langar ekki að vera þarna, það fylgir oft fýla og neikvætt andrúmsloft og getur farið að hafa áhrif að framistöðu leikmans.

    Já liverpool hefði getað sagt að hann fari ekkert og haldið honum gegn sínum vilja en Klopp talaði um að liverpool hafi reynt allt til að sannfæra hann um að framtíðinn væri björt hjá liverpool og hann stór ástæða fyrir því en það gekk ekki.

    142m punda, 142 m punda, 142 m punda hvaða rugl penningur er þetta? Svona upphæð er auðvita rosalega há og er erfit fyrir lið eins og liverpool sem eru ekki í rússa eða asíu penningunum að segja nei við svona fáranlegri upphæð(þótt að þeir gerðu það reyndar í sumar).

    Við höfum misst betri leikmenn en Coutinho og við munum standa í fæturnar. Maður hefði viljað halda honum en bara gangi honum vel og lífið á Anfield heldur áfram með Salah, Firminho, Mane og Lallana sem okkar helstu vopn og eru þau vopn bara nokkuð góð.

    Ég vona að Liverpool kaupi ekki bara til þess að kaupa(sjá Andy C panick kaupinn eftir sölu á Torres). Ég vona að Klopp segjir hvern hann vill fá og fer að eltast við hann.
    Við eigum eftir að heyra fullt af nöfnum tengda við okkur og 90% af því er algjört kjaftæði en eitthvað gæti verið satt.

    Liðið okkar er búið að spila 17 leiki án þess að tapa og líta vel út og þeir hafa gert það með og án Coutinho.

    Við erum komnir með alvöru miðvörð en það hefur verið okkar helsta vandamál og núna er bara að horfa fram á við og ef við sjáum eitthvað spennandi þá höfum við 142 m punda til að skoða hvað er hægt að gera í því tækifæri.

    YNWA

  5. Sælir félagar. Er fyrir löngu búinn að fá nóg af núverandi markmönnum okkar. Þeir eru ekki nógu góðir og við eigum að nota tækifærið núna og gera allt til þess að fá til okkar Jan Oblak. Hann gerir nokkuð sem markmenn okkar gera ekki, nefnilega að verja skota sem við eigum ekki von á því að hægt sé að verja. Búinn að fylgjast með honum í tvö ár og vil sjá Liverpool reyna allt til þess að fá hann. Hægt að sjá þetta myndband meðal annars af honum https://www.youtube.com/watch?v=gdmeb-xYU7o

  6. Ef við ætlum ekki að fá neitt fyrir Coutinho í janúar. Þá verður stjórnin að taka allan skellinn á sig ef liðið landar ekki 4. sætinu í lok tímabils. Þar sem liðið situr núna í 4. sætinu og með þriggja stiga forskot.

    Finnst ömurlegt að selja heimsklassa leikmann á miðju tímabili og ætla svo ekki að gera neitt fyrr en í sumar. Hefðum þá átt að halda honum fram að sumri. Erum að taka óþarfa sénsa.

  7. Hvernig geturu sagt Van Dijk tengist þessum díl ekki neitt? Ég persónulega gæti alveg trúað því að FSG hafi loksins opnað veskið einmitt vegna þess að sala á honum var óumflýanleg. Kaupin á Ox, Van Dijk, Salah og Keita verði borguð með Coutinho peningnum + sumarkaupapening.

    Ég er ekki bjartsýnn á janúarkaup. Geri persónulega enga kröfu á það heldur.

    Annars bara flott samantekt hjá þér. Takk.

  8. Janúarglugginn er rétt byrjaður. Mín spá er sú að það verður reynt við topp skotmörkin og ef þau fást ekki á viðráðanlegu verði, mun liverpool bíða til sumarsgluggans. Persónulega er ég sammála þeirri stefnu.

    Það verður alveg hægt að finna leikmann sem gæti fyllt upp í gæði Coutinho en spurningin er bara hvenær. Vonandi í þesssum glugga og ég er bjartsýnn því tíminn er þónokkur.

    Persónulega myndi ég vilja sjá hvort það væri hægt að kaupa Alexis Texeira eða Lemar. Mér finnst þeir líkastir Coutinho en einnig er bara sniðugt að athuga með markvörð eða einhverja allt aðra stöðu.

    Það er sárt að okkar allra besta byrjunarlið Veikist við för Coutinho en ég er sannfærður um að það sé hægt að brúa þetta bil. T.d fær Lallana núna tækifæri til að stíga upp og það er líka hægt að fara í tilfærslur eins og að breyta í þriggja manna vörn, færa Firmino inn á miðjuna og setja Solanke/Sturridge fram.

    Ótal möguleikar í boði.

  9. Við kaupum bara Alli frá þeim hvítu í London látum Gérard ekki vera sofandi núna?

  10. Henda bara góðum 70mp í Nabil Fekir, það er alvöru leikmaður sem ætti að geta fyllt skarðið hans Coutinho, finnst hálf ótrúlegt hvað það er lítið talað um hann sem mögulegann kost.

  11. Ég er löngu kominn yfir Couthino. Hjarta mitt er barmafullt af þakklæti í hans fyrir góð störf og ekki síst fyrir að færa okkur alla þessa peninga. Himnasending eins og ég sé málið og ég hef meiri áhyggjur af stöðu sauðkindarinnar í næsta fjármálafrumvarpi á þessum póst módernísku tímum en því að Couthino axli sín skinn.

    Það verður að hafa í huga að Liverpool er ekki að fara að vinna PL í vor. Atlagan að PL titli bíður næstu leiktíðar. Klopp telur að hann hafi nægilega sterkt lið til að enda í topp fjórum og ég er hjartanlega sammála. Að öðrum kosti hefði Couthino ekki verið látinn fara eins og allir sjá ef betur er skoðað.

    Þessir gríðarlegu peningar sem fengust fyrir Couthino verður örugglega endurfjárfest skynsamlega. Klopp er 100% örugglega með áætlun og er manna ólíklegastur til að fara í despó kaup. Það er einfaldlega ekki að fara að gerast. Punktur.

    Ég vil líta á þessa ótrúlegu sölu sem viðskiptalegt afrek sem mun á næstu mánuðum færa Liverpool einu skrefi nær því að vinna meiriháttar verðlaun. Kann að hljóma mótsagnarkennt að það styrki liðið að selja aðalgaurinn en svona er það nú samt. Couthino er fráleitt ómissandi og er, eins og bent er á í greininni, ekki dæmigerður Klopp leikmaður.

    Mér finnst Thomas Lemar ansi spennandi og flestar heimildir benda til að Klopp hafi fyrst og fremst augastað á Lemar. Mér finnst þó sérkennilegt og hálfgerð vonbrigði að Julian Draxler skuli ekki vera nefndur á nafn sem eftirmaður Couthino. Draxler væri klárlega minni blauti draumur enda, ef eitthvað er, betri leikmaður en Couthino. Draxler hefur lítillega fallið í skuggann fyrir Mappe og Neymar hjá PSG og Klopp ætti að geta nýtt sér það.

    Draxler á bak við Firmino, Salah og Mané yrði ógnvænlegt fyrirbæri fyrir hverja einustu vörn í heimi. Draxler er aðeins öðruvísi leikmaður en Couthino og t.d. ekki alveg eins góður maður á mann þó að fínhreyfingar kappans séu ekkert slor. Hann er hins vegar a.m.k. jafn góður skotmaður, miklu fljótari, hávaxinn og afburða sendingarmaður. Var fyrirliði sigurliðs Þýskalands í Confederation Cup í sumar og valinn verðskuldað besti leikmaður mótsins.

    Sjáum hvað setur.

  12. Neikvæðni, neikvæðni, nekvæðni.
    Er algerlega sannfærður um það að ef Shankley hefði veirð í þessum sporum þá hefði hann selt þennan leikmann í sumar.
    Þetta hefur ekkert með það að gera að standa í lappirnar. Ef leikmaðurinn vill fara, og sanngjörn upphæð fæst fyrir, og sú upphæð sem nú er um að ræða er vel rúmlega það, þá á að selja. Skiptir þá engu máli hvenær.
    Það er frábært að þessi farsi sé úr sögunni, hann hefur örugglega haft verulega neikvæði áhrif inn i félagið og hópinn. Getið þið ímyndað ykkur hvað við getum gert fyrir 146 milljónir?
    Klopp fær sína menn, kenndu kaupin á VVD ykkur ekki neitt?
    Eins og King Kenny orðar það:
    Mikilvægasta fólkið hjá LFC er fólkið sem vill vera þar.

  13. @ 10

    Nabil Fekir virkar algjört powerhouse!

    Wham bam vinstri fótur!

  14. Ég held það sé mest aðkallandi að bæta í þjálfarateymið okkar.

    Þurfum að fá snarbrjálaðan breskan blótara. Helst Skota.

    Hans eina hlutverk er að taka erlendu leikmennina og sjá til að þegar þeir brjálist þá noti þeir bara góð og gild fjögurra stafa ensk orð til að úthúða andstæðingunum.

    Það er víst ekkert bann við að segja einhverjum að riðlast á móður sinni – svo lengi sem það er bara á ensku.

  15. Gríðarlegt magn af greinum birtist nú á netinu þar sem fram kemur að það verður allt í lagi með Liverpool án Coutinho, við höfum unnið fleiri leiki án hans en með hans og eitthvað svoleiðis dót. Einhverjir, m.a. einhverjir pistlahöfundar hér, hafa sagt að þessi söngur um „lítið mikilvægi Coutinho“ sé kunnuglegur (Suárez) og stórhættulegur.

    Sjálfur er deili ég brjáluðum pirringi Liverpool stuðningsmanna gagnvart þessum litlu risum á Spáni. Macmanaman mun ég aldrei fyrirgefa, né Owen. Þeir fóru meira að segja án þess að vera með samning og skildu ekkert eftir sig. Upp á síðkastið höfum við a.m.k. verið að fá flottar upphæðir fyrir leikmennina sem fara. Torres og Mascerano skildi samt að hluta til. Liverpool var ekki spennandi kostur að vera hjá, eins og Mascerano hefur bent á í seinni tíð. Liðið var ekki með neina stefnu og allt í ljósum logum í stjórninni. Alonso skildi ég svosem líka þar sem Benitez klúðraði honum þegar hann vildi selja hann árið áður. Svo eru það Suárez og Coutinho. Báðir skilja Liverpool eftir í sárum búnir að vera vælandi í yfir heilt ár um að komast í burtu. Óþolandi týpur, báðir tveir. Bottom line-ið er að það er svakalega pirrandi að geta ekki haldið í sína bestu menn, trekk í trekk.

    Þegar Suárez fór þá voru raddir um að hann hefði í raun ekkert verið mikilvægur fyrir liðið okkar. Hver einasti heilvita maður gat samt séð að liðið var mun veikara eftir að hann fór. Við keyptum Lambert og Balotelli í staðin fjandinn hafi það. Coutinho er einnig að skilja stórt skarð eftir sig. Hann er búinn að vera algjör lykilmaður fyrir okkur í vetur og komið að mörgum mikilvægum mörkum. Gríðarlega vont að missa hann og ótrúlegt að ekki hafi náðst að sannfæra hann um að klára tímabilið hjá okkur og fara til Barca næsta sumar.

    Ég verð samt að segja að við erum í mun betur stakk búin að missa Coutinho núna en við vorum þegar Suárez fór, eins og bent er á í pistlinum. Mané, Salah og Firminho eru funheitir sem fremstu þrír, Lallana er að koma aftur inn og Ox er að eflast mikið. Þar að auki er Sturridge einhversstaðar þarna líka og Woodburn er spennandi kostur sem gaman væri að gefa fleiri sénsa. Þetta er allt önnur staða en þegar Suárez fór þegar Sturridge og Lambert voru það eina sem við áttum.

    Ég er því sammála Sigurði Einari og Guderian hér að ofan og vona að Liverpool hoppi ekki í einhver panic kaup núna í janúar. Ég er sammála Klopp í því að það er betra að bíða eftir rétta leikmanninum frekar en að kaupa bara eitthvað, sbr Balotelli. Það sem gerist núna er að allir leikmenn sem Liverpool sækist eftir í janúar hækka um 30-50% bara við það eitt að Liverpool horfir í áttina að þeim. Ef við hlaupum í þann pakka þá erum við bara að kasta þessum peningum sem við fengum fyrir Coutinho í ruslið og hefðum alveg eins getað selt hann fyrir 50 mp.

    Ég vona að það finnist leikmaður í janúar sem við getum notað en yrði ekkert svekktur og ekkert hissa þó að ekkert meira yrði keypt í janúar. Það sem ég vona að gerist núna er að einhverjir (Lallana, Ox, Sturridge?) stígi upp og skori einhvern hluta af þessum mörkum sem Coutinho hefði verið að skora. Einnig vona ég að Van Dijk stýri vörninni áfram þannig að við einfaldlega þurfum ekki að skora svona mörg mörk til að vinna. Allir sáttir held ég bara.

    Ég held mig við mína spá. Við endum í öðru.

  16. Núna þarf Klopp að ræða við Leipzig og fá Timo Werner til að leiða sóknina hjá okkur og fá Naby Keita 6 mánuðum fyrir tímann.
    Ef það verða fengnir inn 2 gæða leikmenn núna í glugganum þá erum við í toppmálum.

    Timo Werner
    Naby Keita
    Tomas Lemar
    Julian Draxler

    Fá 2 leikmenn í þessum klassa inn fyrir Coutinho

  17. Sælir félagar

    Menn sem ekki vilja spila fyrir Liverpool mega fara til fjandans fyrir mér og ekki síst ef fæst metverð fyrir þá. Ég er viss um að Klopp er með plan og bíð rólegur eftir því að það komi í ljós.

    Það er nú þannig

    YNWA

  18. Gera menn sér almennt grein fyrir því hve mikilvægt er fyrir liðið að halda Evrópusætinu á næstu leiktíð eða eru menn búnir að gefa sér það að Liverpool endi ofar en Spurs, Chelsea og Utd?

    Mun Klopp ná í þessa leikmenn sem honum langar í ef liðið nær ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni? Ég er ekki að segja að okkur takist ekki að landa því en það er hinsvegar langt frá því að vera öruggt.

  19. Hvernig væri ef Klopp myndi reyna að ganga frá Goretzka, De Vrij og Brandt. Allt leikmenn sem verða samningslausir í sumar og væri hægt að fá í janúar gegn greiðslu langt undir markaðsverði. Reyna að losa Can til Juve með sama hætti. Setja peningana í sumar í að kaupa heimsklassa markmann og sóknarmann og losa okkur við Lovren, Mignolet, Sturridge og Ings.

    Græt enn að hafa ekki fengið meira fyrir Suarez á sínum tíma, salan á Coutinho bætir það upp. En það skiptir engu máli ef þeir fjármunir verða nýttir í fringe players.

  20. #18,

    Það er nóg að enda fyrir ofan eitt þessara liða til að ná því markmiði (ef horft er framhjá Arsenal). Fjórða sætið í vor tryggir sæti í riðlakeppni CL vegna breyttra UEFA stuðla (ekkert umspil).

    Að þessu sögðu virkar miðjan örlítið tæp; má a.m.k. ekki við teljandi meiðslum á næstu mánuðum.

    Ég er ekkert spenntur fyrir því að leikmenn sem vilja ekki spila fyrir félagið séu þar innanborðs. Klopp er örugglega sammála mér um það og hefur ítrekað sagt það mun betur en ég er fær um að orða það.

    Þessi niðurstaða var væntanlega ljós strax í haust og 99% líkur á að búið sé að vinna í að þá fá leikmann/-menn sem Klopp vill helst. Ef þeir eru ekki í boði í janúar, verður líklega beðið. Alveg eins og með van Dijk. Er þetta of djarft teflt m.t.t. topp 4 og CL ef enginn kemur í stað Kútsins? Það verður tíminn að leiða í ljós (EF enginn kemur).

    Hvað sem öðru líður treysti ég Jürgen Klopp.

  21. Er ég sá eini sem finnst miklu óþægilegra að þurfa að bíða í viku í viðbót eftir næsta leik heldur en að “þurfa” að horfa á liðið án Coutinho?

    Liðið fer ekki úr því að vera ruglað gott lið í miðlungslið við að missa einn gaur með garnaflækju í hausnum.

  22. Savic og Dortmund strikerinn. Henda síðan Firmino í hlutverk svikarans.

  23. #21

    “Liðið fer ekki úr því að vera ruglað gott lið í miðlungslið við að missa einn gaur með garnaflækju í hausnum”

    Það er bara nákvæmlega það sem gerðist síðast þegar við seldum Barcelona leikmann. Ekki það ég haldi þetta muni hafa sömu áhrif samt. Coutinho aldrei jafn mikilvægur liðinu og Suarez var. En liðið fór samt úr því að vera ruglað gott (miðað við liðið í dag sé ruglað gott) lið í miðlungslið.

  24. Nr.11
    Sleppti því að hafa Draxler með af þeirri einföldu ástæðu að hann er hjá PSG og er að spila regulega hjá þeim, hefur að ég held tekið þátt í nánast öllum þeirra leikjum, byrjað 10 og komið inná í sex. Deildarleikjum þ.e.a.s. Við erum því miður lítið að keppa við þá um þeirra lykilmenn og því tel ég hann bara ekki raunhæfan kost.

    Pulisic hjá Dortmund væri líklega nær lagi sem framtíðarleikmaður. Hann er auðvitað bara 19 ára og líklega ekki tilbúinn alveg strax. FSG hefði klárlega áhuga á honum út frá markaðslegum sjónarmiðum. Þeim langar í stórt nafn frá Bandaríkjunum og Pulisic tikkar í öll boxin.

    Eins var ég ekki með Naby Keita þar sem ég bara trúi ekki að Leipzig gefi sig núna í janúar. Verulega hressandi að sjá öll lið þvertaka fyrir sölu á sínum bestu mönnum í janúarglugganum…nema auðvitað Liverpool sem var með leikmann á 4 ára samningi!

  25. Ef að Liverpool og Klopp eru með plan fyrir hvern þeir vilja fá í staðin fyrir Kút af hverju voru þeir þá að reyna að fá Kút aftur á láni út tímabilið ? Mér sýnist ekki vera mikið plan í gangi. Vonandi tækla þeir þetta samt sem fyrst.

  26. Frábær pistill Einar Matthías, takk kærlega!

    Óttast það sama og þú að það hafi ekki verið búið að gera neinar ráðstafanir varðandi kaup á leikmanni í staðinn fyrir Coutinho, sem er alveg með ólíkindum, þar sem salan á Kút var búin að liggja fyrir í nokkurn tíma. Þú talar um að það séu engin tengsl á milli kaupa á Virgil og sölunni á Kút. Ég er ekki alveg sannfærður. Hefði Virgil verið keyptur á þessum tímapunkti og fyrir þessa upphæð ef Kútur hefði ekki verið seldur?

    Auðvitað verður maður að treysta Klopp, en þetta roooooosaleg áhætta sem klúbburinn er að taka ef það verður ekkert keypt í staðinn fyrir Kút í janúar. Allt tímabilið er undir. Ef enginn bikar vinnst á þessu tímabili og við náum ekki topp4 þá er alveg ljóst að Klopp og eigendum verður kennt um þennan skelfilega afleik í janúar 2018.

  27. Markaðsleg snilld að selja meiddan leikmann á 142 millur.

    Ef Klopp ætlar að hanga á hópnum til vors vegna þess að “réttir” menn fáist ekki núna þá er það klárlega aukin áhætta á klúðri tímabilsins.

    Að sama skapi viljum við ekki fá þessi gömlu panic kaup inn aftur.

    Auðvitað best ef við náum einhverjum einum eða tveimur framtíðarleikmönnum inn núna þannig að þeir aðlagist áður en breytingar í sumar verða og nái að leggja eitthvað á vogarskálarnar á þessu tímabili.

    Óvissan núna er sú hvað listinn hjá Klopp er langur og hvort einhver poppi inn af þeim lista.
    Ef listinn er stuttur þá má gagnrýna það.
    En ég vil bara fá “rétta” menn inn og bíða ella. Of mörg nöfn sem komu inn siðast liðin ár sem vekja hjá mér hroll við upprifjunina.

    YNWA

  28. Nú er komið í ljós að Coutinho er í alvöru meiddur og hefði ekki getað spilað fyrir okkur í janúar. Ekki sami drullusokkur og margir hér vilja láta hann vera.

  29. Frikki #27
    Hann á 100% skilið að vera drullusokkur þótt að hann sé meiddur. Framganga hans í garð LFC er algjörlega óviðunandi.
    Fer ekki fram á sölu rétt fyrir fyrsta leik, bara það er ömurleg hegðun og mun ég líta hann sömu augum og Torres. Það var þó annað uppi á tengingnum hjá t.d. Alonso og Suarez.

    Ég bara skil ekki afhverju var ekki hægt að selja hann núna en hann myndi ganga til liðs við Barca í janúar. Töldu Klopp að hann myndi ekki vera með hausinn réttan eins og staðan virðist vera með Keita núna í Leipzig?

  30. Ekki segja mér samt að þetta er rétt sem kemur fram í frétt Mbl:

    Hann er um leið orðinn næst­dýr­asti knatt­spyrnumaður heims en Barcelona greiðir Li­verpool 106 millj­ón­ir punda fyr­ir hann, eða um 120 millj­ón evr­ur. Upp­hæðin get­ur síðan hækkað um alls 35,5 millj­ón­ir punda (40 millj­ón evr­ur).

    Ef rétt er búið að gefa upp hverjar klásúlurnar eru?

  31. Coutinho búinn að skrifa undir en verður líklega frá í 3 vikur útaf meiðslum svo að það var ekkert plat í gangi hvað það varðar.

    Svo að ég vona að menn fari nú ekki eftir hvern einasta leik Liverpool sem þeir vinna ekki og kenna því um að Coutinho var ekki með(ekki eins og að við unnum alla leiki með hann innaborðs).

  32. Góður díll fyrir Liverpool. Vondur díll fyrir Barcelona. Með fullri virðingu fyrir Coutinho, þá stendur hann varla undir því að vera dýrasti maður sögunnar á eftir Neymar til PSG. Það er ekkert öruggt að hann spili eins og milljarðamaður á næstu árum… (fyrir utan að mæta meira að segja til leiks meiddur og hefði aldrei spilað neitt í janúar hvort sem er). Áhættan liggur hjá Barcelona. Peningurinn er í bankanum hjá Liverpool.

  33. Kemur í ljós að leikmaðurinn sjálfur er að borga hluta af kaupverðinu.
    Höfum við eitthvað við slíkan mann að gera?

  34. Tvær skemmtilegar pælingar:

    1) Kaupum Alexis Sanches. Veikjum um leið Arsenal í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

    2) Byrjum umræðuna um að Liverpool kaupi Luis Suarez. Sá einhvern pistil þar sem þessi hugmynd var rædd. Breiðum þetta út og búum til sama áreiti og Barcelona var með á Coutinho. Stillum honum upp við í alls konar leikkerfum. Mátum hann við búning félagsins o.fl. o.fl. Suarez er engin markaðssnilld. Betra væri að Barca notaði Griezmann í uppstillingu með Coutinho og Messi. Það yrði nýja Barca. Út með gamla kallinn Suarez.

  35. “Góður díll fyrir Liverpool. Vondur díll fyrir Barcelona. ”

    Við skulum taka af okkur Liverpool gleraugun, þetta er örvæntingarfull afneitun (en þó alveg skiljanleg, ég er enn hundfúll). Þetta er hræðilegt fyrir Liverpool og frábært fyrir Barcelona því það er ljóst að liðið er þarna að kaupa stórkostlegan leikmann, algjöran töframann. Þetta er besti leikmaður Liverpool og einn af fáum leikmönnum deildarinnar sem myndi labba inn í *öll* byrjunarlið deildarinnar, það er bara þannig.

    Við munum ekki geta fyllt skarð hans í þessum glugga, það er bara þannig. Vonandi stíga aðrir upp en þetta er einn af topp 10 leikmönnum í heiminum í dag. 26 ára og á nóg eftir.

    Án þess að alhæfa þá er það bara því miður þannig að flestir Suður-Ameríkumenn og Portúgala/Spánverja dreymir um að spila með ýmist Real Madrid eða Barcelona.. Þeir eru fáir heimsklassa leikmenn frá þessum slóðum sem hafa átt spilað á Englandi sem og enda ekki þar ef þeir eiga kost á því.. sbr. Christiano Ronaldo, Fabregas, Suarez, Mascherano og nú síðast Coutinho svo dæmi séu nefnd.

    Eina dæmið undanfarin ár sem ég man eftir að klúbbur stóð virkilega í labbirnar var þegar Man. United púllaði fax-stuntið á Real Madrid varðandi De Gea. Þeir fá credit fyrir það. En það er algjör undantekning og maður vonaði að það yrði til eftirbreytni. En nei, algjörlega galið að missa hann í janúar.

    Við fengum að hafa hann og njóta listar hans í nokkur ár og ég þakka honum það en óska honum alls ills hjá Barcelona, þeim skítaklúbb. Það sem Barcelona hefur fallið í áliti hjá mér undanfarin ár.. #CoutinhoDay *aulahrollur*

  36. Ég átti hreinlega vona á því að um leið og þetta var klárt með Coutinho að þá vöru okkar menn búnir að gera tilboð í einhvern leikmann… Það yrði galið að fá engan inn núna í janúar. Megum heldur ekki gleyma því að kannski er Firmino á leiðinni í langt bann og að vera án hans og coutinho með engan inn í staðinn þá er seasoni ónýtt. LaupaMahrez í hvelli og plúsinn við það er sá að hann má líka spila í Meistaradeildinni. Yrði mjög sáttur með Mahrez enda hann að skora og leggja upp meira en Coutinho síðan árið 2015 og yrði bara betri í Liverpool en Leicester en Liverpool að spila miklu meiri soknarbolta.. Yrði sáttur þó Mahrez kæmi bara í janúar og engin annar og svo yrði beðið fram á sumarið… Allavega lykilatriði að við verðum að fá eitthvað strax annað er galið.

  37. Já — greinarhöfundur er heldur tilætlunarsamur og ekki sérlega raunhæfur…
    1. Philip Coutinho var ein af driffjöðrunum í því að endurræsa LFC eftir langt niðurlægingartímabil.
    2. Félagið hefur hagnast um 150 million euros á honum í transfer fees fyrir utan allt annað.
    3. Einstaklingurinn Coutinho hefur tækifæri að fara frá 4-5 besta liði í Englandi sem er í borg sem hefur nákvæmlega núll samhengi við hans bakgrunn — og fara til besta fótboltafélags í heimi síðustu árin og vera þar í menningarumhverfi sem er honum nær og spila með Messi og vinna örugga titla. Hver myndi ekki velja það sama fyrir sjálfan sig?

    Philip Coutinho, ólíkt okkur aðdáendunum vinnur við fótbolta. Hans fótboltalíf er um 10-15 ár. Við getum verið aðdáendur í 60+ ár. Hans sjóndeildarhringur, eðlilega, markast af því hvað hann getur gert á sínum ferli. Hann skuldar okkur ekki að fórna sinni framtíð til að gera bjórþamb okkar á laugardögum skemmtilegra.

    Í nútíma fótbolta þurfa lið sem vilja halda í leikmenn að geta byggt heild með því að kaupa heilt lið og unnið — ekki verið næstum því að vinna — ef þau vilja ekki vera selling club. Við sjáum nákvæmlega sama gerast með Arsenal núna — tveir af þeirra bestu mönnum eru á förum af því að Arsenal (sem þó hefur London sem aðdráttarafl) er á niðurleið og þangað vill enginn fara sem hefur annan kost. Það er auðvitað eðlilegt að vera svekktur yfir því að okkar ástkæra Liverpool er í dag selling club — en það er fáránlegt að kenna 27 ára fótboltamanni um það.

    Og allt tal um að standa í lappirnar og sýna leikmanninum að samningar ráði og blah blah. Það sýnir skilningsleysi á því hvernig heimurinn virkar. Liverpool getur laðað að sér efnilega leikmenn af því að við bætum þá og seljum svo. Liverpool getur spilað vel af því að við erum stoltur klúbbur sem horfir á liðsheild og gömul gildi og hefðir og byggir á því að vinna úr því sem við höfum. Ef við förum að haga okkur eins og peningaklúbbarnir, án þess að hafa peningana til þess, þá munum við bara enda sem einhverjir prinsipplausir lúserar. Það er séns að Klopp takist að byggja liðsheild sem er nógu góð til að vinna deildina og Champions League — en það gerist ekki með því að píska út fólki sem vill ekki vera hjá okkur og fæla frá þá sem líta á klúbbinn sem besta skrefið á uppleiðinni.

    Ég held að Klopp skilji þetta betur en nokkur annar. Og sem betur fer þá virðist hans innri manngerð vera að hann vill frekar vera hjá LFC en Barca eða Real — hans áhugi er að vinna sér inn framann, ekki kaupa hann. Og að spila skemmtilegasta fótbolta á byggðu bóli.

  38. “Við skulum taka af okkur Liverpool gleraugun”… skrifaði Manstein… Það er eiginlega einmitt það sem maður þarf að gera til að fatta að þetta er fínn business. Með Liverpool gleraugun, þá getur maður ekki hugsað sér að missa Coutinho… (ég vildi frekar lána hann frítt til Real Madrid en að selja hann til Barcelona). En ef maður pælir í þessu án Liverpool gleraugna, þá liggur fyrir að strákurinn er nú varla næst bestur í heimi! Mér finnst Barcelona vera að taka geggjaða áhættu með því að setja svona gríðarlegan pening í hann, í algjörri hreinskilni. Ég skil þá ekki. Þeir þurfa hann ekki einu sinni fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili. Ég held að Liverpool hafi einmitt fengið svona gott verð, því þeir voru með öll tromp á hendi. Coutinho með langan samning etc. Þeir stóðu í lappirnar og seldu ekki fyrr en Barcelona bauð á sér hálfan handlegginn.

  39. Allt er til sölu fyrir rétt verð. Miðað við hvað Coutinho þráði að komast til Barcelona, finnst mér Liverpool hafa tekist að fá alveg ótrúlega mikið fyrir hann: “The fee is the biggest ever received by a British club – as well as the biggest ever paid by a Spanish one – and is the third-highest ever in the world after Neymar’s world record €222m (£197m) move to Paris Saint-Germain and the €180m (£160m) the French club are also paying for Kylian Mbappe.”

  40. Við annan pistil neðar á síðunni sem fjallaði um söluna á Coutinho, stóð í vinsælli fyrstu athugasemd: “Hefðu Chelsea selt Hazard í janúar? Hefðu Utd selt Pogba í janúar? Hefðu City selt De Bruyne í janúar? Aldrei.” Þessi athugasemd fékk marga “þumla”. En ég held að Chelsea hefði frekar líklega selt Hazard í janúar eða United selt Poba í janúar, fyrir samskonar upphæð í samskonar aðstæðum.

  41. Þ.e.a.s. hæstu upphæð sem fengist hefur frá upphafi hjá ensku liði, fyrir mann sem vill ólmur fara.

  42. vona að þeir kaupi eitthvað nothæft inn í janúar.

    fínt að fá lemar og markmann þá væri þetta góður gluggi.

  43. Ekki að það skiptir öllu máli en upphæðin er víst 146m punda(maður er farinn að líta á 4 m punda sem klink, sem er auðvita fáranlegt)

  44. Fyrir mér er þetta svolítið margþætt.

    Í fyrsta lagi hef ég engann áhuga á að liðið mitt selji sín stærstu nöfn
    Í öðru lagi er þetta hans draumur og sá ekki fyrir þegar hann skrifaði undir 5 ára samning voða glaður að barca ætti nóg til og pláss á vellinum þegar æskuvinur hans Neymar fór til PSG

    Mun ég sakna couto ? Já pottþétt allir myndu sjá eftir svona leikmanni.
    en núna er liverpool í stöðu Barca. Liverpool er með fulla fasa fjár og stöðu til að leysa þótt það sé ekki endilega maður fyrir mann.
    Kannski er liðið ekki svo tilbúið að maður dettur úr stöðu og við þurfum mann akkúrat þar.

    Dijk kom inn og þar er gríðarleg styrking við vitum af Keita sem er donn díll.

    Það sem er verst við þetta er að en og aftur er liverpool að þurfa selja sína stærstu stjörnu mikið meira en að við séum að selja couto félagið er alltaf að fara græja það.

    En þetta hefur alltaf verið svona og verður örugglega alltaf það er nóg að lesa yfir söguna menn fara og koma verst finnst mér að sjá okkar menn fara í önnur lið á Englandi .

    Aðal atriðið núna er að spila rétt úr þessum gríðarlegum fjármunum og nota þá til þess að gera liverpool en sterkara.
    Ég hef engar áhyggjur af þessu ef við höfum mátt til að sannfæra stóra leikmenn til að koma.

    Er td griezmann ekki falur fyrir um 100? Getur lfc það?
    Það er spurningin núna félagið er allavega með fulla vasa af seðlum og ætti að vera ógn á markaðnum núna í jan og sumar alvöru ógn.
    Við erum ekkert að fara kasta inn neinu handklæði heldur miklu frekar að vinna rétt úr þeirri stöðu sem upp var komin fyrirlöngu

  45. Hvað tapar félagið miklu ef það nær ekki Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð?
    Að selja Coutinho á þennan pening og ná ekki CL sæti yrði gríðarlegt áfall fyrir félagið. Það er ekki eins og að við séum öruggir á að fara inn í Meistaradeildina. Sala á Coutinho veikir okur alltaf í þeirri baráttu og þá sérstaklega ef við fáum ekkert inn í hans stað fyrr en í sumar.

  46. Flott að fá WBA í bikarnum. Oft erfiðara að spila við lið í 1. deild td sem eru kannski að spila leik lífsins og leggja allt í sölurnar.

    Annars búinn með sorgarferlið varðandi Coutinho. Ef menn vilja ekki vera hjá klúbbnum þá er lítið við þvi að gera, nú er bara bjart framundan og Klobb að búa til lið sem er fullt af mönnum sem eru tilbúnir að berjast af öllu hjarta fyrir klúbbinn.

  47. Þeir sem hafa áhyggjur af penningum og hvað liverpool myndi missa mörg pund ef liðið kæmist ekki í meistaradeildina.

    Skoðum það aðeins.
    Riðlakeppni 11,4 m punda + 1,35m fyrir sigra og 500þ pund fyrir jafntefli Gefum okkur 3 sigra og jafntefli bara til að segja eitthvað c.a 4,5 m punda = 15,9 m
    16.liða úrslit 5,4 m punda 15,9 +5,4 = 21,3 m
    8.liða úrslit 5,8 m punda 21,3 m + 5,8 = 27,1 m
    4.liða úrslit 6,7 m punda 27,1 m + 6,7 m = 33,8 m
    Tapa úrslitum 9,9 m punda 33,8m + 9,9 m = 43,7 m
    Vinna 15,5 m punda 27,1 m + 15,5 m = 49,3 m

    Svo að ef Liverpool fer alla leið þá fær Liverpool mest 49,3 m punda í verðlauna fé en inn í því er ekki sala á heimaleikjum eða auglýsingaréttur svo að þessi upphæð gæti tvöfaldast en þá erum við líka að tala um að fara alla leið í keppninni og sigra sem gerist ekki á hverju ári.

    Liverpool seldi Coutinho á 146m

    Það væri ömurlegt að missa af meistardeildinni en vildi bara sýna þessar upphæðir svo að menn fá aðeins að sjá hvað upphæðinn á Coutinho er rosalega há. Ég spái samt að við komust aftur í meistaradeildinni í ár.

  48. Þetta er fínn tími til að selja hann. Hann er meiddur í 3 vikur og svo eins og þið vitið er hann alltaf nokkrar vikur að koma sér í gang aftur.

  49. Hvað næst? HVAÐ NÆST? Það er fokking milljón dollara spurningin!

    Kaupin á Virgil var skref í rétta átt í að búa til lið sem vonandi vinnur epl áður en það líða 30 ár frá þeim titli. Salan á Coutinho eru 2 skref afturábak varðandi þau markmið. Ég var aldrei að búast við sölu á honum síðasta sumar og hvað þá á miðju tímabili. Þetta setur allt í uppnám. Eins og einhver sagði að ef enginn titill vinnst (CL eða FAcup) og missum af WengerCup þá er LFC í mjög vondum málum.

    Ég er enná á stigi 2 í sorgarferlinu, semsagt reiður. Reiður út í Coutinho að baila á klúbbnum á miðju tímabili. Reiður út í klúbbinn að selja besta leikmanninn á miðju tímabili. Ég fer ekki á stig 5 (samþykki) nema að ná a.m.k. topp4 í vor.

    Vonandi verða réttar ákvarðanir teknar varðandi leikmannakaup í janúar og í sumar svo liðið haldi í þessi topp lið. Þetta er auðvitað ekki hægt að vera í svona mikilli samkeppni við hin topp5 og vera að missa alltaf bestu leikmennina á árs til tveggja ára fresti. Kaup á Lemar, Oblak, Goetzka væri statement sem færi langa leið að gera mann bjartsýnan. En ef Salah endar hjá Real M. í sumar þá gefst ég endanlega upp og verð ævinlega fastur á stigi 2.

  50. Ég yrði reyndar ekkert hissa þó að við myndum ekki kaupa neitt í staðinn. Breiddin hefur verið fín hjá okkur í vetur og jafnvel of mikil þar sem kjúklingarnir fá ekkert að spila. Klopp hefur ekki viljað kaupa bara til þess að kaupa og það virðist enginn í sjónmáli þannig lagað.

  51. Ég get skilið pirring þinn Einar Matthías, yfir þessari sölu, en svo er líka auðvelt að skilja Phil sem elst upp við að spila fótbolta á brasilísku götunum og hefur dreymt um þetta alla ævi.

    Ef hann væri Evrópubúi væri ákvörðunin vafasamari því okkar ástkæra félag er svo sannarlega á réttri leið. Þetta hlaut að gerast fyrr eða síðar. Að spila með Messi er once in a life op.

    Nú er bara að endurbyggja liðið og gera það skynsamlega án þess að dreifa peningunum of mikið. Liverpool er eftir sem áður nógu sterkt til að geta laðað til sín frábæra leikmenn, ólíkt mörgum undanförnum árum, undir stjórn karekterískasta stjórans og eins mesta ástríðumanns í boltanum í dag.

  52. Er þetta ekki fullkomin tímasetning til að kaupa sterkari markvörð, sterkan vinnuhest á miðjuna og annan byrjunar hafsent? Það má bíða með hafsentinn fram á sumar – Lovren gæti tekið skref upp á við með VvD sér við hlið. Klárt mál að Matip gerir það ekki.

  53. Hlýtur að vera hægt að ná í Lemar í janúar. Afhverju þurfum við alltaf að bíða eftir mönnunum meðan önnur lið klára dæmið? Það eru allir falir fyrir rétt verð eins og Coutinho dæmið sýndi.

    Að fá leikmann inn í janúar styrkir liðið í baráttunni um 4. sætið. Auk þess verður sá leikmaður reynslunni ríkari fyrir næsta tímabil. Þetta er leikmaður sem mjög erfitt er að bíða eftir enda önnur lið á eftir honum.

  54. Hvað næst?

    Herra Klopp þarf að rífa upp heavy metal veskið sitt og styrkja hópinn. Nokkrir góðir og falir fyrir réttan peninginn.

    Griezmann? Draxler? Lucas Moura? Lemar? Savic? Mahrez?

    Við misstum alvöru leikmann og þurfum alvöru leikmann inn í staðinn strax í janúar til þess að keppa um topp fjóra. Vissulega er nokkuð ljóst að City vinnur deildina, en topp-4 er alls ekki sjálfgefið. Arsenal og Spurs bara 3-4 stigum á eftir okkur og maður veit aldrei þó við séum vissulega að sækja á toppinn þessa stundina.

  55. Ég get alveg verið sáttur með Couthino og hans ákvörðun.

    Ólíkt ónefndum spænskum stræker (sem ég hef ekki nefnt með nafni síðan…) þá var það ekki eins og að Couthino vildi fara FRÁ Liverpool, heldur vildi hann fara TIL Barcelona.

    Veit það er sama niðurstaða hvað varðar liðsuppstillingu fyrir okkur, en það er samt munur á hugarfari. Held að Kúturinn okkar hefði alveg spilað sáttur í mörg ár í viðbót hjá okkur værum við svo heppinn að hann væri obbolítið lélegri í bolta og hefði ekki vakið áhuga Barcelona.

    Legg samt til að við förum að kalla Barcelona Liverpool B eða Old Boys.

  56. Skemmtileg umræða á margan hátt. Held þó eins og nokkrir aðrir að búið sé að ráðstafa Couthino aurunum og flestum þeirra fyrir löngu. Málin með Couthino og Dijk voru komin miklu, miklu lengra siðasta sumar heldur en fram hefur komið í fjlmuðlum. Þess vegna voru Oxlade og Salah keyptir til að fylla upp Couthino skarðið og Dijk til að styrkja miðvörðinn eins kallað hefur verið eftir. Robertson kom svo í viðbót sem virkar heldur betur seigur náungi. Svo ég skil ekki umræðuna í staðinn fyrir Couthino sem er búið og gert. Ef einhver verður keyptur núna og á að styrkja liðið er það væntanlega ekki ókeypis.

  57. Liverpool hefur leikmann nú þegar til að spila á miðjunni í stað Coutinho! Það sem Liverpool þarf er að kaupa Aubemayang og færa Firmino aftur á miðjuna. Liðið fær helmingi duglegri leikmann á miðjuna -með slatta af hæfileikum og virkilega frambærilegan framherja.

  58. Er ég sá eini hérna sem er skotinn í Richarlyson hjá watford ? Ungur og efnilegur sem minnir mig smá á Rivaldo … væri líka til í oblak þá væri ég drullusáttur

  59. Kemur ekkert á óvart með Salah og það kæmi mér ekkert á óvart ef hann yrði seldur í sumar.
    Hvernig vinnur lið bikara þegar það þarf alltaf að selja sína bestu menn meðan besta liðið (City) stígur enn frekar á bensíngjöfina?

  60. Utd að fá Lucas Moura á 25-30 milljónir evra. Það er náttúrulega skiptimynt fyrir slík gæði á markaðnum í dag.

  61. #45 “fínt að fá lemar og markmann þá væri þetta góður gluggi.”

    Hvað varstu að reykja, við vorum að missa okkar besta mann, það er enginn annar til að taka stöðuna hanns, þetta gæti vel kostað okkur meistarasætið, “góður gluggi”, CU er liklega besti Createive miðjumaður í heimi, það skiptir ekki máli hverja við fáum inn í staðin, þetta verður aldrei “góður gluggi”

  62. Það eru víst agavandræði með Aubermayerdingdong, þess vegna hefur enginn keypt hann. Manure mega eiga Moura, m.a.s. Giovani los Celso hefur spilað fleiri leiki fyrir PSG á þessu tímabili (fyrir utan það að maður sér ekki hvernig þeir myndu nota hann). Manni finnst enginn sérstaklega líklegur til þess að koma eins og staðan er. Brandt er kannski líklegri núna en í su mar þegar hann væri vísari með byrjunarliðssæti með engan Pipco í liðinu.

  63. Aubameyang er víst í sigtinu núna, skv. einhverjum.
    Kauði er að meta kosti frá Kína líka. Sögusagnir líklega.

    En ef einhver er að meta það að fara til Kína vil ég helst að LFC sé alls ekki að reyna að sannfæra slíkar týpur um að koma til félagsins. Þú ert búinn að logga metnaðinn út, ef Kína er orðið valkostur í huganum á þér.

  64. Það verða einhver lætin maður þegar janúarglugginn lokar og okkar menn hafa ekki keypt neinn nema van Dijk…

    Hef því miður ekki trú á því að Klopp fái þann/þá sem hann vill í liðið í þessum glugga. Hann er tilbúinn til að bíða en við stuðningsmenn flestir auðvitað ekki. En ég vil alls ekki kaupa bara til þess að kaupa, það er uppskrift að veseni og peningum sóað.

    Treysti á Klopp og aðra hjá félaginu í þessum efnum, þó ég vilji auðvitað sjá einhvern meistara koma í staðinn fyrir Coutinho þá verður maður víst að vera tilbúinn til að bíða og sýna þolinmæði.

  65. Hart á litið erum við ekkert í slæmum málum. Ekki að að meina að kutinn skipti ekki máli, en come on, við unnum mikilvæga leiki án hans. Eins og bent hefur verið á, þá er markaskorun ekki vandamál, það voru fengin á sig mörk, sem var vandamálið. Það hefur aldeilis verið gerð bót þar á. Það er 10.01 2018, ennþá 21 dagur eftir af glugga, sem segjir okkur að anda rólega, fólk er örugglega að skanna, segjum radarinn er á fullu hjá Klopp og félugum. Vona samt það heitast að finna einhvern geggjaðan, sem er gjaldgengur í CL. Fólk verður nefnilega að pæla í því, að Klopp hefur engan áhuga metnaðarleysi einhverra eigenda, nennir pottþétt ekki að vera í slíkum klúbbi, EEEEEN eigendur hafa sýnt metnað með kaupum á VVD, og vita, það þarf meira til þess að vera meðal þeirra bestu í heimi, ég segji í HEIMI, ekki bara á Englandi. Sjáum hvað setur næstu daga. Við erum auðvitað með flott lið, EN, við viljum meira, og það þarf meira til þess að berjast á þessum þremur vígstöðvum sem við erum enn í.
    YNWA

  66. Nú má alveg bara loka þessum transfer glugga!! Eg fer örugglega 100 sinnum á dag kíki á slúðrið. Uff ekki að nenna þessu #verðaðhugsaumminageðheilsu

  67. glugganum á bara að loka um leið og tímabilið hefst og opna um og það klárast.

  68. Ég var að skoða yfir leikmannahópinn og hann er býsna sterkur. það eitt að fá Van Dijk í vörnina hefur gríðarlega mikið að segja því núna eru 4-5 einstaklingar að berjast um miðvarðarstöðunar tvær, Tveir um hægri bakvarðarstöðuna(þrír þegar clyne kemur til baka) og tveir mjög álitlegir kostir um vinnstri bakvarðarstöðuna (þrír ef Flanagan telst með ) . Gomes getur dekkað allar þessar stöður.

    á miðjunni eru sex til sjö frambærilegir leikmenn í baráttu um þrjár stöður og það eru sex til sjö að berjast berjast um þriggja manna sóknarlínuna.

    Fyrir þýðir það að komandi kaup ættu að snúast fyrst og fremst um leikmann sem getur bætt byrjunarliðið. Hann þarf ekkert endilega að líkjast Coutino, gæti þessvegna verið markvörður eða varnarþenkjandi miðjumaður.

    Best væri að það væri leikmaður sem gæti haft úrslitaárhrif eins og t.d Alexis Sanshez eða jafnvel Özil en fyrst og fremst leikmaður sem passar inn í hugmyndir Klopps.

  69. Stelum helvítis Sanchez af City! Þetta er djók verð þrátt fyrir hann sé að renna út af samning. Svona allavega ef ekkert annað er að frétta!

  70. Sanchez er aldrei að fara að gerast eða Aubameyang eða einhver sem að er eldri en 25-26 ára. Klopp kaupir ekki menn sem eru búnir að toppa það er öruggt mál. Við erum með næst yngsta meðalaldur í deildinni á eftir Newcastle, enda er Klopp að byggja upp lið til framtíðar . Held að það sé aðeins einn leikmaður sem er verið að reyna að kaupa og það er Lemar, ef það heppnast ekki í janúar að þá bíður Klopp til næsta sumars. Annars veit ég ekki rass.

  71. Afhverju ætti Sanchez að fara til Liverpool? Hann er að verða þrítugur og það væri enganveginn rökrétt fyrir hann að fara frá Arsenal til Liverpool. Ástæðan fyrir því að hann vill fara er sú að hann vill keppa um bikara sem hvorki Arsenal né Liverpool eru að gera. Þannig að City sitja þeir einir að kjötkötlunum.

  72. Ég er nokkuð viss um að Einar Matthías og félagar eru að taka upp podcast í þessum töluðu orðum.

  73. Echo að tala um að Keita sé jafnvel að koma í þessum glugga…trúi því að Klopp eigi eftir að koma okkur á óvart í þessum glugga með 2 sterkum inn og aðrir 2 fari sem meiga fara….

  74. Skil ekki af hverju menn vilja sanchez.. held að þetta sé ömurlegur karakter.. það er allavega tilfinningin þegar maður sér henn spila með arsenal í dag.. góður fótboltamaður vissulega en ekki team Player…

  75. Tveir punktar.

    Ég er alveg hreint furðu lostinn yfir þessum Keita kaupum fyrr í sumar. Ekki að hann verði slæm kaup (ég hef samt vissar áhyggjur hvernig gaur þetta er), heldur meira hvernig þeir sömdu. Liverpool borgar klásúluna sem hægt er að inneysa næsta sumar (2018) PLÚS slatta aukalega þannig að þeir tryggja sêr að það verði ekkert uppboð á honum. Núna er talað um að aðrar £20m gætu farið í að fá Keita 6 mánuðum fyrr en ætlað var sem lyftir þessum pakka yfir £80m. Svo nýlega eyddum við £75m í VVD. Afhverju voru þessar £155m settar strax í þessa leikmenn sl sumar ef við vildum þá svona mikið? krísuvíkin alltaf tekin hjá þessum blessaða klúbb.

    Seinni punktur er Alexis Sanchez. Ég er sammála Doddijr um að hann virkar frekar neikvæðlega á mig sem karakter og einnig eins og svona klúbba hóra. Við þurfum leikmenn sem vilja taka fáein ár með okkur og vinna að sama takmarki. Sanchez virkar ekki sem slík kaup. Sama mætti segja með Mahrez en hann virkar á mig sem einhver sem myndi hoppa til Barca/Real Madrid þegar Klopp hefur bætt hans leik meira. Ég er sammála Klopp að taka þessu rólega og bíða eftir réttum einstaklingum.

    Ef við gerum ekkert meira í janúar þá verðum við klárlega að fylla upp í miðjuna eins vel og hægt er og fá 100% úr þeim leikmönnum sem til staðar eru. Það er eina áhyggjuefnið finnst mér.

Coutinho til Barcelona (Staðfest)

Podcast – Liverpool rússíbaninn á fullri ferð