Podcast – Frábær áramót

Liverpool endaði árið 2017 og hóf árið 2018 með 2-1 sigrum í gríðarlega erfiðum leikjum, Klavan með flautumark, Mané kominn aftur á blað og allt eins og það á að vera. Coutinho las ekki handritið og ætlar aftur að hefja leik með sápuóperuna sem við horfðum á í sumar. Ein af þessum hundleiðinlegu allt of dramatísku spænsku sápum.

Þetta og margt fleiri í þætti vikunnar

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Sveinn Waage.

MP3: Þáttur 178

5 Comments

  1. Hversu týpískt væri það samt að detta út á móti þessu Everton liði? Það að þeir hafi ekki átt skot á mark í langan tíma gefur manni einhverja vísbendingu um að þetta fari að detta hjá þeim akkúrat í mikilvægum leik hjá okkur.

    Það yrði algjört áfall að tapa þessum leik enda góður séns á okkar fyrstu döllu í rúm tíu ár. Vona því að Klopp sleppi öllum tilraunum með Solanke frammi eða álíka bulli og stilli upp sínu sterkasta mögulega liði.

  2. Spila bara sterkasta liðinu og taka þetta 3-0, case closed.
    YNWA

  3. Sammála Steina með Mané. Það gjörsamlega lak af honum fýlan eftir að hafa hamrað hann upp í þaknetið á móti Burnley. Hinn möguleikinn er auðvitað sá að hann sé svona gríðarlega kröfuharður og gagnrýninn á sjálfan sig að hann nær sér ekki andlega upp úr spilamennsku síðustu vikna þrátt fyrir gott mark.

Sala bestu leikmanna

Everton í bikarnum annað kvöld