Liðið gegn Leicester

Síðasti leikur almanaksársins 2017 framundan, Leicester mættir í kuldann á Merseyside.

Klopp hefur róterað reglulega í gegnum hátíðarnar og liðið í dag lítur svona út eftir fimm breytingar:

Karius

Gomes – Lovren – Matip – Robertson

Coutinho – Can – Milner

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Mignolet , Wijnaldum , Klavan , Chamberlain , Lallana, Alexander, Solanke

 
Gríðarlega mikilvæg þrjú stig í boði sem öllu máli skiptir að ná í. Hver veit nema að við sjáum snyrtilegan Hollending í góðum rykfrakka í stúkunni í dag, það bárust allavega fréttir af því.

Við minnum á #kopis myllumerkið og umræðurnar hér að neðan.


 

66 Comments

  1. Virkilega sterkt lið í dag og veitir ekki af enda gríðarlega erfiður andstæðingur en ég átti ekki von á öllu vopnabúrinu í dag.
    Van Dijk er svo kominn á völlinn til að fylgjast með.

  2. Þetta verður ekki auðvelt, en við vinnum 2-1. Leicester skorar fyrst, Vardy, síðan Mane og Salah fyrir Liverpool.

  3. Spennan í kringum liðið hefur ekki verið eins mikil og Suarez og co. voru að skemmta fótboltaheiminum.

    Gefðu mér þetta lið sem spilar svona fótbolta hvenær sem er og endar í 2. sæti, frekar en Móra lið sem svæfir fólk en nær að landa titli!!

    Skemmtanagildið er í hámarki og nýtur maður þess með jólakonfektinu þessa stundina.

    Við tökum ágætis lið Leicester í dag 4-1 !!

    YNWA!

  4. Gjafmildi varnarsleða Liverpool heldur áfram, þvílíkir sleðar :-/

  5. Georg H. ( 3 ), þú byrjar allavega betur en handónýt vörn Liverpool.

  6. Þetta hefurðu uppúr því að taka clean-sheet-Klavan úr byrjunarliðinu ?

  7. Leikmenn Liverpool að sýna nýja leikmanni okkar hví hann var keyptur. Fallega gert af þeim.

    Við skorum bara fleiri mörk en þeir!

  8. Hvernig geta menn sem hafa það að atvinnu að spila íþróttir verið svona hægir? Samanber Milner, Can og fleiri.

  9. Can er bara að sýna af hverju við þurfum ekki á honum að halda, fáum bara Draxler í staðin fyrir hann.

  10. Er ekki hægt að lána Can til Leipzig út tímabilið gegn því að fá Keita. Getur svo farið þangað sem hann vill þegar samningurinn rennur út.

  11. Sýnist að þetta United afkvæmi ætli að eiga stórleik i markinu i dag.

  12. Það virðist vera í tísku að gagnrýna vörnina hjá okkur þessa dagana og kannski erfitt að vera að setja útá sóknina en veit einhver hver er nýtingin hjá þeim. Bara á fyrstu 25 min í þessum leik er Salah búinn að fá 3 góð færi ef ekki dauðafæri, ekkert mark þó!!

  13. Can búinn að vera hryllingur. Allar sendingar aftan við menn og hægastur á vellinum í þokkabót.

  14. Have ætli Vardy væri búin að skora mörg mörk ef hann væri að spila fyrir Liverpool ? Hann virðist bara þurfa tvö færi til þess að skora mark

  15. Vildi óska þess að Milner hefði smá fótboltahæfileika því þá væri hann frábær knattspyrnumaður.

  16. Það ætlar einhvernveginn ekkert að ganga upp í dag

    Þetta er svo ógeðslega pirrandi að það hálfa væri nóg

  17. Hvað gerðist eiginlega með Mane ? Var Best before December á honum ?

  18. Hvernig væri að þú færir að nýta eitthvað af þessum helvítis færum sem þú ert að fá Salah!!!

  19. Skil ekki af hverju Firmino var dæmdur rangstæður í upphafi en ekki Marhez.

  20. inn af lélegustu hálfleikjum sem ég hef séð hjá LFC. Hárþurrku please í hálfleik, fleiri en eina

  21. Liðið að berjast, pressa og sakapa nokkur færi en einn einstaklingsmisstök en eina ferðina kostar okkur mark.
    Þetta mark sem við fáum á okkur á Matip skuldlaust. Já Can var ekki að bjóða sig en afþví að Can var ekki að bjóða sig og var ekki í þessu svæði þá átti Matip ALDREI að senda boltan þangað með gestina í hápressu. Þeir vinna boltan og skora.

    Okkar menn hafa samt brugðist vel við eftir markið Salah búinn að fá góð færi, Firminho með skot, Coutinho með skot og við hefðu getað fengið soft víti en við höfum verið að fá svoleiðis a okkur og væri gaman að fá svoleiðs með.

    Liðið okkar þarf bara að halda svona áfram að pressa og fá færi og ná að skora þetta jöfnunarmark.
    Millner má fara af velli enda hægari en allt sem hægt er og 0% ógn fram á við.
    Mane er ekki að ná sér á stirk framávið en Brasílíska dúóið okkar mjög ógnandi.

    Nóg eftir og hef trú á að við getum unnið þennan leik.

    P.s hversu kalhæðnislegt er það að stuðningsmenn Liverpool eru að biðja um Klavan 😉

  22. Reikna ekki með neinu comebacki í seinni, enda liðið karakterlaust með eindæmum. Held þó í veika vonina.

  23. Skemmtilegur hálfleikur en enn og aftur eru varnarmistök að kosta okkur. Liðið hlýtur að koma inn í seinni fullt af orku, eigum ekki að vera undir, þessi endalausu mistök gera mann samt gráhærðann!

  24. Æi Salah ekki reyna þetta aumingja Suarez bragð. Höldum áfram, erum miklu betri. hlýtur að fara að gefa sig eitthvað þarna í vörninni hjá þeim.

    koma svo…

  25. Salah, nákvæmlega það sem ég var að tala um….. koma svo áfram með þetta….endum árið með stæl.

  26. Liverpool refsað fyrir að Vardy fór með olnbogann á undan sér í Matip. Frábært.

  27. Af hverju þarf Mane að vera rangstæður ? gæti átt 5 metra á þessa durga í vörn leicester og samt stungið þá af

  28. Salah er ekkert nema stórkostlegur!

    Nú er bara að vona að liðið geti spilað almennilegan varnarleik síðustu mínúturnar og jafnvel bætt við ef Leicester opnar sig.

    Sigur hér er algjört möst. Jafntefli sama og tap.

  29. Algjör hörmung að sjá liðið falla svona mikið til baka eftir að komast yfir. Býður hættunni heim. Vonandi verðum við heppin og liðið heldur þetta út.

  30. Hahah, so satisfying að sjá Liverpool tefja örlítið í lokin eftir að Leicester voru byrjaðir á því í fyrri hálfleik.

  31. Liðið sýndi karakter í dag með að koma til baka efir að hafa legið undir í 55 mín. Sanngjarn sigur á allan hátt. Enginn slasaður. Liverpool er annað besta lið Englands í dag. Stöðutaflan segir ekki allan söguna. Liðið hefur misst af stigum oft á ósanngjarnan hátt sem gerir að liðið er ekki í öðru sæti. Við þurfum ekki að ræða City sem eru í sérflokki. 2 stig í United fyrir leikinn í kvöld.

  32. Manchester “norðurpóll” United gerði ískalt jafntefli. 3 stig sem skilja að

Upphitun: Leicester á Anfield og Jóhannes Karl í Kop-podcasti

Liverpool 2 – Leicester 1