Bournemouth 0-4 Liverpool

Sólstrandagæjarnir Coutinho, Salah og Firmino voru mættir á Suðurströndina til að sækja stíft og skora skrautleg mörk. Allt gekk upp og allir voru glaðir.

Mörkin

0-1 Philippe Coutinho 20.mín
0-2 Dejan Lovren 26.mín
0-3 Mohamed Salah 44.mín
0-4 Roberto Firmino 66.mín

Leikurinn

Okkar menn mættu ferskir til leiks í Bournemouth og  ljóst var frá fyrstu mínútu að það var góður ryþmi og melódía í framlínunni. Hápressan var í háum gír og uppleggið í taktínni var 4-3-3 án bolta en með possession þá sat Gomez aftur til að mynda 3 hafsenta línu með Robertson sem vængmann. Klókt hjá Klopp og taktík sem tikkað vel. Þetta upplegg gerði góða hluti þar sem að snemma leiks vorum við að valda sunnstrendingum alls konar vandræðum. Strax á 11. mín. þá smellti Couthinho skot í innanverða stöng beint úr aukaspyrnu og mínútu síðar þá átti Salah stórhættulegan sprett með vinstri fótar skoti rétt yfir.

Á 20. mínútu fékk Coutinho boltann rétt við miðlínu, tók smekklegan þríhyrning við Robertson og keyrði svo inn í hjarta varnarinnar, fíflandi mann og annan og lagði hann lúmskt  út við nærstöngina og í netið. Messi sjálfum hefði verið heiður sæmdur af þessu lúxusmarki en vonandi tekst okkur að halda þeim herramönnum sem lengst frá hvor öðrum á næstunni. Það var blóð á tönnunum á Rauðliðum og við gáfum engin grið. Eftir færi hjá Firmino fengum við hornspyrnu og úr henni tóku Púlarar nettan boltatennis í vítateignum. Firmino tókst með naumindum að halda boltanum innan vallar og breytti brilliant björgun í stoðsendingu fyrir flottan skutluskalla hjá Lovren. 0-2.

Eftir þetta fengu Bournemouth andartaks andrými og nýttu það til að sækja ögn á okkur. Á 37. mín. fengu þeir upphlaup á fámenna miðju, góð sending galopnaði Defoe einan gegn markverði en gamla brýnið var illa brýnt með ryðgaðan kuta og sendi boltann í innanverða stöngina og út. Vel sloppið þar fyrir okkar menn og þetta skellti okkur aftur í sóknargírinn. Oxlade-Chamberlain tók þéttingsfast skot örstuttu síðar og Salah fékk fínt færi  nokkrum mínútum þar eftir. Við uppskárum afrakstur erfiðisins fyrir frábæran fyrri hálfleik þegar að Salah fékk góða sendingu upp hægri vænginn, tók smá dansi-dansi-dúkkan-mín og dæmalaust var markið fínt. Þetta var 20. mark Salah á tímabilinu sem slær met Rush miðað við tímasetningu fyrir jól og jafnar annað met hjá Sturridge miðað við spilaða leiki. Undirstrikar bara hversu stórkostlegur Salah hefur verið fyrir okkur og ein bestu kaup í sögu LFC undirstrikuð.

0-3 í hálfleik. 1-1 í stangarskotum.

Seinni hálfleikur byrjaði eins og úrslitin væru ráðin og það var ekki fjarri lagi miðað við fyrri tíð. Draugur síðasta tímabils var þó enn á sveimi frá þeim tíma er við misstum 1-3 vinningsstöðu niður í 4-3 skelfilegheit á tæpum hálftíma og til að reyna að höggva í sama knérunn þá setti Eddie Howe leikmanninn Ryan Fraser inná. Twitter-suðurlandsskjálfti fór um Kop-meistarann Babú útaf þessu og sérstaklega þegar Fraser komst í færi á 55. mínútu en setti í hliðarnetið. En okkar menn keyrðu tempóið aftur upp og fóru að skapa færi að nýju. Oxlade-Chamberlain átti fínan leik á miðjunni og fékk gott uppspil vinstra megin í teignum sem endaði í vinstri fótarskoti í utanverða stöngina á 59. mínútu. Púlarar voru ekki hættir og á 66. mínútu átti Coutinho flotta fyrirgjöf af vinstri vængnum sem Firmino fórnaði nýju aflituðu hárgreiðslunni í til að sneiða hann í netið fram hjá blaðraranum Begovic. 0-4.

Eftir þetta róaðist leikurinn niður og bæði lið sömdu um stríðslok. Bournemouth til í sleppa við að fá á sig fleiri mörg og Liverpool til í að sleppa við meiðsli með alræmdri róteringu. Hinn Bournemouth-uppaldi Lallana til 12 ára fékk tímanlega innáskiptingu og tjallarnir Solanke og Ings fylgdu í kjölfarið. Sigrinum rúllað heim með þægilegheitum.

0-4 sigur staðreynd og unnum stangarskotakeppnina líka 1-2.

Bestu menn Liverpool

Það voru margir í góðum gír og mikið af hrósi til útdeilingar eftir flottan sigur. Á miðjunni voru Henderson og Oxlade-Chamberlain flottir og gefur manni góða von um að sá síðarnefndi geti spilað þá stöðu mjög vel. Salah og Firmino voru í stöðugu stuði og báðir að skora og skapa með stanslausri ógn. Jafnvel Lovren karlinn á gott hrós skilið fyrir flott mark og að halda markinu hreinu sem stjórnandi varnarinnar. En Coutinho var minn maður leiksins af augljósum ástæðum: stórfenglegt mark og stoðsending í þokkabót.

Vondur dagur

Sá eini Púlari sem átti vondan dag er fyrrverandi leikmaður hjá okkur en Jordon Ibe átti afar dapran leik í dag. Staðfesting á því að við höfum gert góða sölu þarsíðasta sumar og við þurfum ekki mikið að efast um það í bili.

Tölfræðin

Glæsilegar tölur Salah hafa verið nefndar en í öðrum tölum þá er þetta 12. leikurinn í röð ótapaður og sá 9. í deildinni. Megi það lengi viðhaldast.

Umræðan

Púlarar munu anda léttar í dag eftir tvöfaldan jafnteflis-bömmer á heimavelli. Að sumu leyti er þetta fljóta og flinka lið betur sniðið að útileikjum þegar að mótherjinn opnar sig meira en þegar rútunni er lagt í vítateigs-bílastæðið á Anfield. Possession-vaktin segir að við vorum “bara” 56% með boltann sem þýðir venjulega betri niðurstöðu en þegar við höfum boltann um eða yfir 70%. Þetta boðar vonandi gott fyrir næsta útileik á Emirates sem fer fram korteri fyrir Þorláksmessu (7-9-13-viðarbank-anti-jinx).

55 Comments

  1. Virkilega fagmannleg frammistaða og algjörlega frábært að stækka hópinn með Lallana og Ings.

  2. Fjögur mörk, hreint lak, Ings, Solanke og Lallana fengu mínútur, Lovren með mark, Salah styrkir sig á toppnum á markakóngslistanum, Oxlade-Chamberlain með gríðarlega öflugan leik, vörnin sló ekki feilpúst… ég á mjög erfitt með að finna einn einasta neikvæða punkt. Jú mér finnast þessir búningar ekkert sérstakir.

  3. Flottur sigur, enn eitt hreint lak og allir að spila vel.

    Er ekki Clyne bara að fara að verma bekkinn þegar hann kemur út meiðslum? Eða er Gomez að fara í miðvarðarstöðu? Eftir svona leik finnst manni liðið hafa svakalega breidd í öllum stöðum, meira að segja vinstri bakverði. Sokkarnir í Costco fara að klárast.

  4. Ætlar einhver að kvarta? …gríðarleg óheppni í síðustu tveimur… frábært lið…

  5. Róteringar hjá Klopp að skila sér í minni meiðslum á leikmönnum…

  6. Siggi, ég vil nú meina að úrslit tveggja síðustu leikja hafi verið blanda af klaufaskap og óheppni . Það voru bara alveg óþolandi úrslit á heimavelli.

  7. Líklega sterkasta uppstilling Liverpool, ekkert róteringarbull og þá kemur toppleikur.

    Man einhver eftir tímabili þar sem róteringarstefna Liverpool hafi skilað árangri?

    Ég man bara eftir 2013-2014 sem skar sig úr hvað varðar litla róteringu, nánast sömu 11 allt tímabilið. Það tímabil var Liverpool næst titli í áratugi…

  8. Verið alveg róleg ég er að koma með Klopp út vagninn er bara að hlaða vagninn með sokkum til að troða upp í fólk sem á það skilið.
    Flottur sigur hjá okkar mönnum.

  9. Tveir tölfræðimolar að loknum þessum leik:

    * Liverpool er fyrsta liðið í úrvalsdeildinni til að vinna fjóra útileiki í röð með þrem mörkum eða meira.
    * Ef skoðaðir eru síðustu 24 leikir í úrvalsdeildinni, þá er ekkert lið með fleiri hrein lök heldur en Liverpool (13 stk.)

    Seinni punkturinn er vissulega þannig að það er verið að “cherry-pick”-a tölfræðina. Þetta er þó vísbending um það hvers liðið er í raun megnugt.

    Já og ég var að fatta það bara núna að Mané kom nákvæmlega ekkert við sögu í leiknum. Spurning um hvort hann verði búinn að ná upp leikformi fyrir næsta leik?

  10. 24-4 markatala í deildinni eftir skituna gegn Tottenham. Fjórir útileikir í röð unnir með 3 eða fleiri mörkum. Þetta lið á líka enn meira inni, er sannfærður um það.

  11. Flottur sigur og hrikalega gaman að horfa á þetta lið þegar að það spilar svona. Ég fíla líka Bournemouth því þeir spila fótbolta og eru ekkert í því að leggja rútunni eins og allt of mörg lið gera í þessari deild.
    Ég trúi því varla að þetta leiðinlega United lið sé búið að skora fleiri mörk í deildinni en LFC en svona er þetta víst.

    Ég ætla að skjóta á að þetta verði topp 4 í vor eins og það stendur núna í þessari röð.

    YNWA

  12. Sæl og blessuð.

    Útivöllurinn er betri en heimavöllurinn því þá sækja liðin á okkur. Þau nota sportbílinn frekar en rútuna og ef þetta er ekki af háu kalíberi þá opnast gáttir fyrir okkar menn.

    Chambo (vil ómögulega kalla hann ,,Ox” eða ,,Uxann”) er að rísa upp sem einn af okkar lykilmönnum. Gríðarlegur kraftur í honum og það verður gaman að sjá hann á móti sínum gömlu félögum.

  13. Já nú er maður að finna boltan inn og bara frábært.

  14. Frábær úrslit, frábær leikur hjá okkar mönnum. Lexía fyrir hin smáliðin að það þýðir ekkert að reyna spila fótbolta á móti okkur. Eina sem virkar er að parkera rútunni og tefja frá 1. mínútu. Þá ná þau kannski jafntefli.

  15. Flottur sigur, mun meiri hreyfing á leikmönnum en í síðustu tveimur leikjum. Nú er bara að vona að við höldum Kút út janúar 🙂

  16. Algjörlega frábær úrslit sem lágu allan tímann í loftinu. Ekkert sem kemur á óvart við leikinn og úrslitin. Stundum eru leikir fyrirsjánlegir eins og Everton leikurinn um daginn. Sennilega er það eitthvað sem Hr Klopp þarf að eiga við en það gekk vel í dag. Liðið er frábært og einhverntímann smellur allt saman í 5-10 leiki í röð.

  17. Kannski þurfum við bara einn öflugan varnarmann úr janúarglugganum við hliðina á Klavan og þá töpum við ekki leik það sem eftir er. #teamklavan

  18. Mikið rosalega er ég ánægður með Uxann í viðtalinu eftir leik og bara heilt yfir ánægður hvernig hann er að koma inn hjá okkur. Góður dagur í alla staði.

  19. Hva, engir neikvæðni púkar á vaktinni núna? Koma svo, þið hljótið að finna eitthvað til að röfla og kvarta yfir.
    Annars gríðarlega gaman að sjá hvað menn voru ferskir og fljótir og hraðinn í þessu liðið er svakalegur. Skyldi nú aldrei vera að róteringin sé að skila sér í því hversu miklu ferskari menn eru?
    Henderson og Ox fá hrós frá mér og þið hefðuð átt að gera meira grín að Klavan. Ekki meira hægt að segja um sóknarmennina en einnig nokkuð ljóst að við fengum hörkuleikmann í Robertsson.

  20. flottur leikur hjá okkar mönnum,en persónulega fannst mér firmino vera einn besti maður liðsins í dag virkilega vinnusamur og duglegur.en allt liðið leit vel út.

  21. Hart á litið var þessi flotti sigur bráð nauðsýnlegur fyrir Arsenal leikinn. Hefði ekki verið beint hvetjandi að floppa á jafntefli, það þriðja í röð. Við erum í 4ja sætinu, þar og ofar eigum við að enda.
    YNWA

  22. Sælir félagar

    Ég er sáttur við niðurstöðu þessa leiks en því miður sá ég hann ekki. Ég var upptekinn á jólaballi með Kalla dóttursyni mínum og tók það fram yfir leikinn enda get ég horft á hann í endursýningu en þetta fyrsta jólaball okkar langfeðga verður ekki endurtekið – því miður.

    Ég spáði þessum leik 1 – 4 og hefi ekki verið langt frá því miðað við að Defoe fékk eitt dauðafæri sem hann klúðraði (sem betur fer) og hvert mark getur verið dýrmætt þegar upp er staðið. Fjórða sætið er okkar og markatalan góð. Lengi var T’ham með miklu betri markatölu en okkar menn en nú horfit allt til betri vegar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  23. Erum við betri í útileikjum? Þetta lið getur verið ótrúlega gott. Þvílíkur hraði og vilji. Áfram LIVERPOOL.

  24. Yndislegt, alltaf hrein skemmtun að horfa á Liverpool spila boltann sinn.
    Allir að spila vel, usual suspects að keppast um titilinn maður leiksins, en hversu mikilvægur er Gini Wijnaldum eiginlega orðinn þessu liði. Gríðarlega stöðugur á miðjunni og skilar óeigingjörnu verki leik eftir leik. Ox líka að verða monster.

    Sjitt hvað ég hlakka til föstudagsins 🙂

  25. Þetta var glæsilegt hjá okkar mönnum í dag. Virkilega solid og flott að hvíla Mane aðeins, hann er búinn að vera hálf ryðgaður undanfarið.

    En það er annað sem er farið að fara örlítið í taugarnar á mér. Það er varla skrifuð grein um Liverpool án þess að minnast á vörnina okkar, hún er svo hrikalega léleg osfr. En þetta heyrir maður varla um Arsenal eða Tottenham.

    Við höfum fengið á okkur 20 mörk í deildinni í vetur, Arsenal líka, Tottenham hafa fengið á sig 18. Þar af fengum við 8 mörk á okkur í tveim leikjum Við erum búnir að skora 6 mörkum meira en þessi lið. Held við séum mjög ofarlega þegar kemur að clean sheets.

    Kannski er vörnin okkar ekki svo slæm, spilamennskan býður líka svoldið uppá að vörnin er berskjölduð og við spilum í raun án holding midfielder. Miðað við það þá held ég að þessi umræða um hræðilega lélega varnarmenn eigi varla rétt á sér, eða er allavegana mjög ýkt umræða.

  26. Sammála mönnum hér að ofan. Flott hjá Oxlade-Chamberlain að verja samherja sinn fyrir leiðindarspurningum í viðtali sem ætti bara að snúast jákvæðni eftir flottan sigur. Auðvitað hefur Coutinho opnað á allt þessa Barca-tal sjálfur en það þarf ekki að ræða það við hvert tækifæri. Góð varnarvinna hjá O-Chambo að verja sitt lið.

    Klavan-vaktin: Vinningshlutfallið lækkaði smá við þessi jafntefli um daginn og er komið í 60% vinningshlutfall. En restin er 25% jafntefli og bara 15% tap. Það er því 85% ósigraður Eisti og geri aðrir betur en lukkutröllið frá Viljandi.

    YNWA
    PB

  27. Arsenal vs Liverpool á föstudagskvöldi það verður veisla og vonandi getum við fagnað sigri í síðasta leik fyrir jól.

  28. Takk fyrir flotta skýrslu og stórskemmtilegan leik. Næsta skref er að vinna svokallað stórlið í næstu umferð, hef fulla trú á okkar mönnum, bara spurning hverjir hvíli. Væri alveg til í að sjá Chamberlain í byrjunarliðinu, hann þekkir andstæðinginn vel.
    Gaman hvað einn góður sigur gerir mann bjartsýnann.

  29. @Styrmir Gunn

    Verðug varnarvangavelta í ljósi talnanna í dag. En því má ekki gleyma að í fyrstu 9 deildarleikjunum fengum við á okkur 16 mörk og mörg þeirra útaf klaufalegri varnarvinnu sem kostaði okkur stig. Í CL vorum við einnig að leka 5 mörkum í tveimur Sevilla-leikjum sem við áttum að vinna þannig að gagnrýnin var ekki úr lausu lofti gripin.

    Að sama skapi höfum við hætt að leka mörkum í sama magni og í byrjun leiktíðar og bara fengið á okkur 4 mörk í síðustu 9 deildarleikjum sem er fáránlega flott. Fer reyndar grunsamlega vel saman við innkomu Klavan í vörnina en það er önnur eistnesk ella. #teamklavan

    YNWA
    Beardsley

  30. # 30 Þetta er allveg hárrétt áligtað hjá þér að mínu mati og umræðan og mótlætið virðist bara gera þessa varnarmenn okkar betri fyrir vikið þannig að þið bæði baðamenn og þið neikvæðu haldið þessu áfram þetta er greinilega bót en ekki brot.

  31. Má alveg gefa manni sigur á Arsenal í jólagjöf þá yrði maður meira en sáttur ?

  32. Nefndi einhver Kyrgiakos? Væri til í að sjá þessa vörn spila leik saman og sjá hvort þeir fengju á sig mark. Set reyndar (m)eistara Klavan í vinstri bakvörðinn en þetta er grjóthart kúlthetju-dæmi: Flanagan-Kyrgiakos-Biscan-Klavan!

    [img]https://pbs.twimg.com/media/DRSilOvWAAETZkO.jpg:large[/img]

  33. Var rétt í þessu að ljúka við að horfa aftur á leikinn. Uxinn alls ekki óverðskuldaður MOTM þótt Coutinho hafi einnig verið stórkostlegur. Það eru ekki margir sem skáka Coutinho á góðum degi.

    Þetta var samt svo fáránlega góð frammistaða hjá Uxanum, var á tánum allan tímann, aggressífur og horfandi fram völlinn – þegar hann tæklaði boltann af Ibe og skaut í stöng, var gjörsamlega geggjað. Ég verð að viðurkenna að ég bjóst við að hann yrði aðallega varaskeifa fyrir kantmennina frekar en að fá að spreyta sig á miðjunni. Hann var svo góður í dag að ég held að ég sé hér með hættur að kalla hann Uxann. Velkominn til leiks, Oxlade-Chamberlain. 🙂

  34. Og 10/10 fyrir viðtalið þegar hann greip inn í vitleysuna sem hrímþursinn frá SKY var að reyna. Liðsmaður. Fyrirliðaefni ef hann gerir meira af þessu.

  35. @Eyjólfur

    Góður punktur hjá þér Eyjólfur varðandi góðan leik hjá Ox-Cham. Ekki viss með MotM umfram Coutinho en þeir hjá MotD tóku hann sérstaklega fyrir í greingarhrósi og bentu á greinilega framför hjá honum við að aðlagast leikstíl Klopp. Þetta er framtíðarleikmaður fyrir okkur og smellpassar í kerfið.

    http://www.fullmatchesandshows.com/2017/12/17/bbc-match-of-the-day-2-week-18-full-show/#1

    Meira að segja Phil Neville var með góða punkta í MotD í kvöld og ef menn nenna að horfa á sigur ManYoo í seinni helming þáttarins þá er uppljóstrað um einhæfnina í þeirra sóknarleik og hvurslags stórglæpur það var hjá Abromovich að selja Matic til þeirra. Aldrei geðslegt að horfa á ManYoo-sigur en fræðandi í þetta skiptið.

  36. Mér fannst miðjan hjá okkar mönnum góð í gær .Henderson góður og Oxlade-Chamberlain frábær en Winaldium var gersamlega ósynilegur og það er maður sem má fara í sumar,bara farþegi í þessu frábæra liði.Þegar Keyta kemur getur svo Can farið til fjandans fyrir mér.(en sennilega lætur hann Juventus duga).
    Um framlínuna er bara eitt að segja .Besta framlina Liverpool síðan Rush ,Beardsley og Barnes .
    Þó að Man City séu bestir þá er Liverpool betra en taflan segir því að flest jafteflin í vetur hefðu átt að vera sigrar ef dómararnir hefðu verið með gleraugu .

  37. @Beardsley: ég hefði nú alltaf sett Aly Cissokho í þessa varnarlínu!

    Í raun má segja að varnarlínan í 5-1 leiknum fræga á móti Arsenal hafi að 3/4 verið költ varnarlína, enda Flanagan, Cissokho og Kolo allir til staðar.

  38. Frábær leikskýrsla, takk fyrir mig.

    Sammála Daníel, ég held að nafni þinn og EMK verði mjög sárir fyrir að stilla ekki Aly upp í þessa draumavarnarlínu.

  39. Takk fyrir framúrskarandi leikskýrslu og svei mér þá ef maður svaf ekki bara betur í nótt en eftir undanfarna leiki.

    Gaman að sjá þessa meistara saman í vörninni hjá Magnúsi Þórarinssyni #41 Er ekki bara málið að bæta Cissokho við til að þétta pakkann og þá er öruggt að lakið verður hreint eftir 90 mín. Svo er bara að passa að hafa Erik Meijer í sókninni og þá vinnum við!

  40. Það gengur eiginlega ekki að kalla Oxlade-Chamberlain “Uxann”.

    Uxi er naut sem að öllu jöfnu hefur misst kúlurnar til að hann láti betur að stjórn svo hægt sé að láta greyið drattast með plóga, vagna og annað slíkt í eftirdragi. Just sayin;-)

  41. @ Daníel & Eyþór Guðj. & SiggiR

    Aly er náttúrulega svo mikið legend að það er spurning hvort hann sé risinn upp yfir költ statusinn. En við finnum að sjálfsögðu pláss fyrir örfætta ofurundrið í vörninni og breytum bara um taktík í 5-3-2 með því að gera hann að vinstri vængbakverði með Flannó á hinum vængnum. Grjóthörð kúltvörn.

    [img]https://i2-prod.mirror.co.uk/incoming/article2193354.ece/ALTERNATES/s615/Cissokho.png[/img]

    Á þessu vídjói má ylja sér við minningarnar af bestu stundum meistara Aly hjá Liverpool þegar hann beitti hræðsluvörn þannig að sóknarmenn forðuðust hann og gaf þeim svo falskar vonir með því að hleypa þeim viljandi framhjá sér. Öfug örfótarsálfræði og á undan sinni samtíð. Einnig þegar hann notaði miðlöndin á Ryan Shawcross til að skora battamark með dúbbl í horn. Tær snilld að ná 2 fyrir 1 með því undraskoti. Magnaður leikmaður.

    https://vimeo.com/92846254

    YNWA
    Beardsley

  42. @Beardsley:

    Vissi nákvæmlega hvaða vídeó þetta var sem þú linkaðir á.

    Horfði samt á það.

    Í enn eitt skiptið.

  43. Mér finnst lítið talað um það hvað vörnin er orðin stöðug. Hún er ekki að gefa á sig mikið af mörkum og hvað þá færum í fjölmörkum leikjum í röð.

  44. Aly Cissokho klúbburinn er ennþá að bíða eftir afsökunarbeiðni!
    innskot: var svo lengi að skrifa þetta að afsökunarbeiðnin var komin.

    En mjög margt jákvætt í þessum leik og svosem í leik Liverpool undanfarið. Fyrir tímabilið hefðum við alltaf talað um Moreno – Lovren – Matip – Clyne sem varnarlínu. Það vantar 3/4 ítrekað núna um miðjan desember og samt er liðið að fá á sig mun færri mörk núna í síðustu níu leikjum en liðið var að fá í fyrstu níu leikjunum. Eitthvað hefur þetta með breytingu á leikkerfi að gera en einnig vegna þess að Liverpool er skrítnasta liðið í boltanum í dag.

    Breytingin snýr samt meira að heildar varnarleik alls liðsins, ekki endilega stórbættri frammistöðu varnarlínunnar.

    Þau mörk sem liðið hefur lekið undanfarið hafa hinsvegar verið gríðarleg óheppni og tvö þeirra voru rándýr. Willian var að reyna fyrirgjöf þegar hann jafnaði um daginn. Hin tvö eru svo einhverjar ódýrustu vítaspyrnur tímabilsins.

    Liverpool vann Spartak 7-0 um daginn, þar var nýtt nánast öll dauðafærin sem liðið fékk. Leikina á eftir fékk Liverpool a.m.k. sex dauðafæri sambærileg þeim sem fóru inn gegn Spartak án þess að nýta þau. Þannig er fótboltinn stundum.

    Liverpool hefur t.a.m. gert fimm vond jafntefli á Anfield í vetur en aðeins verið undir í einhverjar þrjár mínútur á Anfield það sem af er tímabili.

    Maður leiksins að mínu mati var svo eiginlega Ox-Chamberlain og þá ekki síður fyrir frammistöðu sína eftir leik. Holningin á miðjunni er allt önnur með hann frekar en einhvern af Milner, Henderson, Can eða Wijnaldum. Frábært ef við getum látið þetta hlutverk skiptast á milli Ox, Lallana og auðvitað Coutinho frekar en fjórmenninganna.

  45. Frábært að sjá Aly Cissokho myndbandið, hafði ekki séð það í 2-3 ár. Fáránlega gott stuff 🙂

Liðið gegn Bournemouth

Á sama tíma að ári…