Liverpool – Spartak Moscow 7-0

0-1 Coutinho (víti) 4′
0-2 Coutinho 15′
0-3  Firmino 19′
4-0  Mané 47′
5-0  Coutinho 50′
6-0  Mané 75′
7-0  Salah 86′

Leikurinn

Jahérna! Þvílíkur leikur!

Leikurinn byrjaði í raun með látum og má segja að við höfum klárað hann (eða þú veist, tryggt jafnteflið þar sem þetta er Liverpool) á fyrstu 20 mínútunum og hefðum getað verið í 5-0 eftir hálftíma.

Liverpool fékk vítaspyrnu á fjórðu mínútu þegar Dzhikiya braut afskaplega klaufalega á Salah sem fékk sendinguna talsvert bakvið sig og var lítið að fara gera. Persónulega fannst mér þetta frekar “soft” víti en ekki kvarta ég. Inn á vellinum voru Firmino og Salah, sem báðir klikkuðu á síðustu vítum, en upp steig fyrirliði dagsins og kláraði örugglega, Coutinho 1-0.

Gestirnir virkuðu alveg sprækir á mann í þessum fyrri hálfleik, sérstaklega þó fram á við. En eftir frábæra spilamennsku þá tvöfaldaði Liverpool°forystu sína. Liverpool sundurspilaði þá vörn Spartak og Firmino sendi óeigingjarnt út í teig á Coutinho sem bætti við sínu öðru marki, 2-0. Firmino bætti svo við þriðja markinu eftir að sending frá Mané hafði farið í varnarmann Spartak, 3-0.

Moreno meiddist því miður á ökla undir lok fyrri hálfleiks og Milner kom inn í hans stað. Verður væntanlega ekki með um helgina sem er mikill missir. Þrátt fyrir hræðilegar 15 mínútur gegn Sevilla þá verður ekki tekið af honum að fyrir utan það hefur hann verið mjög öflugur.

Liverpool byrjaði síðari hálfleik eins og þann fyrri. Milner átti frábæra fyrirgjöf á Mané á 47 mínútu sem tók boltann viðstöðulaust og hamraði í netið, 4-0!

Aðeins þremur mínútum síðar bætti Coutinho við marki (skráð sem hans mark fyrst um sinn a.m.k.) og þar með þrenna hjá fyrirliðanum. Milner var aftur með stoðsendinguna eftir gott samspil við Firmino (auðvitað), sendi boltann inn á miðjan teiginn þar sem Coutinho kom með hlaupið, tók boltann með sér og skaut í varnarmann og í nærhornið, 5-0!

Mané bætti við sjötta markinu eftir að Senegalinn vann boltann, sendi á Salah sem kom boltanum áfram á Sturridge. Sturridge átti frekar slaka sendingu inn á teig fyrir aftan Mané sem náði þó til boltans og kláraði vel, 6-0.

Salah vildi ekki vera útundan og bætti við sjöunda markinu. Fékk boltann í miðjum teignum, setti tvo varnarmenn á rassinn og skoraði örugglega upp í vinkilinn, 7-0, ótrúlegar tölur!

Bestu menn Liverpool

Hvar á að byrja eftir svona veislu? Coutinho er auðvitað klárlega maður leiksins. Fyrirliði í dag, var mikið í spilinu og skoraði þrennu. Þar fyrir utan var Mané með tvennu og alltaf ógnandi, Firmino var frábær (er okkur svo gríðarlega mikilvægur), Milner með tvær stoðsendingar og Salah með eitt mark og alltaf hættulegur. Meira og minna allt liðið átti frábæran leik.

Umræðan

Liverpool er komið í 16 liða úrslit og ég held að það séu nokkur lið þarna úti sem vilja forðast það að mæta okkur.

Þessi sókn! Það eru forréttindi að horfa á þetta lið spila fótbolta þegar það er í þessum gír. Nú er liðið búið að spila þrjá leiki á einni viku, vinna þá alla og með markatöluna 15-1!

Mér er alveg sama hvað fólk segir um þetta Spartak lið (sem er fínt lið), það að vinna 7-0 í CL er ótrúlega öflugt. Ef það væri auðvelt þá væri það væntanlega gert oftar, ekki satt? Liverpool tapaði ekki leik í riðlakeppninni og skoraði 23 mörk sem er rétt tæp 4 mörk að meðaltali í leik. Það er ótrúleg tölfræði!

Liverpool er annars á virkilega góðum stað. Nú er bara að halda þessu áfram. Það er hellingur af leikjum framundan.

Næsta verkefni

Það er RISA leikur framundan. Nágrannaslagur á Anfield og Kop.is á vellinum! Þrjú stig þar takk!

29 Comments

  1. Ég hélt að markaþurrkurinn hjá Salah ætlaði aldrei að taka enda. Hjúkk!

  2. Svakalegur sigur! Ég var greinilega svartstýnn með 5-2 spá minni fyrir leik.

    Þetta sóknarlið okkar er rosalegt. Maður á varla til orð…

  3. Síðustu níu leikir í öllum keppnum:
    7 sigrar og 2 jafntefli, markatalan er 29-5. Í meistaradeildarriðlinum var markatalan 23-6. Þar með var markamet enskra liða í riðlakeppninni slegið en það átti Man Utd áður með 21 mark. Fyrsta skipti í níu ár í útsláttarkeppni meistaradeildarinnar. Þá er vert að muna að þessi gaur er að koma næsta sumar: https://twitter.com/NuriKebab/status/938521529482084352

    Coutinho, Firmino og Mané á eldi, flestir aðrir mjög góðir. Verst að Moreno hafi meiðst fyrir leikjatörnina fram að áramótum. Er búinn að vera mjög, mjög góður í allan vetur fyrir utan korters brainfart gegn Sevilla.

    Glasið er a.m.k. rúmlega hálffullt. 🙂

  4. Gríðulegt JESSSSS!!!
    This is no Sparta this is Anfeild!

    Þetta er hálfgerlega skondið næstum, kunnum bara mest að gera 5 eða 7 mörk með rústi! Bara aulalið sigra með 2 núll, nema þegar liverpool gerir það en þá er bara líka útaf óhepnis og þannig. Cautino brilljaði með þrennu, og Mane með tvennu og svo egiski kóngurinn minn með einu. Man ekki hver skoraði restina en skiptir ekki mjög útaf því það var kortsemer liverpoolkall.

    Elska þessa liðsmenn og mér hlakkar til að borða erkimennina hjá Everton í sunnudagsteik, nema Gilfa, vona hann er með ælupest eins og Birgir og missir að leiknum.

    Flottasta markið greinilalaust Mane með hoppisparkið og svo líka hálfpartins aftanbaksmark en snúði samt fram. Soldið skrítið.

    Áfram Liverpool!!!
    Jólasveinninn heldur pottþétt með okkur, og hélt upp á þormángsmessu snemma

    Soleiðis er sko það
    Ynwa
    Newer walk alone!

  5. Ég var kominn í þann gír að vilja alltaf meira og meira og ég fékk mikið meira en ég átti von á.

  6. Eftir 3-3 jafntefli á gegn Sevilla þá var maður mjög ósáttur því að maður vissi að Klopp gæti ekki hvílt leikmenn gegn Sparta
    Ég verð að segja að eftir 7-0 sigur þá er þetta lán í óláni. Já það er ömurlegt að missa Moreno meiddan en það þreyttist engin eftir 7-0 sigur þar sem sjálfstraust eykst bara og brosið kemst í gang.
    Það þarf ekki að fjalla mikið um þennan leik. Þetta var einfaldlega aldrei spurning og okkar fjögra manna sóknarlína(Coutinho, Firminho, Mane, Salah) eru einfaldlega stórkostlegir og eru fá lið í heimininum með eins hættulega sóknarlínu í dag.

    Mér fannst líka sniðugt hjá Klopp að taka Lovren útaf og detta í þriggja manna varnarlínu til að sjá hvernig liðið aðlagast að skipta um kerfi í miðjun leik og passa að okkar aðalmiðvörður í dag sé heill um helgina.

    Næsti leikur gerist ekki stærri því að það er Liverpool borg einfaldlega undir og er þessi leikur gott vegarnesti en ég er viss um að við fáum brjálaða Everton kalla gegn okkur þar sem barátta verður oft meira ofaná en flott spilamennska.

  7. Þvílík forréttindi að vera Liverpool maður þessa dagana. Okkar menn þurftu mjög lítið að hafa fyrir því að skora 7 mörk í kvöld og ég sé ekki að þeir séu að fara að spila á minni ákefð en vanalega á sunnudaginn.

    Þau 6 lið sem við gætum mætt í 16-liða úrslitum:

    Basel, Bayern, Juventus, Shaktar, Porto og Real Madrid. Ég persónulega vona að við fáum Basel.

  8. Liverpool getur mætt 6 liðum í 16 liða úrslitum, getum ekki mætt Sevilla og Chelsea, og helmingur þeirra liða sem við getum mætt eru Bayern, Juventus og Real Madrid.
    Hin liðin þrjú eru Basel, Porto og Shakhtar.

    Hvort vilja menn og konur fyrri þrjú liðin eða seinni þrjú?

  9. Sæl og blessuð.

    Fullkomið og magnað í alla staði. Man þegar við í tíð Rogers, dröttuðmst í gegnum framlengingu og skítakeppni á móti einhverjum amatörum sem ég man ekki einu sinni hvað heita.

    Svona á að gera þetta og það er morgunljóst að nú er kúrfan að færast upp á við. Fáum lengri hvíld en ,,Gylfi og félagar” en erum f.o.f. þremur klössum betri .. svo grannaslagurinn ætti að fara vel!

  10. Ég er til í að mæta eitthvað af risunum í CL því Liverpool mun vinna þann leik það er ekkert lið í evrópu að fara stoppa þá ef þeir spila svona.

  11. Frábær leikur!
    Má svo ekki gleyma að þetta Spartak lið vann t.d. Sevilla 5-1 á heimavellinum sínum. Þannig 7-0 er frábært.

  12. Það sem tilfinningin er góð og rosalega langþráð að hafa Liverpool loksins aftur í pottinum þegar dregið er í Meistaradeildinni. Þetta lið er svo að spila þannig um þessar mundir að Liverpool ætti ekki að hræðast neitt lið, Real, Juve og Bayern þ.m.t. Eins og Liverpool er að spila um þessar mundir (eftir Spurs) er fótboltinn sem boðið er uppá alveg á pari við PSG og Man City. Nú er bara halda sama dampi.

    Hames Milner var reyndar með þrjár stoðsendingar í dag og er með flestar stoðsendingar (fimm) eftir riðlakeppnina þrátt fyrir að hafa bara byrjað tvo leiki.

    Maður setur svo spurningamerki við þetta hik í Emre Can, afhverju í fjandanum er hann að hika við undirskrift hjá liði sem spilar svona í stærstu deild í heimi? Sama á við um Coutinho, er ekki hægt að fá hann til að endurskoða sína ákvörðun í sumar, hann er nú þegar partur af sóknarlínu sem stenst flest allar sóknarlínur snúning í liði sem er að taka töluverðum framförum með hann í broddi fylkingar.

    Svona höldum við okkar bestu mönnum, með því að komast langt í Meistaradeildinni, spila frábæran fótbolta og samhliða því bjóða upp á meira en 1-2 aðra frábæra leikmenn. Liverpool tikkar í öll box hvað þetta varðar það sem af er tímabili.

    Bring on Everton.

  13. Þetta er okkar besta miðja og ég vil bara sjá sama lið á mótti Everton nem robertson inn ef moreno verður meiddur

  14. Verð að viðurkenna að það eina sem ég er að hugsa um núna er hversu alvarleg meiðslin á Moreno eru. Búinn að harðduglegur og alveg fáranlega góður, drengur við þurfum á að halda í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar.

  15. Jæja 7-0…Ok það sleppur….Næsti leikur takk :). (maður er orðinn gráðugur)

  16. Plís LFC. Haldið í þessa sóknarlínu og styrkið varnarlínu liðsins ekki seinna en í janúar. Það gætu stórkostlegir hlutir gerst ef þið haldið rétt á spöðunum. Búnir að brenna okkur á því að klúðra hlutunum eftir stórkostlegt tímabil 13/14. Í guðanna bænum – ekki gera það aftur. YNWA

  17. Salah minnir á Messi, Kútur niðurlútur, Bobby leiðinlega góður og Mane sóðalega fljótur.

    Niðurstaða 7-0…nokkuð sanngjarnt

  18. Var á leiknum og jésús pétur, á ekki til orð, þvílík sýning. Bring on Neverton : )

  19. þetta lið í dag er bara geggjað getum unnið öll lið á góðum deigi
    EN svo koma slæmir dagar við vitum hvað gerist þá 🙁
    EN hef trú á okkar mönnum

  20. #18 Bjössi. … hmmm, má ég giska, þeir fóru ekki eftir því sem hún sagði?

  21. Persónulega finnst mer að þeir sem töluðu með þvi að við losa okkur við kútinn ættu að biðja okkur öll afsökunar að þurfa að lesa vitleysuna sem úr þeim kom.

  22. Sæl og blessuð.

    Það er ljúf skylda að biðjast velvirðingar á því frumhlaupi öllu. Hann leit ekki svona vel út í fyrra svo mikið er ljóst.

    Því til viðbótar þá hlýtur það að vera skrifað upp á teikniborðið að efla vörnina í janúar. Hver veit nema að við náum langt í CL og þá vill maður ekki vera með einhverja hálfdrættinga þarna neðst á hryggjarsúlunni.

    Það myndi nú hafa áhrif á Kútinn ef hann hampar stórum titli í vor!

  23. Ég sagði að þetta færi 8-0 í hálfleik, hvað veit ég 😉

  24. Sælir félagar

    Í einu orði sagt: ótrúlegastórkostlegamagnað. Og meira að segja þetta stutta orð nær ekki yfir þennan leik okkar drengja. Þrátt fyrir þrennu Coutinho þá er Firmino minn maður þessa leiks eins og svo margra nnara leikja. Hreint út sagt stórkostlegur og alger lykilmaður í stókostlegri sóknarlínu liðsins.

    Það er nú þannig

    YNWA

  25. Ótrúlegt með Clean Sheet Klavan að það fer aldrei 0-0 þegar hann leikur.

Liðið gegn Spartak Moscow

Hverjum viljum við mæta í 16-liða úrslitum?