Podcast – Svanavatnið

Frábærir sigrar í tveimur síðustu leikjum og Kop.is verður með sína fulltrúa á svæðinu í næstu tveimur leikum sem báðir eru af stærri gerðinni. Þetta var umræðuefni kvöldsins ásamt svo mörgu fleiru að danshæfileikar Magga fengu meira að segja að njóta sín!

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Hrafn Kristjáns þjálfari Stjörnunnar í körfubolta.

MP3: Þáttur 173

8 athugasemdir á “Podcast – Svanavatnið

 1. Ég hlustaði á kjaftæðið í ykkur og aldrei þessu vant hafði ég gaman af ykkur.
  Sennilega kominn í jólaskap.
  Ég er ykkur hjartanlega sammála um Firminio,,það er eitthvað ótrúlegt við drenginn,það er eins og það sé einhver ára í kringum manninn.
  Nú hefur mynd af honum verið hengd upp á vegg hjá okkur í eldhúsinu þar sem hann brosir til okkar og fólk sem kemur í heimsókn getur ekki látið vera að skjóta til hans auonum ,bæði konur og menn.
  Ég hef ekki haldið eins mikið upp á neinn leikmann síðan Kevin Keegan fékk mig sem barn til að halda með Liverpool.

  (9)
 2. Sælir félagar.
  Er Kristján Atli alveg kominn með nóg í bili?
  Sé hann hefur ekki verið með í margar vikur…

  (0)
 3. Nr. 2

  KAR hefur aðeins dregið sig í hlé og einbeitir sér t.a.m. að annarri skáldsögu. Fáum hann þó vonandi inn í podcast á næstunni.

  (2)
 4. Unglingaliðið er að spila núna, finn hvergi link. Getur einhver hjálpað?

  (0)
 5. Liðið komið spái 5-0 fyrir okkur ég á afmæli og ég vil fá góða leik frá þeim takk.
  Liverpool: Karius, Gomez, Klavan, Lovren, Moreno, Can, Wijnaldum, Coutinho, Mane, Salah, Firmino.

  Subs: Mignolet, Milner, Henderson, Sturridge, Oxlade-Chamberlain, Solanke, Alexander-Arnold.

  (2)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Til að bæta við myndum í athugasemd smelltu þá hérna.